föstudagur, desember 30, 2005

Nostalgíukast yfirvofandi.

31. des nálgast.

Það er náttúrlega enginn árangur að vera ekki búin að drífa sig á útsölurnar.

Kaupa hamingjuna og svona.

Á niðursettu verði.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Þegar ég er búin að troða svo miklu í mig af graflaxi og smákökum og jólaöli og hangikjöti og súkkulaði, að ég verð hreinlega veik og fer að æla, þá þykir mér velmegunin vera orðin skuggalega mikil.

Þegar ég heyri auglýsingar um útsölur á jóladóti sem hófust strax í gær og það eftir mestu jólageðveiki í manna minnum, þá þykir mér velmegunin gengin út í öfgar.

Ég er svo velmegandi að ég gæti ælt.

Ég er svo velmegandi að ég æli í raun og veru.

Já já.

laugardagur, desember 24, 2005

Skyldi það vera jólahjól?

Gleðileg jól.

föstudagur, desember 23, 2005

Patrekur passaði páfagauk um daginn. Það var hann Klói. Eigandinn fór í burtu í nokkra daga. Úps, Klói slapp út um gluggann. Patrekur grét. Úti var dimmt og kalt. Hvernig átti hann að flytja eigandanum tíðindin? Klói var dauður.

Viti menn, Klói reis upp frá dauðum. Eða reyndist að minnsta kosti ekki látinn. Klóti er með sjö líf. Kannski er hann köttur. Klói fannst á undraverðan hátt hjá konu í Hlíðunum. Hefur einhver séð páfagauk? Auglýsingin í Mogganum virkaði.

Nú er Klói kominn aftur til Patreks. Hann verður hjá Patreki á jólunum.

Í þetta skipti eru allir gluggar lokaðir.

Klói reyndi hins vegar í gærkvöldi að drekkja sér í heitum tebolla. Hann verður erfiður unglingur.

Klói ætlar að fá bæði flatskjá og gemsa í jólagjöf.

Í höfuðstöðvum Patreks er öllum jólagjöfum pakkað inn í gömul dagblöð.

Patrekur er svo umhverfisvænn.

Og svo flippaður og svo mikill listamaður.

Dagblaðapakkar eru miklu skemmtilegri en hinir því þá er hægt að sérvelja myndirnar framan á og gera eitthvað ógó flippó og skemmtilegt.

4 manns í laufabrauðsskurði með 11 kökum getur náttúrlega ekki þýtt annað en stórskemmtilega stund.

Og ákaflega vel útskornar kökur.

Heima.

Dimmt og kalt, kalt og dimmt, en gott að hitta fólkið sitt.

Það er alltaf gott að koma heim og hitta alla.

Það er líka alltaf jafnfurðulegt að koma heim og upplifa íslenska neyslubrjálæðið.

Venjulega hef ég komið heim í íslenska sumarið og líka eftir lengri dvöl að heiman. Núna kem ég heim í myrkur og milljarða neyslu. Það er skrýtið.

Þetta skrifaði ég í einhverju kasti yfir neyslugeðveikinni.

sunnudagur, desember 18, 2005

Oftast finnst ther allar hugmyndir thinar snilldarhugmyndir en einstaka sinnum, einstaka sinnum, saekja ad ther efasemdir.

Thaer vakna thegar einhver fer ad bladra um otryggt oryggisastand. Ther finnst lifid og tilveran vera ad ferdast en aetlar ekki ad stefna lifi thinu i haettu. Thu ert til i ad sofa undir berum himni, vera sveitt, vera heitt, vera osofin, borda ekkert nema hrisgrjon, sitja i margar klukkustundir i beygludum rutum, fa furdulegar sykingar og fara ekki i bad i marga daga - bara svo lengi sem thu ert orugg og munt koma heil heim.

Thegar thu situr med bakpokann thinn og bidur eftir fluginu til London tha veistu ad Sudan var snilldarhugmynd.

Thu att ther tvo lif.

Lifid a Islandi med sinni velmegun, sinum pilsum, haelaskom, eyrnalokkum, kapum og handtoskum.

Lifid i Langtiburstan med sjuskadan bakpoka, i rifnum buxum og med skitugar taer.

Thu att ther tvo lif og thu elskar thau baedi.

Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

"Eygja frið í fyrsta skipti í áraraðir."

Út að kaupa blaðið.

