mánudagur, mars 31, 2008

Hér er grein eftir mig á vef Rauða krossins.

Stúlkur mínar, bendi ykkur sérstaklega á þetta félagsvinaverkefni - og sum sé að þið sjálfar getið skráð ykkur.

Eiturskörp rannsóknarblaðamennska mín hefur leitt í ljós að ég er í hátískuborg.
Þetta “Gúggí” er nefnilega allt staðar.

Og bræður þess og systur: Prada og Dolce&Gabbana og Versace og fleiri fín merki sem mér finnst ég núna vera farin að þekkja svo vel að það er eins og þau séu í fjölskyldunni.

Engar áhyggjur þó, ég er ekki að fara að kaupa mér tugþúsunda króna sólgleraugu eða skó á fimm ára raðgreiðslum.

Ég verð áfram þessi gamli góði Villi þegar ég kem heim.

sunnudagur, mars 30, 2008

Þegar grilllyktin barst inn um eldhúsgluggann með kvöldsólinni og fólk sýslaði úti og borðaði ís og við sjálfar undirbjuggum matarboð helgarinnar, komumst við allt í einu í sumarfíling. Svona yndislegan íslenskan sumarfíling sem fær mann til að langa til að vaka alla nóttina og vona að stundin taki aldrei enda.

Og þá var ekki annað að gera en að skella Eyjalögunum á fóninn.
Opna bjórinn og syngja um brekkur sem dátt er sungið í og meyjar sem vita hvað ég meina.

Taka fram gítarinn.
Og enda með fagra viskírödd um það leiti sem seinustu gestirnir kvöddu.

föstudagur, mars 28, 2008

Já, takk, ég skal alveg vakna á morgnanna og fara í pils og sandala og skella mér út á markaðinn og fá mér macchiato.

fimmtudagur, mars 27, 2008

Annað hvort fór ég á heldur undarleg kaffihús í dag með tölvuna mína eða þá að það er einfaldlega eðlilegt í þessu hverfi í Mílanó að vera örlítið sósaður með hvítvínsglas um miðjan dag.

miðvikudagur, mars 26, 2008

Ég var svona eiginlega allt í einu komin til Ítalíu frá Mexíkó.
Og raunar allt í einu komin til Sviss frá Ítalíu.
En hafði, umm... allavega á einhverjum tímapunkti... ætlað að vera í Mexíkó um páskana.

Sökum þessa var ég dálítið rugluð í því hvaða tungumál ég var að reyna að tala um helgina og hvort ég var undan eða á eftir Íslandi í tíma.

En páskarnir voru stórkostlegir.

Ma-hagnaðir.

Ég veit ekki hvort það var sæti bærinn Wetzikon sem gerði það að verkum, eða Zurich sjálf, eða snjórinn, eða fjöllin, eða súkkulaðið, eða útsýnið í lestinni á leiðinni frá Mílanó, eða teiknitíminn með verðandi aðaltískuhönnuði Gigny Limited, eða spilamennskan, eða allur stórkostlegi maturinn sem gestgjafar okkar báru endalaust á borð.

En það var allavega pottþétt félagsskapurinn sem gerði hátíðina að því sem hún var. Við vorum sex Íslendingar - og já, við fengum egg frá Nóa-Síríus, ha ha ha.

Þessi ferð stefnir hraðbyri í að verða heimsóknarferð dauðans.

Sem felst sum sé í því að ég mæti á svæðið og krassa hjá vinum eða vinum og ættingjum þeirra út um víðan völl. Og spara mér þannig gistingu og hef aðgang að eldhúsi – og jú jú læt fólk vitanlega elda ofan í mig...

Góður díll?
Tjah!

Mér telst til að ég sé núna búin að gera þetta einum átta sinnum í þessari ferð.
Óheimsóttir vinir eru vinsamlega beðnir um að fara að vara sig.

Su casa e mi casa, ha ha ha.

