sunnudagur, nóvember 30, 2003

Tvítugsafmælið hefur þroskað mig svo mikið að ég veit ekki hvar þetta endar.

Átti áðan í löngum samræðum við unga stúlku, næringarfræðing, sem ég hitti, um B-12 vítamín og járn. Sú var tíðin að ég ræddi fjálglega um unga pilta, nú ræði ég vítamín og steinefni, meltingu og matarvenjur. Einmitt það.

Við fundum út að réttast væri að ég útvegaði mér járn og b-vítamínblöndu. Borða mestmegnis grænmeti í hinum og þessum sósum með chapati (hveitikökur sem matnum er skúbbað upp í). Indverjar eru voða mikið í grænmetinu. Held mig sjálf frá kjötinu, enda veit maður ekkert hvernig ´essu var slátrað eða hversu lengi þetta hefur legið í sólinni. Á lestarferðalögum treð ég mig síðan út af snakki og kexi. Sum sé ekkert kjöt fyrir Jónsdótturina. Fer bráðum að kalla mig grænmetisætu. Hef borðað kjöt þrisvar sinnum á sjö vikum, þar af einu sinni á McDonalds þar sem efast má um hvort kjúklingaborgarinn eigi eitthvað skylt við kjúkling, þó góður sé.

Í gærkvöldi drakk ég engiferte (svo gott fyrir meltinguna) og glápti á Fridu (svo gaman að svona öðruvísi og tilfinninganæmum myndum). Sú var tíðin að ég drakk kók og horfði á bandarískar spennumyndir.

Datt síðan ofan í sjónvarpsstöðina Ptv World – pakistanska stöð. Það er sjónvarp inni á herbergi hjá mér, get svo svarið það. Dettur reyndar reglulega út og stöðvarnar breyta reglulega um númer en það er bara heimilislegt. Sú var tíðin að ég horfði á Bachelor í laumi, nú horfi ég á pakistanskar fréttir. Finnst sérlega athyglisvert að bera fréttaflutning þeirra af Kasmír deilunni saman við fréttaflutning Indverja. Oj bara, ég er nörd.

Sú var tíðin að ég hét Sigríður Víðis Jónsdóttir, nú er ég Sigríður Khadija Muhammad. Á leið til höfuðborgar Dowlat-e Eslami-ye Afghanestan klukkan níu í fyrramálið. Búin að pakka bikiníinu, sólarvörninni, naglalakkinu og strandpilsinu. Eða kannski bara komin í dökkbláan víðan kufl og víðar buxur. Með þykka slæðu um höfuðið. Go native, maður.

Kabúl hér kem ég.


P.s. Veit ekki hvenær ég kemst næst í internet, kannski strax við lendingu, kannski ekki fyrr en ég kem aftur til Delhi sunnudaginn 7. desember. Sjáum til. Engar fréttir eru góðar fréttir. Er annasr í dægurmálaútvarpi Rásar 2 á morgun, FM 90,1 einhvern tímann milli fjögur og sex. Pistill sem tekinn var upp frá Varanasi fyrir helgi. Stefnum svo á pistil frá Fjarskanistan.

Heyrdu ja svo er herna afganskt spakmaeli:

"Don't stop a donkey that is not yours!"
Sum se: Mind your own business.

Gaman ad 'essu..

Hver vaeri islenska utgafan?

Frokenin er a fullu ad kynna ser afganska menningu.

Og afganskan humor... Gjorid svo vel:

One day Mullah Nasruddin entered his favorite teahouse and said: “The moon is more useful than the sun.” An old man asked: “Why Mulla?” Nasruddin replied: “We need the light more during the night than during the day.”

Einmitt thad. Godur thessi. Humm. Vid sem erum med milljon megawott af rafmagni fottum kannski ekki alveg svona djok... Okei, reynum annan:

You may have lost your donkey, Nasruddin, but you don’t have to grieve over it more than you did abut the loss of your first wife. Ah, but if you remember, when I lost my wife, all you villagers said: We will find you someone else. So far, nobody has offered to replace my donkey.

???

Skemmtilega hnyttinn og beinskeyttur afganski humorinn.

Humm..

laugardagur, nóvember 29, 2003

„Canon makes a happy family,“ stóð stórum stöfum í auglýsingu í The Times of India í dag. Hamingjusöm fjölskylda á litskrúðugri mynd. Já, kannski hamingjan felist hreinlega í Canon myndavél? Búdda myndi reyndar ekki fallast á það heldur staðhæfa að hamingjan kæmi innan frá og fælist ekki í veraldlegum gæðum.

En Búdda átti líka ekki Canon myndavél.

Við Sigurður, minn kæri vinur og ferðatölva, erum eitt. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.

Stundum fær þessi elska að kúra uppí hjá mér. Þá strýk ég litla, brothætta gimsteininum mínum blíðlega. Í lestinni í nótt var Sigurður eitthvað hræddur um að vera tekinn af móður sinni af ljótum köllum en hún róaði drenginn og hlekkjaði hann einfaldlega fastan við sig. Hlekkjuð í faðmlögum sváfu þau mæðginin. Svo fallegt, svo hugljúft.

