fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Nu verdur ekkert netsamband I nokkra daga, liklega viku. Eitthvad um simalinur og sma rafmagn tharna fyrir sudvestan en annars bara stjornur og tungl.

Godar stundir.

Hvada KR-ingur sem er hefdi ordid stoltur af thvi ad lita yfir savannah slettuna I Nechisar thjodgardinum I morgun. Sebrahestar og fleiri sebrahestar. Sebrahesta folold. Sebrahestar ad hlaupa. Svart og hvitt, svart og hvitt. Tignarleg fjoll I baksyn – allt upp I 4000 metra ha. Magnad. Verst ad eg er ekki KR-ingur en Skagamannshjartad slo hradar.

Undir trjanum leyndust gasellur og dadyr. Um loftin svifu fuglar og fidrildi. Tharna voru apar og var thetta ekki villisvin? Yfir veginn hljop dyr med tignarleg horn, snuin upp I loft. Hvad var nu thetta?

Hitastigid haekkadi eftir thvi sem naer dro hadegi. Shit, hvad munar miklu a thvi ad vera I 1300 metra haed eda 2500. Her er algjor steik. “38-40 gradur,” sagdi bilstjorinn og ok upp stora brekku. Eg var sveittari en sveittasti Hlollabatur.

Hja heitri natturulegri laug var hopur folks ad bada sig: Folk af Guja aettflokknum sem byr I grennd vid gardinn. Guja er serstakur hopur sem telur einungis um 400 manns. Their eiga hins vegar ogrynni af nautgripum. Thetta eru hirdingjar sem ferdast um med skepnurnar.

Tharna var ung stulka med barn a bakinu, skaelbrosandi karlmadur med haglabyssu, ungur strakur med prik, gomul kona med mergjada hargreidslu og fleiri og fleiri. Thau voru a leid heim til sin og vid budum theim far. Einn, tveir og thrir og svo stafla ser inn I bilinn.

Eg sagdi bilstjoranum ad eg vaeri 25 ara og bad hann ad spyrja hversu gomul unga stulkan vaeri. “Eg veit thad ekki,” var svarid. Svo brosti hun feimin. Hvada mali skiptir aldur svo sem?

Lidinu fannst svo gaman i bifreidinni ad thad tymdi ekki ad fara ut fyrr en longu sidar. “Hvert fara thau nu?” spurdi eg. “Nu, thau labba alla leid til baka,” svaradi bilstjorann. Einmitt thad. “Sum theirra hafa liklega aldrei farid I bil adur,” baetti hann vid. “Thau eru von ad labba allt, ganga tugi kilometra eins og ekkert se.”

Vid veifudum hopnum og madurinn med haglabyssuna brosti enn breidar.

I storu vatni svomludu krokodilar og flodhestar. Tharna var fiskimadur ad veida. Sa var ekki hraeddur. “Eta krokodilarnir stundum folk?” spurdi Islendingurinn og horfdi yfir vatnid. “Ja, kannski svona fjora til fimm a ari,” var svarid.

A strondinni var mugur og margmenni. Fjorhjoladrifinn jeppi fra Sameinudu thjodunum var pikkfastur I ledjunni. Traktor reyndi ad toga hann upp og tiu heimamenn yttu undir. Jeppinn grofst hins vegar einungis nedar I drulluna. Shit, thetta yrdi erfitt. Serstaklega I obaerilegum hitanum.

Bilstjori jeppans var vonlitill. Ekki buinn ad borda og drekka sidan I gaer og thurfti ad gista I bilnum seinustu nott. Krokodilarnir I vatninu hafa vaentanlega haldid honum godan felagsskap. Thetta var jeppi fra World Food Programm, a leid I skolaheimsokn, likt og eg I seinustu viku.

Uppi a harri slettu maettum vid fjorum drekkhlodnum bilum af folki. Thetta var Amaro folkid a leid heim til sin af markadnum inni I bae.

