föstudagur, október 31, 2003

Tveggja daga kameldyra safari ad baki. Sofid undir stjornubjortum eydimerkurhimni med kameldyrum, geit og indverskri storfjolskyldu. Magnad.

Sveitt i meira lagi, skitug upp fyrir haus og buxurnar serlega blettottar. Verd ad fara i sturtu!!!

miðvikudagur, október 29, 2003

Mer segir svo hugur um ad eg eigi kjallaragrein i DV i dag. Journalist Jonsdottir raedir framtid islenskrar matargerdar. Hvad er ad verda um gamla goda heimilismatinn?! O vei, o vei... thad er ljost ad solthurrkadir tomatar hafa steypt Valstomatsosunni af stoli, pesto unnid gamla goda Paxo raspid og hummus, gradaostur, furuhnetur og annad aegilega nytiskulegt og flott, tekid Smjorva i bakarid. Min kynslod tekur ekki slatur, heldur pantar pitsu og bordar kvoldmatinn a hlaupum. Sjalf er eg ordin fjarskalega god i ad lesa baedi Moggann og hlusta a kvoldfrettir, medan eg slafra i mig orbylgjumatnum.

Allt annars gott ur Fjarskanistan. Kaup dagsins voru oneitanlega risa stor ananas, kilo af bonunum, atta epli og staerdar papaya avoxtur a einungis 150 islenskar kronur. Sena dagsins: Frokenin stigur ofan i ferskan kuaskit. Heilagur skitur, haldid ad thad se nu. Hitastig dagsins: Hatt!! 35-40 gradur? Handthvottur dagsins: Blessadar buxurnar thvegnar.

Vard vor vid helling af draugum i nott i fimm hundrud ara gamla herberginu minu - en held mig hafi dreymt tha alla.

þriðjudagur, október 28, 2003

Verd ad baeta thvi vid ad i gaer stangadi mig stor og feit belja. Likadi ekki vid thessa mussuklaeddu konu i thessum ljotu, vidu buxum og gerdi ser litid til og slengdi hofdinu beint i rassinn a henni. Ai!

Eg sagdi kunni ad fara i rassgat en hun skildi thad ekki.

31 manns i saeti, 30 standandi, hopur af folki a thakinu. Tharf ad segja meira um fimm tima rutuferdina i dag?!

Saetisfelagi minn var midaldra Indverji med hvitan vefjahott og saetasta barn i heimi. Litli drengurinn sat alsaell vid hlid mer berassadur og nagadi kex. Inn komu fallega skreyttar konur med born i fanginu, gamlir menn med staf, ungir strakar med harid sleikt til hlidar og alltaf var staflad meira og meira folki i rutuna. Magnad.

Afangastadurinn var annars Jaisalmur, baer langt uti i eydimorkinni, ekki svo ykja langt fra pakistonsku landamaerunum. Vid sofum i fimm hundrud ara gomlu husi eda eiginlega kastala, med veitingastad a thakinu. Husid er inni i hinu fraega Jaisalmur virki sem er margra alda gamalt. Their segja ad thad se i meira lagi reimt a gistiheimilinu, sjaum til... Kannski thetta verdi fjorug nott!

mánudagur, október 27, 2003

Upp ur brennheitri eydimork ris borgin Jodphur. Yfir blamaludum husum gnaefir hatt og mikid virki, arfur fra hinum stridsglodu Jaiput konungum. Their riktu her i margar aldir og hofdu stor og mikil kvennabur. Thegar konungarnir dou og voru brenndir gengu konur theirra med theim a eldinn. Thad var i tha gomlu godu.

I dag er Mehrangarh virkid storkostlegur minnisvardi um Jaiputana. Gull og gimsteinar i eru hverjum krok og kima, marmari og fagurlega utskornir hlutir. Brynjur, byssur og sverd eru gullslegin og hrein og klar listaverk. A kvoldin var i virkinu mikid sukk og svall, dansarar leku listir sinar, songvarar sungu og listamenn fluttu ljod. Allt var sem best og finast fyrir konungana. I kringum virkid voru hadir grimmilegir bardagar en alltaf stod thad tha af ser, enda rammgirt i meira lagi. Thad var ekki fyrr en med Bretunum sem konungarnir urdu ad lata i minni pokann.

Froken Sigridur sat uppi a virkinu i dag, horfdi yfir eydimorkina og imyndadi ser hvernig thad hefdi verid ad vera ein af konunum i kvennaburinu. Hafa gull og gimsteina, burdarmenn og thjona - en mega aldrei fara ut. "Nei, tha vil eg frekar fara bara i kvennaburid a Hverfisbarnum... he he," tautadi hun, brosti og fekk ser meira limonadi. Svo dro hun djupt andann og brosti enn breidar. Thetta var yndislegt lif. Half oraunverulegt ad vera her. Svo allt annad Indland en i gaer! Blamalud dukkuhus, thvottur a snuru, brosandi folk, berfaett born, litskrudug fot, liflegir markadir, beljur a gotum, palmatre, brennandi sandur og steikjandi sol. Og andi Rajputanna svifandi yfir votnum.

Eins og klippt ut ur biomynd.

laugardagur, október 25, 2003

Thad er eitthvad magnad vid thad ad hristast i gomlum jeppa nidur snarbratta fjallshlid med milljon dollara utsyni og indverska tonlist a fullum styrk. Indverjar eru snillingar i ad troda folki inn i bila. I gaer vorum vid fjogur frammi i, thrir thar fyrir aftan og fjorir aftur i skotti. Farid kostadi ekki nema 10 kronur a mann thannig ad thad var kannski sanngjarnt...

