föstudagur, mars 31, 2006

Sá sem gerði sér sérferð niður á Hagstofu 27. febrúar til að færa lögheimili mitt og skrifaði undir flutningstilkynningu í mínu nafni, vinsamlega hringi eða skrifi tölvupóst og segi mér hvað vakti fyrir honum.

Fróðlegt að vita.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Já, já.

Skrýtnir hlutir halda áfram að gerast.

Hvernig í óóóóósköpunum stendur á því að ég er allt í einu komin með lögheimili í einhverju Fannarfelli 2???????

Í Þjóðskrá stendur skýrum stöfum:

Sigríður Víðis Jónsdóttir - Fannarfelli 2, 111 Reykjavík

HA HA HA HA HA.

Maðurinn hjá skattinum fullyrti að þessu hefði verið breytt í febrúar.

Athyglisvert.

Nú rekur mig hvorki minni til að eiga lögheimili í Fannarfelli, þekkja nokkurn í Fannarfelli eða hafa yfirhöfuð nokkurn tímann komið í Fannarfell!

Flippað, maður.

mánudagur, mars 27, 2006

Jú, jú, bensínlítrinn hækkar og allt það.
Ólöglegt samráð og svona.
Bensín alltof dýrt.
Ókei, ókei.

Bensínlítrinn hefur hækkað reglulega - en aldrei tekið upp á að hækka
fyrir framan nefið á mér.

Þegar ég renndi að bensínstöðinni á bíl foreldra minna var lítrinn í sjálfsalanum á 112 krónur.

Þegar kom að dælingu, einni mínútu síðar, var verðið skyndilega orðið 115 krónur.

?????

Samkvæmt bráðabirgðarplani gerðu í janúar ætlar stúlkan af landi brott eftir tvær til þrjár vikur og vera í um það bil mánuð áður en hún hittir kórinn sinn í Finnlandi.

Sem stendur bendir ekkert til þess að hún sé að fara, komin á kaf í risamál í vinnunni og með áfangastaði alls óákveðna.

Hvað gerist, hvað gerist?

Auglýsing um frágang á heim-tröðum, það er innkeyrslum, verður furðuleg seint á sunnudagskvöldi.

Sá sem les skilur ekkert í því verið er að rugla um heimt-raðir.

Heimt-röð?

miðvikudagur, mars 22, 2006

Hér má hlusta á stúlkuna babbla um Eþíópíu.

Þátturinn Víðsjá á RÚV í dag, milli fimm og sex.

Velja "Rás 1" og síðan Víðsjá á miðvikudegi.

þriðjudagur, mars 21, 2006

"ÞETTA er nýr liður í starfsemi mannfræðinema," segir Erna María Jensdóttir, formaður Homo, félags mannfræðinema við Háskóla Íslands, sem þessa vikuna stendur fyrir þemaviku um heimsálfuna Afríku. (Úr Mogganum í morgun)

Aðspurð af hverju Afríka hafi orðið fyrir valinu segir Erna að stúdentum hafi fundist að of einsleit mynd hafi verið dregin upp af heimsálfunni í fjölmiðlum þannig að halda mætti að hungur og hörmuleg átök ráði þar öllu og að Afríka sé nánast eins og baggi á Vesturlöndum.

"Með framtaki okkar viljum við byggja upp jákvæðari ímynd og varpa ljósi á fjölbreytileika heimsálfunnar," segir Erna.

Jú, jú, stúlkan tekur þátt í þemavikunni:

HÁDEGISFYRIRLESTUR Í ODDA 201 Á FIMMTUDAG KL 12.20

ER EITTHVAÐ ANNAÐ EN HUNGURSNEYÐ Í EÞíÓPÍU?

Fyrirlestur stúlkunnar, spjall, ferðasaga, ljósmyndir, vídeóklippur.

ALLIR AÐ MÆTA ALLIR AÐ MÆTA ALLIR AÐ MÆTA ALLIR AÐ MÆTA

Já, takk.

sunnudagur, mars 19, 2006

Að nafn mitt og annarra Íslendinga hafi verið bendlað við hina heimskulegu innrás í Írak, er nokkuð sem ég get ekki gleymt - og vil ekki gleyma.

Tveir menn tóku ákvörðunina, sín á milli.

Á þingi eru yfir 60 þingmenn.
Á Íslandi búa um 300.000 manns.

Þrjú ár síðan ráðist var inn í Írak.

Þrjú ár síðan lýst var yfir stuðningi íslensku þjóðarinnar við aðgerðina - að þjóð og þingi forspurðu.