“Amaro bua bak vid fjallid tharna og tala alveg serstakt tungumal. Thau eru olik Guja, ferdast ekki um eins og thau heldur raekta adallega kaffi. Kaffinu tharf sidan ad koma a markad. Tha er bara ad hossast eftir veginum i fimm, sex tima og gista sidan eina nott inni I bae.”

Vid veifudum, thau veifudu og apahopur hljop yfir veginn.
I siddegissolinni glampadi a kokfloskur i kassa og fallegt bros eldri Amaro konu.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Er thetta allt a leid til helvitis?

Her er grein eftir mig a Sellunni.

Eg bjost ekki vid thvi ad finna apa i Ethiopiu. En viti menn, eg hitti einn slikan i gaer - og hann stal braudinu minu. Nappadi pokanum og skaust med hann hatt upp i tre. Smjattadi a braudinu og glotti. Ha ha, gott a thig utlendingur.

Hvad gerdi venurinn sidan thegar hann var buinn ad kjamsa a hadegismatnum minum? Ju, hoppadi nidur ur trenu - og SKILADI pokanum.

Thjofur sem kann mannasidi, ha ha.

Eins og med apann atti eg ekki von a thvi ad finna ogrynni fugla i Ethiopiu. Eg er stodd vid vatn 252 km sudur af hofudborginnithar sem krokkt er af marglitum fuglum af ollum staerdum og gerdum. Eg hef aldrei sed annad eins. Eda heyrt. Fuglasongur i haesta styrk her. I vatninu eru fiskar og thar svamla lika flodhestar.

I rutunni fra Addis Ababa var throng a thingi. Umraedurnar fjorugar. Fotbolti, politik og virkjun Nilar. Saei folk raeda saman, rifast og hlaeja i Nordurleidarrutunni.

Lengi vel okum vid i gegnum halfgerda eydimork - flatneskju med stoku trjam en sidan vard allt graent. I vegkantinum var folk, asnar og kyr. Vegurinn godur - malbikadur og allt - thannig ad vid vorum bara fimm tima.

Eg akvad ad skella mer sudur a boginn med hinni bresku Sally og hinum ethiopiska Kassahun. Hun er 44 ara, hann 18 ara. Snilld ad vera med heimamanni sem talar ahmaric. Vid aetlum ad leita uppi hina ymsu thjodflokka i Omo-dalnum. Thad er lengst i burtu og thetta gaeti ordid 2ja vikna mission. Eda eitthvad. Sjaum til.

Engar frettir verda godar frettir. Ef ekkert heyrist fra mer verd eg bara ad fa mer tattoo eda disk i vorina, chilla med opunum eda taka ut einhvern strakofann.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Súrrealistískur endir á furðulegum gærdegi var að dansa eins og brjálæðingur við eþíópískt rapp, seiðandi tóna frá Suður-Afríku, kröftuga tóna frá Kongó – og auðvitað lög Bob Marleys. Þetta var einkapartý á skemmtistað niðri í bæ með félögum frá Níger og Kongó.

Ég hafði ekki roð í liðið á dansgólfinu. Súper dansarar. Gátu hreyft mjaðmir, rass, fætur og hné á að minnsta kosti 57 fleiri vegu en Íslendingurinn. Honum sjálfum fannst íslenskur dans skyndilega bæði klaufskur og stirðbusalegur. Íslenska drykkjumenningin öfgafull. Íslendingar almennt útúrdrukknir á trúnó eða ælandi inni á baði. Hér voru fæstir drukknir en gleðin hamslaus.

Í Kongó og Níger er franska opinbert tungumál. Ha, nefndi einhver nýlendur og nýlenduherra?

