föstudagur, mars 30, 2007

George W. Bush and Tony Blair are at a White House dinner. One of the guests walks over to them and asks what they´re discussing.

"We are making up the plans for World War III", says Bush.

"Wow", says the guest. "And what are the plans?"

"We're gonna kill 2 billion Muslims and one dentist", answers Bush.

The guest looks a bit confused."One dentist?" He says. "Why will you kill one dentist?"

Blair pats Bush on the shoulder and says:

"What did I tell you George? Nobody is gonna ask about the Muslims."

þriðjudagur, mars 27, 2007

Á KFC í Norwich, sum sé fyrrum Kentucky Fried Chicken, er kjúklingaborgari "með öllu" framreiddur með bökuðum baunum.

???

Þar er hins vegar líka auglýst "Mother´s night out".
Gefum mömmunum frí úr eldhúsinu!

Viti menn, móðirin fær loksins leyfi frá pottum og pönnum og getur tekið ósjálfbjarga kallinn og krakkaskarann með sér á KFC.

Þau ræða lífið og tilveruna yfir frönskum, pappadiskum og bökuðum baunum. Mamman kemur til baka endurnærð, tilbúin fyrir næstu eldhúsverk.

Sá sem eldar í mötuneytinu í skólanum mínum hefur einstaka hæfileika til að gera nánast hvaða mat sem er bæði bragðlausan og ógirnilegan.

Í ofanálag er matarskammturinn fær oftast smánarlega lítill. Kannski það sé til að hlífa manni við óskapnaðinum.

Þessa dagana stendur yfir könnun á meðal mötuneytisgesta á gæðum matarins. Skammtastærðirnar hafa stækkað all verulega síðan um sama leyti og gæðakönnunin hófst.

Tilviljun?

sunnudagur, mars 25, 2007

Skattmann.

Skaaaaattmann.

Hver nennir að hugsa um skattaskýrslu þegar hann er að gera ritgerðir?
Ekki það að ég nenni yfirhöfuð að hugsa mikið um skattaskýrsluna mína.

Skattaskýrslan mín inniheldur iðulega einhverjar verktakagreiðslur og eitthvað rugl. Einhverja furðulega reiti sem ég þarf að finna aðra reiti á móti eða einhver fylgiskjöl, til að telja hitt og þetta fram.

Ég sé hins vegar að mér fer fram á hverju ári við að fylla báknið út. Tíminn líður alltaf hraðar og hraðar og það verður meira og meira eins og ég hafi gert síðustu skýrslu í gær. Samkvæmt hárnákvæmum rannsóknum mínum verð ég með þessu áframhaldi farin að fylla þetta hjálparlaust út þegar ég verð 35 ára.

Þá verð ég hins vegar fyrir löngu komin með endurskoðanda í málið.

miðvikudagur, mars 21, 2007

Núna eru fjögur ár síðan ráðist var inn í Írak.

Breskir fjölmiðlar fjalla almennt mikið um Írak (og Afganistan sem oft vill gleymast en þar sem enn er barist síðan ráðist var inn í lok árs 2001). Þessa vikuna eru hins vegar víða sérstök Írak prógrömm.

"Iraq four years on" er yfirskriftin hjá BBC.

Á sérstakri heimasíðu prógrammsins hjá BBC Newsnight má finna ýmislegt um Írak og líka írösk blogg, til dæmis blogg Salam Pax , sögu læknis í Bagdhad og frásögn háskólastúdentsinn Ahmed.

Í gær var myndin Baghad - a doctor´s story sýnd á BBC. Í frétt um myndina segir læknirinn sem gerði hana:

"People don't know what is going on in Iraq, they can't hear the Iraqi people screaming. Iraqis need a voice. Making films is a better way of serving my country, of trying to draw people's attention."

Hér er síðan blogg íraskrar stúlku sem bloggað hefur síðan fyrir innrásina. Bloggið hennar heitir Bagdhad Burning.

Hér má svo finna link á helling af íröskum bloggum.

Á mánudag fundaði ég með kennaranum mínum vegna ritgerðar sem ég er að fara að skrifa um Írak. Seinna um daginn áframsendi hann mér í gríni póst með link á YouTube vídeó sem honum hafði verið bent á. Tékkið á þessu...

FJÖRUVERÐLAUNIN voru veitt í fyrsta sinn um síðastliðna helgi.

