mánudagur, janúar 26, 2004

I Burma er ekki haegt ad opna postinn sinn. Hotmail og adrar alikar sidur eru bannadar.

“You are seeing this error because the page you attempted to access contains, or is labelled as containing, material that has been deemed inappropriate,” birtist a skjanum.

Rikisstjornin leyfir monnum einungis ad skrifa post fra netfongum sem menn fa lanud, en ekki skoda eiginn post. “They are afraid of that we get informations from outside,” sagdi strakurinn a netkaffinu. Ad hans sogn er stundum haegt ad opna hotmail i gegnum msn siduna en thad gengur ekki i thetta sinn. Hugsanlega vaeri moguleiki ad skra mig inn a fusemail.com eda eitthvad alika og lata flytja allan postinn minn thangad en thad tekur langan tima. Nettengingin er haeg og rafmagnid ostodugt herna. Eg spyr kauda af hverju rikisstjornin leyfi thetta fusemail thegar their leyfa monnum ekki ad opna postinn sinn beint. “They don’t know that it is possible view your mail in this way!” segir hann og blikkar mig. Thad er heldur ekki haegt ad opna "haettulegar" vefsidur eins og vefsidu mannrettindasamtakanna Amnesty International.

Netkaffid sem vid fundum herna i Yangoon er sex manada gamalt og ofsa flott. Fullt af tolvum og flott skilti fyrir utan: Cyber World. I borginni er hins vegar vandamal med rafmagn. Rafmagnid for af adan og allt datt ut. Spurdi tolvumanninn hvort thetta gerdist oft. “Every day,” sagdi hann og brosti.

Ja, vid fadir minn OG SIGURDUR erum komin til fyrirheitna landsins. Sigurdur slapp osedur i gegn og unir hag sinum vel her i Burma. Eg for i gegnum tollinn einmitt thegar tollverdirnir voru uppteknir vid ad skoda i poka thriggja annarra. Laumadi mer framhja og heyrdi hradan hjartslattinn i Sigurdi i gegnum dagpokann. Their kiktu i poka pabba en hleyptu honum sidan i gegn. Kannski hefdu their hleypt Sigurdi inn hefdu their vitad um hann, veit ekki. Var alla vega guds lifandi fegin ad enginn spurdi ad neinu.

I fyrramalid aetlum vid ad fara ut a land. Akvadum ad vera grand og fara i einkabil en ekki med rutum og lestum. Slikt getur verid nokkur erfitt her i landi. Aetlum vid tha ad aka sjalf??? Nei, bornin god, asamt konu fra Astraliu redum vid okkur hreinlega bilstjora og leidsogumann i tiu daga! Thad er ekkert annad. Forum fyrst austur og sidan nordur og endum i Mandalay. Thad er sum se staell a fedginunum og Sigurdi… Svafum meira ad segja i prinsessurumum i nott a nyju gistiheimili her i borginni. Madur er bara ordinn eins og kongur eftir ad herra Jon maetti a svaedid! Held lika kannski ad honum hafi ekki litist a utganginn a dottur sinni….

Burma, Burma. Thad er skrytid ad vera kominn hingad. Folkid er brosmilt og veifar okkur. Konurnar eru fallega klaeddar og karlar i pilsum, svipudum og a Indlandi. I Yangoon eru breidar gotur, tre og litid rusl. Betlarar ekki sjaanlegir enn tha. Vissi madur ekki ad her rikti klikkud herstjorn (og profadi ekki ad opna hotmail!) gaeti madur haldid ad her vaeri allt i stakasta lagi. A bak vid breid brosin er hins vegar vitund um herstjorn sem er til alls likleg. Thad er eins gott ad hvisla thegar raett er um hana.

Sigridur faer ser te uti a gotu. Gripum nidur i samraedur hennar vid gladlegan tesala, 45 ara gamlan. Hann er haskolagenginn en vill ekki vinna sem logfraedingur, vill selja te enda tebudin hans vinsael. Lagum kollum er radad ut a gotu og folk drekkur te, spjallar, kemur og fer…

- So, you went to a university. Tell me, are there many universities here?
- Yes, there are. One is very famous (roddin laekkar), but the government closed it down.
- Recently?
- No, after the 1988 protestion. It hasn’t been opened again.
- So, why did the government close it?
- Because the students were protesting and the government didn’t like it. So they just closed the school. But first they killed many. Some of it happened just over there (bendir ut gotuna).
- (Faeri mig naer kauda og hvisla) Now, today, do you have any demonstrations at all?
- No, how can we do that?? We don’t have any weapons.
- Do you have to have weapons? Couldn’t you go out to the street and protest, shout and make yourselve visible?
- No, no, no (leikur ad hann taki upp riffil og skjoti). They would not like it.

Einmitt thad. Eins gott ad segja ekki neitt thvi tha gaeti madur bara verid skotinn. Kaudi spyr hvort eg vilji meira te og eg thigg thad. Fer svo og nae i pabba og vid roltum ut.

I gaer: Skipti peningum a svortum markadi. Rikisstjornin gefur 450 kyat fyrir einn dollara i bankanum a flugvellinum. A svarta markadnum er gengid hins vegar helmingi haerra! Thar fae eg 860 kyat fyrir dollarann. Sum se naestum thvi HELMINGI betra ad skipta thar en versla vid rikisstjornina. Thessir thorparar treysta thvi ad ferdamenn viti ekki hversu slaemt theirra gengi er, thegar their stiga ut ur flugvelinni.

Sigridur talar vid gaur sem thekkir gaur med gott gengi:

- So, I go with you to the guy with the money? (sit inn i bil)
- No, no, no. You wait here. I can not let them see me with a foreigner!
- (hann fer og naer i vin sinn, sa laumast inn i bilinn og rettir mer peningabunt a hrada ljossins)
- Here you are. You count. (hinn gaurinn vaktar svaedid og athugar hvort logreglumadur eda adrir seu i
augsyn. Upphaedin er rett, ju, ju thetta eru 86.000 kyat eins og thad a ad vera!!!! Hundrad dollarar eru 86.000 kyat…)
- Ok, this is fine (fer i burtu med fenginn og lit ut fyrir ad vera olett med alla thessa sedla I veskinu).


Segi thetta gott,
Mrs. Jonsdottir kvedur i bili og kemst ad ollum likindum ekki i net thangad til i Mandalay eftir atta til tiu daga. Their segja ad thad seu bara netkaffi her i Yangoon og i Mandalay.

P.s. Held eg verdi a Ras 2 i dag en ekki a morgun. Sjaum til hvort taeknimadurinn naer i i gegn. Sagdi gaurunum a hotelinu ad mamma myndi hringja i kvold. Their munu vaentanlega halda ad modir min se akaflega dimmroddud…

laugardagur, janúar 24, 2004

Burma, Burma. Það er komið að því.
Við pabbi og Sigurður höldum til Burma í fyrramálið.

Sigurður er ofsa spenntur, alveg með í geisladiskadrifinu (maganum) yfir því hvort hann komist inn í landið. Ég náði ekki í sendiráðið í Bangkok til að fá þessi atriði á hreint og Myanmar Air svaraði ekki áðan. Amerískt par sem ég hitti á Indlandi og voru í Burma fyrir jól sögðu að tölvan yrði ekki leyfð inn í landið af þessari klikkuðu herforingjastjórn. Hún er dauðhrædd um neikvæð skrif og vill enga blaðasnápa. Við pabbi munum segja að ég sé námsmaður að vinna verkefni og þurfi því á tölvunni minni að halda. Hafi verið á Indlandi að rannsaka ólíkar áherslur í hjálparstarfi (???) og sé á leiðinni til Laos og Cambódíu í sömu erindagjörðum. Sé nú á leið í þriggja vikna frí með föður mínum og ætli vitanlega ekki að vinna neitt í Burma.

Ha, ha. Hljómar vel.

Þetta verður spennandi. Ráðlegg annars öllum að lesa um herforingjastjórnina og voðaverk hennar í þessum pistli hér sem ég var að setja á vefritið Selluna. Pælið í ´essu, kæra fólk!