Það var eitthvað hálf draumkennt við það að hlusta á Afríkubúa tala frönsku á dansgólfi í Fjarskanistan. Hreyfa sig við lög sem allir á staðnum þekktu en ég hafði aldrei áður heyrt. Hugsa um bóndann sem ég ræddi við fyrr um daginn og bauð mér í heimsókn í strákofann sinn. Hringlaga húsið var ofarlega í fjallgarði og útsýnið stórkostlegt.

Það var skrýtið að sjá fyrir sér litlu stúlkuna sem leit út fyrir að vera sjö en var í raun tíu ára gömul og byrjaði nýverið í skóla. Skólinn hóf matargjafir fyrir jól í samstarfi við WFP. Stúlkan fær að borða í skólanum og hún og fjölskyldan eru hæstánægð.

Undir tónum frá Kongó lokaði ég augunum á dansgólfinu og sá fyrir mér bláan himinn, fjöll í fjarska, stafla af þurrkuðum kúaskít og fólk að skera hveiti á ökrum. Ég sá fyrir mér konuna sem við heimsóttum og hrópaði upp yfir sig: „Útlendingur!“ Hún heimtaði að við borðuðum og drykkjum hjá sér, kleip mig reglulega, faðmaði og brosti.

Ég sá fyrir mér agnarsmáar stúlkur sem um eftirmiðdaginn höfðu enn ekkert borðað síðan þær vöknuðu en settust niður með skálarnar og deildu matnum sínum feimnar en brosandi. Ég heyrði í spenntum barnahópum sem umkringdu útlensku konuna.

“Welcome! Welcome! What is your name?”
“My name is Sigga. I am from Iceland.”

Síðan bætti ég í huganum við:
„Iceland – you know, where most of us rarely think of how fortunate we are and the majority really takes life, good health and a simple access to all the luxuries you can imagine, for granted.“

En ég sagði þetta ekki upphátt heldur brosti bara.

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Stundum a madur svona daga thar sem manni finnst madur allt i einu sja lifid hreint i nyju ljosi.

Dagurinn i dag var thannig.

Litil thorp - oll an rafmagns, geitur og kyr, berfaett born ad smala, strakofar og fleiri strakofar, blar himinn, uxar med plog, konur med born a baki, brosandi born i skola.

Ekkert rennandi vatn i skolanum. Simi, internet, tolvur - hvad er thad?
World Food Programm gefur nemendum ad borda i skolanum.

Nemendafjoldi hefur storaukist og krakkarnir maeta miklu betur en adur.
Laera lika betur, enda ekki med toman maga.
Storsnidugt programm. Motiverar krakkana til ad koma i skola og foreldrana til ad senda tha.

Klukkan half thrju i dag voru morg bornin ad fa sina fyrstu maltid.

Einn brosti breitt og aetladi ad verda bilstjori thegar hann yrdi stor.
Annar vildi verda enskukennari.
Ung stulka aetladi ad verda laeknir.

Eg fer aftur i sveitina i fyrramalid og lit a meira hjalparstarf.
Samdi vid WFP um ad gera sogur fyrir vefsiduna theirra.

I dag hossudumst vid yfir holt og haedir a fjorhjoladrifnum bil. Upp og nidur, yfir steina, milli bufenadar og barna.

Vegurinn?

Ekki til stadar.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Palli er floginn heim. Super gaman ad hitta hann. Hilton draumurinn er lidinn. Thyrniros hefur vaknad af svefni sinum.

Thad er skrytid ad svamla i lauginni a Hilton og horfa a folk drekka randyra kokkteila. Lita a gesti i solbadi, bladandi i timariti eda sotrandi bjor. Vappa um verslanirnar a hotelinu, sem selja hluti a fimm sinnum haerra verdi en edlilegt er. Internetadgangur kostar hvituna ur augunum, snyrtistofan gefur fogur fyrirheit og supermarkadurinn selur "omissandi" vestraenar vorur.

Hilton er eins og lokadur, litill heimur. Verold sem er adskilin fra umhverfinu. Hilton er stadur an tima og rums - og sumir gestir fara aldrei ut fyrir hann.

