laugardagur, júní 30, 2007

- Tony Blair hættur og Gordon Brown tekinn við.

- Bílsprengjur í London, daginn eftir að Bretland verður Brown.

- Flóð eftir stanslausar rigninar og skemmdir upp á allt að einn milljarð breskra punda.

Viðburðarrík vika í Bretlandi.

Og hvað gerir stúlkan þá í staðinn fyrir að vera að skrifa um allt havaríið fyrir íslenska fjölmiðla?

Dööö hlekkjar sig við tölvuna og skrifar um Írak fyrir kennarann sinn. Nei, ókei, hana sjálfa.
Jæja.

fimmtudagur, júní 14, 2007

Og svo var hún bara komin heim frá súperferð til Ítalíu, búin að lesa góðan skammt fyrir lokaverkefnið sitt - og byrjuð að skrifa.

Bloggleysi skýrist af vinnutörn fyrir skiladag á fyrstu drögum þann 1. júlí.

14. júní 2007 – sögulegur dagur:

Kl. 9:02 Skjalið “introduction” í möppunni “lokaverkefni” búið til.

Kl. 9:05 Best að fá sér meira kaffi.

Kl. 9:07 Humm, hvaða font ætti ég að nota?

Kl. 9:08 Döööö ég finn út úr fontinum seinna. Byrjaðu að skrifa stúlka!

Kl. 9:45 Djöfull þarf ég meira kaffi...

Kl. 9:46 Hm... í alvöru hvaða font ætti ég að nota fyrir fyrirsagnirnar og undirfyrirsagnir? Hei, best að pæla aðeins í forsíðunni líka... DÖÖÖ...



Brúðhjónin á Ítalíu - by Laufey paparazzi.

Ég hef aldrei áður farið í brúðkaup þar sem ég borðaði stanslaust frá tvö til sex - og sextán diskar voru bornir á borð fyrir framan mig. Viva Italia!

Ég hef heldur aldrei áður farið í brúðkaup þar sem partý um kvöldið er haldið úti undir stjörnubjörtum himni í Toscana, þar sem hljómsveit spilar fyrir gesti og fjöllistahópurinn Gente di Mare tryllir íslenskan lýð, skelfir ítalska gesti en skemmtir sér aðallega sjálfur konunglega...