fimmtudagur, febrúar 28, 2008

I dag bordadi eg grilladan maisstongul med majonesi, osti og chilli og horfdi yfir fallegt vatn, af fallegri haed, a fallegri eyju.

Og var sidan kynnt fyrir tequila-is.
Og mais-is.
Og osta-is.

???

Athyglisvert.

Tequila-isinn var bestur.

For svo i matarbod thar sem maturinn var framreiddur klukkan ad verda half tolf.

Tjah, athyglisvert!

þriðjudagur, febrúar 26, 2008



Þegar Fernando sagði að við værum á leið út á land í smá helgarferð að tékka á einhverju eldfjalli datt mér ekki í hug...

... að við yrðum sjö manns í banastuði.

... að við ækjum um í dökkbláu rúgbrauði, með Mario við stýrið.

... að við svæfum í húsi sem við hefðum tekið á leigu, með mögnuðu útsýni.

... að í bænum væri kallkerfi á hverju horni, þar sem tilkynningar, auglýsingar, hvað sem er, væri hrópað upp yfir byggðina. Ekki einn, ekki tveir, heldur margir hljóðnemar. Ekki lítill, ekki dágóður, heldur mikill hávaði!

... að upp úr úfnu hrauninu nokkra kílómetra frá skagaði kirkja sem hraunflæðið merkilegt nokk stoppaði við.

... allra síst datt mér kannski í hug að á mánudeginum myndi ég vart geta gengið eftir margra klukkutíma útreiðatúr. Ha, ég hélt að ég væri á leið í fjallgöngu?



Ókei, byrjum hér. Fyrst var að fá sér eitthvað að borða á leiðinni út úr bænum. Chili, anyone?



Spurning um að koma upp svona skrauti í tengslum við nýju Vatnsmýrartillöguna.



Jesús í pilsi.



Bærinn Angahuan þar sem við gistum. Eldfjallið er nokkra kílómetra frá. Það byrjaði óvænt að myndast fyrir 65 árum og gaus síðan í 11 ár. Íbúarnir í Angahuan fóru þó hvergi en lifðu einfaldlega við ösku. Og meiri ösku.




Kreisí túristar við áðurnefnda kirkju. Þekki ég þetta fólk? Tjah.



Svartar quesadillas. Ja, eða svo segir Fernando. Mér sýnist þær nú vera grágrænar. En þær eru úr svörtum maís.

Um að gera að éta eitthvað staðgott fyrir fjallgönguna.



Jæja, núna var allt í einu ákveðið að ganga ekki hina löngu leið að fjallinu, þar sem þræða þarf í kringum hraunbreiðuna - heldur leigja hesta. Hver þremillinn. Kann ég á hesta? Nei. Aaaaassgotinn.



Upphófst nú mikið hoss og læti. Um tíma leit út fyrir að stúlkan myndi fljúga af baki og endurtaka þar með seinustu hestaferð sem farin var fyrir fimm árum eða svo. Sko, það er ástæða fyrir því að ég hef ekki farið á hestbak síðan. Jæja, útsýnið bætti fyrir þetta!



Eftir gresjunni kemur kona, ríðandi hesti á. Hér er stúlkan smám saman farin að ná tökum á Gamla sorrý Grána og hersingin komin að rótum fjallsins. Takið sérstaklega eftir bleika kúrekahattinum en hann beið mín á flugvellinum þegar Fernando kom að ná í mig. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Rosanne komst ég á lífi frá Grána sökum kyngimagnaðs krafts bleika hattsins.

Þá var að klífa upp. Í steikjandi sól. Best að vefja um sig bleika sjalinu til að brenna ekki. Humm, af hverju er ég allt í einu farin að klífa eitthvert fjall með bleika slæðu og fáranlegan bleikan hatt? Jæja.




Sara búin á því. Auðvitað gleymdum við að taka nóg af vatni með okkur.



Jú, jú, upp komumst við. Og sáum ofan í gíginn. Og uppgötvuðum að jörðin þarna er heit og upp úr henni liðast raunar reykur.



Bleiki pardusinn og félagar.



Kúrekinn tæmir skóna sína af sandi eftir að hafa rennt sér niður fjallið.

Skíðað í ösku. Í rósóttum kjól. Smart.

Það tók mun styttri tíma að fljúga niður en að paufast upp.

Þá var bara að bíða eftir harðsperrum morgundagsins og halda heim á leið...

Í dag áskotnaðist mér king size rúm fyrir slikk.

Nógu stórt til að hýsa heilt barnaafmæli, segir í skilaboðum frá eiganda.

Nógu stórt til að hýsa heilt innflutningspartý?
Kona spyr sig.

föstudagur, febrúar 22, 2008

Dasamlegt.

Hvar a eg ad byrja?

Kannski a utskriftarveislunni sem eg var i i gaer? Matur, bjor og tequila flaeddu um fallegan bakgard medan tvaer hljomsveitir heldu uppi og amma gamla sat a stol og brosti tannlausu brosi.

Eda a eg kannski ad byrja a thvi hvad thad var gott ad hitta aftur Fernando og Rosanne? Thau eru vinir minir fra thvi i naminu i Bretlandi. Hann er mexikanskur, hun hollensk og thau bua saman i Morelia.

Eg gaeti lika byrjad a langri rutuferd i rutu sem festist i gvod ma vita hvad langan tima i kreisi umferd i Mexikoborg.

Eda a undarlegu dvolinni New York en thar festist frokenin i heilan solarhring og fekk uthlutad heilum 975 kronum fra American Airlines til ad kaupa ser eitthvad ad borda. Nakvaemlega ekkert a matsedlinum a hotelinu komst hins vegar nalaegt thvi ad kosta svo litid.

