laugardagur, apríl 30, 2005

Hver tharf supermarkad thegar haegt er ad skella ser a rutustodina i Kampala?
Medan retta rutan er fundin gaeti madur til daemis viljad festa kaup a harbursta, braudhleif eda hulstur utan um gsm sima. Konur og kallar, unglingar og gamalmenni ganga um rutuplanid klyfjud vorum og bjoda til solu.

Tharna er stulka sem bydur mer tannbursta til solu, spegil, harteygjur og barnaleikfong. Fyrir aftan hana heldur gamall madur a atta porum af sandolum. Stor ruta ekur af stad og skilur manninn - og sandalana - eftir i mengunarskyi.

Eg sest upp i rutuna og solumenn koma ad glugganum minum. Ma bjoda mer vasadisko, vasaklut, peningaveski eda ef til vill thvottaklemmur? Hvad med grillad kjot a teini, djus i flosku, vedrada tyggjopakka, glerhardar karamellur, Coca Cola eda ferskan ananas?

Ja, af hverju ekki ad fjarfesta i stramottu, burhnifum, diskamottum, pudum, sjampoi, sokkum, belti eda utvarpi? Og hefur mig ekki lengi vantad bordduk og hnifapor? Af hverju ekki ad kaupa thetta ut um gluggann a rutustod i Uganda?

Rakvelar, innkaupatoskur, ledurskor, eyrnalokkar og derhufur sveima somuleidis um malbikad planid. Sumir selja margt - adrir fokusera a eina voru. Madurinn med pottasettin brosir breitt. Thessi stolar a eldhusbissnessinn.

Rutan rennur af stad adur en eg nae ad akveda hvort eg eigi ad kaupa mer bleik naerfot eda ekki.

Omo washing powder.

Sa sem a Omo hlytur ad vera milljardamaeringur. Omo var alls stadar i Sudur og Sudaustur Asiu - og her raedur Omo somuleidis rikjum.

I Austur Afriku eru hus malud i Omo litum. Omo borgar sko. Asskoti heppilegt ef madur hefur ekki efni a malningu sjalfur. Og af hverju ekki ad auglysa thvottaefni a husinu sinu, jamm og ja?

Eg spyr nu bara, hver er thessi Omo? Og af hverju hafa ekki Bjorgulfsfedgar eda Baugur keypt upp bissnessinn?

Koma svo strakar.

föstudagur, apríl 29, 2005

Eg babla eitthvad i Speglinum a eftir um stridid i nordur Uganda. Their hringja klukkan fimm ad islenskum tima og eg byst vid ad thad verdi spilad i thaettinum i dag - eftir sex frettir a Ras 1 og 2.

Eg var med pistil um spillingu i Kenya i thaettinum a manudag.
Haegt ad hlusta a www.ruv.is, velja "Ras 1", Spegilinn og umraeddan dag.

Thad er ad segja ef madur er med hahradatengingu.
Sem eg er ekki.
En eg a hins vegar bananastoppu og uganskt kaffi,

Ble.

Komin aftur til byggda. Var ad renna inn i hofudborgina Kampala fra Gulu i nordur Uganda.

Kannski var thessi vika ein su furdulegasta sem eg hef upplifad.
Kannski er stridid i nordur Uganda thad furdulegasta sem er i gangi i dag.

Thad er eitthvad storkostlega og faranlega furdulegt vid thad ad ganga um flottamannabudir thar sem folk hyrist - og hefur hyrst i morg ar.

Thad er eitthvad afskaplega ofugsnuid vid ad atta sig a thvi hvad thad raunverulega thydir thegar yfir milljon manns hefur thurft ad flyja heimili sitt.

Thad er eitthvad sjuklegt vid ad sja born i thusundatali thramma inn til Gulu-baejar fyrir myrkur og uppgotva ad sum hafa gert thetta i morg ar. Af hverju? Af thvi ad theim gaeti verid raent um nottina af LRA hermonnum. Thau gaetu verid numin a brott, misnotud, hotad drapi, verid latin drepa vini sina eda fjolskyldu, thurft ad ganga hundrudir kilometra, thurft ad rista upp mann og vefja innyflunum ur honum um halsinn a ser, thurft ad kveikja i strakofum, stela mat, gud ma vita hvad.

LRA stundar stuld a bornum, heilatvaer thau og er a endanum samansett fyrst og fremst ur bornum og unglingum.

Stridid i nordur Uganda er skrytid. Kannski er skrytnast af ollu tho ad hafa talad vid allt thetta folk, fundid fyrir neydinni, hraedslunni og ogedinu - og setjast sidan upp i Sameinudu thjoda bil og fara.

Nu sit eg i Kampala, drekk kaffi og LRA er eins og ur odrum heimi.
Minn veruleiki er allur annar en thessa folks og eg get ekid i burtu.
Folkid er hins vegar eftir, thad hefur ekkert og thvi gaeti verid raent i nott.

mánudagur, apríl 25, 2005

Ég veit um þónokkra sem vilja leggja söfnuninni i Kenya lið eftir mánaðarmótin. Segjum því að henni ljúki 5. maí.

05.05.05

Svo kúl, sko.

Við erum að hugsa um að kaupa saumavélar fyrir starfsþjálfunina. Pamela vill líka þjálfa menn í saumaskap. Og fötin sem eru saumuð í þjálfuninni og líta vel út, er upplagt að koma til fátækra. Tvöföld ánægja.

Numerid er 330-13-230037 og kennitalan 201179-3519.

Get eg bedid um betri leid til ad byrja daginn en ad bruna a motorhjoli i gegnum mengunarsky i afriskri storborg?

Get eg bedid um betra framhald en ad lenda i skrifraedi og veseni og thurfa ad borga heila 100 dollara fyrir frettamannapassa med hrottalegri mynd af mer?

Ju, kannski verdur dagurinn einmitt godur og fyndinn thegar froken Sigridur uppgotvar ad kjollinn sem hun keypti a markadi i fyrradag og borgadi heilar 35 kronur fyrir er hjukkubuningur. Ha ha ha. Helt eg myndi deyja ur hlatri thegar eg fattadi ad eg er klaedd eins og hjukka i Uganda. Uganskir hjukkubuningar eru ekki hvitir heldur til daemis graenir. Voda finn kjoll sem fer mer voda vel, ha ha en er hjukkubuningur.

Dagurinn tekur lika a sig betri mynd thegar hjukkan er komin med i hendurnar virdulegt bref med uppaskriftinni "I am kindly requesting you to offer Ms. Sigridur the necessary assistance for her to carry out her assignment in Uganda". Allt fer ad ganga betur.

A endanum spjallar hjukkan vid feitan hermann med ljota hufu og faer leyfi thar sem a stendur ad Jonsdottir S. Vidis "has been permitted by the Army Spokesman to photograph humanitarian activities regarding Northern Uganda Conflict".

Jamms.
Eg fer i fyrramalid fra hofudborginni Kampala til baejarins Gulu.

I Uganda hefur verid fridur sidan 1986. Thad er ad segja alls stadar nema i nordurhlutanum. Thar hefur verid einhver einkennilegasta uppreisn sem sogur fara af. Brjalaedingar i LRA samtokunum - Lord Resistance Army - hafa farid um og myrt menn og mys.

Thetta er allt ad ganga til baka - rikisstjornin er smam saman ad vinna sigur a brjalaedingunum - og oryggisastandid er ordid allt annad nuna. Eg verd ekki i neinni haettu tharna - thad er ekki barist i heradinu thar sem eg verd. Ibuarnir eru hins vegar enn a vergangi, thora ekki enn ad snua heim til sin og thad er thetta folk sem eg fer til ad hitta.

Eg fer med World Food Programm i flottamannabudir theirra. Thad er allt morandi i hermonnum tharna sem tryggja munu oryggi mitt "but you are not allowed to photograph them Ms. Sigh-ridh-ur". Okei.

Thratt fyrir miklu betri stodu i dag en til daemis fyrir tveimur arum, eru eiginlega allir ibuar nordursins a vergangi - 1,6 milljonir. Krisan i nordur Uganda er ein af morgum gleymdum krisum heimsins. Hver nennir ad tala um Uganda thegar vid getum babblad um Irak eda skodad myndir af Brad Pitt og Angelinu Jolie?

Hjukkan ma ekki vera ad thessu. Tharf ad redda pening og thvo buxnagarminn adur en hun heldur nordur. Og borda stoppu af sodnum banonunum thvi nu er kominn kvoldmatur og sodnir bananar eru malid i Uganda.

Yfir og ut.

„Jú, það er slæmt þegar regntímabilið bregst og ekki rignir nóg. Þá er maður búinn að leggja endalausa vinnu í eitthvað sem skilar engu. Kannski svona eins og þú værir búin að vinna í marga mánuði og fengir síðan engin laun,“ segir maðurinn og strýkur vinnulúinni hendi yfir hárið.

„Þú færð annars laun, er það ekki?“
„Jú, ég er með vinnu. Ég fengi reyndar líka laun þótt ég hefði ekki vinnu.“

Ha?

Þar með er ég dæmd til að flytja velferðarkerfis-fyrirlesturinn. Ég hef flutt þessa ræðu oft áður. Við borgum háa skatta en við fáum í staðinn atvinnuleysisbætur. Þeir sem geta ekki unnið fá öryrkjabætur, þótt lágar séu. Og við höfum ókeypis skóla og niðurgreidd sjúkrahús. Og konur geta farið á sjúkrahús og átt barn án þess að borga krónu.

Bla, bla, bla.
Ég borga fúslega skattana mína því ég vil hafa þetta kerfi og einhvers staðar verða peningarnir að koma frá. Ég vil alls ekki skerta þjónustu og er hrædd við lægri skattbyrði. Vid verdum ad hafa gott oryggisnet i landinu - sja vel um gamla folkid okkar og fatlada, hafa goda skola og svo framvegis.