Ekki þýddi heldur að skilja drenginn einan eftir þegar móðir hans þurfti á klósettið. Ó, nei, Sigurður fór með. Á bakinu á móður sinni. Meðan hún meig niður um stórt gat sem heita átti klósett beint niður á lestarteinanna, hjúfraði Sigurður sig upp að bakinu á henni, falinn í grænum dagpoka. Bak í bak voru þau mæðginin – svo ljúft, svo náið. “Við stöndum þétt saman, við snúum bökum saman,” tautaði móðirin meðan hún grúfði sig yfir gatið og skildi persónulegar menjar eftir sig á um kílómetra löngum kafla. Hló síðan tröllahlátri og fannst hún ægilega fyndin.

Mæðginin snéru aftur til sætis síns, innan um tvær indverskar fjölskyldur. Þröngt mega sáttir sitja í lestum hér í landi. Tvær eldri konur með krosslagðar fætur uppi við rjáfur í efstu kojunni, þrjú brúneygð og sæt börn í kojunni þar fyrir neðan, maður liggjandi á neðsta bekknum. Ég og Sigurður í faðmlögum í neðstu kojunni á móti. Með Megas í eyrunum.

“Mamma komdu ekki nálægt með nefið þitt fína. Það er nálykt af honum, þú gætir fengið klígju,” hljómaði úr geislaspilaranum. Mér varð litið á holdsveika betlarann við brautarpallinn. Hann var við dauðans dyr og ekki langt í nályktina, svo sorglegt sem það var. Fyrir ofan hann var stórt auglýsingaskilti. Skælbrosandi stelpa með fínt nef að auglýsa sjampó.

Nokkru lengra lá maður hrjótandi á iðnaðarsvæði við lestarstöðina (hér hafa menn einstaka hæfileika til þess að sofna hvar sem er – í orðsins fyllstu merkingu). Megas fann það augljóslega á sér því á sama augnabliki söng hann: “Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu.” Nú var maðurinn vitanlega ekki Jónas (hvað er það að vera Jónas...? spyr heimspekingurinn...) en iðnaðarsvæðið var stórgrýtt og kauði hraut eins og sögunarverksmiðja. Aldrei að vita líka nema hann hafi verið fullur.

Og þarna voru tvær gamlar kýr að leita að æti í stórum ruslahaug. Aftur hitti meistari Megas naglann á höfuðið: “Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður, gisinn og snjáður meðferð illri af.” Kýrnar voru vitanlega ekki hestar (já, hvað er það að vera kú...??) – en ákaflega gamlar, sorrý og snjáðar af fæðunni af ruslahaugunum. Það er ekkert grín að vera kú á götum Indlands, jafnvel þótt maður sé heilagur.

Já, Megas – svo miklu miklu meira...

föstudagur, nóvember 28, 2003

P.s. Mæli ekki með því að fylgjast með líkbrennslu á fastandi maga að morgni til.

Þykkur reykur lagði yfir svæðið þar sem ég stóð í morgun og fylgdist með fimm eldum loga. Ættingjar röðuðu sér í kring. Verkamenn hjuggu eldivið og vigtuðu. Lyktin var þung, lykt af brenndu holdi. Fjórir karlmenn gengu með líkbörur niður að ánni og dýfðu þeim látna í Ganges. Skrautlegar börurnar voru síðan bornar upp að stórum eldiviðarhaug. Um það leiti sem átti að fara að kveikja í ákvað ég að koma mér í burtu, þurrka af mér líkbrennslureyk og reyna að endurheimta matarlystina.

Það varð mér til happs að morgunmaturinn, sem ég snæddi á veitingastað með geggjuðu útsýni yfir Ganges, kom ekki fyrr en eftir dúk og disk. Þá var ég orðin svo svöng að ég réðist á matinn og reif hann í mig. “Blessuð sé minning hinna látnu,” tuldraði ég og tæmdi glasið með papaya djúsinum í einum teyg.

Haldið ekki að stúlkan sé búin að kaupa sér indverskan sarí - búninginn sem indverskar konur klæðast: Topp, undirpils og sex metra af efni sem vafið er eftir kúnstarinnar reglum utan um viðkomandi.

Hef eytt afar litlu undanfarið, að meðaltali um fimm hundruð íslenskum krónum á dag. Ætlaði því varla að hafa mig í að reiða fram heilar 850 rúpíur fyrir gripinn – rúmar 1300 íslenskar krónur. Gúlp. Var samt búin að þræða alla markaðina til að vera viss um að þetta væri örugglega besti díllinn. Og efnið var ekkert slor. Dökkrautt og gyllt, handbródíerað með silfruðum pallíettum, silfurþráðum og silfurperlum. Brúðardress á Indlandi, skal ég segja ykkur.

Fyrir svona fínt dress er toppurinn sérsaumaður. Ég brá mér því yfir götuna með efnið, þar sem lítill og mjór karlmaður sat við saumavél. Kertaljós á borðinu hjá honum. Litla stelpan hans að skottast í kring. Í hæsta prúttgírnum spurði ég kauða hvað hann myndi taka fyrir að búa til blússu. Sagðist hafa verið lengi á Indlandi og vita vel að það væri ekki dýrt. Ha, já, kallinn minn! Frökenin er prúttari dauðans.