Sumir lita aldrei yfir oruggu veggina og vestraena umhverfid.
A sundlaugarbakkanum a Hilton er audvelt ad gleyma ad stadsetningin se Ethiopia.

Af hverju ad profa ethiopiskan mat thegar madur er i Ethiopiu?
Gordon Bleu og Pizza Napoli freista miklu frekar en thunna, graa og sura ponnukakan sem etin er af heimamonnum i hvert mal. Medlaetid mismunandi sosur og kassur.

Kaffibolli a postulinsundirskal er kraesilegri en gamall bolli a skruggulegum kaffistad uti a horni. Eda hvad? A theim seinni borgardu margfalt minna og faerd i kaupbaeti bros og spjall.
"Sister, what you do in Ethiopia? Where you from?"

Thegar Thyrniros vaknar af svefni sinum snyr hun aftur ut i heim. Aftur i ys og thys i Addis Ababa. I vasanum hefur hun sapuhylki merkt Hilton og sapu sem hun var byrjud ad nota.

Minjagripur, Thyrniros min.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Kannski hef eg aldrei hossast jafmmikid i einni rutu eins og a leid aftur til hofudborgarinnar i gaermorgun. Upp og nidur, upp og nidur, ut til hlidar og passa svo ad lenda ekki a stelpunni vid hlidina og storslasa hana.

Vid erum sex i oftustu rod, plus barn i fangi fodur sins.

Rutan a ad fara af stad klukkan sex um morguninn en fer tho ekki fyrr en hun er ordin full. Thad er miklu hagkvaemara. Thetta er logmal ethiopiskra ruta.

Svo hossumst vid af stad.

A midri leid hossumst vid a hvassan stein og dekkid springur.
Allir ut.
3 menn klifra upp a thak og na i varadekk. Hjukrunarfraedingur segir mer fra heilsugaeslu i heradinu medan skipt er um dekk. Tharna eru strakofar og tre og utsynid otrulega fallegt.

Fimm timum sidar hossumst vid inn til Addis Ababa og hofum ekid rett ruma hundrad kilometra. Hahysi og breidar umferdargotur mynda skemmtilega andstaedu vid geitahjord og hop af osnum. Eg held ad geitur yrdu illa sedar a Miklubrautinni.

Eg a deit i Addis Ababa. Deit i storborginni. Deit a Hilton, ha ha.

Thetta er litill heimur. Enginn annar en Palli fyrrverandi samstarfsfelagi minn i Rammagerdinni er a Hilton. Hann er flugthjonn hja British Mediterranian og their borga fyrir hann a Hilton.

Eg arka inn a hotelid skitug upp fyrir haus og vagga eftir rutuferdina. Kannski heldur staffid ad eg se drukkin thar sem eg valsa voltum fotum um med bakpokann.

Eg fae ad gista. I bodi flugfelagsins. Lukkunnar pamfill. Fer tvisvar i heita sturtu, nota allar gefins sapur og sjampobrusa, dembi mer i laugina og vef svo um mig hreinum, storum handklaedum.

Mer finnst super flott thegar eg handthvae um kvoldid naerfotin min og bolinn i vaskinum a Hilton.

Mar veit ekki hvenaer madur kemst i heitt vatn naest.

Glaepasagan olli ahyggjum vina og vandamanna.

Engar ahyggjur.
Kaudi er i vorslu logreglunnar og hin breska Sally tengdist honum einungis i gegnum stolna myndavel.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Madur med haglabyssu.
Gaur i hermannajakka med langan staf til ad lumbra a folki.
Ungur strakur med skammbyssu innan a ser.

Ethiopisk logreglustod og eg.

Malningin er flognud. Vida hefur molnad ur veggjum. Einu sinni voru veggirnir blamaladir en nu sest i ljosgraa steypu, skit, rakir og ohreinindi. Rudan er brotin og gatinu hefur verid lokad med storum, brunum hlemmi. Var pleisid yfirgefid i morg ar eda hvad?