„Þetta er gott. Þetta er merkilegt,“ segir maðurinn. „Hérna fær maður því miður engin laun ef maður hefur enga vinnu.“ Hann hnyklar brýr og tuldrar síðan:

„Nú, ef uppskeran bregst þarf að kaupa mat – ekki fær maður hann af sínum eiginn akri. Og eru til peningar til að kaupa matinn? Það er spurning. Ef ekki eru til peningar, borðar maður ekki.“

Hann þagnar andartak og bætir síðan við:
„Ég bið annars voða vel að heilsa fjölskyldu þinni.“

Ókei.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Það var gaman að koma í bæinn aftur eftir þriggja daga útilegu og sjá hversu mikið hafði safnast í átakinu.

Ég ætlaði ekki að þora að kíkja. Vandræðist lengi áður en ég dreif mig á netkaffi. Óskaði þess eiginlega að vera bara enn í frumskóginum, skítug upp fyrir haus að slást við greinar og þykkni, hlaupa á eftir villisvínum og horfa upp í ginið á ljóni.

Fimmtudaginn 21. apríl klukkan 19 að úgönskum tíma (kl 16) hafa safnast 120.000 kronur.

5 born hafa fengid studningsforeldra.

Magnað.

Vid hofum safnad naegu fe til ad Pamela geti staekkad vid starfsthjalfunina. Nu mun hun geta thjalfad og hjalpad tugum manns a hverju ari. Thar ad auki hofum vid afgangsfe sem vid getum notad i annad verkefni.

Magnadir hlutir eru i bigerd, mu ha ha. Atvinnuskopun i Kenya. Er i sambandi vid heimamenn vegna thessa, laet ykkur vita.

JIBBY!

Ég veit ekki hvort var athylisverðara að láta flóðhest halda fyrir sér vöku eða fá fljúgandi kakkalakka inn undir bolinn minn. Í fyrra tilvikinu þrammaði 700 kílóa ferlíki á milli tjaldanna á tjaldsvæðinu og rumdi hátt. Í því seinna var einungis um að ræða fimm sentimetra lífveru – en ófögurt eintak sem neitaði að fara fet og undi hag sínum sérlega vel á íslenskri bringu.

Undir athyglisverð augnablik ferðarinnar í Murchison þjóðgarðinn í norðvesturhluta Úganda, gæti líka flokkast ljónið sem á endanum varð pirrað á okkur og stökk á fætur. Úps, ókei, ekki bögga ljón. Muna það.

Ekki heldur reita til reiði krókódíla þegar siglt er niður á, því þeir skjótast þá af bakkanum og niður í vatnið fyrir framan. Ákaflega myndrænt reyndar.

Það er líka vissara að vara sig á flóðhestunum. Þeir eru það dýr í Afríku sem drepur flest fólk á hverju ári – fleiri en bæði ljón og krókódílar. Jamms. Gíraffarnir og antilópurnar voru vinaleg og við bonduðum á augabragði. Það var fallegt að horfa yfir ána Níl og við sáum yfir til Kongó.

Snákurinn sem stökk yfir stíginn þar sem við fórum fetið ofan við hinn hrikalega Murchison foss, flokkast einnig sem athyglisverður. Við sáum ekki betur en hann hefði framið sjálfsmorð beint fyrir framan nefið á okkur – hreinlega ekki meikað meira af þessum asnalegu túristum og hent sér fram af berginu. Hann hvíli í friði.

Kannski var samt athyglisverðast af öllu að ganga um frumskógarþykknið í morgun og týna einu stykki Svía. Hann skilaði sér reyndar á endanum. „Undskyld, men jeg had to go and pee and lost the track.“

Frumskógar fylla mig svo mikilli lotningu að ég má vart mæla en geng bara um eins og í leiðslu. Kannski of mikilli leiðslu því ég festi mig ítrekað í einhverju dinglumdangli hangandi niður úr trjánum. Frumskógar eru eins og ein stór lífvera og þegar maður gengur inn í skóginn er líkt og maður gangi inn í risastórt gin. Maður veit ekki hvort eða hvernig maður á afturkvæmt.

Kannski finnst mér ég sjaldan vera smærri. Þar sem ég hlusta á sjimpansahópa kalla hátt hver til annars, heyri furðulegan fuglasöng og skordýrasuð, sé laufþykkni hreyfast og velti fyrir mér hvað sé fyrir aftan – brosi ég breitt en fæ um leið hroll niður eftir bakinu.

Hversu lengi myndi ég meika það ein í skógi sem þessum? Ég er skilgetið afkvæmi pitsukynslóðarinnar og kann ekkert á það að redda mér í náttúrunni.

Ég myndi bara treysta á að senda sms og láta ná í mig, til dæmis fá þyrlu á svæðið. Líkt og sönnum Vesturlandabúa sæmir myndi ég kaupa mér lausn. Ég er enda forrík í Úganda.

Til að þetta plan gengi upp yrði ég vissulega að hafa síma og treysta á að í skóginum væri símsamband. Það er önnur saga.

mánudagur, apríl 18, 2005

Athyglisverd grein i Morgunbladinu i gaer um notadar tolvur fra Islandi sem eru a leid med skipi til Kenya.

Tolvurnar sem komu mer i gegnum haskolanamid - gomlu godu felagarnir af Thjodarbokhlodunni - munu eignast nytt lif i Afriku.

Skemmtileg tilviljun ad thessi athyglisverda Moggagrein er eftir sjalfa mig.

Söfnunin gengur fínt.
Ég er himinlifandi.

Ofur glöð í Úganda.

Ég minni hins vegar á börnin sem finna þarf mánaðarlega stuðningsaðila fyrir. Það er miklu erfiðara að fá fólk til að styðja verkefni mánaðarlega heldur en einu sinni – skiljanlega.

Endilega spyrjið í kringum ykkur hvort einhver get borgað 1500 krónur á mánuði með einhverju barnanna. Takk takk. Ég hef þegar skrifað vinum mínum í Kenýa og sagt að hjálp hafi borist handa Viktori litla. Það eru hins vegar enn fullt af börnum bæði þarna og á Indlandi sem svo sannarlega þyrftu hjálp.

Maður á mótorhjóli reiddi mig að gististað við ána Níl.

„I just want some quite place,“ sagði ég. „That place is quite – and the most beautiful in Uganda.“ Ókei, sagði ég, og við ókum af stað.

Ég svaf ofan við foss. Við árnið og fuglasöng. Í fagurgrænum skógi. Úganda er enn grænna en Kenýa, og þá er mikið sagt.

Ég átti stórþvott í Níl í gær. Hannn var sérlega myndrænn. Landslagið stórbrotið og fjólubláar nærbuxur hófu í æðibunuganginum á mér við handþvottinn, að sigla niður eftir fljótinu. Íslenski víkingurinn sýndi hins vegar ótrúlegt snarræði og náði að bjarga gerseminni. Annars hefði hún svo sem skilað sér út í Miðjarðarhafið eftir einhverjar vikur.

Þetta er sama fljót og ég sigldi á fyrir nokkrum árum í norður Afríku. Það var mörg þúsund kílómetrum í burtu. Níl er ekki lengst á í heimi fyrir ekki neitt.

Í Kenýa borðuðu menn ugali. Hér er matoke málið. Þegar kræsingarnar sigla á borðið veit ég ekki hvort ég er að borða banana eða kartöflu. Ekki það að bananar og kartöflur bragðist álíka. Það er einmitt málið. Matoke er banani en smakkast eins og kartafla.

Fyrir mér er banani bara banani. Bananategundir heimsins skipta hins vegar tugum, örugglega hundruðum. Matoke bananarnir eru grænir og þá má ekki borða hráa. Þeir eru soðnir, maukaðir og borðaðir með kjöti eða fiski.

„It tastes like a boiled potatoe,“ fullyrði ég háum rómi, skófla kartöflubananum upp í mig með hægri hönd og horfi yfir skóginn fyrir framan. Heimamaðurinn móðgast. „No, it´s not like a potate, madam! It is matoke.“

Síðan horfum við á fólk hjóla hjá og konur bera vatn úr ánni Níl á höfðinu.

föstudagur, apríl 15, 2005

Ég gæti blaðrað um landamæravörð sem þóttist hafa komið til Íslands en mundi bara ekki alveg hvar hann hafði verið eða hvað höfuðborgin hét. Ég gæti talað um reiðhjólin sem fylla göturnar. Hver þarf leigubíl þegar hann hefur möguleika á leiguhjóli – það er að segja að láta reiða sig á áfangastað? Ég gæti talað um allar gjafirnar sem mér áskotnuðust í Kenýa – töskur, sparisandala, hálsfestar og annað ægilega flott sem passar ægilega illa í bakpokann.

Ég gæti talað um þetta og miklu meira en ég ætla ekki að gera það. Ég ætla í staðinn að ræða það sem lesendur þessarar síðu hafa í sameiningu áorkað. Þetta er löng færsla en hún er þess virði að lesa hana gaumgæfilega.

Jamm.

Á köflum, þegar ég hef auglýst eftir fjárstuðningi til verkefna, hefur mér verið sýnt svo mikið traust að ég hef orðið hálffeimin. Marga þeirra sem lagt hafa fé inn á bankareikninginn minn – í krafti þess að ég komi því til réttra aðila – þekki ég ekki neitt. Samt hafa þeir treyst mér til að koma fénu til skila.

Fyrir þetta er ég þakklát.

