miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Midvikudagur.

Eg vakna seint, grutmyglud, var ad laera til tvo nottina adur.
Staulast fram ur og by til kaffi.
Lit i spegil og fer ad hlaegja.
Um nottina hafdi eg trodid mer i hin og thessi fot sokum kulda.

Eg er i bleikum nattbuxum, bleikum nattkjol sem naer nidur a hne, graum og alltof storum stuttermabol yfir allt saman, svortum sokkum og med harid ut i loftid. Eg lit ut eins og lukkutroll. Thetta er naestum thvi listraent.

"Jaeja best ad taka adeins til," hugsar lukkutrollid. "Adur en leigusalinn kemur ad syna ibudina i eftirmiddaginn. Svo fara i fot og haetta ad lita ut eins og trudur."

Tveimur minutum sidar. Bank bank.

Leigusalinn er maettur.

Thrir Bretar standa fyrir aftan og gona a stulkuna.

"Vid erum komin ad sja ibudina."

Lukkutrollid er enn med lodnar tennur eftir nottina, otannburstad og ohuggulegt.

"Aetladirdu ekki ad koma seinna i dag?????"
Andskotinn.

Lukkutrollid reynir ad kreista fram bros og spyr hvort einhver vilji kaffi.
Nei, enginn vill kaffi.

Herra og fru stift-bros-thu-ert-nu-i-einkennilegum-fotum-stulka og sonur theirra sem virdist half urillur vilja bara skoda inn i skapa og rannsaka heimili mygludu konunnar.

Thegar lidid fer ut er fulli nagranninn Malcolm ad berjast vid reykskynjarann i ibudinni sinni. Hann fer aevinlega i gang thegar Malcolm svo mikid sem stigur inn i eldhusid.

"It's nothing to worry about."

Ha ha ha ha, smart kynning fyrir hverfid.

Okei argumentid i ritgerdinni er kannski komid - eeeeen:

Hun er enn of long, ups.

Auk thess a eg enn eftir ad fixa heimildaskrana, finna skrilljon bladsidutol, bua til efnisyfirlit, laga vidauka, eyda meiri tima i introduction og conclusion, laga footnotes og uppsetninguna a textanum.

Vikan og helgin verda i bodi ethiopiskra kaffibaenda en manudagurinn hins vegar i bodi breska bjorbruggara.

Party hefst i skolanum a slaginu 15:01 a manudag.

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

"Congratulations on a job well done," skrifadi leidbeinandinn minn mer i gaerkvoldi.

Vu hu.

Eg faeri ethiopiskum kaffibaendum thakklaeti fyrir theirra thatt i Stora Lokaverkefnismalinu.

Annars eru enn ad berast framlog til ad senda til Irak, sja faerslu ad nedan, og enn haegt ad vera med. Kem peningum til Shirouk i naestu viku.

100.000 gesturinn var fra Fiji.
Verdlaunin verda sent med skipaposti hid fyrsta og aettu ad hafa borist Helgu Baru eftir um 4 manudi eda svo.

En bidid nu haeg, bornin god.
100.000 gesturinn var lika fra Brighton.
Hann nadi til og med ljosmynd af tolvuskjanum med tolunni i horninu.

Ja, eg er nu svo aldeilis hlessa.

Svona getur lifid nu verid ogo flippo og skemmto, haaa.

Eg aetladi fyrst ad senda malid til kjornefndar Florida og bidja hana um ad leggjast yfir thad. Taka thetta sidan til bandariska haestarettarins og bidja tha um ad urskurda sigurvegara.

Svo akvad eg ad klara bara frekar mastersritgerdina mina.
Svona er eg nu stundum skynsom.

Ritari minn verdur hins vegar settur i ad senda kaffi til Fiji og bjor til Brigthon og allir lifa hamingjusamir til aeviloka.

Til hvers lika ad hafa bara einn sigurvegara thegar haegt er ad hafa fleiri?

A endanum erum vid oll sigurvegarar i lifinu bornin god..

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Sa sem verdur gestur thessarar sidu numer 100,000 er vinsamlega bedinn um ad gefa sig fram.

I verdlaun er pakki af gulrotarkokukaffi.

Nyjasta vopnid i Stora Lokaverkefnismalinu er Carrot Cake Coffee.

Ja, bornin god, gulrotarkokukaffi til ad fodra heilasellurnar.

Mer fannst hugmyndin mjog smart thegar eg var i gourmet kaffibudinni.
Ritgerdur myndi sko ekki hafa rod i thetta fina kaffi.

Thegar eg kom heim med fenginn efadist eg.
Hverjum i oskopunum datt eiginlega i huga ad framleida gulrotarkokukaffi?

Tjah, kannski af thvi ad thad fyrirfundust fifl til ad kaupa thad.
Ha ha ha.

Jaeja med dyra gulrotarkokukaffid skyldi eg sko fara hamforum a tolvunni minni og massa Ritgerdi.

Nu nu, hvad gerist sidan eftir tvo kaffibolla?
Ju, eg get ekki lengur laert af thvi ad mig langar svo i alvoru gulrotarkoku.

Baaaaah.

Annars er thad helst i frettum ad amk 23.000 kronur fara med Shirouk til Irak, vu hu!

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Fyrr í vikunni fór ég á fyrirlestur með hinni írösku Shirouk Dillaa. Hún sagði frá stöðu kvenna í Írak og mannréttindum almennt, eftir fall stjórnar Saddam Husseins.

Kynnirinn benti á að Shirouk byggi ekki innan öryggismúranna á Græna svæðinu í Baghdad, eins og Vesturlandabúarnir, heldur á "Rauða svæðinu", sem sé Írak sjálfu..

