fimmtudagur, apríl 29, 2004

Eftir 11. september 2001 sá heimsbyggðin tvær sjónvarpsmyndir endurteknar í sífellu. Önnur var af tvíburaturnunum að hrynja en hin var ávarp Osama bin Ladens.

Myndinni af bin Laden var sjónvarpað á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, fréttarás sem sjónvarpar fréttum á arabísku. Augu allrar heimsbyggðarinnar beindust skyndilega að Al-Jazeera. Síðan þetta var hefur nafn stöðvarinnar orðið æ þekktara og í dag er hún konungur arabíska ljósvakans. Á næsta ári er stefnt á að hefja fréttaflutning á ensku, samhliða arabískunni.

Viti menn, sjónvarpsstöð þessi er í Qatar.
Og jú, jú. Frk. Sigríður er í Qatar.

„Hello is this Al-Jazeera? My name is Miss Jonsdottir and I´m from Iceland. Can I please speak to your information delegant?“

Sigríður fær samband við kauða, segist hafa áhuga á að vita meira um stöðina frægu og spyr hvort hún megi heimsækja svæðið og taka viðtal við hann. Húrra, stúlkan fær jákvæð svör. Snilld. Kauði er brjálað upptekinn en Íslendingurinn fær áheyrn næsta morgun. Siglir í leigubíl á svæðið, með Sigurð í fanginu, fær heimsóknarpassa og fer í gegnum öryggishlið.

Upplýsingafulltrúinn heitir því skemmtilega nafni „Jihad“. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt, vissi ekki að hægt væri að heita Jihad - heilagt stríð a la Islam.

Ha ha, hér er ég í miðstöð stöðvarinnar sem sjónvarpar skilaboðum frá bin Laden að leita að manni sem heitir JIHAD - af öllum nöfnum... Maður með þetta nafn í þessari stöðu hlýtur að vera aðalhryðjuverkagaurinn. Það er ekki spurning. Kannski hann og bin Laden hringist reglulega á?

Ég skima eftir skuggalegum manni. Einhverjum í kufli og með sítt skegg, einhverjum Jihad-legum. Sé hins vegar bara mann í gallabuxum og skyrtu með töffaralegt lúkk.

„You must be the one from Iceland.“
„Uuu.. yes. Are you uuu....Ji...Jihad?“

Ókei, hryðjuverkamaðurinn er þá nagli sem hefur verið í fréttabransanum í 26 ár. Alltaf búið í Qatar en er hálfur Breti og hálfur Líbanoni og með passa frá báðum löndum. Við setjumst inn á skrifstofuna hans.

Al-Jazeera er risabatterí. Allt í allt vinna hjá stöðinni 750 manns. Margir fréttamannanna voru áður hjá BBC Arabic, sem hætti 1996 - sama ár og Al-Jazeera hóf útsendingar.

Al-Jazeera hefur verið gagnrýnd harðlega og það fyrir allt milli himins og jarðar. Bandarísk yfirvöld hafa gagnrýnt stöðina fyrir and-amerískan málflutning. Jihad sagði menn á sínum bæ síður en svo vera and-ameríska eða ósanngjarna. Hann sagðist hins vegar skilja mæta vel að yfirvöld í Bandaríkjunum væru ekki par hrifin af fréttaflutning Al-Jazeera - því Al-Jazeera væri að sýna alls kyns myndir sem Bandaríkin og Bretar vildu ekki að almenningur sæi. Myndir af óbreyttum borgurum að láta lífið í Írak og Palestínu, viðtöl við Íraka sem voru á móti innrásinni og svo framvegis.

Það athyglisverða er er að margir Arabar hafa gagnrýnt stöðina fyrir að vera of hliðholla Bandaríkjunum. Jihad sagði þetta náttúrlega bara merki um það sem Al-Jazeera væri að reyna að gera, að sýna báðar hliðar málsins. „There is no monopoly of the truth. There is always more than one side. We try to show an opinion and then the other opinion.“

Síðan ræddum við lengi fjölmiðlaflutning vestrænna fjölmiðla frá Miðausturlöndum. Fréttamenn CNN og fleiri eru í Írak í samfloti með bandaríska hernum. Hversu góða mynd gefur það af ástandinu?

Jihad benti líka á: „If I were to make news from Iceland I couldn´t do that with the same insight as an Icelandic journalist, could I?“

Og auðvitað varð Sigríður að spyrja um sambandið við bin Laden. Jihad hló góðlátlega. „You know, there are so many people in the West that think I can just pick up the phone and talk to bin Laden! The truth is that we have no contact with him and we have no clue, what so ever, where he is. There is no link between bin Laden and Al-Jazeera and we are certainly not his mouthpipe (hlátur). The tapes are being brought to us. We broadcast them after our specialists look at them. Then of course we discuss the whole thing. That we broadcast bin Laden doesn´t mean that we agree with him. What we are trying to do is to discuss things openly.“

Út hélt Sigríður eftir viðtalið og gat ekki annað en spurt sig hvort myndin sem hún fékk af Al-Jazeera á sínum tíma, hafi ekki verið mynd af óprófessjónal leikmönnum, hálfvitlausum og öfgafullum, einhverjum sem hefðu það að markmiði sínu að rægja hinn vestræna heim og boða orð bin Ladens og auðvitað Allah? Humm, hér var hún umkringd þrautreyndum og opnum fréttamönnum á nýtísku fréttastöð. Hver gaf henni fyrri myndina?

Operation bjóðum-Sigríði-endilega-allt hélt áfram eftir viðtalið. Qatarbúinn Abdul Rahman Al Rashed er giftur breskri konu og er ákaflega glaðlegur og góðlegur maður. Hann sá mig skima eftir leigubíl og spurði hvort hann gæti hjálpað mér eitthvað. Ha, ha, við enduðum saman í hádegismat, audda í boði hans og hann skutlaði mér síðan heim á hótel.

Um eftirmiðdaginn fór ég í búðina til vinar númer fjögur (sjá fyrri færslu) og ræddi lengi við hann.

Ó, ó, ó, hversu magnað er það ekki að sitja inni í matvöruverslun í landi sem heitir því furðulega nafni Qatar og tala um stöðu múslimskra kvenna við mann frá Jórdaníu? Spanna síðan allt frá islömsku bænahaldi, til stjórnkerfisins í Qatar, munarins á löndunum við Persaflóa, vona og drauma í Jórdaníu, sígarettureykinga, áfengisdrykkju og íslenskra giftingarsiða??

Ó, þetta líf.
Segi ekki meir.

Bresk yfirvöld vara menn við því að fara til Qatar vegna „hættunnar á hryðjuverkum“. Ég spyr mig af hverju. Qatar er gúddí gæinn við Persaflóa. Ríkisstjórnin er dipló og landið miðstöð funda og ráðstefna fyrir Persaflóa.

Samkvæmt útreikningum mínum er mun öruggara fyrir sjálfa mig að vera í Qatar en á Íslandi farsæla fróni.

???

Jú, glæpatíðnin í Qatar er nánast engin. Hún er ein sú allra allra lægsta í heimi. Hér aka menn öruggir um stræti og torg og þrátt fyrir ótrúlega samsuðu af mismunandi þjóðernum sýður merkilegt nokk ekki upp úr. Emírinn (æðsti maður ríkisins) er vellauðugur en ekur um Doha án lífvarðaflokka og brynvarðra bíla.

Morð?
Jú, menn mundu eftir einhverju einu morði fyrir mörgum árum og stundu yfir því. Það var alveg hræðilegt.
Hversu margir hafa verið myrtir á Íslandi seinustu fimm ár?
Já, hversu margir voru myrtir þar einungis í fyrra?

- Maður hefði haldið að Miðausturlönd væru bandbrjálaður staður þessa stundina.
- Maður hefði haldið að þar sem Qatar er í Miðausturlöndum væri hér óöld, glæpir og hálfgerð lögleysa.
- Maður hefði haldið að í Qatar dræpu menn að minnsta kosti fleiri en á Íslandi, fagra Íslandi. Ha, ha og í Qatar búa meira að segja helmingi fleiri en á klakanum.

Já, maður heldur svo oft eitthvað sem er bara bölvuð vitleysa.

Vefsíða Al-Jazeera er annars www.aljazeera.net.
Check it out.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Þetta lið í Miðausturlöndum er nátt´la ekki eins og við.

Nei, þetta gerir ekki annað en að bjóða manni í te og út að borða, spjalla við mann og gera allt fyrir „Shíka from Iceland“.
Stórhættulegt pakk, alveg. Terroristar upp til hópa.