Seinasta sumar reistum við í sameiningu myndarlega námsstöð í litlu þorpi á Indlandi. Hún hjálpar tugum barna. Við aðstoðuðum Sarithu, unga stúlku í sama þorpi, við að koma sér upp saumaverkstæði – varanlegri tekjulind fyrir hana og bræður hennar. Þau eru foreldralaus. Velviljaðir íslenskir lesendur styðja mánaðarlega börn á svæðinu, bræður Sarithu, sem og fleiri börn. Greiðslurnar eru inntar af hendi í gegnum samtökin Vini Indlands. Heimamenn úti taka á móti fénu og sjá um að börnin hljóti það sem þau vantar. Allir gera allt í sjálfboðavinnu og af einskærri umhyggju fyrir börnunum.

Heimamenn eru einstaklega vinalegir og þorpið fallegur staður. Þarna er hins vegar mjög mikil fátækt. Mörg börn eru ýmist foreldralaus eða eiga eitt foreldri og búa við slæman kost.

Í þorpinu er klár stúlka sem lauk grunnskóla með pompi og pragt. Hún hafði hins vegar ekki efni á háskólanámi. Háskólanám er sérlega góð fjárfesting í mörgum þróunarlöndum – raunar líklega alls staðar – því sá sem er menntaður hefur möguleika á góðri vinnu. Góð laun í samfélagi þar sem allir hjálpa öllum, þýðir að margir njóta góðs af menntun eins. Anusya stundar nú háskólanám með íslenskum stuðningi. Hún er fyrsta stúlkan í þorpinu til að fara í háskóla.

Samhliða þessari hjálp var kalli mínu sömuleiðis svarað þegar ég bað um aðstoð fyrir bláfátæka fjölskyldu sem ég kynntist á Norður-Indlandi. Fjölskyldufaðirinn hafði smám saman komið sér upp smávegis ferðamannabissness. Nokkru eftir að ég kvaddi hann lenti hann í slysi og allt spariféið fór í lækniskostnað. Við hjálpuðum fjölskyldunni út úr þessum vandræðum.

Fyrir þetta allt – og fyrir traustið – er ég þakklát.

Af því sem gott er, viljum við hins vegar meira – ekki satt?
Jú jú.
Það er kominn tími á frekari framkvæmdir.
Ég blæs til sóknar.
Hún er tvískipt.

---

Fyrrihluti sóknarinnar lá í augum uppi frá fyrstu stund í Kenýa. Ég varð að finna fleiri mánaðarlega stuðningsaðila fyrir kenýsk og indversk börn í vanda. Ég varð að reyna að gera eitthvað fyrir hinn 11 ára gamla Viktor sem er foreldralaus og sér um yngri systkini sín. Hann var alvarlegur og horfði á mig augum sem virkuðu að minnsta kosti fimmtíu árum eldri en litla skinnið er.

Og hvað með fötluðu brosandi stúlkuna? Henni varð að hjálpa í skóla. Heimamenn höfðu fundið sérskóla fyrir hana en það vantaði einungis einhvern til að borga skólagjöldin, um þúsund kall á mánuði.

Þegar augu mín mættu augum feiminna kenýskra stúlka sem ég vissi að við gætum auðveldlega hjálpað, langaði mig til að ganga að þeim, faðma þær og segja þeim að þær þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur af því sem koma skyldi. Við myndum finna einhvern á Íslandi til að aðstoða þær.

En ég sagði vitanlega ekki neitt því ég vissi ekki hvort ég gæti staðið við orð mín. Ég varð bara feimin á móti, tók í höndina á stúlkunum, pírði augun upp í sólina og hugsaði um límmiðasöfnunina, píanónámið og skátastarfið sem ég tók þátt í á þeirra aldri. Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki í skóla, ég bjó ekki foreldralaus hjá veikri frænku minni og ég þurfti ekki að velta því fyrir mér hvort ég gæti fundið eitthvað að borða fyrir yngri systkini mín.

Líf þessara barna þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona.
Þessu verðum við að breyta og þessu ætlum við að breyta.

Heimafólk á Indlandi og í Kenýa – súper duglegt – hefur sjálft fundið þessi börn sem ég hef hitt og oftar en ekki haft þau undir sínum verndarvæng í þónokkra stund. Margir þeirra sem um ræðir eru mjög fátækir sjálfir og geta ekki séð hjálparlaust um börnin. Sumir hafa ekki efni á að borða hádegismat en reyna engu að síður hvað þeir geta til að hjálpa til í kringum sig.

Það er hérna sem við getum komið inn. Við getum hjálpað heimamönnum við að sjá um börnin. Íslenskir húmanistar hafa stofnað samtökin Vini Indlands til að hjálpa börnum á Indlandi og Vini Afríku til að hjálpa börnum í Kenýa. Upphæðin sem um ræðir er einungis um 1500 krónur á mánuði fyrir hvert barn.

„Við biðjum þig, viltu hjálpa okkur og finna fólk sem getur aðstoðað okkur? Það eru börnin sem taka við í framtíðinni og við getum boðið þeim upp á eitthvað betra en þetta. Það er enginn dæmdur til fátæktar til eilífðar – það má vel hjálpa fólki upp úr henni,“ sagði kvennahópurinn, fléttaði körfur og bjó til leirpotta. Ágóðinn skyldi renna til hjálpa krökkum í kringum þær í sárri neyð. Hann yrði hins vegar afar lítill.

„Ég skal reyna,“ sagði ég og virti fyrir mér leirpotta og sterklegar hendur. Krafturinn í kringum konurnar var svo mikill að ég gat nánast þreifað á honum.

Og nú ætla ég að reyna. Ég ætla að reyna og vona það besta. Ég bið þá sem vilja styðja mánaðarlega eitthvert barnanna í Kenýa eða á Indlandi að skrifa mér tölvupóst: sigridurvidis@yahoo.com.

Börnin eru mörg.
1500 krónur geta skipt sköpum.

---

Seinni hluti sóknarinnar krafðist nánari íhugunar. Strax á öðrum degi var ljóst að heimamenn höfðu fullt af frábærum hugmyndum varðandi leiðir til að lyfta fólki varanlega upp úr sárri fátækt. Ég vildi endilega hjálpa til við eitthvað af þessu. Ég vildi gefa mönnum kost á að styðja verkefni í Kenýa, ekki mánaðarlega heldur einu sinni. Ég vildi safna fyrir einhverju eins og við gerðum á Indlandi í fyrra.

Ég lagðist undir feld – reyndar þunnt lak og moskítónet – því ég átti í erfiðleikum með að velja verkefni. Ekki vegna þess að á þeim væri skortur, heldur vegna þess að hugmyndirnar voru svo margar og svo góðar. Þegar ég heyrði af draumi hinnar vinalegu Pamelu vissi ég samstundis að þarna væri nokkuð sem ég yrði að styðja. Þetta er mögnuð hugmynd magnaðarar konu.

Pamela er 32 ára, fimm barna móðir. Þrjú börn á hún sjálf ásamt manninum sínum en tvö börn hafa þau tekið að sér. Pamela er hárgreiðslukona og rekur hárgreiðslu- og snyrtistofu.

Pamelu hefur lengi brunnið fyrir brjósti staða ungra kvenna í Kenýa. Margar stúlkur verða mæður mjög ungar og margar detta út úr skóla. Ómenntaðar búa þær oft við slæman kost með ung börn sín. Ungar ekkjur eru sömuleiðis algengar í Kenýa – flestir þeirra sem látast af alnæmi eru á aldrinum 20-40 ára. Margar ungar konur lenda auk þess í vandræðum þegar foreldrar þeirra deyja og þær eru einar eftir með yngri systkini sín.

Pamela sá að eitthvað yrði að gera til að hjálpa þessum stúlkum. Þar sem hún sjálf er hárgreiðslukona datt henni í hug að kenna þeim iðnina og hjálpa þeim að koma undir sig fótunum með eigin starfsemi. Þar með hefðu þær varanlegt starf og gætu séð um sig og börnin sín. Atvinnuleysi er eitt aðalvandamálið hér.

Flestar kenýskar konur taka hárið upp frá andlitinu með agnarsmáum föstum fléttum. Hárlengingar eru oft fléttaðar saman við hárið og möguleikarnir og útfærslurnar óendanlegar. Strípur, klipping og hárlitun er aðalmálið á Íslandi en hér eru það flétturnar sem þetta gengur út á.

Pamela hefur nú þegar hjálpað stórum hópi kvenna – reyndar nokkrum drengjum líka – og boðið þeim betra líf. Hún hefur þjálfað þau og séð til þess að þau blómstri eftir „útskrift“. Hún er ekki einungis kennarinn þeirra, heldur líka ráðgjafi og hálfgerð móðir. Hún hjálpar þeim að ná flugi í lífinu og heldur fast utan um þau. Þetta hefur Pamela gert í meira en fimm ár.

„Ég hef hjálpað mörgum en ég get hjálpað miklu fleirum. Ef ég gæti stækkað við þessa starfsemi gæti ég haft fimmtán til tuttugu í einu hjá mér,“ segir Pamela þar sem við göngum um borgina. Nú hefur hún um fimm í þjálfun á hverjum tíma. Hún hefur boðið mér í mat til sín og við einnig farið út að dansa. Kenýubúar eru magnaðir dansarar.

„Ég hef lengi haft þetta í huga og veit nákvæmlega hvernig ég vil gera þetta. Ég get hjálpað þessu unga fólki og ég get boðið þeim eitthvað betra,“ segir hún ákveðin og bætir við að fjárfesting í hárgreiðslubransanum í Kenýa sé örugg fjárfesting. Markaðurinn sé stór og verði stöðugt stærri. Þeir sem læri iðnina geti auðveldlega komið sér upp eigin bissness.

