þriðjudagur, desember 30, 2003

Indland – svo skemmtilega skrýtið og margbrotið.

Í seinustu viku sá ég auglýsingu fyrir vestrænu týpuna af klósetti. Slagorðið var „SPARKLING, CLEAN, ELEGANT“. Þetta fannst mér fyndið. Í mínum huga er það sem er elegant einhver framúrstefnuleg hönnun sem Vala Matt lýsir.

Í fyrradag var ég í kanósiglingu og við sigldum fram á fíl í baði í ánni. Þetta fannst mér athyglisvert, enda vön því að keyra í mesta lagi fram á nokkrar rolluskjátur í Norðurleiðarrútunni. Við stukkum í land, horfðum á fílinn og drukkum kókoshnetumjólk. Leiðsögumaðurinn klifraði tuttugu metra upp í tré, náði í kókoshnetur og opnaði þær. Skil ekki hvernig hann fór að þessu, enda eru pálmatré jú ekki með neinum hliðargreinum. Seinna var fullur Indverji næstum því búinn að velta bátnum með manni og mús. Arg. Fröken Sigríður hvæsti á hann að honum væri hollast að halda sér á mottunni. Hún var þarna ein með indverskum túristum og dagurinn sérlega athyglisverður. Í Kerala fylki drýpur smjör af hverju strái og við gengum um og sáum kakóplöntur, kardimommurækt, svartan pipar á trjágreinum, ananasplöntur, banana, kaffiplöntur, gúmmítré og ég veit ekki hvað og hvað. Ha, ó, þetta er þá ekki bara tilbúið í pakkanum úti í búð? Jónsdóttirin færðist skrefi nær náttúrunni og upprunanum, svei mér þá. Í ferðinni var sérlega elskuleg fjölskylda frá Mumbai. Þau eru Sikh trúar og skerða ekki hár sitt. Sikh karlmenn eru kúl. Strákarnir vefja hárið upp í kúlu á höfðinu og strengja klút yfir. Karlmennirnir eru með stóran vefjahött og skegg.

Í gær tók ég síðan rútuna upp í fjöllin. Kvaddi Íslendingana og tróðst inn í beyglaða rútu, fulla af Indverjum. Tók fimm tíma að aka 136 kilómetra. Einungis.... Er komin upp í bæinn Munnar í 1500 metra hæð yfir sjávarmáli. Allt annað loftslag hér en niðri við sjóinn. Miklu minni loftraki og kalt á nóttunni, jibbý. Og þvílík fegurð hérna! Alveg lygilegt. Hér er stærsta teplönturækt á Indlandi og hólar, fjöll og hæðir þakin teplöntum. Það er eins og einhver hafi lagt þykkt, skærgrænt teppi yfir allt saman. Merkilegt hreint út sagt.

Í dag teiknaði gamall maður kort fyrir Sigríði á máðan pappír og sýndi henni hvernig gaman væri að labba um svæðið. Stúlkan gerði eins og hann sagði og drakk síðan kardimommute í óhrjálegri testofu utan í fjallsbrúninni. Hún horfði yfir dalinn, andaði djúpt og fannst hún skyndilega eiga heiminn.

„Elegant,“ sagði Sigríður og kláraði úr bollanum.

sunnudagur, desember 28, 2003

Nú er hangiketið væntanlega farið að flæða út úr eyrunum á Íslendingum. Menn farið að dreyma ORA baunir og þeir komnir í langvarandi sykursjokk af öllu jólaölinu og konfektinu. Kannast einhver vid thessa reynslu?! Nu er rétti tíminn til að þakka fyrir hátíðina og beina augum að öllum hinum sem því miður fengu ekki neitt.

En hei, af hverju ættum við að gera það? Jú, vegna þess að það er jafnvont að vera svangur úti í heimi og á Íslandi. Það er jafnvont að eiga hvergi höfði sínu að halla. Við myndum ekki vilja vera í þeirri stöðu sem meira en milljarður manns er í – að lifa undir fátækramörkum. Þess vegna skulum við hjálpa þeim sem því miður búa við þann veruleika. Samhjálp, kæra fólk... það er orðið. Ef spilin væru stokkuð, gefið upp á nýtt og við myndum lenda skólaus og alls laus í indversku fátækrahverfi, myndum við vilja að einhver veitti okkur hjálparhönd. Eða hvað?

Hér eru nokkur hjálparsamtök sem ég hef rekist á. Ég gef upp heimasíður, það ætti að vera hægt að nálgast þar hvernig hægt er að styðja þau. Ef ekki er hægt að gefa beint á Netinu (með kreditkorti) gæti verið ráð að finna netfang á síðunni og skrifa póst.

www.rootinstitute.com - Heilsugæslan sem ég fór með út í brjálæðislega fátæka þorpið í Bihar (sjá skrif frá því ca. um miðjan nóvember). Góð starfsemi. Til að gefa henni verður að velja “Buddha Sakayamuny Health Care Center”.
www.childlineindia.com - Símalína fyrir indversk börn í neyð til að hringja í, sjö ára gamalt verkefni, mjög áhugavert. Börn sem hafa hringt vegna læknishjálpar hafa verið færð á spítala, þau sem vantar skjól verið færð í þar til gerð skýli eða heimavistarskóla, misnotuð börn hafa fengið hjálp osfrv. Mörg börnin hringja líka bara til að tala við einhvern sem vill hlusta (ókeypis númer).
www.elshaddaigoa.com - Lítil samtök í Goa sem gera hitt og þetta: Eru með day care aðstöðu í fátækrahverfum þangað sem götubörn geta komið og fengið smá hvíld frá hinum harða heimi götunnar, reka night shelter, kenna fólki að lesa og reikna ofl.
www.peacefulsociety.org - Indverskt samtök með fjölbreytta starfsemi. Hafa stofnað fullt af social action groups, til dæmis til að taka á sjálfbærri þróun og einnig á vandamálum kvenna úti á landsbyggðinni. Hafa kennt konum að sauma, veitt almenna menntun, komið á laggirnar yfir 200 litlum heilsugæslum og einnig látið umhverfismál til sín taka.

Eftir nokkra daga mun ég fara til Chennai og sjá með eigin augum hvað samtökin Vinir Indlands hafa verið að gera. Sjá www.vinirindlands.is (á síðunni er bankanúmer sem leggja má inn á). Samtökin hafa stutt bláfátæk börn til mennta. Börn sem annars hefðu ekki komist í skóla.

Síðan stendur Rauði krossinn alltaf fyrir sínu. Vinnur gott verk um allan heim. Sjá www.redcross.is. Þar er hægt að gefa til einstakra verkefna og líka gerast reglulegur styrktaraðili.

Svo má alltaf fara með mat og annað til Mæðrastyrksnefndar. Hún er á Sólvallagötunni. Á Íslandi er því miður fólk sem býr við slæmar aðstæður, þó þær séu sem betur fer af annarri stærðargráðu en til dæmis hér á Indlandi. Einnig er sniðugt að fara með gamla hluti í Góða hirðinn í Sóltúni. Þar eru þeir seldir fyrir slikk. Þeir sem hafa lítið á milli handanna geta nálgast innanstokksmuni þar og ágóðinn rennur til góðgerðarmála.

Þeir sem höfðu efni á að halda jól með öllum matnum og gjöfunum, jólaglögginu, jólahlaðborðunum og djamminu, sem þeim fylgir – þeir hafa líka efni á að láta eitthvað af hendi rakna. Jafnvel þótt þeir séu “fátækir námsmenn”. Einn bjór á bar er nokkurra daga laun verkamanna hér.

En að gefa er ekki bara spurning um að henda nokkrum aurum í einhver samtök. Við eigum að þroska með okkur hæfileikann til að gefa, segja búddistar. Vel mælt. Við eigum að leita inn á við og virkilega vilja gefa öðrum, finna hvöt hjá okkur til að deila með öðrum. Það er nefnilega ótrúlegt hversu oft við getum ríghaldið í okkar. Af hverju? Einfaldlega af því að við erum vön því! Allt í kringum okkur blómstrar einstaklingshyggjan og kapítalisminn. Já, reyndum endilega að græða sem mest svo að við verðum örugglega ríkasti náunginn í kirkjugarðinum. Humm.

Nei, má ég þá frekar biðja um að við reynum að sjá okkur í stærra samhengi. Sjá að við erum bara venjulegt fólk eins og allir hinir. Við erum ekkert merkilegri eða dýrmætari en fólk í fjarlægum löndum. Hvort sem við erum Íslendingar, Indverjar, Afganir eða hvað, þá erum við mannverur með hjarta, blóð, heila og lungu. Við lítum kannski mismunandi út en við þurfum öll það sama – mat, skjól og umhyggju. Sjálf er ég bara manneskja sem var heppin að fæðast inn í velmegandi land.

