mánudagur, desember 25, 2006


DESTINATION: ICELAND

Verð á Klakanum frá og með morgundeginum fram að 5. janúar. Sama íslenska símanúmer og áður.

Jólapakkarnir sem eru undir trénu eiga eftir að fara ofan í ferðatöskurnar, úps.

Um að gera að skreyta stofuna hjá sér með pökkum annarra og ímynda sér að allir þessir pakkar séu til MÍN. Skyld´að vera jólahjól á yfirdrætti?

sunnudagur, desember 24, 2006

Vefsíðan sendir landsmönnum HUGHEILAR jóla-og nýárskveðjur.

Miðað við kveðjurnar á RÚV í gær er enginn maður með mönnum nema hann sendi HUGHEILAR kveðjur.

Hugheilar???

Allavega, kalkúnninn er á leið í ofninn hérna meginn...

Ást og friður, yfir og út.

laugardagur, desember 23, 2006



Jólakonfektið er tilbúið.

Jólatréið komið upp.

Jólakalkúnninn kominn í ísskápinn.

Ákveðið var að hafa breskt þema og borða kalkún. Skellir maður ekki annars bara kalkúninum í örbylgjuofninn í 10 mínútur??? Og hellir tómatsósu yfir allt saman og kannski bara bökuðum baunum líka, já já.

Á Þorláksmessu var örtröð hjá slátraranum á horninu, allir að ná í kalkúnalíkin sem þeir höfðu pantað.

Slátrarinn sjálfur var með bangsakalkún á höfðinu og lék á alls oddi.

Slátrararnir í Norwich eru svo óóóógó flippó.

Á Russell stræti 50 var haldið jólapartý.
Þar var sungið.

Herra og frú Pakistan sungu dúett.
Afganistan söng af innlifun á darí.
Indland söng dimmri röddu.
Singapúr skærri röddu.
Japan enn skærri röddu.
Ísland rámri röddu.

Holland hellti rauðvíni yfir gólfið.

fimmtudagur, desember 21, 2006

Elskulegu pakistönsku vinir okkar buðu í pakistanskan mat í gær.

Ég leitaði um allt að sprengjum, merkjum um bókstafstrú og brenndum amerískum fánum - en fann enga.

Kvöldið var stórskemmtilegt.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Frost uti.

Fjorda og seinasta ritgerdin i prentaranum.

Fyrstu onninni i skolanum formlega landad.

5 bls, 12 bls, 20 bls og 12 bls af utlensku tilbunar.

Stulkan er farin heim ad fa ser raudvin, gera konfekt og koma jolatrenu fyrir.

Stúlkunni finnst alltaf jafn stórkostlega merkilegt til þess að hugsa að á hverjum degi deyi að meðaltali 3000 manns, aðallega börn, úr malaríu.

Það er vel hægt að koma í veg fyrir að fólk deyi úr malaríu.

Við gerum það bara ekki.

mánudagur, desember 18, 2006

When the British discuss mirgration, they usually mean foreigners coming to take their jobs and council flats. Much less notice is taken of the increasing stream of people heading the other way.

Svo segir í nýjasta Economist.

Innflytjendaumræða á Íslandi er greinilega á sama stigi og umræðan í Bretlandi..

"Ef helmingur Íslendinga væri blökkumenn og í kringum fimm hundruð þeirra leituðu sér aðstoðar árlega vegna ofbeldis af hálfu hvítra, þætti ekki öllum sjálfsagt að umfangsmiklum rannsóknum yrði ýtt úr vör og í framhaldinu aðgerðaáætlunum, menntun og fræðslu, eftirlitsmyndavélum og hverju einu sem er talið virka í baráttu gegn ofbeldi? (Árlega leita um 500 konur til Stígamóta og Kvennaathvarfs í fyrsta sinn)."

Heyr heyr Patrekur.

föstudagur, desember 15, 2006

Ég gleymdi víst að nefna raðmorðingjann sem gengur laus í East Anglia og myrðir vændiskonur.


Sjá Morgunblaðið í dag.

Mjög klárt að skrifa grein af brjáluðum vændiskonuraðmorðingja þegar maður er upp fyrir haus í ritgerðskrifum og í stöðugu kappi við tímann. Eeeeeinstaklega klárt.

þriðjudagur, desember 12, 2006

200 stærstu fyrirtækin í heiminum eiga 25% af allri þjóðarframleiðslu heimsins.
Einn fjórða.
Amms.

mánudagur, desember 11, 2006

Blá jólaljós eru eitthvert það ójólalegasta fyrirbæri sem stúlkan man eftir.

Hún treystir því að einhverjir séu henni sammála...

sunnudagur, desember 10, 2006

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég á ferðalagi sem hafði líklega miklu meiri áhrif á mig en ég gerði mér nokkra grein fyrir þá.