Tveir dagar í Qatar - landi sem ég vissi ekki einu sinni hver gjaldmiðillinn var þegar ég lenti og ég hafði ekki getað fundið neinar ferðabækur um. „Excuse me, but what is your currency? Uuu... and please can you recommend any cheap places to stay at...?“

Ókei, Sigga búin að eignast vin númer eitt. Mehal frá Sýrlandi, 25 ára, sem þó hefur alltaf búið í Qatar. „I write down three hotels for you. And here is my number. You just give me a call if there is anything I can do for you.“ Humm, tók ekki langan tíma að eignast fyrsta vininn, þrjár og hálf mínúta á flugvellinum. Kannski var það gítarinn á bakinu sem heillaði, kannski það að stúlkan var eins og hálfviti í slitnum buxum innan um konur með svartar slæður, karlmenn í serkjum með klúta á höfði og evrópska bissnessmenn.

Leigubílsstjóri rúntar með Sigríði um borgina. Hótelin eru full, svívirðilega dýr eða vilja ekki einsamar konur. „Sorry, madam, you cannot stay here.“ Á endanum finna þau hótel þar sem ungfrúin fær að gista.

VINUR NÚMER TVÖ.
Sigga borðar arabískan hádegisverð ská á móti hótelinu. Fjögra barna faðirinn Fassel frá Yemen kennir ungfrúnni arabísku yfir matnum. „Qatar good. I came to Qatar to work. My family in Yemen. You like BBC?“
„Uuu.. yes I like BBC...“ ???
Handapat og flaska af Pepsi siglir á borðið. Ókei, hann var greinilega að spyrja hvort ég vildi Pepsi en ekki hvort mér líkaði BBC... Ha ha, ókei sitjum þá bara hér, drekkum Pepsi og lærum arabísku af yemenska vininum okkar. Hef gert vitlausari hluti á mánudegi. Vinurinn vill síðan endilega sýna mér borgina. „And now we go to the bookstore. You have to get an english-arabic dictionary.“ Ókei, gerum það. Fassel heimtar að gefa Íslendingnum orðabók. Heimtar líka að fá að borga fyrir matinn. Hvað er með þetta fólk sem alltaf vill borga allt fyrir mig? Stendur utan á mér að ég eigi engan pening? Ha, ha, kannski eru það slitnu buxurnar.

Sigríður og Fassel aka um borg og bý og Sigríður lærir muninn á hinum ýmsu þjóðum við Persaflóann. Smám saman opnast nýr heimur. Ó, þetta er þá ekki allt eins? Löndin Óman og Yemen, Bahrain, Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmin fá nýja merkingu.

„Surprised? Oh, well, to be honest I didn´t know that much about the Gulf before I arrived. Humm.“

VINUR NÚMER ÞRJÚ.
Maðurinn á kvöldvaktinni í móttökunni á hótelinu er viskubrunnur, eldklár og spjallsamur. „Where I´m from? I´m from Palestina. No... I´m born here in Qatar but I´m Palestinian... No, I have only been there for a visit.“

Við ræðum ástandið í Palestínu lengi, aðgerðirnar í Írak, sögu Ísraelsríkis, daglegt líf í Qatar og stefnu ríkisstjórnanna við Persaflóann. „The are afraid of the US. That´s why they all supported the Iraqi war. They were afraid that if they would not support it they would be the next one to be attacked. But the people did not like the idea of the war. Nobody likes war.“

Ég: „The book I just finished reading about the Iraqi war, states that one of the reasons for the war was to make Israel more secure. Do you agree?“

Hann: „Oh, yes, definately. It´s about oil - the Americans need oil and they want to be sure they can have enough oil for the future. But it´s also about getting more US troops into the Middle East and to protect Israel. There are so many powerful Jews in the US and for them this is the most important thing. Look at the location of Iraq, it´s strategic for controlling the Middle East. If they have a strong base there and also a puppet regime in the country, they can control the whole area. This war is not about any weapons of mass destruction and it´s certainly not about making things better for the Iraqi people. Do you make life better for people by bombing them and shooting them?“

VINUR NÚMER FJÖGUR.
Sigga gengur út að morgni dags númer tvö. Fer á veitingastaðinn frá deginum áður og er tekið með virktum. „Gefið mér að borða það sem þið mynduð borða,“ segir stúlkan ofurkúl og fær sér sæti. Á borðið siglir diskur með kássu af hjörtum og lifur. Brauð og te með. Hjörtu og lifur í morgunmat???? Ha ha, go native Sigga. Go girl.

Sigríður leitar eftir matinn að National History Museum. Sól og heitt í veðri. Hvít hús, ljós sandur, bjart yfir öllu. Bílar á götum, búðir opnar, karlmenn að vinna, karlmenn á gangi, karlmenn að spjalla í hópum. Nokkrar konur í svörtum skikkjum, með svartar slæður fyrir andlitinu ganga hjá.

Ég spyr til vegar. Vinalegur maður veit ekki hvar safnið er en er ægilega spjallsamur. „You would like to have something? Coke? Pepsi?“

Hvað er þetta með fólk að bjóða mér alltaf kók eða pepsí...? Mér er boðið inn í verslunina sem hann rekur og við spjöllum lengi. Þessi er frá Jórdaníu en hefur búið í Qatar í 20 ár. Vill ólmur og uppvægur segja mér frá lífinu í Qatar og lífinu í Jórdaníu. „Jordan does not have oil or gas, like Qatar has. Jordan is much poorer and many people don´t have jobs. That´s why we like to come here. Qatar is very nice - but it´s get so hot in the summertime. It´s almost unbearable. Over 40 degrees, sometimes upto 50.“

Yfir Pepsi ræðum við um múslima og araba, araba sem ekki eru múslimar, múslima sem ekki eru arabar, olíu við Persaflóann - og náttúrlega stríðið í Írak og ástandið í Ísrael. „Not good. I´m afraid of what the future will bring.“
Við ákveðum að ég kíki við í búðinni aftur á morgun.

VINIR NÚMER FIMM OG SEX.
Abdul Aziz Abdullah og Adel Al Awadi frá Qatar. Fer inn í litla verslun til að spyrja til vegar. Hvar er safnið sem ég er að leita að? Í Qatar er engin tourist information og ég er ekki með neinar ferðabækur um landið og ekkert almennilegt kort. Fékk ljósrit af ónákvæmu, handteiknuðu korti á hótelinu.

Aziz og Adel heyra tal mitt við verslunareigandann og segja mér að safnið sé tímabundið lokað, verið sé að laga það. Það vill svo til að þeir eru fornleifafræðingar og vinna hjá safninu. „But you just come with us“.

Þessir líta eins hryðjuverkamannalega út og mögulegt er. Báðir eru í hvítum kuflum með yfirvaraskegg. Aziz er með rauðan arabaklút á höfði en Adel hvítan. Þar sem ég stend með þeim í lyftunni á leið á staðinn er ég um það bil að míga í mig af hlátri. Sé í lyftuspeglinum Sigríði og hryðjuverkamennina. Ha, ha, hvenær koma þeir með sprengjurnar?

Finn engar sprengjur á skrifstofunni en fæ bæði te og kaffi og er kynnt fyrir öllu starfsfólkinu. Á enn meira bágt með mig. Hvað með Sigríði og mennina í kuflunum með arabaklútana, sem tala hátt og mikið á arabísku? Hu hu hvernig lenti ég hér? Stundum er þetta blessaða líf mitt algjör brandari.

Ég er leidd inn á skrifstofu yfirmannsins. Hann heitir Mohammed Said Al Bloshi. Þessi lítur út fyrir að vera heilinn á bak við allt saman, aðalhryðjverkamaðurinn. Viti menn, terroristinn heimtar að gefa mér bók um Qatar á geisladiski. Fullkomið! Allt það sem mig vantar um land og þjóð. Gjafirnar hætta ekki því nú sigla á borðið hinar ýmsu harðspjalda bækur sem vinir mínir vilja endilega gefa mér. Þegar þarna er komið við sögu er ég farin að iða í skinninu af að hlægja eins og brjálæðingur.

??? Jú, á framtíðarheimilinu mínu verða nefnilega þessar bækur við hliðina á Laxness:

- „The Traditonal Arcithecture in Qatar“ eftir Mohammad Jassim Al-Kholaifi. Á arabísku. ???

- „Architecture of the old Palace, Qatar National Museum.“ Sami höfundur. Bæði á ensku og arabísku. Hí hí, ég hef einmitt lengi velt fyrir mér arkitektúrnum á gömlu höllinni í Doha...

- „Mission archélogique fracaise Qatar“.... á frönsku. Já, ef ég bara talaði frönsku, maður.

- „A Study of Qatari-British relations 1914 - 1945“ eftir Dr. Yousof Ibrahim Al-Abdulla. Ókei, þessi gæti verið áhugaverð. Svo er hún líka á ensku.

Hvað get ég annað en þakkað fyrir mig og sagt þeim að það sé hreint ótrúlegt hversu vinalegt og gjafmilt fólk sé hér um slóðir? Adel þarf að fara og ná í dóttur sína í skólann en Aziz bíður mér í hádegismat. Setur upp sólgleraugu og lítur út eins og fjöldamorðingi í kuflinum með klútinn. Ókei, Sigga, ekki missa það. Halda andlitinu.

