laugardagur, febrúar 28, 2004

Athyglisverd nott i nott. For i aevintyraferd med irsku og astrolsku stelpunum og breska straknum. Tokum pick up bil yfir til einhvers baejar sem vid fundum a kortinu og heitir Muang Kham minnir mig. Fundum thar gaur sem fellst a ad keyra okkur i gomlum skrjod upp ad storum helli thar sem thorpsbuar foldu sig fyrir Amerikonum i stridinu.

I hellinum bjuggu um fjogurhundrud manns medan sprengjum rigndi yfir svaedid. Amerisku hermennirnir fundu thad ut og fannst thessi hellisbuskapur natturlega ekki ganga. Thannig ad their sprengdu tha i loft upp. Tokst ad visu ekki i fyrstu tilraun og heldur ekki i annarri og thridju, en viti menn their nadu theim i theirri fjordu. Hviss paeng, sprengja inn i hellinn og allir dou. Allt i nafni malstadarins. Thad ser natturlega hver heilvita madur hversu mikilvaegt thad er ad koma i veg fyrir ad kommunismi breidist ut um heiminn.

Naest letum vid gaurinn aka okkur ad heitum hver sem vid hofdum lesid um. Bodudum okkur thar med heimamonnum og horfdum a gamlar konur veida fisk i anni. Leitudum sidan ad naeturstad og fundum herbergi i skrytnu husi vid veginn. Fengum herbergid a thrja og halfan dollara og trodum okkur fjogur inn. Ekkert rafmagn, engar sturtur, kamar uti - en sjarmerandi stadur vid hrisgrjonaakur. Dynurnar serstaklega athyglisverdar, ef dynur ma kalla. Voknudum i morgun okkur til mikillar furdu med engin bit eftir bed bugs. Hofdum vedjad a thad hver yrdi bitinn mest, ha ha. Sigurdur var held eg dalitid skelkadur.

Nu liggur leidin i vestur og svo sjaum vid hvad gerist. Veit ekki hvenaer eg verd naest i netsambandi.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ad halda i austur var agaetis akvordun. Ad minnsta kosti er hreint otrulegt ad sja hvad Bandarikjamenn gerdu herna i "Vietnamstridinu".

I stridinu rigndi sprengjum yfir stadinn thar sem eg er nuna. Af hverju? Ju, their voru svo hraeddir um ad kommunistar myndu na heimsyfirradum ad their akvadu ad sprengja upp folkid i Laos. Einmitt thad. Ju, ju, allt i nafni malstadsins.

Badir adilar (Nordur Vietnamar og Bandarikjamenn) fellust a ad fara ekki inn i Laos en badir sviku thad. Stadurinn herna var lagdur i rust. Folk bjo i hellum til ad fordast sprengjurnar. Bandarikjamenn dreifdu klasasprengjum herna i thusundavis. Halfri milljon, takk fyrir. Og a hverjum bitnadi thad? Ju, blessudum almenningi sem enn thann dag i dag springur i loft upp thegar hann sinnir hrisgrjonaraektinni sinni uti a akri. Allt fullt af osprungnum sprengjum herna.

Klasasprengjur? Eitt af mesta ogedinu sem thu getur fundid. Fullt af litlum sprengjum inni i storu hulstri sem dreifast um allt. Tilgangurinn? Ad eydileggja sem mest. Og eru menn tha haettir ad nota thaer? O, nei nei. Thaer virka alltof vel! Na ad eydileggja svona lika mikid, alveg frabaert, jibby!

Thad faranlegasta af ollu saman er kannski ad her i Laos for allt thetta oged fram og heimsbyggdin vissi hreinlega ekki af thvi. Her var had stridid sem menn visa til sem "The Secret War". Thad matti ekki berjast her vegna samninganna sem fallist hafdi verid a i Geneva og allt for thvi fram i laumi. Thetta var hins vegar ekkert laumuspil fyrir heimamenn sem misstu aettingja, utlimi og aleiguna.

Margir halda ad Bandarikjamenn hafi einungis rustad ollu i Vietnam (eins og thad hafi svo sem ekki verid nog ut af fyrir sig) en ekki her. Rangt. Baedi Laos og Cambodia eru i sarum eftir thetta faranlega strid.

Og hofum vid tha laert af einhverju?!
Humm. Uuuu... Nefndi einhver strid i Irak...?

Halfvitar.

Ja, verum endilega mesta hrydjuverkathjod i heimi og segjum hrydjuverkum strid a hendur.

Er annars med Ira, Svia, Bandarikjamanni (sem hatar herinn), Astrala og Breta i brudkaupi sem vid lentum ovart inn i! Ekki spyrja hvernig. En heimamenn elska okkur og draga okkur ott og titt ut a dansgolfid.

Hi hi. Fyndid i meira lagi...

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Þá er ég orðin nokkrum kílóum léttari. Nei, engin megrun... bara léttur bakpoki. Faðir minn elskulegur er floginn að heiman og ég hlóð á hann dóti. Bækur, minjagripir, gjafir, stöff. Nú situr hann í rútu á leið til Bangkok, þaðan sem flugið heim er. Eftir sit ég og tala íslensku við sjálfa mig, milli þess sem ég leik við Sigurð, þetta rassgat. Maður veit aldrei hvenær maður getur talað íslensku næst.

Það var ótrúlega gaman að ferðast með karli föður mínum, sem mætti á svæðið nýorðinn afi og sagðist fylgja dóttur sinni hvert sem er. Haldið að það sé munur? Jón spæjó stóð sig í stykkinu og landaði Búrma, Tælandi og Laos með stæl.

Já, by the way, við ætlum til Írak í vor. Ná smá sól þar og koma síðan við í Ísrael. Ha ha. Heyrðu, þetta gefur mér annars hugmynd.

Nei, nei, ég held ég haldi mig hér í Suðaustur Asíu til að byrja með. Var búin að afskrifa Kambódíu en fékk þá gefins svona líka spennandi bók um sögu landsins, þannig að ég manaði Sigurð sómapilt í ferð þangað. Vegabréfsáritun til landsins og líka til Víetnam eru reyndar svívirðilega dýrar, arg.

Í gær fékk ég þá flugu í höfuðið (moskító) að fara til Filippseyja. Einhver sem vill hitta mig þar? Mamma kannski?! Nú er bakpokinn aftur kominn niður á stig 1 sem þýðir einungis allra nauðsynlegasta dót og þar sem ég á engan flugmiða neitt, þá ætlum við Sigurður bara að svífa um eins og fallegar fjaðrir, ó ó ó. Fljúga um vængjum þöndum, sæl með lífið og tilveruna, brosandi og með gleði í hjarta. Ó, ó, ó.