Til að geta þjálfað fleiri í einu þarf Pamela að minnsta kosti þrjár stórar hárþurrkur, fé til að kaupa fleiri hárlengingar og ýmis efni til að nota á stofunni og við kennsluna. Hún hefur hins vegar ekki efni á þessu sjálf. Pamela er ótrúlega skipulögð og einbeitt – ein af þessum manneskjum sem maður treystir hundrað prósent. Geti hún látið draum sinn rætast þýðir það að á hverju ári færist þrjátíu til fjörutíu einstaklingar frá því að stóla á óreglulegar og oft litlar sem engar tekjur, yfir í að hafa lært eitthvað sem sem aldrei verður tekið frá þeim – nokkuð sem getur framfleytt þeim það sem eftir lifir.

Þetta breytir ef til vill ekki heiminum – en þetta breytir lífi þrjátíu til fjörutíu ungra mæðra, munaðarleysingja, ekkna og ungra stráka á hverju ári.

Þetta er starf sem ég vil styðja.
Ég vona að aðrir geri það líka.

Reikningsnúmerið er 330-13-230037 og kennitalan 201179-3519. Aftur verð ég einfaldlega að biðja ykkur um að treysta mér. Það hljómar fáranlega að biðja fólk um að leggja inn á persónulegan reikning minn – en svona er þetta einfaldlega og ég og Pamela getum einungis beðið um traust. Ég minni á að ekkert framlag er of smátt og ætla að biðja ykkur um að merkja framlagið „Starfsþjálfun Pamelu“.

---

Fyrir fáar íslenskar krónur má gera ótrúlegustu hluti í fátækari löndum heimsins. Okkar gjaldmiðill er einfaldlega það sterkur. Við fáum ef til vill ekki mikið fyrir peningana á Íslandi – en í löndum eins og Indlandi og Kenýa eru þeir gull. Algeng mánaðarlaun í Kenýa eru tæpar 3000 íslenskar krónur. Í Eþíópíu eru þau enn lægri. Flestir vinna sex eða sjö daga vikunnar. Sá sem þénar 20.000 kall er lukkunnar pamfíll og tilheyrir efri millistétt.

Ég er ekkert að grínast þegar ég staðhæfi að ég hafi keypt bolla af kaffi í Eþíópíu fyrir 7 krónur eða borðað vel útilátinn morgunmat í Úganda fyrir 15 krónur eða keypt handofna og fagurlega útsaumaða blússu í Búrma fyrir minna en 200 kall.

Þetta er skrýtin staðreynd – en þetta er nokkuð sem við ættum að nýta okkur. Það er auðvelt að halda að fimmhundruð kallinn sem maður finnur út að maður gæti gefið til hjálparstarfs, skipti ekki máli því upphæðin sé svo lítil. Það er hins vegar ekki rétt.

Nú veit ég að sumir hafa þegar hjálpað til hins ýtrasta og að allt hefur sín takmörk. Ég veit að margir styðja reglulega annað hjálparstarf og að það er frábært. Ég veit hins vegar líka að þótt einn geti ekki aðstoðað sjálfur fjárhagslega – getur hann borið orðið út. Það kostar ekki neitt en skiptir í raun sköpum. Fræðsla og upplýsingar eru fyrsta skrefið.

Ég veit einnig að leit í úlpum og jökkum leiðir oft til fundar á ótrúlegustu hlutum – gömlum skiptimiðum, hárspennum, tyggjópökkum, afrit af visanótum... og oftar en ekki óvæntum hundraðköllum. Hundraðkallinn á Íslandi gefur ekki nema nokkrar kúlur og einstaka hlaupkall í grænan nammipoka. Hann er hins vegar daglaun í Kenýa.

Vegna þessa og vegna þess að það er frábært að vera í þeirri stöðu að geta hjálpað til við að breyta lífi annarra til hins betra, ætla ég að biðja ykkur um að íhuga alvarlega hvort þið getið orðið við ákalli mínu. Hvort sem þið svarið því sjálf eða ekki, ætla ég að biðja ykkur um að bera orðið áfram. Það tekur enga stund.

Ég bíð spennt.

Spennt því það er frábært að vera í þeirri stöðu að geta breytt einhverju. Spennt því það er einstakt að hafa tækifæri til að vinna með heimamönnunum í Kenýa og á Indlandi. Þetta er grasrótarstarf, unnið af hugsjón, unnið af gleði og unnið af vilja til að breyta einhverju. Ég er spennt því ég treysti á framtakssemi, góðvild og skynsemi lesenda.

Ég get einungis vonað það besta.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Tveir mánuðir í Eþíópíu og tvær vikur í Kenýa. Ég er farin að fara hraðar yfir.

Ég stefni á úgala í hádegismat og Úganda eftir matinn.

„You just come at 11 and buy bus ticket. No problem. No problem, you can get a good seat. It´s a Royal Express bus.“

Ókei. Ég fer á royal farrými til Úganda. Hlakka til að sjá farartækið, minnug gulu rútunnar sem ég tók um daginn. Geiturnar sem lágu makindalega undir bifreiðinni og gaggandi hænurnar í kring mynduðu athyglisverðan forgrunn fyrir handmálaða skiltið á toppi rútunnar: St. Mary Express.

„So when does the Express leave?“
„Not today.“
„Uuuu... okay.“
„You sleep here. Tomorrow we leave. You wake up at 4.30 in the morning and we leave at 5. No problem.“

Ókei, best að spjalla þá bara við geiturnar og vera föst í einhverjum pínulitlum bæ sem ég veit ekki einu sinni hvað heitir.

„Do you have something to eat?“

Eftir myrkur er kveikt á kertum.

„No electricity here.“
„Yes, I noticed.“

Það er ekkert mál að notast við kerti og bara kósí – þangað til maður þarf að staulast á útiklósett og þangað til það byrjar að rigna. Himnarnir opnast. Það tekur 2,7 sekúndur að slokkna á kertinu.

Kenýubúar myndu kalla íslenska rigningu tilraun til regns og ekkert annað.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

„Við búum til múrsteina hérna og seljum,“ segir góðlega konan og býður mér til stofu sinnar. Hún heitir Florence. Á lóðinni fyrir aftan skottast börn sem veifa útlendingnum feimnislega. Hér reka Florence og vinir hennar skóla.

„Þetta er góður skóli, einkaskóli, og ekki fleiri en 20-25 í bekk. Við innheimtum skólagjöld af þeim sem geta borgað en þau allra fátækustu fá ókeypis. Skólinn var upprunalega stofnaður í kringum fátæku börnin, svo smá vatt þetta upp á sig.“

Florence brosir breitt. Hún er ekkja og hóf ásamt hópnum sínum að sjá um börn í nágrenninu í neyð. „Við urðum að gera eitthvað,“ segir hún. Hópurinn hefur alls tekið upp á arma sína 40 börn sem ýmist eru munaðarleysingjar eða eiga eitt foreldri og búa við hræðilegar aðstæður.

Kennararnir fá borguð smávegis laun með skólagjöldunum sem hin börnin borga og múrsteinagerðin er notuð til afla fjár til að gefa fátækustu börnunum að borða. Florence gat ekki horft upp á aðstæður þeirra og útbjó gistirými fyrir hluta hópsins á lóðinni sinni.

11 barnanna fá í dag reglulegan fjárstuðning frá Íslandi – 1500 kall á mánuði. Þetta er gert í gegnum húmanista á Íslandi – samtökin Vini Afríku.

Einfalt mál, einföld greiðsla frá einstaklingum á Íslandi – en gjörbreytir aðstæðum barnanna. Florence og félagar eru oft í mesta basli með að láta enda ná saman. Stykkjaverðið á múrsteini er ekki nema 4 krónur. Þau berjast hins vegar með kjafti og klóm til að geta séð um börnin.

Repha er lítil stúlka sem horfir í fyrstu hálfskelfd á mig en byrjar síðan að brosa feimnislega. Hún er sú nýjasta af börnunum 11 til að fá reglulegan stuðning.

Ég virði Rephu fyrir mér og heyri óminn af orðum gamla mannsins sem ég hitti um daginn. Síðdegissólin gerði hrukkurnar í andlitinu enn dýpri og það var einhver óendanleg viska í orðum hans:

„Jafnvel munaðarleysingjar þurfa menntun. Þótt einhver sé fátækur, þarf hann að fá menntun. Menntun er lykilinn að velgengni barnanna í framtíðinni – hún getur hjálpað þeim upp úr fátæktinni. Fólk með menntun hefur miklu meiri líkur á fjárhagslegu öryggi. Og menntun fylgja upplýsingar og opinn hugur.“

Og það er einmitt málið. Þessir krakkar gætu verið læknar og kennarar framtíðarinnar, verslunarrekendur og sérfræðingar.

Án hjálpar velviljaðs fólks er hins vegar nánast út um þau.

Ég hélt að ég sjálf væri útsjónarsöm við að skapa mér atvinnutækifæri og afla mér fjár. Ég hef hins vegar ekki í roð í heimamenn hér í vesturhluta Kenýa.

Ekki roð.

„Nú ég missti vinnuna og varð að gera eitthvað til að redda mér,“ segir unga konan og sýnir mér litlu verslunina sína. Hér selur hún penna, sápur, sælgæti og annað smálegt. „Ágóðinn er lítill – en ég fæ að minnsta kosti eitthvað,“ bætir hún við og brosir fallega. Hún hefur líka stundum tekið rútu til Úganda, keypt ódýr föt þar og selt á markaðnum í heimabæ sínum. Félagi hennar selur töskur og vinkona hennar saumar föt. Sumir í hverfinu elda hveitikökur úti á götu og bjóða til sölu, aðrir ganga um með dagblöð og selja.

„Hvernig stendur á því að þið eruð svona dugleg að finna upp á leiðum til að framfleyta ykkur?“ spyr ég félaga minn, 38 ára gamlan, driffjöður í starfi húmanista í Kenýa. Ég horfi á ungan mann búa til tréstól.