Félaginn leit upp og sagðist því miður ekki hafa tíma til að sauma blússuna á einum degi. Hann virtist bæði þreyttur og sveittur. Ég þurfti að fá hana daginn eftir, enda á leið með lest til Delhi (flugið til Fjarskanistan er þaðan) þar sem ég ráðgerði að senda pakka heim til Íslands með varningi. Ég fussaði og feyjaði en varð síðan litið á saumaskapinn hjá kauða. Þegar ég áttaði mig á því að hann fóðraði bæði blússurnar og festi á þær örsmáar krækjur linaðist ég. Þetta var enginn smá saumaskapur. Ég skammaðist mín fyrir yfirganginn og bauð honum hundrað rúpíur í stað áttatíu fyrir að búa til gripinn á tilskildum tíma. Brosti mínu breiðasta. Skammaðist mín síðan enn meira þegar ég setti kauphækkunina í samhengi. Kúkur og kanill á Íslandi en mikið á Indlandi. Vinurinn félst á tuttugu rúpíu kauphækkunina (34 krónur!) og við sömdum um hraðafgreiðslu. Við kertaljós mældi hann mig síðan á alla enda kanta og ég mátaði sarí blússur fyrir framan rykfallinn spegil í lítilli kompu.

Á eftir næ ég í blússuna og er þá komin með brúðarkjólinn. Vantar bara mannsefnið. Maður ætti kannski að kíkja í einkamáladálkana með sunnudagsblaði India Today?

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Sko bara, aðventan farin að nálgast. Íslenska jólabókaflóðið væntanlega skollið á og fólk að koma sér í gírinn fyrir jólahlaðborð, jólaglögg, jólahitt og jólaþetta. Stúdentar kófsveittir í próflestri.

Ég var sautján ár í skóla og hef því tekið nokkuð mikið af jólaprófum. Vegna blessaðra prófanna hef ég oft geymt jólagjafir fram í lengstu lög, endað í brjálæðiskasti á Þorláksmessu og skrifað jólakortin á aðfangadag. Jafnvel um sjálf jólin eða á nýju ári. Oftast hef ég samt skeinst til að koma upp aðventuljósum í byrjun aðventunnar og útbúa krans. Á þessu verður hins vegar breyting þetta árið. Í ár mun ég ekki eyða byrjun aðventunnar við að útbúa kertakrans og sníkja smákökur hjá þeim sem eru ofvirkir í bakstrinum. Nei, í ár mun ég eyða byrjun aðventunnar í....

....í

....í

....í Afganistan.

Ó já, þann fyrsta desember held ég til Kabúl! Svona kemur lífið manni sífellt á óvart, segi ekki meir.

Nú geri ég mér grein fyrir því að þetta hljómar eins og óðs manns æði. Venjulegt fólk fer í vikuferð til Costa del Sol og kemur lemstrað heim eftir of mikil sólböð. Fröken Sigríður fer í vikuferð til Afganistan þar sem allt er lemstrað eftir áratuga borgarastyrjöld og sprengingar Bandaríkjahers. Hver er svo vitlaus?! En börnin góð, þetta er ekki jafn mikið óðs manns æði og það virkar í fyrstu. Sannið til. Það er ekki lengur hættuástand í sjálfri Kabúl. Utan borgarinnar eru enn þá átök á milli þjóðarbrota en ég held mig fjarri þeim. Ég verð í höndum Rauða kross fólks og mun kynna mér hvað Rauði krossinn er að gera í Kabúl. Þarna eru tveir íslenskir sendifulltrúar sem ég hitti og síðan skoða ég verkefni sem Alþjóðasamband Rauða krossins er að vinna að. Þeir ná í mig á flugvöllinn, aka mér um og veita túlk þegar þess þarf. Þetta fólk veit manna best hver staðan er og hvar óhætt er að vera.

En af hverju í ósköpunum að vera að fara þetta? Jú börnin góð, í sundurtættri Kabúl býr fólk. Fólk eins og ég og þið. Fólk sem hefur þraukað í gegnum styrjaldir og átök og upplifað ótrúlega hluti. Heimurinn hefur ekki lengur áhuga á Afganistan – nú er önnur hver frétt um Írak. Fréttamennirnir fara þegar sprengjunum hættir að rigna. En lífið heldur áfram í landi í rúst. Þótt við afgreiðum Afganistan sem sprengjuflag sem hver heilbrigður maður ætti að halda sig frá, þá býr þarna fólk sem er að reyna að koma sér aftur á kjölinn. Það er fróðlegt í meira lagi að sjá afleiðingar átakanna og reyna að gera sér grein fyrir ástandinu.

Einstakt tækifæri myndi ég segja – og einstök lífsreynsla. Mig langar alla vega meira til Afganistan en Costa del Sol.

Yfir og út.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Ain Ganges er mengud. Svo mengud ad thad thrifst ekkert lifriki i henni. Nema kannski kyrnar sem skella ser ofan i vatnid og baula hatt. Til ad ohaett se ad bada sig tharf akvedin tala ad vera minni en 500 (einhver standard sem eg kann ekki skil a, uppleyst efni i vatninu, bla...). Takid eftir, minni en 500. Tala thessi er 1.500.000 fyrir Ganges. O, ja. Ein og half milljon. Einungis. Geri adrir betur!

Samt bada thessar elskur sig i vatninu. Enda ain heilog og menn komnir langt ad til ad bera hana augum. Hja sumum er thetta ferdalag lifsins. Menn drekka meira segja vatnid og brosa breitt. Eg afthakkadi hins vegar pent.

Sidan toppar natturlega ekkert ad deyja vid Ganges, lata brenna sig thar og demba oskunni i vatnid. Lyktin hja likbrennslunni er megn. Thangad eru likin borin a borum med skrautlegum abreidum. Gaurinn sem ok mer um a rickshaw-hjoli adan ok naestum thvi eitt stykki likfylgd nidur. La vid ad eg dytti i gotuna med theim latna.