Humm, ég held ég sé búin að drekka of mikið kaffi. Hér í Luang Prabang fæst nefnilega ALVÖRU kaffi og það er alltaf FRÍ ÁBÓT. Ég sporðrenni því iðulega heilli kaffikönnu og enda með tröllaukin handskjálfta og kaffisvita á enni.

Á morgun fer ég í níu tíma rútuferð. Áfangastaður fylkið Xieng eitthvað. Rútumiðinn er í meira lagi vafasamur. Sjáum til hvort hann sé ávísun á sæti. Annars stöndum við Sigurður bara. Í marga tíma. Í níu tíma. Gnístum tönnum, hugsum um góða kaffið í Luang Prabang og iðrumst þess að hafa nokkurn tímann farið þaðan.

Hugsum um frið á jörð. Hvað Bush sé vitlaus. Af hverju himininn sé blár og hvað okkur langi allt í einu í pulsu með öllu.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Tha er afinn bara vid thad ad fara heim! Timinn lidur trudu mer.
Fer til Vientiane a morgun og med naeturrutunni til Bangkok. Flygur sidan thadan a midvikudag. Afinn hefur stadid sig eins og hetja, faer tiu stjornur af tiu mogulegum! Eda tiu havaera hana af tiu mogulegum.

Hvad eg geri a eftir ad koma i ljos en eg byst vid ad fara i austur til ad byrja med. Ha... hljomar thad ekki vel?? Sudur, nordur, austur, vestur, bentu a thann sem ad ther thykir bestur.

Sjaum til. Eg enda einhvers stadar! Veit reyndar ekki hversu mikid e-mail samband verdur hja mer her i Laos. Kemur i ljos.

A annars grein a Sellunni i dag. Svo er thad Ras 2 a milli fjogur og sex. Okei, bae.

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Lurkum lamin. Lurkum lamin. Lurkum lamin.
Sveitt, rennblaut, andfúl og þreytt sigldu stolt feðgin aftur inn til Luang Prabang.
Hjólreiðar í fjöllum og kajaksigling tóku á. Þvílíkt þrekvirki, þvílíkur sigur, þvílíkt afrek...

Kajakdæmið var blautt og skemmtilegt. Ekki frá því að ég hafi setið í bátnum með smá nostalgíu frá því á sjónum í Ameríkunni “hérna í den”. Sigríður var sjómaður, sannur Akurnesingur.

Afinn gerir ferðinni nokkuð góð skil. Hér eru annars hápunktarnir:

1. Kvöldmatur í húsi bæjarstjórans í þorpinu sem við gistum. Kviknar á díselrafali og stuttu síðar á sjónvarpi. Moskítóskrattarnir bíta mig og ég stend upp til að ná í flugnafælu. Krossbregður þegar ég lít hinum meginn við bambusvegginn. Hálft þorpið er mætt til að horfa á nýja, fína sjónvarpið sem bæjarstjórinn státar af. “Sabadee,” styn ég upp og fæ hundrað kveðjur á móti. Liðið er að horfa á vídeómynd. Hér nást engar sjónvarpsstöðvar. Hús bæjarstjórans og litli kofinn sem við sofum í eru einu húsin í þorpinu sem eru með rafmagn. Kínversk mynd með tælensku tali skemmtir þorpsbúum þetta kvöld.

“Svona eins og við horfðum á kínverska ræmu með sænsku tali, sitjandi á moldargólfi og trébekkjum og værum ofsa spennt,” hugsa ég og verður hugsað til íslenskra heimabíókerfa, risa sjónvarpa, ljósleiðara og gervihnattadiska. Og síðast en ekki síst óþolinmóðra áhorfenda með fjarstýringuna útrétta því það “er djöfullinn hafi það ekkert almennilegt í sjónvarpinu...”

2. “Þetta er fátækt þorp,” segir leiðsögumaðurinn. “Margir hér hafa ekki nóg að borða. Sérstaklega rétt áður en regntímabilið hefst, þá eru öll hrísgrjónin búin.” Sjálfur er hann úr litlu þorpi langt í burtu. Var fyrsti þorpsbúinn til að fara í burtu í borgina. Lauk grunnskóla og fór síðan til Luang Prabang í háskóla. Mjög óvenjulegt því flestir hér fara lítið sem ekkert í skóla.

“Mér finnst svo gaman að læra,” segir hann. “Og það er gaman að tala og læra meiri og meiri ensku.”

Við ræðum stjórnmál. Hann hefur aldrei heyrt minnst á lýðræði áður. Það tekur mig kortér að útskýra hvernig “democracy” virkar. Kauði lærir fleiri orð, “to vote”, “elections” og svo framvegis. Ofsa glaður og finnst mikið til um að fólkið megi vera með í ráðum um hver stjórni landinu.

Eftir Víetnamstríðið (sem heitir reyndar Ameríska stríðið hér um slóðir. Voru það ekki líka Bandaríkjamenn sem mættu á svæðið og sprengdu menn og mýs í tætlur?) náðu kommúnistar völdum í Laos og hafa haldið þeim síðan. Ekkert lýðræði hér. Minn maður er hins vegar ánægður með sína menn. “Þeir hugsa um fólkið í landinu og gera mikið af góðum hlutum,” segir hann og verður voða leiður þegar ég segi honum frá því hversu slæm stjórnin í Búrma sé.

3. Kolniðamyrkur. Hanagal. Meira hanagal. Hánótt. Ætlar þetta fiðurfé ekkert að fara að halda kjafti? Rétt næ að dotta. Haninn byrjar aftur. Það er derringur í þessum því hinir hanarnir öskra á móti. Umræðurnar eru háværar og ég ligg í fletinu í bambuskofanum með fingurna í eyrunum. Klukkustund líður. Haninn í næsta þorpi byrjar nú að öskra og manar aðal hanann í mínu þorpi í fæting. Minn maður lætur ekki bögga sig og ver sig og sitt fólk duglega.

Þegar ég skríð út um morguninn og hálfhrasa um feitan hana sem galar á mig langar mig helst að kyrkja félagann.

4. Sex til sjö ára stúlka brosir breitt. Hún er með nýfædd barn vafið utan um sig. Agnarsmáa stúlku með kolsvart hár sem sefur vært. Mánaðargömul í mesta lagi. Ég horfi stórum augum á ungabarnið. Svona lítil er mánaðargamla frænka mín í Bandaríkjunum!

Vinkona stóru systurinnar kemur hlaupandi. Hún er enn minni en hin og í rifnu pilsi með flókið hár. Sú stutta er sömuleiðis með lítið barn utan á sér og ekki meira en sex ára gömul.