Ég samdi um það við Dægurmálaútvarpið á Rás 2 að ég yrði með minn hefðbundna mánudagspistil næstkomandi þriðjudag en ekki á mánudag. Þá hef ég einn dag til að finna síma fyrir þá að hringja í og netkaffi til að láta þá vita um númerið. Sjáum hvort það gengur. Ef svo er, verð ég í útvarpinu frá Burma á þriðjudag á milli fjögur og sex. Eins gott að í Burma skilja menn ekki íslensku, humm..

Ég veit ekki hvernig netsamband er í landinu. Mér skilst að það sé lítið og lélegt og hugsanlega komumst við ekki í internet nema í Rangoon og Mandalay. Sums staðar leyfa hótel mönnum að skrifa póst í gegnum þeirra netfang og ég gæti því hugsanlega skrifað e-mail en ekki lesið eigin póst. Ætli pósturinn verði ekki orðinn yfirfullur á endanum – engan áframsendan póst eða myndir, takk.

Kannski fer þetta blogg í frí í þrjár vikur. Kannski verður það uppfært reglulega. Sjáum til, sjáum til. Ó, hvílík spenna....

Góðar stundir.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Tæland er tælandi og við pabbi í þrusu gír. Við hlökkum til að fara til Burma. Mig dreymir þó enn heim til Indlands. Helstu niðurstöður úr úttekt minni á ferðinni þar eru:

Mesta tilviljunin: Sigríður rekst á Íslending sem býr í Cochin og er drifin heim í kaffi. Þetta er Þóra Guðmundsdóttir sem þekkir mömmu vel og vann með Eika bróður í kosningunum í vor.

Athyglisverðasta máltíðin: Sigga borðar “fish and curry rice”, týpískan mat í Góa fylki. Skuggalegt lið inni. Skítug borð. Eigandinn að veitingastaðnum er fullur. Fiskurinn er kaldur, Sigríður heimtar nýjan. Djúpsteikt, stökk hveitikaka sömuleiðis köld. Frökenin biður vinsamlega um aðra. Tekur eftir því þegar hún hefur slafrað í sig helmingnum af þeirri nýju að á bakhliðinni er stór, kramin fluga.

Skuggalegasta gistiheimilið: Gistiheimilið úti í rassgati hjá Ajanta hellunum. Stórt, langt, dimmt hús og enginn nema ég, Japaninn og einn Þjóðverji þar. Hrörlegt herbergi með sameiginlegu klósetti þar sem peran var sprungin, sturtuhausinn vantaði, “heita” vatnið var kalt og veggirnir útkrotaðir. Sökum þessa var 4% “lúxusskatturinn” sérlega athyglisverður. Matseðillinn var líka stór og feitur en bara hægt að fá ommilettu og chappati.

Furðulegasta atvikið: Sigríður fær skyndilega rauða rönd upp eftir öllum vinstri handlegg. Hjálp, er hún komin með blóðeitrun??? Ekið í snarhasti á sjúkrahús. Nei, nei, allt í gúddí, bara sýking í tvö moskítóbit við úlnliðinn, sem leiddi upp eftir sogæðunum (haaa???). Sýklalyf og meiri sýklalyf og síðan húðsjúkdómalæknir í Delhi. Sigríður tilbúinn með tryggingaskírteinið til að sýna að hún sé tryggð og VÍS borgi brúsann. Og viti menn... allur pakkinn, læknarnir og lyfin, kosta heilar 800 krónur. Ha ha.

Eftirminnilegasti morguninn: Að vakna við hlið kameldýrs í eyðimörk í kamelsafaríinu í Rajasthan, slagar hátt í morguninn í Varanasi þegar kýrin baulaði fyrir framan gluggann minn og ég hélt í svefnrofunum að verið væri að gera árás á gistiheimilið.

Eftirminnilegasta rútuferðin: Get varla gert upp á milli rútuferðar í Rajasthan og rútuferðar í Kerala. Í fyrra tilvikinu stóðu jafnmargir og sátu og obbosí, jafn margir hímdu uppi á þaki. Í því seinna tók það okkur þrjá tíma að aka fáeina kílómetra niður bratta fjallshlíð á bugðóttasta vegi sem ég hef augum litið. Að lokum var allt stóðið tekið að æla út um gluggann.

Bestu kaupin: Þvottaburstinn til að skrúbba á mér tærnar. Traustur vinur sem getur gert kraftaverk.

Verstu kaupin: Vekjaraklukka sem ég keypti í Delhi og hringdi svo lágt að það hefði þurft tuttugu kílóa magnara og að minnsta kosti tvo hátalara til að heyra í henni nokkurt tíst. Líkurnar á að vakna hverfandi.

Besta sniðið: Sérsaumaði kuflinn fyrir Afganistan dæmið – ekki spurning. Stykkið, sem ég lét skeyta í hálsmálið til að hann væri ekki of fleginn, myndar gasalega skemmtilega andstæðu við gjörsamlega sniðlausan kuflinn. Krumpuð er flíkin algjört augnayndi (eða mengun).

Týndir munir: Sko bara, ég get alveg sleppt því að týna hlutum! Týndi á þremur mánuðum bara einu pari af sokkum og einni bók. Reyndar einum eyrnatappa líka en það bjargaðist því ég skipti hinum bara í sundur. Ó, ó, hversu nægjusamur maður er að verða?

Versta viðreynslan: “You look just like an Indian moviestar...!” ???

Minnst trausvekjandi: Á pósthúsi: “What do you say? Iceland? Oh, yes in Germany? No, not in Germany? Don´t understand - what is Iceland?”

Furðulegasti ferðalangurinn: Þýsk kona á fertugsaldri sem leit út fyrir að vera allt annað en í góðu formi en er að hjóla um Indland. Vesgú, búin að vera í eitt og hálft ár, einungis - og á allt Norður-Indland eftir! “Es ist very nice, aber sometimes the Indian men can be sehr annoying.”

Óvæntasta máltíðin: Seinasta daginn minn í Madras kem ég á netkaffið “mitt” og kveð eigandann, gamlan kall sem farinn er að kalla mig “his daughter, the journalist”. Hvernig sem ég reyni að útskýra fyrir honum að ég sé nú bara að skrifa einhverjar greinar í lausamennsku, þá álítur hann augljóslega að ég sé mikilsvirtur blaðamaður í föstu starfi í mínu heimalandi. Hann færir blaðamanninum virðulega heimalagaðar kræsingar, “from my wife, madam”. Baunakökur, sætar kökur, snakk, hitt og þetta. Sigríður er pakksödd og kræsingarnar líta ekki of vel út. Hún neyðist hins vegar til að smakka og þakka fyrir sig. Sá gamli stendur glaðbeittur yfir henni og sér til þess að stúlkan KLÁRI skammtinn.

Traustasta lygin: (við indverska karlmenn) “Oh, no, of course I´m not travelling alone! I´m here with my husband. He just got sick yesterday from eating something bad and he´s resting at our guesthouse today.”
Stundum skipt út fyrir: “No, no, I´m here with my husband and he is just about to arrive!!!” Inn a milli var eiginmaðurinn líka pabbi. Á endanum varð ég hálfhissa þegar ég kom inn á gistiheimilin á kvöldin og veiki eiginmaðurinn var hvergi sjáanlegur...

Vinsælasta stúlkan: Ég ætla að kjósa stúlkuna sem vildi endilega halda upp á afmælið fyrir mig. Hún heitir Usha og er góð, skemmtileg, hjartahrein og allt það sem vinsælasta stúlkan verður að hafa til brunns að bera...

Vinsælasta ferðatölvan: Sigurður.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Yfir taelenskum kvoldmat rifjadi fadir minn upp soguna af Tarzan. Hann var med blik i auga og yfir honum allur athyglisverdur ljomi. Tarzan hafdi djupstaed ahrif a herra Jon, sem atti alltaf erfitt med ad kyngja thvi ad vid bornin hans hofdum ekki ahuga a apamanninum. Eg var of upptekin af minu Isfolki til ad hafa ahuga a einhverjum sidhaerdum gaur hoppandi a milli trjagreina.

Fadir minn reyndi mikid til ad snua mer a retta braut og fa mig til ad lesa Tarzan baekurnar. Eg thraadist vid - thangad til herra Jon sa ser thann leik a bordi ad greida mer thusund kronur fyrir! Peningarnir freistudu og eg gekk ad tilbodinu, tolf ara gomul. Til ad vera viss um ad eg hefdi ekki svikist undan spurdi hann mig ut ur efninu.
Slyngur..

