fimmtudagur, mars 31, 2005

Ég var búin að redda fari með þyrlu á vegum Sameinuðu þjóðanna til að fylgjast með hjálparstarfi í Darfur. Ég var búin að redda hóteli í Khartoum, vera í sambandi við danska Rauða krossinn, skrifast á við Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Súdan, hafa samband við íslenska Rauða krossinn og fleiri.

Frá Eþíópíu ætlaði ég yfir til Súdan. Allt var klappað og klárt – nema vegabréfsáritunin.

Smá mál?
Hefði getað verið það. Að sækja um áritun í súdanska sendiráðinu í Eþíópíu er hins vegar hægara sagt en gert. Ég hefði getað reddað þessu í gegnum sendiráðið í London áður en ég lagði af stað. Ég hefði líka getað sent passann minn héðan til Evrópu.

En ég gerði ekkert af þessu. Að vera passalaus í fjarlægu landi freistaði ekki og það gat ekki verið mikið mál að redda áritun frá Eþíópíu, ha.

Ja, umsókn um áritun til Súdan hefur ekki borið árangur. Súdanska sendiráðið í Eþíópíu er hætt að gefa út ferðamanna-áritun en ég sótti um blaðamanna-áritun.

Einn lítill stimpill eða ein blaðsíða af einhverju kroti í passann breyta öllu. Til að fá umrædda gersemi og hljóta leyfi til að fara inn í Súdan þarf að gera skemmtilega hluti eins og:

A) Finna hótel í landinu sem er tilbúið að hjálpa. Skrifa tölvupóst þangað og vona að einhver svari. B) Senda ljósrit af passanum til hótelsins. Þar á bæ fara menn með ljósritið í Upplýsingaráðuneytið ásamt þar til gerðu bréfi sem tekið hefur langa stund að semja. C) Ráðuneytið skoðar málið og gefur út leyfi fyrir súdanska sendiráðið í Eþíópíu til að gefa út vegabréfsáritun – nokkurs konar for-leyfi.

D) Áður en ráðuneytið getur gefið út þetta leyfi-fyrir-leyfi þarf sendiráðið í Eþíópíu hins vegar að sækja formlega um að umrætt leyfi-fyrir-leyfi sé gefið út. Þetta býður upp á endalausa töf og aðgerðaleysi að hálfu beggja aðila. E) Hinir og þessir aðilar, eins og hið títt nefnda External Information Council, koma hér líka við sögu. Aðalleikari í leikritinu er þó Súdaninn Sami sem ýmist er upptekinn eða í fríi.

F) Þegar umrætt leyfi-fyrir-leyfi hefur loks verið gefið út, fer málið til sendiráðsins í Eþíópíu. Það stendur síðan upp á sendiráðið að klína loks í passann leyfinu inn í landið – sjálfri vegabréfsárituninni.

Þá er maður hins vegar löngu orðinn geðveikur, búinn að fresta för til Súdan þar til síðar og er í raun ánægður með að hafa bara frekar eytt meiri tíma í Eþíópíunni frábæru.

miðvikudagur, mars 30, 2005

Eg er i Speglinum a eftir.

RUV FM 93.5 klukkan half sjo.

Ef einhver bydur nogu vel skal eg nota minuturnar minar thrjar til frika ut, uthuda islensku rikisstjorninni og raeda um aesku mina a Skaga. Vaeri dalitid toff.

Freistandi.

Í páskafríinu 1997 fór ég í sumarbústaðaferð upp í Húsafell með vinkonum mínum. Ég var á öðru ári í Fjölbraut, ástfangin upp fyrir haus og borðaði tvö páskaegg.

Páskunum 1997 eyddi ég hins vegar einnig í fjallaþorpi í Eþíópíu og nú án páskaeggja.

Þann 11. september 2005 býð ég í áramótapartý til að fagna komu ársins 1998 í Eþíópíu.

„Ég verð aldrei veik þegar ég ferðast – í alvöru. Ég verð kannski slöpp en ekki veik þannig að ég þurfi að breyta neinum plönum eða leggjast í rúmið,“ sagði ég kvöld eitt í seinustu viku.

„Þrír mánuðir á Indlandi og ég varð aldrei veik.“ bætti ég stolt við og sagði frá því hvernig ég hefði einungis einu sinni veikst illilega á ferðalögum. "Einu sinni", sagdi eg med thunga. Það var í Egyptalandi þegar ég var tvítug.

„Þá át ég eitthvað skrýtið og passaði líka ekki nógu vel upp á að þvo mér vel um hendurnar. Var veik í þrjá eða fjóra daga úti í eyðimörkinni. Annars verð ég hreinlega aldrei veik. Ég meina ég fæ furðulegar húðsýkingar – rauða rönd á handlegginn, slæm sár á sköflunginn, kýli í handarkrikann – en ekkert sem leggur mig í rúmið og bindur mig þar. Sýkingar bjóða líka bara upp á athyglisverðar læknisheimsóknir. Ég er alveg laus við þetta týpíska ferðavesen – ælupest, máttleysi, hita og niðurgang.“

Ha ha.

Páskadegi eyddi í rúminu og reyndi hvað ég gat að koma ofan í mig vatni og þurru brauði. Páska-eggjahræran lá ósnert á diskinum.

Ha ha.

Þegar við vorum enn að nema land á Íslandi og hrófla upp moldarkofum með grasi á þakinu, hafði konungdæmið mikla í Aksum í Eþíópíu teygt sig langt út fyrir landið. Mynt hafði verið slegið, kastalar byggðir og kristni gerð að ríkistrú.

Hundrað árum fyrir Sturlungaöld réðist eþíópíski konungurinn Lalibela í það þrekvirki að grafa risavaxnar steinkirkjur út úr klettunum í konungdæmi sínu. Hann hugðist búa til nýja Jerúsalem. Þá þyrftu Eþíópíubúar ekki að fara í pílagrímsferð alla leið til landsins helga og ganga yfir múslímsk svæði í Súdan og Egyptalandi.