Þegar ég var sex ára safnaði ég loðnum límmiðum.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Nu skal tekid a thvi. Tveggja daga ferdalag framundan. Hjolreidar, ganga, kajaksigling. Gistum i litlu thorpi. Brottfor snemma i fyrramalid.

Sjaum til hvernig fedginunum gengur i brekkunum a hjolunum og hvort thau komast a leidarenda a kajokunum...

For i bankann adan og tok ut 100 dollara a visakortid mitt. I Laos eru engir hradbankar en thad er haegt ad taka ut a kortid i bankanum. I Burma var einn dollari 860 kyat. Her er thetta enn verra. Her er einn dollari 10.380 kip. Eg gekk thvi ut ur bankanum med svo thykkan peningabunka i peningabeltinu ad eg leit ut fyrir ad vera olett. Rum ein milljon, takk.

Hef aldrei farid i banka adur og tekid ut eina milljon i reidufe!

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Komin til Laos. Tveggja daga sigling a Mekong ad baki. Haedir – fjoll – strakofar -heimamenn ad veida - frumskogur.

Hapunktur siglingarinnar var thegar baturinn strandadi. Brak og brestir, havadi og ups, vid vorum fost. Op foru um batinn og fullir Bretar byrjudu ad syngja lagid ur Titanic. Mjog komiskt allt saman. Steininn tok sidan ur thegar skipstjorinn vippadi ser i sundskylu og stokk ut i vatnid. Brosandi kall med bumbuna ut i loftid “Hmm… kannski spurning hvort ekki se rett ad koma ser ur batnum thegar sjalfur skipstjorinn er kominn a sundskyluna?!” hvisladi Jon ad dottur sinni.

Kom i ljos ad skrufan var eydilogd. Baturinn hins vegar heill og vid nadum leidarenda med nyja skrufu og talsverdum tofum.

Aung San Suu Kyi er merkileg kona. Mjog merkileg. Svo merkileg ad eg gleypti bokstaflega i mig bok sem pabbi gaf mer um hana og heitir “The Lady”. I Burma gengur Suu Kyi undir nafninu The Lady.

Suu Kyi er afskaplega mikid lady. Litil, gronn, bradfalleg og afar kvenleg. Hun er hins vegar ekki bara saet og god heldur mjog akvedin og med otrulegan viljastyrk. Hun er su sem folkid i Burma reidir sig a. I Aung San Suu Kyi sja heimamenn vonina – von um ad losna einhvern timann undan hardaraedi herforingjanna. Herforingjarnir hafa natturlega fyrir longu sidan attad sig a hversu mikil ogn hun er vid veldi theirra og hafa thvi meira og minna lokad hana inni seinustu ar. Suu Kyi er haldid fanginni a heimili sinu i Yangon. Lengsta stofufangelsisvistin var fra 1989 til 1995. I sex ar fekk hun ekki ad fara ut. Ein af afsokununum var ad thad vaeri “gert fyrir hana, thad vaeri henni fyrir bestu”.

Aung San Suu Kyi er dottir thjodarhetjunnar Aung San sem alitinn er halfgerdur gud af heimamonnum. Aung San leiddi barattu landsmanna fyrir sjalfstaedi fra Bretum. I seinni heimsstyrjoldinni fekk hann Japana i lid med ser og their hroktu Breta ut. Thad kom hins vegar i ljos ad Japanir voru engu betri herrar en Bretar thannig ad a endanum fekk Aung San Vesturveldin i lid med ser vid ad henda Japonum ut! Eftir thad krafdist hann sjalfstaedis landsins. Sum se i meira lagi kroftugur karl og augljoslega med mikinn sannfaeringarkraft…

Aung San var hins vegar radinn af dogum 1947, stuttu adur en landid fekk sjalfstaedi. Tha var Aung San Suu Kyi tveggja ara. Hun bjo lengst af erlendis og giftist sidan til Englands en kom arid 1988 til Burma til ad hjukra modur sinni. Thad var um thad leiti sem uppreisnin gekk herforingjunum var ad hefjast. Hun hof ad tala fyrir lydraedi og folk flykkti ser i kringum hana. Thegar herforingjarnir lofudu lydraedislegum kosningum i fyrsta sinn i 26 ar (their ignoredu sidan urslit kosninganna) var hun med i ad stofna The National League for Democracy. Herforingjarnir horfdu med skelfingu a thad hvad dottir thjodarhetjunnar (sem var lika hetja i theirra augum) var ordin vinsael og akvadu dag einn ad thad gengi hreinlega ekki lengur. Their marserudu heim til hennar og lokudu hana af. Henni voru settir skilmalar. Anna hvort yrdi hun sett i stofufangelsi eda hun gaeti farid samstundis ur landi. Flugvel bidi hennar og flytti hana heim til Englands. Suu Kyi thvertok ad taka seinni kostinn i mal. Hun vissi sem var ad faeri hun ur landi myndu herforingjarnir aldrei hleypa henni inn aftur. Einmitt vegna thess hefur Aung San Suu Kyi ekki farid fra Burma sidan arid 1988.

Fyrst um sinn fekk fjolskylda hennar ad heimsaekja hana en seinna var theim neitad um vegabrefsaritun. Eiginmadur Suu Kyi do ur veikindum i Englandi eftir ad hafa verid bannad ad sja hana Iiseinasta sinn. Synir Suu Kyi uxu ur grasi an samveru vid modur sina. Yngri sonurinn var 11 thegar stofufangelsid hofst en sa eldri 15.

Af hverju gaf Suu Kyi upp fjolskyldulifid og var innilokud i Yangon thegar hun hefdi getad lifad agaetis lifi i Englandi med manni sinum og sonum?
Vegna thess ad hun vissi ad hun gaeti leitt folkid i Burma i att til lydraedis. Ad folkid i Burma thjadist storlega undan stjorninni og ad hun gaeti storkad stjorninni. Sem dottir thjodarleidtoga hafdi hun akvedinn sess.

Aung San Suu Kyi fekk fridarverdlaun Nobels arid 1991. Thad vard til thess ad augu umheimsins toku ad beinast ad Burma. Litid hafdi heyrst fra landinu sidan herforingjarnir toku yfir 1962. Motmaelin 1988 og hryllilegar adfarir herforingjanna gagnvart motmaelendum hofdu ad visu nad forsidum heimsfrettanna en almennt vissu menn litid hvad var ad gerast i Burma. Vegna Aung San Suu Kyi hefur heimurinn fengid ad vita af gegndarlausum mannrettindabrotum, ogedi og yfirgangi af halfu stjornarinnar.

Og hver er tha framtidin?
Thad veit enginn. Sem stendur er Aung San Suu Kyi enn og aftur i stofufangelsi og getur sig hvergi hraert. Hun neitar hins vegar ad gefast upp fyrir herforingjunum. Hun segist aldrei munu fara ur landi og yfirgefa folkid i Burma.