„Ætli það séu ekki aðstæður sem kalla á það? Hér eru fá störf í boði þar sem menn eru launþegar hjá öðrum – sérstaklega ef þeir hafa enga menntun. Menn verða einfaldlega að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri.“

„Við söfnuðum fé og komum á fót litlu hæsnabúi,“ segir hópur kvenna og leiðir mig að skýli sem þær hafa komið upp. „Eitthvað urðum við að gera til að safna peningum. Við verðum að geta stutt fólkið í kringum okkur sem hefur jafnvel enn minna en við sjálfar. Nú erum við að safna fyrir kú. Það er góður bissness í því að selja mjólk.“

„Allir þurfa að borða – svo einfalt er það. Ef ég skapa mér ekki einhverja vinnu sjálf, fær fjölskylda mín ekki að borða – svo einfalt er það,“ segir konan við ströndina og dustar kusk af kjólnum sínum. Hún fann upp á því að selja graut til gangandi vegfarenda – algengan morgunmat og hressingu í Kenýa. Grauturinn er í einni fötu og plastmál í annarri.

„Þótt ég þyrfti að hætta að kenna þurfti ég vitanlega áfram á fé að halda,“ segir konan á markaðnum og lagar klútinn um höfuðið. „Af hverju ekki að flytja inn korn og baunir og selja hér? Það er ódýrara að kaupa þetta í Tansaníu og Úganda,“ bætir hún ákveðin við. „Uuu, já einmitt. Af hverju ekki?“

„Ég bið að heilsa móður þinni,“ segir gamla konan og fléttar reipi fimum fingrum. Reipið selur hún síðan á markaðnum. Fjölskylda mín fær mikið af kveðjum. Móðir mín er sérlega vinsæl hjá kvenkyns viðmælendum.

„Velkomin! Velkomin!“ hrópa konurnar sem reka forskólann rétt fyrir utan borgina Kisumu. Þær gera þetta í sjálfboðavinnu, til að hjálpa fátækum börnum í hverfinu. Hópurinn aflar fjár til að lifa af – og hjálpa börnunum – með því að flétta körfur og búa til leirpotta. Þær halda geitur og kaupa einnig fisk, reykja hann og selja.

Börnin í forskólanum syngja fyrir gestinn og fröken Sigríður er leidd að lundi við hlið moldarkofans. Tíu mínútum síðar hefur hún plantað tré í votta viðurvist, uppskorið klapp og hlátur hópmeðlima og íhugað hvort Vigdís Finnbogadóttir hefði hugsanlega plantað trénu öðruvísi.

„Þessi strákur og mamma hans búa ein og höfðu það virkilega slæmt,“ hvíslar félagi minn og nikkar höfðinu í átt að leigubílsstjóranum. „Það varð að gera eitthvað. Við komum stráknum í ökukennslu. Nú hefur hann verið leigubílsstjóri í nokkur ár.“

„Ég vil selja grænmeti,“ segir elsta systirin af fimm systkinum. Hún er um tvítugt. „Planið er að kaupa það af heildsölum og selja við veginn. Það er nægur markaður fyrir grænmetissölu og nóg að byrja bissnessinn með 1000 shillingum (800 krónum). Það myndi breyta stórkostlegu fyrir okkur ef ég hefði reglulegar tekjur.“ Systkinin eru foreldralaus síðan fyrir stuttu.

Ég er boðin í heimsókn til þeirra í lítið herbergi sem þau leigja. Það er oft erfitt fyrir þau að borga leiguna – 400 kall á mánuði. Stúlkan er enn að safna 800 krónunum til að geta hafið grænmetisreksturinn.

Mér líður eitthvað hálffurðulega þegar ég kveð, hugsandi hversu miklu 800 krónur geta breytt í stöðu sem þessari.

laugardagur, apríl 09, 2005

Það er kvöld og ég sit við litla ljóstýru af parafínlampa. Loftið er stillt, úti suða skordýr og inni sit ég með kenýskri stórfjölskyldu. Amman með glákuna brosir tannlausu brosi en blinda amman situr þögul á stól sínum. Krakkarnir hlægja, fullorðna fólkið spjallar.

Hér er ekkert rafmagn, enginn sími og ekkert rennandi vatn. Það þarf að ganga niður að Viktoríuvatni til að ná í það. Pant ekki þramma á hverjum degi alla leið niður eftir og ná í vatn í 20 l. fötur.

Það er erfitt að sjá handa sinna skil í herberginu og á endanum loka ég augunum og hlusta einungis á raddirnar á fólkinu í kring. Raddir vinalegs fólks sem ræðir saman á Luo tungumálinu og spjallar við útlendinginn á ensku.

„You have to greet your family from us. From everybody in Kenya. You have to great everybody in Iceland from everybody in Kenya! You have to tell your people about Kenya!“

Ég lít á tannlausu ömmuna og spyr mig að því hvernig í ósköpunum ég lenti með stórfjölskyldu úti á eyju á stóru vatni í Kenýa. Ég fikra mig með kertaljós að fleti mínu, skríð undir moskítónetið og veit varla hvort mig dreymir eða hvort ég er vakandi. Kannski er ég bara með sólsting. Sólin við miðbaug er skugglega sterk.

Stundum skil ég ekki þetta líf mitt.

Það er hins vegar það sem er einmitt svo skemmtilegt við það. Hvað þarf svo sem að skilja?

Það er svo gaman vera allt í einu lentur einhvers staðar og hafa ekki hugmynd um hvað tekur við eftir klukkutíma, um kvöldið eða hvar maður verður næsta dag.

Allt getur gerst og allt í einu er maður farinn að spjalla við fisksölukonur undir stóru tré, slást við eðlur inni á steinsteyptu klósetti, sitja fund með kenýsku félagsmálabatteríi eða dansa við tónlist í rigningu um kvöld.

Ef ég væri enn í fjölbrautaskóla myndi ég sækja um að fá áfangana LÍK 105 metna – Líf í Kenýa og FOR 103 – Fátækt og orsakir hennar.

Í Háskólanum myndu seinustu dagar líklega falla undir eitthvað jafnfínt og flókið og Inngangur að menningarlegum margbreytileika 1. Það væri örugglega ekkert námskeið sem héti Menningarlegur margbreytileiki innan mannfræðinnar en það væri pottþétt inngangskúrs að faginu.

Ég myndi gerast þverfagleg – tískuorð í háskólanum – og fá námskeiðin Inngangur að atvinnuvegum 1 (viðskiptafræði) og Spilling, stjórnmál og minnihlutahópar (stjórnmálafræði) metin. Síðan myndi ég skrifa fína ritgerð um ástandið í vesturhluta Kenýa – með fullt af löngum og flóknum orðum – og fá hana metna inn í félagsfræði.

Eþíópía var stór skóli, einhver sá allra stærsti sem ég hef setið á flakkinu. Vika í Kenýa hefur sömuleiðis verið margra eininga virði. Húmanistarnir í Kenýa, heimamenn, hafa verið algjörir englar, tekið mig að sér og sýnt mér stoltir hvað þeir eru að gera.

Starfið gengur út á hópavinnu. Hópar eru myndaðir sem einbeita sér að hinu og þessu, allt eftir óskum hvers hóps. Flestir hóparnir samanstanda af fátæku fólki, oftar en ekki bláfátæku, sem styður hvert annað til að gera eigið líf stabílla og betra, svo það geti síðan hjálpað öðrum. Hér er mikið af börnum í neyð og heimamönnum er umhugað um að tryggja hag þeirra. Sumir húmanistanna eru vel stæðir – hafa kannski 30.000 kall í mánaðarlaun – og leggja stóran hluta þeirra fram til starfsins. Allir eiga það sameiginlegt að vera innblásnir af ótrúlegum baráttuvilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum sig.

„Að vinna saman í hóp breytir öllu. Meira fólk þýðir fleiri hugmyndir,“ segir kvennahópurinn sem ákvað að selja fisk. „Við eigum oft erfitt með að láta enda ná saman í dag en lífið er samt miklu betra núna þegar við hjálpum hver annarri og erum saman í þessum bissness. Áður höfðum við eiginlega engar tekjur. Hópurinn hefur hjálpað okkur sjálfum og gert okkur betur kleift að hjálpa fólkinu í kringum okkur.“

Þær segja mér með blik í auga frá draumi sínum um að stækka við sig, flytja maíssekki til eyjunnar og selja maís.

„Við gætum grætt 2400 kall á mánuði, hver og ein!“ segja þær og hlæja. Það hefur tekið okkur langan tíma að reikna út mögulegan gróða. Sumar eru skólagengnar og kunna að reikna, aðrar ekki. Lyktin af fiskinum fyllir loftið. Sólin skín skært. Það glampar á spegilslétt vatnið. Margar eru ekkjur, margar með mörg börn á framfæri.

Fiskimennirnir eru hressir. Ég spjalla við tíu manna hóp og fundurinn vefur upp á sig. Skyndilega er allt þorpið mætt á svæðið. Margir vilja tala. Félagi minn á fullt í fangi með að þýða fyrir mig. Ég spyr og spyr um fiskeríið, markaðinn, drauma og þrár, vandamálin á eynni og veðurfarið. Hvað skal gert? Við ræðum og plönum framtíðina. Síðan fer ég að hlæja. Það er eitthvað fáranlegt við það að vera farin að stjórna útifundi á einhverri eyju úti á vatni í Fjarskanistan.

Konurnar sem ákváðu að stefna á að rækta korn með hjálp vatnspumpu eru feimnar en brosa fallega. Úðunarkerfið er dýrt – kostar hátt í hundrað þúsund kall – og þær eru enn að safna. Þessi hópur hefur verið starfræktur lengi. Áður seldu þær brauð sem þær bökuðu sjálfar. „Við höfðum 240 krónur í tekjur á dag!“ segja þær og brosa. Síðan kemur skuggi á andlitin. Ofninn eyðilagðist, hann var ekki úr nógu góðu efni. Nýr ofn er rándýr – en þær eru að safna.