Yfir kvoldmatnum kom i ljos ad tolf arum sidar mundi eg ekki staf. Med fortidarblik i auga minnti fadir minn mig a ad Tarzan hefdi kennt sjalfum ser ad lesa og kunnad baedi apamal - og fronsku. Thad fannst mer fyndid.

Eftir matinn reyndi eg ad fa herra Jon til ad lata tattovera mynd af Tarzan a brjostid a ser herna a Khao San Road.

Kannski eg borgi honum thusund kall fyrir?

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Litla fraenka min er thriggja daga gomul i dag.

Indverskur McDonalds er betri en taelenskur.

Vid forum til Burma a sunnudagsmorgun.

Eg er enn ad mana pabba i ad fa ser tattoo, gaeti t.d. verid einhver efnafraediformula. Ogissssslega snidugt, hipp og kul.

I Bangkok eru buddahof ut um allt.

Vefsidan maelir med einstaklega ahugaverdu og upplysandi vidtali sem tekid var i Kabul og birtist i seinasta sunnudagsmogga. Ha, er thad eftir sjalfa mig??

Eg held ad sandalarnir minir seu ad lata lifid. Farid ad molna ut ur solanum a theim og tvisvar sinnum buid ad gera vid haelbandid. Spurning um ad tapa ser alveg og kaupa ser einhverja flippada og ofur kul sandala a Khao San Road?

Afganistan kuflinn er farinn ad thynnast allverulega. Indverjar handthvo thvottinn sinn og lemja honum utan i steina til ad na ohreinindunum ur. Svinvirkar - en flikin a thad til ad thynnast nokkud i hvert sinn. Kuflinn godi verdur ordinn gegnsaer i vor.

Minni aftur a magnad starf Vina Indlands a Indlandi. Reikningsnumerid er 582-26-6030 og kennitalan 440900-2750. Oll framlog skipta mali! Thott eg sjalf se farin fra Indlandinu goda eru bornin sem eg hitti thar enn, neydin somuleidis enn til stadar, og moguleikar okkar a ad gera eitthvad i stodunni jafn miklir og adur. Og hana nu.

Pabbi kom med Moggann og Frettabladid med ser. JIBBY! Se ad Idol er allra heitast i dag og fannst eg half puko ad vita ekki allt um einhvern Kalla Bjorn eda Kalla Bjarna eda eitthvad alika. Sa lika ad Last Samurai er adalmyndin nuna og fannst eg ogedslega kul og toff og trendy ad hafa ferdast a Indlandi med Japananum sem lek einn af bardagagaurunum. Athyglisverdast fannst mer tho ad lesa ad nu se LOKSINS haegt ad fa halft kilo af aspas i Hagkaupum a adeins 299 kronur.

Mig langar i Pepsi Max. Eg aetla ad fara ut og kaupa mer Pepsi Max!!! I Bangkok er nefnilega haegt ad kaupa ALLT. Eg aetla ad drekka svo mikid Pepsi Max her ad eg verdi enn i koffinsjokki thegar eg skreidist til baka fra Burma.

Mig langar ad halda a litlu fraenku minni. Og vera uppahalds fodursystir hennar. Tel mig eiga tho nokkud goda moguleika thar sem eg er eina fodursystirin.

Mig langar ad senda brjalada Bush i rokfraediprof. Vedja haegri hond minni og haegri helming lyklabords Sigurdar ad hann hefdi skitfallid i Inngangi ad rokfraedi 1 i Haskola Islands.

Mig langar ad velmegandi Islendingar skilji raunverulega hvad their eru heppnir.

sunnudagur, janúar 18, 2004

Afinn er farinn ad blogga!

www.afinn.blogspot.com

Komin er i heiminn Kristin Elisabet Steinsdottir!!!! Prinsessan er 11 merkur og 47 sentimetrar. Dokkhaerd med grabla augu. A Islandi heitir hun Kristin en i USA Kristine Elizabeth Jonsson.
Allt gekk vel og Steini skildi a milli.

Kominn er i leitirnar Jon Halfdanarson. Herrann er 360 merkur og 183 sentimetrar. Dokkhaerdur med grabla augu. A Islandi heitir hann Jon en i Thailandi Mr. John Halfdan.
Allt gekk vel (thott farangurinn hafi reyndar tynst...) og pabbi skildi leidbeiningarnar minar.

Afi og fodursystir fagna godum degi. TIL HAMINGJU STEINI OG KRISTIN!
Thau tvo eru ordin mamma og pabbi, mamma min og pabbi eru ordin amma og afi og eg og Eiki bro ordin fodursystkin. Jibby! Og afinn bara kominn til Thailands. Nu er ad sja hvort hann endi ekki hreinlega med dread-locks og hring i nefinu eins og allir flippudu turistarnir herna... Johnny boy - afi med meiru!

laugardagur, janúar 17, 2004

Var ad fa bref:
---
Hæ, hó!
Kristin er komin a spitala m/ hridir a 3. min fresti. Vatnid for heima.
Spennan magnast!
Vid Steini hringjumst a.

Kvedja,
mamma

Kl. er 12.05 her heima nuna. Steini var ad hringja.

---
EG ER UM THAD BIL AD VERDA FODURSYSTIR!!!!!

Kristin Elisabet Steinsdottir er ad skrida i heiminn i Ohio i USA.

Jeddúamía. Hér get ég valið á milli diet pepsi og diet kók og hvað haldiði að stúlkan hafi fundið nema PEPSI MAX. Trúði varla eigin augum og tók dýrgripinn skjálfhent upp. Þetta urðu fagnaðarfundir eftir þriggja mánaða aðskilnað. Hellti eðalveigunum í mig, brosti út að eyrum og fór svo í tælenskt nudd. Dásamlegt. Fannst sérstaklega mikið til um þegar stúlkan nuddaði iljarnar á mér með hnjánum á sér og tók bakið með olnbogunum. Pabbi verður sendur beint í nuddið þegar hann kemur. Móttokunefndin er annars tilbúin – búin að kaupa blöðrur og allt. Líka búin að ganga á milli ferðaskrifstofa og athuga verðin til Burma. Það verður að fljúga inn í landið og verður að vera með miða báðar leiðir.

Fyrir tveimur árum fannst mér Tæland brjálæðislega ódýrt. Nú fussa ég og feia yfir dýrtíðinni i Bangkok. Borga 720 krónur fyrir herbergið hérna. Það er reyndar með sjónvarpi og HEITRI STURTU og mjúku rúmi, þannig að ég græt það svo sem ekki það mikið. Bara dálítið sjokk frá ódýra Indlandi.

Var annars búin að gleyma því hvað heit sturta er YNDISLEG. Hafði ekki farið í heita sturtu síðan í Delhi í byrjun desember. Ekki síðan Í FYRRA, he he. Stundum hafði ég fengið fötu með heitu vatni sem ég hellti yfir mig og einu sinni var ég á stað þar sem var heit sturta. Vatnið dugði í um það bil þrjátíu og sjö sekúndur eða akkúrat þangað til að ég var búin að maka mig alla í sjampói. Ha ha ha.

Annar lúxus á tælenska gististaðnum mínum er mjúkt rúm. Indverjar sofa oftar en ekki bara á mottum á gólfinu þannig að í flestra augum eru rúmin á gististöðunum eins og bestu amerísk eðalrúm. Í augum Íslendings eru þau hins vegar ekki nema grjótharðir beddar.

Jæja, já. Það er skrýtið að vera komin til Tælands. Skrýtið að vera komin frá Indlandi. Á eftir að sakna þessa stóra, fjölbreytta, litríka og ævintýralega lands en hlakka til að hitta pabba gamla. Það verður gaman að skála í köldum bjór! Búin að finna uppáhalds tegundina mína síðan fyrir tveimur árum, tælenskur eðal drykkur.

Fékk annars þvílíka flash backið þar sem ég gekk um götur í Bangkok í dag. Fann allan uppáhaldsmatinn minn síðan seinast og borðaði á mig gat. Hér er götumaturinn samt um það bil helmingi dýrari en í Indlandi, arg. Þar er máltíðin á ca. 15-30 krónur (getur fengið hann undir tíkall) en hér 30-60 kall. Allt nema klósettpappír og vatn er dýrara hér. Jamm og já. Af hverju er ég að skrifa þetta???