Nei, börnin mín góð, það verður sko mi casa e su casa og ekkert rugl, þegar ég fæ blessaða Barmahlíðina afhenda í lok maí. Þar mun fólk alltaf mega gista og þar verður alltaf heitt á könnunni, ó já. Dúddamía, hvað ég hlakka til að fá fólk í heimsókn og bjóða í mat.

Núna erum við annars komnar aftur til Ítalíu. Zurich er ekki nema rúma fjóra tíma frá Mílanó. Og í Sviss var ákveðin gönguferð í svissnesku Ölpunum um sumar eða haust.

Ég er þessi fit útvistartýpa sko.

föstudagur, mars 21, 2008

Destination: Switzerland.

Heimsækja frænku Signýjar yfir hátíðirnar.
Hafa það næs.
Eikkva svona.

Tökum lest í fyrró.

Gleðilega páska!

fimmtudagur, mars 20, 2008

Einhvern veginn tókst okkur að halda að allt yrði lokað á skírdag og föstudaginn langa og skella okkur því út í búð og kaupa hálfan lagerinn svona in case sko og rogast heim með 20 lítra af drykkjum og vera síðan svo dasaðar eftir burðinn að auðvitað urðum við að opna eina hvítvínsflöskuna, já og síðan systur hennar líka, og svo blöðruðum við og blöðruðum og hlógum og hlógum - og nokkrum kokkteilum síðar, danssporum og áhrifamiklum ræðum um fordóma og einfaldanir (þar sem þrír Ítalar virtust vera farnir að iðrast allverulega að hafa alhæft í eyru æstu íslensku kvennanna um "Latin people" sem er sko allt afar líkt innbyrðis og í raun frekar "óæskilegt" fólk, tjah þótt við séum að tala um milljónir og fleiri milljónir manna í fjölda ólíkra landa) ja, þá var klukkan allt í einu orðin sex...

miðvikudagur, mars 19, 2008

Þremur flugferðum...
þremur rútuferðum...
mörgum löngum biðröðum (þar á meðal einni í vegabréfsskoðuninni New York sem slagaði vel í hálfan kílómetra, meeeeeen)...
einum hádegismat með Fahim í London...
einum bjór með elsku Elaine sem kom spes frá Norwich til London
og 37 klukkustundum síðar á stanslausri vöku

... steig hún út úr rútu í Mílanó og datt í faðm fröken Mílanó: Signýjar Gunnarsdóttur.

Sveittari en sveittasti Hlöllabátur, með tíkkandi táfýlusprengju í úldnum íþróttaskónum. Sum sé fröken Mexíkó, ekki fröken Mílanó...

Iss, til hvers að taka úr sér linsurnar eftir 12 tíma eins og leiðbeiningarnar segja til um þegar hægt er að hafa þær í glyrnunum í nærri 40 tíma og fá flott Frankenstein-lúkk?

Ha ha ha.

Frankenstein var á endanum orðinn svo ruglaður á því hvar hann var eiginlega staddur að hann skildi um stund ekkert í því af hverju hann gat ekki borgað með pundum á Ítalíu. Enda fór hann að heiman í Mexíkó klukkan sjö á mánudagsmorgni og lagðist til svefns klukkan tvö aðfararnótt miðvikudags í Mílanó.

Svefn, sturta, croissant, hráskinka og macchiato redduðu hins vegar deginum í dag!

"Bandaríkjadalur er í 80 krónum, evran í 125,80 krónum og pundið í 159,60 krónum."

Spurning um að fara að draga fram dollarana sem ég keypti um árið á genginu 70 en notaði síðan aldrei því dollarinn fór nánast vikuna eftir niður fyrir 60... ha ha ha.

Umm, nema að núna er ég komin á Evrusvæði.
Rugl.

mánudagur, mars 17, 2008

Nunaa er eg buin ad vera manud i Mexiko, tho thad hafi reyndar lidid meira eins og vika eda tvaer. Magnadur stadur, mognud ferd.