Konur innan Rithöfundasambands Íslands stóðu að verðlaunum og að hátíðinni þar sem þau voru veitt. Eins og kemur fram í þessari frétt:

"Hátíðin hófst með málþingi þar sem meðal annars var spurt hvernig styrkja mætti stöðu kvenrithöfunda á Íslandi; hvort íslenskar skáldkonur hefðu jafngreiðan aðgang að tækifærum og skáldkarlar og hvernig konunum farnast í jólabókaflóðinu. Hápunktur Góugleðinnar var útnefning "höfunda bókafjörunnar".

Að sögn aðstandenda Góugleðinnar verða þær raddir sífellt háværari sem segja að jólabókaflóðið og þær markaðsaðferðir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki rétta mynd af þeirri fjölbreyttu flóru rita sem gefin er út á Íslandi. Margar áhugaverðar bækur nái sér ekki á flot í flóðinu og drukkni jafnvel með öllu. Telja ýmsir að bókum eftir konur sé sérlega hætt við þessum örlögum.

Með þetta í huga var skipuð valnefnd sem í áttu sæti Hrefna Haraldsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir. Nefndarkonur gengu fjöruna eftir jólabókaflóðið, tíndu upp bækur eftir konur sem út komu á síðasta ári og ekki hlutu verðskuldaða athygli og völdu þá fimm titla sem þeim þótti skara fram úr."


Bókin hennar mömmu var ein af þeim.

Hún fékk súperdóma hjá gagnrýnendum og var bókstaflega lofuð í hásert.
Útgáfufyrirtækið Edda auglýsti bókina hins svo lítið að ég var súr framan af desember og orðin foxvond þegar leið að jólum.

sunnudagur, mars 18, 2007

SKOTLAND


Aðaltorgið í Glasgow. Hús og (karlkyns) styttur í tonnatali. Við flugum til Glasgow og tókum síðan rútu til Edinborgar.


Skotar stóðu þétt með Írum og fögnuðu Saint Patricks day á öllum börum og á götum úti. Patrekur sjálfur fagnaði vitanlega ákaft. Orðinn þriggja ára, dúddamía hvað tíminn líður.

Ældi einhver yfir diskinn?
Nei, ókei, þetta er haggis, sem sé skoski þjóðarrétturinn; einskonar krydduð lifrarpylsa sem bragðast mun betur en hún lítur út. Borðuð með kartöflumús og rófum. Kvöldmaturinn næsta kvöld var síðan kjúklingur fylltur með haggis. Fliiiippað.

Edinborg, ó Edinborg. Æðislegur staður, alveg mergjaður. Kastalar, kirkjur, útskornar byggingar, þröngar götur, og sagan svífandi yfir öllu. Myndavélin náði einhvern veginn ekki að fanga ´etta alveg. Ekki að það hafi nokkuð með ljósmyndarann að gera, ó neiii.

?????????
Um að gera að kenna fólki á götuljósin.

Götumynd í Edinborg.

Túristamynd dauðans.


Þeir kunna að djúpsteikja þarna. Má bjóða þér djúpsteiktan fisk (sem þeir kalla því fágaða nafni "fresh battered haddock" en ekki bara "fish and chips" eins og Englendingar)?

Eða má kannski bjóða þér DJÚPSTEIKT HAGGIS, djúpsteikt grænmeti, djúpsteiktar pylsur, djúpsteiktan hamborgara, djúpsteikt kjöt, DJÚPSTEIKTA BLÓÐMÖRSPYLSU eða DJÚPSTEIKTA PITSU??? Allt í borðinu á myndinni.

Ókei, best að toppa þetta með DJÚPSTEIKTU MARS. Einhverjum illt í kransæðunum?

miðvikudagur, mars 14, 2007

Ég er farin til Skotlands að borða djúpsteikt Mars.

Hér er að neðan færsla frá því fyrir tveimur árum í Eþíópíu, sett inn í tilefni fréttanna af bresku ferðamönnunum sem voru teknir sem gíslar um daginn í Eþíópíu og sleppt í gær. Ég veit ekki hvort þetta var mikið í fjölmiðlum heima en breskir fjölmiðlar voru að missa sig í fréttaflutningi af þessu. Ég efa að nokkur Breti eigi eftir að vilja fara til þessa augljóslega stóóóóórhættulega lands næstu 10 árin.

Svæðið sem þeir voru að þvælast á - og hefðu átt að vita betur því þetta var fólk í tengslum við breska sendiráðið - er hins vegar svæði sem ferðamenn eiga ekki að vera þvælast á. Þetta er uppi við landamærin að Eritreu, þar sem enn er óútkljáð landamæradeila síðan í stríðinu fyrir nokkrum árum. Eþíópía er risastórt land, alveg yndislegt og ótrúlega margt að sjá þar - common ekki fara einmitt á staðinn sem þú átt ekki að vera á, aaaaarg.

