mánudagur, janúar 31, 2005

A sunnudegi i hverfi 20 i Paris sigla franskir ostar og libanskar vorur ofan i poka. Vid erum ad koma ur karate og faum okkur japanskt sushi. Leitum sidan ad Mecca Cola sem eg rak augun i kvoldid adur. Mekka kok hljomar of spenno til ad eg geti latid thad framhja mer fara, ha ha.

Vid finnum drykkinn, skaerappelsinugulan, hja arabiskum slatrara i hverfi 19. Slatrarinn thurrkar ryk af tappanum og drykkurinn er okkar. A floskunni stendur ad 10 prosent af soluverdinu fari til hjalpar palestinskum bornum. Sko bara. Gos og hjalparstarf, magnad.

Um gotur gengur folk af ollum staerdum og gerdum.
Og litum.
Margir fra fyrrum nylendum Frakka i Nordur og Vestur Afriku.
Aetli thessi med skrautlegu slaeduna um hofudid se fra Senegal eda Filabeinsstrondinni.

I kinverskri bud er trodid ut ad dyrum og enn trodnara i hillum.
Hei, tharna eru birgdir af bragdvonda tannkreminu sem eg notadi i Kambodiu. Kannski voru thaer allar sendar hingad.

Vid kaupum baedi taelenskan og kinverskan bjor, japanskt thang, mangodrykk og kokoshnetumjolk, en possum a tannkremid.

Hja arobum nedar i gotunni eru fagurlega gerdar kokur og konfektmolar. Namm.

"Essir arabar og muslimar og terroristar kunna sko ad gera godan mat," segi eg og finnst eg aegilega fyndin. "Senda Bush bara nokkra svona mola og hann bradnar og haettir thessum staelum," baeti eg vid og borda meira.

I matarbodi um kvoldid a sjottu haed i eldgomlu husi, er spilud polsk thjodlagatonlist. Gestgjafinn ad halfu franskur og halfu alsirskur. Islenskt brennivin a bordinu en alsiskur matur i skalum og franskt raudvin i glosum.

Skal.


sunnudagur, janúar 30, 2005

Fronsk lyklabord eru odruvisi en ensk. Og natturlega islensk lika.

An videigandi radstafana verdur setningin "nyja fraenka min fekk nafn i dag og heitir Snaefridur Eva Eiriksdottir, gaman gaman" ad thessu herna ....

%Nyjq frqenkq ,in fekk nqfn i dqg og heitir Snqefridur Evq Eiriksdottir; gq,qn gq,qn::::%

Eg er glod kona med glada fraenku i guddi filing i Paris.



laugardagur, janúar 29, 2005

Flugfarsinn heldur afram. Nu er thad Kastrupvollur i Kaupmannahofn. Fullur islenskur karlmadur leitar ad flugvelinni sinni. Thad er buid ad kalla hann upp i kerfinu.

"What, sir? No, I'm sorry. This is not the right gate. Neither the right terminal."
Starfsmadur leidir kauda ut ganginn.
Islendingar erlendis eru svo god landkynning.

A leid inn i velina tek eg eftir thvi ad eg er alls ekki ad fljuga til adalflugvallarins i Paris heldur a einhvern stad sem heitir Beuvais.
????

"Excuse me. What is this?"
"This is a small airport. Very small. Outside Paris."
"How do I get from there into the city?"
"I don't know."

Ju ju; ruta ferjar mannskapinn 77 km inn i borgina. 2 rutur fyllast strax og fara. Adrir farthegar bida vandraedalegir a malbikinu.

"Uuuu... excuse moi. Is there any other bus coming?"
"Oui. In half an hour."

Nu er byrjad ad rigna. Vid faum ad bida inni. Thar er fatt annad en ein kaffiteria. Eg kaupi mer is. Thott eg se med mjolkurothol. Mig langar i thennan is.

Daninn vid hlidina a mer i rutunni reynist ofurolvi. Nordmennirnir fyrir framan skuggalega havaerir thar sem their sveifla liters whisky flosku. Daninn byrjar ad taka i vorina. Ef mer vaeri ekki svona illt i maganum eftir isinn myndi eg snikja kulu af honum.