Eg aetladi ad framlengja dvolina og vera her thangad til eg hitti mutter i Barcelona i byrjun april. Umm, gat thad hins vegar ekki.

Think fast, think fast.
Eg er komin i ferdagirinn.

Signy min, ma eg koma i heimsokn yfir paskana?

Ju ju.

Thad er tha akvedid - eg verd i Milano fra og med thridjudagskvoldi.

Hid nyja plan er eftirfarandi:
Fra Mexiko til Milano.
Thadan eitthvert og thadan til Spanar.

En i millitidinni, a milli Mexiko og Italiu, samt ad hitta i London Fahim bekkjarfelaga minn fra Afghanistan i 12 tima undarlegu stoppi i borginni...

Og reyna ad gleyma theirri steiktu stadreynd ad a morgun mun eg i thridja skipti a fjorum manudum millilenda i New York.

Ha ha, thetta er farid ad minna a Boston-Ohio-Boston-Island i 40 klukkustundir-Spann-London-Kenya-Sudan-Kenya-London-Island ferdalagid um arid.
Svona ferdalag sem meikar ekki alveg sens... HA HA HA HA.

Iss, thannig ferdalag eru thau bestu.

laugardagur, mars 15, 2008

Hvad gerir madur thegar American Airlines er thrjoskara en mannygt naut og neitar ad leyfa manni ad breyta flugmidanum fyrir minna en 85.000 kronur?

????

Jebbs.

Undarlegt.

Allavega, tha fer madur bara i stadinn med rutu til Mexico borgar til fundar vid islenska forsetann.

Tho ekki til ad hella ur skalum reidi sinnar vegna flugfelagsskandalsins.
Meira svona til ad vita hvernig opinbera heimsoknin gengur.

Sja Moggann i dag.

Skemmtilegt fra thvi ad segja ad eg fer i mina fyrstu opinberu heimsokn til vina minna i Mexiko a sama tima og forsetaembaettid skipuleggur sina fyrstu opinberu heimsokn til landsins. Tilviljun??? Varla...

Einhvern timann mun eg skrifa soguna af thvi thegar eg uppskar godlatlegan thu-ert-eitthvad-skrytin-hlatur thegar eg rafadi um haskolasvaedi i borginni og leitadi ad forsetanum minum (no, really, I mean it, I am looking for my president...), gleymdi pressupassanum minum og lenti i thungbunum oryggisvordum, umm... var ekki med nein nafnspjold, var snarad af hjalpfusum Islendingum inn i fineris mottoku med elitunni, og endadi sidan fost i umferd med hluta af islensku vidskiptasendinefndinni.

Nuna er eg hins vegar farin ut i solina.
Yfir og ut.

föstudagur, mars 14, 2008

I gaer kom eg i staersta bakari sem eg hef augum litid.

Havisindaleg athugun leiddi i ljos ad thaer vaeru ad minnsta kosti 300 tegundir af bakkelsi til solu.

Ekki syndist mer thetta bakari tho vera i eigu erlendrar verslunarkedju.

Hvi segi eg thad?
Tjah, kannski thvi bandariski risinn Wal-Mart er langstaersta verslunarkedja Mexiko.

Og kannski svona af thvi ad Coke og Nestle eru ekki a odru hverju gotuhorni herna heldur nanast i hverju husi. Og Mc Donalds og Burger King eru aldrei langt fra.

Hvada rugl er thad annars ad hvert sem madur fer i thessum heimi eru alltaf Coca Cola og Nescafe alls stadar? Thetta fer ad haetta ad verda fyndid. Nytt land, ny menning, voda spenno - en neeeei, drekktu Coke eda instant Nescafe eda deydu.

Og svona fyrst vid erum byrjud a thessu: Hvad i oskopunum a thad ad fyrirstilla ad i landi eftir landi thar sem folk nota bene er ekki nordur-Evropubua-hvitt-a-horund, eru alltaf hvitar fyrirsaetur a ollum auglysingaskiltum og timaritum??