Það glampar á dökka húð í sólskininu, sterka húð, stælta vöðva. Síðdegissólin hellir geislum sínum yfir bláan sjóinn, fjöllin á eynni og skærgrænan maísinn. Í Eþíópíu gengur allt út á teff – korntegund sem er einungis ræktuð þar – en í Kenýa er maís aðalmálið. Engin súrmjólk í hádeginu og seríós á kvöldin hér, heldur maísmjöl í hádeginu og maísmjöl á kvöldin. Hins vegar er óvíst hvað verður um maísinn núna. Regnið hefur brugðist – það er regntímabil núna en rignir nánast ekki neitt. Uppskeran er öll að visna upp og deyja.

Það er gaman að ganga um eyna með félaga mínum. Á endanum hef ég tekið í svo margar hendur að mér finnst ég vera komin með sigg á fingurna. Ég hef endurgoldið svo mörg bros að ég er komin með hausverk.

„Þetta á eftir að breyta öllu!“ segir eldri maður og klappar grjóthrúgu. Hér ætla húmanistar á eynni – í samvinnu við aðra heimamenn – að reisa gagnfræðaskóla. Allir leggja fram það sem þeir geta. Í Kenýa er ókeypis í skóla frá fyrsta til áttunda bekkjar en seinustu fjóra bekkina þarf að borga sjálfur. Gjöldin eru há, að hluta til vegna þess að gagnfræðaskólarnir eru oftast heimavistarskólar.

„Nú, þá reisum við bara dagsskóla hér. Það er miklu ódýrara fyrir börnin. Við verðum að sjá til þess að þau mennti sig. Næsti skóli er svo langt í burtu og svo dýrt í hann að fæst börnin halda áfram í skóla eftir áttunda bekk. Við reisum skólann og þegar hann er tilbúinn kemur ríkisstjórnin inn í þetta og borgar reksturinn.“

Einmitt það. Er baráttuvilja þessa fólks engin takmörk sett?

Nei, honum eru engin takmörk sett. Grænmetishópurinn ákváð að gera nokkuð sem ekki hafði verið áður gert á eynni og rækta tómata og selja. „Tekjurnar af þessu eru betri en akuryrkjan sem við gerðum áður og nú getum við betur séð um munaðarlausu börnin.“

Unga manninn dreymir um að stækka við sig og auka úrvalið. Hann selur notuð föt í næsta þéttbýli. Brosmildu miðaldra mennirnir vilja koma upp apóteki sem selur lyf, sérstaklega malaríulyf, á niðurgreiddu verði til fátækra.

Íslendingurinn strýkur sér um höfuðið og finnst hann allt í einu hafa öðlast nýjan skilning á því hvernig lífið er dregið fram úti á landi á fátæku svæði þar sem er ekkert velferðarkerfi. „Þetta lið er bara latt, nennir ekki að vinna, engin furða að þetta sé fátækt,“ ómar í höfðinu á honum. Hann hefur heyrt þetta heima á Íslandi. „Æi, þegiði,“ tautar hann snefsinn.

Hann langar til að faðma allan heiminn, en fær sér þess í stað maísgraut og faðmar gömlu konuna.

Það á ekki að þurfa að vera fátækt í Kenýa.

Kenýa var bresk nýlenda og fékk sjálfstæði um miðja seinustu öld. Moi nokkur tók völdin og ríkti allt til ársin 2002. Pent orðað fokkaði hann landinu upp.

Kenýa hefur náttúruauðlindir.
„Með góðri ríkisstjórn má vel breyta ástandinu hér,“ segir heimamaður. „Við eigum að geta haft það fínt.“

Nýja ríkisstjórnin er betri en sú gamla – það voru bundnar miklar vonir við hana – en hún er ekki nógu góð. Það er enn mikil spilling í Kenýa. Spillingin er eitt helsta vandamálið. Spilling hindrar framfarir því í stað þess að fé fari til almennings fer það í vasa fárra á toppnum. Spilling í fátækum löndum þýðir líka að þeir fátæku hafa ekki aðgang að mörkuðum – jafnvel eigin sjálfsögðu réttindum – nema með því að reiða fram fé. Spillingin heldur þeim þannig niðri. „Don´t buy your rights – demand them,“ stendur á skiltum úti á götu. Thad er verid ad reyna að breyta ástandinu.

En ad losa samfelag ur vidjum spillingar er flokid. Eg hitti mann sem bad vin minn um ad lana ser peninga til ad leysa son sinn ur fangelsi. Sonurinn hafdi ekkert unnid til saka. Gedsjuk kona sem thagdi ekki og reiddi moglulaust fram fe var barin til obota.

Eþíópía var afar fjölbreytt land og miklu meira en einungis fátækt. Hins vegar var líka hryllileg fátækt þar. Kenýa er engin Eþíópía þegar kemur að fátækt en hér er samt mikið af hræðilega fátæku fólki. Eþíópía er heldur engin Kenýa þegar kemur að spillingu.

Alnæmi er vandamál í Kenýa – munaðarlaus börn vegna þess – og malaría sömuleiðis.

Þessu öllu má breyta.

„Það er svo gaman að geta hjálpað,“ segir gamla konan og brosir. „Ég á ekki margt en ég get engu að síður gert margt.“

„Já, við getum breytt fullt af hlutum.“

Vinkona hennar strýkur hendi yfir svart hárið. Þær mynda hóp með öðrum konum sem styðja munaðarleysingja og hjálpa hver annarri þegar bjátar á. Tuttugu konur hafa tekið að sér 66 börn í vanda. Þær eru tekjulágar og ströggla við að láta enda ná saman. Stundum geta þær ekki borðað hádegismat.

Það er heitt í veðri. Gesturinn fær serveraða kalda kók – aðeins það besta. Guð, af hverju eru þær að eyða peningum í kókflösku fyrir mig?

Konurnar brosa. Ég brosi.

Kók í moldarkofa í fátæku hverfi í Kenýa.
You can´t beet the feeling.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Magnadir dagar, magnad folk, magnad hjalparstarf.

Kenya rular. Eg sakna hins vegar ethiopiska kaffisins.

Eg er komin ut a eyju med heimamanni.
Eyja uti a Viktoriuvatni.

Tokst ad grafa upp eina nettengda tolvu a eynni, sko bara.

Eg hef att svo mikid af ahugaverdum samraedum seinustu daga ad eg verd bradum buin ad tala af mer bada kjalkana.

Thetta skrifadi eg um daginn i Ethiopiu>

Dring, klukkan er fimm, dring, tími til að fara á fætur.

Ókei, hoppa í sandala og buxur, þvo sér í framan og tannbursta sig.
Nei, úps, það er vatnslaust.
Jæja þá, smella þá ótannburstaður á sig bakpokanum, troðast inn í leigubíl og velta úr á rútustöðinni í Addis Ababa.

Rútustöðin í höfuðborginni er með athyglisverðari stöðum.
Þar er sægur af rútum, sægur af farþegum, sægur af sölumönnum og þykkt mengunarský yfir öllu.

Pokarnir eru hífðir upp á þak á rútunni.
„Hvorum meginn er síðdegissólin?“
Hugsa.
Ókei, við viljum vera hægra meginn.
Hlössum okkur niður.

Svo hefst bið. Fyrst er að bíða eftir að rútan fyllist. Ég gúffa í mig krömdum banana frá gærdeginum og skýst og fæ mér kaffi. Finn eftir kaffisopann ferðafélagana nær dauða en lífi í þykku mengunarskýi. Rútan við hliðina blæs svörtum skýstrókum beint yfir að rútunni okkar. Liðið inni er að kafna. Einn af öðrum flýja menn út. Ég krafla mig hóstandi í gegnum skýið með tárin lekandi. Ertu að grínast í mér?

Loks drepur bílstjórinn á vélinni. Ég hef ekki enn fundið út af hverju hann kveikti. Kannski til að lokka fleiri farþega að rútunni svo hægt sé að fylla hana og fara af stað. Rútan fer ekki fyrr.

Nú er klukkan orðin átta og löngu komið fólk í flest öll sætin. Farþegar eru teknir að rápa inn og út. Af hverju erum við ekki farin af stað?

Jú sko rútan átti að flytja hóp af hermönnum en neitaði víst að gera það því herinn borgar ekki alltaf og þá þurfti að fá aðra rútu fyrir hermennina en fyrst varð sko að láta yfirvaldið vita. Og er það þá hægara sagt en gert? Nei, því yfirvaldið er ekki vaknað.

???

Að minnsta kosti er þetta minn skilningur á sögunni. Hver veit svo sem annars hvað er að gerast, til hvers líka að vera eitthvað að stressa sig á því? Bara fara og fá sér annan kaffi og líta á lífið á rútustöðinni.

Nú kveikir minn maður á vélinni, kannski hann ætli að reyna að drepa liðið í rútunni við hliðina. Vélin gengur dágóða stund og mengunarskýið stækkar. Svo drepur Bjössi á mjólkurbílnum á vélinni. Meiri bið. Klukkan er orðin níu.

Klukkan ellefu hristumst við loks út af stöðinni. Þá eru sex tímar síðan við vöknuðum. Þá hefur rútan hætt við að fara, hætt við að hætta við að fara, farþegar hætt við að fara, farþegar hætt við að hætta við að fara, ég óvart næstum því fengið glóðarauga, okkur verið sagt að koma aftur í fyrramálið, rútan hætt við að aka og önnur rúta mætt á svæðið. Farangurinn er ferjaður af þakinu á rútu númer eitt, yfir á rútu númer tvö.