Með hamar og meitil að vopni unnu þúsundir verkamanna ár eftir ár við smíði kirknanna. Kirkjurnar eru einar mikilvægustu minjarnar í allri kirkjusögu heimsins. Rúmlega áttahundruð árum síðar standa þær enn, skornar í heilu lagi út úr hamrabeltinu.

Þegar ég stend við hliðina á steinkirkjum sem þessum og virði fyrir mér stórkostlegt útsýnið úr hæðinni sem er 2600 metrar og heilsa gömlum mönnum með staf og túrban og geng fram á geitahópa, þá veit ég allt í einu ekki hvaða ár er í ár. Ég veit líka ekki hvort ég er enn í Eþíópíu því þetta er enn á ný ólíkt því sem ég hef áður séð.

Í fjallendinu eru asnar besti vinur mannsins og á laugardagsmarkaðinum eru þúsundir asna. Karlmenn sveipa sig beinhvítum sjölum, konur með fastar fléttur í hárinu selja hunang og sjálf kaupi ég bæði hálsmen úr geitaskinni og kjól.

Þar með stækkar fataskápurinn minn um helming. Ég skil ekki að gráu buxurnar mínar séu ekki löngu dottnar í sundur.

Það var erfitt að kveðja góða fólkið í Bahir Dar en það var gaman að fljúga yfir Eþíópíu. Ég skellti mér á flugmiða.

Við vorum fjögur sem settumst inn í vélina í Bahir Dar. „Please approach to the boarding gate,“ sagði maðurinn og ég sprakk úr hlátri.

Ég gekk vopnuð um borð. Var með stóran hníf í töskunni eftir mangóát á vellinum og uppgötvaði það of seint. Missti af stórkostlegu tækifæri til að yfirbuga flugmanninn.

Flugvélin sveif yfir vatn og síðan flata hásléttu með fáeinum trjám og síðan meiri gróður og loks tignarlega fjallgarða. Vá, þvílíkt og annað eins. Þetta var næstum því óraunverulegt.

Þarna var vegur og þarna vegarslóði en annars voru þetta svæði eftir svæði með enga sjáanlega tengingu við umheiminn. Þarna kúrðu stráhús utan í stóru fjalli. Hversu langt var í næsta skóla fyrir þessa íbúa? Hvað gerðu þeir ef þeir urðu hræðilega veikir?

Eþíópía er áþekk Íslandi að því leyti að þar er einungis ein stór borg. Afgangurinn býr úti á landsbyggðinni í þorpum og bæjum sem komast ekki nálægt höfuðborginni varðandi íbúafjölda. Í Addis Ababa eru nokkrar milljónir. Næststærsti þéttbýlisstaðurinn hefur um 200.000 manns en virðist litlu stærri en Akureyri.

Eþíópíubúar eru um 70 milljónir. Eða svo er talið. Einungis 10 milljónir búa í borginni eða bæjunum. Allir hinir eru í litlum þorpum og húsaþyrpingum úti á landi. Það eru margar, margar milljónir.

Eþíóípía er 11 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland. Til að tengja landið allt saman þarf vegi og vegum þarf að viðhalda. Til að landsmenn hafi aðgang að heilsugæslu og skólum þarf aragrúa af slíkum stofnunum.

„Við þyrftum um 40 nýja skóla hér í héraðið til að vel mætti vera,“ sagði starfsmaður skólaskrifstofu. Hann átti einungis við sitt umdæmi. Skólasókn í Eþíópíu er um 50% og unnið er hart að því að auka hana. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til að börn gangi tugi kílómetra að næsta skóla.

Ef fólkið býr úti á landi og samgöngur eru einungis á milli bæjanna, hvernig ætlarðu að ná til fjöldans? Við slíkar hugrenningar verður holótti malarslóðinn sem í fyrstu virkaði sem hálfgert grín, að þeirri mikilvægu samgönguæð sem hann í raun og veru er. Vestur og austur af honum eru hugsanlega tugir kílómetra í næstu tengingu við umheiminn.

„Aðgengi í Eþíópíu er erfitt en landið hefur þó flugsamgöngur til stærstu bæjanna og hér eru rútusamgöngur til staðar, jafnvel þótt vegirnir þyrftu að vera margfalt fleiri. Í Súdan, hérna við hliðina, er allt annað uppi á teningnum. Þar höfum við gríðarlegt landflæmi sem er óaðgengilegt nema í þyrlu. Það eru engir vegir. Landið er risavaxið, það stærsta í Afríku – miklu stærra en einungis Darfur. Þyrlan svífur yfir og það er í raun erfitt að vita nákvæmlega hvað er undir,“ sagði starfsmaður Alþjóða Rauða krossins. „Aðgengi og ekki aðgengi, þetta er allt spurning um við hvað maður miðar.“

Og það er rétt. Stundum er Addis Ababa eins og London en stundum virkar hún sem sveit. Stundum er Eþíópía nútímaleg en stundum finnst mér eins og ég sé komin margar aldir aftur í tímann.

föstudagur, mars 25, 2005

Mundu eftir ostinum, mundu eftir páskunum.

Páskar Orthodox kirkjunnar eru seinna en páskarnir á Íslandi. Páskunum núna um helgina mun ég annað hvort eyða í Bahir Dar eða á þeim fræga stað Lalibela. Þar eru mörg hundruð ára gamlar útskornar steinkirkjur, „áttunda undur veraldar“.

Við erum að reyna að finna samgöngumáta til Lalibela: Rútu hálfa leið og taka þetta í tveimur áföngum, minibus, landcruiser eða far með pick up. Thetta gaeti ordid vesen, klukkan er ordin niu nuna og ekkert fast i hendi. Kannski skelli eg mer hreinlega a flugmida. 50 dollara paskagjof til sjalfrar min. Thad fer litil rella hedan klukkan thrju i dag.

Í Lalibela er líklega ekki internet.

Gledilega paska.

Sumir dagar eru eins og tveir eða þrír dagar í einum.
Í gær var fimmtudagurinn langi.