Eg er fegin thegar eg kemst til Parisar. Thar bidur Steina fraenka. Jibby.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Já, já. Og svo heldur madur ad madur lendi bara i ævintýrum med skrýtnum flugféløgum á bord vid Ariana Afghan Airlines eda Lao Aviation eda Qatar Airways. Nei, thad getur sko líka verid stóóóórhættulegt - eda kannski bara algjørt djók - ad fljúga med Iceland Express.

"Vinsamlega sestu nidur. SESTU NIDUR NÚNA. Vid erum ad lenda. SEEEEESTU."

Rødd flugfreyjunnar glymur yfir vélina.

"Thad segir mér sko enginn hvad ég á ad gera. ENGINN. Helvítis andskotans. Ha, helvítis, sko. Their tóku af mér fløskuna. Tóku hana bara af mér. Heeeeelvítis."

Midaldra konan sem er einsømul og var ad enda vid ad æla inni á klósetti, er reid. Neitar ad setjast nidur en skjøgrar fram og aftur flugvélaganginn.

"Djøfulsins sull sem their voru ad selja mér. Ég æli sko aldrei. ALDREI.
Nema af einhverju svona sulli. Helvítis helvíti."

Thad er á thessu augnabliki sem ég álykta ad thetta sé falin myndavél í PoppTíví. Thetta hlýtur ad vera djók. Ég skima eftir Sveppa og Audda en sé bara reida farthega.

"Ætlardu ad drepa okkur? Detta á okkur øll? Hagadu thér eins og fullordin manneskja. Sestu!"

Vélin er á hradri leid til lendingar. Flugfreyjurnar eru rádalausar og hafa gefist upp á konunni. Thær spenna sig í sætin.

"Heeeeelvítis. Thad segir mér sko enginn hvad ég á ad gera. Na na na na na."

Yfirflugfreyjan heldur áfram ad hafa samskipti í gegnum hátalarakerfid vid tøffarann. Thorir kannski ekki nær.

"VILTU SETJAST NIDUR EINS OG SKOT."

Hvar er Sveppi? Hvar er Auddi? Ekkert bólar á theim.
Ókei thetta er ekkert grín og nú skellur vélin á brautinni.
Konan stendur enn.

"Na na na na na. Heeeeelvítis."

Tøffarinn hættir ad vera tøff thegar løgreglan bídur hans vid útganginn.

Úbbosí.

Ég horfi á konuna sem strýkur yfir hárid og lítur yfirlætislega á adra farthega. Sídan punkta ég hjá mér ad setjast alltaf nidur í lendingu og ekki æla inni á flugvélaklosetti.




miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ég var að taka eftir því að gamli náttkjóllinn sem ég greip með mér, er ekki bara gulur og asnalegur heldur líka með myndum af jólasveinum.

Ha ha, jólanáttkjóll.
Og ekki jafnsíður og siðsamur og hann átti að vera.

Ég verð flott í stuttum jólanáttkjól í Afríkunni.

Do they know it´s Christmas time at all, segi ég nú bara.

Það er svo gaman að heimsækja vini sína í útlöndum.

mánudagur, janúar 24, 2005

Bakpokinn er úr sér genginn, skítugur og grindin beygluð.

Í öðrum hliðarvasanum fann ég harðnaðar leifar af hunangs-salt-blöndu sem mér var byrluð í frumskógum Malasíu. Þá hafði ég fengið furðulegt kýli í vinstri handarkrika. Blöndunni gleymdi ég í pokanum í þrjár vikur. Dööö. Þegar ég uppgötvaði að ég var enn að hossast um með hana hafði hún framið sjálfsmorð og sprengt sig í tætlur yfir allt hólfið. Huggulegt.

Ég nennti aldrei að þrífa hungangið allt í burtu. ´Etta var svo klístrað.

Þrátt fyrir þetta ætla ég af stað með pokann í fyrramálið.
Hann er bara svo traustur félagi.

Heyrðu, má ekki vera að ´essu.
Þarf að fara til útlanda.

Ble.

Ég hugsa stundum um leiðsögumanninn sem alltaf hafði haft í sig og fjölskyldu sína og á. Alltaf haft nóg en aldrei of mikið. Alveg þangað til að hann lenti í slysi og varð óvinnufær - síðan tekjulaus, þá matarlaus. Hann endaði betlandi úti á götu. "Aldrei hélt ég að ég myndi betla," sagði hann.