Það myndast alltaf skemmtileg stemmning á löngum rútuleiðum. Í þetta skipti segir Kassahun frá ferðalagi okkar suður á bóginn og liðir hlustar með aðdáun á frásagnir af konum með stóra diska í vörinni og dansi við varðeld um kvöld. Ég sæi sjálfa mig segja frá ferðalagi um Suðurland þar sem ég væri á leið til Húsavíkur. Sæi svo sem sjálfa mig babbla en fólk hins vegar sýna takmarkaðan áhuga á að hlusta. Það er bara “skrýtið fólk” sem talar við ókunnuga. Best að hafa sem minnst samskipti, ha.

Stelpan við hliðina á mér er 18 ára og gift. Strákarnir fyrir aftan stúdentar í skóla. Stelpan fyrir framan 24 ára söngkona á leið að gefa út plötu.

Seint um eftirmiðdaginn dregur ský fyrir sólu og himnarnir opnast. Stuttu síðar sit ég í blautum buxum í sæti mínu. Rúðurnar leka. “Settu þeir ekki örugglega plast yfir farangurinn?!”

Það eru yfir 500 kílómetrar til Bahir Dar og þótt við ökum til klukkan níu um kvöldið náum við ekki alla leið. Við stoppum í litlu þorpi og farþegar flýja inn á lítil gistiheimili. Það rignir enn.

“Better you sleep here,” segir starfsfólkið og otar mér að litlu herbergi. Ég fer að hlægja. “Why?” Jú, það eru bedbugs í hinu rúminu.

“Can I get my bag please?”

Ha, nei, farangurinn skal vera á þakinu þangað til við komum á áfangastað. Ókei, best að fara þá ekki í þurr föt og vona að farangurinn lifi af þangað til á morgun. Best að skríða upp í gormarúmið en tannbursta sig fyrst með mjórri, mjúkri spýtu a la Eþíópía, sem reddað er á staðnum. Náttúrulegur tannbursti.

“So when do we go tomorrow then?”
“Maybe five, maybe five thirty.”

Það er enn heimilislegri stemmning í rútunni daginn eftir. Þegar við loks komum til Bahir Dar klukkan tíu erum við svo andfúl, þreytt, sveitt, bakveik, stíf í fótum, marin og blá, að það er beinlínis meinfyndið og við veltumst um af hlátri.

Söngkonan á fjóra tíma eftir til Gondar.
Góða ferð.

mánudagur, apríl 04, 2005

Einu sinni hafdi eg ahuga a barbidukkum. Sidan a frimerkjasofnun. Svo karate og korfubolta. Leiklist og felagsstorf attu hug minn allan a fjolbrautaskolaarunum. Nu hef eg ahuga a heiminum.

Kannski mun eg einhvern timann fa aftur ahugann a frimerkjunum. Eg var hins vegar aldrei god i korfubolta. Nuna er thad heimurinn, throunarlondin og fataektin.

Thegar eg hugsa um fataektina sveiflast eg upp og nidur. Stundum veit eg ekki hvernig mer lidur eda hvernig mer a ad lida. Thad er hryllileg fataekt i thessum heimi. I thessum sama heimi hofum vid hins vegar throada taekni, flokin lyf, gnaegt matar og gridarlegt fjarmagn. Heimsbyggdin hefur aldrei verid betur i stakk buin til ad minnka fataektina en einmitt nu.

Stundum get eg ekkert annad en brosad og tekid fast i hondina a blafatekum manneskjum sem eg raedi vid. Stundum er eg stodd mitt inni i lifi folks sem byr vid hraedilegar adstaedur, en get samt ekki nema rett imyndad mer hvernig er ad bua vid theirra kjor. Stundum fallast mer hendur, stundum er eg vongod.

I dag er eg vongod og veit eg ad heimurinn getur ordid betri.
Heimurinn getur ordid betri med tilstilli folks eins og thess sem eg hitti i dag.

Thad tharf ekki ad vera rikur til ad vera sterkur og berjast. Thad tharf ekki einu sinni ad vera likamlega sterkur. Pinulitlar og grannar konur i Kenya geta verid hundrad og tuttugu sinnum sterkari en madur sjalfur. Madur horfir a thaer, fer ad half gapa og veltir fyrir ser hvort thaer seu gerdar ur stali.

"Vid verdum ad hjalpa thessum bornum, thau eru munadarlaus. Hver hjalpar theim annars?" spurdi granna konan med gulu slaeduna um hofudid. Hun selur graenmeti a markadnum og a sjalf oft erfitt med ad lata enda na saman.

"Eg a svo mikid og thad eru svo margir sem eiga ekki neitt. Eg verd ad reyna ad gera eitthvad til ad gera lif theirra betra," sagdi baunasolukonan og fimm barna modirin. Manadarlaun hennar eru nokkur thusund islenskar kronur.

"Thad er ekki haegt ad horfa upp a folk lida illa i kringum sig an thess ad gera neitt," sagdi eldri kona og hinar toku undir. Thad var haegt ad threifa a stemmningunni i thessu herbergi fullu af konum i litlum moldarkofa uti a landi i Kenya.

"Nei, vid getum ekki bara horft upp a thetta," sagdi hrukkot kona.

Og thad er kannski einmitt malid. A Islandi sjaum vid ekki neydina, hun er ekki beint fyrir framan augunum a okkur. Vid getum slokkt a sjonvarpinu eda flett yfir frettina i dagbladinu, en fyrir thessar konur er thetta veruleiki.

"Velkomin a heimili mitt!" sagdi unga ekkjan og baud mer saeti. Tuttugu konur brustu a med dansi og song og brostu breitt. Barnahopur skoppadi i kring. Thetta voru born ekkjunnar - tiu munadarlaus born sem hun hafdi aettlaett. Hun var barnslaus fyrir. "Hvad hefdi annars ordid um thau?" sagdi hun og fadmadi thau fast. Konan selur baedi natturulyf a markadnum og utsaumada duka. Hun er med taepar 5000 kronur i manadarlaun. Konurnar i hopnum reyna eftir bestu getu ad hjalpa henni thegar henni tekst ekki ad lata enda na saman.

"Her kenni eg ungum konum ad sauma," sagdi thriggja barna modir og klaedskeri. Hun rekur saumaverkstaedi og bissnessinn er litill thessa manudina, mjog litill. Hun hefur 3500 kronur i manadarlaun. "Eg hef ekki mikid en eg mikid midad vid marga. Eg get ad minnsta kosti reynt ad hjalpa thessum stulkum ad laera eittvad svo thaer geti sed fyrir ser seinna meir," sagdi hun. Munadarlaus unglingsstulka sat og saumadi brudarkjol.

Madur faer aftur truna a thenna heim og folkid i honum thegar madur gengur um fataekrahverfi med fataekum konum sem berjast med kjafti og klom til ad gera lif enn fataekara folks betra. Samhjalpin er svo mikil her ad thad er haegt ad threifa a henni. Solin skin, madur er rennsveittur og thyrstur - en oendanlega gladur.

Konunar i dag eru humanistar og vinna eftir markmidum humanistahreyfingarinnar. Humanistar eru um heim allan og vinna i litlum hopum. Hver hopur akvedur hvers kyns hjalparstarf hann vill ynna af hendi. Folkid sem eg hitti i Indlandi i fyrra fokuseradi a menntun barna, serstaklega stulkna. Konurnar i dag leggja aherslu a munadarlaus born. Alnaemi er mikid her og foreldrar deyja. Naestu daga mun eg kynnast meira af starfi thessa magnada folk, medal annars malariuverkefna sem unnin eru i samvinnu vid islenska humanista.

Ef kona med nokkur thusund kronur i manadarlaun getur bodid tveimur munadarlausum bornum ad bua hja ser, hversu mikid get eg sjalf tha ekki gert?

Ef hun getur lagt 200 kronur fyrir til fataekra a manudi - nokkud sem er stor upphaed fyrir hana - gefid eitt kilo af sykri til theirra og reynt ad skrapa saman peningum fyrir lyf til sjukra, hvad get eg tha ekki?

Nu liggur leidin upp a vid.

Utblasinn magi og eg.

Grein sem eg skrifadi fra Ethiopiu a Selluna.

Kaffid er upprunnid i Ethiopiu og kaffid thar er dasamlegt. Thad er enginn kaffikultur i Kenya - eg fae bara serverad instant Nescafe. Her er mjolkurte adal malid. Kenya var bresk nylenda.

Her finn eg hins vegar supermarkadi. Viti menn. I Ethiopiu er allt bara keypt undir berum himni a morkudunum. Thad er alltaf skrytid ad koma i supermarkad thegar madur hefur ekki gert thad lengi. Detti mer ekki allar daudar lys ur hofdi: I goskaelinum leynist Diet Pepsi. Eg teygi mig skjalfthent eftir dosinni - og gripurinn er minn.

I Ethiopiu drekka menn ekki diet-vorur, diet er hreinlega ekki til. I
I wonder why.

I Ethiopiu er gjaldmidilinn birr. I Kenya shillingar.
I Ethiopiu er haegri umferd. I Kenya vinstri umferd.
I Ethiopu er arid 1997. I Kenya arid 2005.

laugardagur, apríl 02, 2005

Babbaræ. Komin til Kenýa.

Búin að segja bless við injera, eþíópísku pönnukökuna. Nú er það hið kenýska ugali – stappa úr maís borðuð með kjúkling, nautakjöti eða grænmeti. Nú er það Swahili í stað Amharic eða einhverra 82 tungumála Eþíópíu. Reyndar eru 42 tungumál í Kenýa. Og nú er ég komin hinum meginn við miðbaug. Þar fer vatnið „öfugan“ hring í niðurfallinu í vaskinum, ikke?.

