fimmtudagur, maí 29, 2008

Mitt kaótíska líf.

Subject: request of article for an Italian newsmagazine

Dear Ms Vidis Jonsdottir,

I am the editor in chief of the Society department of L'espresso newsmagazine, which is a kind of Italian Newsweek. I had your address from Iberborea, an Italian publisher specialized in contemporary Scandinavian literature. I would like to ask you for an article about Iceland for my magazine, L'espresso.



What da??

Ég var næstum því búin að henda þessum pósti óvart sem ruslpósti.

Ókei, núna var ritstjórinn að hringja. Ég á sum sé að skrifa grein um nýja, breytta, svala Ísland sem alltaf er verið að fjalla um erlendis. Af hverju Ísland sé svona mikið í umræðunni, hvað sé rétt af því sem verið sé að skrifa, hvað fólki finnist um þetta og svo videre.

Tjah.

Jæja já.

Ég hef satt best að segja ekki grænan grun um hvernig ég ætla að ná að skrifa þetta (á ensku, síðan þýtt á ítölsku) og flytja inn á svipuðum tíma - og frú viðutan steingleymdi auðvitað að spyrja hvað hún fengi borgað fyrir þetta. En þar sem Wikipedia tjáði henni að blaðið væri prentað í 1,3 milljónum eintaka og væri eitt aðalvikufréttaritið á Ítalíu sagði hún bara hjárjóma já. Hjálp.

miðvikudagur, maí 28, 2008

Hámark bílleysisins hlýtur að vera að taka strætó í Skeifuna til að finna Bílaleigu Akureyrar og aka síðan til Keflavíkur. Ha ha ha.

Úps, auðvitað hafði ég ekki fyrir því finna út hvert ég væri nákvæmlega að fara heldur smellti mér bara í kápuna og skellti upp sólgleraugunum og hélt af stað. Og úps, auðvitað ók ég fyrst framhjá Keflavík því maður keyrir aldrei þennan assgotans veg nema vera að fara út á flugvöll og svo er svo fínt að syngja í bíl. Og úps, auðvitað var ég svo utan við mig að hlusta á hádegisfréttirnar að ég var allt í einu búin að aka stórar slaufur um bæinn, komin í algjört rugl og orðin alltof sein að taka viðtalið. Umm, best að spyrja til vegar.

"Halló! Halló! Eigið þið heima hérna?" (úps, klár Sigga að stoppa sex unga, uppáklædda karlmenn í jakkafötum, reminder: finna næst gamla konu)
"Ha? Já.." (hlátur)
"Hérna, hvar er miðbærinn? Ég er sko að leita, hérna, að Hafnarstræti."
"Hafnargötu meinarðu?"
"Já, einmitt, Hafnargötu! Hafnarstræti? Djók!"
"Já, þetta er hún..."
"Ha, já, einmitt, ég veit. Bless."

Komin með ísskáp, örbylgjuofn, þvottavél og sófaborð í fóstur.

Og búin að kaupa spegil og kommóðu í Góða hirðinum og líka fimm blómapotta á 100 kall. Sem verður reyndar að teljast einkar undarleg fjárfesting í ljósi þess að ég á blóði drifna fortíð sem blómakona.

Allavega. Komin með sumarhæsið og búin að fara í fyrstu fjallgöngu vertíðarinnar. Akrafjallið er sko geðbilað að sjá.

Allt að gerast.

Hornstrandir í júní, Laugavegur í lok ágúst, anybody?

þriðjudagur, maí 27, 2008

Íslendingar fengu 57% Júróatkvæða sinna frá hinum Norðurlandaþjóðunum.

Ofsalega leiðinlegt hvernig Austur-Evrópuklíkan stendur saman.

mánudagur, maí 26, 2008

Þessi vika verður í boði Barnalands.
Leyfið börnunum að koma til mín en látið þau koma með húsgögn með sér.

Krabbameinsfélagið boðar til fyrirlestrar. Ávaxtabíllinn bíður upp á léttan hádegisverð eftir fyrirlesturinn.

Mynd af niðurbrotnum manni á auglýsingunni.