The Lady svikur ekki sina!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

I gaer hittum vid reyndan bladamann sem hefur skrifad fjoldan allan af bokum um Burma. Mest kul gaur. Saenskur madur ad nafni Bertel Lintner. Er a svarta listanum hja herforingjunum i Burma, enda lida their ekki ad menn segi nokkud illt um tha. Yrdi settur i fangelsi thar ef hann birtist thar nuna (eda hent ur landi ef hann uppgotvadist nogu snemma). Ferdadist i tvo ar um med andspyrnuhopum i landinu og skrifadi eftir thad fraega bok, Land of Jade. Simarnir hans eru hleradir nuna og eg veit ekki hvad og hvad.

Ad haetti aerlegra Svia var kaudi med munntobak med ser. Ad haetti sannra Skagamanna let eg hann gefa mer vaena kulu.

Sidan satum vid Lintner med feitan skammt i vorinni og reyndum ad babla a saensku. Skyndilega fannst mer sem eg sjalf vaeri komin a medal skaerulidanna i Burma, gengi yfir fjoll og firnindi, raeddi vid heimamenn um astandid, plottadi gegn stjorninni.... Hrokk sidan upp og var komin aftur til Chiang Mai. Losadi ur vorinni og thakkadi kauda fyrir.

Forum yfir til Laos a morgun. A mer draum um ad thar se dalitill kaos a la Indland. Tha get eg nefnilega skirt kaflann i aevisogunni minni um veruna thar i landi "Kaos i Laos".
Eda eitthvad.

mánudagur, febrúar 16, 2004

I gaermorgun komst eg ekki i sturtu. Thad kom tho ekki ad sok thvi seinna um daginn lenti eg i sturtu. Lifandi sturtu, nokkud athyglisvert. Filasturtu.

Ju, ju, fillinn blessadi sem vid pabbi ridum var svona lika kvefadur ad hann jos hori og slimi reglulega yfir okkur medan a reidinni stod. Filahor er klistrad, thad skal eg segja ykkur. En orugglega ofsalega gott fyrir harid, mjog naeringarrikt og svona.

Kannski vid faum filaflensu af ollu saman, ha ha. Alla vega engin fuglaflensa gert vart vid sig enn tha. Og hamborgarrassgatid ur 7/11 ad eilifu farid nidur um skolpkerfi Chiang Mai borgar. Mu ha ha.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Ég hélt fyrst að líkfundurinn í Norðfirði væri grín. Ekki að hann væri hið minnsta spaugilegur, heldur vegna þess að við pabbi höfðum í Búrma rætt hversu mikið fjölmiðlafár það yrði á Íslandi ef lík myndi finnast si svona. Siglandi á helstu ánni í Búrma höfðum við farið fram hjá fljótandi líkama í vatninu. “Það er lík þarna, ætlið þið ekki að stoppa?” spurði amerískur tannlæknir gaurana á bátnum. Þeir sýndu engin svipbrigði og gerðu enga tilraun til að stöðva bátinn. “Kannski maðurinn hafi bara verið orðinn þreyttur á lífinu,” sagði einn. Síðan hélt báturinn áfram í suðurátt.

“Djí maður, það held ég að Mogginn hefði tapað sér ef þetta hefði gerst heima og sjónvarpið misst sig. Ómar hefði verið kominn á þyrlu á staðinn nokkrum mínútum seinna og tekið opinská viðtöl við vegfarendur,” sagði ég og hnyklaði brýr. “Já, þetta eru tveir ólíkir heimar, Ísland og Búrma,” sagði pabbi spekingslega.

Í landi þar sem herforingjastjórn vílar ekki fyrir sér að ganga af almenningi dauðum þykir líkfundur ekki merkilegur og kannski best að koma sem minnst nálægt honum. Var maðurinn orðinn þreyttur á lífinu? Var hann orðinn þreyttur á harðræði herforingjanna? Dó hann eftir vosbúð í vinnubúðum stjórnarinnar? Bjó hann við skort og átti ekki nóg ofan í sig og á? Var hann myrtur af stjórninni? Heimamönnum?

Það fáum við aldrei að vita. Það er enginn sem rannsakar mál þessa ólánssama manns. Herforingjunum er nokk sama og þeir eru lögin og reglan í landinu.

Jamm og já. Jæja, þá erum við komin til Tælands á nýjan leik. Komin í McDonalds, Burger King og Seven Eleven. Og ég komin í rúmið eftir sveittan hamborgara í gær. Djöfulsins drasl. Djúpstæð löngun í vestrænan mat greip mig þar sem ég gekk um í Chiang Mai eftir flugferðina. Fór inn í Seven Eleven og gúffaði í mig skuggalegum hamborgara. Ódýr borgari og í kaupbæti fylgdi ælupest. Ligg í rúminu í dag með æluna í hálsinum og veikan maga. Frestuðum ferð á fílabak þangað til á morgun.

Pabbi er við fína heilsu, enda kom hann ekki nálægt hamborgaranum sveitta. “Þrír mánuðir á Indlandi án veikinda og síðan verður maður veikur af einhverju vestrænu hamborgara rassgati úr auðvaldskeðjunni Seven Eleven. Ég ætla aldrei aftur að versla við þá, arg - bara að styrkja heimamenn sem elda sinn eigin góða og örugga mat,” þusaði ég þar sem ég lá kaldsveitt í rúminu.

Heppin er ég annars að geta legið í bælinu í dag og látið pabba stjana við mig. Heppin? Já, því veikindi er hugtak sem stór hluti jarðarbúa þekkir ekki og hefur ekki efni á að þekkja. Haltu áfram að vinna þótt þú sért slappur því annars hefur fjölskyldan því ekkert að éta.

Hér er að lokum uppáhalds myndin mín úr ferðinni til Búrma. Milljón dollara mynd. Flottir litir og tekin á hárréttu augnabliki. Ákaflega lýsandi fyrir land og þjóð: Heimamenn brosandi út að eyrum flytja eldivið á uxakerru við þjóðveg númer eitt.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Gömul kona með stóra kryppu situr á jörðinni og hreinsar salthnetur. Hneturnar eru ræktaðar á akrinum fyrir aftan þorpið. "Mingalaba!" segir hún og brosir tannlausu brosi. "Mingalaba!" svörum við á móti. Tunna í nálægu skýli. Hreinsaðar hneturnar fara ofan í tunnuna. Stór drumbur stendur upp úr. Þetta er græja til að ná olíunni úr hnetunum. Drumbnum snúið í hringi með hjálp uxa sem hringganga tunnuna. Afurðin: Hnetuolía til matargerðar fyrir heimilið.