Síðar meir mun ég skrifa langa og lærða færslu um um það hvernig réttindum íraskra kvenna er stefnt í stórhættu með ákveðnum greinum í nýju og umdeildu stjórnarskránni, ég mun skrifa um Iraqi Women´s Network sem Shirouk tók þátt í að stofna, og um það hversu hræðilegt ástandið er í Írak í dag. "Vissuð þið að á hverjum degi verða 100 konur ekkjur í Írak? 400 börn munaðarlaus? Ég bjóst aldrei við því að ástandið gæti orðið svona slæmt," sagði hún.

Shirouk fannst undarlegt að hjálparsamtökin sem væru að reyna að hjálpa Írökum væru mestöll með skrifstofur utan Írak, til dæmis í Amman í Jórdaníu, vitanlega vegna öryggisástandsins. "But it is all outside Iraq, still it is supposed to be for Iraqis."

Kynnirinn á fundinum lét bauk ganga á milli fólks og sagði Shirouk myndu síðan taka peningana með sér aftur til Baghad og setja beint til grasrótarsamtakanna sem hún vinnur með úti. Ég var bara með kort á fundinum en spurði hvort ég gæti ekki komið til hennar peningum með öðrum hætti áður en hún færi heim aftur í byrjun september. Hún játti því.

Og þess vegna, góða fólk, bendi ég ykkur núna á að þið getið líka verið með.

Ef þið leggið inn á reikning 0303-13-700491, kt 201179-3519, þá kem ég peningunum til Shirouk.

Takk og bless.

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Hvaða rugl er það að ég megi ráða algjörlega sjálf um hvað lokaverkefnið mitt fjallar, en síðan sendi skólinn mér gulan, ljótan smáatriðabækling dauðans um framsetningu textans?

Jú, sjáið til, textinn verður að vera 12 punkta Times New Roman letri og með tvöföldu línubili. Hann verður að vera með fuuuuukking 4 sentímetra spásíðu vinstra megin og 3 sentrímetra spássíðu hægra megin, efst og neðst – sem er vitanlega ekkert annað en grafískt stórslys.

Tölur frá núll til níu eiga að vera skrifaðar út með bókstöfum en tveggja stafa skrifaðar með tölustöfum.

Exeptions: In a sentence containing both numbers greater than and less than 10 use Arabic numerals for all.

Ha, uuuuu, ókei.

Tilvitnanir sem eru styttri en 8-10 orð eiga að falla inn í textann. Þær lengri eiga að vera dregnar út og þá með einföldu línubili.

Ekki má skrifa 1985-1995 heldur verður að skrifa 1985-95.
Dúddamía.

Ekki má skrifa 1,500 eða 25,0000 eða 1500 og 25000, heldur verður að skrifa 1 500 og 25 000.

Mjög mikilvægt að hafa smáatriðin á hreinu sko. Eins og til dæmis með prósentur. Hingað til hef ég vaðið í villu og svíma og verið nokk sama um hvernig prósentur eru settar fram. En neeeeei:

Per cent should generally be spelled out and always written as two words; the symbol % may be used in tables”.

Nafnið mitt á forsíðunni verður að vera skrifað S.V. Jónsdóttir en ekki Sigríður Víðis Jónsdóttir.

Til að vera samt dálítið fyndin og flippuð skrifar skólaskrifstofuliðið í bæklingnum:

Example: A.N. Other

Ég segi nú bara:
I.D. Iots

mánudagur, ágúst 20, 2007

Þegar ég skrifaði BA ritgerðina mína drakk ég instant ógeðiskaffi.

Obbobobb.

Fjórum árum síðar er í bollanum lífrænt ræktað, fair trade kaffi.
Frá Eþíópíu því þaðan kemur besta kaffið, krakkar mínir.

Með fylltar ólífur og "finest dark chocolate" tekst lífskúnstnerinn á við örlög sín.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Úti rignir.
Inni sit ég.

Ein ég sit og skrifa, inni í litlu húsi, enginn kemur að sjá mig nema litla músin - og silfurskotturnar. Nei, vitleysa, Rosanne var í heimsókn. Já, já og Malcolm nágranni kom við, ófullur og allt saman.

Og hvernig byrjaði ég daginn?

Með því að smyrja kransæðarnar með eggi og beikoni og olíusteiktu ristuðu brauði og steiktum sveppum og steiktum tómötum. En ekki bökuðum baunum, neeeei. Bretarnir bekkjarfélagar mínir sáu um að slafra þeim í sig.

Partýið í gær var annars skemmtilegt.
Matarboðið á föstudag líka.

Áttu ekki að vera að læra stúlka?
Jú, ég er að læra.

Nei, þú ert að blogga.

Tjah.

laugardagur, ágúst 18, 2007

Á sama tíma er eins og það gæti verið fyrir tveimur vikum og tveimur árum þegar ég pakkaði saman á Laugaveginum með plástraðan maga og flaug til Norwich.

Merkilegt, merkilegt.

"BE ON THE COKE SIDE OF LIFE"

???

Stúlka spyr sig hvaða hlið það eiginlega er.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Síðustu þrjár vikur hafa verið skrýtnar.

En þegar pabbi snillingur kom í heimsókn þá var sko gaman.

Núna er það kaffi og læra og kaffi og læra og kaffi og læra og kaffi og læra.
Sagði ég kaffi? Læra?

Skiladagur lokaritgerðanna er 3. sept.

Það verður að teljast ein af ráðgátum lífsins hvernig ritgerðin mín getur verið orðin 40% lengri en leyfilegur hámarksorðafjöldi. Og samt á ég eftir að skrifa conclusion.

Kæri kennari, ég hef bara svo mikið að segja.