fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Móðir á forsíðu Fréttablaðsins í dag.



Ofsa fín í sérstökum ramma...






... í öðru samhengi fæst hins vegar þessi mynd, HA HA HA:

Fjórar stjörnur í Fréttablaðinu í dag.
Fjögur núll fyrir mútter.

"Á heildina litið er þetta afar vel heppnuð saga af manneskju sem lærist að gefa sjálfri sér annað tækifæri. Höfundi tekst að gera gleði og sársauka næstum heillar ævi skil í merkilega stuttri frásögn, eftirminnilegt samferðafólk Sigþrúðar er dregið upp með örfáum orðum og söguhetjan sjálf fylgir lesandanum að lestri loknum – það væru allir bættir að því að búa yfir smá Sigþrúði," skrifar Kristrún Heiða Kristinsdóttir.

Mútter var síðan á Morgunvaktinni í RÚV í morgun. Hægt að hlusta hér.

However, thus, therefore, furthermore, moreover.

Massív ritgerðaskrif standa yfir.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Fróðleikur dagsins er að Kasakstan er 27 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland-bezt-í-heimi.

Yfir og út.

mánudagur, nóvember 27, 2006


Mamma mín var ekki að gefa út eina bók fyrir jólin, heldur tvær.

Mamma mín var ekki bara að fá einn góðan bókadóm, heldur tvo. Vú hú!

Núna var það bókin Hver étur ísbirni?

Þetta er barnabók með ofsalega flottum myndum Höllu Sólveigar sem fékk íslensku myndskreytiverðlaunin fyrir Engil í Vesturbænum sem mútter skrifaði.

Þessi bók er um fuglinn Rissu og er framhald af bókinni Rissa vill ekki fljúga.

Rissa rituungi og fjölskylda hennar hafa vetursetu úti fyrir vesturströnd Grænlands. Þar er líf og fjör og fjöldi dýra - selir, hvalir, rostungar og alls kyns fiskar - en því miður engir ísbirnir. Því leggja Rissa og Skegla systir hennar upp í langa ferð til að leita að ísbjörnunum sem þær langar svo mikið til að sjá, segir í kynningu.

Og eins og Ragna Sigurðardóttir bendir á í dómnum í Mogganum: Án þess að börnin átti sig á því læra þau sitthvað um farfugla, dýr í norðurhafi og búskaparhætti á Grænlandi.

Flott bók, flottur höfundur, flottur myndskreytir...

---

Svo spyr maður sig náttúrlega að því: Hver étur eiginlega ísbirni?

Miðvikudagur 29. nóvember 2006 kl: 20:00

STYRKTARTÓNLEIKAR: VINIR INDLANDS

Fyrir 2000 kall er hægt að styrkja gott málefni og hlusta á Jóhönnu Vigdísi söngkonu, Jónas Ingimundarson píanóleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Kammerkór Langholtskirkju, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Signýju Sæmundsdóttur og fleiri og fleiri.

Síðan verður sagt frá ferð til Indlands síðast liðið sumar og sýndar myndir. Allir listamenn gefa vinnu sína til styrktar málefninu og allt söfnunarféð rennur óskipt til verkefna Vina Indlands á Indlandi.

Stúlkan hvetur fólk til að fjölmenna.
Nánari upplýsingar hér.

Laugardagur
Verslað inn.
"Skil ekki þessa Breta, selja þeir enga aðventukransa, maður?"

Engir aðventukransar í búðinni.
"Kannski halda þeir ekkert upp á aðventuna?"

Fjögur kerti fundin í kertadeildinni og rauður bakki með.
Spreyjaður köngull sem er svo ljótur að hann er orðinn flottur, fær að fljóta með.
Iss, þetta verður fínn heimatilbúinn krans.

Sunnudagur
Pása tekin frá lærdómi.
Hitað kakó, gripið í gítar, kveikt á fyrsta kertinu.
Gleðilegan fyrsta í aðventu!

Mánudagur
Bitur raunveruleikinn rennur upp:
Fyrsti í aðventu er ekki fyrr en eftir viku.

Ha ha, fávitar.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Fyrsti í aðventu og grasið í Norwich er ennþá grænt.
Flippað.

Snjór heima, segiði?

föstudagur, nóvember 24, 2006

"The Icelandic Invasion" - opna í Independent í gær:

"They fought us over cod, and now they are taking over our high street, our pop charts, our television screens - even our football clubs"

Hvítir stafir á svörtum grunni: Britain for sale.

Skynjar stúlkan einhvern pirring, ha ha??

