miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Alfa. Bravo. Charlie. Delta. Eko. Foxtrott. Gulf.

Stúlkan hossast eftir moldarvegi og lærir talstöðvar-lingóið.

"Sierra India Gulf Gulf Alfa".
Sigga, sko.

Eða "Yankie Alfa Romeo"
Hvíta kýrin, sko.

Stúlkan lærir að tala í talstöðina.

„Whisky Lima, this is mobile nine zero, mobile nine zero.
Reporting operation normal, operation normal, over.”

Allur akstur í Suður-Súdan í bifreiðum Sameinuðu þjóðanna er vandlega skráður í miðstöðinni í Loki í Kenýa.

Mobile nine zero ekur síðan ofan í stóra holu, upp úr henni aftur og sveigir framhjá háum trjám.

Við höldum til fundar við flóttamenn sem flestir hafa gengið margar vikur til að snúa aftur til sinna heima eftir stríðið.

Það er morgun.
Ég lít út um gluggann þar sem ég ligg í kofa mínum undir stráþaki.

Yfir öllu er bleik birta.
Sólin siglir upp á himinhvolfið.

Ég er ekki með klukku og veit því ekki hvað klukkan er.
Er ný á svæðinu og veit ekki enn hvenær sólin hérna kemur nákvæmlega upp.
En hvaða máli skiptir svo sem hvað klukkan er?

Geng að vatnsdælu sem er rétt fyrir utan.

Kona dælir vatni í fötu.
Heilsar feimin.
Barn skríkir.
Fugl kvakar.
Hani galar.
Arabísk tónlist hljómar frá jeppa félaga minna.
Trumbusláttur berst utan úr skógi.

Tvær geitur vappa um.
Það er eins og önnur sé að reyna að heilsa mér.
Ég kinka ósjálfrátt kolli og rétti fram höndina.

Ha, ha, fer síðan að hlæja.
Hvernig heilsa ég geit?

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Komin aftur til byggða.

Það sem áður var eins og þorp var eins og stórborg þegar ég renndi þangað inn í morgun á jeppa merktum Sameinuðu þjóðunum.

Sá sem kemur úr stórborg sér að Rumbek er mestmegnis stráhús. Þar eru fáeinar sundursprengdar, steyptar byggingar. Enginn malbikaður vegur.

Sá sem hefur verið viku úti á landi í Suður-Súdan sér Rumbek sem þá miðstöð fyrir svæðið sem Rumbek er. Þar er ekki einungis grunnskóli, heldur líka gagnfræðaskóli. Þar er sjúkrahús og þar er banki. Þar er stór markaður og þótt þar fáist mestmegnis notuð föt og kornsekkir er þetta líflegur staður. Í Rumbek er fullt af fólki og þar er hægt að komast í internet. Í Rumbek er moldarvegurinn beinn og breiður. Ekki sama gatasigtið og úti á landi.

Í Rumbek er steikjandi hiti og eitt stykki fröken Sigríður sem veit hreinlega ekki hvar hún á að byrja.

Hvernig er hægt að lýsa viku úti á landi í Suður-Súdan?

Ef Íslendingur hefði sagt að ég væri eins og hvít kýr, hefði ég snúið hann niður.
Bíddu, ertu að segja að sé einhver belja eða hvað?
Þú getur bara sjálfur verið feitur og skjannahvítur, þarna.

Þegar súdönsk kona hvíslar við eld undir stjörnubjörtum himni að ég sé hvít kýr, þá brosi ég bara.

Hjá Dinka-fólkinu í Suður-Súdan eru kýr það allra verðmætasta. Sá sem á peninga, hann fer og kaupir kú. Kýr eru peningar.

Hjá Dinkum í Agangrial þorpinu í Suður-Súdan heiti ég ekki lengur Sigga heldur Yar. Sum sé hvít kýr.

Ég er hvít kýr í Súdan og kann því vel.

