sunnudagur, mars 29, 2009

Ma ekki vera ad thessu, er farin ut i eydimorkina med tyrkneskum listfraedingi, breska listamanninum kaerastanum hennar og spaenskum handritshofundi/listamanni...

Eg er thessi listo typa sjaidi.

laugardagur, mars 28, 2009

Ég er með sýrlenskt gemsanúmer.

+963 993 462 587.

Sá fyrsti til að senda sms vinnur.

Það er sum sé til mikils að vinna. Humm...

fimmtudagur, mars 26, 2009

Alveg fra thvi ad eg var pinulitil hef eg dregist ad nyjum og nyjum askorunum - spennu, aevintyrum og skemmtilegheitum.

En sidan eru thad mannlegu hormungarnar sem eg dregst alltaf lika ad. A einhvern undarlegan hatt. Osogdu sogurnar af folkinu sem misst hefur allt sitt eda atti kannski aldrei neitt, en er bara svona folk eins og eg og thu, og byr i thessum sama heimi og eg og thu.

Eg a thad lika til ad faert full mikid i fang, vinna eins og brjalaedingur og ana ut i hitt og thetta, en er hins vegar ordin agaetlega von thvi ad sja alls kyns hluti. Og medan eg er a vettvangi ad tala vid folk, taka myndir, safna upplysingum, graeja allt... tha tekst mer idulega ad halda andlitinu og vera sterk.

Hvad gerist eftir a er annad mal.

Tha svifa thaer ef til vill fyrir augunum a mer myndirnar af fotalausu barni, beinagrindum eda gomlum manni sem sed hefur bornin sin myrt. Og tha langar mig til ad hoppa upp og nidur og oskra hvurslags andskotans heimur thad se sem lati svona hluti vidgangast.

Verkefnid sem eg hef tekid mer fyrir hendur nuna er thad staersta sem minn kaotiski hugur hefur rambad a. Eg fae i magann i hvert skipti sem eg hugsa um thad hvad elskurnar a Akranesi hafa upplifad.

Thegar eg la i fleti minu i bandarisku herstodinni i Al Anbar i Irak, skodadi punktana mina i skrifblokkinni og fekk allt i einu simtal ofan af Akranesi fra einni flottakonunni thar, tha missti eg thad alveg. For ad haskaela.

Og gat ekki haett ad grata.

Modirin var svo spennt ad vita hvort eg hefdi hitt dottur hennar i flottamannabudunum. Hun er ekki nema unglingur og a ad eiga eftir tvaer vikur. Eiga barn i tjaldi i omurlegri eydimork thar sem spordrekar skrida um og steikjandi sumarhitarnir eru framundan. Stulkan kemst ekki neitt thvi sem Palestinumadur i Irak er hun vegabrefslaus og rikisfangslaus.

Sidan eg kom til baka til Damascus hef eg verid upp og nidur. En thad veit gud ad eg idrast einskis ad hafa undid mer i thetta verkefni. Thvert a moti.

Eg er officially astfangin af Damascus.

Thad er kaldhaedni orlaganna ad i landinu sem gjarnan er malad upp sem terroristarikid mikla byr eitt thad vinalegasta og orlatasta folk sem hef komist i kynni vid.

Middle East hospitality sjaid til.

Islendingar maettu margt laera af Midausturlandabuum hvad vardar gestrisni og almennilegheit.

þriðjudagur, mars 24, 2009

Ég er svo glöð yfir því að vera á lífi, vera heilbrigð, eiga frábæra fjölskyldu og vini, búa við öryggi, eiga heimili, hafa ríkisfang, eiga rétt á vegabréfi, hafa ekki misst ættingja í stríði, hafa aldrei orðið fyrir ofsóknum, hafa aldrei upplifað flugskeytaárásir, pyntingar, bílsprengjur og mannshvörf...

... að ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að orða það.

mánudagur, mars 16, 2009

Á morgun fer ég yfir til Írak í Al Waleed flóttamannabúðirnar þar sem flóttafólkið sem flutti til Akraness bjó. Sú ferð er raunar ástæða þess að ég er í Sýrlandi. Síðan í janúar hef ég tekið viðtöl við konurnar í hópnum og nú er komið að því að sjá við hvaða aðstæður þær bjuggu áður en þeim var boðið að sleppa úr prísundinni og flytja til Íslands.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, fer einu sinni í mánuði frá Damascus í Sýrlandi yfir landamærin og inn í Al Waleed búðirnar. Ég fer með þeim í slíka ferð.

Gagnvart UN kerfinu og sýrlenskum yfirvöldum varð að vera á hreinu að ég væri blaðamaður og þess vegna lenti ég í öllu þessu veseni með blaðamanna-vegabréfsáritunina. Var bannað að mæta sem túristi og fá áritun á flugvellinum.