Á opnunni er stórkostleg myndasamsetning: Myndir af Björku, Eiði Smára, Íþróttaálfinum og familíu, Jóni Ásgeiri, verki eftir Ólaf Elíasson og náttúrlega mynd af Eggerti Magnússyni sem mun stjórna West Ham. Ekkert minnst hinsvegar á Vesturport, undarlegt.


"Tycoons from the island are buying up areas of British national life. This week West Ham Football Club was snapped up by a consortium financed by the Icelandic billionaire Bjorgolfur Guðmundsson, while many of the names on the hight street are controlled from Reykjavik."

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Á innra netinu í skólanum mínum er ég "Sigr¿¿ur V¿¿is".

Ég sé að ég þarf ekki að leita lengur að listamannsnafninu mínu.

"Það er alltaf gaman að láta koma sér á óvart í þeirri vertíðarstemningu sem einkennir íslenska bókaútgáfu," skrifar Úlfhildur Dagsdóttir um nýju bókina hennar mútter í glæsilegum bókadómi sem var að birtast!

Mamma rokkar, þannig er það nú bara.

"...í meðförum Kristínar verður Sigþrúður sú sem hvað helst kann að meta og setja sig inní hinar ólíku aðstæður sorgar og fögnuða. ... Á sama hátt og Kristínu tekst að gera persónu sem þessa áhugaverða og, svo ég segi það bara hreint út, góða, því Sigþrúður er umfram allt góð kona, þá sýnir hún líka einstaka færni í því að gæða hina hefðbundnu sveitasögu, af einmana utangarðsmanneskjunni, nýju lífi.

Ekki síst hreifst ég síðan af því hvernig Kristín fléttar breytta tíma fimlega og fátlaust inní söguna, það er aldrei beint fjallað um það hvernig heimsmyndin gerbreytist á þeim tíma, síðari hluta tuttugustu aldar, sem sagan lýsir, heldur falla þessar breytingar hávaðalaust inní framvindu sögunnar, sérstaklega þegar kemur að því að Sigþrúður, sem hefur smátt og smátt orðið sjálfstæðari eftir dauða eiginmannsins, leggur drög að því að láta drauma sína rætast."

Sérlega athyglisvert þótti mér síðan þetta sem Úlfhildur skrifar og er náttúrlega deginum sannara:

"Sú nægjusemi sem einkennir líf Sigþrúðar skilar sér ennfremur í sjálfri skáldsögunni, texta hennar og viðfangsefni, og allt er þetta afskaplega gott dæmi um það hvernig skáldkonur starfa að skrifum, án gusugangs eða glannalegra yfirlýsinga, en skila síðan af sér verki sem ekki bara stendur fyllilega fyrir sínu heldur er svo miklu meira umfangs en útlitið gefur til kynna."

mánudagur, nóvember 20, 2006

Fyrir einu ari var stulkan i Kenya ad reyna ad koma ser yfir landamaerin til Sudan.

Fyrir tveimur arum helt stulkan 75 ara afmaeli asamt tveimur odrum 25 ara afmaelisbornum.

Fyrir thremur arum eldadi indversk fjolskylda afmaelismat fyrir stulkuna og skellti henni i sari.

Fyrir tiu arum vard stulkan gjaldgeng i runtmenningu Skagamanna.

Fyrir fimmtan arum helt stulkan nattfataparty a Vesturgotu 160 a Akranesi.

Fyrir tuttugu arum bordudu 7 ara bekkjarsystur stulkunnar og nagranninn besti vinurinn sukkuladikoku skreytta med smarties.

Fyrir tuttugu og sjo arum kom stulka med skakkt nef og snuinn fot i heiminn.
Gudi se lof fyrir gifs, spelkur og sjukrahusreddingar.

sunnudagur, nóvember 19, 2006


Kannski var hitasvækjunni í sólvermdri kirkjunni um að kenna eða því að hún hafði vaknað eldsnemma um morguninn en í minningarorðum prestsins varð öldugjálfrið í fjarska áleiðitið og sjávarseltan í loftinu berleg. Það var farið að falla að. Kirkjudyrnar stóðu upp á gátt og hvítt löðrið teygði sig inn kirkjugjólfið, hreif með eina og eina þaraflyksu og skvettist upp á gráturnar sem voru orðnar að stórum steini í fjörunni.

Hún sparkaði af sér skónum, boraði tánum ofan í sandinn og naut þess að vera berleggjuð. Selirnir vöktu úti fyrir og fylgdust með tveimur litlum stúlkum. Hnúkurinn í suðri var snjólaus og ekki skýhnoðri á himni.

Í kvöld var von á fóstru úr kaupstað og það var eftirvænting í loftinu. Sigþrúður þráði búðarsokka, hafði óbif á ullarsokkum. Í þeim gekk hún um líkt og storkurinn á myndinni í ævintýrabókinni. Gerði sér upp veikindi til þess að losna við þá, hlakkaði til að verða stór og ráða sjálf. Dreymdi um fulla kommóðuskúffu af dásamlega riffluðum búðarsokkum.