Ég kom til Suður-Súdan til að skilja hvaða afleiðingar stríðsbrölt hefur.
Til að átta mig á því hvernig land jafnar sig eftir áralöng átök.
Til að reyna að skilja hvað það raunverulega þýðir að engin uppbygging hefur átt sér stað í áratugi.
Til að finna hvað það merkir að skólar séu ekki til staðar, sjúkrahús, verslanir og vegir.

Ég er búin að skilja eitthvað smávegis af þessu.
Eitthvað pínku ponsu.
Finna það á eigin skinni.

Í morgun tók það mig 3 og hálfan tíma að hristast 75 kílómetra.
Nota bene á aðalþjóðvegi.
Þá erum við ekki að tala um hina vegarslóðana sem ég hef tölt eftir seinustu viku.

Vegirnir í Suður-Súdan eru eins og þvottabretti.
Nei, þvottabretti er of gott orð til að lýsa því.

Vegirnir hérna eru grín.
Djók.
Brandari.

Samt er þurrkatímabilið núna og ástandið um þessar mundir ekki neitt miðað við á regntímabilinu. Þá getur tekið nokkra daga að ýta bílnum leiðina sem ég hristist í morgun.

Á fimmta degi í Súdan áttaði ég mig á að ég vissi ekki enn hvort í landinu væri hægri eða vinstri umferð. Ég hafði einfaldlega ekki mætt neinum bílum. Það eru engar opinberar samgöngur í Suður-Súdan.

Umhugsunarefni dagsins er:
Hvernig væri á Íslandi ef það tæki meira en 3 klst að fara 75 kílómetra á þjóðvegi 1?

Margfaldið það nú með 25.

Súdan er 25 sinnum stærra en Ísland.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Og svo var hún bara komin til Súdan.



Flugferðin var athyglisverð.
35-40 sæta vél.
Flugum í ca. helmingnum af venjulegri flughæð.
Kúl að sjá Súdan úr lofti.

Ískalt á leiðinni.

"Bíddu bara þangað til við lendum, þá verður heitara."

Hjálp, já!



Þessi voru hress og vildu endilega láta taka mynd af sér.
Sís!
Biðja að heilsa Íslandi.



"Það er gott að fá þig hingað því það þýðir að núna höfum við frið."

Í janúar voru undirritaðir friðarsamningar á milli súdönsku ríkisstjórnarinnar í norðurhluta landsins og uppreisnarmanna í suðrinu. Þar með lauk formlega 21 árs borgarastyrjöld.



Svona búa hjálparstarfsmennirnir.

Í Súdan fara nú fram einir mestu fólksflutningar í heiminum í dag.
Hundruð þúsund flóttamenn eru á heimleið eftir stríðið.



Systir Abrahams sem vildi endilega sýna mér pleisið og segja mér frá eigin afrekum með SPLA (uppreisnarmennirnir). Vantaði á hann tvo fingur á vinstri hönd. Missti þá í bardaga.

"Ert þú kona eða stelpa?" spurði hann síðan.

Hvernig svarar maður slíkri spurningu?
Humm, er ég kona eða stelpa???

Komst að því í dag að hann var ekki að meina þetta heimspekilega heldur hvort ég væri gift eða ógift...

Hér er grein eftir mig af síðu World Food Programm, nýju uppáhaldsvina minna. Held ég hafi ekki verið búin að linka á hana.

Greinin er söguleg fyrir þær sakir að þetta er sögulega skuggaleg mynd af mér.

Sem er náttúrlega bara töff.

Hvað mun ég borða mikið af hrísgrjónum og þurrum kexkökum næstu daga? Drekka mikið vatn?

Hef ekki græna.

Ha, ha, er engu að síður á leiðinni á markaðinn að kaupa vistir til næstu daga. Redda mér litlum þvottabala til að geta þvegið mér og disk til að borða af.

Það verða ég og stjörnurnar og tjaldið mitt og óbyggðir og strákofar og World Food Programm og fólkið í Suður-Súdan næstu daga.

Magnað.

Kem fúlskeggjuð aftur í bæinn um eða eftir helgi.
Ef bæ skal kalla.
Rumbek er malarflugvöllur, búðir fyrir hjálparstarfsmenn, nokkrar illa farnar og gamlar byggingar, markaður og strákofar.

