miðvikudagur, mars 31, 2004

Malaysía hér kem ég.

Komin með pokann á bakið og um það bil að fara að aka á mótorhjóli út á völl. Vonast síðan til að rekast á númer 5 einhvers staðar í Kuala Lumpur.


Patrekur – sameinaður á ný.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Thad er fullt af hljotum hlutum i thessum heimi. Hraedilega ljotum. Hraedilega osanngjornum.

En thad er lika fullt af godum hlutum. Hjalparsamtokin Mith Samlanh eru ein af theim.
I dag thraeddi eg gotur Phnom Phem borgar med theim. Samtokin vinna med gotubornum og thorfin er gridarleg.

Berfaett born, grutskitug upp fyrir haus, ad safna rusli. Drengur sofandi vid ruslakerru - eda hvad, er hann kannski dainn? A gotunni vedur allt i eiturlyfjum. Fjolskylda sem byr a pappakossum vid moldargotu, brosir breitt og vill fa ad vita hvada gjaldmidill se a Islandi og hvort Islendingar seu kommunistar. Litid fatalaust barn med magann ut i loftid. Thrir strakar sem komu um morguninn til borgarinnar i leit ad atvinnu og betra lifi. Hvar sofa their i nott?

Anyway. Magnadur dagur. Einn af theim sem faer mann til ad spyrja sig hver i oskopunum madur se ad hafa getad verid i skola i 20 ar, eiga storan fataskap af fotum og fullan isskap af mat.

Skrifadi Ras 2 og stakk upp a aukapistli um thetta. Samthykkt. Verd i loftinu einhvern timann a milli fjogur og sex i dag.

mánudagur, mars 29, 2004

LAUGARDAGUR:

Það er komið að því. Patrekur klofnar í tvennt þangað til í Malasíu á miðvikudag eða fimmtudag. „Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjáflbjarga því er ver,“ raula ég og þramma út á götu. Ég hafði fengið þá flugu í höfuðið að taka bát til bæjarins Battambang en er farin að sjá eftir öllu saman. Klukkan er svívirðilega lítið, fimm að morgni til. Hvað var ég að pæla? Númer 5 heldur til Bangkok með rútu klukkan sjö.

Bátsferðin. Lítið vatn í ánni og við festumst. Pikkföst. Úps. Ókei, tekst loks að losa okkur. Fiskimenn brosa og veifa, hér eru allir alltaf brosandi. Siglum framhjá fljótandi strákofum – fljóta á stórum bambustrjám.
??? Jú, jú, þá fljóta þau upp þegar regntímabilið kemur í stað þess að sökkva í vatn. Ansi sniðugt, alveg hreint.

Fólk að þvo sér í vatninu. Kona að vaska upp. Siglum inn í stóran, fljótandi bæ. Þarna er kjörbúðin, þarna flýtur skólinn og ó, já, þarna er svínastían, fljótandi að sjálfsögðu. Allir brosa, allir veifa. Grannt fólk, horað fólk, mörg börn með magann út í loftið – vannærð. Konur róa á litlum trébát og sigla hjá. Sólin brennheit á lofti. Úff, hvað verður svívirðilega heitt hérna. Hvernig meikar fólkið að vinna í þessum hita?

Báturinn stoppar nokkrum tímum seinna hjá tréhúsi á stultum. Ha, erum við komin til Battambang? Skil ekki. Kemur í ljós að vatnið í ánni er svo lítið að við verðum að aka seinasta spölinn meðfram árbakkanum. Já, hvað segið þið, hvar er bíllinn þá? Ó, já, er það þessi?

Bakpokinn festur aftan á gamlan pick-up. Fjórir ferðamenn. Hvað segið þið, fara þá tveir inn að framan og tveir verða aftan á?
Ha, ha. Aldeilis ekki. We do it the Cambodian way. Heimamenn drífur að og menn flykkjast á pallinn. Ókei, þetta er komið gott, ég er komin alveg út í horn á pallinum – pakkað af fólki. Nei, nei, gamanið er ekki búið – nú koma þeir með bátsmótor og skella upp í til okkar. Allir að færa sig. Úff, hvernig ætla þeir að koma mótornum fyrir?

Hvernig? Ekkert mál. Og nú koma þeir meira að segja með annan. Jú, jú, einmitt. Ég velti fyrir mér hvernig mér eigi að takast að hafa rými til að anda á leiðinni. Er þetta ekki komið gott núna?
Gott?! Ha ha, nú fer gamanið fyrst að byrja. Upp í til okkar stekkur brosandi maður með hatt og hund. Hann skellir fötu með söltuðum fiski upp við nefið á mér. Berfættum manni með litla ferðatösku tekst með undraverðum hætti að troða sér í miðjuna. Þegar ég held að ekki sé möguleiki að koma fleirum fyrir stekkur strákur upp á mótorana og gamall maður vippar sér um borðið. Off we go, áfram áfram áfram bílstjórinn.

Moldarryk þyrlast upp. Ef þessi hryllingur sem við hossumst eftir á að heita vegur, þá er ég páfinn. Allir að beygja sig til að fá ekki trjágreinar í höfuðið. Og best að halda sér þegar við ökum upp og niður í holur sem eru svo stórar að ég velti fyrir mér hvort Vegagerðin heima myndi skilgreina þetta sem veg eða grín. Ha, ó, er ekkert til að halda sér í? Ég vonast þá bara til að detta ekki ofan í saltaða fiskinn eða fá hundinn í höfuðið.

Meira moldarryk. Á þurrkatímabilinu er svo mikið ryk í loftinu í Kambódíu að það að vera með linsur er einungis fyrir bjartsýnasta fólk.
Úps, fæ trjágrein í höfuðið og laufin rífa höfuðfatið af. Bíllinn stoppar og berfættur maður stekkur út og nær í slæðuna. Allir hlæja. Þakka fyrir mig á Khmer og uppsker breið bros. „Thank you,“ segja menn á móti. Eftir það er aðalgrínið á pallinum að heimamenn öskra „hello“ og „bye“ á allt fólkið á ökrunum sem við skiljum eftir í moldarryki.

Húmoristar. Húmoristar með meiri rýmisgreind en íslenskur landsbyggðardurgur sem er vanur breiðum sætum, fjórhjóladrifi og malbikuðum vegum.

SUNNUDAGUR:

Deili herbergi með ástralskri stelpu en sakna númer 5. Þessari finnst Patreksgrínið ekkert fyndið og ég augljóslega hafa of kaldhæðinn húmor. Tölum við kambódískar brosandi stelpur á markaðinum og ég læt sauma á mig pils. „Mar verður að styrkja lókal hagkerfið,“ segi ég með málband um mittið.

Finnum gaura sem aka okkur á mótorhjólum að heimili og skóla fyrir fátækt fólk. Þarna geta menn komið og lært hinar og þessar iðngreinar og búið á staðnum á meðan. Börn í parís, brosandi fólk. “Hello! Hello!”

Næsti áfangastaður er miðstöð fyrir fátæk börn. Sjálfboðastarfsemi þar sem börnunum er kennt að teikna og mála. Krakkarnir ótrúlega lunknir. Kannski einhverjir geti seinna unnið sem listamenn og selt myndir. Í næsta húsi hendir strákur fjórum keilum upp í loftið og aðrir fara heljarstökk.
??? Jú, jú, hér er börnunum kenndar sirkusíþróttir. Þau halda sýningar og stefna seinna á að verða frægir sirkusmenn. Ég fæ illt í bakið við að horfa á þau taka heljarstökk, dýfur og tvöfalda skrúfu. Einhvern tímann gat ég farið í kollhnís og handahlaup en það var fyrir mörgum árum, enn fleiri máltíðum og ótal bjórum.

Út á moldarveginn aftur. Moldarryk. Úff. Komum loks að kletti með búddahofum uppi á. Göngum upp. Þrumur í fjarska, skrýtið veður í dag. Steikjandi heitt en grár himinn. „Rauðu khmerarnir settu mig í vinnubúðir þótt ég væri bara lítill strákur,“ segir mótorhjólagaurinn. Hann er fæddur 1970. „Þeir voru hræðilegir. Við fengum lítið að borða og vorum alltaf svöng. Pabbi dó því hann veiktist og það voru engin sjúkrahús. Mamma grét voðalega mikið. Stuttu seinna drukknaði bróðir minn. Þá grét mamma meira. Hún varð á endanum blind. Það var örugglega af því að hún grét svo mikið.“

Uppi á klettinum göngum við ofan í stóran helli. Þarna liggur Búddha, hingað koma heimamenn til að biðja. Humm – og þarna er haugur af brotnum hauskúpum. Spyr mótorhjólamanninn hvað þær séu að gera þarna.

„Jú, sjáðu til. Rauðu khmerarnir notuðu hellinn til að drepa fólk. Hentu mönnum niður um gatið þarna uppi þannig að þeir brotnuðu í mél. Sérðu, þess vegna eru hauskúpurnar svona brotnar.“

Ha, já, einmitt. Auðvitað.

Þegar Víetnamar steyptu Rauðu khmerunum árið 1979 hröktust þeir út í frumskóginn við landamæri Tælands og héldu næstu árin uppi öflugum árásum á svæðið þar sem við erum stödd. Þarna er stór byssa sem kauði segir að ríkisherinn hafi notað gegn Rauðu khmerunum. „Made in Germany –1944,” stendur á gripnum. Við horfum yfir akrana og í fjarska heyrist þruma. Þarna niðri er allt fullt af jarðsprengjum. „Jarðsprengjur made in USA?“ hugsa ég og geng aftur niður klettinn.