Turisminn herna er ordinn enn tha klikkadari en fyrir tveimur arum. Jesus minn, Khao San Road er eitt stort, feitt partypleis. Allir ogisslega hipp og kul og toff og trendy, frjalsir og ferskir, ad fa ser dreadlocks i harid og drekka bjor. Afganistan kuflinn er ekki ad gera sig herna.

Jæja. Þá er bara að telja niður þangað til Mr. Hálfdanarson mætir á svæðið.
Og vona að hann mæti yfirhöfuð!

Já, mun Jón ef til vill verða stoppaður í Abu Dhabi og hent inn í fangelsi eins og Flosa “okkar”? Mun Jón komast heilu og höldnu til Bangkok? Skilar farangurinn hans sér? Tekur Jón strætó eða taxa inn í bæ? Finnur hann Sigríði? Verður Sigríður kannski bara upptekin í heitri sturtu að drekka Pepsi Max þegar faðir hennar kemur? Kemur Jon sem fadir eda afi???

Hvað gerist, hvað gerist?

Lyst er eftir Joni Halfdanarsyni, 56 ara, dokkhaerdum karlmanni og skakmanni. Seinast sast til Jons a Keflavikurflugvelli med torkennilegan bakpoka. Their sem hafa sed Jon vinsamlega talid vid logregluna i Bangkok. Segid henni ad dottir hans leiti hans.
---
Jaeja tha er ungfruin komin til Bangkok. Bidur eftir Jonny boy sem er a leidinni fra Evropu med thvi herrans flugfelagi Gulf Air.

Pabbi, her eru skilabodin til thin: (vorum buin ad semja um thad, gulltrygging ef hotmail klikkar.... O, vid erum svo snidug):

Eg bid eftir ther a veitingastadnum vid graa husid vid hlidina a hvitu byggingunni. Okei, thu finnur mig bara.
Ha ha.

Nei, heyrdu eg leitadi lengi vel og fann loks herbergi a KHAOSAN PALACE INN a theirri sveittu turistagotu Khao San Road. Hotelid er i somu byggingu og ein af 7/11 budunum vid gotuna, thu kemst varla hja thvi ad sja thad skilti. Nokkru nedar, hinum megin vid gotuna, er D&D Inn med flennistort skilti a thakinu. Heyrdu ja og svo er vara-hittings-stadurinn sem vid vorum buin ad akveda, Charlie Connection, tharna lika hja Khaosan Palace. Viti menn, thad er sami stadur og eg keypti flugmidann heim fra Thailandi fyrir tveimur arum! Thetta er litill heimur.

A flugvellinum er hradbanki vid utganginn. Legg til ad thu skiptir 4000 baht (rumlega 100 dollarar), thu ert med svo mikid af dollaracash med ther. Eg tok venjulega rutu/straeto fra flugvellinum. Allt flugvalla-eitthvad er rip off. Airport bus atti ad kosta 100 baht og eg hardneitadi. Er von minu elskulega odyra Indlandi og fannst thetta algjor glaepur. Fann venjulegan straeto og borgadi 20 baht fyrir ferdina. Tekur halftima, fjorutiu minutur. Eg hoppadi inn i straeto nr. 59. Straetostodin er haegra megin thegar thu kemur ut af vellinum, vid adalgotuna, dalitid labb. Thegar thu ert kominn inn i bae ferdu ut rett hja Democracy Monument. Khao San Road er rett hja. Thu ferd yfir gotuna og gengur i attina fra monumentinu, ferd inn hlidargotuna til haegri og beygir svo til vinstri vid Burger King. Eda spyrd thig bara afram. Eda hringir a hotelid i sima 28 20 578 og spyrd um Jonsdottur. Eda ert greifi og tekur bara taxa beint a pleisid. Eda eitthvad...

Thu reddar ther, er thad ekki?????
Eg bid med jardaberin og kampavinid i receptioninni.

Fyndid ad eg se allt i einu farin ad hafa ahyggjur af fodur minum. Su var tidin ad thad var i hina attina. He he.

föstudagur, janúar 16, 2004

Nei, eg ma bara ekki vera ad thessu. Tharf ad na flugvel til Thailands.
Mu ha ha...

Vonast til ad rekast a karl fodur minn einhvers stadar i Bangkok.

fimmtudagur, janúar 15, 2004



Strákurinn lengst til vinstri heitir Tamilarasan. Honum ætlar Sverrir vinur minn að hjálpa í skóla! Þökk sé Sverri mun Tamilarasan geta tekið rútuna í næsta þorp og lokið grunnskóla. Húrra, húrra, húrra



Og hér er hún Anusyasem móðir mín elskan ætlar að kosta í framhaldsskóla. Anusya byrjar strax í haust og hlakkar til.
Eiki brodir aetlar sidan ad hjalpa honum Arunachalam.

Mikið urðu þorpsbúar glaðir þegar þeim var sagt frá þessu.

Hér er síðan mynd af hinum sextíu ára gamla Steven. Hann betlar fyrir framan gistiheimilið mitt hérna í Chennai, eldhress náungi, og við erum orðnir góðir vinir. Hann var mjög hrifinn af myndunum sem ég sýndi honum af Íslandi (spilastokkur sem hún Auður mín gaf mér að skilnaði). Tók hann síðan með mér í gær á veitingastað. Gaf honum póstkort með mynd af Geysi og hann átti ekki til orð yfir þessu vatni sem frussaðist upp úr jörðinni. Kortið vakti mikla lukku meðal vegfarenda og Steven var hrókur alls fagnaðar að útskýra hvað væri á myndinni.

Steven var leiðsögumaður hér í Chennai en lenti í rútuslysi fyrir þrettán árum. Vinstri fótur fór í klessu og ekki var hægt að bjarga honum. Það varð að saga fyrir neðan hné. Síðan kom sýking í allt saman og taka varð hnéið af og Steven gat ekki lengur unnið. Varð mjög heilsulítill. Konan hans er líka mikið veik og þau hjónin eiga engin börn. Það er því enginn til að sjá um þau. Þau búa í rafmagnslausri holu í fátækrahverfi og Steven sér enga aðra leið en að betla fyrir þau hjón. Honum finnst það miður, enda vanur að vinna og klár og hress náungi. Áður vann hann í Calcutta og sparaði fé á þeim tíma til gamalsáranna. Þeir peningar eru hins vegar búnir –
kláruðust í eftirmálum rútuslyssins. Hann náði þó að kaupa sér hækjur og haltraði í mörg ár klukkutíma leið út úr fátækrahverfinu að aðalgötunni til að betla. Fyrir ári fékk hann hjól gefins frá Lions klúbbnum í Chennai og það auðveldaði lífið til muna. Núna er hann ekki nema hálftíma að fara þetta. En úff, hvað það er samt flókið að vera á svona tæki í umferðinni hérna. Það var næstum því búið að aka garminn niður á leið á veitingastaðinn með mér. Síðan var ekkert smáátak fyrir hann að koma sér upp tröppurnar, einfættan með úr sér gengnar hækjur. En sæll og glaður var þessi elska eftir á.

Já, lömbin mín, hér fara menn ekki á neinar bætur ef þeir lenta í áföllum.

Var annars ad setja inn myndir i nytt album og fleiri inn i januar albumid. Madur er ordinn algjort taekniundur og tolvunord. Svei mer tha.

Fór í gær í bíó á eina af aðalræmunum hérna. Þessa sem er með lögunum sem ég kann orðið. NÖRD. Tók sérstaklega vel undir í smellunum Pretty Woman (þó ekki hinum ameríska...) og Kal ho naa ho. Þetta var ástarsaga, ákaflega dramatísk. Ofleikurinn var mikill og um það bil tuttugasta hver setning á ensku. Ég náði því að fylgja söguþræðinum nokkurn veginn. Miðasölumaðurinn, pínulítill gaur, fyllti upp í eyðurnar í hléinu.