Ég er enn á single-entry blaðamanna-business-vegabréfsárituninni en sýrlensk yfirvöld gáfu leyfi til þess að ég fái að koma aftur inn í landið frá Írak, þótt áritunin verði faktískt þá orðin ógild.

Brottför er klukkan sex í fyrramálið héðan frá Damascus.

Ég er spennt.

Einhvern veginn alveg hryllilega emotional.

Elskurnar á Akranesi eru búnar að segja mér svo mikið um ættingja sína sem enn eru fastir í flóttamannabúðunum og á morgun mun ég hitta þá. Það verður skrýtið. Svo gistum við í bandarískri herstöð nálægt búðunum.

Í dag vandræðaðist ég með það hvað ég gæti fært fólkinu, sem örlitla gjöf frá mér frá Sýrlandi. Hvað gefur maður þeim sem upplifað hefur algjöran hrylling í Bagdad og þurft að flýja þaðan út í eyðimörkina? Þeim sem hýrist í tjaldi við ömurlegar aðstæður, vegabréfslaus (því þau eru annarrar og þriðju kynslóðar Palestínumenn sem flúðu Palestínu þegar Ísraelsríki var stofnað á landinu þeirra og enduðu í Írak), ríkisfangslaus, alls laus?

Gleymd í eyðimörkinni og geta hvergi farið. Nágrannaríkin vilja ekki hleypa þeim inn og ekki geta þau farið aftur til Bagdad því þar eru Palestínumenn ofsóttir, drepnir, pyntaðir.

Hvað færir maður þeim, þegar maður getur ekki fært þeim það sem þau vilja mest af öllu heyra – að þau komist burt úr ömurleikanum?

Ég spurði Claudyu og Khalid á gistiheimilinu mínu. Niðurstaðan: Sýrlensk sætindi sem ku vera afar góð á bragðið...

Súrrealískt. Ég fer með sætindi yfir til Írak, myndir frá Íslandi og tvo litla pakka fyrir tvö ungabörn í eyðimörkinni. Ein í hópnum sem flutti á Skaga er að verða amma á næstu dögum. Önnur var að eignast lítið frændsystkini. Claudya sagði mér að kaupa fyrir þau lítil handklæði eða teppi. Ég treysti Claudyu orðið fyrir öllum mínum málum þannig að ég sagði bara já.

Síðan fer ég auðvitað með umslögin sem elskurnar á Akranesi létu mig fá handa ættingjum sínum. Það er ekki hægt að koma pósti í flóttamannabúðirnar.

Emotional?
Já, aldeilis.

sunnudagur, mars 15, 2009

Eg er ekki buin ad akveda hvort mer se verr vid kaninuna sem heldur til a gistiheimilinu og etur reglulega eiginn saur milli thess sem hun sniffar af skonum minum - eda skjaldbokuna sem skridur um golfid og eg er alltaf um thad bil buin ad stiga a.

I uppahaldi a gistiheimilinu er hins vegar oneitanlega hun elsku Claudya sem er tveimur arum eldri en eg og er fra Libanon. Hun rekur pleisid i fjarveru eigandans og minnir mig reglulega a ad taka pasur. Skoflar i mig te og kaffi og saetabraudi og svo spjollum vid um lifid i Beirut og tilveruna i Damascus.

föstudagur, mars 13, 2009

Nu nu nu, haldidi ekki bara ad stulkan hafi fundid leid til ad skoda blogspot an thess ad netthjonarnir atti sig a thvi. Lombin min, endilega kommentid thvi eins og.... tjah... lomb ad vori.

Goda helgi.
Her er sko kominn fridagur.
Fos og lau eru helgi.
Overandout.

I himnariki er vinalegt folk sem bydur manni upp a te daginn ut og inn. Og mat ad borda.

Sem er aldeilis heppilegt thvi ad i himnariki er sjuklega godur matur. Hummus og olifur og dodlur og tomatar og mynta og shawarma og falafel og allt thad. Og rotsterkt kaffi i litlum glosum.

I himnariki er einhver einkennileg blanda af kaos og fridsaeld. Thetta er svona fridsaell, mjukur, vinalegur kaos. Ekki thessi aggressivi thar sem madur tharf stodugt ad halda i veskid sitt, varast augnsamband, vera hardari en gou karamella og strunsa beint af augum. Sem er reyndar afar ahugavert lika - Varanasi a Indlandi, thangad sem hinduarnir streyma til ad bada sig i anni Ganges, er til daemis einn af thessum kreisi stodum sem eg mun aldrei i lifinu gleyma - en fridsaelli kaosinn er meira svona eitthvad sem madur nennir ad vera hluti af i lengri tima.

Eg er buin ad finna nyju uppahaldsborgina mina aaaaaaah. Thad var gott plan ad koma ser upp grunnbudum i Damascus.