Í Rumbek er hins vegar bæði internet og gervihnattasími, ú je.

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Dagatalið segir mér að ég eigi afmæli í dag.

Sko bara, orðin átján ára.

Loksins.

Sunnudagsmogginn i dag.
Bladsida 12.

Rydgad barujarn vid brunan laek.

Heimsokn Ms. Jonsdottir i eitt staersta fataekrahverfi i heimi.

A morgun aetti ad vera frettaskyring fra Austur-Afriku i bladinu.

Kosningar i Kenya og veitingastadir i Darfur.

Ég þarf að muna að eiga fljótlega aftur svona föstudag þar sem allt smellur saman. Svona föstudag þar sem hlutirnir ganga ekki einungis upp, heldur eru bókstaflega framkvæmdir fyrir mig.

- Ha, ætlarðu að koma til mín með leyfið sem þú reddaðir fyrir mig inn í Súdan? Það er nú það minnsta að ég komi mér sjálf til þín og pikki það upp.
Ha.... ekki?

Uuuu.... ókei. Best að láta starfsmann Sameinuðu þjóðanna skutla til mín leyfinu sem hann útvegaði til að ég kæmist inn í Suður-Súdan.

Drottningin drekkur kaffi heima við og fær leyfið afhent.

Klukkustundu síðar. Símtal.

- Ha, ætlarðu að koma með flugmiðann hingað til mín? Viltu ekki að ég komi til þín?

Drottningin fær símtal frá hjálparhellunni nýja vini sínum frá Zimbabwe sem hún kynntist af einskærri tilviljun. Hann reddaði henni feitum afslætti á flugmiða til Súdan. Mr. Zimbabwe er sjálfur flugmaður og heimtaði að koma með flugmiðann til hennar. Hans hátign tekur á móti honum á gistiheimilinu.

Drottningin athugar þvi næst póstinn sinn.
Í pósthólfinu bíða athyglisverð e-mail frá Súdan.
Frá fólki hja World Food Programm sem vill einmitt allt fyrir hana gera.

Sigga. I have spoke with Joyce Magoma, our administration person, and she says we should be able to find a tent for you in our compound, if not a room. And it'll only cost you say $5 or $10 a night. So when you arrive come to our office - which is a short walk from the airstrip - and ask for Joyce. She'll be expecting you.

Og:

"We have good news. One of field teams will be passing through Rumbek early next week. They'll arrive Monday and head out on Wednesday to do a series of food distributions for returnees. You are welcome to hitch a ride. They are going out to do a food distribution about 50 kilometers outside Rumbek. I think you'll find it very interesting. Traveling by road is really the only way to see the countryside. You'll meet tribespeople and really get to see how the people live and the problems they have. As you know, southern Sudan is one of the poorest and most underdeveloped places on Earth. It's wild and woolly out there but you'll be taken care of. Our field staff are good guys are very experienced. While you're here in Rumbek you'll have to prepare for the trip by stocking up on food and water. You can buy it in the market. Tobias will give you all the advice you'll need in my absence. You have a tent, right?"

Cool.

En tjald, já?
Drottningin er ekki með slíkt.
Humm, hugsa.

Framkvæma.

Ókei, tókst að redda tjaldi til að taka með til Súdan.
Ókeypis, auðvitað.
Lánstjald.

Ha ha ha.
Pottþétt.

5-0 fyrir drottninguna.

Hún verður flottust í tjaldi í jevla Súdan.
HA HA HA.
Tjaldferðalag til Súdan – segðu mér annan betri.

Hvað drottningin er í raun að fara að gera í Súdan, í hverju hún lendir og hvað hún verður þarna lengi verður að koma í ljós.

Flug í fyrramálið.

Eftirlýst.

Sms.

Hvað í óóóóósköpunum á það að þýða að hafa loksins tekið nýtt og stórt skref og dröslað gsm síma með sér í ferðalagið, útvegað útlenskt númer – og svo er síminn bara steindauður?