Eg gaeti lika byrjad a frabaerri dvol i Norwich en aetli eg byrji ekki bara a thvi ad bregda mer ut i solina med Rosando, eg meina Fernando og Rosanne.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Ég má bara alls ekki vera að þessu, ég er nebbla farin til Mehíkó.
Jíha!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Hversu djúpa gröf er hægt að grafa sér?
Þetta fer að verða óhugnanlegt.

Þegar stúlkan hélt í sakleysi sínu að sápan væri að verða búin voru handritshöfundar einungis að undirbúa nýja seríu í Desperat City, ég meina Law and No Order, nei ég á við Idiots and the City, úps ég meina Reykjavik´s Next Super ModelMajor.

1. serie: REI and Rebellion in The City
2. serie: Old Willy is Back.

Þjóðin horfði undrandi á þriðju seríuna hefjast í Kastljósinu fyrir helgi, eiginlega alveg óforvandis. Ha var ekki komið nóg?!

3. serie: The Unknown City Lawyer And The Greatest PR-scandal in Icelandic History.

Nú, þegar sápuóperur eru komnar almennilega í gang, hvað gerist þá?
Jú, þá er alltaf von á næstu seríu.

Ég bíð spennt eftir þeirri fjórðu.
Shit.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Það held ég að ég sé búin að taka miklum framförum í að hella upp á kaffi með heitu vatni og servéttu, beint í bollann.

Finn ég ekki þrýstikönnuna mína frá Bretlandi? Nei.

Eyðilagði ég mokkakaffikönnuna með því að gleyma henni hálftómri á heitri eldavélinni þangað til hún var orðin eins og tikkandi tímasprengja og við það að springa? Já.

Annars bendi ég á bráðskemmtileg viðtöl við hina eþíópísku Emebet, filippeysku Gwendolyn og kólumbísku Mariu í Mogganum í dag. Sérlega skemmtileg tilviljun að það hafi verið frú servéttukaffi sem tók þau.

Snilldar pistill um bíóið í borginni: Víðsjá í gær, spóla nokkrar mínútur inn í þáttinn, hann er hér.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Jú, sjáið, ritari minn var að bóka eftirfarandi:

American Airlines LONDON STANSTED MON 18FEB
10:15 AM NEW YORK JFK 1:15 PM

American Airlines 2033 NEW YORK JFK MON 18FEB
2:55 PM DALLAS FT WORTH 6:00 PM

(þetta Dallas twist verður að teljast óvenju ruglað, spurning hvort ég hafi ekki bara upp á Sue Ellen)

American Airlines 409 DALLAS FT WORTH MON 18FEB
8:55 PM MEXICO CITY 11:30 PM

Sum sé á leið til Mexíkó jeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiii.

Í Morelia í Mexíkó búa Rosanne og Fernando vinir míni úr skólanum úti. Og þar ætla ég að borða tortillur og sveifla mér í salsa. Og jú jú, á leiðinni út til þeirra kem ég að sjálfsögðu við í cradle of civilisation, sem sé Norwich.

Brottför á laugardag eftir viku.
Heimkoma 17. mars segir flugmiðinn. Eða eikkva svona.

Hvaða fukking rugl er það að á götunum sé bílstjóri eftir bílstjóra sem augljóslega er drullusama um hvort þeir skvetti á gangandi fólk í slyddu?

Og hvaða fuuuuuukking rugl er það að þegar leitað er að fréttamyndum frá Líberíu í ljósmyndagrunnum Reuters og AFP og öllu klabbinu þá komi ekkert nema limlest fólk upp á skjáinn?

- Nei, ég var nú meira svona að spá í mannlífsmyndum.

- Sorrý, venan, fáðu afhoggna fætur eða vannært barn. Eða deyðu.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Viðtalið við yndislegu eþíópísku konuna endaði með því að ég sat og gúffaði í mig dorowat sem ég hef ekki fengið í marga marga marga mánuði.



Spurning um að fara að skella sér aftur til Eþíópíu.
Eða læra að elda svona mat sjálf.
Eða bara detta óvænt inn í matarboð aftur...

mánudagur, febrúar 04, 2008

Hvað þarf marga öryggisverði merkta HILTON SECURITY til að spyrja árshátíðargest sem situr í transi við flygil við bar og leikur hvert meistaraverkið á fætur öðru "hvort hann kunni að spila á píanó"?

Ekki einn og ekki tvo heldur þrjá.

- Ha, já ég er að spila.
- Já, einmitt. En það má ekki glamra á flygilinn, hann gæti vanstillst!

Yfiröryggisvörðurinn er kominn í málið, ha ha ha.
Verður yfirmanni ónefnds dagblaðs fleygt út fyrir óspektir við flygilinn - krefja þau hann um stigsprófsskírteini á píanó? Iss piss, við erum nú bara aðeins að reyna að halda partýinu gangandi eftir að hljómsveitin hætti að spila...

- Það má ekki glamra!

Píanósnillingurinn fær að halda áfram að leika undir vökulu auga öryggisvarðanna.

Sem ég stóð og söng við flygilinn ákvað ég að rifja næstu vikur upp það sem ég sjálf í fyrndinni kunni á píanó.

Sex ára píanónám, eða voru þau sjö, drukknuðu í gelgju og félagsstörfum í framhaldsskóla og svo var ég bara ekki með píanó hjá mér eftir að ég flutti suður og einhvern veginn var bara um svo margt annað að hugsa en eitthvert píanó.

Ég stefni á að taka syrpu á flygilinn á Hilton einhvern tímann undir vorið. Strax farin að pússa hælaskóna.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina, ég fékk íbúðina - og já, ég fékk íbúðina vúúúúú húúúú!