Það er ekki nema sjálfsagt að ég reyni að deila minni velmegun með öðrum. Og hana nu.

Indverjar eru margir. Mjög margir. Satt best að segja er sjötti hver jarðarbúi Indverji! Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, Indverji. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, Indverji. Erlendir ferðamenn týnast í fjöldanum og ég hitti því langmest Indverja.

Viti menn, í gær rakst ég hins vegar á Íslending. Það held ég nú! Næsta manneskja við hliðina á mér á netkaffihúsi í Kochi var Þóra Guðmundsdóttir Seyðfirðingur með meiru. Rekur farfuglaheimilið Hafölduna fyrir austan. Þetta fannst okkur fyndið og ég var drifin heim til hennar í kaffi. Hún býr nefnilega í Kochi. Kom í nóvember og verður fram í febrúar. Býr í huggulegu húsi við sæta götu, fer í jóga á morgnanna og lifir eins og blóm í eggi. Í heimsókn hjá henni var Ásgeir Ebeneser Þórðarson sem býr á veturna í Chennai (áður Madras). Lætur framleiða fyrir sig laxveiðiflugur og selur heima. Skapar atvinnu hér og borgar vel. Íslendingar fá síðan ódýrari flugur en ella. Ásgeir bauð mér í heimsókn þegar ég kem til Chennai. Hlakka til að hitta konurnar sem hnýta flugurnar og kynnast starfseminni!

Aldrei að vita líka nema maður hnýti svo sem eina flugu. Jamm og ja.


laugardagur, desember 27, 2003

Einu sinni var ég humarveiðimaður í Bandaríkjunum. Veiddi humra á lítilli eyju í Maine fylki önnina eftir stúdent. Við vorum tvö og fórum síðan í tveggja mánaða ferðalag til Afríku fyrir peningana. Það var gaman. Á sjónum fékk ég stæðilega framhandleggsvöðva. Gat orðið hnyklað þá myndarlega. Á háskólaárunum týndust vöðvarnir. Dóu drottni sínum við kaffidrykkju og setu á lesstofum. Eða drukknuðu kannski frekar í bjórdrykkju og djammi. Alla vega. Eitthvert fóru þeir.

Ég held þeir hafi farið til Indlands því ég held ég sé búin að finna þá aftur.

Eftir að hafa kastað bakpokanum fram til baka, lyft honum upp og niður, valsað um með Sigurð á baki, haldið mér fast standandi í rútum og lestum, hafa vöðvarnirsmám saman komið í ljós aftur. Það þarf að vera snöggur til að ná að ryðjast út úr rútunum á réttum stað með bakpokann á bakinu og dagpokann og Sigurð framan á sér. Viti menn, ég er farin að geta hnyklað framhandleggsvöðvana aftur.

Af þeim sökum fannst mér einstaklega fyndið þegar ég fór í indverkst Ayurveda nudd í gær. Ayurveda er gömul lækningahefð sem byggir á jurtum. Nuddið var ákaflega olíukennt. Ég lá á bekknum og átti bágt með að springa ekki úr hlátri þegar indversk kona skautaði með framhandleggjunum fram og til baka á mér. Notaði þá eins og kökukefli, frá tám, upp að háls og aftur til baka.

Þegar ég mætti á svæðið hafði hún byrjað á að hella grænni olíu í hárið á mér og nudda það. Lagði mig síðan á bekkinn og hellti meiri olíu á mig - úr 25 mismunandi jurtum. Ég hafði verið afklædd og sett í furðulegan hvítan einnota g-streng. Lá í blessuðum strengnum á bekknum með olíuna flæðandi um allt og konuna blessuðu rúllandi sér á mér. Kitlaði mikið þegar hún nuddaði undir höndunum og innan á lærunum. Þegar hún var að vinna á tánum á mér leit ég upp og krossbrá. Ég var eins og versti olíuborinn vaxtaræktarkappi! Ég hnyklaði olíuborinn framhandleggsvöðvann... og missti það alveg. Skellihló. Eins og mesta tröllskessa. Konugreyið skildi ekki hvað gekk á. “Madam, you sleepy,” sagði hún og vildi að ég lægi kyrr. Ég reyndi að kæfa hláturinn en átti bágt með að sitja mér að hnykla vöðvana meira.

Eftir á þvoði konan mér. Jebb. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar hún teymdi vaxtaræktarkappann (sem var með svo mikla olíu undir fótunum að hann skautaði eftir gólfinu) inn á bað. Þar beið stór fata með ljósrauðum vökva. Jurta eitthvað. Konan sápaði mig alla og hellti jurtavökvanum síðan á mig. Svona líður gamla fólkinu þá þegar verið er að baða það á elliheimilinu... Hún þurrkaði mér meira að segja líka og þá fór mér að líða eins og versta nýlenduherra. Vantaði bara að hún klæddi mig líka og mataði mig síðan.

Út gekk Sigríður með rauðan blett í hári (jurta eitthvað til að koma í veg fyrir kvef?? Ha...) og silkimjúka olíuborna húð. Eins og barnsrass.

Seinna um daginn hafði siðan sviti bæst ofan á olíulagið. Þá sólarvörn. Síðan meiri sviti. Svo flugnafælukrem. Þá krem sem borið er á eftir flugnabit. Síðan mengun. Þá meiri flugnafæla. Og meiri sviti.

Það held ég að stúlkan hafi verið komin með myndarlegt lag um kvöldið.

föstudagur, desember 26, 2003

Held ég hafi átt eitt eftirminnilegasta aðfangadagskvöld mitt hingað til. Alla vega það óvenjulegasta. Já, svei mér þá. Hef líka aldrei snætt fisk á jólakvöldi, siglandi á húsbát og sofið ruggandi á stilltu vatni undir stjörnubjörtum himni. En ævintýri enn gerast. Sja la la.

Hef haldið margar ræður um íslenska himiniblámann og fallega græna litinn sem prýðir landið á sumrin (það sem rollan hefur ekki náð að naga í burtu). Iceland, best in the world. Átti ekki von á að hitta græna litinn fyrir hérna á Indlandi en viti menn, Kerala fylki er grænt, grænt, grænt! Hér er líka pálmatré við pálmatré og heimamenn státa sig af hreinasta fylki á Indlandi. Með bestu lífslíkurnar og stærsta hlutfall þeirra sem kunna að lesa.

Nema hvað, á húsbátnum blessaða voru kokkur, þjónn og skipstjóri. Okkur stúlkunum leið vægast sagt eins og prinsessum. Þessar elskur tóku á móti okkur með kókoshnetumjólk sem við drukkum í gegnum rör beint úr kókoshnetunum. Hengdu blómakransa um hálsinn á okkur og luku síðan við að setja upp jólaskrautið: Marglitar blöðrur og glansandi músastiga. Við skáluðum fyrir okkur, jólunum og lífinu og tilverunni og báturinn renndi af stað.

Hvað get ég sagt? Pálmatré slútandi yfir stilltu vatni, sól á himni, fiskimenn dólandi á kanóum, konur að þvo þvotta við árbakkann, fuglar fljúgandi um, græn og fjólublá blóm ruggandi á vatninu, skærgrænir hrísgrjónaakrar.... og við sitjandi í skutnum með kaldan bjór og bros á vör.

Úr eldhúskróknum tók að berast matarlykt og brátt sigldi á borðið dýrindis fiskréttur í kókoshnetusósu. Kokkurinn kom okkur sífellt á óvart. Töfraði seinna fram djúpsteikta banana í kókoshnetudeigi og ekta kaffi. Ekkert instant hér, get svo svarið það. Sól tók að lækka á lofti og himininn varð rauður. Úr eldhúsinu kom gæskan með ferskan ananas sem hann hafði skorið út. „To make it look nice, madam“. Ó, ó, ó... hvað er hægt að segja þegar maður situr með ferskan útskorinn ananas og kaldan bjór og horfir á sólina setjast yfir pálmatrjám sem speglast í fallegu vatni?

Gleðileg jól, kannski bara. Því nú sló klukkan sex og við brustum á með Heims um ból á íslensku og hollensku. Kveiktum síðan á kertum og gerðum okkur sætar fyrir jólamáltíðina. Aftur sigldi fiskur á borðið en annar en hinn fyrri. Ekki spyrja mig um tegund. Þekki bara ýsu og stundum lúðu. Og hákarl á lyktinni. En þessi var góður og í eftirmat fengum við dísæta indverska köku sem á hafði verið letrað „Happy X-mas“.

Hápunktur kvöldsins var þegar við lágum frammi í stefni, horfðum á stjörnurnar og sungum jólalög. Út yfir stilltan flötinn hljómaði „I´m dreaming of a white Christmas“. Þegar við brustum á með „Last Christmas“ með stórbandinu Wham gáfu tvær stjörnur skít í okkur og frömdu hreinlega sjálfsmorð. Fíluðu ekki Wham. Eða sönginn. Við gripum hins vegar tækifærið og óskuðum okkur. Maður á á alltaf að óska sér þegar maður sér stjörnuhrap, segja þeir. Ég má ekki segja óskina en hún byrjar á h og endar á friður. Ég er ofsa spennt að vita hvenær hún verður að veruleika. Held að ósk á jólanótt hljóti að telja að minnsta kosti tvöfalt.