Vid gamalt skrifbord situr yfirvaldid i hermannagraenum jakka og stekkur ekki bros a vor. Madurinn med haglabyssuna hallar ser ad dyrastafinum. Eg sest a hardan bekk og renni augum yfir veggina. Marglitad plaggatid til vinstri stingur i stuf vid hrorlegt herbergid. Tharna er skenkur sem er vid thad ad detta i sundur. Tom gosflaska ofan a. Hvad aetli skrifbord yfirvaldsins se gamalt?

Nu erum vid ordin 13 i herberginu. Einn talar, annar talar, einn spyr, annar spyr. Eg skil ekki amharic. Hvernig er ad vera utlendingur a Islandi og allir babbla bara islensku?

Hin breska Sally tekur til mals. "Could we please get a translation?" Eg faeri mig til a bekknum og madurinn med stafinn sest. Logregla vopnud prikum - athyglisvert. Kannski serstaklega athyglisvert ad sja svona prik i action.

Hinn meinti thjofur situr hljodur a stol sinum. Eg er ekki hinn grunadi. Hef ad thvi ad eg best veit ekkert til saka unnid. Nema kannski ad hafa ekki gefid gomlu monnunum a markadnum braud eda peninga fyrr um daginn. Eg a svo mikid. Eg gekk annars hugar fram hja utrettum hondunum.

Thjofurinn segist ekki hafa tekid myndavel Sallyar en logreglan i heradi hans hefur leitad hans arangurslaust. Svo virdist sem hann hafi ymislegt a samviskunni, hafi stundad svik og pretti, stolid ymsu og medal annars barid prest. Jebbs, prest. Thetta er einhver svartur saudur i hopi einstaklega vinalegra heimamanna.

Kaudi fludi heila dagleid til hofudborgarinnar og gekk thar beint i fadm logreglunnar - og okkar. Vid skipulogdum 'etta i samvinnu vid loggurnar. Babbarae.

Thad er eitthvad alveg serstakt vid thad ad arka um ethiopisk straeti seint um kvold i hopi med tveimur handteknum monnum, logreglu med priki og tveimur med byssur. Koma a logreglustodina, hlusta a yfirheyrslu a ahmaric, virda fyrir ser innrettinguna - og velta fyrir ser hvernig fangaklefinn liti ut.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

A morgun fer eg ut ur borginni. Liklega i vesturatt. Likur a interneti hverfandi. Kem aftur a laugardag.

Hvort velur madur ad gista i risastoru herbergi a bar, thar sem spilud er ethiopisk rokktonlist fram a midja nott og byrjad aftur snemma morguns - eda liggja i pinulitlu herbergi sem minnir frekar a skap en gistiadstodu?

A fyrri stadnum er 4 m lofthaed og fluorlysing. Dularfull skapasamstaeda vid einn vegginn, med brotnum spegli og rifnum gallabuxum i botninum. Klosettid er sameiginlegt, litill skur, og hugsanlega thrifinn einu sinni i viku. Gaman ad renna til og stiga ofan i eitthvad blautt tharna inni. Sturtan hins vegar i meira lagi athyglisverd, iskold og i furdulegu herbergi med fimm fotum af steypu i horninu. ??? Setja tharf barujarnsbrak fyrir dyrnar til ad loka ad ser og vona ad einhver hjalpi manni sidan ut aftur.

Seinni stadurinn er med vinalegasta staffi i baenum og skapurinn hefur lika pinulitid einkaklosett. Haegt er ad draga thunna gardinu fyrir thannig ad madur tharf ekki, nema madur vilji frekar, horfa ofan i skolprennuna ur fleti sinu. Ekki er haegt ad sturta nidur en hins vegar er sturta med koldu vatni tharna og haegt ad er fylla litla dos nokkrum sinnum til ad sturta nidur. Til thess tharf tho nokkra leikni vilji sa hinn sami ekki enda hundblautur. I skapnum er ljosapera en fukkalyktin og rakinn er thad megn ad sa sem i fletinu liggur verdur raudeygur a fyrsta degi og likist Frankenstein a odrum.

