miðvikudagur, september 24, 2008

Patrekur - ekki til Kambódíu, heldur Köben.

Góðar stundir.

þriðjudagur, september 23, 2008

Hvar á ég að byrja?

- Á fjölmiðlafulltrúanámskeiði hjá friðargæslunni og UNICEF, þar sem íbúar St. Vincent í Kyrrahafinu voru allir hálfdrukknaðir í ímynduðu flóði áður en við náðum svo mikið sem að senda út situation-report (sem heitir samt sko sit-rep á lingóinu)?

- Á "IND" (immediate needs documents sko, það er augljóst...) og öllu hinu sem við vorum látin gera á þessu snilldar námskeiði?

- Á því þegar ég mætti á undirbúningsfundinn hrein og strokin (koma vel fyrir sko) en með einn, stóran, hvítan eyrnalokk og hárið frágreitt - því eitthvað truflaði mig í miðju kafi og ég steingleymdi að hér um slóðir þykir eðlilegra að vera með tvo eyrnalokka?

- Á því þegar ég gleymdi hádegismatnum mínum inni í örbylgjuofninum þennan sama dag og fannst ég síðan eitthvað undarlega svöng um eftirmiðdaginn?

- Úps eða kannski frekar því þegar ég skellti mér í ræktina eftir á en gleymdi auðvitað skónum mínum en gekk akkúrat utan í Önnu elsku úr FVA sem bauðst til að lána mér sína skó? Ha ha ha, snilld. Þeir smellpössuðu.

- Eða á ég kannski frekar að byrja á Rauða kross blaðinu sem hefur verið feikilega skemmtilegt að vinna og er um það bil á leiðinni í prentun?

- Ummm... eða kannski Kaupmannahafnarferðinni sem er fyrirliggjandi um helgina?! What da? Krónan í frjálsu faaaaaaaalli, haaaaaa?!

Ritstuldur?
Tjah, 24 stundir.

Mér finnst ég alltaf vera að skila pistlum þarna en samt er það bara á 2ja vikna fresti. Sem hlýtur að leiða að þeirri niðurstöðu að tíminn líði skuuuuuggalega hratt.

Ef þetta fólk þarna í Fjarskanistan væri bara jafnsiðmenntað og við. Til dæmis er alveg ótrúlegt hvernig farið er með konur þar – þær fá miklu lægri laun en karlar og munurinn er einungis að aukast. Um daginn var líka flett ofan af skandal ársins í Fjarskanistan: Stjórnin varð uppvís að því að reka þrælkunarbúðir fyrir börn.

Ráðamenn í Fjarskanistan urðu fyrst alveg miður sín yfir þrælkunarbúðunum í Reiðuvík. En svo ákváðu þeir að það væri best að fleyja í Reiðuvíkurbörnin bótum sem næmu dagpeningum ráðherra í 10 daga. Þau sem væru rosalega heppin – því þau væru orðin svo niðurbrotin eftir þrælkunina – myndu sko samt fá jafnmikinn pening og það kostaði að fara til Kína og horfa á íþróttaleik.

Abbababb, undarlegt hvernig þetta fólk þarna virðir að vettugi gildi sem við hin höfum að leiðarljósi: Réttlæti og virðingu.

Þessa dagana eru ljósar mæður í Fjarskanistan annars í verkfalli. Fjarskanistanskar konur eru flestar dökkar yfirlitum þannig að það eru alls ekki margar ljósar mæður þar, en samt varð fjármálaklerkurinn svo fúll yfir þessu að hann ákvað að höfða mál gegn þeim. Og æðstiklerkurinn segir að ekki sé kreppa í landinu heldur allt í gúddí – en samt sé ekki hægt að bregðast við kröfum ljósu mæðranna því efnahagsástandið sé í ruglinu. Ha?

Það er eins gott að þetta fólk frá Fjarskanistan taki ekki upp á því að streyma hingað til lands og biðja um hæli. Öryggi okkar væri í bráðri hættu.

mánudagur, september 15, 2008

Ellefu manns í mat og einungis þrír skurðir á fingri.
Flest slys gerast á heimilum.

föstudagur, september 12, 2008

Status report:

Fylgjast með Mbl og 24st í Singing Bee í kvöld frá níu til ellefu, svo kannski eitthvað flippað og skemmtilegt eins og Ölstofan með fólkinu.