Kannski kristallast í eftirfarandi broti úr greininni það sem ég uppgötvaði og skildi í Suður-Súdan:

---

Á stríðstíma er meginmálið að lifa af. Hver veit hvað verður í næsta mánuði, eftir viku eða þegar vaknað er að morgni? Mun fólk yfirhöfuð lifa nóttina af? Í stríði velta menn skólagöngu ekki fyrir sér eða útbúa langtímaáætlanir um að stækka við þennan akurinn eða hinn. Þeir fjárfesta ekki til framtíðar. Framtíðin er óviss og kemur hugsanlega aldrei.

Þegar samið hefur verið um frið er hægt að horfa lengra en til næstu nætur. Það er ekki einungis hægt heldur nauðsynlegt. Nú er ekki eingöngu spurt hvort hvort börnin muni lifa af, heldur hvar þau skulu menntuð og hvernig framtíð þeirra verði. Og af hverju hef ég sem íbúi í litlu þorpi úti á landi ekki allt það sem ég heyri af annars staðar?

Um leið og meginhættan er liðin hjá sækja önnur vandamál að. Öryggi er ofar öllu, sem og spurningin um mat og vatn. Á eftir því kemur allt hitt – og með því væntingarnar. Þótt friðurinn í Suður-Súdan sé brothættur gefst núna ráðrúm til að líta í kringum sig og velta fyrir sér hvar skólarnir séu, sjúkrahúsin og vörurnar á markaðinum. Kannski er það fyrst þá sem fólk lengst úti á landi finnur verulega hversu fátt af þessu er til staðar.

Fyrirgefðu frú bæjarstjói í Kisumu í Kenýa, en jólaskreytingarnar þínar sökka.

Mannhæðarháar kókflöskur, plastjólasveinar og blikkandi jólaseríur gera sig bara ekki.

„I would like to buy the world a coke, fa la la.“

Gleðileg kókjól.
Farsælt kókár.

Coca Cola styrkir aðra hverja verslun úti á landi í Kenýa.

Sam´s general shop – Coca Cola
Jesus shop – Coca Cola
Easy buying – Coca Cola

Uppáhaldið mitt var samt verslun í litlum kofa með kókskilti og svörtum stöfum þar sem á stóð máðum stöðum: World Trade Center.

Ég er ekki búin að ákveða hvort ég sé í tímaleysi eða hvort það sé júlí hjá mér. Líklega júlí. Allavega ekki desember.

Kuldi, jólabakstur, jólahjól, snjókorn falla, jólahlaðborð, jólaglögg, skammdegi – segðu mér annan betri. Ha ha ha.

Hérna meginn er stúlkan í sumarskapi á sandölum.
„Joy to the world“ úr litlu útvarpi uppi á fjalli í sólskini hjá pálmatrjám hljómar hjákátlega.

„Ó helga nótt,“ og maður fer bara að hlæja.

Jæja, já, hvað á svo að gera um Verslunarmannahelgina?

föstudagur, desember 16, 2005

I dag for eg fjorum sinnum yfir midbaugslinuna.

Ekki slaemt dagsverk.

Umm.

Hvernig heldur madur kulinu thegar manni er rett gaggandi haena med fidrid fljugandi i kringum sig?

"This is for you."

"Uuuu... thank you."

I gaer fekk eg lifandi haenu ad gjof.

I hadeginu bordadi eg haenu.

Thetta var sama haenan.

Folk gaeti viljad hugsa sig um adur en thad gefur mer lifandi dyr i jolagjof.
Eg gaeti bordad thau.

Ja, ja, madur les um thad a netinu ad greinin "Sex ar i grofinni og enn a lifi" eftir nofnu mina Sigridi Vidis Jonsdottur hafi verid a midopnu les Morgunbladidos a thridjudag.

Madur les lika um thad i kenysku dagbladi ad Ungfru Island hafi verid kosin Ungfru Heimur. Mynd af svekktri Ungfru Kenya a heimleid fra Kina. Sagt ad Islendingar hafi rustad 'essu. Ha ha ha.

Madur veltir natturlega fyrir ser af hverju manni sjalfum hafi ekki verid bodid ad vera med. Eg minni a ad thad voru bodnar 150 kyr fyrir mig.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Thad var gott ad koma til hennar Pamelu vinkonu minnar i Kisumu.

Thad var gott ad vakna i morgun vid hanagal og fara ut og bada sig upp ur vaskafati.