Ha, nei, mér datt það bara svona í hug.

sunnudagur, mars 28, 2004

A fimmtudag stod Patrekur frammi fyrir adskilnadi. Helmingur hans aetladi til Taelands og thadan til Malasiu og Singapore en hinn helmingurinn hafdi sed fyrir ser ad fara til Vietnam.

Patreki hugnadist thetta illa. Yrdi hann med adskilnadarkvida thangad til a laugardeginum ad adskilnadurinn aetti ser stad og eftir thad med samverufrahvarfseinkenni (eg thori ad vedja ad thetta ord er til, segdu hvada langt ord sem er á íslensku og thad er orugglega til - ég meina, hvad med "saudfjárveikivarnarhlid")?

Patrekur kreppti hnefann og hugsadi um seinustu daga. Hann attadi sig a ad samband felagsmanna 5 og 85 var komid a annad og aedra stig.

"Vid erum í raun haettar ad deita."
"Ja, thad er kominn tími á ad raeda framtídina."

Nidurstadan var ad adskilnadur yrdi erfidur og Patrekur minnti sig á ad "sponteiníus" og "flexíbúl" voru millinofnin hans. Hann skellti sér thví á ferdaskrifstofu.

"Uuu... how much for an airline ticket from Cambodia to Singapore?"

Kannski félagsmadur 85 gaeti bara sleppt thví ad fara til Víetnam og hitt númer 5 í Singapore?
Ó, nei, flugmidinn var dýr.
En ad their faeru bara saman til Taelands og stóludu a ódýrt flug frá Bangkok?
Úps, nei, númer 85 var ekki med vegabréfsáritun til Taelands og thad taeki fimm daga ad fá hana. Yrdi ad senda passann til hofudborgarinnar. Humm.

"Oh, hey! I have an idea. How much is an airline ticket to Malaysia?"

Verdid var ásaettanlegt og thad hlakkadi i Patreki. Félagsmenn 5 og 85 bjuggu til masterplan: Númer 5 faeri til Taelands og flygi til Singapore. Thadan faeri hann upp til Malaysiu. Numer 5 og 85 hittust thar.

Patrekur brosti breitt. Skitt med Víetnam fyrir númer 85. Nú gaeti Patrekur haldi áfram ad vera jafnfyndinn, flippadur og skemmtilegur í nýju landi... Geggjad, mar.

"Vid eigum sum sé annad deit?"
"Jú, jú. Hittumst í Kuala Lumpur á fimmtudag í naesta viku. Ég verd thessi saeta vid barinn."
"Frábaert, ég verd búin ad greida mér."'
"Ókei, bae. See ya."


Já, Patrekur - svo miklu miklu meira...

Eftir seinustu faerslu aetladi eg varla ad thora ad opna postinn minn eda skoda athugasemdirnar a sidunni. Eg var hraedd um vidbrogdin og hraedd um ad verda fyrir vonbrigdum. Kannski myndi enginn gefa neitt og eg verda baedi vonsvikin og leit og ekki vita i hvorn fotinn eg aetti ad stiga. Hvad gaeti eg gert til ad reyna ad baeta heiminn? Kannski gaeti eg huggad mig vid thad ad allir vaeru bara ad gefa til einhvers annars hjalparstarfs, kannski ekki. Kannski vaeru allir med samhjálpina á hreinu, mitt markmid var líka fyrst og fremst ad reyna ad opna fyrir hana en ekki einungis ad láta menn gefa peninga. Einhvern veginn efadist eg samt um thad.

Thad var mer gledi ad opna postinn og sja ad eg hafdi fengid toluvert af brefum og meldingum um ad folk hefdi latid fe a hendi rakna. Vinir Indlands skrifudu mer sidan og sogdu ad thonokkud af peningum hefdu safnast. Nu vaeri haegt ad hjalpa nokkud storum barnahopi i skola naesta arid.

Thad er gaman, alveg frabaert.
Miklar thakkir til theirra sem toku thatt.

Holdum thessu endilega áfram!
Thví sameinud stondum vér, sundrud follum vér...

fimmtudagur, mars 25, 2004

Er hægt að breyta þessum heimi?

Ástandið í Afganistan er slæmt. Tveimur og hálfu ári eftir fall Talibana eru öryggismál enn þá svo ótrygg að varla er hægt að tala um eðlilegt líf heimamanna. Ástandið í Kambódíu er ömurlegt. Börn eru vannærð og alnæmi breiðist út með ógnarhraða. Talandi um alnæmi – úff Afríka, maður. Get ég breytt þessu?

Já, er hægt að breyta þessum heimi?

Auðvitað. Þótt ég geti ekki látið Bush sjá ljósið, sé ófær um að kippa málum í Búrma í liðinn og hafi lítið að segja um ástand mála í Malawí, er ekki þar með sagt að ég geti ekki gert neitt. Þó ég kunni ekki að baka flóknar Söru Bernharðskökur er ekki þar með sagt að ég geti ekki bakað aðrar sortir og gert það með sóma. Gott dæmi, mar...

Auðvitað getum við gert ýmislegt til að bæta heiminn. Við lifum ekki í tómarúmi og gjörðir okkar, góðar sem vondar, hafa áhrif. Hins vegar er miklu auðveldara að horfa framhjá slíkri staðreynd og telja sjálfum sér trú um að gjörðir manns skipti ekki máli. Annars þarf maður líka að fara að taka einhverja ábyrgð og vasast eitthvað og það er bara svo miklu auðveldara að lifa í einangrun á Íslandi og vera ekkert að pæla í heimsmálunum. Maður fær náttúrlega bara hausverk af því.

Hausverk, mausverk. Aðrir láta lífið eða lifa ómannsæmandi lífi því við veltum stöðu þeirra lítið sem ekkert fyrir okkur.

Þegar ég var á Indlandi kynntist ég mögnuðu hjálparstarfi samtakanna Vina Indlands. Ég fór meðal annars í afskekkt þorp þar sem bláfátækir heimamenn börðust með kjafti og klóm fyrir því að mennta börn sín. Þeir höfðu byggt skýli þar sem börnin komu saman til að læra. Staðinn vantaði hins vegar rafmagn. Heimamönnum hafði tekist að safna rúmum fjögur þúsund krónum til verksins en vantaði enn átta þúsund.

Heimsóknin í þorpið var ógleymanleg. Um kvöldið skrifaði ég um einu af mestu upplifunum lífs míns á þessa vefsíðu. „Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim,“ hljómaði í höfði mér og ég setti færsluna glaðbeitt á netið. Nú myndi indversku hetjunum sem ég hafði hitt um daginn bætast liðsauki frá Íslandi! Þetta var pottþétt hjálparstarf, alveg brilljant – og Íslendingar hlytu að styðja það.

Niðurstaðan varð vonbrigði. Frónbúar sátu á auð sínum. Hundrað manns sáu færsluna daginn sem ég setti hana inn. Teljarinn sagði áttatíu daginn eftir og níutíu þar á eftir. Streymdu framlög inn? Aldeilis ekki.

Var færslan ósannfærandi? Ég veit það hreinlega ekki. Ég hef lesið hana aftur og aftur yfir og reynt að skilja þetta. Mér finnst hún ekki vera ósannfærandi. Mér finnst hún satt best að segja vera afar hvetjandi og kæfa efasemdir margra um hvort hjálpin komist til skila og hvort hún hjálpi raunverulega. Í textanum kemur glögglega fram að allt það fé sem gefið er fari beint á staðinn – ekkert verði eftir hjá neinum millilið – og hversu mikil þörfin fyrir hjálp er. Ég tek dæmi af því hvernig nokkur þúsund króna afgangur af ágóða BA ritgerðarinnar minnar varð til þess að börnin í þorpinu fengu rafmagnið sem þau vantaði. Síðan þetta var hafa mér reglulega borist bréf frá þorpinu, þar sem framkvæmdum við skýlið er lýst, ítrekað hversu miklu lýsingin hafi breytt og hversu hvetjandi stuðningurinn hafi verið. Nú er líka hægt að vera í skýlinu á kvöldin.

Af hverju streymdu ekki framlög inn? Voru menn ósammála mér? Fannst þeim þetta ekki vera þeirra mál? Eru þessir Indverjar líka ekki svo langt í burtu hvort eð er?

Ég veit það ekki. Ég veit ekki og ég skil ekki. Það eina sem ég veit er að ég varð reið. Öskureið. Fjöldi vina og ættingja og fólks, sem les þessa síðu og ég þekki ekki neitt, hafði séð þetta og augljóslega ákveðið að gefa ekki krónu og ekki hirða um að athuga hvað þeir gætu gert til að hjálpa með öðrum hætti.

Í bræði minni las ég aftur og aftur bréfið sem mér hafði borist frá vini mínum. Hann vildi ólmur hjálpa munaðarlausu barni sem ég hafði hitt í þorpinu. Bréfið ól með mér von og ég óskaði þess að fá fleiri bréf og finna fyrir fleiri útréttum íslenskum höndum. Ég beið og vonaði en fyrir utan stuðnings minnar eigin fjölskyldu sem aðspurð vildi hjálpa, var pósthólfið tómt.

Steini bróðir og fjölskylda gáfu 2500 krónur beint til heimalærdómsskýlisins. Ég kom peningunum samstundis til skila og í þorpinu urðu menn himinlifandi. Nú var hægt að hefjast handa við að byggja vegg í kringum skýlið. Fyrir 2500 krónur.