Það var fallegt að fljúga yfir Eþíópíu.
Þegar við svifum yfir Kenýa varð allt grænt.

Kenýubúar voru meirihlutar farþega. Alla vega voru þetta ekki Eþíópíubúar. Fólkið hérna lítur öðru vísi út en það í Eþíópíunni. Ekki það að Eþíópíubúar líti út á einhvern einn ákveðinn hátt. Fólkið í Nairobí í Kenýa er vel dökkt. Að minnsta kosti mun dekkra en ég.
Mér finnst ég eitthvað ferlega föl.

Ég var í Kenýa árið 2000, kom inn í landið frá Tansaníu.
Árið 2005 finnst mér ég enn jafnferlega föl.

Eftir Indland (janúar 2004) tilnefndi ég staði og atburði til ýmissa verðlauna. Hér er verðlaunaafhendingin fyrir Eþíópíu 2005:

Uppáhaldsferðamáti:
Það er erfitt að gera upp á milli þess að hristast á hestvagni eða vera viss um að velta í trédrumb sem holaður hefur verið að innan og manni er sagt að hlassa sér ofan í. Svo er siglt af stað.

Bestu matarinnkaupin:
Í Eþíópíu er hægt að nálgast margt a serlega ódýrum kjorum. Uppáhaldstilboðið mitt er ef til vill fjögur stykki af mangó fyrir 7 krónur.

Bestu markaðskaupin:
Hjólbarðasandalarnir á 38 krónur og fallegir perluhringir á 8 krónur. Gerðir af hálf blindum munaðarlausum strák. Best að gefa stráksa bissness.

Furðulegasti ferðalangurinn:
Nýsjálendingurinn sem hafði verið í burtu í 4 ár og ætlaði að eiga sérlega eftirminnlega endurkomu í heimahaganna. Kauði leiftraði af tilhlökkun og gleði þegar hann útskýrði í þaulhaugsuðu máli hvernig hann ætlaði að útbúa sig sem innbrotsþjóf, brjótast inn á heimili foreldra sinna og „koma þeim á óvart“. „I´m even growing a beard to look more scary.“

Furðulegasti drykkurinn:
Heimabruggaður bjór í litlum bæ fyrir sunnan. Pantaður um eftirmiðdaginn og serveraður sérstaklega um kvöldið svo útlendingarnir gætu prófað „local speciality“. Bjórinn þykkur grautur, kornóttur, og á bragðið eins og súr mjólk. Hjálp. Útlendingarnir reyna örvæntingarfullir að vinna á að minnsta kosti einum tíunda af drykknum, til að það sjáist að þeir hafi að minnsta bragðað á súru bjórmjólkinni.
Herna gaeti eg hins vegar lika viljad tilnefna hina ethiopisku edalblondu: Kok og raudvin. Jebbs, raudvin skal sko drukkid blandad i kok.

Mesti lúxusinn:
Dvölin á Hilton þegar Palli elska, fluffa hjá British Airways, leyfði ferðalangshræinu að stíga inn í paradís og gista hjá sér.
Í eþíópísku samhengi er mesti lúxusinn kannski þó þegar ríki útlendingurinn gat farið í sturtu í vatnslausa bænum Konso.
Hvernig? Gamall maður bar vatn upp á efstu hæð hótelsins og sturtaði því í vatnstankinn. Vatnið hafði verið ferjað lengst utan af landi og inn í bæ. Úff.

Uppáhalds enska stafsetningin:
Ég mundi alla vega lengi eftir „Paper steak“.
Pepper steak.
Ha ha.

Uppáhalds misskilningurinn:
Sigríður goes native og klæðist útsaumaðri skyrtu á Bob Marley hátíðinni, nýkomin til landsins. Stúlkan-verður-nú-að-klæðast-eins-og-etta-fólk. Hún gengur á milli fjöldans sem situr í röðum í brekkunni og uppgötvar að hún hefur aldrei á lífsins löngu ævi haft augu jafnmarga á sér í einu. Hundruðir, eflaust þúsundir, stara á útlendinginn ganga hjá. Útlendingar hverfa ekki í fjöldann á hátíðinni, heldur skera sig ærlega úr.
„So many people are watching.“
„Yes, because you´re a foreigner. It´s also because you are wearing the local top with the wrong side out. It´s actually very obvious. How could you not notice?!“

Hægasta internetið:
Netbömmer ársins er bærinn Arba Minch. Fyrst tók klukkutíma að ná sambandi. Fjörutíu mínútur af tölvunni nettengdri nægðu að því búnu ekki til að hægt væri að opna tölvupóst. Mar-verður-náttla-geegur.

Furðulegasta ferðalagið:
Flugið frá Lalibela aftur til höfuðborgarinar, „með viðkomu“ í Aksum. Aksum er lengst fyrir norðan, við landamæri Erítreu. Að koma við þar er eins og að fljúga frá Blönduósi til Reykjavíkur með viðkomu á Raufarhöfn.
Ástæðan? Vélin var að koma frá Raufarhöfn en var of þung í hitanum og gat ekki tekið alla farþegana. Nú, þá var bara að fljúga til Blönduóss, hleypa liði þar út, hleypa mér inn og fara aftur til Raufarhafnar og ná í restina af hópnum.
Hei, ég veit, best að segja engum hvað er í gangi heldur byrja bara allt í einu að fljúga í norðurátt og finnast ekkert tiltökumál að farþegar þurfi að fljúga aukalega í einn og hálfan tíma. Farþegarnir blessuðu hljóta hins vegar ókeypis útsýnisflug yfir stórbrotið fjalllendi Eþíópíu og mega í raun vera fjarskalega ánægðir. Magnað útsýni í einu orði sagt.

Uppáhaldságiskun:
„Sister, are you from Japan? Korea?“
???
Ég hef líka verið oft spurð að þessu í Asíu. Hvað er málið?
„You have a round face.“

Og þá er komið að erfiðasta flokknum: Athyglisverðastu rútuferðinni.
Ó mæ, ó mæ.

Hvar get ég byrjað? Ætti ég að velja rútuferðina þegar það tók fimm klukkutíma að hossast um hundrað kílómetra? Eða ætti ég að velja ferðina þar sem ég varð fyrst að bíða fimm tíma á rútustöðinni og síðan aka í einn og hálfan dag til Bahir Dar – ferðina þar sem himnarnir opnuðust og rútan reyndist hripleka, ferðina þar sem ég gisti um nóttina farangurslaus og skítug upp fyrir haus á gormadýnu í herbergi sem reyndist vera lítill skápur með rauðri, vafasamri ljósaperu?

Ég gæti líka valið eina af ferðina suður á bóginn þar sem við reyndum árangurslaust að fá heimamenn til að opna gluggana og fá ferskt loft inn í rútuna. „No, you close. Air makes you sick.“ Það breytti engu þó ég benti pent á að ég gæti vel mögulega látið lífið inni í rútunni af hita og loftleysi. Ég var svo sveitt að það var eins og ég hefði pissað á mig.

Ég gæti sömuleiðis viljað velja ferðina sem farin var eftir að við fengum þá flugu í höfuðið að fara á markað í einhverjum fjallabæ nálægt stað sem við vorum. „It´s close by.“
Je, right. Tveggja tíma bið á rútustöð var einungis undanfari að degi sem innihélt meðal annars fasta rútu í þykkri leðju, snarbratta brekku, vonleysi um að ná nokkurn tímann áfangastað, gleði þegar rútubílstjórinn tókst að losa rútuna, hrikalegt útsýni og Sigríði húkandi ofan á vélinni í hláturskrampa.

Ég get ekki valið. Ég ætla að velja þær allar.

föstudagur, apríl 01, 2005

Heyrðu ég má ekki vera að þessu.

Ég þarf að ganga frá ýmsum lausum endum í Addis áður en ég flýg til Kenýa á eftir.

„No I´m sorry there is no flight on Saturday or Sunday.“
„Uuu... ok, do you have something for tomorrow, then?“

Ókei, það var díll.

Ég flýg eftir hádegi.
2 mánuðir í Eþíópíu að baki, nú er það Kenýa og síðan Úganda.
Fa la la.

Fyrradagurinn endaði hjá lækni. Þá hafði ég fátt eitt getað borðað síðan á laugardag, verið stanslaust óglatt, haft meiri niðurgang en er í orðaforða flestra velmegandi Vesturlandabúa, haft hor í nös – og heilsunni einungis hrakað.

Doksi rannsakaði fallegar fljótandi hægðirnar og tjáði mér að ég væri með vírus. Nú má vírusrassgatið vara sig. Jónsdóttirin er vopnuð sýklalyfjum og ógleðistöflum.

Læknis- og lyfjareikningurinn, hver var hann þá?
72 eþíópísk birr.
500 kall íslenskar krónur.

Lítið mál fyrir velmegandi Íslending að fá lækningu. Emebet eþíópísk vinkona mín hefði í sömu stöðu hins vegar ekki farið til læknis og líklega verið með vírusdjöfullinn í marga mánuði.

Döööö, af hverju hefði hún ekki drifið sig til doksa og látið fixa sig?

Því 72 birr eru meira en einn þriðji af mánaðarlaunum hennar.
Emebet hefur 200 birr í mánaðartekjur. Það er minna en 1500 kall.
Samt er Emebet launahærri en meðal Eþíópíubúi.

Ég er ekkert að grínast þegar ég segi að í Eþíópíu sé ég moldrík. Vellauðug.

Mánaðarlaun mín eru alltaf að minnsta kosti hundrað sinnum hærri en laun Emebetar.

Til að gera þetta allt enn skrýtnara þá vinnur Emebet 14 tíma á dag, 7 daga vikunnar. Einhvern veginn finnst mér frekar að hún ætti að hafa mánaðarlaunin mín.