Amm.

Thad er eitthvad svo gott ad muna svona inn a milli hvad Island er litid land.

Mexikoborg ein og ser er 60 sinnum staerri en oll islenska thjodin.

fimmtudagur, mars 13, 2008

Schumacher - okei Bjossi a mjolkurbilnum - hefur eeeeekkert i Jonsdotturina.

Rosanne er ekki med bilprof.
Fernando ekki heldur.

"Well, Sigga, I suppose you´ve gotta do it then."

Thad kom sem se i hlut Islendingsins ad aka i vettvangsferd dagsins.
Ur borg med 6 akgreinum, ut i sveit.
A svartri bjollu.

Ha ha ha.

Rosanne er svo havaxin ad hun sat kengbogin aftur i.
Bjossi sjalfur sat med framruduna nanast i fanginu.

A leidinni var sungid. Til ad baeta fyrir songlausar aeskuminningar Rosanne.
"Well, me and my sister were never really allowed to sing in the car because then my dad couldn´t concentrate on driving..."

En Bjossi?
Hann leyfir nu aldeilis ad sungid se hastofum i bilnum hans.
Enda er hann bara thessi songglada typa.
Svo er stal og hnifur lika merki hans, merki bjollubilstjora.

Spurning dagsins var sett fram i tilefni thess ad offita er gridarlegt vandamal i Mexiko.

Thjodin stefnir hradbyri i ad verda jafnfeit og su bandariska.
Eitthvad um 60% eru vel yfir kjorthyngd eda eiga vid offituvandamal ad strida.

Og hvergi er drukkid meira kok i heimi en i Mexiko, ef undanskilin eru Bandarikin.

Skal i botn.

mánudagur, mars 10, 2008

Spurning dagsins er - og hún er hávísindaleg og krefst svara:

Hvort sjáið þið fyrir ykkur magurt eða feitt fólk þegar þið hugsið um Mexíkóa? Eða með öðrum orðum: Hvernig líta Mexíkóbúar út?!!


Hvaða drykkur er búinn til úr grænblárri plöntu sem líkist risavöxnum ananas?

Plöntu sem tekur átta ár að rækta og getur vegið yfir 200 kíló?

Plöntu sem þarf eftir týnslu að baka í nákvæmlega 38 klukkustundir?

Tequila, börnin góð, teguila!


Sullið sem við drekkum heima og nota bene sem eina leiðin til að koma niður er í vinahópi með sítrónu og salti - það er bara rusl... Fernando þreytist ekki á að benda á það, ha ha ha. Jú, sjáið, drykkurinn á að vera 100% úr agave plöntunni en ekki bara 51% (sjá mynd af agave að ofan, nema að á henni er "ananasinn" sjálfur í miðjunni ekki almennilega byrjaður að vaxa). Og umræddum Mexíkóa finnst raunar afar ruddalegt að slamma drykkinn, ussu suss...

Nei, hérna meginn er sötrað á tequila eins og gæða koníaki, enda drykkurinn ekki glær heldur karamellulitaður eftir að hafa legið í eðaleikartunnu.

Fínasta tequilað er síðan dökkbrúnt og hefur legið í tunnunum blessuðu í mörg ár.

Einu sinni ætlaði ég að stúdera rauðvín og hvítvín því það væri svo fullorðins og kúltíverað og svo fín fræði á bak við - neibbs núna ætla ég frekar að verða Tequila-konan.

Þegar ég sat á fallegum, útskornum svölum í gömlu húsi og horfði á fallega, útskorna kirkju á enn fallegra torgi, og þegar gítartónlistin hljómaði yfir bæinn og blágrænar hlíðarnar í kring glóðu í sólinni, og langþráði macchiato kaffibollinn minn sigldi á borðið - tjah, þá var þetta bara eitt af þessum fullkomnu andartökum.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Skoða Moggann í dag, á morgun og laugardag börnin góð.
Fröken Mexíkó skrifar um Líberíu, Kongó og Súdan í tilefni Fiðrildaviku UNIFEM.