Thad var gaman ad ganga um landareignina og skoda mangoavexti og maiskorn.

Thad var huggulegt ad sitja og drekka te med haenurnar gaggandi i kring.

Thad var ofur kosy ad sitja i myrkrinu i gaerkvoldi, borda graut og horfa a stjornurnar. Thad er ekkert rafmagn hja Pamelu. Hun a 5 born. Yngsta stelpan svaf uppi hja mer.

Thad var huggulegt ad vakna vid hlidina a henni i morgun.

Eg hefdi hins vegar getad snuid hanann ur halslidnum fyrir golid langt fyrir solaruppras.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Morgunblaðið í gær.
Erlendu síðurnar.

Milljón flóttakýr.

Stúlkan skrifar frá Súdan.

Hefur hun einhvern tímann séð jafnmargar kýr á ævinni?

Nei.

Operation Victory Sudan.

Ms. Jónsdóttir lýsir yfir fullnaðarsigri.
Hún hefur dregið herlið sitt til baka.

Bakpoki, dagpoki, tjald og ferðalangur eru komin heim til Kenýa.
Vikurnar þrjár í Súdan eru liðnar.

Jónsdóttirin trúir því varla.

Magnaður tími er að baki.
Stúlkan gæti ekki verið ánægðari.

Svo tókst henni líka að koma á lýðræði í landinu.
Nei, bíddu það var í Írak og það var Bush.

Operation Victory Sudan var vel heppnuð.
Engin meiðsli, engir áverkar, enginn drepinn.

Stúlkan enn með alla útlimi.

Hún er núna á leið í nokkurra daga heimsókn til vina sinna í vesturhluta Kenýa.
Til bæjarins Kisumu.
Kynntist heimafólki þar í apríl og ætlar að eyða nokkrum dögum með því áður en hún flýgur heim í jólabókaflóðið.

Rúta í dag frá 13-20.30.
Huggulegt.

sunnudagur, desember 11, 2005Hin 20 Eve er elskuleg stúlka sem ég hitti þegar ég settist hjá konu sem seldi te undir stóru tré. Ég drakk te-ið, lítið glas með matskeið af sykri út í, og Eve kom og settist hjá mér.

Við fórum saman á markaðinn næsta morgun.

Borðuðum hrísgrjón og baunir eftir að hafa gengið um.

Eve flúði ung að aldri frá Juba og bjó hjá frænku sinni. Hún sá ekki mömmu sína fyrr en í fyrra, þegar friðarsamningarnir voru í deiglunni. Mamma hennar var í Juba meðan stríðið var en foreldrarnir vildu ekki að Eve væri þar líka, það var of hættulegt.

"Jú, auðvitað var skrýtið að sjá mömmu aftur. Ég fór sem barn en kom aftur sem ung kona."Útlendingurinn borðar grjón.
Til hvers að hafa allt höfuðið með á myndinni, segi ég nú bara.

Eve hafði ekki tekið mynd á stafræna myndavél áður en lagði sig hart fram.
Ég tók viljann fyrir verkið.

Sís.

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.

Ég bíð í 3 tíma eftir flugvél frá Juba til Lokichoggio.
Flugvél sem aldrei kemur.

Klukkan er farin að nálgast fjögur og ég á leið upp eftir aftur.
Verð bara að gista lengur í Juba og reyna að komast til Lokichoggio daginn eftir eða einhvern tímann. Það er svo sem allt í lagi því starfsmenn Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Juba eru æði.

Það er gaman að spjalla við starfsmanninn frá Rúanda, hana elskulegu Angeline, sem bíður mér soðið grasker og finnst stórkostlegt að hitta einhvern frá Íslandi. Angeline var flóttamaður í yfir 30 ár og flakkaði um í sex löndum í kringum Rúanda. Hún lærði stærðfræði með því að rissa tölurnar í skinnið á fótleggjunum á sér. Það voru engar stílabækur í flóttamannabúðunum og húðin á öllum var svo þurr að það var upplagt að reikna bara á henni. Seinna fékk Angeline styrk til að stunda nám í Dublin.

Það er hressandi að heyra af veru í Írak og Sómalíu, Austur-Tímor og Afganistan. Gaman að spjalla við Kenýubúa, Norðmenn, Bandaríkjamenn, Nígerumann, Eþíópíubúa og Svía.