1. Vakna hálf sjö 2. Borða injera og sósu með fiskbitum. 3. Fara á rútustöðina og finna út að rútan sem átti að vera þar klukkan átta, er alls ekki á staðnum. Við erum á leið að hinum fræga Blue Nile fossi, 32 km frá Bahir Dar. 4. Ganga aftur til baka. 5. Ákveða að skipta ferðatékkum. 6. Bíða í 40 mínútur eftir peningunum. 7. Gefa betlurum pening og hugsa hvað maður sé nú heppinn í ´essu lífi. 8. Fara aftur á rútustöðina. 9. Sko bara, rútan er komin.

10. Hlassa sér inn og bíða eftir að rútan fyllist. 11. Það tekur tæpa klukkustund. 12. Tala við gamlan mann með hjálp enskrar-amharic orðabókar. Sá gamli vill endilega gefa mér sítrónu og leggur mikið upp úr því að ég lykti af henni reglulega. 13. Ókei, lykta af sítrónunni. 14. Tala við strák sem situr fyrir aftan mig í rútunni, hann lærir ensku í skólanum. 15. Virða fyrir sér ótrúlega fallegt útsýnið á leiðinni. 16. Ekki gleyma að lykta af sítrónunni.

17. Hlusta á kyrrðina á áfangastað, líta yfir akra, upp á fjöll, skoða fuglana. 18. Takla barnahópinn þegar hann spottar útlendingana. “Eigið þið penna? Eigið þið penna? Pening? Nammi?“ 19. Ganga upp að fossinum í hádegissólinni. 20. Sitja undir tré og hlusta á fuglasönginn. Magnað. 21. Vaða á og detta á rassinn, skemmta heimamönnum sem þvo þvott í ánni. 22. Ganga meðfram akri og mæta hóp af kúm. 23. Hella yfir sig vatni undir stóru tré. Operation-eg-eg-verd-ad-gera-eitthvad-i-thessu-ég-er-að-fá-sólsting-og-lognast-út-af-í-hitanum. 24. Engill af himnum ofan mætir á svæðið í formi unglingspilts sem býðst til að selja okkur Pepsi. 25. Drekka Pepsi með kúnum, mjog myndraent.

26. Ganga aftur inn í þorpið. 27. Er eitthvað að borða hérna? 28. Nei, hér er enginn veitingastaður en þið getið fengið te og kaffi. 29. Skófla í sig te með fjórum teskeiðum af sykri í hverjum bolla. Eþíópíubúar nota þjóða mest af sykri. 30. Spjalla við konu meðan við bíðum eftir rútu aftur til Bahir Dar, rútu sem við getum bara vonað að mæti á svæðið. 31. Vera mæld út af barnahópinum í þorpinu. 32. Slást við stráka á “rútustöðinni”, malarveginum, sem vilja að við borgum þeim fyrir að hafa tekið frá fyrir okkur sæti í rútunni, nokkuð sem er algjört rugl.

33. Vekja stórkostlega lukku í rútunni á leiðinni til baka. Kjúklingabaunir ganga manna á milli, brauðteningar og hitt og þetta sem menn vilja endilega að við smökkum. Við eigum engra annarra kosta völ. 34. Finna Kassahun þegar við komum aftur. 35. Skella í sig mangósafa áður en það líður yfir okkur af hungri, klukkan er að verða fimm og við borðuðum morgunmat fyrir klukkan átta.

36. Kaupa skó á fátækan strák sem við gengum fram á kvöldið áður. Hann er 15 ára en lítur út fyrir að vera 10. Kom einn héðan frá Addis í leit að fjarlægum fjölskyldumeðlimum sem ekki eru hér lengur. Átti skó en þeim var stolið. Algjörlega niðurbrotinn. 37. Fara með Kassahun og öllu vinagenginu heim til fjölskyldu hans. 38. Skoða fjölskyldualbúm. 39. Horfa á tónlistarmyndbönd á VCD diskum, í VCD spilara Kassahuns – undratæki í vinahópnum.

40. Undirgangast kaffi-serímóníu. Þá tekur að minnsta kosti klukkutíma að hella upp á og maður verður að drekka þrjá kaffibolla með miklum sykri. 41. Vera farinn að skjálfa af koffíni, of miklum sykri og hungri. Kannski er það núna sem ég ætti að lykta af sítrónunni? 42. Faðma mömmu Kassahuns. 43. Ganga alla leið til baka með öllu vinagenginu. Það er eins og við séum með lífverði.

44. Borða loks klukkan tíu um kvöldið. 45. Þvo á sér fæturna, reyna ad skrapa skitinn af haelunum. 46. Bylta sér í rúminu um nóttina því það er svo mikill hávaði af götunni frá þeim sem þar búa. 47. Vakna klukkan fimm til að reyna að redda fari til Lalibela.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Ethiopia var annad landid i heiminum til ad gera kristni ad rikistru.
Helmingur Ethiopiubua er kristinn. Langflestir theirra eru i Orthodox kirkjunni. Orthodox kirkjur hafa dyrlinga og alls kyns fineri eins og katholsku kirkjurnar en hlyta hins vegar ekki Pafanum i Rom.

Sagan segir ad Maria mey og Jesu hafi dvalid her i Bahir Dar, thegar thau voru gerd utlaeg. Ju ju, madur er a soguslodum. "Thad er engin saga i 'essum Afrikulondum, sunnan Sahara. 'Etta vantar allar merkilegar sogulegar slodir."

Rangt.

I Bahir Dar eru morg hundrud ara gomul klaustur med otrulega fallegum maludum veggmyndum. Mognud listaverk. A vatninu synda pelikanar i flokkum, svo storir ad their gaetu orugglega etid mig. Eda alla vega Ethiopiubua.

I Bahir Dar er enn ein Ethiopian. Thessi er kyrrlat, falleg og vinaleg. Lifid er afslappad, ekki tens eins og i Addis Ababa. Kannski eru samt enn fleiri betlarar her. Addis er milljonaborg – Bahir Dar er litil borg en hefur baejarfiling. Injera, ponnukakan sem bordud er i oll mal i Ethiopiu kemur hedan.