Þegar ég hugsa um hann og um götubarnið með stóru augun og um konurnar sem voru á milli þrjátíu og fjörutíu kíló - þá hugsa ég eitthvað eins og þetta...

Grein sem ég var að skella á Selluna.

Mér fannst eitthvað skrýtið þar sem ég stóð undir heitri sturtunni í morgun, söng hátt og makaði á mig sturtusápu.

Þangað til ég áttaði mig á að ég var með gleraugun á mér.

laugardagur, janúar 22, 2005

Þetta skrifaði ég seinast þegar ég fór í burtu. Þá bjó ég í mánuð á hótel mömmuogpabba. Það merkilega er að það sama er að gerast nú með þjóðlegheitin:

Áðan hafði ég val um heitu máltíð dagsins. Ég mátti velja því ég er á leið í burtu. Ég valdi lifur. Ég hafði alla verslunina fyrir framan mig en gekk einbeitt að kæliborðinu, brosti breitt og dró upp stóra og stælta dilkalifur. Móðir mín horfði stórum augum á mig þar sem ég valsaði um með fenginn.

Í gær vildi ég síðan soðna ýsu og setti í brýr þegar heimilismenn þóttust ætla að skella gúmmilaðinu í ofn og dúlla eitthvað við það. "Stopp! Engan framandleika hér. Ekkert pestó-rugl! Burt með gráðaostinn og ekki láta ykkur dreyma um neitt saxað grænmeti ofan á ´etta. Andskotans skemmdarverkarstarfsemi alltaf við blessaðan fiskinn," þusaði ég. "Getur ekki rönd við reist og á ekki roð í ykkur og ykkar pestó," bætti ég við. Svo hló ég hrossahlátri. Fiskurinn átti ekki roð í móður mína en lá þarna með sitt silfurgráa roð. Helvíti var ég orðheppin og sniðug.

Í fyrradag var ég að útrétta og á mig sótti hungur. Ég ók í 10/11 og kom út með sláturkepp. Sæl og glöð ók ég um bæinn þveran og endilangan, hlustaði á Íslensku stöðina FM 91,9 og reif í mig slátrið. "Á eftir að sakna þessa," tautaði ég með mörinn lekandi út úr hægra munnviki.


21. jan 2005:
Tróð í mig hálfum lifrarpylsukepp og hálfum blóðmörskepp.
Án meðlætis.
Mæli ekki með því.
Eins hægt að borða steypu með skeið upp úr dollu.

föstudagur, janúar 21, 2005

Næsti þriðjudagur:
Ísland - Kaupmannahöfn.
Vinir í Köben sóttir heim.

Föstudagur þar á eftir:
Kaupmannahöfn - París.
Steina frænka býr í París.

Miðvikudagur, 2. feb:
París - Eþíópía.
Millilending í London og Egyptalandi.

Sko stúlkuna, komin með flugmiða.
Ú je.

Lífið er yndislegt.
Fa la la.

Passinn kominn frá eþíópíska sendiráðinu í Svíþjóð. Húrra.
Áritunin hins vegar einungis fram undir miðjan apríl en ekki maí. Dööö. Ég borgaði fyrir sex mánaða áritun.

Svo tók sendiráðið líka heila síðu í vegabréfinu fyrir áritunina. Minnkaði þar með laust pláss í passanum um fjörutíu prósent. Að eiga eina og hálfa ósnerta síðu lúkkar mun verr en að eiga tvær og hálfar. Í Afríku bíða stimplaglaðir landamæraverðir.

Góður Sigga að ganga út frá Útlendingastofnun um daginn og hætta við að sækja um nýtt vegabréf. 5100 kall og þið takið af mér gamla passann. Huh, glætan.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Heppilegt að kálhausinn skreið sjálfur út úr ísskápnum.
Þurfti ekkert að ómaka mig við að ná blautri mygluhrúgunni af ísskápshillunni.

Stúlkan horfir á myndir af breskum hermönnum pynta íraska fanga: "Ógeðslegt maður."

Maðurinn setur hönd undir kinn:
"Já, ógeðslegt. En.... hvað með þá sem liggja blóðugir, særðir eða í gröfinni eftir þessa sömu hermenn? Hversu geðslegt er það nú yfirhöfuð að sundurlima fólk?"