Thetta er skrytinn stadur, Benares. Skitalykt, likbrennslulykt, skitug a, otruleg mannmergd, heitt og sveitt. En samt er eitthvad merkilega adladandi vid hann. Dalitid eins og ad fa ad gaegjast a bak vid luktar dyr. Spennandi ad fa ad taka thatt i einhverju sem er odrum svona akaflega kaert.

Solarupprasin varpadi dulmagnadri birtu yfir allt saman thar sem vid sigldum um a anni eldsnemma i morgun. Klukkan sex i kvold aetladi sidan allt um koll ad keyra a helgistund vid arbakkann. Hundrudir manna samankomnir. Bjolluhljomur, indverskur songur i lelegu hatalarakerfi, trumbuslattur, folk ad klappa, menn ad berja homrum i jarnskifur, reykelsi a lofti, blomailmur, kertaljos og storir eldar. Havadinn slo ut Kaffibrennsluna a godum fostudegi. Og Kaffibarinn og thann fula pytt Astro. Get svo svarid thad. Var hreinlega ad aerast og hef akvedid ad thad se throskamerki. Komin med vidkvaem eyru. Enda ordin tvitug..

Skodadi lika i dag heilagasta hof Hindua, Gullna hofid. Muslimar eydilogdu hofid a sautjandu old og byggdu mosku a rustunum. Fimmtiu arum sidar byggdu hinduar nytt hof vid hlidina og hlodu 800 kiloum af gulli utan a thad. Oryggisgaeslan tharna er gedsjuk. Likamsleit, engir farsimar, engar myndavelar inn. Allt fullt af vopnudum vordum. Astaedan? Herskair hinduar hafa lyst thvi yfir ad moskan se naesta takmark theirra, hun verdi sprengd i loft upp. Verdi thad ad veruleika er naesta vist ad hraedileg atburdaras fari af stad, enda myndu muslimar vaentanlega hefna. Astandid i Benares yrdi ekki gott, enda ibuarnir her ad thridjungi muslimar. Borgaryfirvold sja ser thvi thess kost vaenstan ad sja til thess ad moskan verdi ekki sprengd i loft upp.

Nema hvad, kyrnar fengu ad vappa inn a svaedid an likamsleitar. Thurftu ekki einu sinni ad fara i bidrod. Ef eg vaeri terroristi myndi eg festa sprengjuna mina a ku og lata hana ganga med hana inn a svaedid. Sem betur fer er eg hins vegar ekki terroristi, enda skynsom stulka.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Er annars komin til borgarinnar Benares nuna, heilagasta stad Hindua. Komin fra hjarta Buddismans yfir i hjarta Hinduismans. Athyglisvert. Deili herbergi med stelpu fra Israel sem eg hitti a lestarstodinni.

Stefnum a batsferd a anni Ganges klukkan sex i fyrramalid. Aldrei ad vita nema madur taki sundsprett...

Gongutur i gegnum thorp Dalita i Bodhgaya:

Kyr baular. Stig naestum thvi a ond sem kjagar yfir moldarslodann. Litill strakur horfir prakkaralega a mig og rekur gamla gummislongu afram. Vill ad eg taki mynd af ser. Stelpa uppi a thaki veifar. A thakinu er graenmetisraekt. Rusl a gotunni. Madur sefur vaert a dyrapalli. Pottur a hlodum. Konur hja ad skera graenmeti. Her fer allt fram utandyra. Tvaer geitur hlaupa um. Hundur geltir. Skitug a rennur hja, megn rusla- og kloaklykt. Geng i flasid a likfylgd. Fjorir menn halda a treborum med skrautlegri abreidu. Hinn latni er augljoslega ofrisk kona. Skrytid ad hugsa til thess ad hun hafi verid a lifi fyrr um daginn. Her eru menn brenndir sem allra fyrst vegna hitans, sama dag eda daginn eftir.

Vatnspumpa. Konur og born bada sig. Uppthvottur i gangi a sama stad. Bornin skrikja og skraekja og hlaupa nakin. Hani galar, langar kannski ad skella ser i bad med theim. Stig naestum thvi i hundaskit. Ungar konur brosa til min, gamall tannlaus madur hneigir sig djupt. "Namaste!" hljomar um thorpid - "Godan daginn!" Eg hneigi mig a moti og boggla ut ur mer "namaste". Hreimurinn ekki upp a marga fiska.

Minnir mig a lelega danska hreiminn sem madur throadi med ser i donskukennslunni i grunnskola.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Thridji i thvitugsafmaeli og engin ny hrukka thegar eg leit i spegilinn i morgun.