Hópferð á Sveitabrúðkaup annað kvöld kl 20, líf og fjör. Consultant og maestro Lára ætlar að koma í mat á Víðisstaði á undan, ásamt Mr. Láru. Svona kl sex - allir velkomnir sem vilja koma í mat í höllina og fara í bíó, bara láta vita. Og gera kannski eitthvað skemmtilegt eftir á.

Síðan massa vinna á sun, baaa.

Ég er annars komin með heimasíma. Ha ha, ekki auðveldasta númer í heimi að muna: 534 6735.

Hvert er númerið heima hjá þér?
Bíddu ég ætla að fletta því upp í gemsanum mínum..

fimmtudagur, september 11, 2008

Haustið er tími rútínu. Ókei, tilraunar til rútínu.

Ég byrjaði aftur í ræktinni í dag.
Sem var hressandi.

Ég fer í ræktina til að fá útrás og það er fínt að hlaupa eins og brjálæðingur á brettinu og horfa á meðan á fréttirnar eða hlusta á útvarpið. Og lyfta eitthvað svona smá lóðum og losna við tölvuslensvöðvabólguna. Bara yfirhöfuð að vera þarna til láta sér líða vel en ekki til að létta sig eða skera eða allt þetta drasl.

Sem ég sat í stuttbuxunum mínum í einhverju tækjanna í himnaríki Dísu og Bjössa helltist það yfir mig hvað hún pirrar mig rosalega hin kolranga markaðssetning líkamsræktarstöðvanna. Sem ég hef oft röflað yfir áður.

Halló, hvetjið fólk til að hreyfa sig því það er ávísun á instant vellíðan.

Orkudrykkur, fituprósentur, skjannahvít bros og líkamsmælingar mæ es.

miðvikudagur, september 10, 2008

Stúlkan ákvað að helga september Rauða krossinum og ritstjórn fréttablaðsins Hjálparinnar. Það kemur út 2. okt.

Þá getið þið lesið allt um hina mögnuðu leitar- og skilaboðaþjónustu sem Rauði krossinn rekur - og sameinar meðal annars fjölskyldur á stríðshrjáðum svæðum.

Mikið er nú huggulegt og hressandi að vinna eitthvað sem manni finnst í alvörunni skipta máli, fa la la.

þriðjudagur, september 09, 2008

Í dag talaði ég við skemmtilega krakka í Kvennó um þróunarmál og sýndi vídeó og myndir. Sum sé í áfanga um þróunarlönd. Þá mundi ég hvað það var hryllilega gaman að vera í framhaldsskóla. Busaballið framundan og svona..




Kona í Harar í Eþíópíu. Óverandát.

laugardagur, september 06, 2008

Í allt sumar læsti ég mig ekki í eitt einasta skipti úti í Barmahlíðinni.

Fyrsta skipti í gær.

Babysteps!

miðvikudagur, september 03, 2008


Líf mitt sem trompetleikari HA HA HA.



Hér eru annars brúðhjónin og hluti kórvina eftir giggið.

þriðjudagur, september 02, 2008

Í Reykjavík eru strangar reglur um hversu mörg bílastæði verða að vera við hvert hús. Þau verða að vera svona og hinsegin.

Síðan hvenær varð eðlilegt að skilgreina tilvist sína út frá bílastæðum?

mánudagur, september 01, 2008




Litli frændi og litla frænka eru farin aftur til Bandaríkjanna.
Það var magnað að hafa sex vikur með þeim.

Klár, Sigga, að bjóðast að fyrra bragði til að skrifa fréttaskýringu daginn eftir mega-brúðkaup og sama dag og þú vaknaðir klukkan 06:45 til að kveðja Ohio-búa á leið út á flugvöll.

Gvöði sé lof fyrir Peffsí Max og súkkulaðikex.