sunnudagur, apríl 26, 2009

Eg a enn eftir ad gera thad upp vid mig hvor er i meira uppahaldi hja mer:

Gamli kallinn sem a tomu budina med engu nema nokkrum kossum af olivum sem hann situr reykjandi yfir allan daginn.

Eda gaurinn med verslunina sem selur sigarettur og sveppi i dos.

- Hvad aetlar thu ad gera thegar thu verdur stor sonur saell?

- Eg aetla ad stofna bud sem selur sigarettur og sveppi i dos.

Sko bara, gat loksins sett inn ljosmynd!

Netid hefur neitad ad taka vid blogspot myndum hingad til. Her er mynd af Rambo (US gaurinn med solgleraugun) ad utskyra oryggisreglurnar a irosku landamaerunum. Hann tok hlutverk sitt aaaaafar alvarlega og virtist hafa lesid starfslysinguna ut ur vondri actionmynd.

Wanna-be-hero-wanna-save-my-country-from-da-terrorists-Mr-Rambo helt idulega ad eg vaeri ad hlaeja med honum thegar eg var i raun ad hlaeja AD honum. En thad segi eg engum!

miðvikudagur, apríl 22, 2009

Ég byrjaði að skrifa bókina mína á sunnudag.
Sunnudagur til sælu.

Þremur mánuðum, upp á dag, eftir að ég tók fyrsta viðtalið á Akranesi.
Tilviljun? Tjah.

Ég var ekki búin að þora að byrja því ég hef ekki hugmynd um hver strúktúr verksins verður og á hvort eð er svo mikla rannsóknarvinnu eftir - en ákvað síðan að þetta gengi ekki lengur. Einn og tveir og byrja nú. Prófa að minnsta kosti.

Viti menn, ég er enn á lífi.

Nema hvað, fyrir nokkru barst mér erindi af Íslandi þar sem ég var spurð hvort segja mætti frá bókarskrifum mínum. Ég afþakkaði pent og sagði að verkefnið væri einfaldlega ekki komið nógu langt til þess að ég vildi fara nokkuð með það í fjölmiðla. Var enn eitthvað svo feimin með þetta.

Hvað gerir frú fáviti síðan nokkrum dögum síðar?

Jú, aular bókarskrifunum út úr sér við New York Times.

Þau spurðu af hverju ég hefði eiginlega farið í flóttamannabúðirnar og ég svaraði þeim eitthvað annars hugar að ég hefði í hyggju að skrifa bók.

Nokkrum klukkutímum síðar var það komið á vefinn.
Daginn eftir á prent.

Í blaði sem fer frá Ghana til Úrúgvæ til Líberíu til Kína til Kambódíu til Rússlands til Frakklands til Færeyja.

Úúúúúúps.

Fááááviti.

Sigridur Vidis Jonsdottir is writing a book about the Iraqi Palestinians in Iceland.

Best að segja öllum heiminum frá þessu fyrst við erum að því á annað borð.
MUUUUUUU.
Stundum er mér ekki viðbjargandi.
Reminder: Hætta að vera svona utan við mig. Focus, stúlka. Focus.

Hægan, hægan, þetta er ekki búið. HA HA HA. Greinin blessaða - og nótan að ofan - halda áfram að poppa upp. Í hinum og þessum blöðum.

Endaði til dæmis í Khaleej Times í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það fannst mér fyndið. Eitthvað svo fáranlega súrrealískt að ég sprakk úr hlátri.

Poppaði þar næst upp í Katar í blaðinu Qatar Tribune.

Í gær fann ég hana síðan á editorial síðunni í New Nation í Bangladesh.

??!!

föstudagur, apríl 17, 2009

Raymond, sem a gistiheimilid, fannst af einhverjum undarlegum astaedum storkostleg hugmynd ad kaupa paskaunga og baeta i dyrafloruna a gistiheimilinu.

Thar er fyrir stod af skjaldbokum. Og kanina.

O ja, og gleymum ekki hamstrinum sem var vist olettur thegar hann maetti a svaedid og eignadist tvo hamstraborn daginn eftir.

Julie, kona Raymonds, reitti har sitt. "Gooood, its like in a zoo! Ye, go and buy a bloody pregnant hamster!"

Paskaungarnir gaeddu dyragardinn enn frekari exotiskum ljoma. Thangad til ad their drapust allir a annan i paskum.

Enda er theirra eina hlutverk i lifinu ad vera mannfolkinu gledi a paskum. Muuu.

Her kemur thad besta: Einn var appelsinugulur, annar bleikur, thridji blar, sa fjordi graenn og sa fimmti raudur.

Onatturulegt??!!!

Eg segi bara eins og Julie: Bloody hell!

Ég eyddi gærdeginum í óstöðvandi hláturskasti. Sá mér til mikillar furðu að það var forsíðutilvísun á greinina mína í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune.

What????

Ég hóstaði svo mikið þegar ég sá þetta að gamli krumpaði kallinn sem seldi mér blaðið varð allur hinn vandræðalegasti.

Hin greinin sem vísað er á af forsíðunni er grein eftir nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman. Héðan í frá mun ég eingöngu vísa til Mr Krugmans sem KOLLEGA MÍNS.

VIEWS

Paul Krugman
Policy makers are not at all ready to do what is necessary to get us out of
this financial crisis: We need to make banking boring again. Page 7

Deserted in Iraq
Sigridur Vidis Jonsdottir writes about a group of about 1500 Palestinian
refugeew who are stuck living in tents in Iraq's sweltering desert without
a nationality. Page 6


Þetta fer í ramma upp á vegg. Oooof fyndið.