Við förum á local veitingastað og borðum arabískt. Aziz segist stoltur eiga átta börn. Elsta dóttirin er að læra í háskólanum í Doha. Aziz er nýkominn frá Egyptalandi þar sem hann var að hjálpa til við fornleifarannsóknir. Í Egyptalandi voru þeir að finna fullt af múmímum.

Kem heim á hótel eftir matinn og hringi í vin númer tvö. Hitti síðan vin númer eitt. Hann nær í mig og við rúntum um borgina. Ræðum allt frá trúmálum, til tónlistar og tísku, muninn á löndunum við Persaflóa, ástandið í Sýrlandi (hann er þaðan), hugmynda hans um Ísland, lífið í Qatar, strangra regla sem gilda orðið um araba sem vilja ferðast, stríðið í Írak - og náttúrlega ástandið í Ísrael. „Let´s take an example of a cat. If you push a cat to a corner of a room, he fights back. If he would not be pushed into the corner he probably would not make any problems.“

Mehal bíður mér út að borða. Pakistanskur matur á flottum veitingastað og tyrkneskt kaffi í eftirmat. Kúl gaur og líka bráðhuggulegur. Arabi, múslimi (já og þess vegna nátt´la stórhættulegur) en í buxum og bol en ekki kufli „In Syria people don´t wear arab clothes like here. We are arabs but we wear jeans or what ever we want to. And the girls don´t cover their hair unless they want to really. Syria is very open.“

Palestínumaðurinn í móttökunni á hótelinu brosir breitt þegar ég kem til baka af stefnumótinu. „Hi there! How are you?!“

Það er eins og ég segi. Þetta lið hérna er nátt´la ekki eins og við.

Miklu vinalegra!!!!!

sunnudagur, apríl 25, 2004

Í Asíu býr meira en helmingur mannkyns.
Það tekur dálítinn tíma að melta svona staðreynd og því ætla ég að segja þetta aftur.

Í Asíu býr meira en helmingur mannkyns.

Babbaræ. Það er dálítið mikið, verð ég að segja. Á jörðinni búa um þessar mundir 6,3 milljarðar. Í Kína og Indlandi, hvoru um sig, eru yfir milljarður.

Maður getur ekki annað en fengið hroll og velt óttasleginn fyrir sér hvort Ísland sé hugsanlega ekki miðja alheimsins.

„But we are almost 300.000 by now - and we have the famous Icelandic horse, Mr. Gudnason, Bjork, the beautiful Icelandic Puffin, the Skyr and Mount Hekla.“

Á morgun held ég frá Suðaustur Asíu. Hér búa 500 milljónir manna. Í flestum löndunum eru menn búddistar en Indónesía státar hins vegar af því að vera fjölmennasta múslimaríki heims.

Suðaustur Asía er merkilegt svæði. Hér eru ein elstu samfélög í heimi, ein fátækustu lönd heims, Laos og Kambódía, og eitt af þeim mest velmegandi: Singapúr.

Öll lönd Suðaustur Asíu, nema Tæland, féllu í hendur nýlenduherra á sínum tíma.

Portúgalar, Spánverjar og Hollendingar komu snemma til Suðaustur Asíu. Hollendingar réðu viðskiptum við Asíu í 200 ár. Á 19. öld tóku samskipti Evrópu við þennan hluta heimsins hins vegar nýtt form. Bretar voru þá búnir að ná tangarhaldi á Indlandi og fóru að líta lengra austur. Árið 1819 náðu Bretar Singapúr og sömdu síðan við Hollendinga um að þeir sjálfir fengju Malasíu en Hollendingar mættu eiga Indónesíu.

Allt var þetta náttúrlega gert í samráði við heimamenn og með hag þeirra að leiðarljósi. NOT. Nei, málið var að skapa þjóðum Evrópu auð. Komu nýlenduherrarnir þá með menntun og „göfug, vestræn gildi“ með sér? Huh, nei. Þeir vissu náttúrlega mæta vel að menntun gat verið hættuleg. Með henni gátu heimamenn kannski tekið upp á því að gera uppreisn eða eitthvað álíka heimskulegt.

Frakkar komu seint til Suðaustur Asíu og panikkuðu þegar þeir gerðu sér ljóst hversu mikið þeir höfðu verið að drolla. Þeir drifu sig í að tryggja sér Víetnam (1862) og Kambódíu (1864). Í lok aldarinnar höfðu þeir síðan náð að næla sér í Laos.

Bretar náðu Búrma. Spánverjar voru með Filippseyjar en Bandaríkjamenn tóku síðan yfir landið.

Einhvern veginn vissi ég ákaflega lítið um nýlendutímann þegar ég útskrifaðist úr skóla. Kannski er það kennsluefninu að kenna, kannski talaði ég bara of mikið og tók ekki eftir því þegar verið var að ræða þetta. Það er alltént möguleiki. Alla vega útskrifaðist ég og vissi skammarlega lítið um hvað Evrópubúar voru að bralla um víða veröld á sínum tíma.

Ég var til dæmis orðin tvítug þegar ég vissi að Bretar bjuggu í raun til landið Írak. Því var skellt saman úr þremur hlutum gamla Ottómanveldisins. Írak er sum sé ekki „náttúrlegt“, heldur made in England.

Jú, jú, svona er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Ef ykkur langar að vita meira um Singapúr þá var ég að skella grein inn á Selluna. „Taktu út úr þér tyggjóið!“ segir frá tyggjóbanni í Singapúr, holdgervðum kapítalisma og verslunarmiðstöðvum sem eru á hverju strái.

Heyrðu, má ekki vera að ´essu... Er að fara til Qatar.

Miðausturlönd - hér kem ég. Tilbúin með grænu slæðuna frá Malasíu um hárið. Það held ég að maður verði sætur með aröbunum, mú ha ha.

föstudagur, apríl 23, 2004

Singapúr.

Tók rútu í gær frá Malasíu til Singapúr. Hjálp, það er augljóst að ég er stigin inn í paradís kapítalismans. Auglýsingar alls staðar, fólk á þönum, fólk í drögtum, fólk með skjalatöskur, hraði og stress. Búðir eru fullar af dýrum merkjavörum, einhverju nógu töff og trendý fyrir bissnessfólkið.

Ég panikkaði. Auglýsingarnar héldu áfram að umvefja mig. „Kaupa, kaupa,“ byrjaði að hljóma í eyrunum á mér og fyrr en varði var ég farin að máta dýra jakka og tískuleg pils. Ég rankaði við mér í rauðum Mango jakka og áttaði mig á að mig vantaði hann engan veginn. Kræst, hvað var ég að pæla?

Nei, best að gera eitthvað gáfulegt við peningana. Fyrst ég var jafn nærri því og þetta að kaupa algjörlega óþarfan rauðan jakka sem einungis hefði þvælst fyrir mér, ákvað ég að hefði efni á að gera eitthvað annað við féið. Gaf góðgerðarsamtökum aurana og keypti síðan skrifblokk til styrktar gömlu fólki.

Skrifblokkin átti eftir að koma sér vel. Nú upphófst nefnilega kafli 2. Hvað ætlar ungfrú Sigríður að gera næst?

Best að þræða ferðaskrifstofurnar. Humm. Sjö blaðsíðum síðar í skrifblokkinni, mörgum samtölum og símtölum, lá niðurstaðan ljós fyrir:

Til er land sem heitir Qatar. Þangað ætlum við Sigurður og Sheila að halda. Qatar er í Miðausturlöndum. Nágrannaríki eru Sameinuðu arabísku furstadæmin og Saudi Arabía. Í Qatar er hin fræga sjónvarpsstöð Al Jazeira, aðalsjónvarpsstöð Araba. Það verður gaman að glápa á imbann í Qatar og sjá fréttaflutninginn af Íraksstríðinu.

Eigi hyggst Sigriður setjast að í Qatar, heldur einungis vera þar frá mánudegi í næstu viku til föstudags. Eftir það er stefnan tekin á Balkanskagann: Króatíu, Slóveníu, Bosníu og jafnvel Serbíu og Makedóníu. Kannski Albaníu eða eitthvað líka. Þann 20. maí hyggst stúlkan nefnilega hitta kór kóranna, Háskólakórinn elskulega. Hann verður í Slóveníu í viku. Hvað er betra en að taka aðeins lagið með góðu fólki?

Þar sem Slóvenía var á dagskrá þótti Sigríði hreinlega kjörið að massa Balkanskagann og koma því einu sinni almennilega inn í höfuðið á sér hvað gerðist í fyrrum ríkjum Júgóslavíu á tíunda áratugnum. Bosníu-Serbar, Kosovo-Albanir, Króatar, þjóðarhreinsanir, Milosevic og innrás Nató er í alltof miklum hrærigraut í hausnum á henni. Síðan er líka svo dæmalaust áhugavert að sjá hvernig staðan er í þessum löndum í dag, ikke?