"Fyrirlestur á léttu nótunum um þunglyndi og krabbamein."

Það besta við Patrek er hvað hann hefur þroskaðan en umfram allt fágaðan húmor.

sunnudagur, maí 25, 2008

Á sumrin á annars ágætlega skynsöm stúlkan það til að ruglast dálítið. Horfa á eftir skynsemi sinni líða út í bjartar nætur og hækkandi sól. Núna veltir kona fyrir sér hvort sumarið sé komið eða hvort enn sé einungis vor.

föstudagur, maí 23, 2008

Ég flyt inn eftir viku - ef einhver á þvottavél sem hann vill endilega losna við á spottprís umm þá skal ég taka hana!

Já og kannski ísskáp líka, stofuskenk, eldhúsborð, eldhússtóla, sófa, hægindastól, fataskáp frammi í gang, stóran spegil... allt það sem þið haldið að gæti farið vel á Víðisstöðum.

Ég á risarúm sem Adda frænka reddaði mér, svo á ég gamla fallega skrifborðið hennar ömmu og líka skrifborðsstól - og þar með held ég að húsgögn mín séu svona um það bil upptalin.

Ef ég flytti inn á morgun yrði fátt inni í pleisinu annað en bækur og handtöskur og slæður og kjólar og minjagripir og málaðar myndir og einhver ofin teppi og útskornar styttur og skraut. Ha ha ha, konan sem átti 150 kassa af skrauti og drasli en engin húsgögn.

Ég mun státa af skreyttasta - en þó tómasta - heimilinu norðan Alpafjalla.

Þeir sem koma að bera kassa, tjah eða mála ef þess þarf, næsta laugardag fá bjór og pitsu og gítarsöng og bakkelsi og kannski bara líka að sjá einhverjar skemmtilegar ljósmyndir að utan..

Þið þekkið mig á því að ég verð þessi brúnhærða í rauðu skónum, þessi sem brosandi safnar lífi sínu loksins saman og ferjar kassa úr hinum og þessum bílskúrum bæjarins. Akkúrat.

miðvikudagur, maí 21, 2008

Í gær var Reykjavík eins og lítið og sætt þorp.

Í dag er hún eins og bær.

Svona um það bil um helgina verður hún væntanlega orðin að borg.

Og í næstu viku miðpunktur alheimsins.


Fyrstu dagarnir eftir heimkomu eru alltaf skemmtilegir, þá tek ég eftir alls kyns hlutum sem ég tek ekki eftir þegar ég er búin að vera þar lengi. Þá er ég konan sem geng hægt um bæinn og horfi upp í loftið og á fólkið og sit á bekk og virði fyrir mér húsin, meðan ég reyni að ná aftur sambandi við staðinn.

Mér finnst ekki gott að koma til Íslands frá fátæku þróunarlandi, það getur eiginlega bara verið mjög erfitt, kannski er ég eitthvað rugluð en ég verð svo döpur þegar ég dett inn í kaupaæðis-Íslendingar-fjalla-um-Íslendinga-hringiðuna og finn hvað margir taka velferðarkerfi og því að geta farið til læknis og í skóla sem algjörlega sjálfgefnum hlut, að ekki sé minnst á að hér sé yfirhöfuð friðsælt. Við getum og eigum að leggja okkar af mörkum til að íbúar fátækari landa geti upplifað þá velmegun sem við sjálf búum við - en það gleymist svo auðveldlega í kaupaæðinu.

Í þetta sinn var ég hins vegar bara að koma heim frá Barcelona, það er langt síðan að ég yfirgaf Mexíkó, auk þess sem Mexíkó er langt frá því að vera Indland eða Súdan þegar kemur að fátækt. Og núna tók ég eftir einu sem ég man ekki eftir að hafa tekið eftir áður við heimkomu því ég hef alltaf verið svo upptekin af einhverju öðru: Öllu græna grasinu!

Það er kannski ekki mikið af trjám á Kaldalandi en þar er grænt gras út um allt. Í Barcelona var nánast hvergi gras, bara hús og tré.

