sunnudagur, maí 30, 2004

Sumarið er tíminn.

Ég hef verið í sól í allan vetur en vegna þess að dagatalið segir mér að júní sé á leiðinni, er ég kominn í hið besta sumarskap.

Ég hlakka til að koma heim í svala íslenska sumarið. Á tímabili í vetur var mér svo heitt að á næturnar lá á ég í svitabaði. Eyrnatapparnir héldust ekki inni í eyrunum sökum svita.

Er eitthvað að?
Humm, nei, ég er bara svo SVEITT INNI Í EYRUNUM.
Alveg glatað.

Ég held að ég muni ekki svitna mikið í hlustunum í sumar heima á Fróni. Og þegar ég á eftir að sitja skjálfandi á Austurvelli í rauða sumarkjólnum sem ég keypti í Suðaustur Asíu, mun ég minna mig á það hversu gott ég hef það þrátt fyrir hret og hugsanlega snjókomu.

Svo fæ ég mér kannski íslenskan Thule bjór eftir á, anda að mér fersku sumarlofti og tek lag á gítarinn minn.

föstudagur, maí 28, 2004

Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Í næstu viku fer ég heim til Íslands.

Þegar ég keypti mér miða aðra leiðina til Indlands í haust var ég með stóra óskrifaða bók fyrir framan mig. Ég vissi ekki hversu löng hún yrði, ég vissi ekki hvað kaflarnir myndu heita og ég vissi ekki einu sinni almennilega um hvað bókin yrði. Það er skrýtið að núna sé bókin orðin full og atvikin ekki lengur óráðin framtíð heldur minningar.

„Hvað ertu eiginlega að fara að gera?“ var ég spurð í september.
„Uuu... ég er bara að fara að ferðast,“ svaraði ég hálfstuttaralega. Ég nennti ekki meiri pælingum um hversu lengi ég ætlaði að vera, hvert ég myndi fara og hvernig þetta allt yrði. Ég vissi það hreinlega ekki og þetta varð bara allt að fá að ráðast.

Svo gerðust bara hlutirnir einhvern veginn. Tíminn leið og veturinn leið og framtíð á ferðalagi varð að minningum. Kaflarnir í bókinni fengu smám saman nafn. Indland varð langur kafli. Afganistan bankaði á dyrnar og vildi vera með. Búrma komst óvænt á blað. Tæland og Laos voru meira fyrirsjáanleg. Kannski Kambódía líka. Víetnam var strikað út en Malasía og Singapúr sett í staðinn. Qatar var aukakafli, Austurríki og Ungverjaland sömuleiðis. Og vegna þess að ég hafði ákveðið að fara til Slóveníu var alveg bráðheppilegt að leyfa Serbíu og Bosníu að komast á blað. Ítalía og Danmörk urðu síðan lokakaflar.

Allt bara gerðist þetta einhvern veginn og gerðist kannski einmitt eins og raunin var, því flugmiða og lestarmiða keypti ég ekki nema rétt fyrir brottför. Ég hefði örugglega getað sparað fé á því að ákveða leiðina fyrirfram en hefði allt verið niðurnjörvað hefði ég ekki séð jarðsprengjukennslustund í Kabúl, eytt jólunum á húsbát á Indlandi, mætt uxakerrum á þjóðvegi 1 í Búrma, sungið í karaókí með Samtökunum ´78 í Malasíu, hrist höfuðið yfir neyslumenningunni í Singapúr, tekið viðtal við Al-Jazeera í Qatar, haldið upp á fyrsta maí í Vín, kynnt mér kommúnisma í Búdapest, drukkið serbneskan bjór með heimamanni og eytt heilum degi með líkamsleifum fólks sem var ruslað í fjöldagrafir í Srebrenica í Bosníu.

Og viskan, hver er hún þá?
Hvað hefurðu nú lært í vetur, Sigríður mín?

Humm.
Þegar stórt er spurt. Ég hef alla vega lært nokkur grip á gítar. Ég kann að segja góðan daginn og takk á slatta af tungumálum. Uuuu.... ég kann að búa til malasískan morgunverð.

Nei, að öllu gríni slepptu þá er dýrmætasta viskan sem ég hef öðlast í vetur líklega sú að við erum samfélagið og samfélagið erum við. Hljómar einfalt en geymir samt eitthvað miklu meira en maður áttar sig á í fyrstu.

Við erum samfélagið og samfélagið erum við. Við getum haft áhrif. Ef við viljum búa í góðum heimi, þá stendur upp á okkur en ekki einhverja aðra að skapa slíkan heim. Það er fullt af hræðilegum og óskiljanlegum hlutum í henni veröld. Það er fullt af ömurleika, ljótleika, hrottaskap, hungri og fátækt. En það er líka mikið af góðum hlutum, mikið af yndislegu fólki, mikið af samtökum sem vinna að því að bæta hag annarra og mikið af góðsemi sem við getum virkjað.

Fyrsta skrefið er að virkja okkur sjálf.

Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessum vetri. Þetta er í raun veturinn sem aldrei varð, því ég sá aldrei snjó. Um leið er þetta veturinn sem einmitt var allt.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Fyrir manudi var eg i Qatar.
Fyrir tveimur manudum var eg i Kambodiu.
Fyrir thremur manudum var eg i Laos.
Fyrir fjorum manudum var eg i Burma.
Fyrir fimm, sex og sjo manudum var eg a Indlandi.
Fyrir ari var eg ad klara BA ritgerdina mina og drakk svo otaepilega af kaffi ad eg var komin med vidvarandi osjalfradan handskjalfta.
Fyrir tveimur arum upp a dag var eg i ferdalagi med Haskolakornum.
Fyrir thremur arum bjo eg i nyuppgerdu husi a Njalsgotunni og atti bil og Benjamin Ficus plontu sem mer var haegt og bitandi ad takast ad murka lifid ur.
Fyrir fjorum arum var eg i Tansaniu eda einhvers stadar thar um bil.
Fyrir fimm arum var eg annad hvort ordinn student, eda alveg ad verda student.
Fyrir tuttugu arum atti eg tuttugu dukkur, fannst midbaer Skagans vera utlond og Akraborgin med skrytna lykt.
Fyrir tuttugu og fimm arum sungu braedur minir "Sigga litla systir min, er i maga mommu, hun er baedi saet og fin, situr i vatni rommu."

Nei, mer datt thetta bara svona i hug, ha..

þriðjudagur, maí 25, 2004

Mer lidur skringilega. Eg var ad enda vid ad panta flugmida heim til Islands. Thad er komid ad thessu, madur.

2. juni 2004 mun eg fa mer pulsu med ollu, slaturkepp og serios. Skola ollu nidur med goda kaffinu hennar modur minnar.

Slóvenía. Kórsöngur. Drykkja. Partý. Tryllt partý. Gítarspil. Verslunarferðir. Tónleikar.