Það er ljúft að fagna þjóðhátíðardegi Tansaníu með starfsmönnunum tveimur frá Tansaníu.

Já, já, ég fer bara aftur upp eftir og skelli tjaldinu mínu upp á nýjan leik.

Caravan vél frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna kemur skyndilega svífandi og lendir á vellinum í Juba.

Og jú, jú, hún er á leið til Lokichoggio.
Og jú, jú, hún er tóm. Búin að sinna sínum verkum í dag og er á heimleið.

Má ég fá að fljóta með?

Alveg sjálfsagt.

Af hverju í fjáranum bíta moskitóflugur mig oftast í tærnar og hælana?

Ef ég væri moskítófluga myndi ég leita uppi kræsilegra bita en skítugar tær og sprungna hæla.

Maður skyldi varast að alhæfa.
Tala um að Bandaríkjamenn séu svona og svona, Íslendingar á þennan og hinn veginn. Kristnir séu svona, múslimar svo og svo, hommar svona, stjórnmálamenn á einhvern sérstakan hátt.

Fólk í Suður-Súdan er jafnólíkt og það er margt.
Hér er fjöldi ólíkra þjóðernishópa sem eiga kannski það eitt sameiginlegt að vera á móti norðrinu og yfirráðum þess.

Ég ætti því ekki að alhæfa um Suður-Súdanbúa.

Ég leyfi mér hins vegar að alhæfa að það fólk sem ég hef hitt og spjallað við í Suður-Súdan er einstaklega vinalegt.

Ég hef sjaldan hitt fyrir jafnmikil elskulegheit og í Suður-Súdan. Jafnmikla hlýju og vingjarnlegheit án þess að eitthvað annað hangi á spýtunni en einungis viljinn til að aðstoða, spjalla og vera vinur.

Ég hef sjaldan fundið fyrir jafnmiklum vangaveltum og áhuga á að vita hvernig Ísland er, Evrópa, heimurinn, hvernig mér lítist á Súdan og hvað ég haldi um stöðuna.

Sums staðar þegar ég ferðast um annars staðar er ég spurð lítils.
Ég spyr en fæ fáar spurningar á móti.

Sums staðar er áreitið mjög mikið.
Allir vilja selja útlendingnum eitthvað.
Eða vera vinir hans í von um eitthvað að launum.
Útlendingurinn fær stanslausa athygli.
Kynferðislega athygli frá mörgum karlmönnum.
Arg, hættið þessu.

Þegar karlmennirnir hérna vilja allir að ég gifti mig til Suður-Súdan er það bara tært og fallegt og vingjarnlegt. Ekki kynferðislegt. Bara eins og þeir séu að bjóða mig velkomna. „Við gætum verið svo góð saman!“

Einn daginn spyr ég af hverju svona margir vilji að ég giftist þeim eða einhverjum frá Súdan. Af hverju þeir fari svona oft að tala um giftingu.

Karlmaður hugsar sig um dálitla stund og segir síðan hugsandi:
„Humm. Sko. Hérna erum við vön því að ef einhver á erfitt og einhver annar kemur og hittir hann þá, sé það merki um að sá hinn sami hafi áhuga á að giftast honum.“

- Ég: „A ha.“

- Karlmaðurinn: „Já, til dæmis í jarðarför. Ef einhver kemur frekar óvænt í jarðarför og sýnir stuðning, getur það verið merki um að viðkomandi hafi áhuga og vilji giftast.“

- Ég: „Þó ekki þeim látna.“

- Félaginn: „He he, nei, aðstandanum. Þú verður að átta þig á að við höfum átt í stríði. Það hefur verið erfitt hérna. Þú komst alla þessa leið og hittir okkur í erfiðleikunum. Við kunnum að meta það. Það er kannski ekkert skrýtið að menn haldi að þú hafir áhuga á giftingu og bjóðist því til að giftast þér!

Ha ha ha, eins gott að ég slysaðist ekki inn á raunverulega jarðarför hérna. Gæti komið þrælgift út.

föstudagur, desember 09, 2005

Kúl að svífa yfir Suður-Súdan í lítilli flugvél og geta bæði séð út um gluggann við hliðina og framrúðuna hjá flugmönnunum?

- Já. Ansi magnað.


Allir hressir í Juba?