Lokalagið var Gloria (Glo-ho-ho-ho-ho-ho-ho Glo-ho ho...ria), sungið af mikilli innlifun. Nema hvað, stór stjarna gafst upp á söngnum og lét sig falla til jarðar. Vissum ekki alveg hvort við áttum að taka þessu persónulega en hlógum mikið og ákváðum að endurtaka óskirnar. Ég er því mjög spennt að vita hvort hún verði ekki að veruleika. Ég held líka að milljónir annarra séu ofsa spenntar. Við stúlkurnar skriðum síðan inn í rúm. Það var draumi líkast að liggja við vatnið með bambusgluggann opinn og horfa á Pólstjörnuna meðan báturinn ruggaði okkur í svefn.

Mamma og pabbi fá stóran plús í kladdann fyrir jólagjöfina, bátsferðina góðu. Vel valið. Ég valdi hana líka sjálf. Hef alltaf kunnað að meta eigin smekk. Er enda einstaklega smekkleg stúlka.

Við komum aftur til baka næsta morgun og eyddum jóladegi í algjörri afslöppun við stórt vatn hér nálægt. Drukkum shake, kjöftuðum og nutum þess að vera til. Þeir áttu ekki shake með hangikjötsbragði þannig að ég tók bara súkkulaðibragð. Hann var góður en ekki jafngóður og súkkulaðiísinn sem móðir mín gæskan gerir. Ég fæ hins vegar bara helmingi meira af honum um næstu jól.

Næstu jól ætla ég líka að prófa að syngja Last Christmas úti á svölum og athuga hvort ég sjái stjörnuhrap. Og kannski ég gangi bara um með kókoshnetu í annarri og ananas í hinni. Svei mér þá.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Ég ákvað að sleppa skötunni í gær. Fá mér frekar hrísgrjón í staðinn. Sátt við það, enda aldrei kunnað að meta skötufnykinn.

Rauð jól hér. Hélt lengi í vonina um að þau yrðu hvít en sá á hitamælinum í gær að það var 32 stiga hiti. Gaf þar með upp alla von.

Það stefnir hins vegar í afar eftirminnilegt jólakvöld. Næsti kafli í ævisögu minni á eftir “Á aðventunni í Afganistan” og “Úps, kann ég orðið indverska kvikmyndatónlist?” mun heita “Jól á vatni”. Fröken Sigríður hyggst nefnilega eyða aðfangadagskvöldi á húsbát!

Jú viti menn, klukkan tólf á hádegi þann 24. mun stúlkan stíga upp í lúxus bambus bát með Sigurð sér á baki. Þau mæðginin munu síðan sigla um falleg síki á milli fagurgrænna pálmatrjáa, hoppa í land og ræða við heimamenn, slappa af í sólinni og drekka bjór á bambusmottu aftur í skut! Við verðum þrjár stúlkur og báturinn skreyttur okkur og jólunum til heiðurs. Fáum jólaköku og kræsingar eldaðar beint ofan í okkur. Eyðum síðan jólanótt undir stjörnubjörtum himni úti á miðju vatni. Á bátnum eru tvö herbergi með stærðarinnar hjónarúmum og þetta er ofsalega kósí. Algjör lúxus. Allt í boði elskulegra foreldra minna sem máttu ekki til þess hugsa að Sigga og Sigurður myndu eyða jólanótt á ódýru gistiheimili með köldu vatni og hörðu rúmi...

Hér í Kerala, næstum því syðst á Indlandi, er pálmatré við pálmatré og sérlega fallegt. Það verður því súper að sigla um og vera prinsessa á húsbát. Jibbý, ég hlakka til! Keypti í gær í einhverju vitleysiskasti plastblóm sem þjóna á hlutverki jólastjörnu. Reyni að horfa framhjá því að það er gult og meira eins og sólblóm, he he. Er einnig vel vopnuð kertum sem lýsa munu upp jólanóttina á bambusbátnum á vatninu.

Jæja, njótið hátíðanna kæra fólk og verið þakklát fyrir allan góða matinn og huggulegheitin. Hundruðir milljóna myndu vilja vera í ykkar sporum (og mínum á blessuðum bátnum). “Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þótt höf og álfur skilji að,” eins og skáldið sagði. Vel mælt og drengilega.

Þar með óskar fröken Sigríður landsmönnum gleðilegra jóla.

GLEÐILEG JÓL börnin góð!

mánudagur, desember 22, 2003

Lestarferdir a Indlandi eru aevintyri likastar. Stundum er svo mikid af folki ad madur halfveltist um med bakpokann i tilraun til ad finna retta saetid og koma pokanum fyrir. Stundum eru lestirnar grutskitugar og klosettin lykta langar leidir. Lestarteinarnir lika thvi thangad sturtast ju allt nidur. Stundum er ofsalega heitt og madur er sveittur og sur.

Thad goda vid lestarferdir a Indlandi er hins vegar ad thad gerist alltaf eitthvad eftirminnilegt i theim! Gaerdagurinn: Sigridur og atjan ara strakur skiptust a tonlist. Hann hlustadi a gamlan Jet Black Joe disk en Sigridur a indverska tonlist. "Thad vinsaelasta i dag," sagdi kaudi og brosti breitt. "Ur rosa vinsaelli kvikmynd." Indverskir unglingar hlusta mest megnis a kvikmyndatonlist, enda allar biomyndir med dansi og song. Sigridur ytti a play - og viti menn, stulkan kannadist vid helminginn af logunum. Thegar hun var osjalfratt farin ad syngja med einu vidlaginu hugsadi hun med ser ad nu vaeri hun kannski buin ad vera fulllengi a Indlandi. Hjalp!

Hadegid: Skofladi i mig eggja biryani (hrisgrjonaretti, ad sjalfsogdu etinn med fingrunum!). I lestunum setja menn dagblod a bekkina, krossleggja faetur og borda sidan. Atti serlega ahugaverdar samraedur vid ungan laekni yfir matnum. Spurdi hann af hverju i oskopunum hann henti ruslinu beint ut um gluggann a lestinni (eins og Indverjar gera yfirleitt) en faeri ekki med thad i ruslafotu. Ja, kallinn minn! "Humm, og hvar serdu ruslatunnurnar?" sagdi hann og glotti. Eg sagdist vita vel ad ruslatunnur her vaeru sjaldsedar en ad eg sjalf setti mitt rusl i dagpokann minn og thrammadi um med thad thangad til eg fyndi fotu. Og hana nu. "Plastid sem thu hendir ut um gluggann verdur tharna enn tha eftir 40 ar," sagdi eg spekingslega og fekk mer meiri hrisgrjon. Sidan raeddum vid lengi um umhverfismal.

Kvoldid: Eg ligg i efstu kojunni (thrjar haedir) og hugsa spaklega um lifid og tilveruna, he he. Heyri mikinn song og hlatraskoll nokkru aftar i vagninum, hoppa nidur a golf og renn a hljodid. Thar er tha hopur af ungum stulkum a leid a thjoddansa keppni i Kerala. Thaer eru fra Gujarat fylki og eru maettar til ad syna Gujarat dans og song. Um ad gera ad aefa sig i lestinni... og viti menn, Sigridur er dregin med i dansinn. Veit ad visu litid hvernig hun a ad bera sig ad en vekur ohemju lukku (liklega fyrir slakan dans... nadi ekki alveg handahreyfingunum!). Frokenin syngur sidan Ridum ridum rekum yfir sandinn fyrir lidid. Theim finnst mikid til um thessi asnalegu r-hljod.

Lestarferdir a Indlandi - you can't beat the feeling...

P.s. A grein a Sellunni i dag, www.sellan.is

laugardagur, desember 20, 2003

Gvöð, ég sá á veðruðu dagatali fyrir utan rútustöðina áðan að það er kominn 20. desember. Og ég sem er ekki byrjuð að baka! Úff, ég á líka jólahreingerningarnar eftir. Það dugir ekkert minna en alls herjar þvottur á bakpokagarminn. Bæði að innan sem utan og hana nú. Síðan á ég eftir að þvo jólafötin - skrúbba úr þeim blettina. Annað sæmir víst ekki fyrir blessaða barnanna hátið. Á góðum degi heitir það reyndar bara að fötin mín séu orðin freknótt í sólinni. Og svo á ég líka eftir að kaupa gjöf handa Sigurði og skreyta bakpokann. Úff. Ég næ þessu aldrei öllu fyrir jól.