Afmaelid var afar athyglisvert. Hin indversku Rajesh og Usha budu mer i morgunkaffi til sin, mattu ekki heyra a annad minnst thegar thau frettu ad afmaelisdagur minn vaeri i uppsiglingu. Thegar frokenin maetti a svaedid var Usha ad hraera i potti, magkona hennar ad skera graenmeti og litla fraenka theirra ad hjalpa til. Afmaelisbarnid var sett i besta stol hussins. Ushu leist greinilega ekki a utganginn a barninu thannig ad hun sa til thess ad thad fekk andlitslyftingu... Viti menn, longu sidar (a Indlandi tekur allt laaaaangan tima) var Sigridur komin i finasta sari fruarinnar (indverskur kjoll), med raudan depil a enni, dokkraudar varir, sex armbond, nefskraut og halsmen. Konurnar i husinu hlogu mikid og fannst augljoslega afar gaman ad sja thennan hvita Islending i munderingunni. Thegar morgunmaturinn var sidan drifin inn og frokenin sat med krosslagdar faetur og bordadi khir, chapati og graenmetiskassu, gat hun ekki annad en hugsad med ser: "Hvernig i oskopunum endadi eg her?!!!" Baetti sidan i huganum vid: "Lifid - kemur sifellt a ovart..." He he.

Rajesh og fjolskylda tilheyra "dalitum", hinum stettlausu a Indlandi, The Untouchables eda hinum stettlausu. Reyndar hefur allt slikt verid aflagt opinberlega og thad fyrir longu sidar. En vitundin um thad lifir enn medal manna og hinir stettlausu finna enn fyrir thvi ad litid er nidur a tha. Dalitar bua vida enn ut af fyrir sig og Rajesh thekkti morg daemi um ofbeldi thott hann hefdi ekki lent i thvi sjalfur. Vid hofdum adur raett mikid um dalita og haldid ekki ad thessi elska hafi gefid mer i afmaelisgjof eina af bokunum ur bokahillunni sinni, "Who are the Untouchables and why did they become untouchable?". O, ju, Sigridur litla sat med tarvot augu og vissi ekki hvad hun atti ad segja thegar hann retti henni threttan ara gamla bok, marglesna, eftir Dr. Babasaheb Ambedkar. "Oh, yes, please take this, please do it for us," margsogdu thau. "We want you to have this."

Thetta thotti mer vaent um og hlakka mikid til ad lesa bokina. Enda er hryllilegt hvernig farid hefur verid med hina stettlausu her i landi og athyglisvert ad velta fyrir ser hvernig i oskopunum thad byrjadi allt saman.

Foreldrar minir elskulegir hofdu sidan skrifad mer bref og sagt ad thau myndu bjoda mer og ferdafelogum minum ut ad borda. Eg skyldi leggja ut fyrir thvi og thau sidan gera thad upp vid mig. Her i Bodhgaya er ekki mikid af veitingastodum en vid hofdum fundid einn godan og skelltum okkur thvi thangad aftur. Oskop einfaldur en hreinn og finn, med godan og oruggan mat. Thar bordudum vid thrjar og fengum okkur afmaeliskoku i eftirmat, rosa gott eplapie. Thad tilkynnist her med ad foreldrar minir skulda mer heilar 300 kronur.

Eg legg rika aherslu a ad thau geri thetta upp vid mig hid fyrsta. Ad odrum kosti baetast vid thetta drattarvextir og malid verdur sent til brodur mins, logfraedingsins!

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.
EG A AFMAELI I DAG.

HURRA, HURRA, HURRA!

Gaman ad vera loksins ordin tvitug...

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Var annars ad koma nuna fra hinum indverska Rajesh og konu hans. Bua her i Bodhgaya asamt foreldrum hans og fjolskyldu brodur hans, tiu manns i husi. Eg og munkurinn forum thangad eftir morgunmat ad raeda um verkefni sem munkinn langar ad koma a fot i thorpinu sem vid forum i i gaer. Eg var sidan lengur og bordadi hadegismat med fjolskyldunni, graenmeti og chapati (hveitikokur) sem konurnar eldudu a gasi a golfinu frammi. Einfalt eldhus, ekkert Kitchen Aid rugl her...

Nema hvad, verkefnid gengur ut ad koma a fot svo kolludum "micro loan" - litlum lanum - i thorpinu. Bunir vaeru til hopar sem hittast einu sinni i manudi og raeda astandid a stadnum. Hver medlimur leggur fyrir akvedna upphaed a manudi i sameiginlegan sjod, liklega um 50 rupiur (85 kronur). Thad er algjor maximum upphaed, thetta folk tharna er svo hraedilega fataekt. Their sem standa ad verkefninu (munkarnir og vinir hans) leggja sidan akvedna upphaed a moti, kannski um 200 rupiur a hvern hopmedlim a manudi. Hopurinn eignast smam saman peningasjod, nokkurs konar banka. Eftir nokkra manudi, thegar hopurinn er ordinn vanur thvi ad hittast og raeda malin, geta menn sidan sott um lan i bankanum. Hopurinn akvedur i sameiningu hverjum skuli lanad, thad er hvada verkefni seu ardbaer. Thad getur til daemis verid ad kaupa uxa eda starta litilli verslun med graenmeti. Sameiginileg nidurstada tharf ad nast thvi vitanlega er ekki haegt ad lana ollum. Lanid er sidan borgad til baka a einu og halfu ari og pressan vaentanlega thonokkur fra hinum hopmedlimunum, thvi ef menn borga ekki til baka er sjodurinn lagdur af. Hugsunin a bak vid thetta er ad reyna ad bua til ny atvinnutaekifaeri. Vandamalid her (fyrir utan skort a menntun og heilsugaeslu) er a menn hafa ekki vinnu. Og engin vinna thydir enginn matur. Med ekkert velferdarkerfi thydir thad einfaldlega daudi - punktur og basta! Ad baki verkefninu liggur sidan ekki sist thad ad gefa folkinu taekifaeri til ad hafa sjalft ahrif. Hopurinn akvedur sjalfur hvad se best ad gera og forgangsradar verkefnum - vinnur i sameiningu ad adkvednu markmidi, thvi ad gera thorpid sitt betra.