Hún hrökk upp í Blessuð sértu sveitin mín og leit í kringum sig, hafði sigið niður í sætinu og sparkað skónum undir næsta bekk.
(bls. 7-8)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Mamma mín heldur áfram að sigra heiminn.

Þegar mamma var rúmlega fertug ákváð hún að hætta að kenna og einbeita sér að ritstörfum.

Síðan ég fór að muna almennilega eftir mér hefur mín kæra móðir verið sískrifandi. Hún gaf út Franskbrauð með sultu 1987 og síðan hefur hver bókin á fætur annarri fylgt í kjölfarið. Mamma á bráðum tuttugu ára rithöfundarafmæli.

Mamma gefur á árinu út tvær nýjar bækur, eina fullorðinsbók og aðra barnabók. Hún þýddi auk þess tvær barnabækur úr hollensku og bækurnar hennar eru að koma út í fullt af löndum, ji ha. Engill í vesturbænum fékk norrænu barnabókaverðlaunin á sínum tíma og svífur eins og engill á milli hinna og þessa landa um þessar mundir.

Nýja fullorðinsbókin heitir Á eigin vegum og kom út um helgina.
Það er alltaf svo gaman þegar mútter og Iðunn systir hennar gefa út bækur, jibbý.

Þetta er yndisleg bók, mjög óvenjuleg myndi ég segja, um konuna Sigþrúði sem er orðin ekkja og vinnur fyrir sér með blaðburði, ræktar garðinn sinn og pottablómin, stundar kaffihús og bókasöfn, sinnir köttunum og sækir jarðarfarir. Bókin flakkar um í tíma og við kynnumst Sigþrúði líka sem ungri stúlku.

Í kynningunni á bókinni segir um Sigþrúði í Reykjavík á nýrri öld: "Djúpt í sálinni hvíla draumar um annað líf, annað land - draumar sem hún hefur fengið í arf frá konum sem lifðu og dóu við lítil efni í fásinninu. Geta slíkir draumar ræst?"

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Já, já, lesa sjö fræðigreinar í einu og það á nokkrum klukkutímum?

Ekki málið.
Ble.
Meira kaffi, takk.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Stúlkunni getur bara ekki annað en fundist sérlega spaugilegt að talað sé um hópinn sem Bush er búinn að setja saman til að reyna að setja saman nýja strategíu fyrir Írak, sem study group.

Minna spaugilegt er að fjórir breskir hermenn létu lífið í Írak í dag.

Breskir fjölmiðlar fjölluðu um það í allan dag. Í framhjáhlaupi var minnst á að 3 bandarískir hermenn dóu sömuleiðis í dag en um eitt hundrað Írakar.

Sérlega athyglisverðar fréttir í dag voru hins vegar fréttir frá bróður stúlkunnar í Ohio. Þær herma að vestra sé töluvert rætt um skilnað Britney Spears og K-Fed - sem nú sé reyndar kallaður Fed-Ex.

Magnað.

Það er stórfrétt að þessir tveir menn hittist.

Jan Egeland er sá sem lýst hefur krísunni í Úganda sem the world´s worst neclected humanitarian crisis. Joseph Kony er leiðtogi uppreisnarmanna, alræmdur stríðsglæpamaður.

Friðarviðræður milli Úgandastjórnar og uppreisnarmanna standa enn yfir og hafa dregist allverulega á langinn. Stúlkan hefur þrátt fyrir það alls ekki gefið upp alla von.

Það athyglisverða í þessu máli er að stjórnvöld í Úganda lofa uppreisnarmönnunum friðhelgi á sama tíma og Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökutilskipun á hendur aðalgaurunum og vinnur að því að saksækja þá fyrir stríðsglæpi.

Mótsögn?
Uuuu... já.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Verði þeim sem stal hjólinu mínu að góðu.
FÁVITI.

Maður spyr sig náttúrlega að því hversu fljótur viðkomandi verður að átta sig á því að bremsurnar vinstra meginn virka ekki alltaf sem skyldi. Ha ha ha.

Hinar staðföstu þjóðir hafa núna náð af mér hjóli (England), myndavél (Bandaríkin) veski (Ísland), auk þess að fara í þjóðskrá og þykjast vera ég, falsa undirskriftina mína, breyta lögheimilinu mínu án minnar vitundar og stofna fjóra símareikninga í mínu nafni (Ísland).

Úff, það er ofsalega hættulegt að fara til Langtíburtistan og stíga út fyrir "hinn siðmenntaða heim".

