föstudagur, september 28, 2007

Í gær átti ég undarlegan vinnudag.
Hann fólst í því að vinna non-stop í 15 og hálfan tíma, án matar- og kaffipásu.

"Íslensku leiðina" á þetta sem sé.

Afraksturinn er að finna á miðopnuninni, grein um Búrma.
"Það hringir enginn hingað"

Út að kaupa blaðið, lömbin mín.

Athyglisverðir hlutir hafa átt sér stað í Búrma seinustu daga og vikur.
Fólk hefur risið upp og mótmælt herforingjastjórninni sem tók sér völd árið 1962. Árið 1988 voru mótmæli í landinu sem enduðu með því að amk 3000 létu lífið. Núna hafa hins vegar munkar og nunnur streymt út á göturnar. Það flækir málin verulega fyrir herforingjana sem spila sig góða og gegna búddista.

Ég kláraði greinina 23:25.
Þá átti eftir að gera myndatexta, prófarkalesa, láta greinina passa í plássið og lesa yfir á síðu.
Morgunblaðið á að fara í prentun kl. 00:00.

Tikk takk, tikk takk.
Mín grein á endanum það eina af blaðinu sem ekki er klárt.
Stressandi?
Tjah.

Hefði svo sem ekki verið vandamál ef ég hefði ekki um morguninn þurft að skrifa hálfsíðuviðtal fyrir menninguna og ekki frétt fyrr en klukkan 14 að miðopnan væri mín fyrir Búrma. Ha? Ég með ekkert af myndunum mínum inni í kerfinu. Fartölvan heima.

Fa la la.

mánudagur, september 24, 2007

Vinna vinna vinna.

Seinasta vika var undarleg.

Ég veit ekki hvort var undarlegra þegar listapistilshugleiðingar mínar um að ræða mögulega hugmynd að risastóru heimskorti og hnattlíkani við Villa borgarstjóra voru komnar á baksíðu Moggans með fyrirsögninni "Sigríður Víðis Jónsdóttir vill veröldina í vatnsmýrina og ÆTLAR að ræða málin við borgarstjóra" - eða þegar breska söngkonan Katie Melua hringdi óvænt í vinnusímann minn, mörgum dögum á undan ráðgerðum viðtalstíma.

"Sighrihdur? Hi, this is Katie."

"Katie??"

"Yes, hello"

"Uuu... hello.. (hugsa hugsa, Katie?) Ég beit í tunguna á mér rétt áður en ég skellti fram "Katie who?" og áttaði mig hver þetta var sem var á línunni.

Umm, ókei best að taka viðtal við hana á staðnum. "Uuuuu... sóóóó, vott ken jú tell mí abát jor njú albúm??"

Þennan sama undarlega dag hafði ég bæði reynt að hringja til Tékklands og Íran til að taka viðtöl við kvikmyndaleikstjóra sem báðir höfðu hins vegar gleymt viðtölunum. Annar sagðist verða að fara út að hjóla áður en hann færi á fund. Ha, hjóla?

Jæja. "Nú nú, fólk bara ekki með viðtalstímana sína á hreinu," hafði ég hugsað andartaki áður en hún Keidí mæ njú best frend hringdi.

Af hverju ég var í lok viðtalsins farin að röfla í söluhæstu evrópsku söngkonu heims um það hvernig ég hafði hlustað á fyrstu plötuna hennar í sumar þegar ég vann lokaverkefnið mitt og hætti síðar með kærastanum mínum, verður að teljast ein af ráðgátum lífsins. "Jú, nó, itt was just rilí gúdd" (ókei, Sigga hætta að tala NÚNA). "Nó, rilí æ mín it" (hætta NÚNA fáviti!!)

Undarlegi dagurinn var síðan rammaður inn með óvæntu viðtali við eldri listamann sem var að setja upp fyrstu einkasýninguna sína. Hann sendi mér síðar blóm og rauðvín með þökk fyrir skemmtilega umfjöllun. Magnað.

Nú bíð ég spennt eftir hvítvíni frá Katie.