Humm... Ég kaupi matarolíu í Bónus og pæli aldrei í hvernig hún er unnin. Rækta hana að minnsta kosti ekki í garðinum heima hjá mér og vinn hana með hjálp uxa. Á líka ekki uxa. Sauma heldur ekki og kann hvorki að spinna né vefa. Gamla konan býr til flíkur úr heimaræktaðri bómull.

---
Klifrum upp á eitt búddahofið í Bagan. Stórkostlegt útsýni. Strákur á mínum aldri sýnir okkur hofið. "We have a stupid government. We like democracy, we need democracy". Strákurinn er í Lýðræðisflokknum, National League for Democracy. Allt á laun vitanlega. Má ekki viðhafa opinberlega pólítískar skoðanir sínar. Giftist fyrir tíu dögum. Býr með fjölskyldu konu sinnar í bambuskofa. Sækjum þau heim. Strákurinn lærði myndlist, er með háskólapróf frá Mandalay. Kaupum af honum fallega mynd.

Við stráksi ræðum pólítík. Þetta er baráttumaður. "How the future is? We are gonna get the government so the future is bright. But first we have to wait. Wait for the right time." Amma gamla situr fyrir aftan og hreinsar hrísgrjón. "We, the people in Burma, might be poor - but in our hearts we are rich."

Verður hugsað til annars heimamanns. "What can we do? If we try to protest the get us right away. They have weapons and there are so many of them. How can we change the situation?" Vonandi hefur hinn rétt fyrir sér. Vonandi er framtíðin björt fyrir fólkið í Búrma.

---
Götusali í Mandalay með tvo útbreidda dúka. Á þeim liggja smyglvarningur og notaðir hlutir. Vantar okkur ónýtan vasareikni, gamlar rær eða varahluti í bíla? Munkur skoðar notaðan míkrófón og líst vel á. "Every morning I put out. Every evening take back." Götusalinn brosir tannlausu brosi. Bendir á gamla kerru.
Horfi á söluvöruna og verður hugsað til alls dótsins sem fór á haugana þegar foreldrar mínir fluttu suður til Reykjavíkur. Hefði átt að reyna að koma því í verð í Búrma...

---
Færri ferðamenn koma til landsins en í fyrra. "It is politic. People don´t like the government." Myanmar Beer siglir á borðið, við skálum. Strákarnir á veitingastaðnum eru einstaklega almennilegir. Eins og fólkið í Búrma yfirhöfuð. Segjumst ekki telja rétt að einangra landið, hvort sem er af einstaklingum, fyrirtækjum eða ríkisstjórnum. "Yes madam, you are right. Fewer tourist only brings suffering to us. No tourist, no business."

Tölum um kreditkort. Kreditkortafyrirtæki hafa dregið sig til baka, reyna að senda skilaboð til stjórnarinnar. "But the government doesn´t care. They never care. They are rich. It´s the people that suffer. It is always the people that suffer." Kinkum kolli. Ef við ættum meiri peninga eftir, myndum við eyða meiru. Ferðamenn verða að koma með allt það fé sem þeir hyggjast eyða í landinu, með sér. Ameríska dollarar í reiðufé. Hvernig veit maður fyrirfram hvað maður eyðir miklu? Sæi Reykjavík fyrir mér með enga hraðbanka. Í Kabúl var heldur ekki hraðbanki. En þar voru heldur engir ferðamenn.

---
Dægurmálaútvarp Rásar 2. Fyrri pistill: Bíð við símann í anddyrinu á gistiheimili eitt mánudagskvöld. Engin hringing. "Difficult to get connection from outside, madam." Útvarpið nær í gegn tveimur dögum síðar. Tæknimaðurinn er "mamma". Ég að "lesa upp skýrslu fyrir skólann". Sex áheyrendur horfa furðulostnir á. Seinni pistill: Bíð við símann á föstudegi, engin hringing. "No madam, no call from your friend." Ákvað að skynsamlegra væri að tæknimaðurinn væri "friend" en ekki "mother". Kemst í net á mánudegi: Hringið í mig í eftirfarandi númer í kvöld. Engin hringing. "Connection, very difficult, madam." Arg, af hverju hringir síminn ekki þegar ég veit að verið er að hringja í rétt númer frá Íslandi?

Lærdómurinn: Ekki fara til Búrma og halda að hægt sé að mala í síma. Ekki vaða í villu og svíma og halda að í Búrma sé hægt að sveifla gemsa og senda sms út um allar trissur. Og í guðanna bænum ekki fara til Búrma til að hanga á netinu. Ha, hvað segirðu, er ekkert net hér? Já og bannaði ríkisstjórnin hotmail? Einmitt það. Davíð er maður skrýtinna skoðanna en ég held hann myndi samt ekki banna vefsíður. Eða hvað? "Óæskilegt efni," gæti hann sagt hrokafullur að vanda og blikkað Herra Hólmstein frá Laxnesi. Ýtt á delete og hviss pæng, landsmenn hefðu ekki lengur aðgang að heimasíðu Náttúruverndarráðs. Eða er mig að dreyma?

Veit ekki, lífið í Búrma er eins og í draumi og ég veit ekki hvort ég er sofandi eða vakandi. Ævagömul vinnubrögð og allt minnir á fortíð. Eins og klippt út úr póstkorti eða tekið beint upp úr mannkynssögubók - fyrri bindum. Breið bros. Glaðlegt fólk, vinalegt, yndislegt. Kyrrð og ró.

Skrýtið að púsla saman við þetta kolklikkaðri herforingjastjórn sem er sama um allt sem heitir réttur fólks. Sama þótt fólk sé fátækt. Sama þótt fólk líði kvalir. Drullusama þótt fólk láti lífið.

---
Höldum aftur til Tælands á morgun. Súper dúper ferð til Búrma að baki. Einn stór draumur. Eða kannski einn harður veruleiki. Nú er að sjá hvað við gerum. Ætli við smellum okkur ekki yfir til Laos áður en Mr. Hálfdanarson heldur heim á Klakann? Kemur væntanlega rett tímanlega í vel lyktandi hrútspunga, brosandi bringukolla og útúrdrukkna Íslendinga á trúnó yfir hákarlinum.

mánudagur, febrúar 09, 2004

“Burma has a great deal to offer visitors, from its age-old pagodas and colourful markets to its seductively tranquil pace of life, which is hurried by no one. To all appearances, it is a fairy tale land that revitalizes old cliches, but the unpleasant truth is that this country, which is inhabited by some of the mildest people on the world, is governed by a junta which is perhaps the most barbaric regime on this same world.”
(Burma behind the Mask)

Höllin í Mandalay: Drengir í borginni voru neyddir til að vinna að henni einn dag í hverjum mánuði. Föngum var ruslað úr fangelsinu og látnir endurbyggja hana með hlekki á fótum. Meðal þeirra var heill hellingur af pólítískum föngum – heimamönnum sem hent var í fangelsi fyrir það eitt að mótmæla yfirgangi stjórnarinnar. Þessa höll heimsóttum við pabbi.