Vatnid er blatt, a himninum eru sky sem lita ut eins bomullarhnodrar og palmatrein og grodurinn mynda fallega umgjord um allt saman.

I Bahir Dar eru lika vinir og fjolskylda Kassahuns, vinar okkar.
Thau eru frabaer.

Eg se mig sjaldan i spegli her uti. Kannski eins gott thvi eg verd alltaf svo raudnefjud i mikilli sol.

Hins vegar var eg i Speglinum i gaer.

Fyndnir svona ordaleikir, ha.
Eda ekki.

Mina idilfogru rodd ma heyra a ruv.is, velja Ras 1, gaerdaginn og Spegilinn.

þriðjudagur, mars 22, 2005

"Thu hefur ekki lifad fyrr en thu hefur komid til Bahir Dar," sagdi hinn ethiopiski Kassahun.

"Island best i heimi" ma sin einskis gagnvart lofsyrdum Kassahuns um eigid land og eiginn heimabae.

Sally fra Bretlandi er farin heim en hinn breski Richard er her enn. Kassahun var a leid heim til sin til Bahir Dar eftir langt ferdalag med Sally um Ethiopiu.
"Bahir Dar er himnariki, thid verdid ad koma."
Vid Richard skelltum okkur med honum.

"Skelltum okkur" er reyndar ordum aukid.
Einn og halfur dagur i rutu og kannski athyglisverdasta rutuferdin hingad til.
Hvernig svo sem thad er haegt.

Rutuferdir i Ethiopiu eru magnadar.

I Bahir Dar eru palmatre og jardhnetute.
Solskin og fallegt vatn.
Ferskur avaxtasafi.

Handmalud skilti a gomlu husi.
Thetta er bensinstod:

Shell - Peace on the Earth.
Shell - In God we trust.


Thad er meira sem their hja Shell eru ordnir gudraeknir.

Ologmaett samrad vid almaettid?
Madur spyr sig.

föstudagur, mars 18, 2005

Hver tharf splunkunyja sandala fra dyru, vestraenu vorumerki, thegar hann getur eignast sandala gerda ur gomlum hjolbarda?

I gaer keypti eg sko af gomlum manni sem butad hafdi vorubilsdekk nidur og buid til gummisandala ur thvi. Svona eins og madur gerir a fimmtudegi. Mognud nyting, madur.

Gripurinn kostadi 38 kronur.

Sidan leit eg inn i mosku, og drakk kaffi, og bordadi hnetusnakk, og sat uppi a husthaki og horfdi yfir baeinn Harar, og gekk um markadinn, og reykti vatnspipu med gamalli konu, og at hadegismat i einhverju furdulegu skyli med storfjolskyldu og litlum kettlingi - allt i nyju hjolbardasandolunum.

Svona eins og madur gerir a fimmtudegi.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Eg var ad fa "paskabref" fra modur minni.
Eru paskar nuna??

Leit a netinu ad thvi hvort nu seu paskar edur ei, hefur ekki skilad arangri enda netid haegvirkt mjog. Kannski eru paskarnir i naestu viku, sjaum til.

I fyrra mundi ferdafelagid Patrekur eftir paskunum daginn fyrir skirdag. Tha var Patrekur i frumskogum Malasiu. Ars afmaeli Patreks er einmitt um thessar mundir.

Hvernig vaeri lif mitt nu ef islensk stulka hefdi ekki bankad a dyrnar hja mer i Kambodiu i mars i fyrra og spurt: Byr Islendingur her?

Madur spyr sig.

Patrekur er baedi i Iran og Ethiopu nuna. Hann skiptir lidi thvi thannig odlast hann helmingi meiri visku en ella.

Patrekur er svo snidugur.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Eþíópía hefur ótal andlit, ótal myndir.

Indland var fjölbreytt – eins og heil heimsálfa með aragrúa mismunandi menninga í einni – en ég vissi það áður en ég lenti. Eþíópía kom á óvart.

Ein mynd Eþíópíu er vannæring á landsbyggðinni. Þessi mynd inniheldur börn með útstandandi maga vegna hungurs. Stórborgarlífið í Addis Ababa er annað andlit Eþíópíu. Hirðingjar í eyðimörk enn eitt.

Í austurhluta landsins eru flestir múslimarnir. Þar finn ég nýtt andlit Eþíópíu.

Í borginni Harar vafra ég um hlykkjót stræti, milli kvenna með litríkar slæður, gullsmiða, klæðskera, moska og leirhúsa með flötu þaki. Er ég enn í Eþíópíu? Hér er enn einn stíllinn í húsagerð, allt öðru vísi en annars staðar í landinu.

Ég hef aldrei heyrt um það áður en borgin Harar er fjórði mikilvægasti staður margra múslíma í heiminum, á eftir Mekka, Medínu og Jerúsalem. Þar er vatnsskortur viðvarandi vandamál og úps, nú fer rafmagnið.

Gamla borgin fyllist einhverjum furðulegum krafti. Mér finnst eins og ég geti þreifað á honum þar sem ég feta mig eftir hlykkjóttum götunum í myrkrinu.

Smám saman kviknar á kertum. Hjá slátraranum er lítil ljóstýra. Í bjarmanum frá kertinu sést í skrokk af lambi, blóðugan hníf og brosandi mann með svuntu. Nokkru neðar lýsir kerti upp agnarsmáa verslun með sápur, penna, kveikjara og annað smálegt. Úti á götu saumar karlmaður við kertaljós og konur selja brauðhleifa. Og nú hefjast kvöldbænirnar. Úr hverju horni hljómar ákall til Allah.

Ég dreg að mér kvöldloftið og finnst allt í einu eins og fallegar og seiðandi raddirnar og ljósið frá kertunum gætu dáleitt mig. Svona alveg óvart.

Maður veit aldrei.