Ofan á allt saman hef ég alveg gleymt að setja sandalann minn út í glugga. Hvernig get ég verið svona kærulaus?

Flestir koma til Goa til að fara á ströndina. Hér eru pálmatré og sandur og fílingurinn suður-evrópskur. Enn og aftur kemur Indland á óvart. Maður spyr sig hvernig eitt land getur verið svona fjölbreytt og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hér er talað annað tungumál en í öðrum fylkjum, fólkið lítur öðru vísi út, hér eru margar konur í pilsum og kjólum frekar en sarí og húsin eru öðru vísi. Ég varð hálfglöð þegar ég rakst á þrjár heilagar kýr í dag, sem stóðu undir stóru bjór auglýsingaskilti. Þarna voru þá kunnugleg andlit...

Nema hvað, ferðamenn flykkjast til Goa til að fara á ströndina. Ég kíkti niður á strönd í dag og varð hálffeimin þegar ég sá allt þetta hold. Vestrænar konur sprönguðu um í efnislitlu bikiníi og menn með bumbuna út í loftið lágu og drukku bjór. Sumar konur voru berbrjósta og mér leið eins og pervert þar sem ég stóð og starði á brjóstin. Var bara alveg gáttuð. Nú eru Indverjar alls engar teprur en menn sýna sjaldnast fótleggina og ég er aldrei berhandleggjuð upp að öxlum. Ég hef því ekki séð sérlega mikið af holdi síðan ég fór að heiman og hálf brá við þetta. Var eins og álfur út úr hól í víða dökkbláa kuflinum sem ég lét sauma fyrir Afganistan ferðina. Lét meira að segja skeyta extra stykki í hálsmálið því mér fannst hann vera of fleginn!

Þar sem ég stóð í kuflskrattanum og leið eins og geimveru íinnan um bikiníkonurnar fékk ég á tilfinninguna að liðið sem var þarna myndi flatmaga á ströndinni í tvær, þrjár vikur og fljúga síðan heim, án þess að hafa litið nokkuð á umhverfið eða pælt í því hvaða áhrif vera þeirra hefur á landið. Vonandi er þetta lið sælt og ánægt með fríið sitt – en maður getur ekki annað en spurt sig: Hvað með að kíkja á ótrúlega fjölbreytta og magnaða Indland í stað þess að hanga á ströndinni í eigin, litlum vestrænum heimi, borða hamborgara og drekka bjór? En kannski hugsa Spánverjar svona um okkur þegar við flykkjumst til Costa del Sol og Benidorm... Efa að margir Íslendingar pæli nokkuð í menningunni á staðnum þegar þeir fara þangað í sólarlandaferðir. Samt erum við hins vegar sæl og glöð með okkar ferðir. Það verður náttúlega hver að fá að velja fyrir sig og stressuðum Íslendingum er kannski bara nauðsynlegt að flatmaga á strönd í tvær vikur án þess að gera neitt!

Á ströndinni í dag var verðið uppsprengt og ég fékk áfall þegar ég leit á matseðilinn á einum staðnum. Langaði hins vegar ákaflega mikið í bjór, enda varla rekist á hann annars staðar. Ég leit ofan í veskið og pantaði síðan ódýrasta bjórinn. Minn heitt elskaði bjór reyndist vera PILSNER.

Ég verð að viðurkenna að mér fannst ég vera hálf púkó þar sem ég sat í víða dökkbláa kuflinum og sötraði ódýran pilsner.

föstudagur, desember 19, 2003

Nei haettu nu alveg. Er eg i sama landi og eg hef verid i undanfarid? Hef ekki rekist a einn einasta betlara i dag, ekki sed neinn liggja a dagblodum og flestir sem eg hef hitt hafa verid i sandolum eda skom. Thad er ekkert annad.

Nu er lidid a hatidinni alveg ad tryllast. Local hljomsveit spilar Nirvana log og a barnum flaedir Foster bjor. Dominos skilti og jolaljos lysa upp myrkrid og flugeldar springa reglulega. Ofur hipp og kul gaur i throngri svartri skyrtu er sidan farinn ad spreyja Lorea'l harspreyi i lidid. Okeypis greidsla. Uff. List ekki a blikuna, gaurinn hefdi nefnilega somad ser vel a break timabilinu! Utkoman eftir thvi.

Sjalf aetla eg ad halda fast i harteyjuna mina og lubbann minn (kaudi er farinn ad draga upp skaeri, hjalp!). Alveg eins og eg helt fast i siggid a loppunum minum um daginn thegar gomul kona hugdist skera thad af med gomlum, rydgudum hnif. Eitthvad hafdi eg misskilid atvinnu hennar, helt ad hun vaeri fotanuddari og aetladi ad styrkja hana, hun var svo vonlaus tharna hukandi undir vegg med enga vidskiptavini. Thegar hun bra hnifnum a loft og reif i fotlegginn a mer var eg hins vegar fljot ad hrada mer i burtu.

Aetla bara ad fa ad eiga mitt sigg og mitt har i fridi.. He he.

Eg er ad hugsa um ad fara ad spila i lottoi. Heppni min er engu lik. Sem eg kom skitug upp fyrir haus (med sogulega skitugar taer) ut ur lestinni i Goa, rambadi eg a auglysingu um tisku- og tonlistarhatid i baenum! Tveggja daga hatid, byrjar i dag. Ofsalega trendy - hatiskufot, bjor og vestraen tonlist. U2 hljomadi um baeinn thegar eg bra mer hingad inn a netkaffihusid. O, Indland, svo dasamlega fjolbreytt.

Ekki nog med thetta heldur halda Goa buar einnig upp a sjalfstaedi fra Portugolum i dag. I tilefni af thvi er onnur hatid sem their kalla Mukti Din Lok Utsav. Thar eru leikin leikrit og hjalparsamtok kynna starfsemi sina. A handmaludu skilti stod storum stofum: A lot of people think that SOMEONE should do something for that child. But why don't YOU do something for the kid? Einmitt thad. Af hverju ekki? Eg kynnti mer starfsemina og leist vel a. Thetta er hjalparlina fyrir born, sja www.childlineindia.org.in. Akvad ad sleppa bjornum og styrkja frekar bornin.

Aetla ut nuna og kynna mer fleiri samtok. Ganga sidan um Panjai (litil borg, hofudborg Goa fylkis) og minna mig a ad eg se a Indlandi en ekki Portugal! Thad maetti halda ad Portugalar hefdu radid logum og lofum herna.. Skaermalud hus, hvitar kirkjur, svalir, blom og palmatre. Alveg eins og thad maetti aetla ad Bretar hefdu verid i Bombay... humm.

Bombay var merkileg borg. Otruleg samsuda. "Thetta er borg sem aldrei sefur," sagdi skaelbrosandi madur vid mig. Og thad var mikid rett. Thvilikt lif og thvilik mannmergd. Las einhvers stadar ad thetta vaeri thridja staersta borg i heimi. Statar ad minnsta kosti af staersta fataekrahverfi i allri Asiu og geri adrir betur. Heimilislaust folk gekk berfaett um somu gotur og millistettarfolk i gallabuxum med gemsa i annarri. Hungrud born horfdu storum augum a indverskar, brosandi kvikmyndastjornur a flennistorum auglysingaskiltum. Ilmvatnslykt blandadist skitalykt, hlandlykt og matarlykt. Splunkunyir bilar og tveggja haeda straetisvagnar myndudu andstaedu vid fatlada og fotalausa. Pizza Hut og Subway gnaefdu yfir litlum bornum ad gramsa i rusli. Undir storum fallegum breskum byggingum la heimilislaust folk a gomlum dagblodum.

En sokum thess hve eg er mikilli lukkunnar pamfill hafdi eg efni a ad fara a odyrt gistiheimili og ganga sodd og sael til nada. For meira ad segja tvisvar i bio (sa Kill Bill i seinna skiptid) og keypti mer luxus kaffi a snobbudu kaffihusi.

Svona eru nu kjor mannanna misjofn.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Morgunmaturinn var himneskur.

Í nótt dreymdi mig indversku kvikmyndastjörnuna mína. Hjálp! Dreymdi líka hellana flottu sem ég skoðaði í Ellora. Þeir voru magnaðir. Það er ofar mínum skilningi hvernig hægt er að grafa glæsileg hof út úr risastórum grjótklumpi í miðri fjallshlíð. Ég játa mig sigraða. Gersigraða. Ég bara skil ekki hvernig hægt er að höggva út stærðarinnar sali á mörgum hæðum með myndarlegum súlum, útskornum myndum og dúllerídúllí. Hafa allt pleisið gegnheilt – sum sé úr sama jevla grjótklumpnum. Eitt hofið sem ég sá í Ellora er tvisvar sinnum stærra en Parþeon að flatarmáli og helmingi hærra. Tók líka ekki nema mörgþúsund manns 105 ár að klára það. En hei, hvað er það á milli vina?