þriðjudagur, september 18, 2007

Það er kaldara á Íslandi en mig minnti.
Sumarkjólarnir mínir fyrstu vikuna í vinnunni voru nánast eins og óhapp.
Hiti við frostmark.
Slæmt grín, skrýtin staðreynd.
September hefur líka verið óvenju kaldur sjáiði til.

Apríl var heitasti mánuður í Bretlandi síðan mælingar hófust.
Það var sextán hundruð og súrkál.
350 ár eða svo, börnin mín góð.

Twistið var að júnímánuður tók upp á því að vera blautasti mánuðurinn í breskri mælingasögu. Gott ef júlí var það ekki líka.

Verður kannski sögulega kaldur september á Íslandi?

Maestro er þar sem hlutirnir gerast.
Heitur, blautur, kaldur, þroskaður.

Færsla um veður er annars ótvírætt þroskamerki.

fimmtudagur, september 13, 2007

Ég tilkynnti yfirmönnum Morgunblaðsins að ég vildi hér eftir láta ávarpa mig Maestro Sigríður.

Málið var sett í nefnd.
Kæft í fæðingu.
Sökkt í súkkulaði úr fríhöfninni.

Maestro-inn fór og fékk sér fimmtándasta kaffibollann yfir daginn og reyndi að telja sér trú um að baugarnir undir augunum væru nú ekkert svo djúpir, haaaa.

Síðan benti Maestro á að stóll Óla Stef fyrrum aðstoðarritstjóra og núverandi ritstjóra Blaðsins væri enn laus og að Maestro gæti reddað málunum og fyllt hann.

Ægilega flippó að hafa konu í slíkri stöðu.

Maestro er annars að leysa af á menningardeild Moggans. Í bígerð eru ferðalög fyrir og eftir jól og freelance blaðamennska.

Maestro býr alls staðar og hvergi. Þó í hverfi 105 um þessar mundir.

Destination: Hádegismóar.

Oftast finnst mér hugmyndirnar mínar góðar, já hreint alveg stórgóðar.

Ég veit hins vegar ekki hversu góð hugmynd það var að byrja að vinna nokkrum klukkustundum eftir lendingu á klakanum.

Ha ha ha, Sigga þú ert fáviti.

mánudagur, september 10, 2007

Destination: Iceland.

Keflavik klukkan 14:40 a thridjudag.
Sem se a morgun.
Ju ju, stulkan keypti ser flugmida i gaer.

Sjaumst lombin min.

föstudagur, september 07, 2007

Reminder: Haetta ad safna dosamt og haetta fyrir lifstid ad stoffa drasli i frystinn.

Thegar vid Signy elska fluttum ut af Eggertsgotu for i ruslid frosid lambalaeri sem hafdi siglt inn i frystinn fyrstu vikuna sem vid fluttum inn. Sem er ekki i frasogur faerandi nema sokum thess ad vid bjuggum a Eggertsgotu i 2 ar. Laerid blokkeradi frystinn allan timann.

(Stora Lambalaerismalid er reyndar ekki neitt midad vid daudu alftina sem doktor Jon dro af fjalli einhverntimann og bjo politiskt haeli i frystikistunni a Vesturgotunn a Akranesi, thar sem hun dvaldi til margra ara - en thad er onnur saga og ekki hluti af thessari. Hins vegar ma segja ad thar hafi akvedin fordaemi oneitanlega verid sett)

Eftir Eggertsgotuna var frystirinn a Laugaveginum stoffadur med hardfisk og ohugnanlegri Bonusysu sem stulkan hafdi hamstrad einhvern timann endur fyrir longu. "Svo gott ad eiga". Skaparnir fullir af dosamat "sem er svo gott ad eiga".

Ofsa gott alveg ad eiga fimm tegundir af kjotkrafti, hveitiklid til margra ara, thrjar tegundir af geri, urval af pakkasosum, pasta af ollum staerdum og gerdum og tunfisk til ad faeda heila fjolskyldu i viku. Thangad til madur tharf ad flytja og langar ad aela a tunfiskinn og reynir arangurslaust ad troda sojasosu upp a vini sina og koma pakkasupum upp a nagrannann.