Ég tek þessu vitanlega sem tákni um það að ég muni fá Nóbelsverðlaunin dag einn. Enekkihvað.

mánudagur, apríl 13, 2009

Þegar ég var um það bil að fara að grenja yfir áhugaleysi bresku pressunnar á Al Waleed þá gerðust undur og stórmerki: New York Times tók pistil eftir mig frá Írak. Ha ha ha, ég trúði ekkí mínum eigin augum:

http://www.nytimes.com/2009/04/11/opinion/11iht-edjonsdottir.html

Þetta er á vefsíðu New York Times og í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune. Er í Sat-Sun blaðinu á editorial opnunni. Fólk í útlöndum getur keypt þetta úti á götu, fólk á Íslandi í Mál og Menningu og Eymundsson.

Happy, happy, happy. Svona eins og að fá að vera í byrjunarliði Barcelona. Væri ég fótboltamanneskja það er. Trúi þessu ekki enn. Fa la la.

föstudagur, apríl 10, 2009

Þegar ég sé ferðamenn á Íslandi reyni ég oft að vera hjálpleg og spyrja hvort ég geti eitthvað aðstoðað þá eða vísað þeim til vegar. Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef aldrei boðið þeim heim til mín í te eða kaffi - hvað þá heita máltíð. Eða boðið þeim að gista.

Dagsferð til bæjarins Bosra - þar sem mörg hundruð ára gamalt rómverskt hringleikahús var grafið upp úr sandinum á seinustu öld - endaði með endurtekinni tedrykkju.

Þar sem við Spánverjinn félagi minn rápuðum um gamla bæinn í Bosra og virtum fyrir okkur gervihnattadiska innan um eldgamla borgarveggi rákumst við á nokkrar kindur og krakka í fótbolta.

Við settumst niður og nutum sólarinnar, æfðum arabíska frasa á börnunum og fyrr en varir var afi gamli kominn á svæðið, sem reyndist síðar ekki vera afi heldur pabbi krakkanna. Og afi vildi endilega bjóða í te og dró okkur yfir borgarrústirnar, upp og niður og ofan í eitt portið. Húsmóðirin tók okkur fagnandi og vildi endilega gefa okkur að borða. Og vildum við ekki bara líka gista?

Við steingleymdum okkur og misstum af seinustu rútunni til Damascus. Vandræðumst á aðaltorginu en þá kom vinalegur maður sem við höfðum spjallað stuttlega við fyrr um daginn. Hann sagði að þetta væri ekkert vandamál. Hann myndi bara biðja nágranna sinn um að skutla okkur 40 kílómetra til annarrar borgar þaðan sem við gætum tekið rútu til Damascus.

Síðan bauð hann heim í te til nágrannarins. Vinurinn sagði fátt en brosti feimnislega og horfði afsakandi á umbúðirnar á vinstri hönd, hafði skorið sig illilega nokkrum dögum áður. Foreldrar hans tóku okkur fagnandi. Spurðu hvort við gætum ekki fundið góða konu fyrir pilt, hann væri svo helvíti feiminn sjálfur að þetta gengi ekki neitt. Og kominn langt yfir þrítugt.

"Svona drengur, talaðu við gestina. Æfðu þig í frönsku, æfðu þig í ensku!"

Einkasonurinn horfði vandræðalegur á sáraumbúðirnar. Umlaði eitthvað. Leit síðan feimnislega upp og brosti til gestanna. Pabbinn reif fram vídeótökuvél. Filmaði gestina æfandi arabísku kokhljóðin.

Myrkrið skall á og við settumst í hóp út á blómum skreytta verönd. Sætt te í bollum, döðlur á borðum. Vatnspípureykur svífandi yfir vötnum. Sæt lykt af eplatóbaki. Tunglið að nálgast fyllingu, heiður himinn. Fullkomið andartak.

Skyndilega rak ég augun í eitthvað stórt og skrýtið liggjandi í garðinum. Hver þremillinn? Þetta var gömul rómversk súla. Mörg hundruð ára gamall fornmunur liggjandi í grasinu.

"Já, þetta var bara hérna," heyrðist aftan úr vídeótökuvélinni. "Þetta er í öllum görðum í gömlu borginni. Þú gerir þér grein fyrir því að í Bosra er sagan á hverju strái."

Jú, jú.
Og líka tebollar og vingjarnlegheit.
Halelúja.

Í gær fór ég fótsnyrtingu í fyrsta sinn á ævinni. Það kostaði 600 kall. Í dag er ég með ákaflega vel lakkaðar neglur og silkimjúkan fót.

Í Damascus get ég borðað risavaxinn kjúklinga-shawarma fyrir 150 kall.
Keypt kassa af jarðarberjum fyrir 125 kall.

Keypt bakkelsi hjá bakaranum á 25 krónur.

Fengið mér stórt glas af nýkreistum ávaxtasafa eða smoothie (appelsínur, jarðarber, kiwí, bananar, engin aukaefni) á 100 krónur.

Verslað banana, epli, tómata, hálft kíló af jógúrt og ost fyrir 200 kall.

Farið í klippingu á hárgreiðslustofu (hárþvottur, klipping, blástur) fyrir 750 kall.

Og það þótt íslenska krónan sé í ruglinu.

Aaaa...