Daginn áður en ég gekk Bollywood menningunni á hönd fór ég upp að mörg hundruð ára gömlu virki með hollenskri konu sem ég hitti, rokkara dauðans. Leið eins og ég væri komin inn í ævintýrabók. Þeir sem byggðu virkið voru ákaflega séðir. Höfðu á sínum snærum margvíslegar leiðir til að kvelja þann sem vogaði sér að reyna að brjótast inn. Ég var sérstaklega hrifin af vel falinni holu í einum göngunum. Sá sem datt niður um hana flaug 25 metra niður, brotnaði þar í tætlur og rúllaði síðan beint ofan í maga krókódíls í kastalasíkinu. Ó, hvílíkt hugvit. Önnur skemmtilegheit voru lúga sem verðirnir sentu eitraðan reyk inn um og göng þar sem þeir helltu sjóðandi vatni á þann sem fór hjá. Þrátt fyrir krókódíla, eiturörvar og leynigöng var virkið hins vegar á endanum sigrað. Hvernig? Verðinum við einar dyrnar var mútað. Mú ha ha. Það fannst mér fyndið.

Inni í dimmum göngum sem við fórum um var sægur af leðurblökum. “Very dark,” sagði gamall maður sem stóð þarna með lítinn kyndil. Þar sem við fetuðum okkur inn göngin fengum við skyndilega sendingu í fangið á okkur: Leðurblöku. Flaug beint í hausinn á þeirri hollensku og skoppaði þaðan á brjóstið á mér. Jamm og já. Þetta var tímamótaviðburður, ég hef nefnilega aldrei áður átt persónuleg samskipti við leðurblöku. Við öskruðum en gamli maðurinn tók þessu með stóískri ró. Sagði einungis: “Here very dark.”

Arg... en ekki hvað?! Til að leggja áherslu á hversu dimm göngin raunverulega væru drap kauði í kyndlinum. Kolniðamyrkur. “You see. Very dark,” sagði sá gamli. “Yes, we see. Of course. BUT CAN YOU PLEASE TURN ON THE LIGHT AGAIN... NOW!” hvæsti Sigríður meðan leðurblökurnar svifu yfir henni.

þriðjudagur, desember 16, 2003

O thu ljufa lif! Haldid ekki ad stulkan hafi rambad a risastora verslunarmidstod adan og fundid supermarkad thar! Hljomar natturlega eins og eg se gengin af vitinu en thad merkilega er ad eg hef ekki sed matvorubud sidan eg for ad heiman - her rada markadir og gotusalar rikjum. Thad var thvi glod Sigridur sem gekk um verslunina og leid eins og hun vaeri komin i risastora dotabud. "Gud minn godur, thad er til kornfleks herna!" sagdi stulkan steinhissa og sveif a Kelloggs. Og tharna var dunmjukur klosettpappir og hvad leyndist tharna nema diet pepsi! Starfsmenn verslunarinnar sau gledibrosid a vorum konunnar og voru ekki lengi ad faera henni innkaupkorfu.

Rett adur hafdi eg thverneitad ad fara inn a Subway og borga heilar HUNDRAD OG SJOTIU KRONUR fyrir tolf tommu bat - randyrt her - en akvad i gledi minni i versluninni ad splaesa a mig kornfleksi. Thad held eg nu! Bara splaest a sig kornmeti, ekkert minna! Til ad geta bordad kraesingarnar vard eg einnig ad fjarfesta i skal og skeid en let ekki deigan siga (hversu desperat er haegt ad verda?).

Thrammadi sidan um alla Mumbai med blessadan Kelloggs i annarri hond og sojamjolk i hinni (med othol fyrir mjolk). Mjolkin er ad visu med vanillubragdi og verdur hlandvolg i fyrramalid en EG HLAKKA TIL!

Eg hlakka svo til, eg hlakka alltaf svo til... en thad er langt og svo langt ad bida....

Eg a orugglega ekki eftir ad geta sofid i nott, eg verd svo spennt ad vakna til morgunverdar.

Bollywood her er eg!!!

Geng nu um straeti Mumbai (adur Bombay) og bid eftir ad verda uppgotvud. Kvikmyndabransinn heillar. Ef thad klikkar aetla eg ad verda model. Thad vilja nefnilega allir taka mynd af mer. Eg neita ad vidurkenna ad thad se vegna thess ad eg se skrytna konan med ljotu solgleraugun og asnalega hattinn og held thvi stadfastlega fram ad thad se vegna islensku fegurdarinnar. Island bezt i heimi. Ef eg verd samt model en ekki kvikmyndastjarna a Indlandi aetla eg ad verda heimspekimodel med mannfraedilega aherslu. Madur verdur nu ad nota menntunina eitthvad.

Vettvangsferd i indverskt bio annars ad baki. Enginn er ferd til Bollywood an bioferdar, eins og madurinn sagdi. Myndin: Thriggja tima long dramamynd thar sem allt flodi i tarum. Brast sidan a med dans og song a milli. Min kona fra dans- og tonlistarhatidinni i Aurangabad i adalhlutverki! For serstaklega a myndina til ad sja hana. Thad held eg ad madur se ordinn flottur thegar madur er farinn ad thekkja indverskar kvikmyndastjornur og elta thaer uppi. Jedudamia.

Hapunktur myndarinnar var thegar fjolskyldudramad var a haesta stigi og skyndilega brast a med aesilegu tekno-dansatridi. Indversk teknotonlist a haesta styrk og hopdansatridi. Endadi sidan med thvi ad min kona, adalgellan sjalf, bjargadi barnabarni sinu (ekki serlega sannfaerandi, enda litill aldursmunur a theim...) fra vondum kalli. Slo kauda kaldann og sagdi eitthvad akaflega dramatiskt a hindi. Klikkti sidan ut med: You go! Aftur brast sidan a med dansi og nu enn villtari en fyrr.

Onnur eftirminnileg augnablik ur bioferdinni er thegar sonurinn gaf fodur sinum bil og min kona flodi i tarum. Akaflega falleg sena og vel leikin... Alla vega mjog MIKID leikin, enda ofleikur her i havegum hafdur. Einnig ma nefna augnablikid thegar biogestir risu ur saetum undir indverska thjodsongnum. Her er thjodsongurinn spiladur i byrjun biomyndanna.

Saei Sambion bresta a med "O gud vors lands".

mánudagur, desember 15, 2003

Eg er lukkunnar pamfill. Ekki einu sinni by eg i velmegandi landi heldur er lika arleg dans- og tonlistarhatid thar sem eg er stodd i Aurangabad! Hvad annad get eg bedid um? Thriggja daga hatid med indverskri tonlist, dansi og nog af litriku skrauti, glimmeri, palliettum og skemmtilegheitum. Thrir dagar a ari og akkurat their thrir dagar sem eg er her. Dasamlegt!

Thusundir Indverja eru maettir a hatidina og i gaer for frokenin i sparifotin, greiddi ser og allt. Fyrsta kvoldid var einhver voda fraegur dansari og annar songvari, skilst thau hafi meikad thad i Bollywood. Thad held eg nu. Stulkan leit ut fyrir ad vera Birgitta Haukdal theirra Indverja. Eg klappadi manna haest og brast naestum thvi a med "Open your heart" a mestu gledi augnablikunum.

Hapunktur gaerkvoldsins var sidan thegar honnunarskoli i nagrenninu syndi verk sin. Strakur i appelsinugulum, hraedilegum kufli var ytt inn a svidid og idradist thess augljoslega ad hafa verid platadur ut i thetta. Haltradi um svidid i kufl omyndinni og brosid vard ekki annad en skeifa. Eg meig neastum thvi i mig af hlatri.

I hleinu var sidan tekid vidtal vid mig fyrir local dagblad herna. Eg sagdi ad mer hefdi fundist honnunarsyningin skemmtilegust. Meinti thad af ollu hjarta. Thad held eg ad madur se ad meika thad i utlandinu. Nadi lika ad klina mer inn a mynd i sjonvarpinu.

Seinna um kvoldid var eg spurd hvort eg vaeri fra Japan eda Kina. Thad fannst mer fyndid, enda blaeygd og hvitari en bestu Adidas sportsokkar. "Me no China. No Japan. Me Europe, Iceland. No - no Ireland. Iceland."

laugardagur, desember 13, 2003

Mér svo hugur um að íslenski jólaandinn verði stressaðari með hverjum deginum. Hvað á kaupa í jólagjafir? Hjálp! Það fer agalega fyrir brjóstið á mér að jólagjafirnar verði alltaf að vera eitthvað splunkunýtt. Þess vegna ætla ég að benda á jólabók frá seinasta ári. Og hlustið nú vel, gott fólk. Jólagjöfin í ár er..... Engill í Vesturbænum.

Ha, hvað segirðu... er hún eftir mömmu mína??