Dúddamía.

OgVodafone er reyndar með eitthvað samsæri gegn mér en Síminn virðist virka.

Sorrý fólk – gemsinn mun hins vegar ekki virka í Súdan.
Ekkert gemsakerfi í Suður-Súdan.
Ég verð því að bíða eftir að fá öll skemmtilegu sms-in þangað til ég kem aftur til Kenýa.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Thad er allt haegt ef madur bara vill.
Thad tharf adeins ad aetla ser thad.

Amen.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Peter sem eldar matinn a gistiheimilinu hinkrar i tvo til thrja tima herna a stadnum eftir ad vinnutimanum hans lykur.

Af hverju?
Ju thvi yfir haannatimann hvern dag haekkar fargjaldid um 20 shillinga.
Thad eru 16 kronur.

Thad er of dyrt fyrir Peter.

Fargjaldid laekkar aftur thegar faerri eru ordnir a ferli og tha fer hann heim.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Hahysi.
Jakkafataklaeddir menn med skjalatosku.
Konur i kjolum med gemsa og uppsett har.
Breidar umferdagotur.
Hringtorg.
Jeppar.
Straetoar.
Bankar.
Internet.
Hradbankar.

I Afriku eru lika borgir.

Nairobi er hofudborgin i Kenya og thar er stulkan stodd.

Bradum verda helmingur theirra morg hundrud milljona sem eru i Afriku, busettar i borgum.

Borgir eru furdulegt fyrirbaeri.
I borgum thrifst svo margt. Eda aettum vid ad segja grasserar?
Gott og vont.
Jakvaett og neikvaett.
Rikt og fataekt.

Fjoldi folks i Nairobi a gemsa og bila, adrir hyrast i fataekrahverfum eins og thvi sem eg heimsotti a manudag og finnast allt fra Bombay til New Orleans.

Thad bua ekki allir i strahusum og leirhusum i Afriku.
Thad er ekki allt "eins" i Afriku.

Afrika er samansafn af 54 rikjum og their tveir hopar sem eru erfdafraedilega mest olikir i ollum heiminum eru badir i alfunni.

Og ju ju, i Afriku eru tolud fleiri tungumal en i nokkurri annarri heimsalfu.

Dear Sigga,
Your travel permit is ready and is with me. How will you get it? Simon will be waiting for you in Rumbek on Monday.
Thanks
Gabriel

---

U je!

Fimmtudagur i Kenya, sol og blida.
Hvit bolstrasky a lofti tho, enda stutta regntimabilid herna og rignir oftast eitthvad a nottunni.

Fimmtudagur i Kenya og stulkan er hress.

Fimmtudagur i Kenya og Maria sem thrifur gistiheimilid er brosandi eins og venjulega. Kokkurinn Peter er feiminn en brosir fallega og segir stundum fra adstaedunum i hverfinu thar sem hann byr. Antony alt-mulig-man vinnur eins og skepna en hefur alltaf tima til ad kommentera a kosningarnar i Kenya, lifid i landinu og vinnuna med ferdamonnunum.

Thau tala oll agaetis ensku. Thad er thad goda vid ad ferdast herna um.

Fimmtudagur i Kenya og stulkan er a leid nidur i midbae og redda flugi til Sudan.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Toff.

Eg er komin med kenyskt simanumer.

Mjooog toff.

Thad er ekki fraedilegur ad eg muni numerid utan ad en thad er samt kannski bara einmitt toff.

Samkvaemt bokum minum er numerid 0725 692 447.

Islensku vinir minir og fjolskylda - sem aetla einmitt ad vera voda dugleg ad senda mer sms thvi thad kostar thad sama og ad senda upp i Borgarnes eda i Breidholtid og theim thykir svo ofsa ofsa vaent um mig - their sla inn
+254 725 692 447.

Nyr og finn simi med myndavel og odrum olifnadi hefdi sko potthett ekki tekid svona vel vid kenyska simakortinu. En Raudur... 5 ara gamla elskan?