Einu sinni voru Eþíópía og Erítrea sama landið en fyrir rúmum tíu árum varð Erítrea sjálfstætt ríki. Stríð á milli landanna tveggja braust út árið 1998. Eftir hörð átök á landamærasvæðunum voru undirritaðir friðarsamningar en enn í dag á eftir að draga hin endanlegu landamæri.

Klofningur Erítreu frá Eþíópíu þýddi að Eþíópía hafði engan aðgang að sjó. Úbbosí. Þá var að horfa til næsta lands varðandi aðgang að höfn: Landsins Djibouti. Djibouti er pínulítið land sem stofnað var árið 1977.

Mikilvægi Djibouti fyrir Eþíópíu reis til muna. Eins gott að lest hafði verið byggð hundrað árum áður frá Eþíópíu og út að ströndinni í Djibouti. Með henni mátti ferja vörur til höfuðborgarinnar Addis Ababa og nú í auknum mæli en áður.

Lestin var stolt Eþíópíu á sínum tíma og það tók blóð, svita, tár og töluvert af mannslífum að koma henni á koppinn. Hún hlykkjast meðal annars í gegnum eitt hrjóstrugasta og harðbýlasta svæði landsins. Hér flakka hirðingjar um með kameldýr sín, börn og búslóð.

Ég varð að prófa þessa lest. Þó ekki væri nema vegna þess hversu hægvirk hún átti að vera. Og jú, það tók tímann sinn að lullast 475 kílómetra. Stundum tekur ferðin upp undir 20 tíma. Við vorum einungis 13 klukkustundir.

„Lokaðu glugganum,“ sagði maðurinn við hliðina seint um kvöldið. Ég var hálf út um gluggann, dró að mér kvöldloftið og virti fyrir mér tunglið sem lá á bakinu, örmjótt. „Við erum að aka í gegnum skóg og villt dýr gætu stokkið inn. Það eru ljón hérna.“

Stundum ókum við inn á pínulitlar lestarstöðvar. Flestar voru rafmagnslausar og erfitt að sjá handa sinna skil í myrkrinu.

„Oh, God, where are we heading? What is this place?“ Ferðafélaginn hló.

Í myrkrinu leið okkur eins og við værum aftur á leið á heimsenda. Áður var það fyrir sunnan, nú lulluðumst við í austurátt, í átt að landamærum Sómalíu.

Stuttu síðar byrjaði að rigna. Svo hóf þakið að leka. Hvað með að viðhalda lestargerseminni? Loks komum við á áfangastað. Við stauluðumst út úr lestinni blaut og hrakin, klukkan fjögur um nótt.

„Well, I guess our negotiation skills are quite limited now.“

Og hvar var næturstaður? Úps, allt lokað. Best að bíða undir þessu skýli þarna til að byrja með og ráða ráðum okkar. Um torgið hlupu þrjú ung götubörn berfætt. Fylgdarlaus. Af hverju svo sem að sofa um nótt þegar enginn fylgist með manni og segir manni að fara í háttinn?

Þarna svaf maður undir vegg. Úps, ég steig næstum því á félaga hans.

Klukkan hálf sex vorum við loks komin í rúm.
Góða nótt.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Heima innbyrdi eg svo mikid af rotvarnarefnum, litarefnum og thraarvarnarefnum ad eg efast storlega um ad rotna nokkurn timann.

Eg borda alltof mikid af unninni matvoru. Jukki sem eg hef i raun ekki hugmynd um hvad er. Thad sem meira er, eg er ekki ein um thetta.

Thad er god tilbreyting fra aukaefnunum ad borda mat sem er eldadur a stadnum og er laus vid allt aukadrasl. Stundum er maturinn afar fabrotinn og eg borda thad sama kvolds og morgna, stundum er kjotid skuggalegt, stundum er graenmetid skrytid, stundum borda eg furdulegar korntegundir - en allt er thetta samt betra i minn elskulega maga en rotvarnarefnasukkid a Islandi. Maginn a mer er yfirleitt i miklu betra astandi a ferdalogum um aukaefnalaus, fataek throunarlond en i pakkamatar-velmeguninni a Islandi.

Skrytid en satt.

Vestraen matargerd best i maga?
Uuuu.

sunnudagur, mars 13, 2005

Jonsdottirin gaeti verid i Speglinum a manudag.
Vid erum ad reyna ad na saman i gegnum sima, sjaum hvort thad gangi a morgun.

Spegillinn er frettatengdur thattur a RUV, FM 93,5.
Beint a eftir sex frettum dag hvern – fra half sjo til sjo.

Lika haegt ad hlusta a ruv.is.

laugardagur, mars 12, 2005

- Sigga min, bordadu nu vel adur en thu ferd til Ethiopiu.

- Uuu. Okei. Uuu... Humm. Af hverju?

- Verduru ekki annars ordin ad engu i vor? Er eitthvad ad borda tharna? (thogn)
Thu verdur lika ad passa thig vel.

- Eg passa mig alltaf vel.

- (thogn) Ja, en thetta er Afrika.

Kaffi er yndislegur drykkur. Kaffi er gledigjafi. Kaffi er gott. Thad er fatt betra en godur kaffibolli a morgnanna.

Kaffi er drukkid um vida verold. A hverjum degi svolgra milljonir og aftur milljonir jardarbua i sig thessum undradrykk.

Hvert a tha gersemin raetur sinar ad rekja?
Nu til Ethiopiu, madur.

Ethiopia er adal pleisid.

Ordid kaffi/coffee er dregid af KAFFA heradinu i sudvestur Ethiopiu. Kaffi er i havegum haft i Ethiopiu og hellt upp a med thar til gerdri kaffi-serimoniu. Enginn asi her og ekkert instant rugl. Kaffi er raunar helsta utflutningsvara Ethiopiubua.

Og thar med er eg farin ad fa mer rjukandi kaffi.
Namm.

föstudagur, mars 11, 2005

Hver tharf Nike og Adidas fot thegar hann getur fengid Nikie og Adibas?