Her eru menn annars i hatidarskapi. Ein adal hatid hindua, Divali, hofst i dag. Eg thvodi buxurnar i tilefni dagsins og sidan keyptum vid heilan helling af indverskum saetindum. Fyrir Divali byrgja menn sig upp af kertum, flugeldum, blikkandi ljosaserium og nammi. Kannski madur kaupi blikkandi seriu og setji a bakpokann, he he.

Eg tok akvordun um ad slast i for med islensku sendinefndinni sem er a leid til Rajasthan (Halla og Sigga). Thad er fraegt herad a Indlandi, brennheit eydimork, kastalar, prinsessur og litskrudug fot. Kved thvi Dharamsala a morgun og fer i fjogurra tima jeppaferd og sidan 24 tima lestarferd. Ansi hressandi. Komin til Jodphur a manudagsmorgun ad stadartima. Sidan er forinni heitid til Jaisalmur. Veit ekkert hvernig er med internet tharna uti i eydimorkinni. Minni thvi a undirtitil ferdarinnar sem er "No news is good news".

Yfir og ut. Sigga sem er i hatidarskapi a Divali!

föstudagur, október 24, 2003

Gistiheimilid mitt er heimur litils atta ara indversks straks. Hann er byrjadur ad thvo thvotta klukkan sex a morgnanna og er ad allan daginn. Aldrei fellur thessu litla skinni verk ur hendi. A kvoldin situr hann sidan og prjonar fyrir fjolskylduna sem hann vinnur hja. Hann ser lika um litla tveggja ara stelpu sem er barnabarn eigandans. Thott strakurinn litli vinni eins og skepna er hann samt heppinn. Thad er heppinn her en natturlega afskaplega oheppinn a islenskan velmegunar maelikvarda! Aldrei er aldrei oskrad a hann, tekid i hann eda lumbrad a honum og hann faer mat og skjol. Lifid hans her er miklu betra en thadan sem foreldrarnir letu hann, fra Rajhastan. Fjolskylda hans er blafataek og allir peningarnir sem hann vinnur ser inn fara beint til hennar. Thad er tho kannski ekki meira en um 300 kronur a manudi.

Thegar eg var atta ara safnadi eg lodnum limmidum og lek mer i Barbi.

Nema hvad, islenska sendinefndin for a stufana og akvad ad reyna ad gera eitthvad gott fyrir drenginn. Thad er hins vegar erfitt ad gefa honum eitthvad thvi hann laetur thad beint til fjolskyldu sinnar. Malin voru raedd i thaula og a endanum akvedid ad kaupa skolatosku fyrir strak. Thad vard ur. Hana fylltum vid sidan med litabokum, litum, blyontum, pennum, stafabokum og lettlestrarbokum. Barnaborn eigandans byrjudu strax ad rifa og toga i gersemarnar og thad tok langan tima ad utskyra fyrir drengnum ad thad vaeri hann sem aetti thetta. Hann! Fai strakurinn einhvern timann taekifaeri a ad fara i skola a hann ad minnsta kosti allt sem til tharf til ad byrja.

Mikid vard litla skinnid glatt. Og viti menn, gladningurinn kostadi 240 kronur a mann.

fimmtudagur, október 23, 2003

Dagur 2 e.K (eftir Karmapa)
Öryggisverðir, túlkur, aðstoðarmenn, hans heilagleiki sjálfur.... og Journalist Jonsdottir. Magnað.

Eftir vegabréfsskoðun, bið, líkamsleit, bið, nafnaskráningu, bið, veseni vegna myndavélar (ekki með tilskilið leyfi frá lögreglunni í Dharamsala til að fá að taka myndir af heilagleikanum sjálfum) og meiri bið - rann stóra stundin upp. Journalist Jonsdottir var leidd upp á efstu hæð í klaustrinu og stillt upp fyrir framan rautt tjald. Þar beið hún ásamt öryggisvörðum og þremur munkum. Loks var tjaldinu svipt frá og ta.. ra.. í fallegu sæti í skreyttum sal sat Gyalwa Karmapa og horfði djúpum augum á Frk. Jonsdottir “jess, a djornalist fromm uuu.... Æsland, jú nó”. Inn gekk frökenin ásamt þremur AÐSTOÐARmönnum sínum “jú nó thós ar...uuuu... mæ assistans”. Herbergið var fullt af öryggisvörðum sem mændu á hersinguna. Það var of seint að iðrast, of seint að snúa við. Fyrir framan hans heilagleika sjálfan stóð Journalist Jonsdottir og bugti sig og beygði ásamt “aðstoðarfólki” sínu. Þetta var íslensk sendinefnd: Áðurnefnd Halla vinkona mömmu sem hefur búið á Indlandi meira og minna í um 30 ár, Sigga frænka Höllu í heimsókn frá Íslandi og Anna Tara vinkonu Höllu, að koma frá Nepal og seinna á leið til Íslands. Journalist Jonsdottur dugði ekkert minna en þrír aðstoðarmenn, he he. Hans heilagleiki fékk bæði harðfisk og póstkort með myndum af Íslandi. “Dræ fiss, jú nó. For offerings, jú sí. Exsjúallí a delíkess in Æsland...humm..” (Journalist Jonsdottir orðin hálfsveitt og farin að iðrast þess að skella illa lyktandi harðfisk framan í hans hátign).

Viðtalið hófst og frk. Jonsdottir setti upp spekingssvip. Reyndi að sýnast eldri en hún var - heimskona, gáfuleg, lífsreynd, harður blaðamaður. Aldrei fyrr hafði hún hins vegar tekið viðtal við mann með sæg af lífvörðum. Mann sem talaði tíbesku og var með túlk. Mann sem ekki mátti taka ljósmyndir af nema með tilskilin leyfi. Mann sem fólk kom hvaðan æva að úr heiminum til að sjá. Mann sem flúði frá Tíbet og gekk yfir Himalaya fjöllin einungis fjórtán ára að aldri. Mann sem var ekki nema átján ára gamall en var hins vegar eins og gamall vitringur. Mann sem hún fylltist stakri lotningu af að tala við. Og mann sem hafði átt sextán skrásett líf áður!