Yndislegt að hitta félagana í kórnum. Hrein snilld.

Rútuferð í gær frá Slóveníu til Ítalíu. Sólskin. Pitsur. Rauðvín. Feneyjar eru kúl.

Kórinn fer heim á morgun en ég verð eftir í Feneyjum. Flýg svo til Danmerkur á föstudagskvöld. Maður er að færa sig nær og nær SIÐMENNINGUNNI. Nær Popp Tíví, Audda og ógeðisdrykkjum, nær Séð og heyrt, nær lýtaaðgerðum í Íslandi í bítið.

Kórfélagar mínir hafa sett mig inn í mál á Íslandi svo ég sé samræðuhæf þegar ég kem heim. Ég veit til dæmis núna að til er stelpuband sem heitir Nælon og það verður þáttur um þær á Skjá einum í sumar, að Fame verður sett upp í SMÁRALIND af öllum stöðum, að Dorritt fór ein í brúðkaupið til Danmerkur og að Hugi nokkur er nýr maður í 70 mínútum.

Mér skilst að elítan á Íslandi mæti með bros á vör í þáttinn og geri hvað sem er – ha ha, jafnvel það að koma nakið fram. Verst þykir mér að hafa misst af því þegar borgarstjóri vor féllst á að gera engla í snjónum á nærbuxunum fyrir framan myndavélarnar. “Botnlangakastið” hefði ég síðan viljað sjá – þegar keppt var um hver gæti kastað botnlanga úr dýri sem lengst.

Lifi siðmenningin og hin siðaða, fágaða, íslenska menning...

laugardagur, maí 22, 2004

A thridjudag var eg skjalfandi af kulda i Sarajevo, i thvaeldri og blettottri peysu, med slaedu fra Malasiu um halsinn, i thykkum ullarsokkum og illa lyktandi skom.

I dag er eg i svortu pilsi, med bleikt naglalakk a tanum, hring a hendi, maskara og gloss og i hlirabol i solinni i Sloveniu.

Thad tok ekki langan tima ad breyta sveitta bakpokaferdalanginum i fullan, islenskan kormedlim.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Stundum er lífið óskiljanlegt og þegar maður reynir að hugsa fer allt í hringi í höfðinu á manni. Hugsanir koma og fara og snúast á alla kanta. Eftir situr maður sjálfur ringlaður og með þokuský fyrir augum.

Í gær átti ég skrýtinn dag. Ég á í mestu erfiðleikum með að melta hann, meltingin er hæg og hlýðir mér ekki, hvernig sem ég reyni – hættir sífellt við og byrjar upp á nýtt. Ég veit ekki hvernig mér líður, ég veit ekki hvernig mér á að líða, ég veit ekki hvað ég á að gera eða hvort það er hægt að gera nokkuð. Ég veit ekki hvort ég mun nokkurn tímann skilja til fullnustu það sem ég sá.

Hrottaleg fjöldamorð Serba á múslimum í Srebrenica komust í heimsfréttirnar 1995. Á augabragði var þúsundum slátrað og það fyrir framan nefið á alþjóðlegum friðargæsluliðum, sem stóðu máttlausir hjá.

Gærdeginum eyddi ég með fólki frá Srebrenica. Dánu fólki frá Srebrenica, enda var því slátrað.

Ég á það til að lenda í furðulegum atvikum og tilviljunum. Mig hafði langað að vita meira um allt „horfna“ fólkið eftir Bosníustríðið. Á milli 30-40.000 manns eru tilkynntir „missing persons“. Ég hafði samband við Alþjóða Rauða krossinn og ræddi við þá. Þeir bentu mér síðan áfram á International Committee for Missing Persons.

Sem ég ræddi við upplýsingafulltrúann gekk íslenskur ríkisborgari inn, Eva Klonowski. Algjör tilviljun. Hún er réttarmannfræðingur og vinnur hjá samtökunum við að bera kennsl á þá sem ruslað var í fjöldagrafir eftir „hreinsanir“ Serba. Fólkinu var hrúgað ofan í grafir og í dag veit enginn hvert fór hvað. Ættingjar vita ekki hvað varð um sína elskuðu og hafa enga staðfestingu á dauða þeirra. Þeir hafa ekkert leiði að fara að. Hrúgur af beinum og líkamsvefjum eru grafnar upp um land allt. Hver er hvað? Það er verk Evu og hennar manna að finna út úr því. Eftir að tal um stríðsglæpi varð hávært urðu yfirvöld Bosníu-Serba hrædd. Sendar voru stórvirkar vinnuvélar að gröfunum, mönnum mokað upp og dreift í aðrar grafir.

„Þeir voru að reyna að breiða yfir glæpina. Líkamsleifar einnar manneskju geta því hafa lent í tveimur eða þremur gröfum,“ sagði Eva. „Ekki nóg með að þessu fólki hafi verið misþyrmt, það drepið á ógeðfelldari hátt en hægt er að ímynda sér og því hrúgað ofan í stórar holur – heldur var það flutt á milli grafa og gert enn erfiðara en ella að vita hver er hvað.“

Ég varð að heyra meira um þetta – í meira lagi áhugavert viðtalsefni – og eyddi gærdeginum með Evu á vinnustað hennar. Eyddi deginum með henni og fólkinu frá Srebrenica.

Í stórri vörugeymslu á tveimur hæðum voru hundruð líkamsleifa. Þarna í horninu voru beinagrindur þeirra sem tekist hafði að púsla saman eftir misþyrmingarnar nóttina frægu þegar Serbar biðu eftir flóttafólki sem ákveðið hafði að ganga yfir fjöll og hæðir frá Srebrenica í átt til frelsisins. Þarna var verið að afferma bíl með hundruð nýrra líkamsleifa – þeim sem ekki hafði verið slátrað strax um nóttina heldur verið fluttir í fangabúðir, skotnir í tætlur og síðan hent ofan í stóra gröf. Þarna voru bein af fólki sem fundust höfðu í tveimur stórum fjöldagröfum norðvestar í landinu.

Níu ár eru síðan þetta gerðist. Fólkið er orðið að beinum. Flestir. Stundum eru líkamsvefir eftir. Í lofti vörugeymslunnar var skrýtin lykt.

„Þessi var einungis fjórtán ára eða svo.“ Eva tók upp hauskúpu. „Þú sérð kúlufarið. Hann var skotinn í höfuðið. Hann var líka skotinn í bakið og hér... og hér... og hér...“

Það er eitthvað óendanlega skrýtið við það að vera með yndislegri konu umvafin afleiðingum takmarkalausrar illgirni. Það er eitthvað skrýtið við það að drekka heitt te í kaldri vörugeymslu innan um beinahrúgur af fólki sem sárt er saknað af ættingjum sínum – ættingjum sem hafa ekki hugmynd um örlög þeirra og vona og þrá að Eva og hennar fólk geti borið kennsl á sína elskuðu.