Thad var magnad ad sitja i morgun og raeda um verkefnid vid munkinn, Rajesh og konu hans og vera med i skapa thetta! Raeddum fullt af hlutum, til daemis hvort hafa aetti ser karla og kvennahopa, hvad gera aetti ef menn gaetu ekki borgad til baka, hver upphaedin aetti ad vera sem menn leggdu til osfrv. Drukkum indverskt te og letum okkur dreyma um betri tid fyrir thorpsbua. Fundum thad vel i gaer ad their vilja breytingar og ad their eru tilbunir til ad leggjast a eitt til ad reyna ad gera astandid betra. Tharna eru miklir barattumenn inn a milli, margir hofdu farid oft i fangelsi fyrir ad berjast fyrir rettindum sinum (allir i thorpinu tilheyra "dalitum", hinum laegst settu i samfelaginu).

Og hver veit nema micro-loan verkefni breyti ekki bara heilmiklu! Aldrei ad vita. Verdur allavega spennandi ad fylgjast med framvindunni.

Starfskynningin heldur afram. I gaer vard frokenin ad Movie Star Jonsdottur! O ja, o ja.

Slost i for med kanadiskum munki sem er ad gera heimildarmynd um ahrif buddisma a "dalita", tha laegst settu i indverska samfelaginu. Long saga hvernig thad kom til - ein af thessum skemmtilegu tilviljunum i lifinu... Nema hvad, vid forum ut i thusund manna thorp herna, hraedilega fataekt, og raeddum vid folkid. Voktum gridarlega athygli med myndavelina, svo ekki se meira sagt. Vorum komin med haug af folki i kringum okkur og i hvert sinn sem vid hreyfdum okkur eitt skref, hreyfdi allur hopurinn sig. Mjog athyglisvert. Hef sjaldan fundist eg vera jafn vinsael i lifinu, nema kannski ef vera skyldi hja moskitoflugunum sem elska mig. I myndinni blessadri verda sum se skot af frk. Sigridi ad raeda vid heimamenn. Nu er fraegdin a naesta leiti, jedudamia.

Nokkud athyglisvert thvi um daginn var eg a gangi og fekk tha kommentid: "Hey, just lika an Indian moviestar!" fra gaur sem var ad reyna ad heilla mig. Eg vissi ekki hvort eg aetti ad hlaegja eda grata en hann taldi sig vera ad hrosa mer i hastert.

Thannig ad nuna er madur bara ordin Indian moviestar... Madur spyr sig natturlega hvad madur hafi verid ad eyda ollum thessum tima i heimspeki og mannfraedi.

mánudagur, nóvember 17, 2003

Eg er komin med svo mikid sigg a lappirnar eftir sandalana mina ad eg verd ekki Sigga thegar eg kem heim, heldur SIGGa.

Einmitt thad.

sunnudagur, nóvember 16, 2003

You can give and you can decide not to give. Then you can give as little as possible, but still enough for you to convince yourself that it was OK - enough. It's amazing how often we do that, isn't it?!" sagdi nunnan sem byr a sama stad og vid i buddamidstodinni. "I mean, a lot of the time I do it myself although I'm trying to be as generous as possible. I give just the amount that is enough for the act to be OK."

Eg kinkadi kolli og vard hugsad til storra sjonvarpa heima, nyrra bila, jolagjafainnkaupa sem nu faeru ad hefjast af fullum krafti, kreditkorta, vorulista, neyslu og meiri neyslu. "You're right. In Iceland a lot of people simply don't care and a big percentage of the ones that do give to charity work give as little as they possible can. It's sad, very sad indeed," sagdi eg af einlaegni og hrukkadi ennid. Fannst eg hljoma akaflega gafuleg.

Er annars a leid nuna a mikla ljosaserimoniu vid adal Budda stadinn her i bae - thar sem Budda sat undir treinu fordum daga og odladist uppljomun. Thar verdur kveikt a otal kertum, orugglega mjog fallegt. Eins gott ad their kveiki ekki i treinu goda (afleggjari af afleggjara af afleggjara af afkomanda tresins...), yrdi algjor skandall fyrir thetta blessada lid... he he.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Fullyrding: Sumir dagar lida hja an thess ad madur half vegis taki eftir theim. Adrir eru ogleymanlegir. Dagurinn i dag fellur i sidari flokkinn.

Stadsetning: Komin morg hundrud kilometra austur af Delhi, til Bodhgaya i Bihar. Bihar er baedi spilltasta og fataekasta fylkid a Indlandi. Internet og tolvur ekki alveg malid her, meira svona ad lifa af. Neydin herna er ofbodsleg, alveg otruleg. Litli drengurinn i gistiheimilinu i Dharamsala, sa sem vid gafum skolatoskuna, var einmitt seldur hedan. Akvad ad skella mer hingad med vinkonu mommu, theirri somu og adur, og dottur vinkonu hennar. Thaer eru buddistar og Bodhgaya er heilagasti stadur Buddista. Her odladist Budda sjalfur uppljomun.