1. maí verð ég sum sé komin til Evrópu. Það verður skrýtið. Þá verð ég búin að vera tæpa sjö mánuði í Asíu. Flugið er til Vínar. Heimför til Íslands fagra Íslands gæti síðan orðið einhvern tímann í byrjun júní. GÆTI. Íslenska sumarið er of yndislegt til að ég tími að sleppa því. Hver vill missa af bláhimni og blíðsumarnóttum?

Júníplönin eru hins vegar sett fram með GÓÐUM fyrirvara. Kannski nefnilega maður setjist bara að í Serbíu eða skelli sér í vorferð til Rúmeníu...

Eða eitthvað.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hér er seinasta myndin af Patreki. Slæðu-Patrekur. Going native í Malasíu.
Sigríður Salmah Ahmad-Aziz og Halla Farrah Mohammad.

Í leiðara New Straits Times, malasísku dagblaði, var í gær vitnað í George Bush. „Ariel Sharon is a man of peace,“ sagði Bush.

???

Síðan var vitnað í Sharon sjálfan. Hann sagði Ísreal vera “peace-seeking country”.

Hættu nú alveg.

Ef ég er sannfærð um að nágranni minn sé bæði fáviti og hættulegur, undirbý aðgerðir gegn honum og myrði með köldu blóði - þá er ég dregin fyrir dómstóla.

Annað er líka ekki sanngjarnt. Morð er morð þótt ég álíti manninn hættulegan fávita. Við lifum í réttarríki og morð eru ólögleg.

Ef ég er í Ísraelsher, er sannfærð um að nágranni minn sé bæði fáviti og hættulegur, undirbý aðgerðir gegn honum og myrði með köldu blóði - þá er ég hins vegar ekki dregin fyrir dómstóla.

Ég gæti meira að segja átt von á því að bandaríski forsetinn gleddist yfir drápinu og kallaði það mikilvægan áfanga í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Það er ekki sama hver er, Jón eða séra Jón, Sigríður eða ísrealskur hermaður. Ég hlýt að hafa tekið eitthvað vitlaust eftir í skóla og sofið af mér siðfræðina í heimspekinni í Háskólanum.

Á stuttum tíma hafa Ísrelar myrt tvo háttsetta Hamas menn. Fyrst komu þeir Sheik Ahmad Yassin yfir móðuna miklu og síðan eftirmanni hans Abdel-Aziz al-Rantisi. Nú myndi Bush eflaust sýta það ef Powell væri myrtur. Hann gleðst hins vegar yfir drápi Yassin og Rantisi. Morðinginn fer ekki fyrir dómstóla, nei hann er hetja. Já, ef ég bara væri Ísraeli í hernum, maður. Þar sem ég er hins vegar 24 ára Íslendingur verð ég að sætta mig við það að fara eftir lögum og reglu. Ég þarf að sitja undir því að vera kölluð bleyða ef ég myrði nágranna minn og ég þarf að svara fyrir verknaðinn. Oj oj oj.

Að aka skriðdrekum á óbreytta borgara, hrekja þá fram og til baka og rífa niður hús þeirra, er siðlaust. Það er meira segja svo fáranlegt að það er hreinlega erfitt að ná utan um það og átta sig á að slíkt og annað eins sé virkilega að gerast í henni veröldinni. Það er auðveldara að ná utan um morð. Þegar menn eru beinlínis myrtir án dóms og laga - limlestir eftir skipulagða og úthugsaða áras - þá er nefnilega fokið í flest skjól.

Og viljum við Íslendingar hafa eitthvað með þessar siðlausu aðgerðir að gera?

Nei. Við ættum að hundskast til að hætta blindum stuðningi við Bandaríkin, sem horfa með velþóknun á ógeðfelldar aðgerðir í Ísrael. Stríð gegn hryðjuverkum, hvað?

Burt með gagnrýnislausan stuðning við Bandaríkin og burt með herinn sömuleiðis. Verum friðelskandi land og sýnum gott fordæmi.

Ég skal ekki segja ykkur það hversu margir sem ég hef hitt á ferðalagi mínu, hafa verið hissa á því að á Íslandi sé enginn íslenskur her. „Í alvöru, er það hægt? En merkilegt!“ Menn hafa stunið í aðdáun yfir staðreyndinni og hrist höfuðið daprir yfir herskyldu heima fyrir.

„Jú, alveg satt, við höfum engan þjóðarher,“ hef ég sagt og brosað breitt. Síðan hef ég gníst tönnum og hugsað bandaríska basanum þegjandi þörfina.

Því eins og skáldið sagði: „Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að, börnum og konum og vopnlausum lýð.“

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég er enn í Malasíu. Við Sheila og Sigurður tókum rútu til Melaka. Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Malasía, Malasía.
Hvað er nú að segja um þetta land, Malasíu?

Jú, það er tvímælalaust mun betur stætt en þau sem ég hef verið í upp á síðkastið. Miklu betur. Kuala Lumpur er stórborg þar sem úir og grúir af verslunarmiðstöðvum, háhýsum og margföldum akgreinum. Þar sem ég hef komið á landsbyggðinni hafa verið myndarleg hús, malbikaðir vegir og bílar á götunum - en ekki mótorhjól, reiðhjól, uxakerrur og hestvagnar að hristast á moldarvegum. Meira að segja húsin og kofarnir í þorpunum hafa verið miklu reisulegri, jamm og já.

Kannski er Malasía ekkert svo ólíkt Íslandi með það að gera að stutt er síðan landið varð svona vel stætt. Framan af var hér þykkur frumskógur og illfært um landið. Enn er Malasía að miklu leyti lagt undir skóg, hundrað og þrjátíu milljón ára gamlan. Alveg fram á nitjándu öld voru íbúar undir einni milljón. Í dag eru þeir yfir tuttugu.

Þar sem í dag er iðandi stórborgarlíf og hæsta bygging í heimi, asísku tvíburaturnanir – voru lengi vel bara örfá hús. Kuala Lumpur er nýleg borg.

Malasía var bresk nýlenda. Lengi vel höfðu Bretar hins vegar takmarkaðan áhuga á landinu. Þeir gátu ekki hagnast nóg á því. Hér voru engir stórir, frjósamir hrísgrjónaakrar, engir þekktir málmar eða steinar og of lítið af fólki til að hægt væri troða upp á fólkið breskum varningi. Nei, best að einbeita sér frekar að því að arðræna Búrma, draga vafasöm landamæri í Afríku og rústa bómullariðnaði á Indlandi, hah.

Seinna uppgötvuðu Bretar að gúmmitré voru hentug til ræktunar í malasísku loftslagi og hviss, pæng, fóru af stað með massíva gúmmíframleiðslu. Skyndilega varð Malasía praktísk fyrir Breta.

Kínverjar hófu að streyma til Malasíu. Heima fyrir var atvinnuskortur. Margir þeirra voru snjallir viðskiptamenn og það sópaði fljótt að þeim í malasískum viðskiptum. Eins og í Búrma fluttu Bretar Indverja til landsins. Jú, jú, það vantaði fólk til að vera í gúmmídæminu – best að skúbba liðinu þá bara yfir hafið.

Afkomendur Indverjanna eru í dag um tíu prósent malasísku þjóðarinnar. Kínverjarnir eru um þrjátíu prósent.

Malasíska þjóðin er þannig athyglisverð blanda. Sextíu prósentin sem eftir eru heita „Malayar“. Þeir eru almennt múslimar. Framhjá moskum og konum með marglitar slæður á höfði, ganga frjálslega klæddir Kínverjar og indverskir hindúar. Dálítið athyglisvert. Múslimsku konurnar eru ekki í svörtum kuflum a la Íran eða bláum búrka a la Afganistan. Hylja bara hné og axlir.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að framan af var ekki sterk þjóðarvitund í Malasíu. Hér var engin sjálfstæðisbarátta til að losna undan oki nýlendukónganna í líkingu við það sem var til dæmis á Indlandi. Þjóðin samanstóð enda af ólíkum hópum. Ef frá eru talin blóðug átök fyrir tæpum fjörutíu árum, hafa hóparnir hins vegar lifað saman í sátt og samlyndi, alla vega á yfirborðinu. Þeir halda samt í einkenni sín. Vinir Patreks – samtökin 78 og karaokee-kóngarnir – töluðu um sig sem Kínverja, þótt þeir væru fæddir í Malasíu og hefðu aldrei komið til Kína. Það fannst Patreki merkilegt.

Nú, nú. Malasía fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1957. Þá hafði Bretum tekist að ná landinu aftur eftir að Japanir réðu þar lofum og lögum í seinni heimsstyrjöldinni. Í stríðinu voru Japanir kóngarnir í Suðaustur Asíu. Þeir komu hins vegar illa fram við. Í Búrma komu þeir hryllilega fram við heimamenn, í Laos voru þeir með stæla og svo framvegis. Það sama virðist hafa verið uppi á teningnum hér.