Nema hvað, bók þessi hefur rakað að sér verðlaunum, fékk Dimmalimm myndskreytiverðlaunin, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur í vor, fékk Vorvindaverðlaun Ibby samtakanna og hlaut síðast en ekki síst Norrænu barnabókaverðlaunin 2003. Takk fyrir. Frábær bók, bæði fyrir börn og fullorðna. Örsögur sem mynda heild - söguna af stráknum Aski sem býr í Vesturbænum. Ofsalega fallega myndskreytt. Við mútta fórum í víking til Noregs í sumar og náðum í Norrænu barnabókaverðlaunin. Mamma var mest kúl með aðdáendaskara í kringum sig að árita plaggöt. Kristín Haukdal (Birgitta Haukdal). Bók eftir slíka konu hlýtur að bjarga jólunum. Það gefur augaleið. Norðurlandameistari í barnabókaskrifum, that´s my mama.

Jæja, þá hef ég reddað einni af jólagjöfunum. Þá er það jólagjöf númer tvö: Ritgerðin „Eigum við að hjálpa öðrum?“. Fallega innbundin með flottri forsíðu, 100 bls. lesning. Ha, hvað segirðu? Ó... er hún eftir sjálfa mig? Einmitt það. Nei, held nú bara að blessuð BA ritgerðin sé góð lesning yfir jólasteikinni og konfektinu... OG HANA NÚ... En látum gagnrýnendur tala sínu máli: “Ég bókstaflega gat ekki lagt ritgerðina frá mér. Höfundur hélt mér hugföngnum fram á seinustu blaðsíðu.“ (faðir höfundar, samtal við þriðja mann 5. júní 2003) „Vel gert!“ (móðir höfundar, netpóstur 6. júní 2003) „Splendid!“ (bróðir höfundar, símtal 8. júní 2003).

Þarf að segja meira?! Áhugasamir skrifi undirritaðri póst, siggavidis@hotmail.com. Ritgerðin er nú á lækkuðu verði. Áður 2500 krónur, nú einungis 2490 (meðan birgðir endast). Það er nú eða aldrei. 500 krónur af verðinu renna til hjálparstarfs. Í ritgerðinni leitar höfundur svara við spurningunni um það hvert samband velmegandi jarðarbúa er við þá sem búa við skort. Ber þeim sem það geta, siðferðileg skylda til að koma hinum til hjálpar?

Þriðja hugmynd að jólagjöf er friður á jörð. Pant fá hann.

Ajanta hellarnir eru fraegir og ekki ad astaedulausu. World Heritage Site og allt. Grafnir ut ur fjallshlid, geggjad flottir. Their elstu eru fra thvi 200 fyrir Krist. Hefur verid engin sma vinna ad grafa tha ut, ad eg tali nu ekki um ad mala allar myndirnar og nostra vid utskurdinn.

Gisti tharna i ohrjalegu herbergi sem eg tho vard ad borga formuu fyrir. Dreif lidid i ad skipta a ruminu og laga ljosin. "This no good. You fix. You fix, me go." Madur er ordinn reiprennandi i indverskensku. Matsedillinn a stadnum var stor og mikill en sidan kom i ljos ad einungis var haegt ad fa einn rett. Einmitt thad. Beitti ollum minum sannfaeringarkrafti til ad fa lidid til ad bua til te, thott thad vaeri ekki a blessudum matsedlinum. "You make chai. Me like chai. Chai good."

Tharna i utlegdinni hitti eg japanskan strák og þýskan mann. Sá japanski lék í bardagasenum í The Last Samurai. Var í tvo mánuði í vellystingum að berjast fyrir framan vélarnar og hakka í sig ókeypis lúxusfæði. Fer frá Indlandi aftur til Japans að túlka fyrir staffið í nýjustu Quntin Tarantino myndinni (engin ábyrgð borin á stafsetningu nafnsins...). Ætla verða samferða honum og þeim þýska til Ellora. Fleiri flottir hellar þar.

Nema hvað, í gær vorum við þrjú þarna uppi við Ajanta hellana, lengst úti í rassgati í kolniðamyrkri. Þegar við gerðum okkur líkleg til að skjótast út og kíkja á stjörnurnar varð eigandinn skrýtinn og lét eins og hann vildi ekki að við færum. “We don´t go?” spurði ég og horfði rannsakandi á manninn. “You don´t go,” sagði hann. “Why we don´t go?” spurði ég. “You don´t go. Tigers no good,” svaraði hann. Einmitt. Passid ykkur a tígrisdýrunum bornin god.

Eftir stuttan fund ákváðum við að sleppa því að fara út. Bókun fundarins: Við hyggjumst ekki enda sem fæða fyrir indversk tígrísdýr.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Í gær hófst Loya Jirga í Kabúl – allsherjarþingið vegna stjórnarskrárinnar nýju. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því og hvernig þetta fer allt saman. Má allt eins búast við einhverjum uppþotum. Sumum þykir drögin að stjórnarskránni hafa ískyggilega mikinn bandarískan keim. Forsetanum er til dæmis gefið sérlega mikið vald. Líkt og brjálaði Bush hefur kauði herinn undir sér. Aðrir benda á að þetta skipti engu máli því þessi blessaða ríkisstjórn sé vita máttlaus. Þótt forsetinn hafi völd á pappírnum ríki óöld úti á landsbyggðinni, þar sem stríðsherrar og skæruliðar fari einfaldlega sínu fram.

Ó, Afganistan. Mér er farið að þykja vænt um það. Hugsa um það með einhverri móðurlegri umhyggju. Á dauða mínum átti ég von.

Sem minnir mig á það að í Afganistan er hvergi hraðbanki. Ekki einn einasti. Kemur svo sem ekki á óvart. Þar hafa menn um annað og meira að hugsa en hraðbanka. Í Afganistan er heldur ekki hægt að skipta ferðatékkum. Enda er túrismi þar ekki sérlega mikill! Áður en ég fór varð ég því að skipta ferðatékkunum mínum og fá dollara fyrir þá. Ég varð hins vegar að fara í gegnum rúpíuna. Þá leit þetta orðið svona út: Jónsdóttirin kaupir dollara í ferðatékkum fyrir íslenskar krónur (9. okt). Hún skiptir sömu dollaraferðatékkunum yfir í rúpíur (1. des). Hún kaupir dollara í reiðufé fyrir blessaðar rúpíurnar (1. des). Hún kemur heim frá Fjarskanistan og hefur eytt miklu minna en hún gerði ráð fyrir. Hún skiptir dollurunum (sem hún hafði áður skipt úr dollurum yfir í rúpíur) aftur yfir í rúpíur (7. des). Þá er það skjalfest.

Einmitt það. Svona eru hlutirnir hérna nú skemmtilega flóknir. Eins og pósthúsferðin sem ég fór í gær. Hvernig getur ferð á pósthús mögulega tekið meira en einn og hálfan tíma? Jú, á Indlandi er allt hægt.

Pósthúsferðin: Sigríður mætir á svæðið með fimm kíló af dóti í bakpokanum. “Burt með þetta, burt, burt,” segir hún og iðar í skinninu. Dótið skal sent heim, hún nennir ekki að dröslast með þetta. Eftir það þarf Sigríður að finna út hvernig hún vill senda herlegheitin. Með skipi eða flugi? Skipið er fýsilegra, miklu ódýrara. Ha, ó, tekur hálft ár segirðu?

Hún skiptir stöffinu upp á milli skips og flugs. Eitthvað af þessu eru jólagjafir (skemmtilegra að fá þær fyrir vorið) – annað dulbýr hún sem jólagjafir. Skrifar jólakveðjur á allt saman og merkir sjálfri sér helminginn af pökkunum. “Til Siggu frá Jólasveininum”. Hún íhugar hvort hún sé að verða rugluð en kemst að neikvæðri niðurstöðu. “Pósturinn Páll skal sko ekki fá að gramsa í mínu dóti og heimta toll,” minnir hún sig á. Hefur áður lent illa í póstmanninum. Móðir hennar mátti ekki leysa út pakka sem frökenin sendi frá Egyptalandi forðum daga. Sigríður varð að mæta á pósthúsið þegar hún kom heim og gera grein fyrir innihaldi pakkans. Ætlaði hún að selja þessar vörur? Nei, þá er einfaldara að hafa það augljóst að þetta séu gjafir.