Gjörðir okkar hafa áhrif og við gætum bætt heiminn. Við þurfum ekki að taka risaskref til að gera það, við getum tekið mörg lítil skref. Drögum við lappirnar komumst við hins vegar aldrei úr sporunum.

Arg, mig langar svo að þykkhöfða Íslendingar skilji hvað þeir eru heppnir og bjóði með brosi á vör fram hjálp sína til þeirra sem minna mega sín, að ég gæti öskrað. Öskrað hátt og lengi og vonað að einhver heima heyri.

En þá eru þeir kannski einmitt búnir að kveikja á sjónvarpinu og hækka í græjunum – og heyra ekki neitt.

Eða hvað? Heyrir þú núna?Reikningsnúmer Vina Indlands er 582-26-6030 og kennitalan er 440900-2750. Allar nánari upplýsingar eru í færslunni frá Indlandi þann 12. janúar. Skrifið mér síðan póst á siggavidis@hotmail.com ef þið viljið hugmyndir um hvaða annað hjálparstarf þið getið stutt fjárhagslega eða með öðrum hætti – eða ef þið hafið hugmyndir um hvernig í ósköpunum vekja megi sauðsvartan íslenska almúga upp úr velmegunarmóki sínu.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Ferðafélagið Patrekur er nú ekkert lítið flippað og skemmtilegt.

1. Félagsmenn 5 og 85 (löng saga, tengist ef til vill nokkrum drykkjum á barnum) leita að munaðarleysingjaheimili í Phnom Penh, komnir aftur til höfuðborgarinnar eftir obboslega flippaða ferð suður í óvissuna. Nú skal sko heilsað upp á börnin, sungið fyrir þau, þeim gefnir pennar og sápur, bros og vinalegheit. Ó, ó, ó.

Ha, er þetta staðurinn? Hvar eru börnin? Orphans, you know. Orphans here? Little children?? Engin börn og enginn talar ensku. Erum við á vitlausum stað? Ókei, gá hvað stendur á skiltinu. Nei, skiltið er rétt. Hvar eru börnin? Where are the children? Upp með Lonely Planet og leita í tungumálakaflanum. Árangurinn enginn. Snautum í burtu. Höldum að verið sé að reyna að segja okkur að börnin séu farin yfir til Friends samtakanna sem við heimsóttum um daginn. Eða þá að þau séu í skólanum til fimm ?? Eða eitthvað. Who knows. Skiljum ekki neitt.

Höldum heim á leið eftir misheppnaða Móður Teresu tilraun. Ha ha, fjölskyldan sem við töluðum við fékk alla vega fimmtíu penna að gjöf.

2. Félagsmenn 5 og 85 ákveða að skella sér til Angkor Wat sem er eitt af undrum veraldar. Vegirnir í Kambódíu eru algjört djók og því ákveða þeir að taka leiðina í tveimur áföngum. Gista í litlum bæ úti á landi á leiðinni. Rútan hossast á áfangastað. Flippuðu konurnar stökkva si svona út úr rútunni og steingleyma að spyrja hvar rútan komi næsta dag og klukkan hvað (engin rútustöð í bænum). Flippararnir fara á markað og skella sér í klippingu. Hárgreiðslukonan er sérlega hrifin af hliðar-púff-greiðslu og vill ólm fá að greiða fórnarlömbunum að lokum og setja heilan brúsa af hárspreyi í hárið. Með stífspreyjað hár ákveða þeir síðan að skella sér upp á fjall í nágrenninu. Djöfull er Patrekur nú flippaður og sponteiníus, fer bara upp á fjall si svona fyrir utan einhvern lítinn bæ í Kambó, mar. Ha ha.

Hugmyndin verður verri þegar vegurinn reynist vera skraufaþurr og holóttur moldarslóði. Flippararnir hossast í brúnu moldarryki að fjallinu. Passa að aka ekki á nautgripi, fólk á hjólum, heyvagna og lítil börn. Passa líka að halda kúlinu. Patrekur er farinn að hósta á hjólinu og setur hárböndin yfir nef og munn. Patrekur er svo mikið svoleiðis, finnur bara lausnir á hlutunum og heldur áfram að vera flippaður og frjáls. Þegar Patrekur er kominn á leiðarenda stendur hárið á honum allt út í loftið. Hársprey og moldarryk fara ekki vel saman. Sigga Kára greiðslan er fokin út í veður og vind. Fjallgangan kostar tvo lítra af svita og sólarlagið sem Lonely Planet lofaði er hvergi. Sólin á bak við ský. Uppi er hins vegar munkur og brjálaðir hundar. Númer 5 og 85 syngja Ísland úr Nató á toppnum. Patrekur er svo mikið svoleiðis.

3. Þegar félagsmaður 85 kemur heim um kvöldið eftir að hafa spjallað við Rás 2 bíður hans úfin kona með tryllingslegan glampa í auga. Gefum félagsmanni 5 orðið...

4. Ferðafélagið Patrekur þarf að koma sér í burtu úr bænum og áleiðis til Angkor. Ókei, stoppum allar rútur sem fara hjá og spyrjum hvort það sé okkar rúta. Förum samt fyrst til götusala og borðum kambódískan morgunmat. „Same, same. We have this,“ segir félagsmaður 5 og bendir ofan í skál hjá brosmildum manni. Úff, köldu núðlurnar með karríinu reynast ekki sérlega lystugar. Félagsmaður 85 pantar þá bara einhver hrísgrjón með jukki. Ágætis matur. Patrekur er nú dálítið svona, ha... Pantar bara eitthvað og vonar það besta. Ha ha.

Nú spyrja menn sig bara hver þessi Patrekur sé. Já, er það nema von.

mánudagur, mars 22, 2004

Thad er eitthvad meira en litid skrytid vid thad ad hossast i rutu a lelegum kambodiskum thjodvegi med stelpu aelandi ut um gluggann fyrir aftan sig, litid barn vid hlidina a ser, heila storfjolskyldu fyrir aftan - og faklaedda Britney Spears i sjonvarpinu.

"Hit me baby one more time," verdur einhvern veginn alveg ur samhengi og ekki laust vid ad sa sem a horfir skammist sin fyrir geifluganginn og allt thetta hold sem blasir vid a skjanum. Madur er natturlega ordinn alveg ovanur svona faklaeddum konum.

Eru allar vestraenar konur svona?
Kannski ekki skrytid ad margir telji thad.

Ja, greyid hun Britney sem syngur um glatadar astir og geiflar sig framan i folk sem hefur med herkjum i sig og a.

Humm humm.

A annars Selluna i dag. Tvaer greinar: "Hvad gerdist i Kambodiu?" og "Kambodia arid 2004". Svo er thad Ras 2 a milli fjogur og sex. Ef their na i gegn thad er ad segja.

laugardagur, mars 20, 2004

SAMMÁLA THESSARI ALYKTUN SEM EG FANN A MBL.IS;

Eins og sorgleg dæmi að undanförnu sanna hefur herská stefna Bandaríkjamanna og stuðningsaðila þeirra og stríðin í Afganistan og Írak engum árangri skilað í baráttu gegn hryðjuverkum heldur gert illt verra. Aðferðafræðin er röng í grundvallaratriðum. Eina varanlega lausnin er að ráðast gegn þeirri örbirgð, misskiptingu og kúgun sem birtist m.a. í hernámi, aðstæðum flóttamanna, mannréttindabrotum og megnu hatri sem skapa jarðveg fyrir ofstækishreyfingar og hryðjuverkastarfsemi. Ranglæti heimsins verður ekki útrýmt með því að láta sprengjum rigna af himnum yfir vanþróuð lönd. Þá er ljóst að lykillinn að bættum samskiptum Arabaríkja og Vesturlanda er að endi verði bundinn á ólöglegt hernám og ofbeldi Ísraela í garð Palestínumanna.
...
Það er til háborinnar skammar að núverandi ráðamenn á Íslandi skuli bendla landið við heimskulega og hrokafulla hernaðarhyggju í samskiptum þjóða í stað þess að leggja lóð á vogarskálar friðsamlegra og fyrirbyggjandi aðgerða.
...
Fjármunir sem varið er til að auka menntun, efla lýðræði og mannréttindi, vinna bug á sjúkdómum og leysa vandamál flóttamanna eru líklegir til að skila sér margfalt og leggja grunn að betra ástandi heimsmála til framtíðar. Gengdarlaus fjáraustur í vígbúnað og styrjaldarrekstur hefur gagnstæð áhrif eins og enn er að sannast.

HEYR HEYR. HVAD VINNST MED STRIDI KAERA FOLK OG HVERNIG I OSKOPUNUM HALDA MENN AD THEIR GETI KOMID A FRIDI OG UNNID BUG A HRYDJUVERKUM MED STRIDSADGERDUM?!
OG HVERNIG I OSKOPUNUM VOGA ISLENSKIR RADAMENN SER AD STYDJA SVONA FARANLEGAN STRIDSREKSTUR OG THAD I MINU NAFNI OG YKKAR ALLRA?

föstudagur, mars 19, 2004

Prinsessurnar á bauninni í húsinu hjá pósthúsvinkonunni ákváðu að skella sér í tveggja daga ferðalag. „Elskurnar mínar, þið notið húsið bara eins og þið viljið. Hér eru lyklar,“ hafði vinkona okkar sagt við og farið sjálf að heiman. Við gistum eina nótt í húsinu góða en héldum síðan á mótorhjólum niður að strönd. Fundum fiskimenn sem sigldu með okkur út á eyju sem vinkonan hafði bent okkur á. Þarna var brosmild stórfjölskylda, fiskimenn, bambuskofar, geltandi hundar, rytjulegar hænur, pálmatré, sandströnd og blátt haf. Á ströndinni var einn bungalow sem fjölskyldan leigir út. Við skelltum okkur á bambuskofann og sváfum á staurum undir moskítónetum.