Hei, ég veit best að ráðast inn í ríki í Miðausturlöndum með kristnar þjóðir í fararbroddi.

Best að láta taka okkur fagnandi!

Humm, æ, tókst það ekki?
Úps, hvað ætli hafi farið úrskeiðis?

Kannski hugmyndin hafi bara verið vond.
Arfavond.

Þrjú ár síðan og hversu mörgum mannslífum?

fimmtudagur, mars 16, 2006

Hún er komin.
Staðsetning fyrir afmæli Patreks.
CELTIC CROSS.

Klukkan níu á föstudag.
Tilboð á barnum. Guinnes á 450 kall.
Írsk stemmning, enda barinn írskur...
Góð stemmning, enda dagurinn dagur heilags Patreks og ammlisdagur Patreks sjálfs.

Úr fréttatilkynningu:

Fyrir tveimur árum gerðist sá yndislegi atburður að Patrekur, vel skapaður og gjörvilegur, leit dagsins ljós. Á mörkum góðs og ills í fjallahéraðinu Bokor Hill í Kambódíu átti fæðingin sér stað. Síðan þá hefur Patrekur ferðast um heiminn, heillað fólk, hjálpað fólki, elskað fólk - og verið elskaður.

Allir vinir og velunnarar Patreks velkomnir.

Sjáumst lömbin mín.

Á Miðnesheiði bandarískur basi er
búinn að vera í rúm tuttugu ár (uu...miklu lengur...).
Ódámur þessi er langt í frá að leika sér
ljúkið upp augunum horfið hann á.

Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að
börnum og konum og vopnlausum lýð.
Með pyntingum, orðum og meinsærum hann reynir að
magna upp ófrið og heimsvaldastríð.

Og svo var hann bara farinn.

Magnað.

Móðir mín hefur þá kenningu að sextugsafmælisveislan hafi sungið Ísland úr Nató - herinn burt svo hátt að það hafi heyrst til Pentagon og hrellað hermennina í Kebblavík. Þeir hafi því séð sér þess kost vænstan að fara.

Til hamingju Ísland.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Fjárhagsleg velgengni þín er okkar verkefni.

Auglýsing á strætó frá íslenskum banka.

Uuu...

Ég segi nú frekar:

Fjárhagsleg óvelgengni þín er okkar verkefni.

Fjárhagsleg velgengni okkar er okkar verkefni.

Okkar verkefni er að steypa þér í sem mestar skuldir svo við fáum vexti og vaxtavexti og að lokum vaxtaverki því við erum komin í svo mikla útrás.


Kona spyr sig hví hún var ekki beðin um að semja slagorðin, með bankastjóranum og ímyndasérfræðingunum?

mánudagur, mars 13, 2006

TVEGGJA ÁRA AFMÆLI SEM SAMT ER
MEEEEGA PARTÝ

Hvenær í lífinu færðu tækifæri til að mæta í slíkan gleðskap????

Ó jú, ó jú: Á föstudag!
Á degi Heilags Patreks.

Það var 16. mars árið 2003 sem Ferðafélagið Patrekur varð til - á degi Heilags Patreks og nefnt í höfuðið á Íranum og iðjuleysingjanum Patrick. Patrick mætti til Kambódíu en var síðan fullur allan tímann og týndi vegabréfinu sínu, öllum peningunum og eitthvað þaðan af verra.

Patrekur er 2 ára á föstudaginn og þess vegna ætlar hann að fagna.
Með öllum vinum sínum og velunnurum.

Taktu daginn frá.

Staðsetning auglýst síðar, líklega Dubliners, Celtic Cross eða eitthvað írskt og skemmtilegt. Tími: Partýtími.

Ást og friður.

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn eru þrjú ár liðin frá því að stríðið í Írak hófst með stuðningi íslenskra stjórnvalda.

Mánudagskvöldið 13. mars verður í Friðarhúsinu við Snorrabraut (rétt hjá Austurbæjarbíó) sýnd heimildarmynd úr röð Frontline-þáttanna, sem gerðir eru af PBS-sjónvarpsstöðinni. Myndin nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak. Þar starfa nú tugþúsundir hermanna í þjónustu einkafyrirtækja eða “öryggisverktakar” eins og þeir eru nefndir í íslenskum fréttum, segir í auglýsingunni.

Hvaða áhrif hefur tilvist slíkra einkaherja á bandaríska utanríkispólitík og hver er staða þeirra gagnvart alþjóðalögum?

