föstudagur, júní 12, 2009

Eyðimörkin er einungis einu símtali í burtu.

Ég heyrði í fyrradag í Sama - 18 ára dóttur Aydu sem ekki fékk boð um að koma til Íslands ásamt móður sinni og systkinum vegna þess að hún var gift.

Í Al Waleed í Írak hækkar hitinn með hverjum degi.

Þar er á mannamáli í dag orðið viðbjóðslega heitt.
Og ekki fyrir nokkurn mann að búa þar í tjaldi.

miðvikudagur, júní 10, 2009

Nei, svona grínlaust, það er fátt betra en að hjóla. Aaaaah.

Þræla sér upp brekkur, skjótast niður þær, finnast maður frjálsari en fuglinn, fá hreina loftið í andlitið, beint í æð.

Eins mikið og ég elskaði að vera úti þá var það á endanum að gera mig geðveika að geta hvorki hjólað né skokkað. Og göngutúrar urðu alltaf rölt en ekki kraftganga sökum bílaumferðar, mannmergðar eða einfaldlega hita.

Það urðu fagnaðarfundir þegar ég fékk hjólið mitt úr pössun. Ég fékk þó valkvíða eitt sekúndubrot: Hvort átti ég að byrja að hjóla eða fara út að hlaupa?

mánudagur, júní 08, 2009

Ég á eftir að sakna Sýrlands.Og góða fólksins þar sem ég bjó í Damascus:

Og Spánverjans míns.En það var samt gott að koma heim í fallegu íbúðina mína, fallega garðinn minn, sjá túlípanana og fólkið...

mánudagur, júní 01, 2009

Klakanidursetning: 4. juni rett fyrir midnaetti.

Flyg fra Damascus til London ad morgni fimmtudags.
Og fra London til Islands sama kvold.

Groundhog Day?

Mer finnst eg einhvern veginn alltaf vera ad skrifa faersluna "nu er eg alveg ad koma heim i islenska sumarid". Thetta er surrealiskt - var eg ekki ad skrifa thessa faerslu i gaer? Nei, okei, thad var i fyrra, eitt ar sidan. Jaeja.

Allavega, alltaf svo gott ad koma heim og sja islenska vorid, islenska sumarid. Koma heim i grasid og birtuna og fuglasonginn og fjallablamann. Hitta elsku fjolskylduna og vinina.

Eg held ad eg hafi einu sinni farid i eins og halfs manadar ferdalag, tvisvar i tveggja manada, tvisvar i thrja manudi, einu sinni i fjora og einu sinni i atta. I fimm tilfellanna hef eg allavega komid heim i islenska sumarid.

Allt hefur sinn sjarma og eg kann vel vid thetta allt - en thad verdur ad segjast ad vefsidan maelir serstaklega med thvi ad fara i burtu a timabilinu januar til mai - fara ur dimmunni og koma heim i birtuna.

Og vera i burtu i svona thrja manudi.

Eg held ad thad verdi nyja themad.

Eg aetla aftur hingad a svaedid i haust. Rannsaka meira, taka fleiri vidtol, fara aftur i flottamannabudirnar i Irak, dvelja i Palestinu osfrv osfrv osfrv. Skrifa blessada bokina...

Vera kannski svona i thrja manudi...

Insjallah.