„Hvaða pokar eru þetta undir glugganum þarna?“
„Rotnunin í þessum tilfellum hefur verið hæg. Við verðum að geyma líkamsleifarnar í pokunum, lyktin er of sterk.“

Ég fékk mér meira te. Gat ekki hætt að gjóa augunum á pokana. Í þeim var fólk, dáið fólk, líkamsleifar, fólk sem eitt sinn átti líf og fjölskyldu og gleði og sorgir og hamingju. Blessuð sé minning þess. Hverjir voru þetta og í hverju lentu þeir? Hvernig gengur fjölskyldu þeirra að höndla lífið í dag? Guð hjálpi mér.

Ég veit ekki hvað var skrýtnast, að átta sig á illgirninni, að horfa á sundurskotin beinin, að finna lyktina í loftinu, að sjá leifar mismunandi einstaklinga í einum graut, að finna einbeittan vilja Evu og hennar manna til að bera kennsl á fólkið.

Kannski var skrýtnast að horfa á hárflókann hjá einni beinahrúgunni. Svartur, skítugur, yfirgefinn. Einhvern tímann var hann fallega greiddur og nýþveginn.

Miðvikudagar eru svona „á milli“. Á milli nýrrar viku og nálægrar helgar. Í dag er miðvikudagur og ég er öll á milli. Hlakka óstjórnlega til að hitta vini mína í Háskólakórnum í fyrramálið. Get vart beðið. Kórinn er að fara að syngja á tónleikum í Slóveníu. Ég er á milli, því ég hlakka svo óskaplega til en get um leið ekki hætt að hugsa um örlög fólksins frá Srebrenica, get ekki hætt að hugsa um grimmd og sorgir, hræðslu, ótta og reiði.

Ég er á milli – milli óstjórnlegrar tilhlökkunar og hugsanna um hræðilega fortíð. Ég er á milli því ég er á leiðinni frá Bosníu til Slóveníu – er í eins dags stoppi í Króatíu, sem liggur á milli landanna tveggja.

Miðvikudagar eru á milli og í dag er á milli.

mánudagur, maí 17, 2004

Bosníska júróvisjónpartýinu mínu fannst Jónsi betri en hellisbúarnir frá Úkraínu. Það var huggun harmi gegn. „Or at least your man was not worse than them,“ sagði einn. Ég veit því ekki hversu mikil huggunin var. Það olli mér hugarangri að ég mundi ekki lagið eftir að hafa séð okkar mann á sviðinu. „Maður á að geta sungið með Júróvisjón lögum í fyrsta sinn sem maður heyrir þau,“ tautaði ég. Bosnískri stelpu fannst Jónsi ofsa sætur. Ég sagði henni að hann væri því miður giftur.

Ég varð steinhissa á tólf stigum Íslendinga til Úkraínumanna. Hvað hafði komið fyrir mitt fólk?! Ég varð samt ekkert hissa þegar bæði Danir, Finnar og Norðmenn gáfu okkur Íslendingum stig. Annað hefði verið gjörsamlega óviðunandi, enda frændur okkar þar á ferð.

Ha, pólítík í Júróvisjón? Nei alls ekki. Algjör tilviljun að Bretar hafi verið þeir einu sem gáfu Írum stig og Írar hafi gefið Bretum stig... Að Portúgalar og Spánverjar hafi kosið hvern annan... Að fyrrum ríki Júgóslavíu hafi staðið saman og dælt út stigum hvert til annars – já, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið... Að Rússland hafi gefið Hvíta-Rússlandi stig og Hvíta-Rússland hafi launað Rússum með tólf stigum... Að Hollendingar og Belgar hafi skipst á stigum...

Ég hafði ákaflega gaman að þessu. Sérstaklega að rökræða við sænsku konuna sem vildi meina að þessar þjóðir hefðu einfaldlega „sama tónlistarsmekk, þetta væri faglegt en ekki pólítískt“..

Annars er það Rás 2 í dag. Frk. Sigríður veltir fyrir sér hvort ákvörðun Nató að sprengja serbneska borgara í loft upp hafi verið rétta lausnin við atburðunum á Balkanskaga. Á milli fjögur og sex á FM 90,1.

Síðan var víst viðtalið mitt við Al Jazeera í Mogganum í gær. Já og svo var ég að skella inn myndum frá Serbíu. Mæli sérstaklega með myndunum af sundursprengdu byggingunum eftir „mannúðaraðgerðir“ Nató (og OKKAR því við erum í Nató). Hér eru síðan nokkrar myndir frá Ungverjalandi.

Jamm og já.

Í Bosníustríðinu létu lífið um 200.000 manns. Það er svona svipað og 15.000 Íslendingar hefðu látið lífið.

Fimmtánþúsund.

Það fyndist okkur mikið og það tæki okkur langan tíma að jafna okkur eftir slíkt mannfall.

Í Bosníustríðinu var fólki slátrað. Mönnum var misþyrmt, konum nauðgað, hús voru brennd, heimili eyðilögð, börn voru skotin á færi, sprengjum var hent yfir markaði, fólki var ruslað í fangabúðir. Flestir sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. Þeim var slátrað. Þeim átti að vera slátrað – það var markmiðið. Serbar vildu losa sig við Króata og múslima (ekki araba eða hirðingja með túrbana á höfði, nei heldur ósköp venjulega Slava (Júgó-Slava) sem einfaldlega höfðu tekið múslimska trú undir 500 ára yfirráðum Tyrkja). Þeir ákváðu að losa ákveðin svæði algjörlega við allt annað en Serba – „hreinsa“ þau. Að „hreinsa svæði“ hljómar hugsanlega hreinleg aðgerð –en ógeðið var algjört. Þetta voru fjöldamorð. Slátranir á fólki eins og mér og þér.

Bosníustríðið var ekki stríð þar sem jafnvígir herir tókust á í skipulögðum bardögum. Í Bosníustríðinu fóru Serbar fram með offorsi og fjórða sterkasta her í Evrópu og réðust á Bosníubúa sem höfðu engan álíka her. Átökin byrjuðu þegar Bosnía lýsti sig sjálfstæða frá Júgóslavíu árið 1992.

Þegar umsatrinu um Sarajevo lauk arid 1995 höfðu ellefu þúsund manns verið skotnir eða sprengdir í loft upp. Þá hafði flóttakonan sem ég ræddi við í Serbíu þegar alið barn sitt í kjallara í Sarajevo með sprengjur fljúgandi í kring. Þá hafði bosníska stúlkan sem bauð mér í Júróvisjón partýið skolfið af kulda í þrjá vetur í rafmagnslausu húsi og horft á fólk skotið fyrir utan heimili sitt. Alþjóðsamfélagið brást við – en þremur árum of seint og 200.000 mannslífum of seint.