“Einu sinni er allt fyrst,” muldraði Journalist Jonsdottir, taldi í sig kjark, ákvað að hafa húmor á hæsta stigi fyrir þessu, og komst lifandi í gegnum viðtalið. Fékk um fimmtán mínútur inni hjá heilagleikanum og kom dáleidd út. Magnaður maður. Þvílík augu, þvílík útgeislun, þvílík nærvera, þvílíkar hendur, þvílíkt yfirbragð! Og svo sagði hann líka gáfulega hluti! Enda kannski ekki við öðru að búast af sautján lífa gömlum manni.

“Vera mun birtast sem er jafnkröftug og öskur ljónsins,” spáði Búdda Sakayamuni (oftast vísað til sem “Búdda”) aftur í grárri fortíð. Samkvæmt spádómnum yrði nafn hennar Karmapa og hún einstök að hæfileikum. Hún myndi koma heimsbyggðinni allri til góða og endurfæðast í því skyni hvað eftir annað. Nú erum við sum sé komin upp í númer sautján. Sagt er að þeir sem verði þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta Karmapa hreinsist af öllum hindrunum og neikvæðum áhrifum sjö fyrri lífa sinna.
Ekki slæmt dagsverk það...

mánudagur, október 20, 2003

Journalist Jonsdottir. Svoooo fyndið. Svona getur maður bara gefið sér titil sjálfur... Eins og allir “athafnamennirnir” í Séð og heyrt.

Nema hvað, Journalist Jonsdottir vaknaði snemma í morgun og er farin á stúfana að kynna sér betur bakgrunn Mr. Kalmapa. Frökenin verður síðan á Rás 2 í dag. Einu sinni var henni frekar illa vid Rás 2 og skildi illa tilvist þeirrar stöðvar. Nú fær hún borgað fyrir að bulla í útvarpið. Svona breytast hlutirnir nú.

Dægurmálaútvarpið milli fjögur og sex í dag. Veit ekki klukkan hvað pistillinn minn er spilaður. Þeir fara hins vegar oft yfir efni þáttarins strax eftir fjögur fréttir.

Reyndar var mjög fyndið þegar ég las pistilinn inn á föstudag. Ég hafði talað við einhverja gaura á internetkaffi hér nokkuð frá og samið við þá um að Rás 2 fengi að hringja í mig á ákveðnum tíma (jú nó, ðe reidíó off Æsland.... Jess Æsland... nó itts nott a sittí, itts a kántrí...jess ðei vill koll, ðe reidíó... jú nó vott a reidíó is...?)

Ég mætti niður eftir í tæka tíð og beið með gaurunum þremur eftir að síminn myndi hringja. “And jú nó, venn ðei koll, itt hes tú bí absólúttlí sælent. Absólúttlí!” Í augum þeirra sá ég að þeir skildu mig ekki þannig að fröken Sigríður setti upp lítinn leikþátt. Lék hvernig síminn myndi hringja, þeir færu út úr herberginu, lokuðu dyrunum algjörlega og kæmu alls ekki inn á meðan ég væri að tala!

Og svo hringdi síminn. “Góðan daginn. Stúdíó 2 hér. Sigríður?” Ég skúbbaði vinum mínum þremur út, settist niður og tók blaðið með pistlinum mér í hönd. Síðan leit í kringum mig. Það var sko engan veginn hljótt inni í þessu herbergi! Gaurarnir hímdu að vísu frammi en í næsta herbergi var augljóslega verið að horfa á sjónvarp og á hæðinni fyrir ofan var greinilega her manna. Hefði svo sem ekki átt að koma á óvart þar sem Indland er ákaflega fjölmennt land.

Ég ræskti mig og spurði hvort umhverfishljóðin væru nokkuð of mikil. Tæknimaðurinn sagði svo ekki vera. Skyndilega lyfti ég brúm. “Fyrirgefðu en heyrir þú líka indversku tónlistina á línunni?” Þegar ég fékk svarið beit ég mig í tunguna. “Nei!” Var ég orðin rugluð?! Hvort sem tónlistin var raunverulega á línunni mín meginn eða ég bara búin að vera of lengi úti í sólinni, las ég pistilinn upp og þakkaði síðan fyrir mig. Að thvi bunu for eg og fékk mér tíbetska “momo” að borða, hálfmána fyllta með grænmeti.

Yfir og út.

sunnudagur, október 19, 2003

Nei haettu nu alveg. Detti mer ekki allar daudar lys og flaer ur hofdi. Var ad enda vid ad hringja nidur i klaustur Kalmaba og viti menn: Eg fekk vidtal vid hann!!! Kynnti mig sem bladamann fra Islandi sem hefdi mikinn ahuga a malefnum Tibets og astandinu i heiminum yfirleitt. Sagdi ad mig langadi ad vinna grein um efnid og hefdi mikinn ahuga a ad fa ad raeda vid hans heilagaleika. Og sko bara: Journalist Sigridur Jonsdottir fekk aheyrn!

Magnad hreint ut sagt, enda var thetta nu bara halfgert grin hja mer. Atti aldrei von a thvi ad fa ad hitta kauda.

Thridjudagur klukkan ellefu er timinn. Morgundagurinn fer i undirbuning og ad kaupa kjol til ad hitta hans hatign i.

Lifid - kemur sifellt a ovart!!!!!!