Eftir jólagjafainnpökkun hefst innpökkun númer tvö. Á Indlandi nota menn ekki brún umslög eða kassa. Hér nota menn hvíta bómullarstranga. Ó já! Ungur drengur klippir út efni, sníður það utan um pakkana og saumar allt saman með breiðri sláturnál. Kauði myndi sómað sér vel í sláturtíðinni. Meðan hann saumar spyr Sigríður um póstkort. Kominn tími á að skrifa svo sem eitt kort eftir tveggja mánaða fjarveru og eins gott að nýta tímann. Ha, nei, ó, seljið þið ekki póstkort hérna? Einmitt.. Ha, hissa? Ja, ég hélt bara að þetta væri AÐALPÓSTHÚSIÐ Í HÖFUÐBORGINNI YKKAR! Jæja, eftir saumaskapinn innsiglar gamall maður bómullarpakkana. Meðan rautt vaxið kólnar skrifar Sigríður heimilisfangið á bómullina með grænum tússpenna. Sigríður fyllir síðan út tvö eyðublöð fyrir hvorn pakka. Nafn, heimilisfang, innihald, verðmæti. Gamli maðurinn rúllar öðru blaðinu saman og saumar það fast við pakkann (sem var merktur fyrir) og límir hitt síðan útflatt á sama pakka. Sigríður kafnar næstum því úr hlátri þegar hún virðir í lokin fyrir sér pakkann sem fara skal í sjóferðina löngu. Eftir saumaskapinn og herlegheitin er þetta ekki lengur ferkantaður pakki heldur hvítur ólögulegur hnöttur með rauðu vaxi, útklíndur í lími og þrímerktur.

Ef bómullarhnötturinn verður ekki kominn fram þann 10. júní 2004 þá hringi ég í indversku neytendasamtökin.

P.s Er á leið suður á bóginn. Sextán klukkustunda lestarferð framundan. Sextán Akraborgarferðir framundan. Gamli Skagamaðurinn mælir allt í Akraborgum. Destination: Jalagaon. Ætla þaðan að skoða Ajanta hellana frægu.

mánudagur, desember 08, 2003

Þar sem ég stóð fyrir utan Indira Ghandi Airport í Delhi með bakpokann minn, búin að fjarlægja slæðuna af hárinu og farin að prútta við leigubílsstjóra, gat ég ekki annað en brosað. Ég var komin heim. Lyktin, mengunin, hitinn, mannmergðin og skrautleg fötin voru kunnugleg. Götusalarnir brostu til mín og svei mér ef kýrnar hafi ekki líka kinkað til mín kolli. Moskítóflugurnar buðu mig velkomna og bitu mig í tætlur.

Sökum þess hve Indland er hávært land (fólk úti um allt, jú sí) eru eyrnatappar gulls ígildi. Í nótt þegar ég heyrði hin og þessi vanabundin hljóð í gegnum tappana þurfti ég reglulega að minna mig á að þetta væru ekki sprengjur. “Nei, Sigríður mín, sofnaðu aftur, þetta var ekki flugskeyti heldur bara óhress kú eða eitthvað,” muldraði ég í svefnrofunum. Síðan glennti ég upp augun: “Djöfull hafði ég gott af því að fara á stað þar sem ástandið er ekki jafn öruggt og heima. Upplifa hvernig það er!” sagði ég ákveðin og kveikti á náttlampanum. “Sjá með eigin augum hvað stríð eru fáranleg og hvað ákvarðanir nokkurra einstaklinga geta haft drastískar afleiðingar fyrir fjöldann. Sjá hvað friður er mikið grundvallaratriði og hvað þeir sem búa við frið eru heppnir. Sjá að það er fólk eins og ég og þú sem deyr og slasast í stríðum, raunverulegt fólk af holdi og blóði, fólk sem átti sér líf áður en það birtist okkur sundurtætt á sjónvarpsskjánum – ef það þá meikaði það þá einhvern tímann á skjáinn. Sjá hvernig hægt er að eyðileggja heilt samfélag og hversu erfitt er að byggja það aftur upp frá grunni. Sjá hversu margir fletir eru á stóru máli eins og ástandinu í Afganistan. Sjá að heimurinn er ekki svarthvítur heldur í lit.”

Síðan sofnaði ég aftur og dreymi afgönsku börnin níu sem bandarísku hermennirnir drápu á laugardag. Úps, voru börnin ekki Talibanar? Brjálaðir hryðjuverkamenn?! Og svo eru bandaríska stjórnin hissa yfir því að margir séu með andúð á henni.

Níu börn í Afganistan er alveg jafn mikið og níu börn í Bandaríkjunum og níu börn á Íslandi.

sunnudagur, desember 07, 2003

"Seeking for a permission for going from the delegation to ARC with Sigga. Over."

"Confirmed. You've got the permission. Over."

Inni i bil Althjoda Rauda krossins situr froken Sigridur med slaedu um hofudid. Er a leid i kennslustund fyrir konur um jardsprengjur og haettuna sem stafar af theim. Billinn ekur i gegnum Kabul. Konur i burka ganga um. Hestvagn er a veginum, sprengdir veggir medfram gotunni. Menn med skoflur eru ad endurbyggja stort hus. Adrir ad selja braud. Okum fram hja leikvanginum fraega thar sem Talibanar toku folk af lifi a hverjum fostudegi. "They stopped me once and made me go and watch," segir leidsogumadurinn, strakur nokkru eldri en eg. Hus fjolskyldu hans var sprengt i borgarstyrjoldinni en thvi midur hofdu thau ekki efni a ad gera vid thad. Tha var bara ad bua i onytu husinu. Jamm og ja. "My sister died of cold," baetir hann lagt vid. Roddin er bitur.

"We've arrived safely at the house of ARC with Sigga. Over."

"Confirmed. Over."


Frokenin er annars nuna a leid i flugvel Ariana Afghan Air aftur heim. Heim til Indlands! Mognud vika i Kabul ad baki. Vaaa!!!!!!!!!!

Afganistan er the place to be.

Donald Rumsfeld kom hingad i fyrradag a fund med Hamid Kazir forseta. Mikil oryggisgaesla. Maetti tolf skriddrekum og her vopnadra manna, ansi hressandi. Um kvoldid heyrdi eg sidan mikinn havada. Hrokk i kut thar sem eg var ad hlada myndum inn a Sigurd. Thad var tha flugskeyti sem lenti nalaegt bandariska sendiradinu. Enginn saerdur, sem betur fer. Thott madur heyri hvelli inn a milli tha er astandi her i Kabul skilgreint sem stodugt. Enda yfir fimm thusund NATO fridargaeslulidar i borginni. Uti a landsbyggdinni rikir hins vegar halfgerd oold. I fyrradag var rikisstarfsmadur drepinn og ellefu saerdir. Daginn thar adur saerdist bandariskur hermadur og annar afganskur. I gaer sprakk sprengja a adaltorginu i Kandahar og nuna rett adan var eg ad heyra ad Bandarikjamenn drapu ovart niu afgonsk born i sudurhluta landsns, ups. Halfvitar.

Nu, Rumsfeld gerdi nu svo sem ekki mikid annad en ad lysa yfir studningi vid Kazir forseta og var sidan rokinn. Framundan er nefnilega umdeild samkunda, svokollud Loya Jirga, thar sem sett verdur saman stjornarskra fyrir landid.

Umraett Loya Jirga hefur saett andstodu. Thegar Talibonum var steypt af stoli var gomlu stridsherrunum, sem oftar en ekki hofdu barist hatrammlega hver vid annan, skellt saman i eitt stykki rikisstjorn. Nu munu hundrudir annarra servaldra adila streyma til Kabul til ad hjalpa stjorninni ad setja saman stjornarskra. Viti menn, i Afganistan i dag er nefnilega engin slik skra. Talibanar hentu theirri gomlu. Einmitt thad.

Hvad sem Bush eda adrir rofla og hvers sem their oska, tha eru Talibanar og studningsmenn theirra enn til stadar i Afganistan. Thetta folk hvarf ekki bara si svona. Thad hefur hins vegar algjorlega verid utilokad fra thessari bandarisk studdu rikisstjorn og er ekki par hrifid af einhverri stjornarskra sem verid er ad semja undir verndarvaeng Bandarikjanna. Menn eru hraeddir um ad upp ur geti sodid. Skolum var sagt ad ljuka skolaarinu fyrr en venjulega thannid ad thad vaeri buid fyrir Loya Jirga. Skolaaarid er fra mars til desember. Yfir haveturinn er fri, enda dyrt ad hita upp og margir skolar eru ekki einu sinni med rudur i gluggunum.

I flugvelinni a leidinni hingad sat eg vid hlidina a indverskum fyrrverandi diplomat sem var ad koma a vegum Amnesty International til ad reyna ad tryggja ad rettur kvenna og barna verdi ekki snidgenginn i stjornaskranni. "Thad tharf ad tiltaka nakvaemlega rett theirra, ekki bara setja inn oljosa klausu um ad allir seu jafnir," sagdi hann.