Einn stærsti lærdómur minn á ferðalagi mínu er að stríð eru ekki háð á sótthreinsuðu svæði þar sem prófessjónal hermenn ráðast hver að öðrum. Stríð fylgja ekki reglum og þau eru ekki fyrirsjáanleg. Þau eru ekki göfug og það er ekkert hetjulegt við þau. Þau eiga sér ekki stað einhvers staðar utan ramma fólksins í landinu, á þar til gerðum tímum og eftir ákveðnu mynstri.

Þau eru þvert á móti allt um kring, innan um fólk eins og mig og þig, á stöðum eins og Lækjargötu og Laugarásvegi, Breiðholti og Búðardal. „Bardagarnir“ eru sprengjur sem hent er yfir borgara, skot sem fljúga á milli fyrrverandi heimila, flugskeyti sem rignir yfir borg og bæi. Stríðin fylgja engum reglum og þau læsa sig inn í hjörtu og sálir fólks sem er bara fólk eins og ég og þú – og sem lifði áður lífi eins og ég þú.

föstudagur, maí 14, 2004

Komin til Sarajevo - hofudborgarinnar i Bosniu.

Thad var taknraent ad thad fyrsta sem eg sa eftir ad rutan hristist yfir landamaerin fra Serbiu voru grafir i storum kirkjugardi. I Bosniustridinu letust tugthusundir borgara. Eg hvessti augun a legsteinana og thurrkadi moduna af rudunni. Uti hellirigndi og mer var hrollkalt.

Afram heldum vid, upp og nidur hola og haedir. Thad stytti upp. Thvilik fegurd! Thetta var eins og i aevintyri. Graen tre, falleg engi, blar himinn. Vegurinn hlykkjadist i gegnum thorp og baei. I sumum thorpunum voru nanast oll husin ny.

"Ekki halda ad thau seu ny vegna thess ad venjuleg nybygging se svo mikil i Bosniu. Thetta eru ny hus i stad theirra gomlu sem voru brennd, skotin og eydilogd. Af nyju brunu mursteinahusunum sem thu serd alls stadar serdu hvad eydileggingin var gengdarlaus."

Eftir thvi sem vid okum i gegnum fleiri nybyggd thorp, saum fleiri hrunin hus og fleiri legsteina, vard mer kaldara og kaldara. Eg falmadi eftir bruna teppinu sem eg keypti a Indlandi og vafdi thvi utan um mig.

"Gud minn godur, hvad gerdist eiginlega herna?" hugsadi eg vafin inn i teppid thott eg vissi vel ad stridid '92-95 hefdi verid ohugnanlega blodugt. Eg neri hondunum taugaostyrk saman og grunadi ad eg hefdi ekki heyrt thad allra versta - ad thetta hefdi i raun verid miklu verra en eg helt. Var lika bara taningur thegar thetta allt var ad gerast. Sarajevo og Srebrenica runnu saman vid aeskuastir, unglingaveiki og party a Skaga.

Thad for hrollur nidur eftir bakinu a mer. Husarustirnar myndudu furdulega andstaedu vid blaan himininn og graenan grodurinn.

Gamall madur stod vid mursteinahrugu og grunn ad nyju husi. Hvad hafdi thessi madur gengid i gegnum? Hafdi hann lent i fangabudum Serba? Fjolskyldan hans verid myrt? Konunni hans verid naudgad? Gamli madurinn leit upp og brosti.

Sidan okum vid inn i Sarajevo.

Hrunin hus, yfirgefin hus, nybyggd hus. Sumt minnti hreinlega a Kabul, svei mer tha. Baejarstaedid yndislegt - otrulega fallegt - en eydileggingin gridarleg. Samt eru niu ar sidan stridinu lauk.

"Hvada holur eru thetta i ollum husveggjunum?"

"For eftir byssukulur. Serbar umkringdu borgina og einangrudu okkur fra umheiminum i thrju ar. THRJU ar. Ekkert rafmagn, ekki haegt ad komast i burtu nema i gegnum leynigong, matarskortur, vatnsskortur, serbneskar leyniskyttur uppi a haedunum sem skutu a okkur. Thetta var lifid i Sarajevo."

Eg steig ut ur rutunni og fann heimagistingu hja yndislegri konu. I husunum i gotunni eru for eftir byssukulur og handsprengjur. Fra svolunum se eg yfir borgina, sem merkilegt nokk idar af lifi.

Verdur orugglega lif og fjor her i Eurovision a morgun... Farin ad hlakka til ad sja OKKAR MANN. Hef ekki einu sinni heyrt lagid, ussu suss. Treysti bara a ad Jonsi OKKAR taki thetta og ad fraendur okkar Nordmenn SVIKI OKKUR EKKI heldur gefi okkur okkar 12 verdskuldudu stid.

Thad er sko engin politik eda plott i Eurovision.. Stefni sjalf a ad kjosa Island hedan fra Bosniu!

miðvikudagur, maí 12, 2004

Það sem gerðist í fyrrum ríkjum Júgóslavíu er flókið. „Kannski skil ég það sjálf meira að segja ekki,“ sagði 28 ára stelpa þegar við ræddum málin.

Í Júgóslavíu bjuggu hinir og þessir hópar fólks. Landið í heild hét Júgóslavía en talað var um ákveðin svæði eða héruð innan þess. Í Slóveníu bjuggu að mestu SLÓVENAR, í Makedóníu MAKEDÓNÍUMENN og í Króatíu KRÓATAR. Á svæði sem kallað var Serbía voru SERBAR í meirihluta. Þar voru hinir hóparnir hins vegar líka. Í suðurhluta Serbíu voru ALBANIR. Albanía er land suður af fyrrum Júgóslavíu. Á svæði sem kallað var Bosnía var blanda af Króötum, Serbum og Albönum. Í Svartfjallalandi var mikið af Serbum.

Slóvenar og Króatar voru kaþólikkar, Serbar og Makedóníumenn í orthodox kirkjunni (annars konar kirkja en íslenska þjóðkirkjan) og Albanir múslimar.

Júgóslavía var sum sé flókin blanda af hinu og þessu fólki sem hinn frægi Tító, leiðtogi landsins, hélt saman. Tító dó árið 1980. Kommúnismi í Austur-Evrópu féll í lok níunda áratugarins og löndin sem höfðu verið kommúnísk undirgengu miklar breytingar. Í Júgóslavíu komst maður að nafni Milosevic til valda.

Milosevic var Serbi og Króatía og önnur svæði Júgóslavíu fannst Milosevic vera með hættulegar hugmyndir um hlutverk Serbíu í sambandsríkinu. Þeim fannst Serbía ógna hinum.