Jamm og já. Smá landfræðilegur gullmoli: Malasía skiptist í tvennt og á milli er hafið bláa hafið. Annar helmingurinn er með landamæri að Tælandi í norðri og Singapúr í suðri en hinn að Indónesíu og pínulitla furstadæminu Brunei, þar sem allt gengur út á olíu og þriðji ríkasti maður í heimi býr.

Malasía hefur löngum verið í keppni við Singapúr. Malasískur vinur okkar lýsti sambandinu sem ástar-haturssambandi. Um tíma var Singapúr hluti af Malasíu en braut sig síðan út úr því. Singapúr er agnarsmátt land – eiginlega bara borg – með ein hæstu lífsskilyrði í heimi og borgarlíf a la „vestrænn klassi“. Í Singapúr gengur allt út á framleiðslu og hátækni iðnað, þar eru engar náttúruauðlindir. Hver kannast ekki við „Made in Singapore“ merki?

Malasía hefur reynt að fylgja í fótspor Singapúr. „Made in Malaysia“ merki eru þannig líka algeng.

Forsætisráðherrann í Malasíu heitir því þjála nafni Datuk Seri Abdullah Ahmad Badawi. Stutt og laggott.

Jamm og já.
Þetta var smá fróðleikur um Malasíu.

Ég tapaði mér í bókabúð í Kuala Lumpur. Við Halla fórum í risabókabúð og steingleymdum bæði stað og stund.

Ég fékk mikilmennskubrjálæði og keypti þrjár bækur. Um að gera að stöffa bakpokann, daaaa... Nægði ekki ein og ekki tvær og langaði helst að kaupa alla búðina.

Um að gera að lesa þrjár bækur svona snöggvast á milli þess sem ég læri á Sheilu, skoða Malasíu, skrifa á Sigurð og ákveð ferðalagið mitt, ha ha.

Titlarnir góðu eru „The Taliban – War and Religion in Afghanistan“¸ „History of Asia“ og „War of Decption – The facts and fallacies about the war in Iraq“.

Ég gat ekki annað spurt sjálfa mig að því þegar ég kom út úr versluninni hvort ég væri bæði rugluð og nörd. Ruglað nörd.

Doldið nördalegir titlar, svona. En svo huggaði ég mig við að sá sem á gítarinn Sheilu og bleika gítarnögl, hann er ekki nörd.

Ég gat ekki ákveðið hvaða bók ég ætti að byrja að lesa þannig að ég byrjaði bara á þeim öllum.

mánudagur, apríl 19, 2004

1. Var að setja inn fleiri myndir. Hér er Patrekur í frumskóginum.

2. Á milli fjögur og sex í dag babbla ég í Dægurmálaútvarpinu á Rás 2.

3. Í dag á ég síðan Selluna. Það er ekkert náttúrlegt við stríðsrekstur og við verðum að hætta að álíta stríð eðlileg og óhjákvæmileg. Hér er greinin “Æ, þetta er svo flókið barnið gott“.

4. Ókei bæ.

Hjálp.

Patrekur er orðinn hálfur. Halla flaug í dag til Bangkok.

Patrekur er skilinn við Patrek og eftir eru tveir hálfir Patrekar sem þó eru ekki einn heill. Uuuu..

Að vera í ferðafélagi sem heitir Patrekur og tala um sjálfan sig ýmist í eintölu eða fleirtölu, karlkyni eða kvenkyni, bíður upp á skemmtilegar vangaveltur. Það er að segja hafi maður gaman að slíku.

Ég sakna Patreks. Hann er bara eitthvað svo viðkunnalegur þessi elska.
Fann sjálfan sig óvænt í Kambódíu en þroskaðist síðan í Malasíu.

Patrekur, ó Patrekur.
Halla í Tælandi en ég enn í KL í Malasíu. Hvað skal nú aðhafst?

Jú, Sigríði datt í hug að fara til Indónesíu. Á „öruggan“ indónesískan stað vitanlega. Indónesía og Indónesía er ekki það sama og stúlkan nennir ekki að hlusta á rugl um að Indónesía sé svo óöruggt land um þessar mundir að þangað fari enginn maður með viti, bla. Til Indónesíu er hægur vandi að sigla frá Malasíu.

Eftir brotthvarf Höllu skundaði Sigríður í indónesíska sendiráðið til að verða sér úti um vegabréfsáritun. Í ljós kom að hún var bæði dýr og tók auk þess þrjá heila daga, fjóra með bið eftir rútu frá KL. Eins dags afgreiðsla var síðan algjört rán. Þannig að Sigríður gekk út úr sendiráðinu og ákvað að fara bara til Indónesíu seinna. Um leið og hún fer til Papúa Nýju Gíneu og Filippseyja, kannski bara.

Hvað gerir maður síðan þegar maður hættir við að fara til Indónesíu og er hálfur Patrekur? Jú, maður fer og kaupir sér GÍTAR. En ekki hvað?

Síðan gengur maður um stræti KL með gítarinn á bakinu, hugsar spaklega, semur ódauðleg ljóð og er álitinn listamannsspíra og andans maður af bestu gerð.

Það er sérlega skemmtilegt að kaupa gítar þegar maður hefur ekkert vit á gítörum.
Fólk sem er að kaupa bíla sparkar oft í dekkinn á þeim. Margir vita örugglega ekkert af hverju. Það virkar bara svo kúl. Hvað gerir maður þegar maður kaupir gítar? Sparkar í gítarhálsinn?

- Góðan daginn, mig vantar partý gítar.

- ...Hvað segirðu, já, mismunandi hljómur. Einmitt það já.... Bíddu hvað meinaru með mjóum hálsi? Ólíkri lögun? Ha, nei maður er bara svona rétt að byrja, hu..
Já, þú segir það, babbaræ. Kannski maður fái að taka aðeins í þá, humm?

Sigriður slær falska hljóma á ótal gítara, spilar malasískt lag, man ekki alveg „Stál og hníf“ og er farin að skellihlægja að eigin tilburðum. Hún ákveður að gefa skít í tæknimál og fína gítartakta og fylgja hreinlega hjartanu. Kaupa mest kúl gítarinn, appelsínubrúnan með dökkbrúnum köntum. Sjarmerandi tól með góða nærveru. Örugglega fínn partýgítar, ha. Svo passar maður sig bara að vera búinn að gefa liðinu nógu mikið að drekka og þá heyrir enginn hvort hljómurinn er góður eða ekki.

„Mér líst á þig og þér líst á mig – við skulum vera vinir,” sagði stúlkan og brosti breitt. Tíu mínútum síðar gekk tónlistarmaðurinn Sigríður út með gítarinn Sheilu Abdullah á bakinu. Gítarást stúlkunnar kviknaði í Malasíu og Sheila er gott og gilt malasískt stúlkunafn. Gítarinn góði er líka bara eitthvað svo Sheilu-legur. Svo er Abdullah lika vid haefi, svona til ad minna stulkuna a hrydjuverkamennina og ofbeldismennina hina muslimsku vini sina.

Gítarinn tileinka ég gítarmentor mínum Höllu sem opnaði fyrir mér heim gítarmennskunnar. Bleiku gítarnöglina tileinka ég bleiku pæjunni sjálfri mér.

Nú er spurning hvað gerist næst í lífi Sigríðar. Skoðar hún Patrekslaus meira af Malasíu? Fer hún til Singapúr og flýgur eitthvert þaðan? Smyglar hún sér án vegabréfsáritunar til Indónesíu, ha ha?? Fá hún og Sheila fastráðningu á bar í KL?

Kemur í ljós.
Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta líf. Fa la la.

laugardagur, apríl 17, 2004

Sko bara, Patrekur kom ser a endanum ur frumskoginum og aftur i storborgina. Fekk far med heimamonnum sem voru a leid i baeinn.

Var annars ad setja inn myndir fra fyrstu komu Patreks i borgina.
Her er albumid "Patrekur i storborginni".

föstudagur, apríl 16, 2004

Ferðafélagið Patrekur í tveggja daga útilegu í frumskógum Malasíu.

Ég veit varla hvar byrja skal.

Á ég að byrja þegar Patrekur borðaði kvöldmat á gólfinu hjá eldri hjónum í þorpi upp með ánni? Hjónin strangtrúaðir múslimar, ættingjar eins vina okkar. Maðurinn stoltur yfir því að hafa farið til Mekka og konan með slæðu um höfuðið að biðja þegar Patrekur mætti á svæðið. Hrísgrjón, fiskur, kjúklingur og jurtir af árbakkanum í matinn. Vel fylgst með hverri hreyfingu útlendinganna og séð til þess að þeir borðuðu örugglega nóg. Tedrykkja eftir á undir mynd af mosku í Mekka. Halla með Búddahálsmen um hálsinn að stilla sig um að benda þeim á að afturábak er Halla ALLAH.