„How to avoid being eaten by a crocodile“

Sólin skín á hvítan pappírssnepil sem hangir á máðu gleri: Hvernig koma á í veg fyrir að vera étinn af krókódíl. Ekki dangla fótum eða handleggjum ofan í vatnið. Ókei, muna það. Ekki gera hitt, ekki gera þetta.

Ég geng stíginn sem liggur að krókódílabúgarðinum og drekk vatn úr flösku, löðursveitt í hitanum. Ég hef aldrei verið á krókódílabúgarði áður. Hver í ósköpunum ræktar mörg þúsund krókódíla?

Sá sem vill græða á krókódílaskinni.

Það er eitthvað furðulegt við það að virða fyrir sér krókódílabörn sem enda munu sem veski fyrir ríka Miðausturlandabúa. Það er eitthvað sérlega dapurlegt við það að enda sem veski. Einhvern veginn skárra að verða kápa eða eitthvað annað.

Ég húki yfir krókódílunum og velti fyrir mér hvað Öryggiseftirlitið heima myndi segja. Heldur þessi steinveggur sem ég stend upp á? Uuuu... og hvar er handriðið?

„How big do the crocodiles have to be to eat you?“

„Well, not that old. I mean if you would fall in there and they would be angry, the whole crowd could easily get you.“

Ókei.

24 farþegar í minibus – geri aðrir betur.

Ég er klesst upp við rúðuna og reyni að styðja mig við loftið milli þess sem ég reyni að ná andanum vegna hláturs. Hnéin á gamla manninum fyrir aftan stingast í bakið á mér og hægri fóturinn beyglast ofan í gólfið.

„Kassahun, getur þú borgað, það er ekki séns að ég geti teygt mig ofan í vasann?!“

Unglingspiltur húkir hálfur út um gluggann og hvílir þungann á öðrum fætinum á mér. Þunginn af félaga hans þrýstist á sköflunginn. Ég þrýstist aftur og hnéin á þeim gamla potast fastar í bakið á mér.

Við erum að komast á leiðarenda – sjö klukkustunda rútuferð lýkur með hálftíma ferð í minibus og síðan þriggja kílómetra leið á hestvagni. Hestvagninn er jafntroðinn og minibusinn – og nú af farangri. Ég enda með að stökkva úr og ganga. Ég ætla ekki að drepa gamla sorrý Grána, hann er að gefast upp undan þunganum.

Þar sem ég geng upp moldargötu og kaupi papayaávöxt og avókadó, velti ég fyrir mér hversu lengi farþegar í strætó í Reykjavík hefðu þolinmæði til að bíða eftir að strætó fylltist. Hversu lengi myndu þeir húka á Hringbrautinni í hálftómri bifreiðinni eða híma í Hlíðunum?

Ég geng á eftir Grána og velti fyrir mér hve stuðullinn þegar kemur að óþægindum er ólíkur eftir löndum. Á einum stað er ekkert tiltökumál að hossast í rútu með hóp af öðrum á hörðum bekk en á öðrum eru dúnmjúk sæti í sama rými fyrir einungis tvo. Þar er líka loftræsting og ef til vill sjónvarp.

Stundum finnst mér ég lifa í heimi úr bómull – vestrænum lúxusheimi þar sem ég er orðin svo vön öllum heimsins þægindum að ég læt minnstu hluti angra mig. Af hverju settist maðurinn við hliðina á mér í strætó þegar röðin fyrir framan var laus? Af hverju er ekkert almennilegt í sjónvarpinu? Djöfull er lítið úrval af vídeóspólum hérna. Þessi bíósæti eru ekki þægileg og poppkornið er kalt. Er ekkert almennilegt að éta hérna?

Á Íslandi er ég of góðu vön. Ég lifi of þægilegu lífi. Lúxuslífið lætur mig sigta út það sem er ábótavant, í stað þess að þakka fyrir það sem ég hef.

Í stað þess að þakka fyrir að eiga pening til að fara í rútu – ólíkt milljarði manna – læt ég það pirra mig á Íslandi að geta ekki hallað sætinu aftur eða vera ófær um að senda sms vegna þess að síminn er utan þjónustusvæðis.

Þetta er lærð hegðun og ekkert annað – afsprengi lúxuslífs og velmegunar. Það er hægt að venjast öllu, líka því að troðast í minibus með 23 öðrum. Það er ekkert að troðningi. Það er ekkert að því að verða skítugur. Það er ekkert að því að svitna. Það er ekkert að því að deila herbergi með mörgum öðrum. Það er ekkert að því að lenda óvænt í rigningu og verða blautur. Það er ekkert að því að hlutirnir gangi ekki einn, tveir og þrír – og eftir manns eigin höfði.

Þegar ég sit við hliðina á hungruðu barni eða sársjúkri konu, verð ég svo óendanlega þakklát fyrir það sem ég hef að ég get byrjað að tárast. Þegar ég húki í kremju í beyglaðri rútu á holóttari vegi en götóttasti ostur – innan um fólk sem hefur safnað fyrir rútumiðanum í langan tíma – verða fáranlegar hugsanirnar um bólstruð sæti, álfelgur, fótskemla og flottar bílgræjur. Það er frábært að geta yfirhöfuð verið í þessari rútu.

Ég held mér fast og lít út eins og fáviti – byrja að brosa með öllu andlitinu, ánægð með lífið og tilveruna, óendanlega glöð fyrir að vera heil heilsu, klökk fyrir að eiga jafnfrábæra fjölskyldu, vini og kunningja og ég á. Ég er lukkunnar pamfíll.

Síðan kem ég heim. Ég ætla að halda áfram að vera þakklát en áður en ég veit af er hugsunin orðin eins og í móðu. Ég teygi mig eftir henni en á milli okkar hrúgast auglýsingabæklingar og útsölutilboð og ég er aftur farin að pirra mig á því að þurfa að bíða í fimm mínútur eftir strætó.

Í þetta skipti skal það verða öðru vísi.
Bíðið bara.

þriðjudagur, mars 08, 2005

Kannski er thad athyglisverdasta vid ad ferdast i framandi landi ad allt virdist einhvern veginn geta gerst. Allt er mogulegt.