Júgóslavía byrjaði að liðast í sundur. Slóvenía var fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði – árið 1991. Slóvenía hafði alltaf verið best stæðasti partur Júgóslavíu og vildi fá að vera í friði frá hinum. Króatía fylgdi í kjölfarið og vildi líka vera sjálfstæð. Þetta leyst ráðandi Serbum í ríkinu Júgóslavíu ekki á og stríð hófst í Króatíu. Júgóslavneski herinn – að mestu samansettur af Serbum – barðist gegn Króötum. Flóttamenn streymdu frá Króatíu. Mikið af Serbum sem búið höfðu í Króatíu þótti sér ekki vært þar og fóru yfir til Serbíu.

Málin urðu enn flóknari. Bosnía vildi líka vera sjálfstæð. Á sama tíma og barist var í Króatíu áttu sér stað blóðugir bardagar í Bosníu. Serbar og Króatar – fjendur frá átökunum í Króatíu – börðust hatrammlega. Króatar og múslimar í Bosníu stóðu fyrst saman gegn Serbum en hófu á endanum að berja hver á öðrum. Þrír hópar voru þannig að takast á. Bosníustríðið stóð frá 1992-1995. Bosnía hlaut að lokum sjálfstæði. Sarajevo er höfuðborgin og hún var hálfvegis lögð í rúst.

Makedónía vildi sömuleiðis vera sjálfstæð og það varð að veruleika. Af sex ríkjum fyrrum Júgóslavíu voru einungis tvö orðin eftir: Serbía og Svartfjallaland. Þau ákváðu að halda saman og héldu áfram að tala um sig sem Júgóslavíu. Svartfjallaland er lítið og fámennt svæði.

Júgóslavíunafnið hélt sér sum sé áfram, þótt fjögur ríkjanna væru orðin sjálfstæð (og keppendum í Júróvisjón hefði fjölgað til muna..). Á seinasta ári var nafnið hins vegar endanlega gefið upp og í dag er einfaldlega talað um „Serbíu og Svartfjallaland“.

Ofan á alla flækjuna með Bosníustríðið, átökin í Króatíu og svo framvegis, bættist að árið 1998 sauð upp úr í suðurhluta Serbíu. Albanir og Serbar hófu að berjast. Serbar enduðu á að myrða Albana í hrönnum og hræðilegir hlutir áttu sér stað. Eitt af því sem Milosevic er að svara fyrir um þessar mundir fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag eru atburðirnir í Kosovo. Þegar Milosevic og co voru um það bil að murka lífið úr Albönunum í Kosovo og landið Albanía var orðin yfirfull af flóttamönnum ákvað alþjóðasamfélagið að við svo búið mætti ekki lengur standa. Það fyrirskipaði Milosevic að hætta þessu og draga herinn til baka frá Kosovo. Hann neitaði og til að knýja hann til að hörfa ákvað Nató að kasta sprengjum yfir Serbíu. Milosevic hlyti að skrifa undir þegar hann sæi brýr landsins sprengdar í loft upp, sjónvarpsstöðvarnar, vegina, lögreglustöðvarnar og svo framvegis. En Milosevic gaf sig ekki. Hann skrifaði ekki undir fyrr en 78 dögum seinna og þá var Nató búið að takast að hálfeyðileggja Serbíu, tryggja dvöl landsins um ókomna tíð í gildru fátæktar og drepa heilan helling af óbreyttum borgurum.

Sameinuðu þjóðirnar og Nató tóku völdin í Kosovo og Serbar hafa ekki haft neitt að segja um gang mála þar síðan í sprengingunum 1999. Opinberlega er Kosovo samt enn hluti af Serbíu og Svartfjallalandi. Almenningur í landinu reis loks upp gegn Milosevic árið 2000.

Mestu bardagarnir í fyrrum Júgóslavíu fóru fram í Bosníu, Króatíu og Kosovo. Í Serbíu og Svartfjallalandi, utan Kosovo, var aldrei barist en stríðin höfðu hér mikil áhrif. Serbar frá svæðunum þar sem verið var að berjast streymdu til Serbíu og alþjóðasamfélagið beitti efnahagsþvingunum. Hvort sem það var rétt eða ekki, þá var stórum hluta sakarinnar skellt á Serbíu og Svartfjallaland og serbneskir ráðamenn sagðir ýta undir ófriðinn með því að styðja ófriðarseggina (Serbana) í Bosníu og Króatíu. Til að fá þá til að hætta því var sett viðskiptabann á Serbíu og Svartfjallaland. Bannið bitnaði vitanlega verst á almenningi sem þegar var orðinn illa haldinn eftir óðaverðbólgu seinustu ára. Verksmiðjur fengu ekki hráefnið sem þær vantaði og þær sem stunduðu útflutning gátu ekki flutt vörur sínar út.

Af sex fyrrum ríkjum Júgóslavíu hefur Slóveníu gengið langbest. Landið fékk inngöngu í Evrópusambandið núna í byrjun maí. Króatía kemur þar á eftir varðandi almennt ástand og síðan Makedónía. Ástandið í Bosníu og Serbíu og Svartfjallalandi er mjög slæmt. Í Serbíu og Svartfjallalandi búa um sex milljónir og ein og hálf er atvinnulaus. Í Bosníu eru enn friðargæsluliðar. Seinast núna í mars sauð upp úr í Kosovo. Þá voru það Albanir sem tóku sig til og réðust á Serba, brenndu fullt af kirkjum og hröktu menn að heiman.

„Ég veit ekki hvernig þetta blessaða Kosovo mál endar. Við Serbar álítum þetta okkar land frá gamalli tíð en Albanir eru hins vegar orðnir í miklum meirihluta í Kosovo,“ sagði strákur við mig. „Ég veit heldur ekki hvað verður með Serbíu. Fyrst þurfum við að ná að vinna okkur upp úr ástandinu sem myndaðist eftir stríðin og viðskiptabannið og Nató sprengingarnar og allt þetta. Við þurfum í raun að byrja á að ná skilyrðunum sem við höfðum fyrir þetta allt saman – fyrir fimmtán árum! Við erum enn þá einhvers staðar aftur í grárri fortíð.“

Fyrr um daginn hafði ég rætt við miðaldra konu. Hún þakkaði Guði fyrir að vera á lífi og var bjartsýn. „Veistu, það er búið að rigna svo lengi á fyrrum ríki Júgóslavíu að sólin hlýtur að fara að skína bráðum,“ sagði hún.

Það er óskandi.

Ég veit ekki hvað er skrýtnast: Að tala við fólk sem áður átti eðlilegt líf – hafði vinnu, íbúð og bíl og ferðaðist á sumrin – lifði lífi eins og ég fyrir stríðin, verðbólguna og viðskiptabannið. Að horfa á bygginguna þaðan sem Milosevic stjórnaði. Að vera í Evrópu og tala við fólk sem hefur tvöhundruð evrur – 18.000 kall – í mánaðarlaun en borgar samt himinháa leigu. Að vera komin frá Asíu eftir allan þennan tíma, ganga um í lokuðum skóm og vera kalt á nóttunni. Að vera á torginu þar sem forsætisráðherrann var skotinn í fyrra. Að virða fyrir sér sundursprengdar byggingar eftir aðgerðir Nató.