Einu sinni kom ég heim með brjósthimnubólgu frá stað þar sem fólk þurfti almennt að ganga í tvo til þrjá daga til að komast til læknis - ekki á sjúkrahús heldur bara til einhvers sem mögulega hafði einhverja heilbrigðismenntun. Áður en ég fór í flugið var ég hjá vinkonu minni úr fyrra ferðalagi sem bjó í litlu húsi uppi á hæð án rafmagns og rennandi vatns. Hún og fjölskyldan veikjast reglulega af malaríu, reyndar er hún sjálf því miður núna komin með alnæmi.

Nema hvað að ég lenti beint heim í jólastressið og jólabókaflóðið og flatskjáaruglið, kortéri fyrir jól, og það ætla ég aldrei aldrei aldrei að gera aftur. Þá fæ ég bara óbeit á landinu mínu og það vil ég ekki.

Þá er betra að koma heim í íslenska vorið.
Íslenska vorið, íslensku sumarnæturnar eru málið, ég elska birtuna, elska graslyktina.

Þetta er í fjórða skipti sem ég kem heim úr ferðalagi í elsku íslenska sumarið mitt og þannig ætla ég að halda því. Tjah nema náttúrlega Nepalferð í október brjóti upp mynstrið...

Heima.
Búin að pakka upp.
Borða flatkökur, pulsu og seríós.

Ferðin var frábær.

Tíminn flaug. Eins og alltaf.
Einhvern veginn varð þetta að þriggja mánaða ferðalagi.

Grillveisla í kvöld, afmæli og Júró annað kvöld, grill á laugardagskvöld. Ölstofan maður Ölstofan.

Kaffihús í hádeginu. Annar löns á morgun.

Gott að koma heim?
Já, það held ég bara!

mánudagur, maí 19, 2008

Rétt í þessu barst mér boð í brúðkaup í Nepal í október.

Ég er alvarlega að hugsa um að skella mér.

Þeir sem hafa áhuga á að koma með til Nepal sem maki minn vinsamlega hafi samband við ritara minn og merki erindið "stefnumót".

Maður velur vini sína en ekki fjölskyldu.
Ég verð bara að segja það að ég er einstaklega heppin.
Eiginlega bara fáranlega heppin.

Þar með er helmingur fjölskyldunnar búinn að pakka saman og er á heimleið til Íslands. Í Safamýri bíða aðrir fjölskyldumeðlimir en afgangurinn mun svo mæta á landið í júlí og ágúst.

föstudagur, maí 16, 2008

Eg var spurd hvort thad vaeri haegt ad kaupa Heraldinn a Islandi og thad er haegt. Í Eymundsson og Máli og Menningu og Idu og einhverjum svoleidis verslunum. Midvikudagsbladid aetti ad hafa komid i budirnar i gaer, fimmtudag, eda kannski bara i dag fostudag, dunnó.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Áðan fór fram Operation Kaupa Kjól.

Sem endaði vissulega með kjól í poka en líka höfuðverk og svima og hellu fyrir eyrunum og rámri röddu.

Það einkennilega var að í öllum búðunum var sama tónlistin leikin, sama lagið.
Sama helvítis úntsja úntsja ruglið.
Ekki í bakgrunni heldur í botni.

Þá mundi ég af hverju ég meika stundum ekki fatabúðir.

Sorrý, en þegar ég fer í fatabúð þá langar mig bara að skoða föt en ekki vera pínd til að hlusta á partýtónlist.

Það vil ég hins vegar gera þegar ég fer í partý.

Eins og í mun til dæmis gera í blessuðum kjólnum.

Kínverskt nudd á strönd í sól og blíðu er ekki sem verst.

Brottför frá Barcelona: Mánudagskvöldið 19. maí.
Heima rétt eftir miðnætti.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Greinin er sem sagt á miðopnunni í Heraldnum í dag. Hægt að lesa hana hér.

Sumt af því sem var editerað var undarlegt verð ég að segja.
Og ansi langt seilst í að breyta setninum án þess að láta mann vita (en senda manni hins vegar endalausa staðlaða formsatriða-tölvupósta - hefði verið ekkert mál að nefna breytingar).