- Já. Stúlkan reyndar með tuttugu moskítóbit á hálsinum eftir sóðalega aðför moskítóflugu nokkurrar, en í heilu lagi að öðru leyti.


Stórborgarstemmning í Juba?

- Já. Malbik í pleisinu. Get svarið það. Aðalvegurinn í bænum er MALBIKAÐUR. Þótt hann sé holóttari en besti svissneski ostur er þetta samt malbik. Jebb. Í Juba eru líka 5 bankar. Þótt þar sé enginn hraðbanki og ekki hægt að skipta ferðatékkum og bankarnir líti meira út eins og herbergi a heimavist, þá eru þetta samt bankar. 5 stykki.


Hresst fólk í Juba?

- Já. Til dæmis gaurarnir sem ég ræddi við í marga klukkutíma á markaðinum í gær. Nýlendutíminn, ástandið í Súdan í dag, Vesturveldin, trúarbrögð, íslenska nafnakerfið og nafnahefðir hér. Drukkum sætt te og kryddað kaffi, voða huggó.


Útilegustemmning í Juba?

- Já. Stúlkan fékk að tjalda í garðinum þar sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna búa. Kúlutjaldið tekur sig voða vel út. Doldill Eyjafílingur.

Vestmanneyjar í Juba. Umm.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Í fyrramálið á ég flug með Sameinuðu þjóða flugvél til Juba.
Juba verður höfuðborg hins nýja ríkis Suður-Súdan, ef af sjálfstæði þess verður.

Um borð í vélinni verður æðsti yfirmaður World Food Programm á svæðinu.
Ég bauð mér sjálf með.

Maður verður að kunna að forgangsraða og passa sig að ferðast með rétta fólkinu.

þriðjudagur, desember 06, 2005Það er voðalegt sport að fá að stilla sér upp fyrir framan kameruna...

Gaurinn fremst á myndinni var túlkurinn minn í þrjá daga og hreyfði sig hvergi án forláta útvarps sem hann eignaðist fyrir stuttu. Kveikti ævinlega á gripnum í hópi fólks og blastaði arabískri tónlist, fréttum frá BBC eða einhverju óskiljanlegri orðræðu á dinka.

Töff.Í Suður-Súdan er lífið ekki saltfiskur, heldur nautgripir.
Mér hafa borist tilboð um 100-150 nautgripi fyrir sjálfa mig.
Ég hef sent föður mínum erindi í pósti vegna málsins.Rebekka vinkona mín með tvö barna sinna.Mary elska, 7 barna móðir og verðandi amma 35 ára gömul. Henni fannst upplagt að ég myndi drífa mig í því að eignast strák þegar ég færi heim um jólin. "Já, já og svo geturðu bara ferðast aftur og eignast síðan stelpu."Hvar er Valli? Ókei, Valli sker sig dálítið úr.
Rebekka, hvíta kýrin, Priscilla og fleiri elskur í Agangrial þorpi þar sem ég dvaldi.Var einhver að tala um vegi?

"Vegirnir á Íslandi eru svo vondir, bla bla, við þurfum fleiri mislæg gatnamót og fleiri göng og fleiri tvöfalda vegi...."


Já, já, meiri svona góðir vegir.
Hraðbrautir.
Auðvelt að ferðast um.

Uuuu...Sundabrú.
Eða ekki.Halló, taktu mynd af okkur!Ókei, unga fólkið í Suður-Súdan þekkir kannski ekki frið, því það hefur verið stríð síðan það fæddist, en það kann að töfra fram fönkí hárgreiðslur...Mayuam félagi minn. Takið eftir skurðunum á enninu á honum. Dinkar skera svona mynstur í ennið á sér.Sveitta konan í sveitta kjólnum, ha ha ha.

Kannski hef ég aldrei fengið jafnljóta gjöf og frá Soru vinkonu minni, nefnilega kjólinn sem ég er í á myndinni. Hann er hólkvíður, alltof stór á mig og úr hræðilega óþægilegu efni. Kannski hef ég hins vegar sjaldan fengið gjöf sem gefin er af jafngóðum hug. Þetta er flík af Soru sem hún heimtaði að ég myndi eiga. Gaf mér hana með glampa í auga og fannst ég taka mig stórkostlega vel út í henni.

Og auðvitað varð ég að skella mér í gripinn. Þótt ég liti út eins og fíll í sirkustjaldi.

Sora varð yfir sig ánægð.
"So beautiful!"Spjallað í skugganum.