Rutuferd nokkra tugi kilometra getur tekid lungann ur deginum thvi fyrst tharf ad bida eftir rutu sem kannski kemur, svo breytist planid i ad ferdast med pick-up sem skyndilega maetir a svaedid, svo talar margir i einu og allt i einu er madur sestur upp i beyglada rutu sem kannski leggur af stad thremur korterum sidar.

Kannski springur a leidinni eda allir thurfa ad fara ut vid einhverja vegatalma. Kannski er vegurinn algjort djok. Kannski tharf ad stoppa milljon sinnum til ad hleypa folki inn og ut. Kannski er bifreidin allt i einu fost inni i hjord af nautgripum. Kannski hellirigndi um nottina og vegurinn er eitt forarsvad. Tha er bara ad stokkva ut og yta.

A veitingastad eftir rutuferdina gaeti geit skyndilega labbad hja eda kyr baulad fyrir aftan. Kannski er matsedillinn a stadnum stor og mikill en bara eitt eda tvennt i bodi. "Ekkert kjot i dag" eda "bara kjotkassur i dag". Kannski er vatnslaust i baenum og ef thad er rafmagn, tha slaer thad ef til vill ut.

Verd eru fljotandi - akvordun hverju sinni - og timinn oraedur. Rutur fara thegar thaer fara og stadir opna thegar their opna. Ferd i banka til ad skipta ferdatekkum getur tekid oratima og adur en farid er inn i bygginguna tharf ad skila myndavelina eftir hja oryggisverdinum.

Uti a gotu er madur ef til vill allt i einu farinn ad spila bordtennis a bordtennisbordum i vegkantinum eda spjalla vid eldri mann um landsins gagn og naudsynjar. Madur virdir ef til vill fyrir ser konur bera eldivid a bakinu og born selja banana. Hundur geltir, hani galar og madur med einhvern furdulegan sjukdom gengur hja.

Madur leitar ad klosetti en er allt i einu ovart lentur inn i eldhusi hja einhverjum.

"Utlendingur! Velkominn!"

Ethiopia er eitt af fataekustu londum heims en thad er lika midstod Afrikusambandsins, AU. Thad gegnir mikilvaegu hlutverki innan alfunnar.

I Ethiopiu eru eydimerkur og regnskogar, slettur og hrikaleg fjoll, steikjandi hiti og snjokoma. I Ethiopiu er otrulegt fuglalif og thar eru fjolmargar plontu og dyrategundir sem finnast hvergi annars stadar i heiminum. 32% froskategunda heimsins finnast einungis i Ethiopiu. Hver hefdi tengt Ethiopiu vid froska?

I Ethiopiu eru merkilegar sogulegar minjar. Landid hefur allt fra formaedrum og forfedrum mannkyns, til daemis hinni fraegu 3,2 milljon ara gomlu Lucy, til fallegra utskorinna steinkirkna og minja um konungdaemid mikla i Aksum.

I Ethiopiu eru tolud 82 tungumal. Thar er folk sem litur olikt ut - er mjog misdokkt a lit - og hefur mismunandi sidi og venjur. Thar er kristid folk og muslimar og thar er aragrui margvislegra truarbragda ymissa hopa.

Sa sem heldur ad Ethiopia se eitthvad eitt og allir Ethiopiubuar seu svipadir, aetti ad panta ser flugmida til Addis Ababa hid fyrsta.

Sa sem gengur skrefinu lengra - i raun 57 skrefum lengra - og telur ad Afrika se eitthvad eitt, raedir "afriska menningu" og talar um Afriku sem eitthvad eitt svaedi thar sem allt se einhvern veginn akaflega athekkt - hann aetti ad skella ser til alfunnar strax a morgun.

Vid gaetum hist i Ethiopiu.

sunnudagur, mars 06, 2005

Hotmail vill ekki opnast.

Eg reyni og reyni en ekkert gengur.

Mig langar i frettir ad heiman - eg hef ekki hugmynd um hvad er ad gerast. Mig langar ad vita hvort eg er ad fara til Sudan eda ekki - thad veltur a akvednum svorum sem eg veit ad eru i postholfinu minu en eg get ekki nalgast. Mig langar ad vita hvert planid er vardandi frekari samvinnu vid World Food Programm. Mig langar ad vita hvort eg geti heimsott akvedna adila i Kenya. En eg veit ekki neitt, thvi eg get ekki opnad postinn minn, arg.

Eg auglysi her med eftir kvedjum a nytt netfang sem eg aetla ad profa: sigridurvidis@yahoo.com. Sendid a badar adressurnar, takk. Fyrir thessa einu og halfu viku af hotmail-leysi barust fa bref fra vinum og vandamonnum i postholfid. Eg fae satt best ad segja miklu miklu meiri post thegar eg er heima a Islandi. Thegar madur fer a flakk er eins og allir gleymi ad samskiptaleidin er bara i adra attina.

Thad ma lika senda kvedju i gegnum commentakerfid herna. Ad gera hvorugt en thekkja mig og lesa thessa sidu, er hreinlega ekki i bodi.

Ja, takk.
Einn, tveir og thrir.

Hvar á ég að byrja?
Ég hreinlega veit það ekki.

Ég veit ekki hvað skal segja.
Það er of margt um að tala og kannski dálítið skrýtið að vera aftur komin í netsamband.

Ég gæti byrjað á að segja frá dansi með Hammar þjóðflokknum við varðeld um kvöld. Stjörnum á himni, tunglskini, taktföstum söng, mold sem þyrlaðist upp í dansinum, hoppum og klappi, þéttum handtökum, háværu flauti, stráhúsum, brosandi andlitum, lendarskýlum, leðurlykt, lystilega gerðum skartgripum og aðdáunarverðum hárgreiðslum.