Og hvad er svona merkilegt vid daginn i dag? : Ju, sem eg var ad rapa herna um, paela i honum Budda kallinum, lifinu og tilverunni, datt eg nidur a Sakayamuni Buddha Health Care Center. For og taladi vid forstodumanninn og var allt i einu lent inn a fund med starfsfolkinu. Dalitid fyndid. “Astandid herna er otrulega slaemt en audvitad getum vid gert okkar til ad breyta thvi. Thad er ekki spurning. Hva, eigum vid bara ad gefast upp eda hvad?!” sagdi Dr. Sanjay, thegar eg for a heilsugaesluna naesta dag. “Eg se mikinn mun a astandi folksins fra thvi ad vid opnudum arid 1996,” baetti hann vid. Sidan syndi hann froken Sigridi starfsemina. Heilsugaeslan er homopata heilsugaesla thar sem vinna thrir indverskir laeknar. Tharna eru lika sjukrathjalfarar, sjalfbodalidar fra Vesturlondum. Oll starfsemin er rekin af frjalsum fjarframlogum. Og thad sem thau eru ad gera er magnad, alveg magnad. I litlu husi vid otrulega basic adstaedur er barist vid berkla og alnaemi, folki med lomunarveiki veitt studningstaeki sem buin eru til a stadnum og theim veitt sjukrathjalfun, konum er radlagt vardandi barneignir og mikilvaegum upplysingum um hreinlaeti og forvarnir, midlad.

En thratt fyrir ad thessi thjonusta se okeypis geta margir ekki nytt ser hana. Thad kostar ad taka rutu eda rickshaw inn til Bodhgaya. Thott thad seu ekki nema nokkrar kronur eru thad miklir peningar fyrir thann sem ekkert a. Til ad na til theirra allra fataekustu var thvi komid a fot serstakri mobile clinic – hreyfanlegri heilsugaeslu. Ahugavert? Ju, einmitt - og froken Sigridur sannfaerdi lidid um ad leyfa ser ad koma med i slika for!

I dag vard thvi Journalist Jonsdottir timabundid ad Nurse Jonsdottir. He he. Hjalpadi til med lyfin (setti skrytnar pillur i glos), fann til sjukraskyrslur (haegara sagt en gert med indversk nofn sem madur hefur ekki hugmynd um hvernig a ad stafa!) og hjalpadi kvensjukdoma-hjukrunarkonunni. Fekk hid abyrgdarmika hlutverk ad halda uppi storu vasaljosi svo ad hun saei hvad hun vaeri ad gera medan hun threifadi konurnar. Herbergid stort og myrkvad, tveir beddar inni, ekkert rafmagn. Laeknirinn og hin hjukkan utandyra.

Svo tharna var Sigridur umkringd hopi af Indverjum. Litil born med enn minni born. Gamalt folk. Konur sem vogu ad medaltali 35 kilo. Fann heilar tvaer sjukraskyrslur thar sem konurnar voru yfir 50 kilo. Tvaer! Merkilegt hvernig thetta folk sem er i thessari neyd vard allt i einu manneskjur. Litla stulkan med risa stora skjaldkirtilinn, fimmtan ara halti drengurinn sem vo 24 kilo, blodlausa konan sem var komin thrja manudi a leid, litla stulkan med skemmda augad, unga konan sem gat ekki att born.

Nema hvad, nadum ad sja 88 manns i dag. “25 I thessu thorpi vaeru blindir ef vid eda einhverjir adrir hefdu ekki komid hingad og byrjad ad hjalpa,” sagdi Dr. Sanjay thegar vid tokum saman. “A-vitaminskortur, thu skilur. Vid gefum theim vitamin og sidan bendum vid theim a ur hvada faedu thau fai A vitamin.

Heimleidin. Siddegissolin sendi geisla sina yfir akrana. Folk a leid heim eftir langan vinnudag. Berfaett born. Ungar konur sem vaeru a gelgjunni heima en eru herna giftar med storan barnahop. Kyr og geitur a gotunni sem vida var ekki nema mjor, holottur vegarslodi. Myndi ekki kallast vegur heima.

Og Nurse Sigridur hristist upp og nidur i bilnum og gat ekki annad en hugsad: Thetta var nu eitthvad!

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Er hin fullkomna borg til?

“Já, og hana getum við smíðað,” svaraði hinn mikli mógúll Akbar. Þetta var á sextándu öld og Akbar afi þess sem síðar reisti hina fögru Taj Mahal. Stórhuga menn þar á ferð. Akbar var eldklár maður og fékk færustu mögulegu arkitekta með sér í lið. Í sameiningu hönnuðu þeir borgina sem síðar fékk nafnið Fatephur Sikri. 29.000 manns unnu að verkinu í fimmtán ár. Veggir og gólf voru hol, innan í þeim rann vatn, ýmist til að hita eða kæla. Á sumrin rann kalt vatn um pípurnar en á veturna var það hitað. Á þrjár hliðar voru múrar utan um borgina en í átt til norðurs var búið stórt vatn. Vindurinn úr norðri blés yfir vatnið, kældi borgina og gaf henni raka í steikjandi sumarhitunum. Fyrir neðan aðsetur konungs var plantað ilmandi blómum svo að blómailmur mætti berast með vindinum upp í nasir hans hátigns. Konungshöllin var þakin handofnum persneskum teppum og hver einasti veggur, hver einasta súla og hvert einasta rjáfur var skreytt með gulli og eðalsteinum. Enginn veggur hafði sama mynstur. Mynstur á gólfi og í lofti var hins vegar akkúrat það sama. Teppin voru ofin nákvæmlega eftir því hvað yrði fyrir ofan þau.