Ja, kemur madur ut ur skapnum eda hvad? Fer a barinn?

Jaeja ja. Hver tharf svo sem Hilton thegar hann getur fengid skap eda risastoran geymi a bar? Nei, gefum frekar mismuninn til betlaranna fyrir utan. Ja ja ja.

1 birr er 7,5 islenskar kronur og dugar fyrir 5 litlum braudum. Eg sparadi 1255 birr a thvi ad passa a Hilton = 6275 braud. A hverri nottu.

6275 braud. Eg aetti ad setja upp bakari madur.


I dag er thessi dagsetning a Islandi: 09-02-2005

I dag er hins vegar thessi dagsetning i Ethiopiu: 01-06-1997

Nyja arid hja theim byrjar 11. september.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Eidur Smari i Ethiopiu. Her er grein eftir mig a Sellunni.


mánudagur, febrúar 07, 2005

I morgun atti eg fund med yfirmanni Althjoda Rauda krossins i Ethiopiu - thad var ahugavert.

A morgun hitti eg ethiopiska Rauda krossinn og i naestu viku World Food Programm, WFP - thad verdur somuleidis ahugavert.

Adan bordadi eg a Big MAK - thad var serlega athyglisvert. Gekk hja og gat ekki annad en tekkad a thessu, ha ha. Starfsmenn voru yfir tiu a pinulitlum stad. Hammarinn slo audveldlega ut Big Mac, enda kannski ekki erfitt, en franskarnar voru i einhverri tilvistarkreppu og vissu ekki hvort thaer vaeru faeda eda hreinlega eitthvad allt annad.

I fyrradag komst eg yfir solavorn - thad var gott, en randyrt. Ekki nota heimamenn hana... Hvi skyldi hun vera a hverju strai?

I fyrradag hitti eg islenska fjolskyldu sem her byr. Konan vid hlidina a mer i velinni gaf mer simanumer, sem leiddi til annars simanumer, sem leiddi til Islendinganna. Thetta er litill heimur. Thad var gaman ad hitta fjolskylduna.

I gaer var eg umkringd sogulega miklum mannfjolda. Rekur ekki minni til ad hafa verid innan um svona marga adur. Eg var a skemmtun i 10 og halfan tima. Babbarae. Ziggy Marley tryllti lydinn.

Thad er eitthvad storfurdulegt en um leid storkostlega anaegjulegt ad dansa vid reggitonlist a sandolum i skitugum buxum i brekku i Ethiopiu. Vera innan um rika sem fataeka - folk med gemsa, folk i gaudrifnum fotum. Allir maettir, allir ad hropa "Africa Unite!"

Eg atti sidan serlega athyglisverda stund thegar eg bra mer af skemmtuninni inn a ethiopiskt heimili med einum af nyju vinalegu vinum minum. Mamman sat i pilsi a stol, systirin brosti breitt, sjonvarpid i gangi. Heimilid dimmt herbergi i husasundi. Gaggandi hani og blaktandi thvottur fyrir utan. Sameiginlegt eldhus og steinklosett, litil hola, fyrir oll heimilin.

Ras 1 hringdi svo i gemsa vinar mins. Vid haninn bobbludum um Bob Marley i islenska utvarpid - i guddi filing bara felagarnir. Thetta var i hadegisfrettunum. Haegt ad heyra mina idilfogru rodd a ruv.is og velja daginn i gaer.

Eftir babblid fekk eg ad borda, ethiopiska ponnukoku med sosugumsi sem er adalfaedan her. Systirin hljop ut i bud og keypti gos i gleri fyrir gestinn. Eg brosti, thau brostu, haninn gaggadi.