Um eftirmiðdaginn lágum við á ströndinni, spiluðum, æfðum khmer tungumálakunnáttu okkar, borðuðum hjá fjölskyldunni og leystum auðvitað heimsmálin. Um kvöldið hófst síðan operation „nuddum útlendinginn“. Þá buðust tvær stúlknanna til að nudda okkur. Ég stóðst ekki freistinguna.

Stuttu seinna lá ég á bambusfleti undir stjörnubjörtum himni við sjávarnið. Kyrrð og ró og Halla liggjandi í hengirúmi við hliðina. Lífið fullkomið.... þangað til ein stúlkan tók að toga fast í eyrun á mér og hin að þjösnast á hægri fótleggnum á mér. Vinkonurnar vissu ekkert hvað þær voru að gera en höfðu greinilega séð menn nuddaða áður og reyndu að stæla handtökin og finna mikilvæga punkta, orkustöðvar og slíkt fínerí. „Er þetta ekki ofsalega gott?“ Ég hló svo mikið að ég gat ekki svarað. Já, nuddum útlendinginn, maður... Ég kafnaði úr hlátri og Halla líka og þá hló ég enn meira og þá hlógu nuddararnir og þá lá öll stórfjölskyldan í jörðinni af hlátri. Ég held við höfum gert daginn fyrir þau.

Að nuddinu loknu skjögraði ég í faðm Höllu undir moskítónetinu. Við vöknuðum við hanagal og eftir morgunmat á ströndinni sigldum við til baka. Erum nú komnar aftur til pósthúsvinkonu okkar hennar Lynn.

Já, það er um að gera að láta bara eins og heima hjá sér í húsi í einhverjum litlum bæ. Bæ í Kambódíu – af öllum stöðum. Húsi þar sem eigandinn er ekki heima og maður hitti hann örstutt á pósthúsi í höfuðborginni.

Lífið er nú dálítið flippað og skemmtilegt, mar.

Ég minnist þess ekki að hafa áður fylgst með tökum á biómynd á stað sem fyrst var spilavíti og hótel, síðar pyntingarstaður og fangelsi og loks miðstöð fyrir bardaga á milli óvinahópa. Nei, ég held ég geti bara fullyrt að ég hafi aldrei gert það áður. Svona kemur lífið, þessi elska, nú alltaf á óvart.

Hvernig sem ég rýni í fortíðina held ég að ég hafi aldrei áður komið á stað sem gæti jafnauðveldlega verið klipptur beint út úr hryllingsmynd. Ha ha, enda voru Kóreubúarnir jú að taka upp hryllingsmynd á staðnum. Ég hef ekki áður komið á stað þar sem jafnfurðulegir straumar eru í loftinu. Sjá þessa mynd. Angist og ótti – og staðurinn gjörsamlega yfirþyrmandi. Ég hef aldrei áður verið á slíkum stað í svartamyrki um kvöld að chilla með frægum kórenskum kvikmyndaleikara. Sjá þessa mynd. Þetta er nú algjört hönk...

Mig rekur ekki minni til þess að ég hafi eldað kvöldmat úti við með apa horfandi á mig og lítinn brosandi munk á gægjum. Sjá mynd... Ég minnist þess heldur ekki að hafa áður sofið í klaustri á afskekktum stað í þúsund metra hæð. Klaustri þar sem búa nokkrir munkar og ein nunna og nunnan er ofur hress. Ég minnist þess satt best að segja ekki að hafa áður séð nunnu kitla ferðafélaga minn, toga í fótinn á sjálfri mér, skríkja og hlægja. Ég man ekki eftir að hafa sofið í flatsæng við hlið Búdda, kertaljósa og reykelsa. Api hefur held ég ekki vakið mig áður að morgni í klaustri.

Kannski er ég með lélegt minni. Eða þá að Kambódía er hreint ekkert venjulegt land.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Lifid er skrytid. Lifid er undarlegt. Lifid er skemmtilegt.

Skrytna themad heldur afram.

Faum ad fylgjast med tokum a koreanskri strids- og hryllingsmynd i yfirgefnu spilaviti i skogivoxnum haedum i Kambodiu. Adalhetja myndarinnar, fraegur kvikmyndaleikari i Koreu, kennir mer tofrabrogd medan Halla og Amerikani heilsa upp a draugana.

Byggingin eins og klippt ut ur "Shining" og furdulegir straumar i loftinu. Gledi, hamingja, ast, hryllingur, otti, orvaenting, daudi. Raudu khmerarnir toku spilavitid yfir og notudu sem fangelsi. Tvohundrud manns lagu i valnum.

Byggingin eins og henni blaedi. Er thetta malning? Mosi? Blod fornarlamba? Nottin er dimm og skrytin.

Halla og Amerikubuinn eru lengi. Furduleg hljod i husinu. Koreubuinn brosir og heldur afram ad kenna mer spilagaldra. Eg spai i hvort eg eigi ad bidja hann um eiginhandararitun.

Sofum i nalaegu klaustri i flatsaeng med tiu manns. Nunnan leikur a als oddi fyrir svefninn. Buddha brosir. Kertaljos og reykelsi.

Vakandi eda sofandi? Veit thad hreinlega ekki.

Sumir dagar eru skrytnari en adrir.

Meira um thetta sidar. Erum enn ad melta thetta. Komnar aftur til posthusvinkonu okkar i Kompot.

mánudagur, mars 15, 2004

Partur 2: Skrýtið líf Sigríðar.

Við Halla skelltum okkur í suðurátt til að hitta ensku konuna sem við höfðum hitt af tilviljun og einungis í nokkrar mínútur á pósthúsi í höfuðborginni. Maður verður að stökkva á svona tækifæri.

Hin 56 ára Lynn er yndisleg manneskja sem vill allt fyrir okkur gera. Við erum eins og prinsessur í húsinu hennar í litlum bæ þar sem hún býr og vinnur. Fáum dýrindis mat framreiddan af kambódískri konu sem sér um heimilið. Rauðu khmerarnir pyntuðu manninn hennar og drápu – og létu hana horfa á allt saman. Hér er sagan lifandi, hvert sem á er litið. Allir sem eru eldri en 25 ára lentu í Rauðu khmerunum þegar þeir réðu landinu á sínum tíma (1975-1979). Það er almennur misskilningur að þeir hafi verið að fullu yfirbugaðir þegar Víetnamar réðust inn í landið 1979 en staðreyndin er sú að þeir hörfuðu inn í frumskógana og náðu mörgum svæðum aftur. Svæðið þar sem við erum núna var undir þeirra stjórn þangað til árið 1998.

Lynn vinnur í samstarfi við menntamálaráðuneytið hérna og er að hjálpa þeim við að byggja upp skólakerfið aftur. Rauðu khmerarnir höfðu rústað því öllu. Við fengum að fara með henni í skóla þar sem kambódísk börn sungu fyrir okkur, beygðu sig og bugtu. ´Essi börn eru svo sæt að mann langar til að borða þau.

Á morgun stefnum við annað hvort vestur til lítillar, rafmagnslausrar eyju eða í austur í einhvern þjóðgarð. Sjáum til. Kannski hittum við líka einhvern á einhverju pósthúsi sem vill bjóða okkur eitthvert í heimsókn, ha ha.

Ég held að ég sé manneskja hinna skrýtnu hluta. Ég fæ ekki í magann eða hálsbólgu eða kvef eða eitthvað sáraeðlilegt sem hendir ferðamenn. Nei, ég fæ hinar og þessar sýkingar. Sem stendur státa ég af:

a) furðulegri sýkingu í vinstri handlegg á Indlandi – rauðri skuggalegri rönd upp allan handlegginn sem enn er ekki að fullu farin, fimm mánuðum seinna.

b) sýkingu í vinstra augað í Laos sem varð til þess að ég neyddist til að kaupa mér gleraugu, sem ég aftur var búin að týna viku seinna, ha ha ég er auli.

c) sýkingu í vinstri fót í Kambódíu. Þessi sýking er eiginlega sú skemmtilegasta því hún er mest myndræn. Hrekalega ógissleg, alveg. Rauðu deplarnir á fótunum á mér sem “me english little little – læknirinn” í Laos gaf mér anti-histamín við, reyndust verða stærri og stærri þangað til ég var komin með myndarlegt kýli á vinstri fót, hita í allt saman og sársauka mikinn. Hvur þremillinn??? Ók um Phnom Penh aftan á mótorhjóli og hafði upp á frönskum lækni sem grandskoðaði mig og sagði þetta vera afleiðingu af frumskógarrölti mínu í Laos (brá mér í skógarferð og var í meira lagi lengi að finna leiðina út aftur, þrátt fyrir staðgóða þekkingu á áttum og innvígslu í skátana á sínum tíma). Eitthvað hefur augljóslega bitið mig og ég a) fengið almenna bakteríusýkingu í bitin eða b) smitast af sjúkdómi sem ég man ekki hvað heitir en smitast með skordýrum og er ekki malaría og ekki lífshættulegt. Er á sýklalyfjum þessa stundina gegn báðu. ´Etta reddast.