Sumir fréttamennirnir töluðu um Bretana 5 sem The Westerners. Uuu....?? Vissulega eru þeir Vesturlandabúar en ég skil ekki af hverju þeir voru ekki bara kallaðir Bretar. Þegar þessi "Westerners" orðræða var endurtekin yfir myndum af hrörlegum kofum og kameldýrum varð þetta að pottþéttri leið til að aðskilja "okkur" frá "þeim".

"In the Afar region, the wild and tribal area...."

...............

Miðvikudagur, mars 16, 2005

Eþíópía hefur ótal andlit, ótal myndir.

Indland var fjölbreytt – eins og heil heimsálfa með aragrúa mismunandi menninga í einni – en ég vissi það áður en ég lenti. Eþíópía kom á óvart.

Ein mynd Eþíópíu er vannæring á landsbyggðinni. Þessi mynd inniheldur börn með útstandandi maga vegna hungurs. Stórborgarlífið í Addis Ababa er annað andlit Eþíópíu. Hirðingjar í eyðimörk enn eitt.

Í austurhluta landsins eru flestir múslimarnir. Þar finn ég nýtt andlit Eþíópíu.

Í borginni Harar vafra ég um hlykkjót stræti, milli kvenna með litríkar slæður, gullsmiða, klæðskera, moska og leirhúsa með flötu þaki. Er ég enn í Eþíópíu? Hér er enn einn stíllinn í húsagerð, allt öðru vísi en annars staðar í landinu.

Ég hef aldrei heyrt um það áður en borgin Harar er fjórði mikilvægasti staður margra múslíma í heiminum, á eftir Mekka, Medínu og Jerúsalem. Þar er vatnsskortur viðvarandi vandamál og úps, nú fer rafmagnið.

Gamla borgin fyllist einhverjum furðulegum krafti. Mér finnst eins og ég geti þreifað á honum þar sem ég feta mig eftir hlykkjóttum götunum í myrkrinu.

Smám saman kviknar á kertum. Hjá slátraranum er lítil ljóstýra. Í bjarmanum frá kertinu sést í skrokk af lambi, blóðugan hníf og brosandi mann með svuntu. Nokkru neðar lýsir kerti upp agnarsmáa verslun með sápur, penna, kveikjara og annað smálegt. Úti á götu saumar karlmaður við kertaljós og konur selja brauðhleifa. Og nú hefjast kvöldbænirnar. Úr hverju horni hljómar ákall til Allah.

Ég dreg að mér kvöldloftið og finnst allt í einu eins og fallegar og seiðandi raddirnar og ljósið frá kertunum gætu dáleitt mig. Svona alveg óvart.

Maður veit aldrei.

Verðlaunin eftir lærdómstörn seinustu 2 mánaða verða tekin í gagnið fyrramálið.

Skotland hér kem ég.

Spurt er: What to do in Glasgow? Edinborg????? Gista/borða/gera??

Verðum fram á sunnudag.

Til hvers að vera búin að pæla í ´essu segi ég nú bara.
Neeeiii, fyrst að klára ritgerðir.

Sólskin.
Hlírabolur.
Ís.
Páskaliljur og krókusar komin upp.
Tré að laufgast.
Lesið úti í grasinu.
Freknur.

Flippað.

Það mætti halda að veturinn í Norwich sé farinn og það fyrir löngu. Eða kannski hann hafi aldrei komið.

Ef þessi snjóföl sem kom hérna tvisvar sinnum, og rigningin og vindurinn í desember, janúar og febrúar, eiga að heita vetur, þá heiti ég sjálf Guðmundur. Issssss.

föstudagur, mars 09, 2007

Eftir skólaárið verð ég búin að skrifa 10 ritgerðir og eina feita mastersritgerð.

Gvöði sé lof fyrir að mér finnst gaman að skrifa.

Þróunarfræði er ekki einungis snilldarnám fyrir þann sem vill í framtíðinni skrifa meira um þróunarmál/þróunarlönd/fátækt/stríð/frið/uppbyggingu
/hjálparstarf/heimsmálin, heldur er námið beinlínis æfing í skriftum.

Tveir fyrir einn.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Nafnaruglið heldur enn áfram.

Eftirfarandi utanáskrift barst inn um lúguna:

SIGRIBUR KONSDOTTIR


Í ofanálag var ég Mr.

Mr. Sigribur Konsdottir sendir kveðju heim, beint úr ritgerðaskrifum dauðans.

Grein mútter endaði hvorki meira né minna en á miðopnu International Herald Tribune, systurblaði New York Times.