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Spurt var: Frá hvaða landi er maðurinn (sá sem er til vinstri)?

Í keppnina bárust:

Belgía, Holland, Danmörk, Noregur, Finnland, Bretland, Írland, Kanada, Skotland, Tékkland, Ungverjaland, Frakkland, Rússland, Suður-Afríka, Eþíópía, Ítalía, Færeyjar, Sviss, Lettland, Þýskaland, Ástralía, Nýja-Sjáland, Bandaríkin og Ísland.

Og niðurstaðan?

Ha ha ha, ALLIR höfðu rangt fyrir sér. Enginn nefndi einu sinni heimsálfuna þaðan sem viðkomandi er.

Piltur er nefnilega frá...

....

....

Afganistan.

Fæddur og uppalinn í Herat, talar darí sem móðurmál og bjó í Kabúl áður en hann kom í skólann minn.

Og lexían?

Augljós: Útlitið er ekki allt...

Staðalmyndir um hvernig hinir og þessir líta út og hljóta að líta út, eru ekkert meira en einmitt það: Staðalmyndir.

Raunveruleikinn getur verið allur annar, mú ha ha.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Why didn´t they just kill him when they found him? spurði írösk kona á BBC áðan og vísaði í dauðadóm Saddam Husseins.

Á annarri stöð var hins vegar heimildarmynd um daglegt líf í Írak í dag.

Ungum manni í Bagdad var sleppt án ákæru eftir heilt ár í Abu Graib og leitar að vinnu varanlega skaddaður á sálinni.

Læknir ákvað að flýja landið. Sagðist ekki geta lengur unnið við þau skilyrði að hafa litlar sem engar bjargir til að lækna sjúklinga, eiga stöðugt á hættu að vera rænt vegna þess að hann væri menntaður og verða fyrir sprengjum og skotárásum á heimleið. Konan hans var líka alveg að fara að eiga barn.

Annar benti á að Írakar gætu hafa viljað Saddam í burtu en að ekki einn einasti Íraki tæki óöldina sem ríkti í landinu í dag fram yfir það. "No Iraqi."

Shítar drepa Súnníta. Súnnítar drepa Shíta. Bandaríkjaher drepur báða. Báðir drepa Bandaríkjaher. Sama með breska herinn. Íraski herinn drepur Shíta og Súnníta. Terroristar drepa alla og aðallega óbreytta borgara.

Röddin í myndinni, rödd í íröskum fréttamanni sem var ónafngreindur af ótta við að vera drepinn, benti á að í aðgerðum sem hefðu átt að frelsa þjóðina væru 100 óbreyttir borgarar drepnir á degi hverjum.

Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði um dauðadóminn yfir Saddam Hussein, sem tilkynntur var í gær, að dómurinn sýndi Írökum að lög gætu sigrað ótta og að réttlæti væri betra en hefnd.

Ja há.

Er dauðarefsing réttlæti?
Og kannski frekar: Er dauðarefsing réttlæti en ekki hefnd?

Á Íslandi eru dauðarefsingar bannaðar.

Ekki í Írak.
Ekki í Bandaríkjunum.
Ekki á ýmsum stöðum.

Í Mogganum var bent á að kardinálinn í páfagarði hefði sagt að ekki væri rétt að refsa fyrir glæp með öðrum glæp, að hefna með drápi. Dauðarefsing ætti ekki rétt á sér.

Amnesty International fordæmdu dóminn og bentu á að réttarhöldin hefðu átt að vera liður í því að koma á réttlæti og lögum í Írak en að þau hefðu verið óréttlát.

"In practice, it has been a shabby affair, marred by serious flaws that call into question the capacity of the tribunal, as currently established, to administer justice fairly, in conformity with international standards," má lesa á amnesty.org.

"Saddam Hussein was denied access to legal counsel for the first year after his arrest, and complaints by his lawyers throughout the trial relating to the proceedings do not appear to have been adequately answered by the tribunal."

Og niðurstaðan?

Saddam Hussein verður hengdur.

Úrslit í keppninni hvaðan er maðurinn? verða tilkynnt á morgun.

Enn er opið fyrir atkvæði.

Fyrstu verðlaun eru gisting með morgunverði í fallegri íbúð í Norwich...

laugardagur, nóvember 04, 2006

Farin til London að tékka á National Climate Justice March.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006



Þegar ég vann í Rammagerðinni var ég orðin ansi góð í að þekkja ferðamenn af útlitinu einu saman, fatnaði, líkamsbeitingu og því hvað þeir höfðu áhuga á í búðinni.

Spurning dagsins er:

Hvaðan er náunginn sem er með mér á myndinni?

Stúlkan bíður eftir svörum.
Vegleg verðlaun fyrir þann sem getur rétt.