Ég hugga mig við að a) þetta verður væntanlega gróið áður en ég gifti mig b) það er satt best að segja doldið spennó að vita hvar ég fæ sýkingu næst c) ég fæ að prófa sjúkrahús í mismunandi löndum.

Sem betur fer vatt seinasta sýking upp á sig meðan ég var enn í höfuðborginni því úti á landi er sama og engin sjúkrahúsþjónusta. Það er veruleiki fólksins hér. Og þar sem eru spítalar hafa menn ekki endilega efni á þjónustunni. Ég er því ekkert annað en heppinn forréttindagrís, segi ekki meir. Heppinn grís með gröft á fæti.

Glöggir lesendur gætu hafa tekið eftir að ég fæ sýkingarnar alltaf vinstra megin. Enda er ég jú vinstri sinnuð stúlka. Ef ég hefði fengið þetta allt hægra megin hefði ég tekið því sem vitrun um að hægristefna sökkar. Þar sem ég fæ þetta vinstra megin túlka ég þetta hins vegar sem svo að líkami minn sé að sýna mér á táknrænan hátt að vinstri stefna sé málið. Með þessu finn ég nefnilega áþreifanlega fyrir því að gott velferðarkerfi og öflug sjúkrahúsþjónusta er málið. Hún á ekki bara að vera fyrir þá sem hafa efni á henni og hana nú. Ríkið verður að bjóða upp á hana.

Jöfn tækifæri allra, my ass. Segðu það við mann sem missti fæturna við að stíga á bandaríska jarðsprengju og spurðu hann af hverju í ósköpunum hann drífi sig ekki á einkarekið sjúkrahús (og fái sér gervifót svo hann geti haldið áfram að vinna, fengið nóga peninga og orðið ríkur, ha ha). Segðu það við konu sem smitaðist af alnæmi við að stunda vændi – vændi sem hún leiddist út í vegna sárafátæktar. Segðu það við barn sem fæddist með heilalömun vegna þess að enginn fæðingarþjónusta var til staðar og barnið fékk ekki nóg súrefni við fæðingu.

Jú, einmitt – þetta eru bara aumingjar að geta ekki meikað það sjálfir í lífinu, það sér hver heilvita maður. Frjálshyggjumenn skellið ykkur endilega til þriðja heims landa. Við gætum kannski farið saman.

laugardagur, mars 13, 2004

Sigridur Vidis skammast sin fyrir veru bandariska hersins a islenskri grundu. Og hafdu thad Bjorn Bjarnason.

Anyway, nanar um thad her a Sellunni.

föstudagur, mars 12, 2004

1. Morgunmatur.
2. Simtol. "Hello, we are two girls from Iceland and we are very interested in knowing what your organization is doing, can we please visit you? Uuu... you speak English? Sorry, I can't hear you (brak og brestir a linunni)."
3. Leitum ad "Cambodian Women's Crisis Center". Kona i nattkjol og geltandi hundur koma til dyra. Starfsemin er flutt.
4. Hmm.. Hvad gera Danir/Islendingar tha?
5. Forum bara a posthusid. Halla er med kort sem hun tharf ad senda.
6. Vestraen kona snyr ser ad okkur og vid tokum tal. Hun er ad vinna i Kambodiu. Langt samtal. Endum med ad akveda stefnumot vid hana a sunnudag klukkan fimm i bae nokkra tima hedan i burtu! Vid hofdum aetlad ad halda i austur en akvedum ad kyla a sudur um helgina. Faum ad gista hja henni og hun synir okkur skolastarfid i baenum sinum a manudag. Er kennari ad vinna fyrir menntamalaraduneytid herna og buin ad vera i fjogur ar.
7. Snilld. Deitin tvo hafa sum se fengid nytt deit...
8. Holdum upp a thetta med thvi ad fara a markadinn.
9. Bordum nudlusupu.
10. Stundin fyrir stefnumotid vid "Women for Prosperity" nalgast.
11. Finnum skrifstofu Women for Prosperity. Hittum konu sem talar litla ensku en er akaflega almennileg. "Many thing have to do," segir konan. Thad er nog haegt ad gera i malefnum kvenna her i landi og thorfin mikil. Faum vatn i kristalsglosum, baeklinga og retta adressu Cambodian Women's Crisis Center.
12. Forum a motorhjoli i skylid - nokkurs konar kvennaathvarf her i borginni. Hittum fyrir hreint magnada konu. Barattukona ut i fingurgoma. Samtokin sjo ara gomul og starfsemin vidamikil i dag. Vandamalin naudganir, heimilisofbeldi og vaendi. Eins og i Thailandi er mikid um vaendi herna og mikid af ungum stulkum sendar i vaendi. Thorfin fyrir samtokin mikil. Eftir langan fund leggjum vid malefninu lid og styrkjum starfsemina.
13. Anaegdar med fundinn og enn anaegdari med kraftinn i konunum.
14. Sigga fer a klosettid
15. Halla fer lika.
16. Svangar.
17. Bordum hja Friends. Um ad gera ad styrkja gotubornin enn frekar. Faum dyrindis maltid framreidda af fyrrverandi gotubornum i Phnom Penh.
18. Motorhjol heim. Gaeinn villist dalitid og vid endum med ad segja honum til vegar.
19. Erum vid toffarar eda hvad? Farnar ad thekkja borgina, mar.
20. Kaupum raudvin. Vid verdum ad skala fyrir svona merkilegum degi.
21. Forum i sturtu heima. Vid erum lodursveittar, andfular og skitugar eftir hitamolluna herna.
22. Komum a heimsfridi.
23. O, nei sorry. Lidur 22 er vist enn tha i vinnslu.
24. Takk og bless.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Vid deitid svafum saman a fyrsta stefnumoti. Vorum ekkert ad fara fint i thetta, enda badar fra Islandi. Ha ha. Adan forum vid ut ad borda og deildum matnum. Ofsa romo i Kambodiu, alveg.

Gaman ad 'essu.

Okkur fannst vid vera mjog verdugir fulltruar lands og thjodar thegar vid sungum "Ridum ridum rekum yfir sandinn" tviradda a svolunum um midja nott yfir bjorglasi (glosum). Heldum stoltar uppi merkjum thjodar vorrar og minntum adra reglulega a ad a Islandi vaeru vissulega baedi fallegustu kvenmennirnir og sterkustu karlmennirnir og hana nu.

"We are not only beautiful but also very intelligent," sogdum vid og drukkum eins og sonnum Islendingum saemir. Islenski humorinn thotti kaldhaedinn og var yfir hofud mjog misskilinn en okkur fannst vid vera ofbodslega fyndnar. "Oh, really, you don't know David Oddson, the curly guy with the big belly? Well you Americans are so ignorant anyway..." Ae, ae, forum bara ad sofa. Og upp i rum forum vid deitid.

Skrytinn dagur i dag. Hausverkur og svona. Okkur dreymdi um Nonnabita og Pepsi Max. Toppudum allt med thvi ad skella okkur i utrymingabudir Raudu khmeranna. Ohugnanlegur stadur. Thusundir manna drepnir tharna og pyntadir med hryllilegri adferdum en haegt er ad imynda ser. Neglurnar rifnar af og alkohol sett i sarid, menn hengdir ofugir upp og dyft ofan i vatnsker, litlum bornum barid utan i tre sem i hofdu verid negldir naglar. Hofudverkurinn gerdi thetta enn skrytnara. Thad var absurd ad standa inn i gomlum fangaklefum thar sem saklausir borgarar voru geymdir medan verid var ad pynta fjolskyldur theirra og their sjalfir a leid yfir moduna miklu.

"Mig langar enn i Nonnabita," hvisladi eg ad deitinu og deitid sagdist lika dreyma Nonnabita. Thetta var furdulegt allt saman.

Eg aetla ad punkta hja mer ad fara ekki aftur thunn i utrymingarbudir.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Í dag á ég fimm mánaða ferða afmæli. Held upp á það með bleikum tánöglum og merkilegt nokk: Blind date-i með Íslendingi. Stefnumót í Kambódíu, hvað annað get ég beðið um?

Í kvöld mun „Ísland farsæla frón“ hljóma út yfir vatnið sem gistiheimilið stendur við, meðan tveir Íslendingar í fjarlægu landi ræða þjóðþrifamál á borð við hver verði fulltrúi Íslands í Júróvisjón og hversu mikið þeir sakna íslenska skyrsins, slátursins og flatkakanna.

Nei, börnin góð, Íslendingurinn er ekki karlmaður. Þetta er hún og hún heitir Halla og er Gunnarsdóttir. Heimurinn er agnarsmár. Hljómar eins og haugalygi en staðreyndin er sú að ég sá nafnið hennar og heimasíðuna á netkaffi í Laos (poppaði upp þegar ég var að kommentara á einhverja íslenska bloggsíðu). Fannst „Halla“ eitthvað afar íslenskt og tékkaði á síðunni. Jú, jú, þetta var Íslendingur sem hafði augljóslega verið á sama netkaffi á sömu tölvu einhvern tímann áður. Skrifaði Höllu og hún svaraði. Kom í ljós að við vorum báðar á leið til Kambódíu. Hún er að koma frá Víetnam.

Ó, ó, heimurinn er svo lítill. Ó ó, lífið kemur sífellt svo skemmtilega á óvart.

Ég og date-ið mitt höfum skrifast á, hún sent mynd af sér og svona. „Cyber-date í Suðaustur Asíu,“ verður fyrirsögnin á þessum kafla í ævisögu minni. Ég bið spennt eftir að date-ið mæti á svæðið og er meira að segja búin að setja maskara á mig. Lekur að vísu allur niður í steikjandi hitanum en mér finnst ég ofsa fín með malud augnharin og taneglurnar bleikar.