Þetta skrifaði ég, sem dæmi:

Oh, and apparently my currency was collapsing.

It wasn’t so much the collapsing part that intrigued me – to be honest I am not too worried about that – but rather it was all the attention my country was getting. Well, the negative attention. The big economic boom in Iceland, the financial miracle of late, was said to be coming to an end.

Svona er þetta á netinu:

Oh, and apparently my currency was collapsing. The economic boom in Iceland, the financial miracle of late, was coming to an end!

It wasn't so much the financial meltdown that intrigued me, but the fact that my country was getting attention. And that it was negative attention this time: The Icelandic financial miracle was coming to an end.

Hvaða endurtekning er þetta á "the financial miracle is coming to an end"?
Skil ekki alveg.
Illa orðað.
Virkar næstum því eins og mistök.

Kannski er ég bara mest undrandi yfir því að texta eftir mann sé breytt - bæði orðalagi og heilum setningum hreinlega hent út - án þess svo mikið sem að láta mann vita.

Svoleiðis gerast greinilega ekki kaupin á eyrinni þarna úti - og sorrý en það kann íslenski molbúinn bara ekki meta. En kannski þarf hann bara að hætta að vera svona mikill molbúi.

Annars fékk ég ágætis póst í morgun þar sem mér var vinsamlega bent á að ég ætti að vera glöð yfir þessu og hætta þessu rugli, grein eftir mig væri alltént í blaði sem hefði dreifingu til 186 landa.

Ritari minn er að íhuga málið...

laugardagur, maí 10, 2008

Dear Ms. Jonsdottir,

The NY Times passed your article on to us. We'd like to use it in our "Meanwhile" space. Is that OK with you?


HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA HA.

Á dauða mínum átti ég von.

Ok with me? Yes it is blooooooody okay with me.
Kannski svona eins og draumur lífs míns, herra ritstjóri.

En auðvitað skrifaði ég það ekkert, svaraði bara ofurkúl honum Mr. Schmemann-editorial page editor hjá International Herald Tribune: "Sure, ok with me".

Svo dó ég úr hlátri.

Eruðiekkiaðgrínastímér?

Umm, ég ákvað sem sé í einhverju djóki að skrifa póst til New York Times og spyrja hvort þau vildu ekki pistil frá Íslendingi í ljósi allra þessara frétta um hrun krónunnar og svo videre - veruleiki hins almenna Íslendings væri jú gjörbreyttur frá því að Ísland var í fréttunum fyrir eitthvað svona kjút eins og að Vigdís væri orðin forseti.

Tveimur dögum seinna var ég ekkert búin að heyra til baka og búin að hálfgleyma þessu og hendast áfram í eitthvert annað verk. Þá kom svar. "Mögulega, hugsanlega, ef til vill, gæti hugmyndin sem ég lýsti virkað. Og ég mætti alveg sýna þeim pistil eftir mig en þau borguðu sko ekki nema hann birtist."

Uuu... ókei, auðvitað. Ég fékk svar maður, úps átti ekki von á því. Jæja, í hvað er ég nú búin að koma mér? Ha ha ha.

Skrifa grein. Blaðri blaðri. Senda grein.

Ekkert svar.

Tveimur dögum seinna: Við höfum fengið greinina þína senda og munum skoða hana.

Uuu... ókei.

Einn dagur líður, tveir dagar líða, þrír, fjórir, fimm, sex.

Ég er búin að afskrifa greinina, finnst eiginlega bara fyndnast af öllu að hafa skrifað til New York og síðan þrumað í þau pistli og actually fengið svar um að þau hefðu í það minnsta móttekið helvítis greinina.

Óvænt bréf kemur inn í pósthólfið: Megum við senda greinina á systurblað okkar International Herald Tribune?

Ha, auðvitað, Heraldinn er uppáhalds blaðið mitt, ég hefði byrjað á að senda stöffið þangað ef ég hefði bara vitað hvern væri best að hafa samband við þar. Jú, í gvöðanna bænum sendið þetta á hann Harald.

Póstur örskömmu síðar, jákvætt svar, frá Heraldinum.