"Við biðjum að heilsa fjölskyldunni þinni!"

laugardagur, desember 03, 2005

Eg og thorp og geitur og kyr og holottir vegir og stjornur og trumbuslattur.
Fram a thridjudag eda her um bil.

Farin aftur ut a land.

Laugardagsblad Morgunbladsins.

---

Desember i Sudan

Í suðurhluta Súdan er desember genginn í garð. Þar fer þó lítið fyrir frosti og snjó. Hitinn verður þvert á móti meiri með hverjum deginum. Regntímabilinu er lokið og þurrkatímabilið hafið.

Margir jesúsuðu sig þegar þeir heyrðu að ég ætlaði til Suður-Súdan. Þeir hristu höfuðið og sögðu ástandið í Darfur vera skelfilegt. Ég benti á að Súdan væri risavaxið land og endurtók að ég væri á leið til Suður-Súdan en ekki Darfur. Darfur væri í Vestur-Súdan. Höfuðin héldu engu að síður áfram að hristast. Nei, þetta var örugglega ekki æskilegt. Hvað þurfti ég alltaf að vera að þvælast þetta? För til Súdan var tæpast ráðleg.

Og er þá óðs manns æði að fara til Suður-Súdan í lok árs 2005? Nei, það er það ekki. För þangað er hins vegar áhugaverð í meira lagi og einmitt núna. Nákvæmlega núna.

---

Meira i elsku Mogganum i dag...

Sma ritstuldur, ja ja.

---

RAMMI
Út á hvað gekk borgarastyrjöldin?

- Súdan er stærsta landið í Afríku og þar býr fjöldi þjóðernishópa. Tungumálin í landinu eru yfir 100 talsins. Um 40% landsmanna skilgreina sig sem araba en 60% tala um sig sem „blacks“ eða „svarta“.

- Í norðurhluta Súdan eru múslimar í meirihluta. Sumir eru arabar en sumir svartir á hörund, líkt og í Darfur-héraði. Í suðurhluta landsins eru svartir í meirihluta og þar eru margir kristnir.

- Súdan var bresk nýlenda. Undir stjórn Breta var suðurhluta landsins stjórnað sem sérstöku svæði. Þar eru helstu auðlindir Súdan – olía, gull og fleira. Þegar landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1956 varð suðurhlutinn þó ekki sjálfstætt land. Völdin fóru til araba í norðri og Súdan hélt áfram að vera eitt land með borgina Khartoum sem höfuðborg.

- Sunnanmenn voru ekki ánægðir með að völdin væru í norðrinu og risu upp. Fyrst var barist allt fram til ársins 1972. Eftir rúmlega tíu ára frið sauð aftur upp úr. Þá reyndi ríkisstjórnin meðal annars að koma á íslömskum sharia-lögum yfir allt landið. Uppreisnarherinn Sudan People´s Liberation Army, eða SPLA, var í framhaldinu stofnaður. Foringi hans var John Garang.

- Auk þess sem SPLA barðist við stjórnarher landsins tóku ólíkir þjóðernishópar í suðrinu að berjast og uppreisnarmenn frá Norður-Úganda réðust á óbreytta borgara.

- Árið 2002 sömdu ríkisstjórnin og SPLA loks um vopnahlé. Friðarviðræður fóru fram undir þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu og lauk með undirritun samninga í janúar á þessu ári.

- Stríðið á milli ríkisstjórnarinnar í norðri og SPLA í suðri er ekki tengt átökunum í Darfur í vesturhluta Súdan, þótt uppreisnarmenn á báðum stöðum ásaki ríkisstjórnina um að mismuna svörtu fólki á kostnað araba.

- Nærri 2 milljónir féllu í átökunum í Suður-Súdan. Talið er að 4 milljónir hafa flúið innanlands í Súdan og að rúm hálf milljón hafi farið sem flóttafólk til annarra landa.

- Hundruð þúsunda hafa þegar snúið aftur til Suður-Súdan og margir eru á leiðinni.

Sunnudagsblad Morgunbladsins.

Óhugnanlegir atburðir í Darfur í vesturhluta Súdan eru á vitorði flestra. Færri vita af sögulegum friðarsamningum sem undirritaðir voru í janúar á milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna í suðurhlutanum. Þar með lauk 21 árs borgarastyrjöld. Hundruð þúsunda snúa nú aftur til sinna fyrri heima í von um að friðurinn haldist. En hversu líklegt er að svo verði? Sigríður Víðis Jónsdóttir er í Súdan.