Stúlkan:
"Humm. Já, það er rétt. Þetta er fríkí. Mjög fríkí. Annað er óleyfilegt en hitt leyfilegt. Fyrir það fyrra segir Tony Blair að "menn verði dregnir til ábyrgðar", svona í tilefni þess að við búum í lýðræðisríki. Fyrir hitt þarf hins vegar ekkert að svara. Verknaðurinn er hreinlega í þágu frelsis í heiminum, bla bla. Göfugur og svona."

Maðurinn:
"Jebb. Viltu meira kaffi?"

Gráu hárin mín eru orðin níu talsins.
Þau eru öll hægra meginn.

Ég er búin að ákveða að mér finnist þetta töff.

Djö er ég töööööff.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Já já, Síminn er með samninga við 11 lönd í Afríku en OgVodafone 10.
Í Afríku eru tugir landa.

Eþíópía, Súdan og annað skemmtilegt er ekki á blaði hjá símafyrirtækjunum.

Ka er ´etta. Á mar ekkert að geta blaðrað í íslenska númerið sitt frá útlandinu?

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ansi heppilegt að ég nennti aldrei að ganga almennilega frá dótinu mínu eftir seinustu ferð. Gekk að þessu öllu vísu uppi í risi hjá mútter og fater. Ó, ó, ó.

Þarna var snyrtitaskan, jafnskítug og áður. Seðlar frá Laos í henni, ha ha. Apótekið var fullt af pillum og drasli eftir sýkingasúpu seinasta vetrar.

Látið mig vita ef ykkur langar í bleikar nafnlausar töflur. Eða kannski röndóttar, hvítar og bláar. Jafnvel ljósgráa hlunka og einnig litlar karrýgular töflur. Engar innihaldslýsingar fylgja með - það verður bara að nota hugmyndaflugið.

Einnig á ég á lager litla flösku með einhverju furðulegu fljótandi lyfi sem ég get ekki með nokkru móti munað hvað er. Á sama stað fást augndropar sem áttu held ég örugglega að vinna gegn augnsýkingu.

Ný og ítarleg skýrsla um fátækt og leiðir til að berjast gegn henni var lögð fyrir Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær. Þar segir að lausnirnar til að minnka sára fátækt í heiminum séu fyrir hendi og að kostnaðurinn "sé í fyrsta sinn ekki meiri en svo að hann sé fyllilega viðráðanlegur. Allt sem til þarf sé að hefjast handa."

Bent er á að á næsta áratug sé hægt að tryggja að yfir 500 milljónir manna losni úr viðjum fátæktarinnar. Sagt er að tugir milljóna manna komist hjá því að deyja ótímabærum dauðdaga standi auðug ríki við loforð sem gefin voru árið 2000 um stóraukna þróunaraðstoð.

Ég endurtek, allt sem til þarf er að hefjast handa.

Í dag keypti ég malaríulyf fyrir 3000 krónur.

Í dag munu hins vegar 3000 börn deyja af völdum malaríu.



mánudagur, janúar 17, 2005

Já, ég er að fara einhvern tímann í næstu viku.
Nei, ég er ekki enn búin að drullast til að kaupa flugmiða.
Já, ég er hætt að vinna.
Nei, ég er ekki búin að endurheimta passann frá eþíópíska sendiráðinu í Svíþjóð en skilst að hann sé á leiðinni.
Nei, ég mundi ekki eftir því að mæta í tímann sem ég hafði pantað til að láta endurnýja taugaveikisprautuna og drekka bragðvondan kólerudrykk. Góður Sigga.
Já, litla frænka mín er eins árs í dag.
Já, önnur lítil frænka er viku gömul síðan í gær.

Jebbs, ég er í gúddi fíling.


sunnudagur, janúar 16, 2005

Til hvers að djamma rétt fram undir miðja nótt þegar maður getur djammað til klukkan hálf ellefu?

Sextán og hálfur tími af skralli gærkvöld, nótt og morgun. Hugsanlega persónulegt met í tjútti. Sextán og hálfur tími, ja há.

Heitapottur með klaka, balletspor, gítarspil, gaul, byltur í snjó, leikfimiæfingar, drykkjuleikir og álpappírbúningahönnun gætu tengst baugunum undir augunum í dag.

föstudagur, janúar 14, 2005

Hver framleiðir ostaskera sem gera allt nema að skera ost?
Osturinn verður bara að einhverjum ólögulegum flygsum og oststykkið lítur eftir aðfarirnar út eins og það hafi lent í sýru.