Magnad.

laugardagur, febrúar 05, 2005

1. Thad er athyglisvert ad vera i algjorum minnihluta - skera sig ur hopnum vegna hudlitarins. Svona lidur tha svarta folkinu a Islandi.

2. Ef eg aetti ad bua til stadalmynd af ibuum Addis Ababa a thessari stundu - first impression - myndi eg segja: Sjarmerandi, opnir og vinalegir. Eg var komin med fjogur simanumer eftir fyrsta daginn minn. "We drink coffee together. You call me. You good." Ha, ha, sagan fra Katar i vor er ad endurtaka sig.

3. Far med minibus kostar 5 kronur. Bilarnir keyra fram og aftur og menn hoppa inn og ut thar sem tha lystir. Oft mjog trodid og skemmtilegt.

4. Hani helt voku fyrir mer i fyrrinott.

5. Grein eftir mig um Bob Marley hatidina miklu verdur i Sunnudagsmogganum. Sendi i gaer texta og myndir i gegnum net sem var svo haegt ad eg ihugadi ad senda floskuskeyti. Eg get reyndar ekki opnad hotmail i dag og vitad hvort greinin for i gegn en vona thad besta.

6. Addis er mengadari en eg helt og her er kaldara en eg taldi - 20 gradur a daginn og kalt a nottunni. Ekkert grin ad vera heimilislaus. Her er mikid af betlurum - gomlu folki, bornum, fotludum, alla vega thurfandi folki.

7. I Addis Ababa er enginn hradbanki fyrir erlend visakort. Eins gott ad hafa tekid svona mikid af ferdatekkum.

8. Nottin a Sheraton hotelinu, thar sem eg skipti i gaer slikum tekka kostar 20-25.000 kronur. "That's crazy! So much money here in Ethiopia. You could give it to so many poor people and this is only for one night!" segir studentinn Samson. Hann er ad ljuka haskolaprofi i sogu og aetlar ad kenna nalaegt heimabae sinum eftir thad. Thar sem fjolskylda hans byr er hvorki rafmagn ne simi, en vatn faer fjolskyldan ur nalaegum brunni.

9. Gjaldmidillinn i Ethiopiu heitir Birr.

10. I landinu eru yfir 70 thjodflokkar.

11. Ethiopisk stelpa a netkaffi er ad laera heimspeki i haskolanum i Addis.
Uppahaldsheimspekingur? Sokrates!
Vid bondum a sekundubroti. Hun er a minum aldri og fra Addis.
"Actually I have never been out of the city."

12. "Folk veit ekkert um Ethiopiu nema ad thar eru margir hungradir," segir leigubilstjori og hnyklar bryr. "Thessu verdum vid ad breyta. Vid hofum svo margt annad."

13. I ar er arid 1997 i Ethiopiu en ekki 2005. Jebbs, annad timatal her.

14. A Ahmaric, tungumali meirihluta thjodarinnar, thydir "Sigga" kjot.
Eg er kjot i Ethiopiu.

15. Einmitt thad.


Svo hressandi, svo hressandi ad vera aftur komin i grau vidu buxurnar. Vera berfaett i sandolum, borda a nyjan leik med hondunum, handthvo flikurnar og aevintyrast.

Svo hressandi ad vera aftur i kaotisku umhverfi thar sem allt virdist einhvern veginn geta gerst. Svo friskandi ad vita litid en laera meira og meira - vita meir i dag en i gaer. Svo thetta eru ykkar sidir, ykkar matur, ykkar reglur, ykkar veruleiki.

Svo hressandi ad skipta um heim - en vera tho enn i sama heimi, a somu jord. Vesturlandabuinn er tho enn ad na lendingu. Gefum honum tvo daga i vidbot til ad haetta ad henda klosettpappirnum alltaf osjalfratt i klosettid.