HA HA HA HA HA, þetta er of fyndið.

Nú krossa ég fingur um að hann Schmemann minn á Heraldinum verði við góða heilsu þangað til blaðið er komið út því ég trúi þessu ekki fyrr en ég hef fucking blaðið á borðinu fyrir framan mig. Hef ekki græna glóru um hvenær það gæti orðið.

miðvikudagur, maí 07, 2008

Húsið á Carrer de Ribera er í meira lagi athyglisvert.
Íbúðin okkar er til dæmis á þriðju hæð, sem þó er sjötta hæð.

Ekki spyrja mig um lógíkina.

Neðst í portinu eru steyptar hellur sem ekki nokkur leið virðist vera að komast niður að, þetta er eins og að vera í völundarhúsi. Einn daginn missti móðir skóinn sinn niður af sjöttu hæð, ég meina þriðju, og úúúúps hann lenti niður í umræddu porti. Allir hrista bara höfuðið þegar við reynum að spyrja þá hvernig við getum nálgast gripinn. Jú, sjáið á neðstu hæðinni er enginn útgangur beint út í port. Ég bíð spennt eftir að finna umræddan útgang á sjöttu hæð, ég meina þriðju. Jæja..

Athyglisverðast af öllu eru þó kannski hljóðin í húsinu.

Þegar síminn hringir er til dæmis ekki nokkur leið að vita hvar hann er að hringja, mögulega tveimur hæðum fyrir neðan.

Þvottavélahljóð og pönnuskak gætu komið svona um það bil hvaðan sem er í húsinu. Líka kjötbollulyktin sem fyllir allt rétt eftir hádegi á hverjum degi.

Útvarp á fullum styrk kemur frá konunni við hliðina, stundum byrjar hún klukkan sjö á morgnanna. Rokktónlist kemur mögulega úr Citadel garðinum við hliðina.

Sönglið sem berst um allt hús er hins vegar það allra athyglisverðasta. Söngl sem til að byrja með var ekki nokkur leið að átta sig á úr hvaða munni gæti komið. Var þetta bænasöngl? Var þetta einhver að syngja katalónskan Stál og hníf sem hljómaði bara svona eins og bænasöngl? Eða var þetta ungur ofsatrúarmaður að undirbúa eitthvað stórkostlegt plott, já hlaut það ekki að vera, bænasönglið varð sífellt aggressívara, þetta var orðið hálfóhugnanlegt, hver andskotinn var þetta?

Einn daginn mætti ég röddinni í stigaganginum.

Ha ha ha, ofsatrúarmaðurinn reyndist vera pínulítill, hrukkóttur, tannlaus gamall maður í sloppi.

Þá er það komið á hreint: Steini bróðir verður á Íslandi í heilan mánuð í sumar.
Og Kristin, Kristín Elísabet og Daníel Tómas í sex vikur.
Vú húúúú!

Litlufrændsystkinaboð í Barmahlíðinni eru í massívri skipulagningu.

Og innflutningsogútskriftarpartý, maður.
Í júní, börnin mín, í júní.

Þegar sleðarnir í skólanum ákveða að útskrifa mann ári eftir að maður kláraði þá heldur maður náttúrlega bara útskriftarpartý jafnundarlega seint.

Örvæntið eigi, á borðum verður lítri af tekíla sem ég keypti í Tequila og dröslaði með mér í gegnum sex flugvelli. Það verður heilög skylda að njóta hvers dropa af drykknum rétt eins og um eðalkoníak væri að ræða.

mánudagur, maí 05, 2008

Ég gæti búið í Barcelona, þetta er yndislegur staður, yyyyyyndischlegur.

En ég er nú sko bráðum að fara að fá íbúð afhenta.
Og þá verður maður víst að koma sér heim.
Og heima er nú líka góða fólkið mitt.

Segjum að heimkoma sé eftir um það bil tvær vikur.
Kannski nítjánda eða þar um bil, í seinasta lagi einhvern tímann í þeirri viku.

Roger.

föstudagur, maí 02, 2008

Sólskin, pils og sandalar - og lífið verður dásamlegt.