Ostskurðarmaðurinn blóðugur með flygsurnar á diski.
Ég er mjög góð í að slasa mig við að skera ost.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Fyrir rétt tæpu ári tók ég viðtal við manninn sem er framan á Fréttablaðinu í dag. Þetta er Vilhjálmur Jónsson, tíu barna faðir á Indlandi - mjög athyglisverður svo ekki sé meira sagt.

Villi býr á Suður-Indlandi og hefur tekið að sér uppbyggingu í þorpi sem varð illa úti í flóðbylgjunni. Hægt er að styrkja hjálparstarfið - sjá greinina í Fréttablaðinu.

Seinasti vinnudagurinn í dag.

Það er gaman að vera í starfi þar sem maður lærir eitthvað nýtt. Mæli með vinnu á sambýlum fyrir þroskahefta. Það vantar fólk á staðinn þar sem ég er að hætta. Maður veit meira í dag en í gær og miklu meira eftir eina viku.

Brottför hugsuð eftir rúma viku eða eina og hálfa. Í mesta lagi tvær.
Destination: Eþíópía.

Asía eða Afríka?
Tók skyndiákvörðun á mánudagsmorgun, hljóp með passann minn út á pósthús og sendi til Svíþjóðar. Skil ekkert í því að Eþíópíubúar sjá ekki hag sinn í því að reka sendiráð á Íslandi en planti því í Svíþjóð. Af öllum stöðum. Ég á von á að fá passann sendan til baka með vegabréfsárituninni í byrjun næstu viku. Ef ég er heppin. Annars fékk ég það reyndar á tilfinninguna að ég myndi aldrei sjá hann aftur þar sem ég stakk honum í umslagið, ha ha.

Verkefni morgundagsins verður að panta flugmiða. Til hvers að stressa sig, segi ég nú bara?

Fa la la.

Britney Spears horfði þokkafull í augun á mér í gær. Hún var í þröngum flugfreyjubúning og leit á mig eins og hún þráði ekkert annað en að vippa sér upp í rúm með mér. Og kannski spyrja hvort ég vildi kaffi eða te.

Britney sveik mig síðan fyrir karlmann í flugvélinni. Hún lokkaði hann með sér með girndarlegu augnaráði og drekkti honum í kossi. Næst sá ég þukl og káf og óræð augnaráð. Maðurinn breyttist skyndilega í annan mann. Karlmaður sást koma út af klósettinu hálf dasaður en glottandi og með lausan buxnastreng. Hvað gerðist á klósettinu?

Britney breyttist nú í mótorhjólagellu og búningurinn var jafnvel enn þrengri en áður. Britney þeyttist um á mótorhjólinu og aftur breyttist útlitið. Fötin jafnvel meira æsandi en áður - Britney nú orðin "toxic". Vafði örmum sínum um karlmann - þeir liggja allir kylliflatir fyrir henni - kyssti hann og gaf honum "toxic" dropa.

Hún Britney er svo gott fordæmi. Vinsælust í hópnum 8-12 ára.
Latibær, mæ es, þegar við höfum Britney.



þriðjudagur, janúar 11, 2005

Um 10% þeirra um 85.000 íbúa írösku borgarinnar Fallujah, sem flúðu heimili sín eftir að árásir Bandaríkjahers á borgina hófust í nóvember í fyrra, hafa ákveðið að flytjast þangað aftur eftir að hafa snúið til borgarinnar til þess að skoða heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrði frá þessu í dag.

Vel gert, maður.
Asskoti náðum við að sýna staðfestu okkar vel þarna.


Kona í baði og AB-mjólk.

Ég sé ekki alveg samhengið.

mánudagur, janúar 10, 2005

Sko bara, Skagamenn aldrei verið fleiri. Orðnir yfir 5600, er sagt í fréttunum.

Stundum finnst mér eins og það gæti verið heil öld síðan ég flutti af Skaga.
Samt eru bara fjögur, fimm ár.


Það er einhver alveg sérstök tilfinning sem fylgir því að systkini manns eignist börn.

Tvær litlar frænkur.
Tvöföld ánægja.

sunnudagur, janúar 09, 2005

Ég er búin að eignast nýtt frændsystkin.
Ég er búin að eignast nýtt frændsystkin.
Ég er búin að eignast nýtt frændsystkin.
Ég er búin að eignast nýtt frændsystkin.
Ég er búin að eignast nýtt frændsystkin.