Í STUTTU máli var sagan um stúlku sem maður A var ákaflega hrifinn af. Stúlkan vildi ekki sjá A en gaf strák B hýrt auga. B var þá að reyna við aðrar dömur. A reyndi hvað hann gat til að ná í stúlkuna en hún hunsaði hann sí og æ. Viti menn, á endanum féll hún hins vegar fyrir töfrum A. Úps, þá kom í ljós að A var giftur. B áttaði sig í millitíðinni á að hann var raunverulega skotinn í aðalkvenhetjunni. Erfiðir tímar fóru í hönd því hún var jú hrifin af A en ekki B. A og B plottuðu sig saman og á endanum féll stúlkan fyrir B. Hamingja ríkti í koti og þau trúlofuðust. Þá fékk A hjartaáfall. Kvenhetjan hitti konu A úti í búð – það er að segja fyrrverandi konu hans. Ta, ta, ta.... haldiði ekki að það hafi komið í ljós að kauði var ekki lengur giftur? Dramatísk sena. Út brutust allar tilfinningar kvenhetjunnar í garð A. Stúlkan fagra hljóp tárvot um stræti stórborgarinnar og A reif af sér hjartalínuritið og hljóp í táraflóði út á móti ástinni sinni. Stúlkan var hins um það bil að fara að giftast B þannig að ekkert varð úr ástarsambandi þeirra tveggja. Brúðkaupið var tárum blandið því ást A og stúlkunnar var sterk. Loks lá A á banabeði og allir grétu mikið. A tapaði þó aldrei léttleika sínum og einstökum persónuleika. Gat sungið og dansað þrátt fyrir hjartveikina, blessaður.

Það er ef til vill engin furða að myndin var þrír tímar...

mánudagur, janúar 12, 2004

Hérna er laaaangur pistill. Langur en ákaflega mikilvægur. Lestu hann vel.

Gærdagurinn:
Fröken Sigríður situr með blómakrans sér um háls undir skýli úr pálmatrjáslaufum. Hundrað dökkbrún augu horfa á þennan langt að komna gest. Börn sitja þétt með krosslagðar fætur og fullorðnir horfa forvitnir á. Búið er að tengja rafmagnskapal við nálæga rafmangslínu. Með dálitlu af stolnu rafmagni er hægt að spila tónlist. Lítil stúlka dansar við tónlistina – sýnir þjóðdans gestunum til heiðurs. Klapp. Ræða.

Síðan: Mrs. Sigga would you like to say something? Je..uuu...thank you for inviting me to your village... uuuu... I´m amazed of what you are doing here and very proud of the children.... je...well... humm.. I was just thinking... have you had a foreigner here before? Indverji túlkar frá ensku yfir á tamil. Andartak líður og dökkbrúnir kollar hrista höfuðið. Nei.

Sigríður sýpur á Seven Up flösku sem gestinum var færð, honum til heiðurs, getur ekki annað en brosað og spurt sig hvernig í ósköpunum hún lenti hér????!

Já, hvernig?
Well, well. Á Íslandi eru samtök sem heita Vinir Indlands. Í samvinnu við heimamenn hjálpa þau fátækum indverskum börnum að komast í skóla. Vinir Indlands eru húmanistar (markmið þeirra er í stuttu og mjög einfölduðu máli að hjálpa til í kringum sig og bæta hag manna) og vinna starfið í samvinnu við indverska húmanista. Fyrir fjórum árum kom Íslendingurinn Kjartan Jónsson hingað til Indlands í heimsókn. Hann hitti Indverjann Michael og þeir ákváðu að hjálpa fátækum börnum að mennta sig. Framtíðin er enda í blessuðum börnunum og menntun hornsteinn framfara. Kjartan og Michael gerðu samning um að á móti hverri krónu sem indverskir húmanistar söfnuðu reyndu Íslendingar að gefa aðra krónu.

Húmanistar vinna sitt starf í litlum hópum sem hittast reglulega og síðan eru formaðir nýir hópar. Boðskapur húmanistanna dreifðist um og í dag eru 7000 manns virkir í þessu hér á Suður-Indlandi. SJÖÞÚSUND! Húmanistar hafa enga yfirbyggingu og allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu. Þetta eru eins mikil grasrótarsamtök og þau geta orðið. Frumkvæðið kemur alltaf frá heimamönnum. Þeir stofna hópa, finna hvar þörfin er mest, safna helming þess fés sem þarf (ganga í hús, tala við ríkt fólk, eru með safnanir) og Íslendingarnir reyna síðan að gefa hinn helminginn.

Það var í gegnum Vini Indlands sem ég komst í kynni við Indverjann Michael. Á laugardag fórum við í þorp þar sem bláfátækir drengir hafa fyrir tilstilli húmanistanna farið í skóla. Þeir eru hluti af gríðarlega stórum hópi barna sem hefur getað farið/haldið áfram í skóla vegna þeirra – barna sem annars væru að vinna eða á götunni. Eigi menn ekki skólatösku eða fatnað geta þeir ekki farið í skóla. Sums staðar eru líka skólagjöld, ekki nema nokkrar krónur á mánuði – en það er þó of mikið fyrir marga. Drengirnir brostu blítt og tóku okkur eins og þjóðhöfðingjum. Við vorum hyllt með skrautlegum hálsfestum (sja mynd!) og þeir sungu fyrir okkur. Ég spurði þá hvort þeir vissu hvar Ísland væri og einn svaraði að það væri nálægt Grænlandi. Lítill drengur spurði hvort við töluðum hindi. Þeim fannst skrýtið til þess að hugsa að á Íslandi snjóaði og væri kalt.

Á sunnudag fórum við í annað enn afskekktara þorp. Lestarferð, klukkutíma rútuferð og síðan önnur rútuferð. Seinasti kílómetrinn genginn. Pálmatré, hús úr bananalaufum, blár himinn og sólskin. Hvað get ég sagt? Með okkur var Vinnoli, indversk stúlka á þrítugsaldri, sem gekk til liðs við húmanista fyrir tveimur mánuðum. Hún hafði boðið Michael að koma og sjá þorpið og fræðast um hvað þau væru að gera þar.

Heimamenn hafa nefnilega í nokkur ár unnið magnað starf. Þeir hafa tekið menntun þorpsbarna föstum tökum. Börnin duttu gjarnan út úr skóla og lærðu lítið heima. Í þorpinu eru rafmagnslínur en fæstir hafa rafmagn. Það er dýrt að hafa kerósínlampa og á færi fæstra. Eftir myrkur er því ekki hægt að læra. Vinnoli og maðurinn hennar, Edward, hófu að safna börnunum saman eftir skóla og fara yfir námsefnið með þeim. Þetta gerðu þau úti við. Fyrir tveimur árum keyptu þau hins vegar lítinn landskika og byggðu skýli úr pálmatrjáalaufum. Þar safnast saman börnin úr þorpinu og nálægum þorpum – alls 95 talsins. Kennararnir eru sex og gera þetta af einbeittum vilja til að bæta hag barnanna – allt í sjálfboðavinnu. Tekjur Edwards og Vinnoli eru ekki nema tæpar 4000 krónur á mánuði. Chitra, einn af kennurunum hefur engar tekjur. Maðurinn hennar er öryggisvörður í næsta nálæga bæ og mánaðarlaunin hans eru 2500 krónur. Fyrst þau geta gert þetta og gefið af laununum sínum sem þó eru ekki neitt neitt, hvað getum við Íslendingar þá ekki gert?!

Heimamenn voru ofsalega spenntir að fá okkur Michael í heimsókn: Michael því hann ásamt Kjartani og félögum er maðurinn á bak við starf húmanistanna hér á Suður-Indlandi. Mig því ég var frá fjarlægu landi, hvít með blá augu.

Þrátt fyrir fátækt var bjart yfir börnum og fullorðnum. Þvílíkur kraftur í þessu fólki! Við vorum heiðruð með blómakrönsum og okkur gefin sjöl að gjöf. Menn elduðu dýrindismáltíð fyrir okkur, serveraða á bananalaufum. Báru fram skálar með rauðum og gulum vökva og gerðu depla á ennið á okkur – til að bjóða okkur velkomin. Sungu og dönsuðu. Allir vildu snerta og heilsa hvítu konunni.