Ég gæti líka byrjað á að segja frá tjaldi í forarsvaði, mögnuðum þrumum, óhugnanlegum eldingum og úrhellisrigningu. Um miðja nótt var líkt og himininn opnaðist og tjaldið mátti sín einskis. Tjaldbotninn breyttist í fljót – ákaflega myndrænt í ljósinu frá eldingunum. Hundblaut og hrakin spóluðum við í drullunni næsta dag á jeppanum. Og hvar var vegarslóðinn? Hann hvarf innan um þykkan skóg, drullu, kaktusa og litríka fugla. Um morguninn höfðum við tekið eftir sporðdreka rétt við tjaldið okkar. Hversu traustvekjandi var það?

Ég gæti líka viljað tala um rútuferðirnar suður eftir, um skakstur upp og niður fjöll, sprungið dekk, óbærilegan hita, brotið sæti, te og kaffi, sprungna rúðu og áhugaverðar samræður við heimamenn. Við urðum að taka ferðina í áföngum, leiðin var löng.

Auðvitað ætti ég samt að byrja þetta á frásögn um litríka ættflokka og orðlausan Íslending. Ég hef aldrei séð annað eins: Málaða líkama, fagurlega skreytta, Mursi-konur með risastóra diska í vörunum. Athyglisverð húðflúr mynduð með því að skera ör í húðina. Stutthærðar Karo-konur með hringi um hendur og fætur og blöndu af feiti og rauðum lit í hárinu. Litríkar Ari-stúlkur og Banna-konur með pottlok á höfði gerð úr sérstökum ávexti. Tignarlega Karo-menn í stuttum pilsum, skreytta stórum eyrnalokkum og hálsfestum, með hnífa eða byssur í beltinu. Hvítur Vesturlandabúi varð allt í einu ákaflega litlaus.

Kannski sló Hammar-fólkið allt út og kannski er ekki hægt að lýsa því með orðum. Kannski náði myndavélin heldur ekki að fanga dulúðina og sjarmann í kringum heimamenn. Hammar-konu verður eiginlega að sjá í samhengi – þar sem hún gengur klyfjuð marga kílómetra á næsta markað eða stendur fyrir utan stráhús úti í skógi.

Fyrst finnst manni skrýtið að sjá berbrjósta konur og hálfnakið fólk. Furðulegt að sjá heilan hóp klæddan, greiddan og skreyttan á nánast sama hátt. Athyglisvert að sjá skrautið og hvað telst fallegt og eftirsótt hjá hverjum hóp. Merkilegt hversu margir ólíkir þjóðflokkar eru hér.

Síðan venst maður því að sjá nektina og því að enginn sé í “vestrænum” buxum eða peysu, stuttermabol eða skóm. Kúaskinn, uxaskinn og geitaskinn er efniviðurinn hér og allt er lystilega skreytt.

Kannski væri réttast að byrja lýsinguna á seinustu viku á því að ræða tilfinninguna sem fer um mann þegar manni finnst maður kominn á hjara veraldar. Ef til vill hef ég aldrei áður verið á jafnafskekktu svæði. Við vorum komin svo sunnarlega að við sáum bæði yfir til Súdan og Kenýa. Ég hef margsinnis verið á stöðum án vatns, rafmagns og allra þægindanna sem ég hef á Íslandi farsældar fróni – stöðum úr alfaraleið. Ég held ég hafi hins vegar aldrei verið svona langt frá næsta sjúkrahúsi, næsta banka, næstu almenningssamgöngum, næstu tengingu við umheiminn.

Maður hossast pínulítinn vegarslóða og áttar sig á því að þegar himininn opnast og vegurinn breytist í forarsvað, þá er maður í raun fastur. Það er dagleið héðan til bæjarins Jinka og þaðan eru tvær dagleiðir til höfuðborgarinnar Addis Ababa. Kannski er vegurinn ófær því nú er regntímabil.

Þegar maður er sveittur og skítugur upp fyrir haus í Omo-dalnum verður bærinn Jinka allt í eins og París. Í Jinka er rafmagn hálfan daginn, þar er nettengd tölva, pínulítil rútustöð og flugvöllur. Og þótt flugvöllurinn sé í raun grasflöt þar sem kýr eru á beit og þangað sé einungis flogið tvisvar í viku, það er ef fluginu er ekki aflýst, þá er þetta samt flugvöllur. Þótt tölvan sé hæg virkar hún samt - ad minnsta kosti stundum. Reyndar vildi internetid ekki opna sig fyrir mer en thad a thad til ad virka. Þótt göturnar séu moldarvegir og um þá gangi búfénaður og berfætt börn, þá eru þetta samt vegir. Þótt sjúkrahúsið sé lítið eru þar samt læknar.

Lýsingu seinustu daga ætti ég kannski að byrja á því að segja frá undrun ferðafélagans Kassahuns. Áður en hann hitti Sally hafði hann aldrei komið út fyrir bæinn sinn í norðurhluta Eþíópíu. Það var stórskrýtið fyrir Kassahun að sjá samlanda sína í Omo-dalnum. “They are also Ethiopians!” Það var furðulegt fyrir Kassahun að vera svona langt í burtu að heiman. “Sigga, I´m almost 50 hours away from home. Can you believe it? And I am able to see the borders of another country!”

Lýsinguna gæti ég líka viljað byrjað á að segja frá einstæðri tíu barna móður, manni með hræðilegan augnsjúkdóm og dreng með óhugnanlega sýkingu í fótleggnum. Næsta sjúkrahús hefði eins getað verið í London. Ég gæti líka viljað segja frá fallegum fjöllum, brosum og hlátri, mögnuðu útsýni og eldri manni sem fannst merkilegt að koma við slétt og fínlegt hár Vesturlandabúa.

Eins og ég segi þá veit ég hreinlega ekki hvar ég á að byrja.
Þess vegna ætti ég kannski bara að enda núna.

I seinasta Sunnudagsmogga var vist vidtal vid Thoru Gudmundsdottur, ad hluta til tekid a Indlandi, ad hluta til tekid a Seydisfirdi sidastlidid sumar.

Athyglisvert vidtal.

Skemmtileg tilviljun ad thad er eftir sjalfa mig.