Göturnar í Yangon: Herforingjarnir ákváðu að ferðamenn sem kæmu fengju alltof neikvæða mynd af landinu ef göturnar fengju að vera eins og þær voru. Þeir fluttu óæskilegt fólk (“fátæklinga og annan ruslarlýð”) því búferlum langt út fyrir borgarmörkin og tóku fólk í vinnubúðir til að breikka göturnar og planta trjám og blóm. Það þýðir ekkert að mótmæla því að vera tekinn í slíka vinnu. Vertu með eða farðu í fangelsi eða gröfina, hah. Nýju heimkynni fólksins höfðu engan þann aðbúnað sem þurfti. Skólpmál voru í lamasessi og ekkert rafmagn. Sjúkdómar grasseruðu.
“En hvað hér er hreint og fínt,” var það fyrsta sem ég sagði þegar ég ók í gegnum borgina við komuna til landsins. Þetta virkar hjá helvítis herforingjunum.

Búddahofin í Bagan: Árið 1990 ákvað ríkisstjórnin að það gengi ekki að menn byggju svona innan um öll búddahofin í Bagan. Bagan er sagt vera eitt af undrum Suðaustur Asíu. Hér eru yfir 2000 búddahof og stúpur og einstakt á að líta. Fólk fékk 15 daga til að gjöra svo vel og flytja með allt sitt hafurtask út á hrísgrjónaengi nokkuð frá. Þar var búin til byggðin “New Bagan” sem er sérlega eyðileg. Minjar um byggðina í “Old Bagan” voru fjarlægðar, því nú voru ferðamenn á næsta leiti. Það þurfti allt að vera fullkomið þegar þeir komu og um að gera að láta þá fara í burtu haldandi að hér væri allt í stakasta lagi, hreint og fínt. Við pabbi erum núna í New Bagan.
“Before I live Old Bagan. Then government. Now New Bagan. Government no good,” hvíslaði hótelstjórinn í gærmorgun. “Aung San Suu Kyi good?” hvíslaði ég á móti. “Everybody likes Aung San Suu Kyi,” svaraði hann. Aung San Suu Kyi er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fer fyrir Lýðræðisflokknum sem vann kosningarnar 1989. Herforingjarnir hunsuðu kosningarnar og settu Aung San Suu Kyi í stofufangelsi. Fyrst í fimm ár, síðan tvö og nú fer hún bráðum að vera búin að vera lokuð af í ár. “Everybody is waiting to see what Aung San Suu Kyi will do,” sagði leiðsögumaðurinn okkar í gönguferðinni um daginn. “She is our hope.”

En að karli föður mínum. Á svona ferðalögum verður að viðhalda ákveðnum prinsippum og er Sigríður til dæmis dugleg við að minna föðurinn á að þvo sér reglulega um hendurnar. “Þvo sér, takk!” segir hún þegar hann er um það bil að fara að gúffa í sig mat. “Maður handþvær ekki sokka og önnur föt saman, sokkarnir eru grútskítugir og guð má vita í hvað þú hefur stigið, sokkarnir eru örugglega líka allir útmignir eftir klósettin hérna,” segir hún kemur að þvottinum í einni kássu í baðkarinu. “Ekki borða þetta, þú yrðir að taka utan af því,” segir hún þegar faðirinn er um það bil að fara að setja í magann óskrælda ávexti eða grænmeti. “Við skulum frekar kaupa af gamla manninum en þessum litlu krökkum. Krakkarnir ættu að vera í skóla og ef við kaupum af þeim sendum við skilaboð til foreldranna um að krakkarnir séu góðar fyrirvinnur,” segir hún þegar sölumenn vilja selja henni og föður hennar. Stundum líður henni eins og smámunasömum og óþolandi yfirmanni, en það er allt í góða þágu.

Nema hvað, Sigríður var ekki fyllilega sátt við lýsingar föður hennar á kjúklingaátinu og er það ástæða þessarar skrifa... Sigríður vissi sem var að Íslendingar myndu fá áfall að heyra af kjúlingaáti, enda virðast menn vera að tapa sér í fréttum af fuglaflensu. Hún er hins vegar ekki í Búrma (þorir ekki inn í landið af ótta við herforingjadruslurnar ha ha..) og er þar að auki ekki í soðnu og steiktu kjöti. Sumt kjöt hérna er hins vegar skuggalegt þótt það sé ekki með flugnaflensu. Hvað um það, ekki hef ég hugsað mér að éta kjötið hrátt. Faðir minn væri hins vegar líklegur til að gera það, ha ha. Af lýsingum föðurins mætti halda að Sigríður væri villimaðurinn í hópnum en boltinn er hér með aftur sendur til föðurins. Það er hann sem er villimaðurinn, mú ha ha. Um daginn át hann hálfhrá egg sem við fengum í matarpakka frá gistiheimilinu okkar. Ekki einungis eitt og ekki einungis tvö. Áður en Sigríður gat rönd við reist og sagt honum að borða eggin ekki, var hann búin að klára FJÖGUR.

Það er víst eins gott að passa svona mann... Annars stendur hann sig með stakri prýði og virðist ætla að útskrifast úr ferðalaginu með ágætiseinkunn. Hann er meira að segja orðinn svo brúnn og sætur að fólk er farið að tala um okkur sem hjón. Það finnst mér fyndið.

föstudagur, febrúar 06, 2004

Sko bara, komin í net aftur. Reyndar sama net og áður - erum enn í borginni Mandalay (sem lítur meira út eins og stór bær)... Förum héðan á morgun og vitum ekki hvort við komumst í net aftur fyrr en í Yangoon eftir tæpa viku.

Búrma heldur áfram að vera jafn myndrænt, skemmtilegt, athyglisvert, litríkt og óvænt:

1.
Stödd í þorpi þar sem allt gengur út á leirkeragerð. Strákofar, veifandi börn, brosandi fólk. Rafmagnsstaur með flæktum snúrum. Ljósapera hangir niður. Er þetta götulýsingin í þorpinu? Sjötug kona situr á jörðinni og galdrar fram leirmuni. Hrukkótt, tannlaus, þvengmjó. Leirinn hefur fjölskyldan sjálf búið til. Fingurnir eru mjóir og bognir en handtökin hröð. Hún hefur gert þetta síðan hún var lítil stúlka.