Landið er fallegt, sólin skín, fólkið brosir, loftið er ferskt, vorið er komið, tréin eru græn. Á götum Belgrad er ys og þys og borgin lífleg.

Borgin er hins vegar í sárum. Margar byggingar eru sprengdar eftir Nató og nánast hvert einasta hús þarfnast viðgerðar. Borgin hefur einhvern undarlegan sjarma – en hún er í niðurníslu. „Það eru hreinlega ekki til peningar til að halda húsunum við,“ var mér bent á.

„Einmitt það,“ svaraði ég og virti fyrir mér flagnaða málningu, brotna gluggakarma og holóttar götur. Síðan fór ég fékk mér kaffi a la heimamenn – hnausþykkt og sterkara en Jón Páll.

Hvað segir maður þegar gamall maður brotnar saman við eldhúsborðið sem maður situr við? Hristist og skelfur af ekka. Tárvot augun horfa döpur á gráan vegginn fyrir framan. Augu sem geyma endalausa sögu.

Hvað segir maður við mann sem áður átti fallegt hús og hafði góða vinnu? Mann sem missti allt sitt og varð að flýja vegna þess að verið var að berjast í kringum hann? Mann sem orðinn er algjör einstæðingur – konan hans dó fyrir stuttu. Hann er 75 ára, einn í nýju landi og treystir sér ekki til að snúa aftur til Bosníu. Heldur að sér yrði ekki vært þar.

Klapp á handarbakið og faðmlag verða svo ósköp máttlaus. „Er eitthvað sem ég get gert?“ spyr ég. „Ég veit það ekki,“ svarar hann og skelfur af ekka. Maðurinn minnir mig á einhvern, hann gæti verið Íslendingur, hann gæti verið einn af gömlu mönnunum sem ég afgreiddi í Axelsbúð á Akranesi. Nálægðin við atburðina í Serbíu verður yfirþyrmandi.

Ég horfi á veðurbarið andlitið og fæ sjálf tár í augun.

Guð hvað ég er heppin að hafa fæðst á friðsæla Íslandi.
Guð hvað ég er þakklát fyrir það.

Rakst á tvær sérlega áhugaverðar og upplýsandi greinar á Sellunni. „Vinur minn hryðjuverkamaðurinn“ fjallar um Qatar, land og þjóð, á meðan „Að skjóta sig í fótinn“ fjallar um Íraksstríðið með augum Qatarbúa.

Skemmtileg tilviljun að þær eru eftir sjálfa mig.

mánudagur, maí 10, 2004

Eg veit ekki hverju eg atti von a i Serbiu. Eg held samt eg hafi ekki att von a thvi ad hitta svona mikid af godu folki. Thetta fer ad verda eins og i Qatar med alla vini mina thar, ha ha. I Ungverjalandi vildu heimamenn ekki serlega mikid tala vid mig en herna er eg buin ad eiga magnadar samraedur vid hina og thessa um Serbiu, stridid i Bosniu, atokin i Kroatiu, Milosevic, efnahagsthvinganir, fataekt i landinu, flottamenn, utanrikisstefnu Bandarikjanna, Evropusambandid, serbneska drykkjumenningu, jurovision keppnina og sidast en ekki sist sprengingar Nato arid 1999.

"Milosevic was bad - but why do you bomb a whole nation because of that?" sagdi einn.

Hvad gat eg sagt? Min islenska thjod, min islenska elita studdi thetta.

Og er einhver ad paela i thessu i dag? Nei, operation Serbia er "buin". I dag er menn uppteknir af Irak og adur var thad Afganistan. En Serbia er ekkert "buin". Ekki nema litid brot af thvi sem sprengt var i taetlur hefur verid endurbyggt.

Thad tekur ar ad byggja upp en sekundur ad sprengja i loft upp.

Heyrdu, ma ekki vera ad thessu. Verd ad fara ad leika vid serbnesku vini mina. Aetlum ad fa okkur eitthvad ad eta. Serbneskan borgara eda eitthvad.

Madur er svo local. hi hi.

laugardagur, maí 08, 2004

I Ungverjalandi faest ekki Pepsi Max en thar faest Britney Pepsi. Fann i dag floskur med Britney Spears utan a. Britney i silfrudum fotum. Skemmtilega smekklaust.

Keypti ekki Britney Pepsi en keypti gullas i stadinn. Ungverskt gullas er malid.

Goda helgi. Eg er farin til Serbiu.

föstudagur, maí 07, 2004

Ungverjaland var hluti af austurblokkinni. Kommunistar komust til valda a fimmta aratugnum og riktu her thangad til 1989.
"I fyrstu hljomadi thetta allt voda vel," sagdi Georgie, ungverskur leidsogumadur i ferd sem eg for i i dag. "Ad folk hefdi vinnu og husaskjol og vaeru jafnir. Hugmyndin er god en i praxis var hun ekki jafngod."

"Mamma var af riku folki og rikid tok yfir eignir fjolskyldunnar. Fjolskylda hennar hatar kommunismann vegna thess og kys i dag haegri flokka. Mamma er hins vegar ekki bitur. Hun segir alltaf ad thetta hefdi getad verid miklu verra. Sjalf atti eg hamingjusama aesku. Eg vissi ekki ad i odrum londum hefdu menn val um margar mismunandi tegundir af hverri voru - her hofdum vid oftast bara eitt af hverju - en thad var ekkert thad slaemt. Thegar eg horfi i dag a alla soguna og se ahrif kommunismans verd eg hins vegar bitur. Thad goda vid kommunismann var tho ad allir hofdu vinnu og husaskjol - thad var sed um alla," baetti hun vid.

Eg kinkadi kolli. Hafdi einmitt um morguninn gengid framhja tveimur eldri karlmonnum sem kurdu undir steinvegg og virtist vera skitkalt.

Kommunistar byggdu hverja steinblokkina a faetur annarri fyrir landsmenn sina. Stillinn var einfaldur og notagildid haft i fyrirrumi. Allt aukaskraut eda prjal var otharfi. Peningarnir sem hefdi thurft til thess, skyldu frekar fara i sjod rikisins sem myndi nota tha i thagu landsmanna. I dag for eg i slikar steinblokk. Af svolunum matti sja yfir til verksmidjanna sem folkid vann i og tharna voru skolarnir og matvoruverslunin. Allt i seilingarfjarlaegd, uthugsad.

I ibud sem eg for inn og var med gomlum husgognum matti glogglega sja kommuniska stilinn. Tharna var tresofabord eins og allir attu og tharna var typiskur sofi og svart hvitt sjonvarp. Rikid atti verksmidjurnar og styrdi thvi sem framleitt var. I ar voru sofarnir raudir en naesta ar var bara haegt ad fa tha med graenu aklaedi. Stundum flaeddi klosettpappir ut ur verslunum en stundum var skortur a honum.