Saell og gladur.
Bara hress med ad verda svona international.

Einstaka sinnum mun eg setja islenska simakortid i gripinn til ad tekka hvort forsetinn eda einhver mikilvaeg raduneyti hafi haft samband i s. 690 1175. Annars er thad bara afram Safari Com i Kenya.

Sveif mer tha, eg held ad Baugur eigi ekki Safari Com.

Eg er komin med 12 local numer i simann.
13 med sjalfri mer.

Toff.

Toff a toff degi i toff borg i toff landi, langt i burtu.

Eg hef heimsott skrifstofur ymissa stofnana Sameinudu thjodanna i ymsum londum. Thad hefur kennt mer ymislegt og eg er raunar ordin master i ad halda kulinu gagnvart vel merktu starfsfolki, vopnaleit og storum byggingum. More important: Eg er ordin master i ad gera sjalfa mig grunsamlega mikilvaega. Grundvallaratridi.

Thegar eg leit skrifstofur Sameinudu thjodanna i hofudborginni Nairobi i Kenya missti eg hins vegar kulid eitt andartak. Thetta voru ekki bara skrifstofur World Food Programm heldur alls heila batterisins: UNICEF, UNDP, UNHCR, UNIFEM, FAO, nefndu thad. Thetta var raunar adalmidstod Sameinudu thjodanna fyrir alla Austur Afriku. Vid hun bloktu fanar allra landa heimsins.

Shit, var eg ruglud ad halda ad eitthver ungt bladamannsgrey fra litlu skeri lengst i nordur uthafi fengi adstod fra thessum risa til ad fara i einhverja furdulega ferd til Sudur Sudan? Who would give a flying fuck?

Vopnaleit. Oryggisvordurinn fann mig ekki a gestalistanum. No, really, I phoned someone called Gabriel this morning... he said I could come...

Ju, Sigga, thu ert ruglud.

Klukkustundu sidar:
Fullnadarsigur.

World Food Programm aetlar ad saekja um leyfi fyrir Ms. Sigridur Vidis Jonsdottir til ad fara inn i Sudur Sudan. Ms. Jonsdottir faer meira ad segja leyfid a fimmtudag. Og ju ju, hun getur gist, ad minnsta kosti til ad byrja med, i husi a theirra vegum i baenum Rumbek i Sudur Sudan.

1-0 fyrir Jonsdotturina.
Afram Island.

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Kenya.

Kannski var dalitid eins og i Groundhog Day myndinni ad lenda i Kenya.
Biddu vid, var eg ekki herna i gaer?
uuuu...

Enn er allt a huldu vardandi for frokenarinnar til Sudur-Sudan.
Hun hefur hins vegar afkastad ad...

... lesa ser hellings til
... drekka kaffi uti i gardi
... raeda um stjornarskrar-kosningarnar sem verda i Kenya 21. nov
... vera bitin af moskito
... blota moskito
... misheyrast og segja "oh, that's great!" thegar eigandi gististadarins segir fra vini sinum sem var myrtur (ekki her). What do you mean that's great??? He was bloody murdered!
... hringja i vini sina i Vestur-Kenya og boda komu sina
... lata bjoda ser ut ad borda med hinni ensku lucy og hinum kenyska jamie
... sannfaera lucy um ad leyfa ser ad slast i for a morgun ut i staersta fataekrahverfid i Kenya. Hun vinnur fyrir bresk hjalparsamtok og er ad kynna ser malin.

Yfir og ut.

föstudagur, nóvember 11, 2005

Hi sigridur,
Thanks for your mail,I have cornfirmed your reservation for a single room and airport pick up.
Look out for some one at the arrival Lodge holding a banner with your name on it.This is our airport rep who will bring you to the hostel.
Thanks for booking with us
REGARDS
Anthony

---

Sko stulkuna.
Komin med gistiheimili i Kenya og verdur meira ad segja sott a vollinn.
U la la.

Ef lukka konunnar heldur afram med thessu aframhaldi endar thetta allt a besta mogulega veg. Brefid ad utan thyddi hundrad prosent aukningu i upplysingum tengdum ferdinni.

