föstudagur, nóvember 30, 2007

Börnin góð, hér er myndband eftir stúlkuna, frá New Orleans:http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=13427&play=1Guði sé lof fyrir góða klippara á Morgunblaðinu...

Ha ha ha, hristu tökurnar mínar enduðu bara ekkert svo hristar eftir að klipparinn - starfsmaður mánaðarins - var búinn að fara höndum um þær.

Móðir mín snillingurinn er hvorki meira né minna en tilnefnd fyrir Íslands hönd, ásamt Braga Ólafssyni, til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Tilkynnt klukkan ellefu í morgun.

VÚ HÚ VÚ HÚ VÚ HÚ VÚ HÚ!!!!!!!!

mánudagur, nóvember 26, 2007

Jólahlaðborð Árvakurs var bráðskemmtilegt - þótt jólalög á harmóníku hafi reyndar hljómað eins og grín á góðu sumri.

En kannski er ég bara ekki komin í nógu mikið jólaskap.
Það er enda enn mánuður í hangilærið og sykursjokkið.

Jóla hvað?

Minni jólastemmning var í eftirpartýinu í höfuðstöðvunum á Laugaveginum sem ákveðið var að halda klukkan hálf fimm. Nágranninn var eitthvað fúll en gestirnir hressir.

Lína langsokkur og Níels api, vinstri og hægri, frjálshyggja, tilfinningar, kotra, El Salvador og spuni á gítar, er meðal þess sem bar á góma í súrrealískasta eftirpartý sem haldið hefur verið norðan Alpafjalla, enda gestirnir úr einkar ólíkum áttum. Verið er að vinna að einkaleyfi á kvikmyndahandritinu upp úr gjörningnum.

Jóla hvað?

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Um daginn var mér bent á að þegar orðið "silfurskotta" er slegið inn á myndasíðu goggle birtist eftirfarandi mynd:Ha ha ha ha ha.

Við silfurskottan erum annars við góða heilsu að vinna á Eyrarbakka.

mánudagur, nóvember 19, 2007

Mamma er búin að skrifa bækur í 20 ár.
Iðunn systir hennar í 25 ár.

Þær héldu upp á 45 ára rithöfundaafmæli sitt um helgina.

Það var enginn hægðarleikur að koma öllum ritverkum þeirra upp í Gunnarshús þar sem veislan var haldin. Þetta voru bílfarmar af stöffi. Smart að geta skreytt húsið með eigin verkum.

Og með fengju að fylgja úrklippubækur með ógleymanlegum viðtölum. Móðir með permanent, systur með axlapúða. "Við keyptum ekkert í Glasgow". "Erum báðar miklar barnakellingar." Við strákarnir stolt á ljósmynd með mömmu í sólstofunni, ég í gulum buxum með svörtum doppum og búin að missa nokkrar barnatennur. "Börnin bestu gagnrýnendurnir".

Samanlegt liggja eftir þær systur yfir 400 bækur, smásögur, leikrit, lagatextar, ljóð og svipmyndir.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Til umsagnar hjá skipulagsnefnd SVJ er eftirfarandi plan:

Sleppa því að eiga bíl til frambúðar en stofna á hinn bóginn bílareikning í bankanum. Leggja sömu upphæð inn á þann reikning á mánuði og það myndi kosta stúlkuna að eiga bíl. Eiga hundruð þúsunda í lok hvers árs og nota það fé til ferðalaga. Nota bílasparnaðinn í farmiða og mögulega afborgun á íbúð á Íslandi eða annars staðar meðan á ferðalagi stendur.

Skrifa greinar að utan til að eiga fyrir upphaldi þar.

Pottþétt plan?
Ja há.

Í kategóríu 1 á 5 ára ferðaplani stúlkunnar eru m.a. Sýrland í tengslum við lokaritgerðina, Mexíkó að heimsækja Rosanne og Fernando, Sierra Leone að skrifa um ofbeldi gegn konum í stríði og Pakistan að heimsækja Jamali og Shamshad þegar þau verða komin þangað aftur.

Kategóría 2 inniheldur síðan alla hina staðina... mú ha ha.

Fátt þykir mér skemmtilegra en að tala við fólk.

Stundum get ég bara ekki ímyndað mér skemmtilegra starf en að fá að skyggnast aðeins inn í heim annarra og skrifa greinar.

(Þegar kaffibollar dagsins eru orðnir átta og kapphlaupið við að klára texta áður en blaðið fer í prentun er í hámarki, er sjarminn við blaðamannsstarfið hins vegar sigldur út á hafsauga og vel það. Andskotans stress).

En allavega.
Fólk.

Mér finnst gaman að spjalla við fólk.
Gamalt fólk, ungt fólk, fátækt fólk, ríkt fólk, íslenskt fólk, fólk í öðrum löndum, glatt fólk, leitt fólk, alls konar fólk.
Kynnast einhverju nýju.

Best af öllu er að fara í ferðalag og sjá hvar maður endar.

Allt í einu gæti maður hafa lent inni á gafli hjá eldri hjónum sem hafa búið í húsvagni síðan varnargarðarnir í New Orleans brustu. Þau eiga fé til að endurbyggja en tekst ekki að ráða smiði.

Maður gæti dottið niður á áhugaverð samtök sem reyna að gera ástandið íbúunum auðveldar og endað í draugalegum yfirgefnum húsum sem standa opin og grotna niður. Hverjir áttu eiginlega heima hér? Þarna er máð ljósmynd á gólfinu - hvert fór fólkið?

Maður gæti spjallað um lífið og tilveruna við níræðan mann sem beið í 3 daga uppi á háalofti eftir hjálp, verið óvænt lent inn á kennarafund, rætt tónlist Múm og Sigur Rósar við bókasala eða talað við unga konu sem býr í yfirgefnu hverfi.

Kannski er ég eitthvað undarleg en mér finnst fátt áhugaverðara en einmitt þetta.

Það var hressandi að ævintýrast aðeins og frekar fyndið að gera það í Bandaríkjunum.

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

New Orleans er enn i klessu, tveimur arum eftir fellibylinn Katrinu.

Stulkan er enn ad melta staerdina a skemmdunum.

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

Thad var erfitt ad segja bless vid litlu fraenku og litla fraenda.

Nu er stulkan komin til New Orleans.

Yfir og ut.

laugardagur, nóvember 03, 2007

Fuglasöngur, sólskin, friðsæl strönd, þrjátíu stiga hiti, tær sjór.
Stúlkan flýtur um á vindsæng.

Lífið verður undarlega einfalt á vindsæng.

Í sandinum leikur sér þriggja og hálfs árs gömul frænka.
"Auntie Sigga! Sigga frænka come see me!"

Á leiðinni til baka lítum við eftir eðlum og skoðum plönturnar.
Síðan lesum við íslenska bók.

Litli frændi sefur en vaknar síðan og brosir.
Hann er með himinblá augu eins og systir sín og bæði brosa þau með öllu andlitinu.

Þegar Jónsdóttirin ber á sig Aloa Vera um kvöldið og hengir bikiníið upp á snúru er meira eins og það sé hásumar en byrjun nóvember.