miðvikudagur, október 31, 2007

Hvítur sandur, eyja, pálmatré, sól, strönd, já takk.

Og lítil frændsystkin.
Og foreldrar þeirra.

Einmitt það sem stúlkan þurfti.

sunnudagur, október 28, 2007

Kannski mun ég minnast þessa hausts sem þess undarlegasta sem ég hef upplifað.

Vonandi kannski bara, því þá verða önnur haust væntanlega ekki svona undarleg.

Fátt er svo með öllu illt.

Þar með er stúlkan farin til Bandaríkjanna.

föstudagur, október 26, 2007

sagridurv@mbl.is, segridurv@mbl.is, sigridurv@mbl.is

Ha ha, better to be save than sorry og prófa allar útgáfur af netfanginu mínu.
Fékk þennan tölvupóst frá Ítalíu áðan.

Segridur er annars bara í ágætis fíling á leið í sumarbústað í Húsafelli.

miðvikudagur, október 24, 2007

Í bankaútibúi áðan var ég kölluð Sigríður Víðir.

Amm.

Bankinn er ekki vinur þinn.

sunnudagur, október 21, 2007

Til að halda upp á að ég ætla að vera freelance í einhverja mánuði bókaði ég eftirfarandi ferð, fyrir hluta af ágóða vinnutarnarinnar í sept og okt:

Keflavík - Orlando 29. okt
Sarasota (4 klst frá Orlando) - New Orleans 4. nóv
New Orleans - New York 8. nóv
New York - Keflavík 9. nóv

Jú, lömbin mín, ég ætla að fara til Bandaríkjanna að hitta Steina bró og familínskí, já hann Daníel Tómas litla frænda minn sem ég hef ekki enn séð en fæddist í apríl. Við verðum saman í sumarhúsi á eynni Sanibel við Flórída.

Og eftir að þau fara aftur til Ohio ætla ég að fara til New Orleans og safna efni.
Og vinna úr því efni í ró og næði á Íslandinu góða í nóvember.

Gott plan?
Tjah, það þykir mér.

Af hverju stafar bloggleysi?
Kannski því að konan vinnur of langan vinnudag.
Og enginn tími fyrir blogg í vinnunni.
Svo fara kvöldin í eitthvað allt annað.

En núna hættir konan sko bráðum að stunda of langa vinnudaga.

Því þá ætlar hún að skrifa allar greinarnar sem hana hefur í allan vetur langað að skrifa og gera það heima hjá sér og hafa tíma til að ganga um bæinn um miðjan dag á milli skrifa og hugsa málin og drekka kaffi og skrifa meira og hitta vini síni og fara í göngutúr og hugsa eitthvað spaklegt og skrifa meira og fara út að skokka.

Og stjórna sér sjálf.
Ég á mig sjálf.

Maestro er á leið í allsherjar endurskilgreiningu á því hvað telst eðlilegur vinnudagur.

Maestro veit ekki alveg hvernig átta tímar náðu að verða "stuttur" vinnudagur og það að hætta klukkan fimm undur og stórmerki. Kannski gerðist það við of mikil greinaskrif á ferðalögum, kannski á Mogganum, kannski í Bretlandi.

Skiptir ekki máli.
Núna mun þetta breytast.

Maestro mun að vísu ekki eiga neina peninga.
En það skiptir ekki máli.

Jú sjáiði, Maestro veit að hamingjan felst ekki í peningum.
Fa la la.

laugardagur, október 06, 2007

Að kaupa íbúð?

Þegar stórt er spurt.

Tveggja og hálfs árs gömul frænka mín syngur Villiöndina hárrétta.

Maestro á ekki orð yfir því hvað barnið er tónvisst.

Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta, syngur stúlkan.
Hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.

Vindur sér að því búnu í Ó hve létt er þitt skóhljóð - með tónana alla á hreinu.