Hjarta kommunismans var i Russlandi og thadan komu allar skipanirnar. Akvedin svaedi framleiddu akvedna voru og sidan skiptu menn a vorum. Ungverjaland framleiddi hjol og fekk i skiptum tonn af nidursodnum ferskjum fra Bulgariu eda bil fra Tekkoslovakiu. Oll austur-Evropa var hluti af thessu batterii.

Ungverjaland var a barmi gjaldthrots thegar kommunisminn leid undir lok 1989-1990. Vid toku jafnvel enn erfidari timar. Adur hafdi ollum verid sed fyrir vinnu en skyndilega breyttist allt heila skipulagid. Atvinnuleysi for upp i 30-40%. Margir urdu fyrir gridarlegum vonbrigdum. Sosialisku flokkarnir unnu aftur a. Haegri menn komust sidan aftur til valda en hinir unnu seinustu kosningar.

Ungverjaland var eitt af theim tiu londum sem gengu til lids vid Evropusambandid um seinustu helgi. Yfirgnaefandi hluti landsmanna svaradi jatandi i thjodaratkvaedagreidslunni. Vonir margra eru miklar. "Eg held ad margir vonist eftir of miklu. Their halda ad a svipstundu verdum vid eins og londin i Vestur-Evropu og hofum lifsstil eins og thau - alveg eins og menn toldu i umbrotunum i lok niundar aratugarins. Their heldu ad thegar kommunisminn vaeri fyrir bi myndi allt verda eins og i rikari londunum. Thad gerdist ekki tha og hefur ekki gerst i dag, thott gridarlega margt hafi breyst."

Sidan baetti hun vid: "I dag getum vid ad minnsta kosti farid ut i bud og valid um allt a milli himins og jardar - thott margir hafi ekki efni a ad kaupa vorurnar."

fimmtudagur, maí 06, 2004

Paelid i thvi ef allir Islendingar myndu lata lifid a einni viku. Já, hugsid um thad.

A hverjum degi látast ad medaltali 40,000 manns af voldum vannaeringar. Thad taeki okkur Frónbúa thvi viku ad fara yfir móduna miklu. Ein vika og vid vaerum oll komin i grofina.

Nei, haettu nu thessu rugli Sigga. Ha, sko, thessi fjoldi myndi aldrei allur deyja, haaa.

Rugl eda bull - thad er stadreynd ad tugthusundir manna deyja dag hvern vegna fataektar.

Adan for eg i ofsalega fallega kirkju og kveikti a kerti fyrir folkid sem do i dag vegna thess ad thad var ekki jafnheppid i lifinu og eg og vinir minir.

Hvad med folkid sem mun lata lifid a morgun? Já, sami fjoldi mun deyja a morgun. Ef vilji vaeri fyrir hendi maetti hins vegar minnka thetta fáranlega mannfall. Vandamal heimsins eru morg og flokin - en thau eru ekki oleysanleg. Vilji og samhjalp fleyta okkur langt afram.

Sameinud stondum ver, sundrud follum ver. Jamm og ja.

Ertu ad grinast med allt magnada handverkid sem haegt er kaupa herna og allar fallegu byggingarnar? Mar er náttla hálfordlaus thott manni finnist ofsalega gaman ad tala.

Eg held eg hafi thott dálítid púkó thar sem ég thrammadi um borgina i dag. Eina sokkaparid mitt var skitugt og eg for thvi berfaett ut i thungbuid vedur. Var i sandolum og peysu, sem eg tok eftir thegar eg var komin ut ad var oll blettott. Er ekki med neinn jakka. Gaf hann i Asiu, nennti ekki ad vera ad ferdast med regnjakka sem eg notadi aldrei.

Ha ha, thad er buid ad rigna i allan dag. Gott a mig.

Thetta var samt allt i lagi - ljósbláa regnhlifin fra Malasíu var alveg ad virka - thangad til bill keyrdi ofan i poll og jos yfir mig vatni. Eins gott ad eg var ekki i sokkum madur.

Thad hefdi verid svo spaelandi ef their hefdu blotnad.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Budapest.

Buin ad komast ad ymsu...

- I Budapest er elsta nedanjardarlestarkerfi i Evropu.

- Gjaldmidillinn heitir Forint.

- Her ma finna tyrknesk bod. Skellti mer i slikt i morgun.

- Ungverjar elska gullas.

- Ungverska er ekki indo-evropskt tungumal eins og tungumalin i Evropu eru flest. Thetta tungumal er allt odruvisi.

- Budapest samanstendur af Buda og Pest, tveimur hverfum sinum hvorum meginn vid ana. Adur gekk borgin undir nafninu PestBuda. Mer finnst BudaPest flottara.

Thetta er RidurSig sem talar fra Ungverjalandi

P.s. Var ad setja inn myndir fra Qatar. Sigga og storhaettulegu arabarnir. Bendi serstaklega a myndina af Abdul Aziz Abdullah storvini minum. Vedja storum bjor og dollu i vorina ad hann yrdi handtekinn a hvada vestraenum flugvelli sem er. Yrdi snuinn nidur og svortu solgleraugun gerd upptaek, ha ha.

Thar sem eg rolti um gotur Budapest gat eg ekki annad en velt fyrir mer hversu margbrotinn thessi blessadi heimur vaeri. Her var eg i Ungverjalandi innan um forna kastala og merkar byggingar, fyrir viku sidan var eg i eydimork i Qatar, fyrir halfum manudi vafradi eg um a milli hahysa i Singapore og fyrir thremur vikum var eg i frumskogi i Malasiu.

Olikir stadir med folki sem litur olikt ut. Magnad hvad margbreytileikinn getur verid mikill. Jafnmagnad er hversu likt lifid okkar er. Vid thurfum ad borda, drekka, sofa og eiga einhvers stadar heima. Hvort sem vid erum skokaupmenn i Ungverjalandi, oliugreifar i Qatar, bissnessmenn i Singapore eda leidsogumenn i Malasiu, er thetta thad sem vid getum ekki verid an.

Thetta eru einfaldir hlutir - matur, vatn, husaskjol - en samt eru svo oendanlega margir sem hafa tha ekki.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Komin til Budapest.

"Hvad aetlardu ad gera naest?" spurdu austurrisku vinir minir mig. "Uuu... aetli eg fari ekki til Sloveniu?" sagdi eg. "Af hverju ferdu ekki til Ungverjalands?" spurdu their. "Ja, af hverju ekki?" spurdi eg sjalfa mig.

