þriðjudagur, janúar 27, 2009

Hvernig nýta skal stjórnarkreppu:

Fara í ræktina.
Á kvöldfréttatíma.
Festast á brettinu yfir lengdum fréttatíma og Kastljósi.

Tíma ekki að hætta að horfa.

Vera allt í einu búin að þjösnast 9 kílómetra.
Hugsa að fátt sé svo með öllu illt.

Íhuga framboð til íþróttamálaráðherra og hóta sérframboði fáirðu það ekki.
Draga þetta snarlega til baka og segja heldur af þér á fjölmennum blaðamannfundi.

Flottastur

Kallar efnahagshrunið á breytingar á stjórnskipun Íslands og stjórnsýslunni? Væri ef til vill rétt að kjósa ráðherra beinni kosningu?

mánudagur, janúar 26, 2009

- Já, sæl, þetta er á Sunday Times. Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi? Geturðu skrifað um það?
- Ha, já, já.
- Og skilað því á föstudag kl sex.
- Ha, já, já.

- Mjög gott.
...

- Ókei, skila á föstudag, hvort er þetta þá fyrir laugardagsblaðið eða sunnudagsblaðið?
- Ha?
- Já, hvort er þetta til birtingar á laugardag eða sunnudag? Bara gott að vita upp á skrifin, skilurðu.
- Heyrðu... sko... þetta er fyrir SUNDAY TIMES.


...

Ó! Já, huh, einmitt, sko, akkúrat, auðvitað.
HA HA HA!

Ég er rugludallur.

Fréttin er hér.

Þetta er í Sunday Times Business.

Nú ég ég ekki bíl og fannst hryllilega fyndið þegar ég var beðin um að rigga upp grein í bílablað Moggans. Og mér finnst líka endalaust fyndið að þurfa að redda viðtölum við matgæðina um einhverjar gúrmet uppskriftir, enda er seríós með sojamjólk svona um það bil mest notaðasta uppskriftin mín. En það er ekkert miðað við hversu fyndið það er að fá suð í eyrun við að heyra orðin skortsala og áhættustýring en skrifa svo í viðskiptablað. Breskt viðskiptablað.

Sunday Times var fyrst gefið út árið 1821. Og Times árið 1785. Þau skrifuðu sum sé um borgarastríðið í Bandaríkjunum og þrælasöluna og stríð Mexíkó og Bandaríkjanna og stríð Frakka og Þjóðverja á 19. öld og allt þetta sem gerðist þarna í gamla daga...

Það er frá Times sem öll hin Times-blöðin taka nafn sitt - New York Times, Los Angeles Times osfrv. Og héðan sem nafnið á letrinu "Times New Roman" kemur.

Sami maður eignaðist Times og Sunday Times á síðustu öld.

Í dag kemur Times út frá mánudögum til laugardags og Sunday Times á ... well... sunnudögum!

Viðburðarríkir dagar, dúddamía.

Þjóðin er meira og minna í áfalli eftir að landið hennar var sett á hausinn.

Það að lemja með sleif í pott standandi í hóp með gömlu fólki og ungu fólki og barnafólki og alls kyns fólki virðist veita fólki útrás. Og gefa því örlitla tilfinningu fyrir því að það sé við stjórn í eigin lífi - á tímum þegar það er skuldsett upp í haus til næstu áratuga vegna ákvarðanna misvitra manna.

Það hlýtur að teljast afar undarlegt - svona út á við og gagnvart hinu meinta alþjóðasamfélagi og erlendum fjárfestum sem er víst svo ægilega mikilvægt núna að endurheimti traust sitt á okkur - að heilt land fór á hliðina en allir sátu engu að síður sem fastast í sætum sínum þegar mótmælin hófust.

Trúverðugt?

Jæja, back to work - eða meira svona halda áfram að ýta á "refresh" á mbl og rúv...

fimmtudagur, janúar 22, 2009Svona var stemmningin í gærkvöldi. Samstaða, gleði og ótrúlegur kraftur. Áður en vitleysingarnir stálu mótmælunum og fóru að grýta lögreglumenn - eftir að flestir voru farnir heim.

Photo by Sveinborg.
Áfram Ísland!

mánudagur, janúar 19, 2009

Ég hef verið spurð að því hvað ég sé nú eiginlega að fara að þvælast til Sýrlands.

Umm, þetta snýst um verkefni sem ég er að fara að vinna en er ennþá ekkert til að segja frá.

En ég er allavega komin með herbergi til leigu í gömlu borginni í Damascus. Ha ha. SKIPULAGÐA TÝPAN...

Neyðarsöfnun fyrir Gaza:

Reikningur 542-26-6990
Kennitala 520188-1349

sunnudagur, janúar 18, 2009

Destination: Sýrland.
Brottför eftir ca einn og hálfan mánuð, líklega svona í lok febrúar.

Stefni á farmiðakaup hið fyrsta.