Ísland – bezt í heimi...

Þessa dagana leik ég ofsalega skemmtilegan leik sem heitir „ka-segirðu-má-ég-ekki-bara-koma-í-heimsókn?“. Reglurnar eru mjög einfaldar og ég vinn alltaf. Ég finn bara einhvern sem ég get fengið að hringja hjá og spyr þann sem svarar hvort ég megi ekki koma í heimsókn.

Fyrst fór ég í heimsókn til UNICEF. Leið reyndar eins og ég væri fimm ára þegar ég gekk inn í blettóttu buxunum mínum og hitti fyrir virðulegan, miðaldra fjölmiðlafulltrúa á fallegri skrifstofu. Kauði reyndist hinn almennilegasti og við ræddum lengi ástandið í Kambódíu, sem er slæmt í meira lagi. Af nógu er að taka hérna og UNICEF vinnur að milljón verkefnum. Helmingur allra barna í landinu er vannærður, HIV sjúklingum fjölgar með hraða ljóssins, ólæsi er mikið og lítill sem enginn infrastrúktúr er í landinu. Rauðu khmerarnir rústuðu öllu (og drápu náttúrlega beint og óbeint stóran hluta þjóðarinnar). „Það þurfti náttúrlega að byrja frá núlli hérna eftir að loksins komst á friður,“ sagði viðmælandi minn. Og friður hefur ekki ríkt í landinu nema í rúm fimm ár.

Áströlsk stelpa sem ég ferðaðist með í Laos hafði bent mér á samtök sem heita Friends og vinna með götubörnum hérna í Phnom Penh. Ég hringdi í þau, kynnti mig og fékk date næsta dag með einhverjum David. Reyndist vera Íslandsaðdáandi og eyddi mörgum klukkustundum með mér. Sýndi mér um allt og við ræddum lengi, lengi ástandið. Það er ekkert grín að búa á götunni hérna. Heimur götubarnanna er harðari en flestir geta ímyndað sér. Neyðin er mikil. Hér eru betlarar, fótalaust fólk, skítur og kaos – dálítið indverskt... Það hljómar kannski fáranlega þegar ég segi að ég kunni ákaflega vel við mig hérna. Þrátt fyrir allt er borgin nefnilega sjarmerandi. Síðan er náttúrlega ótrúlegt að vera staddur á þessum stað þar sem allir þessir hlutir hafa gerst.

Á strætum borgarinnar er talið að búi um tvöþúsund börn. Friends nálgast þessa krakka og reynir að fá þau af götunni. Öllum er sama um götubörnin þannig að bara það að einhver vilji tala við þau og hlusta á þau er nýtt fyrir þeim. Í miðstöð Friends er krökkum kennt að lesa og síðan geta þau valið hinar og þessar iðngreinar. Þarna borðaði ég á veitingastað þar sem krakkarnir elda allan matinn og fór síðan yfir á saumaverkstæðið og lét taka mál af mér fyrir jakka og pils. Þar voru brosandi og hlægjandi krakkar, vel til hafðir og sjálfsöruggir. Allir sváfu áður á strætum borgarinnar.

Markmið Friends er að kenna krökkunum um rétt sinn og að takast á við lífið, að hjálpa þeim að fá vinnu og komast af götunni og yfirhöfuð að sýna þeim að þeirra geti beðið einhver framtíð. Verkefnið hefur gengið í meira lagi vel og stækkar dag frá degi. Staðurinn er svo heillandi að ég fór aftur þarna í dag og í þetta skipti í fótsnyrtingu. Sjarmerandi stelpa með sítt brúnt hár og falleg augu lakkaði neglurnar á mér bleikar (nema hvað). Ég er held ég ekki alveg þessi fótsnyrtingatýpa þannig að það var um að gera að fara bara í fyrstu fótsnyrtinguna hjá fyrrverandi götubarni í Kambódíu, ha ha.

Viti menn, þegar ég kem aftur til Phnom Penh fæ ég að fylgjast með starfsfólki heilan dag, sem fer út á göturnar og nálgast krakkana. Spennó, spennó. Verður örugglega mjög skítugt og erfitt – en til er ég.

sunnudagur, mars 07, 2004

Skrýtnir hlutir halda áfram að henda mig. Í gær gerðist þrennt. ÞRENNT.

a) Ég vaknaði með bólgið vinstra auga. ??
b) Ég vaknaði með helaumt nef og ofsakláða í nasaholunum. ??
c) Ég var með skuggalega, eldrauða og afar einkennilega hringi á sköflungunum. ??

???
„Allt er þá þrennt er,“ hugsaði Sigríður og ákvað að það væri kannski heillavænlegast að prófa læknakerfið í Laos. „Þá hef ég bæði kynnst lögreglunni hérna og læknunum,“ muldraði hún (í Xiang Khuang komumst við í kast við lögregluna, löng saga), setti linsu í ósýkta augað og haltraði í þokuskýi út á götu. Það var þá huggun harmi gegn að þetta gerðist allt sama daginn, svo hægt var að samnýta læknisferðina, ha ha.

Spítalinn sem frökenin fann var skrýtinn. Læknirinn úti að reykja þegar sjúklingurinn mætti á svæðið. Ég veit að læknar eru bara venjulegt fólk en mér finnst eitthvað afar ótraustvekjandi við að sjá lækni reykja.

Miklir tungumálaerfiðleikar. Læknirinn: „Me english, little little.“ Sigríður: „My eye, ugly ugly. My nose strange. My feet horrible. You help me.“

Langur tími leið. Laaaangur. Að lokum kom Sigríður út með lyfseðil á framandi tungu. Anti-histamín, augnkrem og tvær tegundir af augndropum. Niðurstaðan: Heiftarleg ofnæmisviðbrögð. Rauðu flekkirnir hugsanlega eftir frumskógarferðina, þegar sköflungarnir voru skaðbrunnir, og ónæmiskerfið að svara einhverjum bitum eða skrámum. Nefið með ofnæmisbólgu eftir frjókorn eða guð má vita hvað og sýking í auganu eftir einhver óhreinindi, líklega úr lofti. Sýkingin tilkomin því ég er ofnæmis-case. „Your body. Allergy,“ tönnlaðist læknirinn á. Sagði reyndar alltaf „allexí“ þannig að það tók okkur góða stund að skilja hvort annað. Ég hefði svo sem átt að geta sagt mér þetta. Ég var ofnæmisbarn. Allexí-barn.

Sem betur fer var ég hins vegar ekki alnæmisbarn. Segi ekki meir.

Nema hvað. Sigríður mátti ekki nota linsur í tvær vikur og hvað skyldi þá gert? Jú, á markaðinn haltraði hún í þokuskýi með skuggalegt auga. Reyndi með handapati að gera sig skiljanlega um að hana vantaði gleraugu – dró hringi í kringum augun. Ha ha, heimamenn hörfuðu bara í burtu. Leist ekki meira en svo á þennan skuggalega kvenmann sem var eflaust einhver misyndismaður. Eða var hún drukkin?

Datt síðan niður á gleraugnabúð og vatt mér inn. Ég hata gleraugu og er asnaleg með gleraugu. Verð ofur-kennslukonuleg. Nörd. Halló og púkó. Þar sem ég var hins vegar dæmd til að ganga með óvininn ákvað ég að slá þessu öllu upp í grín og finna mest áberandi gleraugun á svæðinu. Hét mér því að verða ekki kennslukonu-lúkkinu að bráð og gekk út með rauð plastgleraugu. Tók þessa mynd af mér í morgun með nýja gripinn. Augnsýkingin er farin á undraverðum hraða en sköflungarnir enn í rusli. Setti inn nokkrar myndir frá Laos í þetta sama albúm. Þetta albúm hérna heitir hins vegar Going Native: Fröken Sigríður í outfitti heimamanna í mismunandi löndum. Misgæfuleg... ha ha.

Ég veit ekki alveg enn þá hvaða týpa ég er með gleraugun (verst að þau voru ekki til í bleiku, damn). Kannski bara týpan-sem-er-á-leið-til-Kambó. Eftir að hafa keypt mér gleraugun skellti ég mér á flugmiða til Kambódíu. Flýg eldsnemma í fyrramálið.

Maður verður að hrökkva eða stökkva i þessu lífi.

laugardagur, mars 06, 2004

Þriðjudagur til þrautar (læsti lyklana af hjólinu sem ég leigði inni á herbergi og þurfti að brjótast inn í það), miðvikudagur til frumskógarferðar (villtist inni í þykkum skógi í leit að einhverjum ægilega merkilegum hellum), fimmtudagur til rútuferðar (frá Vang Viang til höfuðborgarinnar), föstudagur til heimsóknar.

Ákvað að sleppa föstudagsfylleríinu og gera eitthvað göfugt í staðinn. Humm, hvað skyldi aðhafast? Uuuu.... jú, skellum okkur í heimsókn til Sameinuðu þjóðanna. Humm, hljómar það ekki bara ágætlega? Maður hefur nú fengið furðulegri hugmyndir um ævina.

Sigríður finnur rétt símanúmer og fær að hringja hjá góðri konu á ferðaskrifstofu:

„Jess, helló, mæ neim is Jonsdottir end æm fromm Æsland...uuu, jess jú nó Æssland. Ken æ plís spík tú jor informeisjon offisör?...