Það kom í ljós að rafmagnið sem heimalærdóms-pálmatrjáalaufa-skýlið hefur (þetta var langt orð...) stela heimamenn úr nálægri rafmagnslínu. Þeir hafa engin önnur ráð. Aðgerðin er hættuleg, það þarf að tengja vírana rétt, og einn af þorpsbúum gerir þetta. Hann vinnur hins vegar í öðru þorpi og þegar hann er ekki á staðnum er ekkert rafmagn. Hvað þýðir það? Jú – myrkur! Ekki er hægt að læra, þrátt fyrir góðan vilja barna og kennara. Þá verða allir að fara heim – eða kveikja á kerósínlömpum. Það er hins vegar dýrt og ekki alltaf til fé til þess. Heimamenn eiga sér draum um að hafa viðvarandi rafmagn í skýlinu. Þeir höfðu safnað 2500 rúpíum. Enn vantaði 5000 rúpíur (8500 krónur).

Þar sem ég sat og drakk hið konungborna Seven Up sem mér hafði verið fært, horfði á börnin og sá eldmóðinn í kennurunum ungu, tók ég ákvörðun. Ég lagaði blómakransinn framan á mér og hvíslaði að Michael. Stuttu síðar tilkynnti hann á tamil að Íslendingar myndu útvega það sem upp á vantaði.

???
Jú, sjáið til. Ég seldi slatta af BA ritgerðum eftir útskriftina mína og sagði á sínum tíma að ágóðinn af sölunni skyldi renna til hjálparstarf. Hluta af fénu lét ég renna til heilsugæslunnar sem ég kynntist í Bihar (þegar ég varð skyndilega að aðstoðarmanni í kvensjúkdómaskoðun... he, he.. sjá miðjan nóv) en átti enn peninga eftir. Þökk sé kaupendum BA ritgerðarinnar munu börnin í framtíðinni geta lært á kvöldin undir almennilegu ljósi!

Mikið urðu þau glöð þessar elskur.

Einn af drengjunum í þorpinu heitir Tamilarasan. Fallegur, alvarlegur drengur sem vildi mikið fá að heilsa skrýtnu konunni. Tamilarasan er munaðarlaus – foreldrar hans dóu úr veikindum. Skólinn fyrir þorpið nær einungis upp til fimmta bekkjar og í sumar lýkur Tamilarasan fimmta bekk. Þá þarf hann að fara í skóla í þorpi sem er nokkra kílómetra í burtu og í þann skóla þarf að borga (frítt upp til fimmta bekkjar). Þorpsbúar halda þétt saman og sjá um drenginn en eiga því miður ekki fyrir skólagjöldunum hans. Til að hann geti farið í skólann þarf hann rúmar 500 krónur á mánuði. Með 900 krónum mætti leggja fyrir og sjá til þess að hann fái örugglega næringarríkan mat. Jæja, börnin góð, hver vill hjálpa Tamilarasan?

Þarna var líka ákaflega sjarmerandi stúlka sem lokið hafði grunnskóla. Brosti fallega og gerði gulan depil á ennið á mér. Hún lauk grunnskólaprófi með frábærum einkunnum – eldklár stúlka – og á sér draum um að komast í framhaldsnám (college). Skólagjöldin eru hins vegar 2100 krónur á mánuði. Hver vill hjálpa stúlkunni?

Haa.... hvernig get ég gert það? Jú, einfalt mál! Einn af vinum Indlands á Íslandi (Sólveig heitir hún) tæki við peningunum og kæmi þeim áfram hingað. Vinnoli fengi þá og gerði ráðstafanir fyrir börnin. Þetta eru bara tvö dæmi – á laugardag hitti ég fullt af strákum sem vantar hjálp þangað til þeir eldast.

Og hver er þá lærdómurinn af þessu öllu saman?
Jú, hann er sá að við getum breytt lífi fólks hér á Indlandi – fólks sem ég hef sjálf hitt, heilsað og talað við. Fólks sem er ekki bara “eitthvert” fólk langt í burtu, framtakslausir-þiggjendur-og-af-hverju-ætti-ég-svo-sem-að-vera-að-hjálpa-þeim?? Nei, þetta er fólk sem berst af fullum krafti til að bæta eigin stöðu. Með einföldum hætti getum við bætt stöðu þeirra og stutt það áfram til góðra verka. Hjálpin kemst til skila – svo einfalt er það. Og hún virkar – svo einfalt er það.

Við Íslendingar höfum samtakamáttinn í höndum okkar. Ætlum við að nýta hann? Auðvitað! Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.

Reikningsnúmer Vina Indlans er 582-26-6030 og kennitalan 440900-2750. Kæra fólk, leggið inn á hann það sem þið getið. Munið að hvaða smáupphæð sem er skiptir máli – og getur orðið til þess að börn hér í Tamil Nadu komist í skóla. Þeir sem vilja hjálpa Tamilarasan eða öðrum börnum beint skrifið mér póst á siggavidis@hotmail.com og ég kem erindinu áfram.

Góðar stundir.

P.s. Á eftir blaðra ég eitthvað álíka í Dægurmálaútvarpi Rásar 2. Þeir hringja í mig klukkan þrjú en spila það síðan einhvern tímann á milli fjögur og sex. Heyrðu já, svo skilst mér að viðtal sem ég tók í Kabúl hafi verið í Mogganum í gær. Ókei bæ.

laugardagur, janúar 10, 2004

Ó, ó, það er eitthvað við stórborgir sem heillar mig. Fólksmergðin, kaosinn, og andstæðurnar í ekki-vestrænum borgum draga mig að sér. Það er yndislegt að vera uppi í fjöllunum eða í litlum þorpum, en makalaust hressandi að koma aftur í stórborgargeðveikina.

Chennai, nei, köllum hana bara Madras, er sex milljón manna borg. Það er svo fáranlegt að vera einn að þvælast í svona fjölmennri og kaotískri borg að það er beinlínis fyndið (kvaddi Villa 10 barna föður í Kodaikanal og kanadísku stelpuna sem ég hafði hitt þar líka og fór til Madras). Þess vegna finnst mér ákaflega gaman að þvælast um. Að ég tali nú ekki um þegar maður þarf að útrétta eitthvað. Slíkar áskoranir eru mér að skapi, he he. Makes my day...

Í gær leitaði ég lengi að tælenska ræðismanninum í Madras (þarf vegabréfsáritun áður en ég fer til Tælands). Hafði áður hringt á milli nokkurra staða til að finna út um blessaða skrifstofuna og hripað heimilisfangið niður á gamla kvittun sem ég var með í vasanum. Í ljós kom að senda þarf passann minn alla leið til Delhi, “but madam, this no problem, this OK” Sjáum til – ég á að fá passann til baka 15. janúar.

Ég varð síðan að finna stað þar sem ég gæti látið taka af mér passamyndir. “Madam, you go down the road.” – “No, madam, not this direction, that direction...” Þegar ég ók um borgina í auto-rickshaw eftir á, med svörtu sólgleraugun og búin að redda öllu saman, leið mér eins og drottningu. Sama sigurtilfinning og þegar ég var í Delhi að vasast á milli afganska sendiráðsins, markaða til að redda hlutum sem mig vantaði og skrifstofu Airana Afghan Airline. Gvöð hvað maður er orðinn mikill töffari þegar maður er farinn að útrétta í milljóna manna borg, klofandi yfir heimilislaust fólk og heilagar kýr.

Í gær var ég lengi að útskýra fyrir rickshaw gaurnum hvert ég vildi fara. Á Indlandi eru söluhverfunum venjulega skipt niður. Í einni götunni eru seld rafmagnstæki, í þeirri næstu ávextir, í þeirri þriðju plastvörur og svo framvegis. Túristamarkaðir eru hundleiðinlegir – en að rölta um með heimamönnum og virða fyrir sér gervihár fyrir sköllótt fólk eða hurðarhúna í þúsundatali, það er gaman. Ó, ó, ó.. að sameinast fjöldanum, rölta um, týnast.... og finna síðan leiðina heim aftur.

Í lása-götunni festi ég kaup á hengilás á heilar 35 krónur. Hafði einhvers staðar gloprað hinum. Og hjá rafmagnstækjunum splæsti ég á mig kaffihitara. Konan er ekki með nema örfáar flíkur því hún nennir ekki að vera með þungan poka – en ákvað að kaupa vatnshitara... ???