Thannig ad i morgun tok eg rutu fra Vinar til Budapest. Kvaddi vini mina og thakkadi theim hofdinglegar mottokur. Their voru super leidsogumenn um Vin og syndu mer um allt i borginni, baru i mig bjor og raudvin, lanudu mer fotu, thvodu af mer, komu mer inn i austurriska politik og letu mig smakka Sachertertu. Eg for reyndar alveg med thad thegar eg sagdist hafa haldid ad Sachertertan fraega, stolt Vinarbua, vaeri fra Thyskalandi. Ha ha, Thjodverjar eru meginfjendur Austurrikismanna.

Er annars a Ras 2 einhvern timann a milli fjogur og sex. Sigridur og storhaettulegu arabarnir i Qatar.

sunnudagur, maí 02, 2004

Komin til Evropu. Thad er storskrytid. Susanne og Bernhard sem vid fadir minn elskulegur kynntumst i Laos, toku a moti mer a flugvellinum i Vin i Austurriki. Fae ad gista hja theim adur en held afram. Susanne lanadi mer buxur og peysu. Thad var storskrytid ad fara aftur i venjulegar buxur, throngar flauelsbuxur, og hafa fataskap ad velja ur. Humm, skrytid lika ad vera inni a heimili thar sem allt virkar, rafmagnid er i lagi, vatnid er heitt, kranavatnid ma drekka og haegt er ad setja i thvottavel.

Thegar eg thraeddi ferdaskrifstofunar i Singapore og keypti flugmidann til Evropu var halfgert djok ad akveda ad stoppa i Qatar. “Uuuu… can I get off the airplaine in Qatar and stop for some days? Ok, lets say five days.” Fannst meinfyndid ad stoppa i landi vid Persafloa med jafnfurdulegt nafn, tekka a stadnum, raeda vid menn um Irak og svona.

Djokid reyndist vera hin besta akvordun, svo god ad eg aetla einhvern timann ad koma aftur til Qatar. Insjallah. Verd hreinlega ad heimsaekja elskulega folkid sem eg kynntist thar, hrydjuverkamennina og ofbeldisseggina.

Seinasti dagurinn vid Persafloa var athyglisverdur. Var vakin um morguninn af vini numer fimm, fornleifafraedingnum Aziz, sem hringdi og vildi endilega taka mig ut a einhvern markad. Okei, komum okkur a faetur og gerum thad.

Fyrr en varir situr Sigridur i hop fimm araba i hvitum kuflum med kluta a hofdi og drekkur iranskt te. Gamall tannlaus madur hlaer mikid og reykir sheesha-pipu. Reykur i lofti. Ilmur af te. Mennirnir spjalla a arabisku. Ungur madur vill fa ad vita meira um Island.

Tiu minutum sidar er Sigridur dregin inn i ilmvatnsbud. “Veldu ilmoliu,” segir Aziz og adur en Sigridur faer rond vid reist byrjar solumadur ad reka hin og thessi ilmoliuglos upp i nefid a henni. “Minjagripur fra Qatar!” segir Aziz gladur. Hann aetlar greinilega ad borga. A eg ad taka thessu sem svo ad thad se einhver lykt af mer…? “Ja og svo verduru lika ad fa svona fint glas undir thetta,” baetir hann vid og nu verd eg lika ad velja glas.

Fer a endanum ut med storan poka med thremur ilmolium, tveimur skrautglosum og gullhudad sett til ad geyma oliur i. Ha ha, thetta a eftir ad fara vel i bakpokanum. Se fyrir mer hvernig oliurnar munu splundrast i pokanum og leka yfir baekurnar um qatarska arkitekturinn.

Aziz thekkir fjolda folks a markadnum og eg er kynnt fyrir hopi manna. Thar sem eg horfi a hvita kufla, arabakluta og mosku i fjarska, finn kryddlyktina i loftinu blandada sheesha-pipureyk og piri augun i solinni, get eg ekki annad en spurt sjalfa mig hvernig eg lenti her.

Spyr mig aftur thegar vid sitjum andartaki sidar inni a litilli kaffiteriu, drekkum ferskan avaxtasafa og bordum samlokur i flotu hveitibraudi med kjuklingi og margvislegum kryddum. “Arabic sandwich. You like?” segir Aziz. Hann kallar a vin sinn fra Iran. Gamli madurinn er hrukkottari en gaeda Californiurusina og brosir ut ad eyrum. “From Iceland? Beautiful!”

Yfir samlokum spyr eg hvort their hafi sed Bush daginn adur i sjonvarpinu tala um blodugu bardagana i Fallujah i Irak. Bush sagdi ad bandariski herinn myndi gera “hvad eina sem naudsynlegt vaeri”. Thetta myndu their gera i THAGU ibua borgarinnar.

Ju, ju, their hofdu sed thetta. Sa gamli hristir hofudid: “Berst madur i borg i thagu ibua hennar? Koma bardagarnir ibuunum til goda?!”

Sigridur heldur afram ad vera prinsessa og er nu bodid ad hringja i foreldra sina ur gemsa Aziz! Er sidan tekin i utsynistur ut i eydimorkina. “You are the princess of Iceland in Qatar and now we go to the desert!” Okei, eg er islensk prinsessa. Ha ha. Kannski eg og gitarinn Sheila tokum prinsessutitilinn alvarlega og byrjum ad semja log a la “Indverska prinsessan”?

A Toyota jeppa okum vid ut i flatneskjuna. Ljos sandur svo langt sem augad eygir. Oliuborholur, stalvirki, rafmagnsstaurar. Olia fannst i Qatar arid 1939. Thar er lika rikt af gasi og fyrir ekki svo longu sidan fannst staersta gasuppspretta i heimi. Adur lifdu menn a fiskveidum eda voru beduinar i eydimorkinni, i dag lifa their a oliunni og gasinu. I Qatar eru engir skattar og skolar og sjukrahusthjonusta eru okeypis. Uppbygging i landinu er gridarleg. Hahysi og gaedahotel spretta upp eins og gorkulur.

Vegurinn endar og vid minnkum loftid i dekkjunum. Fimm minutum sidar brunar jeppinn ut i sandoldur, upp og nidur, haegri, vinstri. “Okay, so we are not driving on any road?!” Aziz hlaer. Nei, nuna aetlum vid ad toffarast i sandinum. “You know how to drive?” spyr hann. “Uuu.. yes. But I haven’t done it since I left Iceland in October.”

Ha ha, fyrr en varir er Sigridur sest vid styrid og mundar jeppann fyrir nedan staerdarinnar sandoldu. Afram, afram, afram bilstjorinn. Upp med thig stulka. Og aftur nidur, jibby! Okei, verum bara her i eydimork I Qatar, of all places, ad leika okkur a jeppa arabiska vinar okkar. Ha ha. Hvar endar thetta?

Ju, thad endar a strond thar sem vinir Aziz eru ad veida. Myrkur skellur a.

I tungsljosinu sitja sidan Sigridur og arabisku hrydjuverkamennirnir, reykja sheesha-pipu i sandinum, drekka arabiskt te og horfa a ljosin fra Saudi Arabiu.