"Sigga, ertu faviti?" segir hann i hvert skipti sem hann horfir orvaentingarfullur a pappirinn fljota i vatninu. Arg, thetta a ad fara i fotuna vid hlidina - skolpkerfid tholir thetta ekki.

Vesturlandabuinn aetlar lika stundum ad drekka vatnid i vaskinum, svona eins og heima. Ubbosi, ekki radlegt her. Hann bidur omedvitad vid umferdargotu i stad thess ad arka bara yfir. Bidi hann eftir audri gotu bidi hann hins vegar i margar vikur.

A Vesturlondum spaena menn vida ad naestu ljosum, allir ad drifa sig og hugsa um sjalfa sig. Horfa beint afram og ekki til hlidar eda a gangandi vegfarendur. Umferdin snyst um einstaklinginn.

Vida annars stadar thar sem Vesturlandabua getur fundist umferdin algjorlega kaotisk og hreinlega faranleg, er tillitsemin hins vegar miklu meiri. Gangandi folk fer yfir gotu, thraedir sig afram a milli bilanna, sem taka tillit til thess.

Theim sem a horfir getur ekki annd en fundist umferdin vera nanast eins og lifandi vera - ein heild. Allt gengur thetta, sullast afram a einhvern otrulegan hatt.

Samheldnin madur, samheldnin.

"Did you study in a University?" segir madurinn.

"Yes, I did. I finished in the summer of 2003 and don't know what I'll do next. Right now I'm just travelling and doing some stuff. I will study more later."

"But, travelling IS education," segir madurinn og endurtekur:
"Travelling is education. It's good you travel."

Sidan brosum vid baedi og horfum yfir borgina.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Ja, ha.

Bob Marley hatid i Ethiopiu - af ollum stodum.

Risatonleikar a sunnudag, allt a odrum endanum ut af thessu.
Marley hefdi ordid sextugur a sunnudag. Eg er ofsalega god i ad detta nidur a svona faranlega hluti.

Er eitthvad annad i Ethiopiu en hungursneyd?

Ja, hatidin Africa Unite til heidurs Bob Marley... ha ha..

'Etta er skemmtilegur heimur, skrytid lif.

Lent i Langtiburstan.

Thetta verdur beautiful.

Jibby.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Fyrsta minning min um Ethiopiu er ljosmynd af vannaerdu barni.
Barni framan a bauk sem kom inn ur dyrunum i desember 1985.
Kannski vorum vid svipad gomul eg og ethiopiski strakurinn.

Imynd Ethiopiu vard thetta vannaerda barn og onnur vannaerd born.
Hungursneyd og sjukdomar, thad var Ethiopia.
Holdgervingur fataektar og eymdar, steikjandi hita, hungurs og horfellis, thad var Ethiopia.
Og er enn.

Fataekt i londum a bord vid Burkina Faso eda Mali eda Gineu Bissau ma sin einskis gegn Ethiopiu, thvi Ethiopia er drottning fataektarinnar.
Ethiopia er hungursneyd og hungursneyd er Ethiopia.

Nu er eg buin ad hugsa um rauda baukinn i 20 ar.
Thad er timabaert ad finna ut hvort thad se eitthvad annad i Ethiopiu en thad sem imyndin gefur til kynna. Og timi til ad reyna ad skilja betur vid hvad their vannaerdu bua.

Ja ha.

Taeplega solarhrings ferdalag fra Paris til Addis Ababa, gegnum London og Alexandriu, hefst snemma i fyrramalid.

Crepes og baguette og croissant og pan au chocolate og falleg hus og bakari og kaffihus og kirkjur og oreglulegar gotur og raudvin - og eitt stykki mamma sem maett er a svaedid til ad skrifa bok i Paris naestu tvo manudi.

Eg gaeti etid croissant og drukkid kaffi a fallegum fronskum bekk eda litlu kaffihusi, alla aevi.