Sogufraegur dagur. Hitti sjalfan Kalmaba sem er einn af adalgaurunum (he he... ef haegt er ad segja svo...) i Buddismanum. Magnadur madur, eda skulum vid frekar segja strakur. Strax thegar hann var pinulitill var ljost ad hann vaeri serstakur. Og viti menn, menn greindu Kalmaba hinn sextanda endurborinn i honum. Thessi er thvi numer sautjan! Thegar hann var 12 ara fludi hann fra Tibet og gekk alla thessa longu leid hingad yfir Himalaya fjollin. Nu er hann um 16-17 ara og litur miklu eldri ut. Otrulega sjarmendi madur, hreint ut sagt. Og svei mer tha ef thad lagdi ekki bara fra honum slikur fridur og ro ad eg er enn svo afsloppud ad eg nanast slefa.

Til ad hitta hann hristumst vid nidur hlidina i pinulitlum bil. Forum i klaustrid thar sem hann er. Thar voru um tvo hundrud manns samankomnir og allir i sinu besta pussi. Eg for i nyja, rauda blussu sem eg keypti a heilar 150 kronur en einu buxurnar sem eg er med urdu ad duga. Thad var lika ekki nema einn blettur a theim i dag. Nema hvad, Kalmaba blessadi okkur oll og allir foru gladir og saelir heim. Menn segja ad tharna se jafnvel kominn arftaki Dalai Lama. Thad held eg madur eigi eftir ad minnast thessa dags thegar hann tekur vid...

föstudagur, október 17, 2003

Joga a svolunum vid solaruppras, med Himalaya a haegri hond.
You can't beet the feeling.

Adur dreymdi mig strakana sem eg var skotin i, nu dreymir mig Buddha.
Held thad se throskamerki. Finnst eg lika ogislega throskud og taeknileg thar sem eg vinn greinar a Sigurd (ferdatolvuna mina) og tek myndir a digital velina mina. Hrikalega hipp og kul, nytiskuleg og mikid punktur is. Sigurdur er reyndar algjort stilbrot vid afganginn af farangrinum minum (brunu buxurnar minar thurfti ad skola thrisvar i gaer i handtvottinum) og ferdamatann - en thessi elska er bara thannig personuleiki ad hann laetur slikt ekki a sig fa. Laetur moglunarlaust vefja sig inn i plast og stort sjal, og fela sig sidan undir rumi eda hvar svo sem husbondinn akvedur ad koma honum fyrir. Sagdi ekki ord thegar vid hossudumst saman hingad upp i fjollin, eg med hann i fanginu i rykmekki, mengunarskyi og steikjandi sol. Hefur ekkert ordid veikur enn. Og thad hefur eigandinn heldur ekki ordid.

Haegdirnar bara med besta moti. Viti menn.

fimmtudagur, október 16, 2003

Madur er nefndur Gesha Lama Kunchok. Kaudi var akaflega athyglisverdur buddamunkur sem do fyrir tveimur arum. Thegar hann var brenndur kom i ljos ad hann kominn afar langt i thvi ad odlast innri skilning, eins og Buddistar kalla thad. Hann var raunar nalaegt thvi ad verda hreinlega Buddha. Og hvernig vissu menn thad? Ju, likid brann ekki allt! Hjartad vard eftir og i oskunni fundu menn ymsa hluti, perlur, koralla, silfrud har, you name it... Svo segja their ad minnsta kosti ;-)

Nema hvad. Serimoninan i gaer gekk ut a ad fa thennan odling til ad endurfaedast, vera med okkur afram og leida okkur i lifinu. I baenaherberginu (temple a ensku) hafdi alls kyns kraesingum verid komid fyrir, kokum, avoxtum og meira ad segja Coca Cola. Thad er eins og their segja: Always Coca Cola. Fallegar myndir voru a veggjum og herbergid blomum skreytt. Og a litlu bordi lagu perlur ur osku odlingsins!

Athofnin hofst og munkar i kuflum kyrjudu baenir a tibetsku, klingdu bjollum og blesu i horn. A blaum puda sat eg med krosslagda faetur og reyndi ad lata munkana blessada ekki sja hvad thetta tok a mitt vestraena, illa thjalfada og lata bak... Reyndi hvad eg gat til ad kalla Gesha Lama Kunchak aftur til okkar, sjaum til med arangurinn!

Eftir a forum vid sidan a otrulega magnadan fyrirlestur med astralskri buddanunnu. Tokum sidan thatt i ljosaserimoniu thar sem kveikt var a tugum kerta og hugsadar fallegar hugsanir. Eg bad ad sjalfsogdu fyrir heimsfridi og bid spennt eftir arangrinum. Stundin var falleg og tharna stod Sigridur litla med tarvot augu og hugsadi um thad hvad hun er nu heppin i lifinu, heppin ad bua a litla Islandi og eiga goda fjolskyldu og vini, hafa allt til alls og ekki skorta neitt! "Nu er bara ad leggja sig fram um ad skapa thessi skilyrdi fyrir adra," sagdi hun einbeitt og horfdi yfir ljosahafid.

Min kom sem se inspirerud i meira lagi nedan af fjallinu i gaerkvoldi og helt glod i bragdi aftur thangad i morgun. Kannski hun endi i klaustri...?! Buddismi er otrulega ahugaverdur og sama hvad segja ma um truna sem slika, sem eg kynni mer af afergju thessa dagana, tha er buddiska heimspekin hreint mognud. Yfir og ut.

miðvikudagur, október 15, 2003

Gaman ad nefna thad ad morgunmaturinn i gaer kostadi taepar 40 kronur, kvoldmaturinn 75 kronur, gistiheimilid 110 kronur, thrir bananar sem eg keypti adan 9 kronur.