I gaer vissi konan ekkert annad en ad flugid vaeri i fyrramalid.
I dag veit hun hvar hun gistir fyrstu nottina.

Godur.

Hvernig stulkan aetlar ad koma ser til Sudur-Sudan - a lofti eda landi og hvernig gengur ad redda vegabrefsaritun - verdur ad koma i ljos.

Vedbankarnir spa stulkunni hins vegar godu gengi.

Konan er bjartsyn.
Thad thydir ekki annad i thessu lifi.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Merkilegt hvernig madur akvedur eitthvad og sidan kemur allt í einu ad thví.

Ég keypti mida til Spánar og svo var ég allt í einu lent á Spáni.

Heil vika getur í byrjun virst eins og allur heimsins tími en svo er hún allt í einu lidin.

A vetrarmorgni á Íslandi keypti ég mida til London aftur frá Spáni.
Allt í einu er komid ad thví og ég er á leid í flug til Londres frá Madrid.

Raudi krossinn bad Moggann um ad leyfa sér ad setja greinina mína um born í strídi á vefsídu samtakanna.

Mogginn sagdi já.

Greinina má nálgast her.

Thetta voru 5 sídur í Tímaritinu thannig ad greinin er ansi long.
Kannski er betra ad prenta hana út.

Koma svo lesa, koma svo lesa.

Ég er ordin voda voda gód í ad segja úna servesa, por favor.

Madur verdur ad kunna ad forgangsrada, sko.

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Sól í Madrid.
Mannlíf.
Markadir.
Saet kaffihús.
Skemmtilegir barir.
Fallegar byggingar.
Gotur sem liggja i alla vega sveigjum og beygjum.
Rómans.

Stúlkan á eftifarandi greinar í Los Morgunbladido í dag:

"30 ára gamlar sprengjur valda enn skada."
Bls 10 og 11.
Um óged Bandaríkjamanna og Nordur Víetnama, adallega Bandríkjamanna thó, í Laos í Víetnamstrídinu ("Bandaríkjastrídinu" á thessum slódum...). Laos er nágrannaríki Víetnam og thar laetur fólk enn lífid í dag af voldum 30 ára gamalla sprengja.

"Í lyftu med hrydjuverkamonnum."
Bls 18.
Svipmynd frá Persaflóaríkinu Katar.

Má ekki vera ad thessu.
Tharf ad fara ad fa chilla í Madrid.
Ú je.

laugardagur, nóvember 05, 2005

"Mr. President of Iceland and passengers. Please fasten your seatbelt."

Hr. Ólafur Ragnar var med í fluginu til London.

Ég vona ad honum hafi thótt ommilettan gód. Nema popullinn hafi fengid eitthvad annad ad éta en fyrsti klassi.

Kannski dagblod hafi verid serverud í morgunmat tharna fremst í vélinni thví thau voru oll búin thegar komid var aftur í fjósid.

Flugmadurinn og flugthjónarnir voru einstaklega skýrmaelt og toludu serlega gott mál í fluginu.

Óloglegt samrád vegna Ólafs?
Kona spyr sig.

Thad var gott ad koma til Madrid.

Ansi gott bara ad fa mommu thína og pabba í heimsokn kvoldid fyrir brottfor og drullast til ad tekka flugmidann. Ja, ja, hvad segirdu, er flugid ekki fyrr en kl 9? Nei, en agaett, tha geturdu sofid 2 timum lengur.

Ansi furdulegt ad standa i innrituninni a vellinum og muna ekki strax hvert thu sert ad fara. Uuuu.... sorry, eg er bara dalitid sybbin... ha... eg er herna sko ad fara til herna sko.... einmitt... já já...til London. Ja.. audvitad til London.

Ansi fyndid a sitja ofurkúl í kaffiteríunni, drekka soja latte bladrandi i gemsann, líta á sjónvarpsskjáinn og fá sjokk: Ha, er vélin til Kaupmannahafnar farin??? Panikka. Velta fyrir thér hvernig í óskopunum vélin hafi getad gengid thér úr greipum. Dísús. Muna svo ad thú ert ekkert ad fara til Kaupmannahafnar.