Frystirinn a Russell Street er i afthydingu klukkan fjogur um nott og buid ad draga ut einkennilegar hrisgrjonabollur. Ju ju, thad stemmir, keyptar fyrsta daginn i hverfinu. Og i skapunum? Baunabomba daudans. Kjuklingabaunir, nyrnabaunir, linsubaunir, maisbaunir. Eg botna ekki baun i thvi hvenaer oll thessi efnavopn komu hingad inn a heimilid.

Klukkan thrju a morgun kemur hin yfirlaetislaga Angela i hollina og tekur pleisid ut. Um daginn kom hun i reglulega uttekt a ibudinni og helt svona i tilefni dagsins ad eg vaeri Polverji. Afhjupadi Polverjafordoma daudans thegar i ljos kom ad var ekki ein af "theim". "Thau" flaeda sko bokstaflega hingad yfir landid, bornin god.

Eg er ad hugsa um ad gefa Angelu beibi baunaboku thegar hun maetir a morgun.

Polskt eftirlaeti, lombin min.

mánudagur, september 03, 2007


O, o, o, svo erfitt ad gera ritgerd. Z z z z... Fjorum dogum fyrir deadline.


Laera, laera, laera.


Minh fra Vietnam skilar sinni ritgerd 3 dogum fyrir deadline en eg sulla i mig kaffi og byt a jaxlinn, ja ja..

Eg ihuga ad kippa ritgerdinni af Herra Vietnam og skila henni i minu nafni en haetti vid og vid akvedum ad vera afram vinir.

Jaeja ja, 15 klukkustundum fyrir skilafrest.

Klukkan thrju um nott. Buid ad fara tvaer ferdir i sukkuladisjalfsalann fyrir utan bokasafnid.

Klukkan 04:15. Stulkan buin ad prenta ritgerdina ut. Hinn spaenski Alex high on sugar. Umm eda kaffi.

Klukkan 14:20 skiladaginn 3. september. Takid eftir einbeitingunni i svip stulkunnar, hun aetlar sko ekki ad skila vitlausu eintaki.


Hinn irska Isabelle attar sig a thvi ad hun gleymdi ad telja ordin i ritgerdinni og skrifa thau aftan a forsiduna. Hun hefur sofid 2 tima seinustu 48 klukkustundir.

Buin vei vei vei!!! Frk Bretland og frk. Iran i spennufalli.

BJOR BJOR BJOR BJOR BJOR BJOR BJOR BJOR

Japan, Afghanistan og Ghana a fyrsta bjor, u je.

Sjaid bara hvad Susanne a bjarta framtid fyrir hondum. Fa la la.

Party og grillveisla um kvoldid. Afmaelisbarnid Brendon med adstodarmanni sinum.

Umm, partyid komid a undarlegt stig. Af hverju Isabelle var med 2ja kiloa kartoflu medferdis er kannski enn undarlegra tho en hvernig Kartoflukonan Penny vard til, ha ha ha.

MISSION ACCOMPLISHED

Ritgerdur bidur a stofubordinu utprentud og innbundin.

Hun er tilbuin til ad yfirgefa modur sina og takast a vid hakarlana a skolaskrifstofunni.

Modir hennar er hins vegar a leid a barinn.

laugardagur, september 01, 2007

39 klukkustundir i skilafrest.

Guli ogedisbaeklingurinn fra skolaskrifstofunni minnir taugaveiklada studenta a ad lousy afsakanir eru ekki motteknar:

The following are examples of insufficient reasons for granting an extension:

'The printer broke down'
'The network was down'


Thessi herna er samt uppahaldid mitt:

'My notes were lost in my suitcase'

????

Arid 2007 kostar Iraksstridid bandariska skattborgara ad medaltali 13 milljarda a dag.

Thad er svona stor tala:

13.000.000.000

A klukkustund eru thad 542 milljonir.

Svona er nu Nokia siminn minn god reiknivel.