Í myndinni er skyggnst inn í herbúðir Bandaríkjamanna í Írak og rakin saga nokkurra einkahermanna. Myndin er tæplega klukkustundarlöng og á ensku.
Sýningin hefst kl. 20. Allir velkomnir. Ókeypis inn.

Föstudagur var eins og Þorláksmessa.

Laugardagur eins og Aðfangadagur.
Jólin hringdu bara inn klukkan fimm en ekki sex.

Sunnudagur eins og jóladagur.
Foreldrarnir enn í náttfötunum þegar dóttirin leit við um eftirmiðdaginn.
Pakkar á borðum.
Gjafapappír á gólfi.

Tvistið í þessu öllu saman er að ef unglingurinn móðir mín er orðin sextug og ég man mæta vel eftir fertugsafmælinu hennar, hlýt ég sjálf að vera að verða ansi öldruð.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Til hamingju með daginn - alþjóðlegan baráttudag kvenna.

Sjáumst í Ráðhúsinu klukkan fimm...

þriðjudagur, mars 07, 2006

JÁ, TAKK, ALLIR AÐ MÆTA:

Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.

Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Fundarstjóri: Guðlaug Þóra Marinósdóttir, SFR

Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðamaður: Ég borða ekki jarðsprengjur.

Þórdís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands: Þróunarsamvinna á nýrri öld.

Hulda Biering, kennari: Grasrót í Mósambík – Konur og menntun.

Elín Jónasdóttir, sálfræðingur: Þar sem fræin þroskast best – reynsla frá Sri Lanka.

Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld les ljóð.

Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður: Til hvers að gefa?

Irma Matchavariani, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna: Lítum okkur nær.

María S. Gunnarsdóttir, form. Menningar- og friðarsamtaka MFÍK: Heimurinn hugsaður upp á nýtt.

Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona: Sýnir ljósmyndir af verkefni sem unnið var á flóðasvæðum Sri Lanka.

Hljómsveitin Amína spilar.

ÓKEYPIS. ALLIR AÐ MÆTA.

Skemmtilegt að Patrekur verður þarna með tvö erindi, he he.
MFÍK, menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, höfðu samband við höfuðstöðvarnar á Laugaveginum með örstuttu millibili.

Svo er hægt að hlusta á stúlkuna í Morgunútvarpinu á RÚV klukkan kortér í átta í fyrramálið, þar sem hún babblar um efnið.

Yfir og út.

laugardagur, mars 04, 2006

Stúlka bíður eftir símtali. Síminn hringir endalaust í vinnunni en það er bara ekki rétta símtalið. Á endanum kemur athyglisvert símtal:

- Rödd: Sæl, sérð þú um ráðningar á fréttamönnum?

- Ég: Ha???

- Röddin: Já, sérð þú um ráðningar á fréttamönnum?

- Ég: Uuu... nei, ég kannast nú ekki við það.

- Röddin: Já, já, einmitt.

- Ég: Já, einmitt. En ég meina ég get svo sem alveg gert það, mú ha ha, hvað segirðu, hvað er málið???

Símtólið fer aftur á sinn stað. Á endanum kemur tölvupóstur. Þetta er símtalið sem beðið var eftir – en í formi tölvupósts. Subject: Chevening skólastyrkur.

Stúlkan ætlar ekki að þora að opna póstinn. Andskotinn. Jú, ókei, einn tveir og opna.

Sæl, Sigríður, okkur er gleði að tilkynna að þú hefur hlotið einn af Chevening skólastyrkjunum.

Vei.

VEI.

Ú JE.

Og allt í einu, á fjórða kaffibolla og með haug af óskipulögðum bunkum á skrifborðinu, áttar stúlkan sig á að ákvörðun um framhaldsnám hennar hefur verið tekin.

Hún blikkar auga og trommar á skrifborðið. Si svona og án þess að hún næði að velta því almennilega fyrir sér, tók ákvörðunin um framhaldsnám sig sjálf.

Það verður Bretland og það verður næsta haust. Þetta var skyndiákvörðun, óyfirveguð og óútpæld.

Skólinn er enn ókveðinn og staðsetningin og nákvæm útlistun á námsefninu hefur ekki farið fram. Stúlkan hefur ekki einu sinni sótt um skóla en ákveður að það skipti ekki máli. Það stendur líka allt til bóta. Hún fékk styrkinn, hún fékk blessaðan styrkinn.

Eitt andartak fer um stúlkuna með kaffibollann og brosið út að eyrum, og henni finnst hún alltof óyfirveguð og fljótfær. Hún er að fara í eitthvert nám í Development Studies, sem hún hefur varla haft tíma til að velta fyrir sér, hvað þá í hvaða landi hún vilji helst stúdera þetta. Hún ákvað kvöldið áður en fyrsti umsóknarfrestur fyrir breska sendiráðsstyrkinn rann út, að sækja um.