Ætti ég ef til vill að hefja frásögnina á því þegar Patrekur óð frá svefnstað sínum yfir á nokkra í svarta myrki til að fara í umrætt kvöldmatarboð?

Eða kannski enn fyrr, þegar hann sigldi í trébát að lítilli sandströnd, setti upp tjöld og kveikti varðeld?

Kannski það væri við hæfi að byrja þetta allt saman á því þegar gamli maðurinn kom óvænt að næturstað Patreks daginn eftir? Halla á hlírabol og nærbuxum, um það bil að fara að fara úr þeim – ég sjálf á bixiníbuxum og bol ofan í ánni. “Uuuu... halló! Hvað segir þú? FUCK!”

Inn í tjald, fela nektina. Hvað er maðurinn að gera hérna núna?? Jú, að ná í okkur í morgunmat. Hann sest í sandinn og bíður. Ókei, ekki panikka. Úps, missi nærurnar mínar, efnislitlan G-streng, í sandinn beint fyrir framan þann gamla. Fjólublár litur nærbuxnanna fer einstaklega vel við ljósbláan kufl mannsins. Hjálp.

Úps, bolurinn minn er svo stuttur að ég er hreinlega að strippa fyrir framan kauða. Æ, ó, æ, rusla mér úr bikíníbuxunum inni í tjaldi, finn ekki nærfötin mín og allir að bíða eftir mér. Stekk beint í buxurnar og út í bát. Við erum jú bara að fara í morgunmat og svo komum við aftur. Rangt. Best að vera nærbuxnalaus í morgunverði hjá strangtrúuðu fólkinu, halda síðan áfram að vera nærbuxnalaus og ganga yfir í NÆSTA þorp og skoða það líka. Koma svo Sigga. Borða að því búnu nærbuxnalaus óvænta máltíð úti á miðju túni í þorpinu (??), skoða skólann í bænum og lenda síðan inni á fjölskyldu nokkurri að drekka kókoshnetumjólk - nærbuxnalaus.

Já, ég gæti byrjað að segja frá þessu. Eða kannski það væri við hæfi að hefja þetta þegar ég bað Guð að geyma gamla manninn, einmitt þegar verið var að tala um íslömsk trúmál? “God bless you!” Uuu... já eða Allah, bara.

Ég veit ekki, kannski það væri skemmtilegt að byrja þetta þegar ég kom út frá gömlu hjónunum – sem við enduðum á að vera í fullu fæði hjá í tvo daga – og sá ekki að sandalarnir mínir voru fullir af termítum? Hafði vandað mig sérlega mikið við að vera siðsöm og mætt með bleika slæðu yfir axlirnar til kvöldverðar númer tvö. Hafði lagt allt í sölurnar til að kveðja nú blessað fólkið á viðeigandi hátt og þakka rétt fyrir mig – tekið þétt í spaðann á manninum kvöldið áður og heilsað honum einum of kumpánalega. Steig í þetta skipti ofan í sandalann og var bitin fast af termíta. Krossbrá svo í svarta myrkrinu að ég æpti upp yfir mig og hrasaði niður dyraþrepið. Bleika slæðan flaug af mér og til að bjarga berum öxlunum reif ég í hana og slengdi henni aftur fyrir mig, beint í andlit gamla mannsins. Vel gert. Kýlum endilega gamlan mann í síðu pilsi með hatt á höfði. Nú, nú. Termítinn vildi ekki sleppa og eftir að hafa gólað hátt stökk í ég hreinlega fang gamla mannsins, sem nota bene var höfðinu styttri en ég sjálf. Vel gert, Sigríður.

Við gætum líka viljað byrja á frásögninni af því þegar Patrekur var enn sem fyrr mættur til matar og var beðinn á malasísku að skammta hrísgrjónin á diskana. Patrekur sagði drýldinn “banar, banar” (já, já), brosti breitt og sat sem fastast í sæti sínu. Brosti laumulega og kinkaði kolli hvor til annars. Maður getur merkilega oft heyrt hvort búist er við jái eða nei og heillað heimamenn með því að svara á þeirra eigin tungu. Úps, í þetta skipti brást sjarmi Patreks. „Má biðja ykkur um að skammta hrísgrjónin?“ „Já, já.“ Sitjum svo bara áfram og förum ekki fet.

Já, við gætum hafið þetta á þessu – eða þá hreinlega byrjað frásögnina á blóðugri sögu Höllu?

Það er spurning. Maður veit svei mér ekki.

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Vefsidan telur astaedu til ad aretta ad thegar Sigridur Vidis talar um muslimana vini sina i Malaysiu sem hrydjuverkamenn og talar um ad thetta folk se ekki eins og vid - tha er hun ad grinast. Patrekur gerir stundum svona ironiu-grin, sko. Spaugid er ju ad faranlega margir fa gaesahud thegar talad er um muslima en her er Patrekur umvafinn muslimskum gaedablodum. I grini sinu leikur Patrekur ser thannig ad stadalmyndum sem fyrirfinnast i islenskri thjodarsal og reynir thannig ad benda a faranleika theirra, jamm og ja.

Vefsidan telur somuleidis astaedu til ad taka fram ad Sigridur er ekki astfangin af malasiskum karlmanni. Romantikin i seinustu bloggfaerslum hlutast til af thvi ad hun er hreinlega astfangin af lifinu og godmennskunni sem hun hefur hitt fyrir i Malaysiu!

Malaysisk storfjolskylda hefur tekid ferdafelagid Patrek upp a arma sina og vill allt fyrir hann gera. Patrekur er enn i frumskoginum, kemur ser hreinlega ekki thadan og frestar aftur og aftur for sinni i storborgina.

Gaerdagurinn: Hin 43 ara og sjo barna modir, Salmah, kennir Patreki ad bua til fraegan malasiskan rett, Nasi Lemak. Patrekur bordar rettinn i hring a golfinu med hele familien. Patrekur leikur vid bornin. Patrekur faer ser sundsprett i a uti i skogi. Patrekur laerir ad spila malasiskt lag a gitar. Patrekur bordar kvoldmat, fimm retti og hrisgrjon, med fimmtan manns. Dagblod sett a golfid, skalarnar ofan a, allir setjast med krosslagdar faetur i hring og borda med fingrunum. Amma gamla med slaedu a hofdi ad bidja thegar Patrekur maetir a svaedid, yngsta barnid sofandi, hin bornin forvitin og hlaegjandi.

Dagurinn i dag: Patrekur a leid i utilegu inn i skoginn med muslimunum og hrydjuverkamonnunum vinum sinum. Haettur ad bua til einhver plon um hvenaer haldid skal til Kuala Lumpur a nyjan leik...

mánudagur, apríl 12, 2004

Páskadagskvöld.

Stjörnubjartur himinn. Strönd. Fuglasöngur. Froskakvak. Fólk í sandi. Bátur. Gítarspil. Varðeldur. Söngur. Þykkur frumskógur.

Að vera frá Íslandi eða Malasíu, vera kristinn eða múslimi, skiptir ekki lengur máli. Í birtunni frá kertaljósinu sést ekki lengur hver er ljós eða dökkur. Hverju breytir það líka?

Malasísk sönglög eru falleg. Um skóginn hljómar tregablandinn söngur. Síðan syngjum við „Ó borg mín borg“.

Í litlum heimi á strönd í frumskógi er skrýtið að hugsa til þess að það sé einhver annar veruleiki þarna úti.

Varðeldurinn deyr út. Nú er bara kertaljós eftir. Það er rétt sem Halla benti á hversu fallegir menn verða við kertaljós. Við erum falleg og lífið er fallegt og ströndin er falleg og frumskógurinn er fallegur.

„Vertu hjá mér Dísa, meðan kvöldsins klukkur hringja,“ hljómar út í náttmyrkrið. Ég rembist á gítarnum og fæ gítarkennslu undir stjörnunum. „Better you hold the guitar like this.“

„Og kaldir stormar næða, um skóg og eyðisand...“ Þvílíkir gítarsnillingar sem vinir okkar eru. Einhvern tímann ætla ég að verða eins og þeir. Einhvern tímann, einhvern tímann.

Einhvern tímann ætla ég líka að læra spænsku og verða snillingur bæði í salsa og flamengó. Einhvern tímann ætla ég að fixa fátæktina í heiminum. Já, og einhvern tímann ætla ég að koma á heimsfriði, svei mér þá. Í draumaheiminum í frumskóginum get ég allt.

Þegar mig er farið að verkja í fingurna af glamrinu leggst ég á þunna dýnu í sandinn, horfi upp í stjörnurnar og sofna vært við hljóðin í skóginum.

Annar í páskum.

Patrekur í sólbaði. Ekkert páskaegg þetta árið, en sólbað í staðinn. Strönd, sól, sund og meiri gítar.