2.
Sitjum í bíl og rýnum í kort. Á kortinu er vegurinn breiður. Lítum út um gluggann. Þessi vegur er einbreiður, holóttur og rykugur. Tökum fram úr pallbíl sem er hlaðinn fólki. Tuttugu og fimm farþegar: Inni í bílnum, standandi aftan á, sitjandi uppi á þaki. Hér eiga menn ekki bíla.
Myrkur skellur á. Tunglið lýsir okkur. Stoppum í fjallshlíðinni til að pissa. Hvaða dýr leynast í skóginum? Strákofi á vinstri hönd. Kona ruggar barni við lítið kertaljós.

3.
“Mingalaba!” Ungar konur koma gangandi. Ég heilsa á móti. Mingalaba - halló á tungumálinu hér í landi. Þær brosa og setja vatnsker ofan í stóran brunn. Brunninn hefur Þróunarráð Sameinuðu þjóðanna sett upp. Skvamp, og kerin eru full. Byrðarnar eru þungar. Stúlkurnar hjálpast að við að koma þeim upp á höfuðin. Veifa og ganga í burtu. Tignarlegar, teinréttar í baki. Mér finnst ég aumingi þar sem ég húki kengbogin við brunninn og drekk dýrt uppsprettuvatn úr plastflösku.

4.
Forsíða The Myanmar Times. Aðalfyrirsögnin: Prime minister urges Wester nations to correct ´misperceptions´.
Forsætisráðherrann er ekki sáttur við að vestrænar þjóðir séu að gagnrýna ástandið í landinu. Þetta eru rangfærslur, segir hann. Í fréttinni stærir hann sig af góðum verkum stjórnarinnar. Blaðið er stútfullt af jákvæðum fréttum um dásemdarverk hinna yndislegu ráðamanna. Ha, ó, stýrir ríkisstjórnin blaðaútgáfunni?

5.
Rennum inn í borgina Mandalay. Við fegðin förum í æsispennandi keppni um hvor sé fljótari að finna vestræna keðju. Hvessum augum út um gluggann - en töpum bæði. Hér eru engir McDonalds, Burger King, Starbucks, Pizza Hut eða Subway.
Göngum út stuttu síðar. Dimmt í borginni. Lítil lýsing. Skyndilega verður enn dimmra, rafmagnið er farið.
Borðum. Veitingastaðurinn er með rafal. Fáum Myanmar Beer á 23 krónur glasið. Skál.

6.
Götuhorn í Mandalay. Reiðhjól, yfirfullir beyglaðir strætisvagnar, konur með byrðar á höfði, flaut, götusalar, brosandi fólk. Stórt rautt skilti gýn yfir öllu saman: “Tatmandaw (herinn) and the people cooperate and crush those harming the union”.
Einmitt það. Haltu þig á mottunni eða þú verður “crushed” því herinn og fólkið “vinna saman”.
Hvað get ég sagt?

P.s. Ras 2 a manudag milli fjogur og sex ef studioid naer i gegn. Simasamband lelegt og aetli thad verdi ekki lika rafmagnslaust i kvold eins og venjulega...

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Ég ætla aldrei aftur að gera grín að Japönum. Í gær tókum við sextíu ljósmyndir og daginn þar áður um eitt hundrað. Búrma er myndrænasta land sem ég hef komið til og Mrs. Sig Ga Jons og Mr. Jon Half Dan (japönsku nöfnin) skjóta grimmt.

Viti menn, Japanarnir komust í internet. Hjartað í mér tók kipp þegar ég sá internet auglýsingu á seinasta stað sem við vorum á en þegar betur var að gáð var búið að krota yfir “net browsing”. “Before OK, but now no good. We can not look,” sagði vinaleg stúlka í afgreiðslunni. “Who stopped it?” spurði ég vitandi svarið. “THEY did,” svaraði hún einungis. Einmitt það. Herforingjahálfvitar.

Nú erum við hins vegar komin til Mandalay, í borgarmenningu og internet. Þó eru engir McDonalds og Burger King hér. Og lítið um rafmagn og mislæg gatnamót...

Í höfuðborginni Yangoon voru samt breiðar götur og bílar. Við þurftum ekki að aka langt til að koma í annað umhverfi. Stóreyg horfðum við út um gluggann á bílnum, tuttugu ára gamalli Toyotu. Að vera í Búrma er eins og að fara aftur til fortíðar.

Sena 1:
Bíllinn ekur eftir aðalveginum frá höfuðborginni norður til næststærstu borgarinnar í landinu. Sól skín í heiði, búrmísk kasetta í tækinu. Uxakerrur á veginum. Tveir uxar við hverja kerru, hey á vögnunum. Þrjár konur með stórar körfur á bakinu í vegarkantinum. Traktor lullar á móti okkur. Þrettán farþegar. Annar kemur á eftir með enn fleira fólk. Buffalóar baða sig vinstra meginn við veginn. Pallbíll hlaðinn fólki, troðið á pallinum og nokkrir standa aftan á.

Sena 2:
Spegilslétt vatn, blár himinn, strákofar á staurum. Við á löngum báti með myndavélina á lofti. Siglum eftir mjóu síki. Tveir menn að baða sig í vatninu, veifa og brosa þegar við siglum hjá. Búddahof á hægri hönd, enn fleiri á hæðunum í fjarska. Siglum inn í lítið þorp. Öll húsin úr stráum og á staurum. Hér fara menn allt á kanóum. Gömul kona á löngum bát með feita sígarettu í öðru munnvikinu. Situr með krosslagðar fætur fremst í stafni og rær með einni ár. Andlitið ein hrukka en brosið nær út að eyrum. Ég sé mig fyrir mér í framtíðinni flýja af Elliheimilinu Grund og róa skælbrosandi í Nauthólsvíkinni.

Sena 3:
Lítil borð og pínulitlir kollar. Testofur í Búrma líta út eins og dúkkuhús. Við stödd í þorpi rétt hjá hinum fræga Gullna kletti, gullslegnum hnullungi sem vegur salt á bjargbrún. Myrkur skollið á. Kertaljós loga við strákofa. Testofan er með rafmagn. Kínversk mynd í sjónvarpinu. Setjumst á dúkku kollana og pöntum te. Tungumálaörðugleikar. “No milk” skilst sem “with milk” og við fáum mjólkurte á borðið. Pöntum aftur. NO milk. Aftur siglir mjólkurte á borðið. Við erum komin með fjögur glös. Auk þess birtast glös með kínversku tei – jurtatei sem gestir fá ókeypis á búrmískum testofum. Snakk og kökur bornar á borð og við smökkum. Þetta var kvöldið þar sem við slógum met í að panta tebolla.