Bið.

.... Helló, are jú ðö offisör? Uuu... æm vorkíng as a kænd of a djornalist, jú nó... uuu...dúing somm storíes. Vell, æm verrí interested in ðö bomings ðatt túkk apart in ðö Víetnamvor end æ hef hörd ðatt jú ar takkling ðö problemm.... uuuu.... Æ vos vonderíng iff jú kúdd fill mí in on vott ðí Jú-Enn hes bin dúing. Há dú ðö boms affekt deilí læf in Laó?“

Ha, ha. Fyrr en varði er Sigríður komin með heimsóknarpassa um háls sér og sest inn á skrifstou hjá UNDP, nánar tiltekið United Nations Development Programm.

Kofi Annan er að vísu ekki á svæðinu en huggulegur, ljóshærður og bláeygður Norðmaður tekur á móti mér. Jóakim að nafni. Eða kannski bara Jóakim Annan, ho ho.

Niðurstaðan: Laos er vissulega eitt af þeim löndum í heimi sem er allra verst farið af völdum sprengja. Bandaríkjamenn köstuðu tveimur milljónum tonna af herlegheitunum yfir þetta fátæka land, sem átti að heita hlutlaust í stríðinu ´64-73. Vandamálin vegna sprengjanna eru mörg:

- Fólk dó í hrönnum á sínum tíma, missti fótleggi, útlimi, blindaðist, jú neim it.
- Fólk deyr enn í dag því um þriðjungur sprengjanna sprakk ekki þegar þær lentu. Þrjátíu árum síðar liggja þær þarna enn þá og bíða fórnarlamba.
- Gríðarlegur hluti lands stendur ónotaður. Það er ekki hægt að nota land sem er fullt af sprengjum til ræktunar. Laos er bláfátækt og margir hafa varla í sig og á. Fólk sveltur við hliðina á svæðum sem hægt væri að nota til hrísgrjónaræktunar.
- Að hreinsa landið af sprengjum er dýrt. Mikil þörf er á skólum, sjúkrahúsum osfrv. en það er ekki hægt að ráðast í slíkar framkvæmdir fyrr en búið er að hreinsa landssvæðið af sprengjum. Sprengjurnar eru grunnvandamál í landinu.

Sprengjurnar hefta sum sé daglegt líf í Laos, meiða menn og deyða og hindra alla framþróun. Og báðu heimamenn um þessar sprengjur?

Nei, vessgú, Bandaríkin ruddust hingað inn og dreifðu þessum andskota yfir þá. Frakkar plöntuðu líka jarðsprengjum hérna þegar þeir voru að reyna að vinna landið aftur eftir seinni heimsstyrjöldina. Hafa þessir aðilar þá beðið menn afsokunar? O, nei nei. Eru their að gera eitthvað til að hjálpa til?

Sjáum til. Badir gefa eitthvad adeins til verkefnisins en Bandaríkjamenn eyða til daemis sex sinnum meira í að grafast fyrir um örlög týndra hermanna úr Víetnamstríðinu. Eða eins og ónefnd kona á skrifstofunni orðaði það:

- „You look at their action and you think: What is more important – to look for dead american soldiers or to save people in Laos from dying? Hei, but don´t quote me on that one...“

- „Só ðí Ameríkans hev nott kleimd ení rísponsíbillíttí?“

- „Oh, no. They totally look at the little they are doing as charity work!“

Nú, eftir að hafa heilsað upp á UNDP langaði mig að vita enn meira um sprengjuskrattana og hafði því upp á skrifstofu UXO LAO – samtökunum sem sjá um að fjarlægja gamlar sprengjur og UNDP styður. Hitti þar fyrir tvo brosmilda heimamenn sem tóku ungfrúna í sprengjukennslustund. Spurðu mig hvað sem er um klasasprengjur, jarðsprengjur og annan djöful og ég skal svara.

Úti fyrir var risastórt hylki af stærstu tegundinni af sprengjum sem herinn henti. Hver sprengja um tonn að þyngd og fyllt með um 800 litlum, hnattlaga sprengjum sem hver og ein getur drepið mann. Heimamaðurinn: „Many children play. Play with bombs because they think it is ball. Many children die.“ Þögn. „American army no good for the people.“

Föstudagur til heimsóknar. Gott mál.
Ansi hressandi, bara.

Vang Vieng er hjarta „bakpokara“(back-packer) menningarinnar í Laos. Gæti slagad hátt í Khao San Road í Bangkok eftir nokkur ár. Mjög athyglisvert því síðan er afgangurinn af landinu tiltölulega ósnortinn af massa ferðamennsku. Í Vang Vieng er pakkað af ungu, fersku, sætu og flippuðu fólki í flottum fötum, með töff og trendí bakpoka. Ungum sjálfsöruggum gaurum í hlírabolum og með tattú. Gellum í flottum hlírabolum og alltof stuttum pilsum.

Ég er eins og siðapostuli í síðbuxunum mínum. Kann bara ekki við það þegar menn ryðjast svona í annarra manna menningu og pæla ekkert í því hvernig heimamenn eru klæddir eða hverju þeir eru vanir, ussu suss.

Trendy liðið talar fjálglega um það yfir stórum bjór þegar „they did Thailand, did Vietnam, did this and did that.“ Ha ha, mér finnst alltaf jafnfyndið þegar menn tala um að „gera“ lönd. Hvenær gerir maður land? Sérstaklega þegar öll skiltin eru á borð við þessi:

Stór vínlisti fyrir framan bar: „Need to get drunk?“

Skrifað á vegginn á öðrum bar: „Good luck. Milan cocktail. We service all night. We have alchol – for you order. Happy happy.“

Fyrir framan bar: „Let´s get drunk!!!“

Á einum af milljón pitsustöðum í bænum: „Pizzeria! Give pizza a chance.“

Á tússtöflu fyrir framan veitingastað: „Everybody party tonight at 20:00!!“

Uppáhaldsskiltið mitt var hins vegar: „Our speciality: Happy Magic Lassie Shake. Mushroom 100%...
(???!)

Og vafasamasta skiltið hugsanlega þessi auglýsing á rafmagnsstaur: „Nightclub on march 4 2004 at Vang Vieng lower secondary school.“ (??? í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera?)

miðvikudagur, mars 03, 2004

Gistiheimilið mitt er ekkert venjulegt gistiheimili. Ekki einungis er það bambuskofi á stultum með útsýni beint upp í hrikalega klettana, heldur fæ ég líka þunna sæng með bleikum rúmfötum og bangsamyndum. Ekki nóg með það. Yfir tvíbreiða rúminu mínu er moskítónet - einnig bleikt að lit. Undir kúri ég og er bleika pæjan í prinsessurúminu.

Minnir mig á gamla daga. Þegar ég var lítil var ég bleika pæjan. Gekk í bleiku og vildi bleikt. Kallaði kokteilsósu „bleika sósu“ og vildi bleika sósu ofan á brauð.

Í mörg ár svaf ég í neðri koju í herbergi með Eika bróður. Ég gat dregið fyrir kojuna og fannst litla rúmið mitt vera heimurinn. Síðan þá hefur mér alltaf þótt þægilegt að sofa undir einhverju. Veitir mér öryggistilfinningu og er líka svo ansi huggulegt.

Nú er í fjarlægu landi en er aftur orðin að bleiku pæjunni í lokrekkjunni.

Fátt fer meira fyrir brjóstið á mér en þegar Íslendingar tala um útlendinga sem „þetta“ fólk. „ÞETTA fólk er bara ekki eins og við.“ Arg, maður á aldrei að tala um aðra sem „þetta“.

Það er alveg merkilegt hvernig mörlandinn getur fett fingur út í að „þetta“ búi stórbúi og borði ekki flatkökur og hangikjöt í hvert mál. „ÞETTA býr allt saman í einni kássu,“ segir hann með yfirlæti og leggst aftur í nýja dýra sófann, sem hann tók á raðgreiðslum.

Vesturlandabúar láta oft eins og þeir séu heimurinn. Staðreyndin er hins vegar sú að meiri hluti mannkyns býr í þróunarlöndunum, þriðja heiminum, Suðrinu eða hvað menn vilja kalla það. Þótt fólkið sé langt í burtu - er það samt þarna. Kínverjar og Indverjar eru samanlagt meira en einn þriðji hluti jarðarbúa og þá er eftir að nefna öll hin óteljandi ríki heimsins sem við myndum ekki flokka undir Vesturlönd - öll ríki Afríku, öll ríki Asíu utan Japans og svo framvegis (hugtakið „Vesturlönd“ er auðvitað líka vafasamt en það er önnur saga. Japan tilheyrir til dæmis í raun fyrsta heiminum en varla Vesturlöndum).

Margir í hinum vestæna heimi láta eins og heimurinn snúist í kringum þá. Það sem þeir gera sé normið - hitt séu undantekningarnar. Rangt. Ef við miðum við fólksfjölda þá erum það VIÐ sem erum undantekningarnar í heiminum. Já, kallinn minn.