Thratt fyrir ad herbergid sem eg leigdi i manud og verd liklega i i tvo manudi og kannski lengur se reyndar svona meira eins og skapur en eitthvad annad - en viti menn stulkan hefur unnid kraftaverk i ad skreyta thad og gera thad kosy. Svo er gistihusid sem herbergid er i lika stadsett a geggjudum stad, hangir bokstaflega a eldgamla borgarveggnum i yndislegu hverfi.

Okei, okei, eg veit ad eg er ofurjakvaeda, hrifnaema konan sem a milljon uppahaldsstadi og allt thad - konan sem hefur aldrei nennt ad eyda orku i ad efast um fyrri akvardanir og finnst svona um thad bil allar hugmyndir sinar um afangastadi storgodar ha ha ha - en eg verd samt ad vidurkenna ad gamla borgin i Damascus for fram ur vaentingum...

miðvikudagur, mars 11, 2009

I himnariki er ekki haegt ad nota Facebook.
Og ekki haegt ad fara inn a blogspot netsidur.

Stulkan getur tho bloggad af blogger.com en bara ekki skodad eigid blogg eda annarra ha ha ha.

Og eg get ekki sed komment send a bloggid mitt - nema einhver kunni ad lata thau fara inn a tolvupostinn minn. Iss thid verdid bara ad vera dugleg ad senda mer tolvupost, ja takk, ja takk, ja takk.

Eg se reyndar skilabod og comment sem send eru a Facebook (fer yfir a yahoo postinn minn) en get ekki svarad a Facebook.

Got to go - fara og borda hummus og drekka te og kikja a stora mosku, sjaidi.

Komin til himnarikis, eg meina Damascus.

I himnariki eru litlar, throngar gotur, mannmergd, folk a gangi, folk ad spjalla, tonlist berst ut ur litlum verslunum, moskur kalla folk til baena, solumenn selja varning uti a gotu og margra alda gamlir leyndardomsfullir veggir umkringja gomlu borgina.

I himnariki er kaos.

Eg elska kaos.

Kaos og laeti, gotur sem liggja i marga hringi, umferd sem enginn skilur, samraedur thar sem hvorugur talar mal hins og allt endar i einni fyndinni vitleysu, ovaentar uppakomur, skemmtilegheit.

Elska ad vera komin af stad.
Elska lifid.
Elska ykkur oll.

Hvad var i thessu tei sem konan a netkaffihusinu faerdi mer?!

laugardagur, mars 07, 2009

Niðurstaða er komin í málið.

Brottför á mánudagsmorgun kl 07:30.

Pakka, pakka, pakka.

Jííííííííí!

þriðjudagur, mars 03, 2009

Ég er enn á Íslandi.
Föst á Íslandi.
Þangað til ég fæ vegabréfsáritunina til Sýrlands.

Mér þótti táknrænt að kuldastígvélin mín gáfu upp öndina og byrjuðu að hripleka um það leyti sem flugvélin - þessi sem ég átti að fara með á föstudag - fór í loftið. Þetta var samúðaruppgjöf: Þú átt ekki að vera hér í kuldanum, stúlka, út með þig!

Ég er annars löngu búin að tapa þræðinum í Stóra Visa-málinu.

Óvænt twist varð í málinu í dag þegar sýrlenska sendiráðið í Svíþjóð hringdi til að færa fagnaðarfréttir: Utanríkisráðuneytið í Sýrlandi hefur gefið grænt ljós á að Ms Jonsdottir fái 3 mánaða blaðamanna-vegabréfsáritun til landsins.

Sem er ekki lítið erfitt að fá.

Ég stökk vitanlega upp úr stólnum. Rak upp gleðióp. Dansaði um gólfið. Mr. Mohammed hinum meginn á línunni sprakk úr hlátri.

Síðan spurði ég hann, svona af rælni, hvernig visa þetta væri.
Og hætti samstundis að tjútta á stofugólfinu.

Jú, sjáið til, börnin góð, þeir gáfu mér single entry visa.

Single entry er einungis hægt að nota til að koma sér til landsins. Til að komast til Al Waleed í Írak og síðan aftur til Sýrlands þarf ég hins vegar að minnsta kosti double-entry visa.

Muuuu.

Verið er að athuga hvernig á þessu stendur og hvað hægt er að gera í málinu. Enda er búið að taka skýrt og greinilega fram, meðal annars af ofurhjálplega fólkinu í utanríkisráðuneytinu hér heima, að ástæða komunnar til Sýrlands er einmitt umrædd ferð til Al Waleed.

Með single entry visa verð ég stuck í Sýrlandi.

Á meðan úr þessu vinnst er ég hins vegar stuck á Íslandi.

Og er officially búin að gera Kaffitár að skrifstofunni minni. Skrifa þar upp viðtölin við elskurnar á Skaga, high á koffíni og sykri, og tala ensku með arabískum hreim við starfsfólkið. Horfi út um gluggann og dreymi um betri tíð með vegabréfsáritun í haga. Sem kemur vonandi.

Insjallah.