Sena 4:
Meðal til sölu: Mixtúra með hinu og þessu góðgæti, apaheila, snák, höfuð af geit og torkennilegum innyflum. Kræsingunum raðað á bakka til sýnis. Mixtúran gutlar dökkrauð í opnu fati. Mér svelgist á og ég ákveð að verða ekki veik.

Sena 5:
Síðdegissól. Hjólum á milli akranna. Sykurreyr á hægri hönd. Þykkan reyk leggur upp. Stígum af baki. Þarna er safinn kreistur úr sykurreyrnum og tappað á olíutunnur. Mjóslegnir gaurar i rifnum fötum veifa og brosa breitt. Sykursafinn bullar í opnum kerjum. Leiðslurnar gamlar, engar hlífar á reimunum, vinnumennirnir í sandölum og loftið þungt. Hvað ætli vinnueftirlitið heima segði?

Sena 6:
Markaður. Fólkið í þorpunum komið í bæinn með vörur til sölu og að kaupa nauðsynjavörur. Engar verslanir í þorpunum, markaður fimmta hvern dag. Fólk í skrautlegum fötum ber þungar byrðar. Tannlaus gamall maður með tréslá yfir öxlunum, eldri kona með stórar bambusmottur. Maður ýtir vagni fullum af grænmeti. Lítil börn með enn minni börn bundin utan um sig. Keyptar vörur vafðar inn í lauf. “Ætli laufin hér kosti tíkall eins og pokarnir heima?” segir pabbi og hlær.
Líf og fjör á kjöt- og fiskmarkaðnum. Fólk með stráhatta situr í röðum og selur fisk. Heit sólin skín á slepjulegan fiskinn á jörðinni. Kona með krosslagðar fætur uppi á borði heggur kjúkling í herðar niður. Gaggandi hænur við hlið hennar. Flugur sveima yfir kjötinu. Ég man af hverju ég reyni að vera grænmetisæta hér um slóðir.

Sena 7:
Herbergið okkar, bambusveggir og heitt vatn sem einstaka sinnum er kalt. Rafmagnið kemur og fer eins og annars staðar í landinu. Opna baðherbergisdyrnar. Faðir minn liggur með hausinn í vaskinum og tekur andköf.
??? Meistarinn tók moskítófælukremið í misgripum fyrir tannkrem og smurði því á blessaðan tannburstann. Dóttirin hlær sig máttlausa. “Djöfulsins eitur,” segir faðirinn og æðir um baðherbergið. Dóttirin hlær enn hærra. Ha ha, moskítóskrattarnir bíta Jón þá alla vegana ekki í tennurnar.

Sena 8:
“That bloody bottle was only 850 kyats!” Hin ástralska Thelma veifar stórri flösku af búrmísku rommi. Kostaði einn dollara, rúmar 70 krónur. Pabbi við afgreiðsluborðið. Kaupir DVD disk á álíka verði. Ég luma á Cline Dion disk sem ég varð hreinlega að festa kaup á. Cline Dion er nefnilega Celine Dion. Fengurinn ólöglega skrifaður á hlægilegu verði. Verst hvað ég þarf að vera í sérstöku skapi til að nenna að hlusta á frk. Dion.

Sena 9:
Bíllinn okkar rennir upp að bensínstöð. Ef bensínstöð skyldi kalla. Lítill berfættur gaur kemur hlaupandi með trekt og dollu. Bensíninu er hellt úr dollunni í gegnum trektina. Ha, ha, en fyndið göntumst við fegðin. Ég dreg upp myndavélina.
“Engar myndir hér,” segir bílstjórinn. “Þetta er bensínstöð rekin af ríkisstjórninni. Það má ekki taka myndir af þeim.”

Sena 10:
Vöknum við hanagal í húsi sex manna fjölskyldu í litlu þorpi. Sváfum í flatsæng á gólfinu í tveggja daga gönguferð. Morgunmaturinn eldaður á hlóðum. Úti fyrir fólk á leið til vinnu á akrinum. Járnsmiður situr með krosslagðar fætur við strákofa og lemur járn. Gömul kona hreinsar hrísgrjón.
“And then I really liked Forrest Gump,” segir leiðsögumaðurinn, 30 ára gamall, eldklár strákur með háskólapróf í sögu. Við tölum um bíómyndir. “Specially the part: Life is like a box of chocolate, you never know what you´re gonna get.”
Ég kinka kolli. Einmitt, maður veit aldrei hvaða mola maður fær í lífinu. Minn er með súkkulaðifyllingu og fyrirsjáanlegu bragði - hans moli er rotinn, skemmdur og spilltur.

Sena 11:
Gönguferðin áfram.
“Hvað getum við gert? Við höfum engin vopn. Ef við mótmælum setja þeir okkur í fangelsi eða drepa okkur.” Biturt bros. Sólskin, blár himinn, há tré, fjallgarður. Rykið þyrlast upp mjóan stíginn sem við þræðum. “Ef þeir komast að því að leiðsögumennirnir gagnrýna ríkisstjórnina taka þeir leyfið af þeim. Hér heyrir enginn, þannig að hér get ég talað.”
Útsýnið er stórkostlegt og mér finnst ég eiga allan heiminn. Lít á strákinn við hliðina á mér. Á hann líka allan heiminn? Nei, ömurleg herforingjastjórn á hann og hans fólk.

Sena 12:
Fólkið í Búrma er yndislegt, brosir og hlær. Þegar betur er að gáð sést hins vegar að það er magurt og fötin oftar en ekki rifin. Margir fara stutt í skóla, sumir aldrei.
“Þessi stjórn vinnur ekki fyrir fólkið. Með annarri stjórn mætti bæta hag landsmanna,” segir leiðsögumaðurinn a leidinni til baka. “Það er fáranlegt að hafa þessa stjórn sem við höfum ekki einu sinni kosið!”
Við stoppum við múrsteinagerð. Hér eru múrsteinar búnir til úr leir og bakaðir við eld. Hermaður vappar um svæðið. “Ég held að þetta fólk hafi verið þarna í nauðungarvinnu,” segir okkar maður eftir á. Í Búrma hneppir ríkisstjórnin fólk nauðugt viljugt í vinnubúðir. Þeir sem fyrir því verða geta ekkert gert, herforingjarnir eru alvaldar. Þeir geta ekki einu sinni tjáð sig opinberlega um óréttlætið.
Ég lít til baka og mér verður óglatt. Ég sé fyrir mér manninn með múrsteinana, sveittan í sólskininu sem þrátt fyrir allt brosti breitt. Ef Davíð myndi mæta heim til mín og hreppa mig í nauðungarvinnu myndi ég hringja í lögregluna, skrifa harðorða grein í Moggann og tala síðan opinskátt um innrásina í Kastljósinu.