Og kannski hafði ég lært miklu meira en ég gerði mér grein fyrir, þegar ég lenti í neyslubrjálæðinu á Íslandi kortér fyrir jól. Eða frekar skilið enn betur hvað ég veit lítið og hvað það er margt sem mig langar til að vita meira um.

Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég í suðurhluta Súdan.

Kannski var það þessi ferð sem gerði það að verkum að allt í einu vissi ég að MA in Conflict, Governance and Development hlyti að vera súpernám fyrir mig.


"Á stríðstíma er meginmálið að lifa af. Hver veit hvað verður í næsta mánuði, eftir viku eða þegar vaknað er að morgni? Mun fólk yfirhöfuð lifa nóttina af?

Í stríði velta menn skólagöngu ekki fyrir sér eða útbúa langtímaáætlanir um að stækka við þennan akurinn eða hinn. Þeir fjárfesta ekki til framtíðar. Framtíðin er óviss og kemur hugsanlega aldrei.

Þegar samið hefur verið um frið er hægt að horfa lengra en til næstu nætur. Það er ekki einungis hægt heldur nauðsynlegt. Nú er ekki eingöngu spurt hvort hvort börnin muni lifa af, heldur hvar þau skulu menntuð og hvernig framtíð þeirra verði."

Hér eru Súdanfærslur frá fyrri hluta desember og seinni hluta nóvember í fyrra.

laugardagur, desember 09, 2006

Svarið er 6,5 - 6,9.

Kröfur??

Uuuu... nei nei... hóst.

föstudagur, desember 08, 2006

Úr "guide to the marking system" útgefnum af skólanum mínum:

A very good piece of work; evidence of careful and effective preparation and planning; shows originality and iniative, insight and perception. Clear understanding of the topic and deploys arguments and empirical evidence to very good effect. Presentation very good, with clear and appropriate layout and typograpthy. Careful assessment of evidence; good use of examples.

Spurt er: Ritgerð/verkefni/fyrirlestur sem fellur undir þessa lýsingu í handbókinni, hvaða einkunn mynduð þið halda að það fengi á skalanum 0-10?

miðvikudagur, desember 06, 2006

Þrátt fyrir vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna hafa allt upp í 10 ríki selt vopn til Sómalíu.

Amms.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Hvernig berst madur vid einhvern sem madur veit ekki alveg hvernig litur ut eda hvar hann heldur sig? Hvernig greinir madur a milli "ovinarins" og obreytta borgara?

Vefsidan maelir med seinasta BBC Panorama thaetti sem nalgast ma herna og fjallar um breska hermenn ad reyna ad skjota Talibana i Afganistan og ekki hitta obreytta borgara.

Breskir fjolmidlar virdast vera i halfgerdri kreppu yfir thvi hvad Bretar eru ad gera i Afganistan og Irak og hvert i oskopunum astandid i thessum londum stefnir. Hvad eru their nakvamlega ad reyna ad gera tharna og hvernig aetla their ad gera thad? Thad er, hvernig er thetta haegt i praxis?

Thatturinn dregur agaetlega fram tha storfurdulegu stodu sem hermennirnir eru i, reynandi ad vera vinir local folksins og jafnvel sinna mannudarstorfum, a sama tima og vera theirra getur thytt kulnahrid og sprengjur fyrir thetta sama folk, thar sem their draga Talibanana og atokin ad ser.

Og folkid? Ups, thad verdur audveldlega a milli.

Hermennirnir geta ekki falist thvi their eru hvitir og i herbuning med hjalma. Hermennirnir vita hins vegar ekki hvern their eru ad reyna ad skjota thvi talibanarnir ganga ekki um i herbuningum med skilti um halsinn: Eg er Talibani.

Ergo: Hermennirnir thyda a sama tima eydileggingu og uppbyggingu fyrir local folkid - eydileggingu thvi thorp eru sprengd i loft upp og folki slatrad og uppbyggingu thvi their eru ad reyna ad koma i veg fyrir ad Talibanar nai ekki aftur voldum.

Fimm arum eftir innras og enn er verid ad berjast.

Higlightid i thaettinum var ef til vill senan thegar bresku hermennirnir satu a teppi med fulltruum "the locals" to "exchange ideas" (umm...) og gafu theim sidan glaeny utvorp. ???

Má bjóða þér 8 dósir af bökuðum baunum á eitt pund?

Uuuu.... nei, takk.

Bretinn og baunirnar, ussu suss..

laugardagur, desember 02, 2006

"Globally, poverty wears a woman’s face."

70% af þeim sem lifa við fátækt í heiminum eru konur.