Nýja Sigga á Nýja Íslandi: Skipulagða týpan.

föstudagur, janúar 16, 2009

Ég verð þessi í kjólnum með uppsetta hárið á barnum í kvöld og kannski bara alla helgina, þessi sem skálar skælbrosandi fyrir því að allt virðist ætla að ganga upp og planið sem var óljós, kreisí hugmynd fyrir tveimur vikum er orðið að masterplani, ha ha. Magnað. Join in.

miðvikudagur, janúar 14, 2009

Ég held ég gæti verið á leiðinni þangað:Og kannski þangað:Eða eitthvað.
Gul og græn lönd á kúlunni.

þriðjudagur, janúar 13, 2009A piece of India í boði Alishu upprennandi ljósmyndara á Indlandi. Hún býr í Delhi og fer á morgun til Mumbai/Bombay að hitta Apörnu vinkonu okkar sem er nýsnúin heim til Indlands frá Bretlandi.

Dauðlangar mig að slást í hópinn?

Umm, já!

Á Íslandi hætta útlönd að vera til.

Íslenskt fólk fjallar um Íslendinga - og hinir 6,5 milljarðarnir sem búa á jörðinni gætu stundum allt eins verið í öðru sólkerfi.

Þess vegna langar mig til útlanda. Til að minna mig á að elsku Íslandið mitt er ekki heimurinn og heimurinn er ekki Ísland.

mánudagur, janúar 12, 2009

Árið 2008 voru konur 7 af 150 þjóðkjörnum þjóðarleiðtogum.

Til hvers líka að hafa þær 75 þegar hægt er að hafa þær bara 7? Iss.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Það sem á sér stað á Gaza er svo hræðilegt að ég á engin orð til að lýsa því.

Innikróað fólk sem kemst hvorki lönd né strönd.

Innikróað og getur einungis vonað að næsta sprengjuregn lendi ekki á heimili þess. Sá sem flýr að heiman gerir það ekki nema í neyð - þetta fólk getur ekki einu sinni flúið, það kemst ekki neitt.

Byrjað að sprengja - engin tilviljun - milli jóla og nýárs þegar heimsbyggðin er upptekin við eitthvað annað en að fordæma árásir.

Höfuð og útlimir barna í blóðpolli í tómarúminu milli þess sem einn Bandaríkjaforseti hættir og annar tekur við - og enginn er í raun við stjórn. Engin tilviljun.

Ó, já, og svo eru auðvitað kosningar í Ísrael á næsta leiti.

Ísrealsk vinkona mín í Tel Aviv er miður sín yfir þessu öllu saman.

I have a lot of criticism for the Palestinians but Israel, as usual, overreacts. Actually, the word overreacts is not strong enough, it is just crazy. It is true that Hammas has been firing missiles at the south of Israel for 8 years (with little damage, but still horrible, even few people dead is too much) but the reaction is: a) not proportional b) will not achieve anything as the Palestinians will not stop fighting Israel until they get the rights they deserve.

Hún heldur síðan áfram í póstinum og spyr hvernig Íslendingar hafi það. Hvernig okkur gangi í okkar þrengingum.

Sú spurning verður í framhaldinu af blóðpollinum og búrinu sem fólkið á Gaza er fast í einhvern veginn algjörlega úr samhengi.

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Ég tel að allir þeir sem stýrðu fjármálakerfi okkar Íslendinga beri sína ábyrgð og að þeim beri að meta með ábyrgum hætti hvernig þeir axli hana.

Mistök fortíðar leiddu okkur á þann stað sem við erum á núna. Eins mikilvægt og það er að rannska ítarlega hvað gerðist, skiptir ekki síður máli að hver og einn horfi í eigin barm og bregðist við því sem hann þar finnur.


- Bjarni Ármannsson í grein í Fréttablaðinu.

föstudagur, janúar 02, 2009

Árið 2007 var skrýtið ár. Og mér fannst bara fínt þegar það var búið.

Ein eftirminnilegasta jólakveðjan sem ég fékk í fyrra var frá vinkonu sem sagðist þess handviss að árið 2008 yrði árið mitt.

Það reyndist rétt.

Þetta var árið sem byrjaði í þoku en svo lá allt einhvern veginn upp á við. Ókei, þangað til í október... Ég er þó ekki nema hæfilega stressuð yfir vinnumálum.

30. maí um hádegisbil og 31. maí, einnig um hádegisbil, voru vendipunktar ársins í persónulega lífinu. Tveir aðskildir hlutir sem saman létu þetta allt einhvern veginn meika sens. Breyttu öllu. Án þess þó að ég skildi það til fulls meðan augnablikið varði. Eða hversu mörg framtíðartækifæri til að lifa góðu lífi opnuðust í framhaldinu.

Fyndið að þessar tvær dagsetningar skyldu vera svona nálægt hver annarri.

Inn í árið 2009 heldur hún með allt annað í farteskinu en í janúar 2008.
Aaaah.