Okuferdin i gaer tok sidan sex og halfan tima. Leidin var ekki nema 200 kilometrar en haekkunin tvothusund metrar, vegurinn ekki godur og fararskjotinn thadan af sidur! Hristumst thetta i halfgerdri beyglu med bilstjora med bleikan vefjahott. Akaflega vidfelldinn naungi. Fyrir sinn skerf greiddi eg honum sidan 800 kronur. Og hann atti eftir ad aka alla leid aftur til Amritsar.

Indland - svo akaflega odyrt...

Af verondinni a gistiheimilinu minu se eg yfir allan dalinn. Snarbrattar hlidar, hus sem kura utan i brattanum og himinha tre. Yfir dalnum gnaefir sidan einn af tindum Himalaya. I fjallshlidunum er kyrrd og ro en nidri i bae er lif og fjor, bilar og motorhjol trodast um mjoar goturnar, hundar gelta, apar hoppa um og tibetar reyna ad selja mer handverk og naudsynjavorur. Hingad fludu Tibetar eftir ad Kinverjar akvadu si svona ad yfirtaka Tibet fyrir rumum fimmtiu arum. Dalai Lama gekk hingad yfir fjollin og i fotspor hans fylgdi sidan her manna. Samfelagid her er thvi samfelag Tibeta og truin Buddatru en ekki Hinduatru eins og annars stadar a Indlandi.

Thad er audvelt ad skilja ad folk setjist her ad, enda stadurinn yndislegur. Thorhalla vinkona mommu var einmitt ein af theim sem hingad kom, heilladist, tok Buddatru og for hreinlega ekki i burtu. Arin lidu og alltaf var Halla her, bjo i kofa uppi i fjallshlidinni og hugleiddi. Nu eru lidin 28 ar og hun nyfarin ur litla husinu. Svo heppilega vill hins vegar til ad hun er herna nuna med mer! Seinna fer hun til Burma ad hugleida en nu erum vid her, drekkum te, gongum um, teygjum og gerum aefingar, bordum, spjollum, horfum a fjollin og njotum thess ad vera til. Nuna erum vid a leid upp i klaustur thar sem minnast a akvedins guru sem eg man nu ekki alveg nafnid a. En hann var vist aegilega merkilegur! Vid sitjum med munkunum og nunnunum og vidhofum einhverjar serimoniur, sjaum til hvernig mer gengur med thad...

Seinna i dag stefni eg svo a ad thvo blessadar buxurnar sem eg er buin ad klaedast i fjora daga. Handthvae i fotu og hengi ut a svalir. Einfalt og gott.

Adios!

þriðjudagur, október 14, 2003

Indland - svo miklu miklu meira!

Lifid - svo margbrotid og ljuft...

I fallegu thorpi i Himalaya fjollunum situr islensk stulka og klipur sig i handlegginn. Eru thessi fjoll raunveruleg? Getur verid ad hun se stodd a svona fallegum stad?

Hvert er hun komin? Svarid er Dharamsala, nordvestur af Delhi. Thar byr sjalfur Dalai Lama og thad i 2000 metra haed. Fjollin eru storkostleg og lifid ljuft.

sunnudagur, október 12, 2003

Mannmergd, baulandi kyr, hiti, sol, mengun, yfirfullar rutur, brjaladir leigubilsstjorar, marglit sjol, hrisgrjon, fallegar konur, reykelsislykt, likneski, karlmenn med vefjahotta, betlarar, folk, folk og meira folk.... Thetta er Sigridur Vidis Jonsdottir sem talar fra Delhi a Indlandi!

Viti menn. Einu sinni var litil stulka a Skaga sem sat longum stundum med rauda landabrefabok fyrir framan sig. "Eg aetla ad fara til Indlands," sagdi hun vid modur sina og strauk kortinu varlega. "Ja, Indland er landid. Thangad aetla eg ad fara thegar eg verd stor." Sidan leid timinn og stulkan staekkadi. Thott hun endadi ekki serlega havaxin kom thad ekki ad sok: Nu er hun komin a afangastad.

Og her bida aevintyrin a hverju gotuhorni!

laugardagur, október 11, 2003

Thetta er Sigridur Vidis Jonsdottir sem talar fra Oman.

Eg skal segja ykkur thad. Oman er land. Land vid Persafloa. Thegar madur er i Oman getur madur vidhaft ordaleiki a bord vid "O man, eg er i Oman". Gaman ad thvi. Hofudborgin i Oman heitir Muscat. A flugvellinum i Muscat er ekki haegt ad nota visakort. Thess vegna er Sigga nu med krumpadan Rial sedil ser i hond. Gjaldmildillinn heitir sum se Rial. Alltaf er madur ad laera eitthvad nytt.

Thetta verdur laerdomsrik ferd. Er til daemis lika buin ad laera nuna ad Bahrain er land. Land sem er ekki svo langt fra Sameinudu Arabisku furstadaemunum. Adur en eg laerdi thad helt eg ad Bahrain vaeri borg i Saudi Arabiu. Adur en eg kom hingad til Oman var eg einmitt i Sameinud arabisku furstadaemunum. "Been there, done that". Horfdi sidan spekingslega ut um ruduna i flugtaki fra Abu Dhabi eftir klukkutima dvol og tautadi ad mer hefdi hvort ed er aldrei likad tharna. Hitamolla og bara eintomt myrkur...

Og eftir nokkra tima er Indland sidan mitt. Bidur min framandi og freistandi og einungis einni flugvel fra Oman. Lending i Delhi klukkan half sex ad indverskum tima. Allah ma vita hvad klukkan er tha heima. Half tolf um kvold, kannski. Aetla nu ad fara og eyda Rial sedlinum. Yfir og ut. Thetta var Sigridur Vidis Jonsdottir sem taladi fra Oman.

föstudagur, október 10, 2003

/Upp er runninn ferðadagur, ákaflega skýr og fagur/

Merkilegt hvernig maður ákveður eitthvað og svo kemur á endanum að því. Það er kominn tíundi október og ég er á leið í flug. Ég, Sigurður og bakpokinn erum ferðbúin.