Vegna thess hve oryggismalin uti a landsbyggdinni eru slaem eru margir sem telja ad kosningarnar, sem a ad halda neasta sumar, seu hreinlega daemdar til ad mistakast. Their segja ad kosningathattaka verdi engin, menn thori ekki ad fara og kjosa. Thar sem oryggismalin eru hvad verst a svaedum Pastuna, sum se i sudurhluta landsins, muni afleidingarnar verda thaer ad Pastunar fai enn faerri fulltrua inn i rikisstjornina en ella og ad valdahlutfollin midad vid hlutfoll hinna mismunandi thjodarbrota verdi kolrong. Thad geti ekki endad nema illa. "It's happening way to fast. President Bush is just pushing those elections so he can claim that he made a democracy in Afghanistan," sagdi einn og var reidur. Adrir leggja aherslu a hversu mikilvaegt thad se ad folk geti kosid og akvedid sjalft hverjir halda um stjornartaumana.

Hvad sem ollu lidur er augljost ad folkid her vill frid. Yfir tuttugu ar af ofridi hafa fyrir longu fyllt maelinn. Nuna vilja menn frid og oryggi. Thad gengur natturlega ekki ad menn lifi i stodugum otta. "I only know war. The situation in Afghanistan has been unstable since I was six years old. I'm sick of it," sagdi strakur um thritugt vid mig i gaer. Numer eitt, tvo og thrju herna er ad tryggja oryggi landsmanna. "One country, one people, united for peace," er slagord sem rikisstjornin keyrir a.

Almennt skulum vid segja ad eg skynji mikinn otta hja folki um framtidina. Otta um hvernig thetta allt fari, otta um kosningarnar, otta um oryggismal. A sama tima skynja eg lika ad thungu fargi er lett af flestum yfir thvi ad Talibanar seu ekki lengur vid vold (thott margir horfi vissulega til Talibana med soknudi, enda var astandid tha miklu stodugra en nuna. Their hofdu allt i jarnum, thott thad hafi vitanlega verid hraedileg jarn. "The Talibans were bad but at least there was more security then," sagdi einn med thunga). Eg skynja von um farsaelt Afganistan. Her i Kabul er mikil uppbyggingarstarfsemi i gangi. Thad er verid ad gera goda hluti herna og thad hefur verid otrulega ahugavert ad sja hvad Althjoda Raudi krossinn er ad gera. Mognud starfsemi. Menn vona sem se thad besta, en bitur reynsla ibua Afganistan hingad til hefur sett djup spor a sal theirra.

Og er thad engin furda.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Allir thurfa vatn, mat og skjol. Allir thurfa lika oryggi. Thetta eru grunnthaettir, sem morg okkar eru svo von thvi ad hafa, ad vid hugsum ekki einu sinni ut i thad hvernig vaeri nu ef their vaeru ekki til stadar. Their bara eru.

En hvad gerist nu thegar sprengja eydileggur vatnslognina? Tha er ekkert vatn. Hvad gerist thegar allt i kringum thig eru skyndilega bardagar? Tha ridlast daglegt lif, allt fer ur skordum. Hvad gerist thegar rafmagnsveitan eydileggst? Tha ertu rafmagnslaus. Hvad gerist thegar veturinn kemur og thu att enga sko? Tha verdur ther kalt. Hvad gerist thegar thu getur ekki lengur farid til vinnu? Tha geturdu ekki lengur keypt ther mat. Hvad gerist thegar pabbi thinn er skotinn? Tha attu ekki lengur pabba. Hvad gerist thegar modir thin stigur sidan a jardsprengju? Tha ertu munadarlaus.

En vid a okkar litla saeta Islandi thurfum nu ekkert ad vera ad paela i svona. Svona oged kemur sem betur fer bara fyrir einhverja adra. Sjo, niu, threttan, hah!

Thad versta er ad thad er nakvaemlega jafn vont thegar thetta kemur fyrir adra og thad vaeri fyrir okkur. Hvort sem vid erum Islendingar med nyjar stripur og kul hargreidslu eda Afganir med vefjahott og slaedu, tha er jafn vont ad finna til. Jafn vont ad vera oryggislaus, heimilislaus, allslaus. Thad er jafn vont ad verda kalt a Islandi og i Afganistan.

Eg og fyrrverandi kaersti minn lentum i miklum bruna i Bandarikjunum. Husid brann nanast til grunna og kaerastinn brenndist mjog illa. Med thyrluferd a hataeknisjukrahusi i Maine nadi hann ser hins vegar a otrulega skommum tima. Thetta var vondur timi og eg man alltaf lyktina inni a brunadeildinni. Lykt af brenndu holdi og gulum vessum.

I gaer fann eg somu lyktina. For a spitala her i borg. Stulka med kolbrennda faetur brosti fallega til min. Hun hafdi lent i gassprengingu. Eg spurdi laekninn hvort thetta hefdi gerst i vikunni. O, nei. Fyrir thremur manudum! Enn voru faetirnir brunir og raudir og vessarnir lekandi ur theim. "Slaemt heilsuastand hennar dregur ur batanum," sagdi laeknirinn. Stulkan var lika ekki nema skinn og bein. "Og adbunadurinn her er liklega ekki eins og thu att ad venjast," baetti hann vid. Eg kinkadi kolli og vard hugsad til hataeknisjukrahussins i Bandarikjunum. Thar var notad serstakt gerviskinn, throad af NASA. Draga svo ofsalega ur orum, hudin verdur nanast su sama og adur, ju si. Her eru sarin einfaldlega thvegin og bundid um thau a nyjan leik. Or eda ekki or skiptir ekki mali. Ad halda utlimunum og missa ekki mattinn i theim er thad sem thetta gengur ut a.

Thratt fyrir adbunad sem var likt og svart og hvitt var lyktin su sama. Sarsaukinn lika af sama toga, thad er vont thegar fotunum er kippt undan manni. En sarsauki stulkunnar hins vegar miklu miklu verri. Hun hafdi lika misst eiginmann sinn og barn i sprengingunni. Hver framtid hennar verdur, a eftir ad koma i ljos. Hvernig Afganistan mun ganga ad risa ur oskunni eftir rum tuttugu ar af stridi, a lika eftir ad koma i ljos.

þriðjudagur, desember 02, 2003

Eg er ordlaus. Hvernig er haegt ad eydileggja heila borg svona algjorlega?
Her eru rustir, rustir og meiri rustir! RUSTIR!!! Strid eru heimskuleg, oafsakanleg, oskiljanleg. Thvilikt sem thetta folk hefur matt thola herna! Kabul er hreinlega borg i blaedandi sarum. Borg sem merkilegt nokk var i finu lagi adur en stridid braust ut 1979. Stadur sem margir turistar heimsottu.

Eg er ordlaus. Trui thvi ekki ad eg se raunverulega stodd a stadnum sem eg hef heyrt endalausar frettir af! Man thegar eg var litil stelpa eftir frettum af hinu hraedilega stridi i Afganistan (1979-1989). Sidan tok vid borgarastyrjold og Talibanar nadu voldum i kringum midjan seinasta aratug. Man eftir frettum af hardstjorn Talibana. Thegar Bandarikjamenn akvadu sidan ad folkid her vaeri ekki buid ad fa nog af stridi og sprengjum, arid 2001, sat eg limd vid sjonvarpsskjainn og las Morgunbladid upp til agna. Og nu er eg her! Hvad get eg sagt?

Eg er ordlaus. Eg er stodd i sama landi og Osama Bin Laden faldi sig i. Fjollin sem eg sa i gaer eru fjollin sem Bandarikjamenn leitudu dyrum og dyngjum ad honum. Eg er stodd a stad thar sem Talibanar hengdu folk, hjuggu af theim hendur, brenndu hus, eydiloggdu sem mest their gatu. Eg er stodd innan um konur i burka, blaum sidum kuflum med hulin andlit. Margar ganga enn i kuflunum thott theim se frjalst ad klaedast odru eftir fall Talibana.

Eg er ordlaus. Afghanistan er eitt stort flak - en thvilik natturufegurd! Sat gapandi i gaer i flugvel Ariana Afghan Air thegar hun sveif yfir ha og tignarleg, snaevithakin fjollin. Thvilik fegurd. Og tharna nidri, i thessum fallegu fjollum var blessad folkid sem sprengjunum rigndi a. Folkid sem hefur matt thola thurrka og hardindi, strid og hraedilegri hluti en eru i ordaforda flestra a orugga Islandi. Afghanistan, landid sem eg hef heyrt svo mikid um.

Eg er ordlaus. Hvad getur madur sagt thegar gomul kona segir manni ad dottir hennar hafi stigid a jardsprengju og misst fotinn? Thegar hun baetir sidan vid ad onnur dottir hennar hafi daid af voldum byssukulu? Thegar thad kemur i ljos ad sonur hennar er blindur a odru auga eftir sprengju sem sprakk? Hvad getur madur sagt thegar midaldra madur segir manni fra hengingum sem hann vard vitni ad af halfu Talibana?

Ja, eg er gjorsamlega ordlaus. Imagine all the people, living life in peace, madur.

Yfir og ut. Thetta er Sigridur Khadija Muhammad sem talar fra Kabul.