Spurning um að móðir fari að ráða sér bæði ritara og lífvörð.

sunnudagur, mars 04, 2007


New York Times
Op-Ed Contributor
Memories of a Colder Iceland
By KRISTIN STEINSDOTTIR
Published: March 3, 2007
Reykjavik, Iceland


WOULD it be possible to go skiing over the weekend? This was her first thought when she pulled the curtains in the morning. Last weekend had been unusual. It shimmered like a beam of light in her memory and sent warmth into every nerve of her body. White ski slopes, sunshine, laughter and joyful shouting. Wasn't it a bit like being a child again?

Such a weekend wouldn't have been unusual at all 30 years ago, but in the vicinity of Reykjavik, the skiing areas had been shut down one by one during the previous winters, and the little snow that actually fell was always blown away. Now she looked at the snow in the trees, vaguely remembering crawling through an upper-story window a long time ago to watch her father dig his way down to the front door. Or was it perhaps only a lapse of memory? After all, she had been a little girl at that time and in memory everything becomes larger than life.

After a mild and rainy fall in 2006 no one in the city expected snow. The rain had poured from the sky and run down the streets, gathering into large puddles, reminding her of lakes. This past October she felt that the rain was more frequent and heavier than the years before. Some people missed the old windy rain, spoke of "foreign rain," said the rain wasn't behaving as it used to, and that they needed to get an umbrella. Using an umbrella in Iceland is actually just a joke since the wind usually blows from all directions, flips over the umbrella and destroys it. No one uses an umbrella in Iceland except foreigners.

The fall went by and it started getting colder, but it was on and off, as it often is in Iceland. There is an old saying that people never know what to put on when they leave the house. The sun may be shining when you go out, but you return in the rain or even a storm — and vice versa. It is said that this is due to the shifting weather conditions. But weren't the weather conditions shifting even more now? Wasn't there more of everything this winter?

She furrowed her brow, looked over the garden and tried to answer herself: blocked roads, snowstorms and sudden snowfall in the city after many winters with hardly any snow at all ... rainfall above average in the same city ... an unusual surging of rivers all over the country just before Christmas. These days she also felt more often as if the roof of her house might get blown off in passing storms. Rescue teams were constantly being sent out; air travel was interrupted more and more.

People wondered. Were these interruptions the result of stepped-up safety measures? Was the roof just getting older? But what about the temperatures? Although January was cold, the last 10 years in Reykjavik were the warmest on record, at least since records have been kept.

She looked at the glacier through the window. It appeared in full view across the bay in the morning sun and reminded her of an old pyramid. The glacier Snaefellsjokull is supposed to be one of the seven sources of spiritual energy in the world. Many tap into its energy. Once the glacier had an even snow cap on all sides. Now the cap was uneven and here and there rocks were visible through the ice.

The glacier is melting like others of its kind in Iceland. When looking at it she was reminded of another glacier, Vatnajokull, one of the largest in Europe. It would be gone within the next 200 years, it was said.

When she drew the curtains in the evening it had started to rain.

Patrekur í sunnudags Kastljósinu.

föstudagur, mars 02, 2007

Um daginn fékk móðir mín símtal. Þá var hún í heimsókn hjá mér í Norwich.

Hún var beðin um að skrifa grein í New York Times.

Fjórir rithöfundar höfðu verið valdir – einn í Bangladesh, einn í Kanada, einn einhvers staðar annars staðar frá og einn frá Íslandi.

Dóttirin fríkaði út.

- Mamma, New York Times????? Það er geeeeeðveikt, sagði hún.
- Ja..., sagði mamman.
- Ja?! Sko, mútter, ég held þú gerir þér eeeeenga grein fyrir því að New York Times er eitt aðalblaðið.
- Jaaa..., sagði mamman.
- Jaaaa?? Móðir, New York Times er dreift í yfir milljón eintökum. Og svo er líka oft vísað í að NYT hafi skrifað hitt og þetta.

Dótturinni fannst móðirin eyða of miklum tíma í að vera hissa yfir því af hverju hún hefði verið valin, á kostnað þess að átta sig á því að þarna væri um stóóórblað að ræða.

Dóttirin leitaði í smiðju internetsins til að sannfæra móðurina:

“Mamma, sko hérna stendur ´it is frequently relied upon as the official and authoritative reference for modern events...´ Sko ég sagði þér!”

Þegar móðir og dóttir sáu að NYT hefði unnið 94 Pulitzer Prizes, margfalt meira en nokkurt annað dagblað, varð móðirin náttúrlega samstundis að Frú Pulitzer. Ha ha ha.

Greinin kemur í sunnudagsblaðinu núna um helgina.

Þennan dag í Eþíópíu fyrir tveimur árum.