Malasísku vinir okkar í frumskóginum vilja endilega að við verðum lengur hjá þeim og enn á ný framlengjum við dvöl okkar um einn dag. Hringjum fyrst í malasísku félaga okkar í Kuala Lumpur – samtökin 78 og karaokeekóngana – og athugum hvort það sé í lagi þeirra vegna. Þeir bíða eftir að taka á móti okkur þegar við komum aftur í borgina. Patrekur veit varla hvað gera skal því hann hefur varla mátt taka upp veski síðan hann kom til landsins. Það keppast hreinlega allir við að borga allt ofan í hann. Eru Íslendingar svona vinalegir við útlendinga?

Merkileg gestrisnin hérna.

Þessir múslimar eru náttúrlega stórskrýtnir. Líka stórhættulegir. Hafa furðulega siði og gera alls konar skrýtna hluti. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig skrýtna hluti en ég veit að þeir eru varasamir. Ég las það í blaði eða einhver sagði það eða eitthvað. Þetta fólk er hreinlega ekki eins og við, asskotans terroristar.

Ha ha.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Paskadagsmorgun.

“Godan daginn og gledilega paska, Halla. Eg faldi paskaegg fyrir thig uti i skogi. Fardu og finndu thad. Goda skemmtun, ha ha.”

Thetta fannst Sigridi fyndid, enda stodd uti i thykkum frumskogi thar sem eru 15.000 mismunandi tegundir af plontum, 6000 tegundir af trjam og allt idar af skordyrum.

I kolsvarta myrkri i kofa i skogi a laugardagskveldi hlustadi Patrekur a hljodin i frumskoginum. Thvilik og onnur eins sinfonia. Thokk se frumskogarbarninu og leidsogumanninum vini sinum greindi Patrekur a milli songva i froskum, fuglum og skordyrum med skrytnari nofn en hann hafdi adur heyrt. Adur hafdi Patrekur bara heyrt svona frumskogarhljod a geisladiski, ha ha.

Patreki fannst hann hafa fjarlaegst natturuna i sjalfum ser all verulega thegar vinur hans thuldi upp mismunandi tegundir af plontum sem nota matti til ad laekna hitt og thetta. “Well, you see, we just always go the pharmacy and they give us some pills. What is in them? No, I don’t know. I just trust the doctor. Humm.”

Patrekur gerdist hins vegar hetja mikil thegar hann slost vid ledurblokur i throngum helli thar sem rass hans festist naestum i hellismunnanum. Ad ekki se talad um thegar hann stormadi i gegnum frumskogarthykknid og let hvorki skordyr, vespur eda kakkalakka hindra for sina. Thegar hann tyndi sallarolegur af ser blodsugurnar, thurrkadi burtu blodid og spytti hetjulega i moldina. Thegar hann maetti frumbyggjum i skoginum og heilsadi theim kumpanalega.

Gitarinn Hallgerdur var med i for og um kvoldid sungu malasisku vinir okkar sin log. Patrekur helt uppi merkjum Islands og kyrjadi Stal og hnif. “The singer is very famous in Iceland. Everybody knows him. His name is Bubbi. No, not Boobby, but Bubbi.”

Paskadagskveldi mun natturubarnid Patrekur eyda a strond vid ana i skoginum. Akvad ad halda frumskogaaevintyrinu afram og sofa vid sinfoniuna eina nott i vidbot.

föstudagur, apríl 09, 2004

Frumskogur, blodsugur, kongulaer, kakkalakkar, fidrildi, ledurblokur og Patrekur.

Patrekur vard besti vinur leidsogumadsins i frumskogarferdinni og var bodid i adra ferd i fyrramalid. Paskarnir 2004 verda thvi i bodi frumskoga Malaysiu.

Patrekur tharf ad fara heim ad handthvo.
Vefsidan oskar landsmonnum gledilegra paska.

Vefsidan bendir lika a serlega upplysandi myndaseriu og grein um astandid i Burma i Morgunbladinu i gaer.
Ha, o, er hun eftir sjalfa mig?

Skemmtileg tilviljun.

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Patrekur var ad uppgotva ad thad eru paskar um helgina.
Ha, ha, betra er seint en aldrei.

Patrekur er kominn ut a land, ut i frumskoginn. Tamar Negara thjodgardur og landid er vist Malaysia, segja their.

I fyrramalid leggur Patrekur af stad i tveggja daga gongu i frumskoginum og vonast til ad komast til baka i heilu lagi. Thad er ad segja ekki etinn upp til agna af skordyrum. Thau elska hann. Kannski numer 85 takist ad naela ser i nyja sykingu? Sykingin a vinstri faeti sem hann naeldi ser i i Laos og bar yfir til Kambodiu er passlega farin.

Annad kvold gistir Patrekur i helli og bordar kvoldmaltid vid eld. Ledurblokurnar verda orugglega hressar.

Skirdagur i helli. Gaman ad 'essu.

Það er búið að fresta kosningunum sem fara áttu fram í sumar í Afganistan. Nú er stefnt að því að kjósa í september. Gengið hefur seint og illa að búa til kjörskrá og skrá niður verðandi kjósendur. Það veit enginn fyrir víst hversu margir búa í Afganistan – það eru ekki til neinar skrár yfir það. Núna ferðast sérskipaðir sendifulltrúar landshorna á milli og búa til kjörskrá. Enn hefur hins vegar ekki tekist að skrá nema um eina og hálfa milljón manna en íbúarnir eru taldir amk. yfir tíu milljónir. Sendifulltrúarnir hafa verið myrtir og uppreisnarseggir gert sitt til að tefja ferlið. Ástandið á landsbyggðinni í Afganistan er enn ömurlegt og langt í frá að fólk þar eigi eðlilegt líf.

Ég hugsa oft til Afganistan. Myndin af litlu stelpunni sem ég hitti á sjúkrahúsi þar svífur oft fyrir hugskotssjónum mér. Hún lenti í gassprengingu og brenndist lífshættulega. Hún var sárkvalin á sál og líkama. Fjölskylda hennar lét lífið í brunanum. Hún var orðin munaðarlaus.

Brunar sem þessir eru algengir í Afganistan því fáir hafa rafmagn og menn notast við gas. Þeir vita hins vegar illa hvernig meðhöndla skal gas og kveikiefni og algengt er að menn blandi saman vitlausum efnum. Á sjúkrahúsinu hitti ég svo mikið af illa brenndu fólki að ég vissi ekki hvar það ætlaði að enda.

Ef ég loka augunum sé ég litlu stúlkuna standa skjálfandi við sjúkrarúm inni á sjúkraþjálfunardeildinni. Hún er klædd í bláa, of stóra skyrtu. Umbúðirnar á hægri fæti eru gegnblautar. Vessar og blóð leka niður. Hvaða framtíð bíður þessarar stúlku í sárafátæku og stríðshrjáðu landi, þar sem sjúkrahúsþjónusta er af skornum skammti? Ég brosi til hennar og heilsa en veit ekki hvað ég á að segja. Mig langar til að faðma hana að mér og taka allt það ljóta í burtu frá henni. Mig langar til að hún fái að leika sér áhyggjulaus eins og ég gerði þegar ég var lítil.

En ég get ekki breytt því sem orðið hefur. Ég get ekki tekið aftur brunann og ég get ekki vakið foreldra hennar til lífs á nýjan leik. Ég get ekki breytt því sem hefur gerst í Afganistan og ég get ekki afturkallað neyðina sem hugsanlega leiddi fjölskyldu hennar til að nota gasið.

Ég stend inni í herberginu, laga hnútinn á slæðunni um höfuðið á mér og finnst ég gjörsamlega hjálparvana. Lítil börn eins og þessi stúlka eiga ekki að láta lífið vegna neyðar sem hugsanlega hefði mátt fyrirbyggja. Þau eiga ekki að líða fyrir valdagræðgi og pólítískt plott ráðamanna. Þau eiga ekki að láta lífið vegna þess að heilsugæsla er ónóg eða engin. Hvað get ég gert?

Hver er ég svo sem?
Ég er bara 24 ára velmegandi stelpa sem bjó til leikrit, blöð og stuttmyndir þegar ég var lítil, var 19 ár í skóla og á fullan skáp af bókum, fötum og drasli. Kannski get ég hins vegar lagt mitt af mörkum til að bæta sjúkrahúsþjónustuna í Afganistan. Kannski get ég líka reynt að benda enn fleirum á neyðina í landinu. Þá deyr litla stúlkan hugsanlega ekki gleymd og yfirgefin eins og tugþúsundir barna á hverjum degi um allan heim.

mánudagur, apríl 05, 2004

Patrekur lendir stundum i furdulegum hlutum.
I KL lenti Patrekur i malasisku Samtokunum 78. Thad fannst honum dalitid fyndid og ju vissulega, dalitid Patrekslegt.