Nema hvað, ég prúttaði hitarann margfalt niður og borgaði 50 kall. Ha ha, gersemin brann yfir um leið og ég stakk henni í samband um kvöldið. Það fannst mér fyndið. Hreinlega gott á mig. En þvottaskrúbburinn á 4 krónur hefur staðið sig vel.

Það var nú gott.

föstudagur, janúar 09, 2004

Indverskar sápuóperur eru eins og besta Lux sápa. Freyða svona líka ljómandi vel. Indverjar hafa það allt, svipbrigðin, andvörpin, myndatökuna (nærmyndir á hárréttum augnablikum), ofleikinn og tilfinningaþrungnu tónlistina. Og síðan náttúrlega sundurlausan söguþráð.

Í gær horfði ég æsispennandi sápuóperu á sjónvarpsstöð sem var fyrst “News” en breyttist skyndilega í “ZeeTv”. Ég nennti ekki að standa upp og berja í sjónvarpið og lét því sápuna freyða.

Söguþráðurinn sem ég náði var þessi: Kona í bláum sarí er reið við mann sem augljóslega býr yfir einhverju vandamáli. Hún talar hátt og mikið á hindi (ótextað). Nærmynd af manninum. Hann fer í þjósti út. Konan felur andlitið í höndum sér. Maður í rauðri skyrtu, með hárið sleikt aftur, kemur inn og hann og konan eiga dramatískar samræður. Nærmynd af konunni. Bakgrunnstónlistin verður hærri. Nærmynd af manninum. Hann læðir út úr sér brosi. Nærmynd af konunni. Hún byrjar að brosa og við sjáum hvernig brosið breikkar og verður á endanum lymskulegt. Þessi kona býr yfir einhverju.

Svartur skjár. Það er komið að auglýsingum.
- Wheet sápa þvær þvottinn manns vel. Þeir sem þvo þvottinn sinn með Wheet eru líka allir með ofurhvítar tennur og rosalega flott hár.
- Fáðu þér Swipe and Wipe kreditkort og þá verðurðu hamingjusamur. Þá geturðu keypt bíl. ???
- Rómantísk auglýsing. Gamall maður situr á bekk og talar föðurlegri röddu í myndavélina. Haustlauf falla. Kona hans styður þétt við bakið á honum. Bæði eru með fortíðarblik í auga og brosa væmið. Lítil stúlka leiðir móður sína. Nærmynd á hendur sem leiðast. Lógóið í lokin er á hindi en ég skal hundur heita (belja) ef þetta er ekki auglýsing frá tryggingafélagi.

Sápan byrjar aftur að freyða. Kona í bleikum sarí er æf við aðra sem gæti verið systir hennar eða vinkona. Þær ræða málin með miklum svipbrigðum og andvörpum. Bakgrunnstónlistin verður æ háværari. Hún nær hámarki þegar önnur stúlkan tekur skyndilega ákvörðun um að yfirgefa herbergið. Tónlistin snarlækkar og vinkonan/systirin horfir á eftir hinni og kallar “Durga! Durga!”

Í einum vettvangi er skipt yfir á gamlan mann að lesa blað. Í nærmynd sést að hann er hugsi. Kannski hann búi yfir óvæntu leyndarmáli? Tónlistin byggir upp spennu, það er eitthvað að fara að gerast. Jú, lítil stúlka kemur inn. Hún tekur af gamla manninum blaðið.

Svartur skjár. Hvítir stafir sem segja “Tomorrow” og síðan myndbrot. Við sjáum örstutta senu úr þætti morgundagsins: Viti menn, litla stúlkan gengur í burtu með blaðið. Síðan fáum við ekki að vita meir.

Gvöð, ég get ekki beðið eftir framhaldinu! Mun ekki láta mig vanta fyrir framan skjáinn.

Jibby, mer tokst ad skella myndinni inn!

Er komin i storborgina aftur - komin til Chennai (eda bara Madras eins og allir virdast kalla hana enn tha). Komin ur sveitasaelunni uppi i fjollunum i Kodaikanal og ut ad sjonum i steikjandi hita og brjaladan raka. Thetta er seinasta stoppid mitt i Indlandi - flyg hedan fra Chennai eftir viku.

Timinn lidur hratt a gervihnattaold.

fimmtudagur, janúar 08, 2004



Einu sinni var eg ofsalega fin a Indlandi. Skodadi Taj Mahal i oktober og leid eins og drottningu.

Nuna er komid nytt ar og fotin ordin krumpud. Fastir blettir verda ae fleiri. Fyrir jol sendi eg heim slaeduna og finu skona sem eg er i a myndinni. Of mikid pjatt. Hef ekki notad sparifotin lengi, kann bara agaetlega vid mig i skitagallanum... Madur tharf bara tvenn fot til skiptanna! Agaett hreint ut sagt ad thurfa ekkert ad velkjast i vafa um i hvad madur fer ad morgni.. he he. Fer bara i sokkaparid sem er hreint og dusta blettina af dokkblaa Afganistan kuflinum.

Einfalt lif. Ljuft lif.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Eg er buin ad panta farmida til Bangkok. Gaeti verid a Indlandi i morg ar en akvad ad lata thrja manudi duga! Flyg fra Madras 17. januar.

Og hvert skal haldid fra Bangkok? Burma hljomar spennandi. Landid var lokad i fjoldamorg ar og einungis nyverid sem ferdamonnum var hleypt thangad inn. I Burma rikir kolklikkud herforingjastjorn sem fotum tredur rett thegna sinna. Oll andspyrna er barin nidur og rikisstarfsmenn mega ekki tala sin a milli um stjornina og verk hennar. Landid var lengi vel lokad fyrir ollum ahrifum ad utan og landsmenn fengu ekki sjonvarp fyrr en fyrir nokkrum arum. Burma er eitt af faum londum i heiminum sem er enn laust vid vestraen ahrif.

Nu maetti halda ad thad se haettulegt ad fara til Burma og Sigridur verdi barin sem hardfiskur af herforingjunum. Thad er hins vegar odru naer. Their vilja ferdamenn - vilja gjaldeyrinn. Hins vegar vilja their ekki fjolmidlaumfjollun og mer hefur thvi verid radlegt ad steinthegja um ad eg starfi sem bladamadur i lausamennsku. Ameriskt par sem eg hitti um daginn og var i Burma stadhaefdi ad Sigurdi ferdatolvu yrdi ekki hleypt inn i landid. Mer skilst lika ad i Burma se ekkert internet (thvi tha geta landsmenn sed ad thad er eitthvad annad og meira og gert uppreisn!). Sjaum til. Uff, skilnadur mins og Sigurdar yrdi erfidur. Yrdi liklega ad laesa hann inni i bankaholfi i Taelandi. Sjaum til.

Nema hvad, elskulegur fadir minn aetlar ad hitta dottur sina i Bangkok! Mer synist ad hann se til i hvad sem er og aetli eg fai ekki ad rada og vid forum til Burma... ha, er thad ekki pabbi?!

Gangi thetta eftir aetla eg ad gera mitt til ad benda Fronbuum a gengdarlaus mannrettindabrotin sem vidgangast i Burma. Og hana nu. Fra Burma vaeri sidan snidugt ad fara yfir til Laos og thadan inn i Cambodiu. Fer adeins eftir thvi hvernig landamaerin eru opin. Kemur i ljos.

Aevintyrin bida i blessadri framtidinni.

- Hello, can I please speak to Mr. Villi from Iceland?
- Just a minute.
...
- Hello?
- Ja, hallo, eg heiti Sigga og er fra Islandi. Uuuu... thad er kannski augljost thvi eg tala islensku... Humm, eg fretti ad thu byggir i Kodaikanal og eg er herna nuna.. var ad paela i hvort eg maetti ekki kikja i heimsokn...
- Ekki malid! Eg kem og nae i thig.