Seinustu daga og vikur hefur rignt yfir mig spurningum. FAQ (Frequently Asked Questions):

Hvað ætlarðu eiginlega að gera þarna úti? Hvað verðuru lengi? Hvert ertu nákvæmlega að fara? Ertu rugluð? Ertu ekki hrædd við köngulær? Ha, ertu að fara ein? Hvar gistirðu? Hvernig veistu hvert þú átt að fara? Hvað er þetta Oman?! Hvað er þetta ekkert planað hjá þér, stúlka? Ég meina, hvað verðuru eiginlega lengi?!!!

Hvað get ég svo sem sagt nema að ég er glöð og sæl kona? Allt gekk upp! Eftir að hafa gengið á milli Pontíusar og Pílatusar liggur niðurstaðan fyrir:
- Annan hvern mánudag flyt ég ferðapistla í Dægurmálaútvarpi Rásar 2.
- Annan hvern miðvikudag skrifa ég greinar í DV með svipuðu sniði og ég hef gert hingað til.
- Morgunblaðið mun síðan birta opnugreinar um dvöl mína meðal hinna og þessa hjálparsamtaka.

Ó já, B.A. verkefnið vatt svona líka vel upp á sig. Það er ekki nóg að finna bara út að við eigum að hjálpa öðrum, við verðum líka að gera það í raun og veru! Einn liður í því er að troða því inn í þykk höfuð vel megandi Íslendinga að bræður þeirra og systur búa við neyð og skort. En hvað er hægt að gera og hvaða árangri skilar það? Þetta mun frökenin kynna sér á ferðalaginu. Ég setti mig í samtök við hjálparsamtök sem öll voru boðin og búin að aðstoða mig og láta taka á móti mér úti. Þetta er hér og hvar, þrír staðir á Indlandi, verkefni í Laos, Cambódíu og Indónesíu og síðan fullt af verkefnum á hinum og þessum stöðum í Afríku, vilji ég halda þangað. Hvernig þetta allt nákvæmlega verður kemur bara í ljós. Nú er ég einfaldlega að fara til Norður Indlands og svo spila ég þetta eftir eyranu. Síðan kem ég heim, þegar ég kem heim! Í seinasti lagi næsta vor – segjum það í bili.

Hvað er ég svo sem að fara að gera? Jú... njóta þess að vera til, kynnast einhverju öðru en ég þekki héðan, sjá heiminn, skrifa greinar, drekka í mig mannlífið, virða fyrir mér náttúruna, hugsa spaklega, lenda í ævintýrum, skilja betur hvað ég er heppin að hafa fæðst á Íslandi, kynna mér hjálparstarf, flakka um, skoða, snerta, þreifa.... vera til!

Og nú er ég haldin út í heim. Góðar stundir.

Hringar og armbönd komin ofan í skartgripaskrín og inn í bílskúr. Lakkaðar neglur orðnar natural á ný, stuttar og skátalegar. Búið að verja sig gegn kóleru - sulla í sig þar til gerðri blöndu. Kristín saumakona með meiru búin að sauma glæsilegt innanklæðaveski fyrir passa, ferðatékka og bólusetningakort.

Það er með öðrum orðum allt að gerast.

Íslenska sauðkindin hlaut annars þann vafasama heiður að vera seinasta kvöldmáltíðin. Mér sem er meinilla við þessi loðnu flykki jarmandi í vegköntunum og myrðandi eilítil smáblóm með titrandi tár, vöknaði um augu þar sem ég horfði á hrygginn á steikarfatinu. Svo feitt, svo fínt, svo íslenskt, svo gott.

fimmtudagur, október 09, 2003

/Brottför á morgun/

Bakpoki Sigríðar:

Fatnaður:
1 buxur
1 stuttbuxur
1 peysa
1 skyrta
1 bolur
2 hlírabolir
1 bikiní
1 regnjakki (sem verður fleygt í ruslið þegar monsoon-inn er endanlega búinn)

Apótekið:
Malaríutöflur
Kláðadrepandi krem (bed bugs eru mjög hrifnar af mér)
Acidophilus töflur (fyrirbyggjum magaveiki, takk)
Síprox (sýklalyf, get þá brugðist sjálf við magapestinni ef Acidophilusinn sveik mig og enginn læknir er í nánd)
Lóríten (töflur við frjóofnæmi)
Nefsprey (frjóofnæmið strikes again)
Krem fyrir nef og augu (frjóofnæmisdjöfullinn enn á ný)
Panodil (better to be save than sorry)
Plástur (Sigríður er gjörn á að slasa sig)

Tæknihornið:
Sigurður
Travel Adaptor fyrir Sigurð (kló sem passar á­ ekki-evrópskar-innstungur)
Rúm fyrir Sigurð (taska)
Stafræn myndavél
Geislaspilari
Geisladiskar (get ekki án tónlistar verið - skar niður föt á kostnað geisladiska, ég get svo svarið það)
Rauður, minn elskaði gemsi - Nokia 5110 hlunkur, afar upprunalegur! (Tal hét því að hann virkaði, sjáum til)
Hleðslutæki fyrir Rauð

Af öðru má til dæmis nefna lítið vasaljós, flugnanet, hæglætis greiðu, sólarvörn, body lotion, linsur, linsuvökva, koddaver, vasahníf, dagbók, kíki, nál og tvinna (hygg á útsaum erlendis...).


Ó, þetta verður gaman.

miðvikudagur, október 08, 2003

Merkilegt hvað maður verður þjóðlegur þegar maður er á leið af landi brott. Skyndilega er íslensk menning málið, íslenskt veður, íslenskt áfengi, íslensk tónlist og íslenskur matur. Ó hinn íslenski þjóðararfur.