Eiríkur og Bryndís eignuðust stúlku í morgun. Allt gekk vel.

Ó svo gaman, svo gaman.

laugardagur, janúar 08, 2005

"Er ´etta ekki dýrt?"

Nei, nei.
Flugmiði frá London til Eþíópíu og til baka kostar uþb. 55.000 kall.
Flugmiði til Indlands, báðar leiðir, 65.000.

Uppihald ódýrt.

Ef maður étur fyrir tuttugu kall og prúttar um nokkrar krónur og gengur kílómetra niður götuna til að finna frekar gistiheimilið þar sem nóttin kostar þrjá dollara en ekki fjóra, þá segir sig sjálft að veskið meikar þetta fínt.

Sá sem á 200.000 kall getur vel farið til Indlands og verið í þrjá mánuði.
Hvað kostar sjónvarp og heimabíókerfi?

Að fara á fjarlægar slóðir er ekkert flókið. Það er ekkert dýrt og það er ekki ýkja erfitt. Maður þarf bara að vilja fara.

Ég gæti átt bíl og fínan sófa núna, örugglega þvottavél líka, heimabíó og kannski íbúð. En ég á ekkert af þessu. Þess vegna er ekkert erfitt fyrir mig að fara út. Af hverju ætti það að vera nokkuð mál?

Ég hef ekkert á raðgreiðslum og engar mánaðarlegar greiðslur nema sjúkdómatryggingu og leigu. Leigu borga ég náttúrlega ekki þegar ég er úti. Svo er ég líka barnlaus, þótt ég eigi flottan bangsa, og á hvorki hund né kött.

Margir hafa engan áhuga á að fara í einhverjar ævintýraflippferðir og það er bara fínt. Maður verður að fá að velja hvað maður vill.

Þeir sem vilja hins vegar fara ættu að reyna að drífa sig.
Af hverju ekki?




föstudagur, janúar 07, 2005

Jóhanna Kristjónsdóttir ræddi við vinkonu sína í Írak nokkrum dögum áður en innrásin 2003 hófst (Arabíukonur). Hún var að gera neðanjarðarbyrgi:

"Það má reyna að verja sig. Við eigum engin vopn. En við förumst auðvitað og Bush er nokk sama um það. Hann er með Saddam Hussein eins og æxli við heilann. Við vitum að við bíðum ósigur því að hvað getum við? Við höfum búið við viðskiptaþvinganir og pínu árum saman. Svo leyfir einhver karl sem vill stjórna heiminum sér að segja að við dundum okkur við að búa til gereyðingarvopn milli þess sem við eigrum um og leitum í rusli að einhverju ætilegu."

Jóhanna segir að Bosra vinkona hennar hafi ekki verið á því að þetta stríð yrði slík himnasending sem Bush var sannfærður um. Bosra þekkti ekki neinn í Írak sem trúði því. Hún staðhæfði að þetta yrði til að þjappa Írökum saman gegn Bandaríkjamönnum.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Tíminn líður.
Ég ætla til útlanda.
Einhvern tímann í janúar.
Búin að segja upp vinnunni frá og með föstudegi í næstu viku.

Hvert skal haldið?
Mið- og Austur Afríka toga í.

Afríka já.
Eþíópía hljómaði fínt sem fyrsti áfangastaður. Alltaf langað til landsins á bak við Hjálpum þeim og svo er það líka nágrannaríki Súdan, Sómalíu og Kenýa.

Svo reið flóðbylgjan yfir.
Á næturvakt milli jóla og nýárs tékkaði ég - ó já, rétt bara svona að gamni - á flugferðum til Indlands. Hugurinn einhvern veginn allur í Asíu.

Á nýju ári varð gamanið að alvöru.
Ætti ég kannski að byrja á Indlandi og fara svo yfir til Sri Lanka?
Hef heimamenn að hitta þarna.
En þá er minni tími eftir í Afríkuríkjunum.
Ég þykist ætla að eyða sumrinu í íslensku sælunni.

Ja há.
Niðurstaða ekki komin.
Kannski ég fari bara í Bakkafjörð.
Þangað þarf enga vegabréfsáritun.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Tékkið á Jólum í Konukoti í Mogganum í dag. "Viðhorf" á bls 28.
Patrekur á stundum skrýtna daga. Og furðulega aðfangadaga.