„Þegar tveir fílar berjast skaðast grasið“ í blaðinu í dag. Sum se Sudan.
Liberia a morgun og Kongo a laugardag.

Ef mér skjátlast ekki á ég líka pistil aftan á 24 stundum í dag.

Eikkva svona.

Annars er stulkan a leid i pilagrimsferd til baejarins Tequila.

Á endanum komust við á ströndina.

Eða kannski í Paradís.

Í Paradís er hvítur sandur, blár himinn, stórfenglegir klettar, volgur sjór og dökkgrænir kaktusar.

sunnudagur, mars 02, 2008

Amm.

Vek athygli a Fidrildaviku UNIFEM sem er ad hefjast.

Endilega stydjid godan malstad.

laugardagur, mars 01, 2008

A ollum theim heimilum sem eg hef komid inn a hingad til i Mexiko hef eg fundid heimspekibaekur. Thad thykir mer stormerkilegt.

Mer thykir lika stormerkilegt hvernig plonin eru fljotandi, hvernig timasetningar skipta ekki mali, hvernig fraenkur dukka allt i einu upp eda vid erum a leidinni til einhverra braedra sem eru sidan ekki braedur heldur fraendur og hvernig maturinn sem eg helt ad vid vaerum ad fara ad borda kemur sidan seint eda kannski bara ekki.

I gaer vorum vid til daemis a leidinni a strondina, eg, Rosanne og Fernando en a seinustu stundu vorum vid allt i einu a leid til vinafolks i naeststaerstu borginni i Mexiko til ad reyna ad fa einhvern bil lanadan og mogulega hus vid strondina og taka kannski eitthvert fraendfolk med. Og allt einu vorum vid samt komin ut a dansgolf a arty-stad sem laetur Sirkur lita ut eins og Thorvaldsen, thar sem DJ-inn benti okkur vinsamlega a ad haetta thessu salsarofli thar sem a stadnum vaeri einfaldlega ogo hipp og kul sigaunathema i gangi. Salurinn trylltist og folk hoppadi upp um alla veggi. Ha ha, eg endadi med bloduga ta eftir fjorid og Rosanne med slitin laervodva. Hressandi.

Aetti eg sidan ad nefna undarlegu samraedurnar vid mallausa manninn med hattinn eda vin fraenda Fernando eda gud ma vita hvernig their eru tengdir, sem keyrir aldrei betur ad eigin sogn en adeins i glasi??

Eg held ad eg se ad fara a strondina i dag, en vedbankarnir eru tho sidur en svo vissir...

Thegar eg var litil fannst mer stormerkilegt ad einhver aetti afmaeli 29. februar.

Og ju, ju, i ar var hlauparsdagur.
Og Fernando a einmitt afmaeli 29. februar.
Og i ar var komid ad thritugsafmaelinu.

Thegar vid i byrjun vikunnar byrjudum ad plana afmaelisparty sagdi eg med glampa i auga ad thad yrdi sko geggjad ad taka thatt i hlaupaarsdagsafmaeli.

- Ha? sagdi hann.
- Ja, sagdi eg.
- Ja, en eg held sko upp a thad 28. februar.
- Ha? en i ar geturdu haldid thad 29! Ma eg minna thig a hlauparid?
- Nei, nei, iss eg er ordinn svo vanur thvi ad halda alltaf upp a afmaelid mitt thann 28. thannig ad vid gerum thad bara tha!

Ha ha ha. Annars er thad af afmaelinu thann 28. februar ad fretta ad brennivin og hardfiskur rann ljuflega ofan i lidid. Og nei, thad var ekki eg sem bar abyrgd a theim fodurlandssvikum ad setja chilli og lime a blessadan fiskinn.