Áðan hafði ég val um heitu máltíð dagsins. Ég mátti velja því ég er á leið í burtu. Ég valdi lifur. Ég hafði alla verslunina fyrir framan mig en gekk einbeitt að kæliborðinu, brosti breitt og dró upp stóra og stælta dilkalifur. Móðir mín horfði stórum augum á mig þar sem ég valsaði um með fenginn. Í gær vildi ég síðan soðna ýsu og setti í brýr þegar heimilismenn þóttust ætla að skella gúmmilaðinu í ofn og dúlla eitthvað við það. "Stopp! Engan framandleika hér. Ekkert pestó-rugl! Burt með gráðaostinn og ekki láta ykkur dreyma um neitt saxað grænmeti ofan á ´etta. Andskotans skemmdarverkarstarfsemi alltaf við blessaðan fiskinn," þusaði ég. "Getur ekki rönd við reist og á ekki roð í ykkur og ykkar pestó," bætti ég við. Svo hló ég hrossahlátri. Fiskurinn átti ekki roð í móður mína en lá þarna með sitt silfurgráa roð. Helvíti var ég orðheppin og sniðug.

Nema hvað. Í fyrradag var ég að útrétta og á mig sótti hungur. Ég ók í 10/11 og kom út með sláturkepp. Sæl og glöð ók ég um bæinn þveran og endilangan, hlustaði á Íslensku stöðina FM 91,9 og reif í mig slátrið. "Á eftir að sakna þessa," tautaði ég með mörinn lekandi út úr hægra munnviki. Seinna um daginn hálfvöknaði mér um augun þegar ég horfði á hangikjötspakkningu úr Bónus inni í ísskáp og stundi þegar ég rak augun í skyrið.

Það merkilega er að ég borða venjulega aldrei lifur, soðna ýsu, hangikjöt í pakka eða slátur. Og ég er með óþol fyrir skyri.


þriðjudagur, október 07, 2003

Mig langar í Pepsi Max.

Og frið á jörð.

mánudagur, október 06, 2003

/Vika þangað til ég verð farin að borða hrísgrjón á Indlandi/

Djöfull er maður flippaður, skemmtilegur og skorinortur. "Þrælahaldarar nútímans?" er yfirskrift greinar eftir mig í DV í dag. Er búin að semja við þá að skrifa á tveggja vikna fresti. Í greininni gefur Sigríður okkar bönkunum á baukinn, eyrir engum og kemst að rótum samfélagsmeina...

"Ég er ofsalega vinsæl. Það vilja mig bókstaflega allir. Bankarnir keppast um að vera vinir mínir, bílasalar brosa til mín og menn bíða mín í röðum með sjúkdóma- og líftryggingar. Ég fæ bréf send heim þar sem ég er ávörpuð með nafni og mér boðnir gull og grænir skógar. Kreditkortafyrirtækin elska mig," segir í inngangi pistilsins.

Aftar segir: "Það er margt annað (innskot: annað en ferðatölva! - Sigurður kallinn strax farinn að hafa áhrif) sem þarf til að vera ekki utanveltu á Íslandi í dag. Aftur fljúga bankarnir inn í líf mitt sem frelsandi englar. Þeir bjóða mér kreditkort sem bjarga málunum og eru meira að segja á ofsalega góðum kjörum. Þegar ég stofna reikning og sæki um kortin fæ ég ferðaávísun og fyrsta árið frítt og alls kyns flottheit. Svo fæ ég líka vænan yfirdrátt."

Vel að orði komist, Sigríður.

Djöfull er maður flottur og frægur.

Ég og Sigurður erum að leika. Ég set hvern geisladiskinn á fætur öðrum í hann og hann skrifar þá alla fyrir mig. Sigurður er nefnilega engin venjulega tölva. Hann er með skrifara.

Ég er strax farin að kunna vel við Sigurð. Það er eins og við höfum alltaf þekkst. Ég get sagt honum allt og hann segir engum. Situr bara við hlið mér, traustur og öruggur, fámáll en viðkunnalegur. Það er enginn asi á Sigurði og hann er ekki að reyna að vera neitt annað en hann er. Kemur bara til dyranna eins og hann er klæddur.

"Á hvað ertu að horfa?" spurði móðir mín mig. "Ég er nú bara að virða hann Sigurð minn fyrir mér," svaraði ég og brosti. "Hann er svo fallegur."

Mér líður eins og nýbakaðri móður.

sunnudagur, október 05, 2003

/Vika þangað til ég verð komin til Delhi á Indlandi/

Ég hef orðið móðurlegar tilfinningar til tölvu. Eftir andvökunótt tók ég mig saman í andlitinu og ók á nýjan leik í BT tölvur. Beit fast á jaxlinn, horfði framhjá öllum skiltum og auglýsingum, gekk að grárri ofurkúl Medion tölvu og sagðist ætla að kaupa gripinn. Rétti fram visakortið og einni stroku síðar var tölvan mín. Það var ekki erfitt, enda bankinn minn meira en lítið tilbúinn að hjálpa til í neyslunni og halda mér í heljargreipum skulda og yfidráttar. Já, svo ljúft, svo gaman að neyta og vera neytandi í neysluþjóðfélagi, lifa í kredit og vita hvergi mörkin skulda og eigna. Nema hvað, með tölvunni fékk ég prentara í kaupbæti, "aðeins í dag eða meðan birgðir endast". Hann hlaut skáldið móðir mín og þykist ég nú hafa tryggt mér prósentu í næstu bókum hennar.