Vinir Indlands, sem síðastliðin ár hafa stutt fátæk börn til mennta á Indlandi, standa nú fyrir söfnun vegna hörmunganna við Indlandshaf.

Félagið styrkti yfir 1500 börn til náms síðastliðið ár, en auk þess hafa félagsmenn í Vinum Indlands tekið að sér fósturbörn sem þeir styrkja allt árið um kring. Öll starfsemi félagsins snýst um verkefni í Tamil Nadu, en það er það hérað á Indlandi sem varð verst úti í þessum hörmungum.

Vinir Indlands hafa starfað með Húmanistahreyfingunni í Tamil Nadu, en hún telur mörg þúsund sjálfboðaliða sem hafa unnið öflugt starf við uppbyggingu og menntun. Þessir sjálfboðaliðar hafa síðustu daga unnið að björgun og við neyðaraðstoð eftir því sem þeim er unnt en vantar sárlega fjármagn vegna ýmiss tilfallandi kostnaðar.

Margir eiga um sárt að binda í Tamil Nadu og hafa misst fjölskyldu, ættingja og vini auk heimilis. Þetta fólk var fátækt fyrir og þó nú sé að byrja að berast neyðaraðstoð í formi vatns og grjóna þarf að gera betur ef duga skal. Flesta á flóðasvæðunum vantar húsaskjól, áhöld til eldamennsku, klæðnað og ýmsar aðrar nauðþurftir.

Vinir Indlands hafa í samráði við indverska sjálfboðaliða ákveðið að taka þátt í að reisa miðstöðvar í nokkrum þorpum meðfram strönd Tamil Nadu, þ.á.m. Kovalam og Kalpakkam skammt fyrir sunnan Madras. Í miðstöðvunum verður hægt að sækja neyðaraðstoð og stuðning, auk þess sem hún á að þjóna sem skýli fyrir börn og mæður þeirra.

Félagið hvetur félaga, velunnara og alla þá sem lagt geta málefninu lið að leggja inn á reikning félagsins.

Söfnunarreikningur Vina Indlands er: 0582 26 6030
Kennitala: 440900-2750

---

Sjálfboðaliðarnir hafa oftar en ekki sjálfir úr mjög litlu að moða. Samt reyna þeir að hjálpa til í kringum sig.

Námsstöðin sem við söfnuðum fyrir hér á vefsíðunni er í héraðinu Tamil Nadu. Hún er um tvo tíma inn í landið frá ströndinni. Þar eru allir heilir á húfi en aðrir sjálfboðaliðar sem fólkið hefur unnið með lentu illa í flóðbylgjunni.

mánudagur, janúar 03, 2005



Bensínstöð í Kambódíu. Gosdósir og bensín hlið við hlið. Bara eins og á Select.
Ætli það hafi verið ólögmætt samráð þarna?


Mysingur með vanillubragði.
Hverjum dettur svoleiðis í hug?

Kannski þessi sem fattaði upp á lýsi með myntubragði.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Þversögn ársins

Þversögn ársins er einföld en afdrifarík. Hún er sú að berja sér á brjóst, æða fram og drepa fólk í „fyrirbyggjandi aðgerðum“. Hún er sú að fella fólk í nafni mannúðar. Hvernig geta stríðsaðgerðir verið fyrirbyggjandi? Elur ekki ófriður af sér meiri ófrið?

Þversögn ársins er sú að álykta að stríðsaðgerðir í Írak skilji heimsbyggðina eftir betri en áður.

Mistök ársins

Mistök ársins fara til forsætis- og utanríkisráðherra. Félagarnir þverskallast við að viðurkenna að stuðningur Íslands við drápin í Írak hafi verið rangur. Hví skyldum við styðja stríðsaðgerðir og blóðsúthellingar?

Ráðist var inn í Írak á fölskum forsendum. Engin gjöreyðingarvopn hafa fundist og í landinu ríkir óöld. Ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina var ólýðræðisleg. Ekkert af þessu viðurkenna Halldór Ásgrímsson og Davíð Odsson - jafnvel þótt þeir viti betur.

Þetta voru mistök ársins. Halldór og Davíð hefðu átt að vera menn í annað.