Vegna þess að hjá okkur er alltaf að verða algengara að menn búi í stórum húsum, þar sem hver hefur sérherbergi, álítum við að slíkt sé satt, rétt og eina vitið. Hér má í fyrsta lagi spyrja sig hvort menn þurfi virkilega allt þetta pláss og í öðru lagi benda á að við höfum ekki gert þetta svona nema í tiltölulega stuttan tíma. Sjálf deildi ég herbergi framan af og það sama má segja um foreldra mína. Í þeirra húsum bjó margt fólk og líklega enn fleiri hjá ömmum þeirra og öfum.
Í þriðja lagi: Hvað er að því að stór tælensk fjölskylda búi í lítilli íbúð („ÞETTA“ virðast oftast vera Tælendingar)? Það er bæði hagkvæmt og huggulegt og hví skyldi fjölskyldan ekki gera það sama og hún er vön að heiman? Flytjum við Íslendingar ekki sjálfir til útlanda og leggjum kapp á að gera allt eins og við gerðum á Klakanum? Emjum og stynjum ef við fáum ekki þorramatinn sendan í pósti og sjóðum hangikjöt á jólum í fjarlægum löndum?

Ef við myndum flytja til Tælands myndum við þá taka að búa jafnsmátt og Tælendingar gera? Af hverju efast ég um það.. Held að stóra íbúðin með mörgu herbergjunum og öllu fína dótinu væri ekki langt undan, ha ha.

Margir horfa með vandlætingu á það að stórfjölskyldan - amma og afi, mamma og pabbi, börnin og hugsanlega einhverjir ættingjar - búi saman og láta eins og það sé stórkostlega óeðlilegt. Ha, ha, sorrý félagi. Meirihluti mannkyns býr á þennan hátt. Meirihlutinn þarf auðvitað ekki að hafa rétt fyrir sér en hei, það er ekkert „rétt“ í þessum efnum. Í raun má benda á sívaxandi einstaklingshyggjuna á Vesturlöndum og spyrja hvort hún sé nokkuð betri en stórbúskapurinn? Hvað varð um samhjálpina, kæra fólk? Drukknaði hún undir auglýsingabæklingum og tilboðsmiðum - kafnaði hún í kapítalisma eda hvad?

„ÞETTA borðar ekkert annað en einhver hrísgrjón,“ hef ég heyrt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Í fyrsta lagi: Hvað er að því? Hrísgrjón eru holl og góð. Í öðru lagi: Sá sem fullyrðir þetta hefur líklega enga hugmynd um tælenska matargerð, víetnamska eða indverska - hvað þá muninn á þeim. Tælendingar borða ekkert „bara hrísgrjón“. Meira að segja Indverjar gera það ekki heldur. Margir Indverjar borða aldrei hrísgrjón.
Haltu kjafti góði og éttu bara þína pitsu. Eða hrísgrjón, ha ha.

„ÞETTA liggur öfugt ofan í ruslafötum allan daginn og safnar dósum,“ hljómar kunnuglega. Í fyrsta lagi: Er ekki hreinlega ágætt að menn hirði um að safna saman öllum dósunum og flöskunum sem við skiljum eftir okkur og koma þeim í endurvinnslu? Í öðru lagi: Er nokkuð slæmt við það að einhverjir séu útsjónarsamir og sparsamir á dögum Visa rað, kredikortaskulda og yfirdráttar?

Sá sem fullyrðir um ÞETTA ætti að slökkva á PoppTíví andartak (eða jafnvel Gufunni - það eru jú ófáir eldri borgarar sem tala fjálglega um „hið íslenska kyn“ sem virðist merkilega oft vera öðrum æðra) og opna mannkynssögubók eða skoða landakort. Skoða fréttavefi á netinu í staðinn fyrir Tilveruna. Fara næst til þriðja heims ríkja í staðinn fyrir að verða ofurbrúnn og sætur á Kanaríeyjum.

Ísland er gott land, friðsælt og velmegandi. En það er ekki miðja alheimsins, hvað þá að það ákvarði hvað sé „eðlilegt“.

Humm, mér datt þetta bara svona í hug.
Ókei bæ.

mánudagur, mars 01, 2004

Skrýtnir hlutir henda mig. Áðan fann ég skyndilega vatn leka niður á fótinn á mér. Skildi ekkert hvaðan það kom og leit niður. Jú, jú, þá var ég komin með milljón litlar blöðrur á sköflungana - eftirstöðvar eftir sólbrunann í kajaksiglingunni miklu. Blöðrurnar voru síðan hver og annarri að springa í hitanum.

Að vera brunninn á sköflununum hljómar svona eins og að vera brunninn á skallanum og bæði er jafnslæmt.

Er eitthvað að?
Ha, nei, nei. Mér er bara dálítið illt í SKÖFLUNGUNUM.

Alveg glatað.

Það átti eftir að koma í ljós að það var ekki jafnauðvelt að halda í vestur og við héldum. Þetta var algjört bíó. Hefðum getað selt inn.

Eftir að hafa fundið heimamann sem var tilbúinn að skutla okkur aftur til Phonsavan hófst baráttan við að koma sér í burtu þaðan. Þetta var löng operation sem breytti um nafn eftir því sem leið á daginn. „Getting away from Phonsavan“ varð smám saman að „Getting stuck in Phonsavan“... Löng saga og margir aukaleikarar. Hápunktanir gætu þó verið þessir:

Ha, eru engir songthaew (pallbílar með tveimur bekkjum) sem fara héðan segirðu? Ja, við vorum nú að reyna að koma okkur til Muang Phu Khon, nei ég meina Muang Phu Khum.. uu... Muang Phu... krakkar hvað heitir freaking staðurinn aftur?!
Enskukunnátta heimamanna er lítil. Engin furða, af hverju ættu þeir svo sem að kunna ensku.

Við reynum: „Songthaew Muang uuu.... Pho... Khun possible?“ Menn horfa á okkur eins og við séum rugluð. Mikið handapat upphefst. Sem betur fer kann sú írska orðið meira í lao en við hin. Þetta tungumál hefur algjörlega yfirbugað mig og ég er föst í gömlu frösunum halló-takk fyrir-bless-fallegt-gott-einn-tveir-og-þrír. Framfarir nákvæmlega engar.

Möguleiki tvö: Reynum að taka rútuna sem á víst að fara klukkan þrjú. Klukkan hálf fjögur er engin rúta mætt á svæðið og sú írska reynir að komast til botns í málinu. Við höldum að rútan hafi bilað. Klukkan fjögur heyrum við að rútan muni koma klukkan fimm en klukkan fimm hefur það breyst í hálf sex til sex. Við förum á barinn við hliðina og skellum í okkur BeerLao. Eðal bjór. Hvað gerist næst?

Engin rúta. Allt í einu hefur bilaða rútan breyst í rútu sem er að koma að austan og er bara sein fyrir. ??? Sigríður æsir ferðafélagana upp í að húkka bara far. Heimamenn skilja ekki hvað hún er að gera og veifa hreinlega til baka, ofsa glaðir og brosandi. Í Laos húkkar maður far með því að veifa höndinni niður. Það vissi Sigríður hins vegar ekki fyrr en seinna. Ha ha.

Jæja, já, nú mætir beygluð rúta skyndilega á svæðið og við ryðjumst að henni. Inn vil ek! Okkur er hins vegar meinaður aðgangur því rútan er full. Full? Hvað meinið þið? Við keyptum miðana fyrir mörgum tímum??? Það gengur ekki að selja miða í rútu sem er löngu full! Handapat og tungumálaerfiðleikar. Ha ha, það kemur í ljós að þessi rúta er alls ekkert okkar rúta. Öll rútustöðin horfir á okkur. Ég sé að brosandi kona hristir í laumi höfuðið. Hún er búin að bíða eins og við síðan fyrir löngu og er ekkert að stressa sig. “Krakkar mínir, það þýðir ekki,” finnst mér hún hugsa. Við springum úr hlátri. Við erum aular sem erum föst í Phonsavan.

Leigubílstjórarnir vilja glæpsamlega hátt verð fyrir að koma okkur þaðan og það er að skella á myrkur. Rútan kemur ekki og við erum strandaglópar í bænum. Búin að reyna að koma okkur þaðan síðan tíu um morguninn og endum síðan með því að sofa þar... Sem betur fer erum við öll húmoristar á hæsta stigi og finnst þetta allt ákaflega kómískt og við ógisslega fyndin, alveg hreint. Förum í hverfisbúðina og kaupum BeerLao, setjumst inn í herbergi og höldum partý. “Phonsavan - your home away from home” verður yfirskrift kvöldsins. Sigurður spilar íslenska tónlist fyrir liðið og við finnum Kínverja sem eldar ofan í okkur. Ég og Kínverjinn leikum á liðið og ég tala bull-kínversk-íslensku við hann og hann svarar mér á kínversku. Menn trúa því að ég tali kínversku og mér tekst að púsla saman brotinni sjálfsmynd minni yfir því hvað ég er hræðilega slöpp í tungumálinu hér í landi.

Næsta morgun splittum við liði. Ég er á leið til Vang Vieng en hin þangað sem ég hef áður verið, til Luang Prabang. Fer fyrst um borð í vitlausa rútu en er síðan teymd í þá réttu. Með krosslagða fingur bíð ég í sæti mínu - mun ég komast frá Phonsavan?? Rútan ekur af stað... en bara þrjá metra. Stoppar í kortér. ??? Rútan ekur aftur af stað... en stoppar síðan og tekur bensín. Hvað gerist, hvað gerist???

Jú, jú, loksins ekur hún af stað og upp í fjallgarðana fallegu. I made it!!!! Vegurinn er hlykkjóttur og útsýnið stórkostlegt. Mörgum tímum síðar er ég komin til Vang Vieng og finn gistiheimili með milljón dollara útsýni yfir til himinhárra fjalla. Eigandinn talar smávegis í ensku og ég þarf hvorki að grípa til lao-frasanna minna eða kínverskunnar góðu.