Ble.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Það besta við að þvælast reglulega eitthvert er að þá er dótið allt klárt þegar maður þarf á því að halda. Maður tekur bara það sama og seinast og ekkert vesen.

Það versta við að þvælast reglulega er að maður fær ofnæmi og útbrot við það eitt að hugsa um flugvelli.

Það allra versta við að þvælast reglulega og nota alltaf sama dótið er samt kannski að farangurinn og gripirnir verða hræðilega úr sér gengnir. Móðir mín elskuleg hefur í dag unnið þrekvirki og gert við rauða kuflinn sem gaf nánast upp öndina í fluginu frá Úganda í maí og rifnaði í tætlur (sama flug og ég fékk vodkaflöskurnar tvær í hausinn, ha ha ha). 10 ára gömlu gráu buxurnar sem einu sinni voru brúnar eru orðnar ansi þunnar en standa alltaf fyrir sínu. Snyrtiveskið hefur smám saman farið að líta út eins og eftir eiturefnaárás en stendur sig alltaf vel.

Moskítónetið er á sínum stað. Moskítóvörnin. Brúna teppið sem getur orðið sjal eða koddi, allt eftir því hvað maður vill. Þvottaburstinn. Sólarvörnin. Aloa vera gelið. Histasín töflurnar. Vasahnífurinn. Bólusetningarskírteinið.

Allt er þetta þarna og bíður bara eftir mér.
Flugmiðinn frá London til Kenýa og aftur til baka kostaði ekki nema 44.000 krónur.

Tærnar á mér hlakka til að fá aftur frískt loft og fara í sandalana.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

London, París, Róm.

Eða bara Bandaríkin, Spánn, Súdan.

Ég er í einhverju furðulegu flugvallamambói.
Var að lenda frá Bandaríkjunum til þess eins að pakka upp úr töskunni, pakka niður í hana aftur, finna bakpokann og hossast aftur til Keflavíkur með flugrútunni eftir 47 klukkustundir.

Fyrst er það Spánn í viku, svo smá af London og svo til Kenýa og loks til Súdan.

Ég mæli með 2 mánaða launalausu leyfi í vinnunni.

Súdan.

Ekki verra að fara þangað en eitthvert annað.

Ég ætlaði til Súdan þegar ég fór til Eþíópíu fyrr á árinu en tókst ekki að fá vegabréfsáritun. Þá ætlaði ég til norðurhlutans en núna langar mig miklu meira til suðurhlutans. Þar lauk í fyrra 21 árs borgarstyrjöld og þar rís land úr rústum.

Það er örugglega athyglisvert að heimsækja land með aðra eins sögu og sjá uppbyggingarstarf sem er flóknara og viðameira en ég held ég geri mér nokkra grein fyrir. Það vantar allan infrastrúktúr í Suður-Súdan, þar eru til dæmis eiginlega engir vegir. Súdan er margfalt stærra að flatarmáli en Ísland.

Ég kom heim í maí og hugsaði með mér að Suður-Súdan væri málið.
Nú er október og mér er ekki lengur til setunnar boðið.

Ég fer til Kenýa kannski svona 11. eða 12. nóvember og flýg svo þaðan til Suður-Súdan þegar mér hefur tekist að redda vegabréfsárituninni. Það á að vera einfalt mál í Kenýa og ekki taka nema nokkra daga.

Ég á eftir að panta flugmiðann til Kenýa.
Það er óþarfi að stressa sig.

Nei, ég er ekki að fara til Darfur. Það er í Vestur-Súdan.
Nei, þetta er ekki hættulegt.
Já, ég er í sambandi við fólk þarna úti. Mun kíkja á WFP og örugglega Rauða krossinn.
Já, ég kem á endanum heim og það verður 19. des.

Beint með jólagjafirnar frá Súdan.
Búin að baka og skrifa öll jólakortin.
Hó hó hó.