Stay tuned...

Stor, feit grein i sunnudagsmogganum.

Lesa, lesa.

föstudagur, desember 02, 2005

Hvað gerir maður þegar maður finnur rottu í snyrtiveskinu sínu snemma morguns?

Ja, maður glaðvaknar allavega.

Heilsar upp á rottuna.
Metur stöðuna.

Vonar síðan bara umfram allt að rotturæfillinn hafi notið þess að naga própanól-brúsann manns. Vonar að hún hafi gætt sér í gúddífíling á vökvanum, já komist hreint bara í ágætis vímu af alkóhólinnihaldinu.

"Ha, áttu engin börn?"

"ÁTTU ENGIN BÖRN OG ERT SAMT ORÐIN ÞETTA GÖMUL???"

Elskunum hérna, yndislegu og frábæru konunum, finnst ég náttúrlega stórskrýtin. Ég væri líklegast búin að vera gift í tíu ár hér.

"Já, hvernig er þetta eiginlega með þig. Ætlarðu ekkert að eignast börn?"

"Ha, jú, bara seinna."

"Seinna. Hvað meinarðu SEINNA?"

"Já, já, bara seinna. Ég meina kannski bara svona tvö stykki. Uuu... eða kannski þrjú."

"HA, BARA TVÖ EÐA ÞRJÚ BÖRN??!!"

Þessi útlendingur hlýtur náttúrlega að vera eitthvað ruglaður.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Síðla kvölds bíðst mér að horfa á nígeríska kvikmynd með hjálparstarfsmönnum hjá Oxfam.

"Nígerískar myndir eru þær allra bestu," segir Dut frá Súdan.
"Sestu og horfðu maður," segir Paul frá Úganda.

Sjónvarpið er eina rafmagnstækið í gangi í marga kílómetra radíus.

Það er svo heitt inni í herberginu að ég og Samuel frá Kenýa drögum stólana okkar út, setjumst út í nóttina og mænum á sjónvarpið inn um dyrnar.

Í svarta myrkri, undir stjörnubjörtum himni, horfi ég á nígeríska ræmu meðan ég borða úgalí, geitalifur, hrísgrjón og bakaðar baunir úr dós.

Félagar mínir veltast um af hlátri.
Ég hlæ að því hvað þeir hlæja mikið.

Sérlega vinsælar senur í myndinni eru:

- Karl þykist vera kona og klæðir sig því í kvenföt
- Maður fær kláðaduft yfir sig og klæjar hreint ofboðslega
- Sami maður dettur á konu og reynir að fá hana til að kyssa sig
- Karl ætlar að heilla konu og gefa henni kjúklingarétt en þegar hann tekur lokið af skálinni hoppar froskur upp úr henni. Já, ég skal sko segja ykkur það. Froskur, bara..

Það líður á kvikmyndina.
Froskur hoppar fram hjá sjálfri mér.

Tunglið kemur upp.

Um morgun í þorpi úti á landi í Suður-Súdan gæti maður auðveldlega stigið svefndrukkinn út úr kofa sínum og heilsað manni sem heldur á stórum hníf.

Félaginn er að fara að slátra geit.

Maður gæti heyrt skerandi öskrin í geitinni, séð hnífinn hafinn á loft, horft á rautt blóðið frussast út og séð lífið fjara úr geitinni.

Eins dauði er annars brauð.

Í hádeginu gæti maður smjattað á geitakjöti.

Í Rumbek eru eftirfarandi gjaldmiðlar í fullri notkun:

- Gömul súdönsk pund (sem var opinberlega hætt að nota fyrir 16 árum og eru verðlaus alls staðar annars staðar en í Suður-Súdan)

- Ný súdönsk pund (gjaldmiðillinn sem eingöngu er í Suður-Súdan og stjórn Suður-Súdan kynnti til sögunnar fyrir stuttu)

- Súdanskur dínar (nýr opinber gjaldmiðill landsins, kynntur til sögunnar af ríkisstjórn landsins)

- Úganskir shillíngar

- Kenýskir shillingar

- Bandarískir dollarar

Maður skilur náttúrlega ekkert í því af hverju þeir eru ekki með íslensku krónuna hérna.
Ussu svei.