Síðan fer stúlkan að hlæja og muldrar að þetta sé að kunna að forgangsraða.

Fyrst styrkur, svo skóli, HA HA HA HA.

Skál í botn.

Hvað gerir maður þegar maður er búinn að fá hálfa millu í skólastyrk?

Fær sér kaffi, gengur um vinnustaðinn og veit ekki alveg hvað maður á að gera. Sest síðan við skrifborðið og heldur áfram að klára Rúandagrein fyrir Sunnudagsblaðið, undirbúa viðtal á mánudaginn og skrifa fréttaskýringu um deilu ljósmæðra í heimahjúkrun og Tryggingastofnunar. Hringir í Ljósmæðrafélag Íslands og talar við Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið.

Rúandagreinin stækkar og minnkar eftir því sem auglýsingaplássið í blaðinu breytist. Breyta myndatextum, laga millifyrirsagnir, stytta hér og lengja þar.

Fréttaskýringin dregst á langinn. Klukkan tifar. Matarboðið nálgast. Nú er klukkan orðin sjö og matarboðið hafið.

Áfram, áfram, bretta upp ermarnar. Klára fréttaskýringuna. Þetta vilja ljósmæður, þetta vill ráðuneytið ekki taka í mál. Einn, tveir, einn, tveir ... og svo alveg að verða búin!

Síminn hringir: Jú, sæl, við vorum að semja rétt í þessu. Deilunni er lokið.

Þögn.

Ha?

Já, deilunni er lokið.

Umm.

Humm.

Ha???

Uuu.

Ókei, frábært, meiriháttar– en hvað geri ég þá við fréttaskýringuna???
Hún á ekki við lengur.

Fréttaskýringin endar í ruslinu og stúlkan mætir í matarboð, ekki nema hálftíma of seint.

HA HA HA HA.

Furðulegur föstudagur.

Já og ef einhver vill sögulegu fréttaskýringuna þá skrifar hann mér bara póst og fær hana á tölvutæku formi.

Subject: Fréttaskýringin sem var drepin.

Ég segi nú bara, gætum við ekki fengið aðeins fleiri álver?

fimmtudagur, mars 02, 2006

Á Íslandi fer að jafnaði fram nauðgun annan hvern dag.

Bilað.

Eruð þið að grínast með álverspælingarnar á Húsavík? Hjálp.

Mogginn setur líka spurningamerki við Stóra álmálið. Úr leiðara blaðsins í dag:

Uppbygging áliðnaðar má ekki verða á kostnað fjölbreytni í atvinnulífi og uppbyggingar annarra nýrra atvinnugreina. Það þarf að meta áhrifin á náttúru landsins gaumgæfilega. Það þarf að gæta að því að Ísland uppfylli skuldbindingar sínar um útblástur gróðurhúsalofttegunda.


Í hinum helmingi leiðarans er fjallað um deilu ljósmæðra og Tryggingarstofnunar ríkisins vegna greiðslna fyrir heimaþjónustu við sængurkonur. Þar segir að staðan sem upp sé komin sé afleit og bent er á mikilvægi heimaþjónustunar ljósmæðra. Hún auki ekki einungis lífsgæði barna og foreldra heldur sé miklu ódýrara að þjónusta sængurkonur og börn þeirra heima en að þau taki upp pláss á hátæknisjúkrahúsi.

"Hér virðist á ferðinni enn eitt dæmið um að í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur málum verið svo kjánalega fyrir komið, að menn spara eyrinn en kasta krónunni," segir í leiðaranum og einnig: "Allir, sem notið hafa heimaþjónustu ljósmæðra, vita hversu frábær sú þjónusta er."


Mogginn er að verða mýkri en besta mýkingarefni.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Hvað kemur upp í hugann á ykkur þegar þið heyrið nafnið Rúanda?

Svör óskast.

Grein frá Rúanda í blaðinu um helgina.

Patrekur fékk sms frá sjálfum sér um daginn: Heyrðu ég á að lesa greinina um börn og stríð fyrir næsta tíma, ha ha ha.

Jú, jú, þessi grein eftir mig var á leslista fyrir seinasta fyrirlestur í námskeiðinu Nútímastríð í Háskóla Íslands.

Patrekur skrifar ekki einungis lærðar greinar heldur les þær einnig í mastersnámi sínu í alþjóðasamskiptum. Ho ho ho.