Patrekur hafdi farid i sin bestu fot fyrir stefnumotid med malasisku vinkonum sinum - karaokeekvold a la Sudaustur Asia - og maett i hvitum bolum a karaokeestadinn. Leid eilitid eins og norska duettinum The Boys sem gerdu gardinn fraegan um arid, svona eins i hvitum, nyjum bolum.... en hvad um thad.

Thad kom i ljos ad malasisku vinkonur Patreks attu saeg af samkynhneigdum vinum, sem allir vildu vera med i partyinu. Thar sem The Boys satu i sofanum og goludu gamlan Doors smell voru their spurdir ad thvi hvort their vaeru lesbiur.

Humm. Er Patrekur lesbia?
Madur spyr sig.

Hvad olli?
Voru thad bolirnir (einkennisbuningurinn)? Var thad su stadreynd ad vid erum miklu staerri og kroftuglegri en thetta lid?!

Patreki fannst thetta serlega fyndid og numer 85 aleit thetta vera eina athyglisverdastu spurningu sem hann hafdi fengid sidan hann var spurdur a thvi a Indlandi hvort hann vaeri kinverskur.

Uuu... af hverju haldid thid ad vid seum lesbiur?!
Af thvi ad thid veljid oll karlalogin.

!!!
Okei, ferdafelagid Patrekur skipti tha fra Doors yfir i I will survive. For sidan a hnein og song All by myself tryllingslega. Var ekki fra thvi ad glitrad hafi a tar hja Samtokunum 78 yfir thessum tilfinninganaemu ekki-lesbium fra Islandi.

Thegar Patrekur var kominn i stud, gat ekkert stoppad hann. "Nadu fjarstyringunni af gellunni," hvisladi numer 85 ad numer 5 og programmeradi tolvuna med tiu nyju logum. "Get ekki bedid eftir ad hun haetti thessu gauli, svo vid komumst aftur ad, ha ha," sagdi numer 5 og fekk ser meira visky.

Samtokin 78, thessar elskur, sporudu ekkert til ad gera vel vid utlendingana og helltu i tha randyru afengi og pontudu kynstrin oll af mat og snakki. "You like Malaysia?" spurdu their reglulega. "Oh, yes, very much!" svorudum vid og tokum nokkrar falsettur og fogur dansspor.

Thetta lid kunni ad djamma og vid endudum i naetursnarli undir raudan morgun. Mattum ekkert borga sem fyrri daginn og rodudum i okkur kraesingum.

Hvad gerdir thu um helgina?
Ha, eg?

Ja eg for nu bara i karaokee med Samtokunum 78 i Malaysiu.

Ha ha.

I utlondum eru allir Islendingar vinir. Thannig hafdi eg talad toluvert um "my friend from Iceland" sem byggi i Malaysiu en eg hafdi samt aldrei hitt. Thegar eg loks hitti hann fannst mer eg thekkja hann eins og lofann a mer, bara af thvi ad vid erum badar fra Islandi. Svona er lifid nu dalitid skrytid og skemmtilegt.

Islendingur thessi heitir Ugla og er skiptinemi. Hun lek i Mavahlatri. Patrekur leggur sig i lima vid ad umgangast bara fraegt folk, fallegt folk eda litla manninn. Patrekur er nefnilega vinur litla mannsins.

Patrekur er i heimsokn hja Uglu thessa dagana. Kannski Patrekur geti fengid hlutverk i Mavahlatri numer 2?
Hann gaeti kannski tekid lagid eda leikid lesbiuna.

föstudagur, apríl 02, 2004

Myndir - Var ad setja inn myndir i Kambodiualbumid

Gisting - Sofum i sogulega litlu herbergi. Throngt mega sattir sofa. Patrekur og fjolskylda kurir oll saman i einu rumi og bornin a milli, ferdatolvan Sigurdur og gitarinn Hallgerdur.

Innkaup - Haldid ekki ad eg hafi fengid baedi thriggja manada skammt af linsum og haeglaetis gleraugu fyrir 3700 islenskar kronur? Keypti bla gleraugu i thetta sinn, sami still og raudu gleraugun fra Laos hofdu. Sjaum til hversu fljot eg verd ad tyna thessum, ha ha.

Staerdir - Patrekur er ekki feitur. Thad eru staerdirnar herna sem eru litlar. Arg, hvernig ma thad vera ad thad se ekki sens ad troda ser i staerd large? Excuse me but do you have this in XXXL?

Markmid - Buin ad baeta vid markmidslistann minn. Hann hljomar tha svona: a) Vinna ad heimsfridi b) Auka jofnud i heiminum c) Laera a gitar.
Er nu thegar buin ad takkla skemmtileg grip eins og G7, B og Amoll. Thrju grip a dag koma skapinu i lag. Adur kunni eg G,C og D, thannig ad eg kann hundrad prosent meira i dag en i gaer. Ha, ha, samt var eg einu sinni i hljomsveit og spiladi a gitar. Thad bjargadi kannski kvennabandinu Paekunum ad vid spiludum bara G,C og D... Tokum medal annars athyglisverda rokkutgafu af GCD smellinum Myrdalssandur og urdum i odru saeti i Tonlistarkeppni NFFA a Skaga. Paekurnar lifi.

Fostudagskvold - Patrekur er vinsaell, madur. Er a leid ut a lifid i kvold med tveimur KL stulkum sem vildu endilega spjalla vid hann i gaer og gefa honum baedi ad eta og drekka. Patrekur er doldid fyrir stefnumot i storborgum. A deit klukkan sjo i kvold. Stefnir baedi a augnmalningu og augnharaplokk a undan. Um ad gera ad vera finn thvi i kvold verdur eftirfarandi kafli i aevisogunni skrifadur: KARAOKEE I KEI-ELL.
Ha, ha, ju ju Patrekur goes native og a pantad herbergi a karaokee stad i KL i kvold. Mu, ha ha.... Thetta trollridur ollu herna i Sudaustur Asiu og thar sem Patrekur er svo mikid fyrir svona local-stuff tha gat hann natturlega ekki afthakkad bodid.
Friday night out in KL. Hversu kul er thad...?

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Einu sinni for pabbi med okkur systkinin i bio. Saum Crocodile Dundee myndina thegar hann kemur i storborgina.

Mer lidur thannig nuna. Fyrir hadegismat hofdum vid thegar rekist a fjora McDonalds og saeg af Burger King, Starbucks og Pizza Hut. A gotunum oku bilar a skipulogdum akgreinum. Vid goturnar voru ruslafotur og bankar og verslunarmidstodvar i seilingarfjarlaegd. Byggingarnar voru hareistar. Skyjakljufar - og tharna var staersta bygging i heimi.

Madur veit natturlega ekki hvadan a sig stendur vedrid, med svona lagad. Ekki verid i svona umhverfi sidan i Bangkok i januar og fila mig helst eins og sveitamanninn sem skreid ut ur torfkofanum og reid a hesti i hofudborgina.

Ha, o ja, a eg ekki bara ad vada yfir gotuna - eru einhverjar umferdarreglur herna? Nei sko og get eg farid i svona furdulega vel og fengid peninga ut a litid kort ur plasti?

Tinni i Congo. Patrekur i Malaysiu. Ha ha.

Felagsmenn ferdafelagsins Patreks sameinudust a nyjan leik klukkan halfellefu i gaerkvoldi i KL (Kuala Lumpur. Thad segir hins vegar enginn madur med viti Kuala Lumpur heldur KL - miklu meira trendy, you see). Toludu svo mikid ad their voru ordnir hasir eftir korter og hlogu svo mikid ad gistihusfolkid heldur ad their vaeru rugladir. Skrytid lid med asnalegt tungumal. Patrekur talar stundum dalitid mikid og stundum dalitid hatt.

Thegar sameiningin atti ser stad hafdi numer 85 lent i hellirigningu med pokann a bakinu, bill skvett vatni yfir hann, kortid ordid hundblautt og gistiheimilin ymist verid full eda lokud. Why, how, when, whooo?? Numer 5 hafdi tekid rutuna fra Singapore og hvorki bordad vott ne thurrt yfir daginn thvi hann hafdi gefid seinustu aurana sina til gods malefnis og ekki vitad ad thetta vaeru seinustu aurarnir hans. Svona er Patrekur nu godur, ha ha.

Allavegana, sameinadur var Patrekur a nyjan leik og gledi rikti i baenum. Thad sem meira er, numer 5 lumadi a ovaentum gladningi. GITAR. Nu getur Patrekur thvi gert meira en ad tala eins og brjalaedingur - hann getur lika sungid og spilad fyrir land og thjod. "Enginn veit fyrr en ad reynir a, hvort vini attu tha," var fyrsta lagid sem numer 5 brast a med thegar hun tofradi gitarinn fram.

Svo fallegt, svo gaman, svo ovaent, svo skemmtilegt.
Jibby.