Heim ók ég og kveikti á gripnum. Fann sjálf út úr því hvernig ég skírði tölvuna og fannst ég sérlega dugleg og skynsöm stúlka. Skírði undratækið "Sigurð" í höfuðið á sjálfri mér og fannst það vel til fundið. Síðan þá höfum við Sigurður átt saman sælustundir og erum orðnir góðir félagar. Sigurður er vinur minn og ég hlakka til að eiga með honum ljúfar stundir í útlandinu.

laugardagur, október 04, 2003

/Vika í flugið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Oman/

Ég blogga, þess vegna er ég.

föstudagur, október 03, 2003

/Vika í ferðalagið/

Vinkona mín meig næstum í sig af hlátri þegar hún sá útganginn á mér í gær. "Sigga mín, hvað er eiginlega að gerast? Í hverju eeeeeertu?!" emjaði hún. Á dyrapallinum stóð ég í nýju fötunum mínum, nýkomin af útsölu í Regatta versluninni.

"Nei sko, leyfðu mér að útskýra....," sagði ég en vinkonan hné niður í gólfið. "Sko-þetta-er-dauðans-alvara-alveg-þú-veist-þessar-flíkur-eru-geggjaðar-þær-anda-til-dæmis-og-eru-með-moskítóvörn-og-þorna-um-leið-og-það-er-auðvelt-að-handþvo-þær-og-svo-eru-þær-ógeðslega-léttar-alveg-hinir-fullkomnu-ferðafélagar." Ég var óðamála, enda brýnt að forða vinkonunni frá þeirri ályktun það væri ekki allt í lagi með mig. "Mega fídusar alveg í ´essu," bætti ég við. "Kostaði líka ekki neitt, maður. Alveg á stórlækkuðu verði." Síðan leit ég niður. Kannski var ástæða fyrir verðlækkuninni?

Við mér blöstu tvær innvíðar skálmar. Buxurnar voru víðar að ofan en þrengdust allverulega niður skálmina. Þær voru sérlega háar í mittið og með sérstakri ól til að halda þeim uppi. Skálmunum mátti renna af og þá breyttist flíkin í stuttbuxur. Á hnjám og rassi var efnið tvöfalt - stöðunum þar sem mest mæddi á. Bitur sannleikurinn rann upp fyrir mér: Ég var í skátabuxum dauðans.

Mér svelgdist á. Um kvöldið hafði ég hins vegar fundið út að skátabuxurnar og fjólubláa flíspeysan væru einmitt fullkomnar flíkur á ferðalagi. Þær væru svo ljótar og færu mér svo glettilega illa að ég ætti að vera laus við allt sem héti áreitni á ferðalagi mínu. Dásamlegt, alveg. Ég sá mig valsa um markaði á Indlandi og stræti Víetnam í skátabuxunum og flíspeysunni, með fólksmergðina í hæfilegri fjarlægð frá mér. Það þyrði enginn í konu í slíkum buxum.

Síðan brosti ég og fannst ég skyndilega hafa unnið tvöfaldan sigur. Ég var ekki bara komin með einu buxurnar og einu peysuna sem ég ætlaði að taka með, heldur voru þau hlaðin hinum og þessum fídusum. Lífið var ljúft, maður.

fimmtudagur, október 02, 2003

Mig dreymir bloggið mitt ítrekað. Bloggheimar hafa ruðst inn á öll svið einkalífs míns.

Dagur 3

Hafi einhver haldið að það væri auðvelt að vera bloggari þá veður sá hinn sami í villu og svima. Á mig sækja nú illar verur á borð við "template" og "html". Skyndilega á ég að kunna skil á sögnum eins og að "posta" og að "edita". Menn ræða fjálglega við mig um "haloscan-commentakerfi", "look" og "lén".

Á stundum sem slíkum hætti ég að heyra og í eyrum mér hljómar einkennilegt suð. Ég sé varirnar á þeim, sem slengir fram þessum flóknu orðum, hreyfast en nem ekki setningarnar. Ég dofna upp og fæ ankannalegt blik í auga. Í BT tölvum í gær brutustu þessi ósjálfráðu viðbrögð mín einmitt út af slíkum krafti að afgreiðslumaðurinn hélt augljóslega að ég væri annað hvort drukkin eða skrýtin, ef ekki hvoru tveggja. Í Skeifuna hafði ég haldið glöð í bragði því fartölvukaup stóðu nú fyrir dyrum. Frökenin varð að verða sér út um slíkan grip fyrir ferðalagið mikla.

Viti menn, í versluninni brast á með "mega hertz-um", "DDR vinnsluminni" og öðrum óhugnaði. Óstyrk hóf ég að handfjatla gamla Nokia 5110 hlunkinn minn og fann svimann læðast að. Svartir stafir "Line-in/out, 1xPCMCIA type II" æptu á mig og ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. "Já, já einmitt. Þið hafið bara ákveðið að hafa innihaldslýsinguna á rússnesku, ha...? He he???" sagði ég og gerði tilraun til að blikka afgreiðslumanninn kumpánalega. Síðan bankaði ég taugaóstyrk í bækling við hlið einnar tölvunnar og hló einkennilegum, hvellum hlátri. Kauði skildi ekki grínið og benti mér á að lýsingin væri á sannkallaðri ÍslEnsku. Hann reis síðan úr sæti sínu og hóf að útlista eiginleikum tölvunnar í löngum máli.

Eftir það hætti ég að heyra. Í gegnum þykka móðu sá ég rétt glitta í varirnar á viðmælanda mínum og starði á þær í leiðslu. "Fyrirgefðu, en líður þér eitthvað illa?" sagði Hr. MegaHertz skyndilega og horfði furðulega á mig. Ég leit skömmustuleg til hliðar þar sem auglýsing blasti við mér: "Þessi er með Mobile AMD Athion XP 2200+ QuantiSpeed örgjörva!"

Þetta varð minn banabiti. Ég ók fartölvulaus heim.