Og fyrr en vardi var Sigridur umvafin brosandi bornum og fullordnum a bugardi sem er draumi likastur! Bananatre, kaffiplontur, kyr, byflugnaraekt, appelsinutre og kryddjurtir. Her byr Vilhjalmur Jonsson, 50 ara, faeddur og uppalinn a Akureyri. Giftur indverskri konu og a med henni TIU born... Heimilid er hins vegar enn staerra. I husinu byr nefnilega lika norsk fjolskylda med sin born og indversk hjon med tvo krakka! Thegar allt barnastodid er tharna eru thetta tuttugu born.

Bornin eru heimaskolud og fjolskyldurnar hafa helgad lif sitt mannudarmalum. Eru ad vinna brautrydjendastarf med heyrnarlausum a Indlandi. Her hafa heyrnarlausir engan rett og ekkert er gert fyrir tha. Their eru bara geymdir og kunna oft varla ad tja sig eda takast a vid lifid. Eiga ser i raun enga framtid. Fjolskyldurnar hafa kennt theim taknmal, byggt upp lifsleikniprogramm fyrir tha og hjalpad theim ad fa vinnu. Thetta byrjadi fyrir sex arum med einum heyrnarlausum en i dag eru thau i sambandi vid a sjounda hundrad manns!

Mer var tekid opnum ormum tharna og gisti med theim eina nott. Tok vidtal vid tiu barna fodurinn sem kom ekki til Islands i atjan ar, og aetla ad reyna ad koma thvi i Moggann. Thar bida reyndar tvo vidtol eftir mig, sem eg tok i Kabul, en vid sjaum til. I seinasta sunnudagsmogga var vidtalid sem eg tok vid sautjan lifa manninn, hann Karmapa buddamunk, uppi i Dharamsala. Og mer segir svo hugur um ad i Vikunni sem aetti ad koma ut i dag, se ferdasaga sem eg skrifadi fra Bihar. Hun er um kommunistana sem eg hitti a medal theirra allra laegst settu thar (bordust medal annars vid landeigendur og komu a fot thorpi fyrir heimilislausa sem their skyrdu Stalinthorp!). Sidan bidur birtingar i Mannlifi vidtald sem eg tok vid dreng i Rajasthan, hann Pabo sem vard fyrir snakabiti en atti ekki peninga til ad fara til laeknis og vard blindur a vinstra auga. Sigridur og Sigurdur hafa verid idin seinustu vikurnar... Kemur lika svo afskaplega vel saman!

Sidan er thad alltaf Ras 2 annan hvern manudag, naest man. 12. jan. Jamm og ja.

laugardagur, janúar 03, 2004

Merkilegur gærdagur. Ók 1500 metra niður á jafnsléttu og síðan 2100 metra upp á nýjan leik! Englendingarnir héldu í norðurátt en ég ákvað að halda í austur, yfir í næsta fylki. Hafði heyrt að fjallabærinn Kodaikanal væri athyglisverður og ákvað að halda þangað. Áfangastaðurinn varð líka þeim mun meira spennandi þegar í ljós kom að allar upplýsingar um hvernig ég kæmist þangað voru misvísandi.

“Yes, madam, you take bus to Theni and from there go to Kodaikanal. Lot of buses every day.” - “No, madam. Only bus at 6 o´clock in the morning and then at 9.30. No 9 o´clock. Or 9.15.” - “No you cannot go from Theni to Kodaikanal. First you have to go to Vathalagundu.”

Sigríður og Sigurður ákváðu að kýla á þetta og sjá hvað myndi gerast. Þetta var of spennó til að þau myndu ekki athuga þetta... Mægðinin vöknuðu snemma og borðuðu hrísgrjónakökur með grænmetisjukki og kókoshnetusósu í morgunmat. Biðu síðan í klukkutíma eftir rútunni. Kvöddu Munnar með gleði í hjarta, enda ótrúlega fallegur staður. Hristust síðan yfir fjallgarðinn og niður fjallshlíðina yfir til Tamil nadu.

Þetta var þriggja tíma ferð og ég þori að veðja bæði hægri hönd minni og hægri helming Sigurðar að hvergi var lengri beinn kafli en 300 metrar. Þetta voru allt eintómar beygjur og rútan pakkfull af fólki. Viti menn, skyndilega reis konan við hlið mér úr sæti, beygði sig yfir mig og ældi út um gluggann! Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Sem betur fer eru rúturnar hérna rúðulausar... Sigurður fékk næstum því slettu á sig og lá í fangi mér felmtri sleginn. Fyrr en varði lágu menn hálfir út um gluggana og ældu hver í kapp við annan! Þetta sló Akraborginni á vondum degi við. Ælurokurnar og fallegar fjallshlíðarnar mynduðu skemmtilega andstæðu, he he.

Eftir að hafa hrists niður fjallið endaði rútan í Theni. Þar voru öll skilti á tamil en hjálpsamur maður sem talaði ensku skrifaði nafnið á næsta bæ niður fyrir mig. Sagði mér að þaðan næði ég rútu til Kodaikanal. Eins og góðum ferðalangi sæmir margstaðfesti ég upplýsingarnar og ákvað á endanum að taka þær góðar og gildar. Í næsta bæ borðaði ég hrísgrjónarétt á bananalaufi (diskarnir í Tamil nadu) og þurrkaði af mér svitann. Vá, hvað munar miklu í hitastiginu þegar komið er niður úr fjöllunum. Það kom síðan í ljós að í Kodaikanal var enn þá kaldara en í Munnar. Fyrrnefndi staðurinn er líka í 2100 metra hæð yfir sjávarmáli. Rútuferðin var aftur endalausar beygjur og hlykkjur, nema núna upp á við. Tók heila þrjá tíma. Átti reyndar ekki að taka nema tvo en bílstjórinn (sem var skólaus og í sérlega óþægilægu sæti) tók greinilega vegaskiltin alvarlega: “Drive slowly and steady and arrive safe and happy”. Sums staðar var vegurinn svo mjór að bílar áttu í mestu erfiðleikum með að mætast. Á vegunum voru líka apar og fleiri skemmtilegheit.

Og viti menn. Á endanum komumst við á áfangastað, “save and happy”!

Það var gaman.

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Fyndin aramot her.

Hitti trja frabaera Englendinga 30.des og vid akvadum ad gera eitthvad saman. Forum i langan gongutur i gaer og byrgdum okkur sidan upp af afengi. Rodin i Rikid var long og vid stauludumst sidan i burtu med bjora vafda i dagbladapappir og stora vodkaflosku. Indverskur edal vodki a heilar 450 kronur. Byrjudum snemma og vorum ordin ansi skrautleg thegar vid forum ut ad fa okkur ad borda. Forum i sturtu og gerdum okkur eins saet og vid gatum. Fannst sidan ogedslega fyndin hugmynd ad fara i finu fotunum og borda hja gotusolunum. Sem vid og gerdum. Atum sum se uti a gotu i sparifotunum med heimamonnum. Gledilegt ar! Lookid mitt var reyndar brotid upp af HVITUM ITHROTTASKOM vid rauda sparidressid en mer fannst thad bara enn fyndnara. Sandalarnir ogedslegir eftir daginn og eg nennti ekki ad thvo tha.

Hlogum okkur mattlaus medan vid trodum okkur ut af hinum og thessum "streetfood". Pontudum eins og od. Veit ekki hvad lidid hefur haldid um okkur. Kvoldmaturinn kostadi mig heilar 40 kronur. Ussu suss.
Eftir a forum vid i isleit og fundum a endanum stad sem leit baerilega ut. Ruddumst thar inn og gromsudum i iskistunni. Hlogum enn meira og aetludum ad miga i okkur thegar eigandinn dro fram kassettu med jolalogum. Setti I'm dreaming of a white christmas i graejurnar a haesta styrk.

Barleitin endadi med halfgerdum oskopum. I Munnar er einn bar og hann lokadi klukkan tiu (???!). Okkur var sidan hent ut af odrum stad. Millistettar Indverjar thar i sinu finasta pussi og vid reyndum ad smygla okkur inn med enga mida og mig fremsta i flokki. "Come on guys, they will not notice," sagdi eg afar sannfaerandi vid krakkana fyrir utan. Je, right. Eins og fjorir hvitir hlaejandi Vesturlandabuar gaetu sloppid inn osedir. Okkur var hent ut med skomm...

Heim heldum vid og stutudum vodkafloskunni. Hausverkur i dag.
-----

GLEDILEGT AR! Takk fyrir thad gamla!