mánudagur, maí 21, 2007

Júní verður tileinkaður lestri og spekúlasjónum um stríðið í Írak.
Drögum að lokaritgerðinni á að skila í byrjun júlí.

Fyrst er hins vegar vikufrí á Ítalíu framundan.

Já, takk, ég skal sko alveg fara til Ítalíu með skemmtilegu fólki, aka um Toscana, borða ís í sólinni, drekka rauðvín, drekka espresso, rölta um Flórens og síðast en ekki síst fara í brúðkaup, vú hú!

þriðjudagur, maí 15, 2007

Ég átti heima í Vesturlandskjördæmi meginpart ævi minnar. Mér fannst stórfurðulegt þegar því var breytt í Norðvesturkjördæmi og allt í einu var ég í sama kjördæmi og Sauðkrækingar og Ísfirðingar. "Norðvestur-línan" vísaði ekki í neina heild og ég man að mörgum í kringum mig á Skaga fannst að fyrst verið væri að breyta þessu ætti bara að fara alla leið og hafa landið eitt kjördæmi. Af hverju að skella Vesturlandi með öllum Vestfjörðum og hluta af Norðurlandi?

Frambjóðendur þurftu að gera nánast hið ómögulega - að reyna að koma sér á milli framboðsfunda í tæka tíð í jafnstóru kjördæmi. Má til dæmis bjóða einhverjum að vera á Bolungarvík í hádeginu, Sauðárkróki um kvöldið og Borgarnesi morguninn eftir?

Jöfnunarmannakerfið flækir síðan enn frekar flókin kjördæmi. Nokkur atkvæði í einu kjördæmi til eins flokks geta orðið til þess að allt fari af stað og þingmenn í öðrum kjördæmum og öðrum flokkum detti inn og út. Nú efa ég ekki að jöfnunarmannakerfið er eins vel úr garði gert og mögulegt er. Að horfa á það í aksjón eins og á kosninganótt er hins vegar grín.

Uppáhaldið mitt var þegar upp var komin sú staða að ef Framsókn, aka annar stjórnarflokkanna, BÆTTI VIÐ SIG þremur atkvæðum, ÞÁ FÉLLI RÍKISSTJÓRNIN.

Ha ha ha.

Og svo var hún bara búin í prófinu og byrjuð að vinna í lokaverkefninu.

Prófið var ekki einungis það stærsta sem hún hefur farið í á ævinni (eitt próf úr þremur risastórum námskeiðum)...

... og ekki einungis það próf sem kennararnir hafa gert mestar kröfur (þótt þið hafið bara eina klukkustund á hverja ritgerðaspurningu og verðið að vera viss um að skrifa nógu skýrt til að við skiljum það, eiga svörin öll að vera með inngangi, niðurstöðu, vísunum í fræðafólk, bækur og greinar; góðum dæmum sem styðja rökfærslu okkar, við eigum að vera sanngjörn í umfjöllun um verk og kenningar en þó takast á við þær gagnrýnið og koma okkar hugmyndum að... bla bla bla)

... heldur var prófið sjálft líka það allra furðulegasta sem stúlkan hefur á ævinni farið í. Hún þurfti að athuga á forsíðu prófsins hvort hún væri í réttu prófi. Jú, jú, hún var í réttu prófi - spurningarnar voru bara fáranlegar og þrisvar sinnum erfiðari en það sem bekkurinn hafði í sameiningu undirbúið sig undir.

Eftir tölvupóstskrif, kvartanir og fund með kennaranum er bekkurinn örlítið brattari.