Á sama tíma og við hokruðum við sult og seyru, með grindhoraðan búfénað og einokunarverslun, skáru menn hér til fínustu eðalsteina frá fjarlægum löndum. Hjuggu út marmara og skáru út sandstein. Bjuggu til byggingar sem eru tilkomumeiri en orð fá lýst. Ó já, hvíti maðurinn hefur alltaf haft svo mikla yfirburði. Ho ho.

En viti menn. Þrátt fyrir að geta búið til þessa ótrúlegu borg kom á endanum babb í bátinn. Mannshöndin gat ekki unnið bug á ákveðnu vandamáli: Vatnsleysi. Regntímabilið brást. Með ekkert regn stóðu hinar hugvitssamlegu pípur og vatnslagnir þurrar. Örlög hinnar fullkomnu borgar urðu að hún fór í eyði. Akbar flutti þar með allt sitt fólk og hafurtask yfir til Lahore, núverandi höfuðborgar Pakistan. Fimmtán árum eftir að hann hafði skipað öllum að flytja með sér til Fatephur Sikri urðu menn að flytja með honum á nýjan leik.

Myndum við fylgja Þórólfi Árnasyni eftir ef hann skipaði okkur öllum að flytja í hið fullkomna hverfi; Grafarholt?! Færa okkur svo með börn og bú alla leið upp í Borgarnes eftir að Grafarholtið hefði orðið vatnslaust?
Þórólfur karlinn má eiga það að hann hefði væntanlega ekki fengið sér fimmtán hundruð konur í viðbót eins og Akbar gerði þegar hann kom til Lahore.

Enda ekki nema rétt um þúsund konur sem búa í Borgarnesi.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Gekk fram a Mc Donalds adan. Sko bara. Brosti breitt og var ekki lengi ad drifa mig inn og upplifa ameriska drauminn!

Nidurstadan: Mc Donalds a Indlandi er miklu betri en annar Mc Donalds. Alveg satt. Og miklu personulegri.

Umsogn: Plastinnrettingarnar toku sig vel ut i ryminu. Myndudu skemmtilega umgjord um nyskurad golfid. Thjonustan var til fyrirmyndar. Fekk hamborgarann serveradan i saetid. Klosettin hrein. Klosettpappir a stadnum og lika sapa. Stor spegill thar inni og allt.

Maturinn: Kyrnar, madur, kyrnar - a Indlandinu bordum vid ekki beljur. Afleidingarnar - enginn Big Mac a matsedlinum. Hann pryddu hins vegar skemmtilegir og ovaentir hamborgar sem svo sannarlega kitludu bragdlaukana. Athyglisverd nofn a theim lika. Smakkadi baedi Mc Chicken Maharaja og Mc Aloo Tikka. Sa fyrri var kryddadur med morgum mismunandi kryddtegundum. Hinn sidari gerdur ur kartoflum. Ju, ju. Og viti menn, their voru afar bragdgodir. Toku Bic Mac-inn i nefid. Algjorlega. Og vorina lika.

Heildareinkunn: Fjorar kyr af fjorum mogulegum.

laugardagur, nóvember 08, 2003

Traustur vinur getur gert kraftaverk. Sigurdur, ferdatolvan goda, er traustur vinur. Eins og sonnum Sigurdi saemir er hann med DVD drifi. Og hvad thydir thad? Ju, tha getur madur horft a video!

Videokvold i gaerkvoldi. Keyptum kok og snakk og tokum The Hours a "videoleigu" uti a gotu. A sama stad matti kaupa batteri, ithrottasko, tyggjo og halsmen. Myndin kostadi heilar 50 kronur. Fengurinn kom i rispudu hulstri a tveimur geisladiskum. Tekinn upp i bio, stundum dalitid hrist. Baedi med kinverskum og tibetskum texta. Afar athyglisvert. Skemmtum okkur konunglega thott myndin vaeri ekki beinlinis sprenghlaegileg.

I Delhi ma annars fa allt milli himins og jardar. Mikill verslunarleidangur ad baki. Uppskeran: Flott ur, skaldsagan A Fine Balance, vekjaraklukka, tvennar naerbuxur, alfraediordabok a geisladiski (ooooofsalega snidugt, fullt fullt af skemmtilegum upplysingum a einum, lettum diski), litill brusi af linsuvokva, grima til ad verjast mengunarskyinu mikla og andlitskrem. Utlagdur kostnadur: 1120 rupiur, ca. 1900 islenskar kronur.

Yfir og ut.

föstudagur, nóvember 07, 2003

"Madam, madam!" Litil stulka kallar a eftir mer thar sem eg rigsa um med nyja handsaumada paliettusko og bleikt sjal (stodst ekki freistinguna ad kaupa dot og akvad ad senda thad bara heim...). Eg er ofsalega anaegd med thad sem eg keypti. Kostadi lika ekki nema um 500 kronur islenskar.

"Madam, madam!" Eg nenni ekki ad snua mer vid. Tek sidan eftir thvi ad annar sandalinn hefur losnad. Beygi mig nidur. Litid barn kemur upp ad hlidinni a mer. Thad er skitugt upp fyrir haus, grindhorad og baeklad a odrum faeti. Haltrar skolaust um. Thad horfir djupt i augun a mer. "Madam!"

Eg staldra vid og dreg svo upp fimm rupiur. Horfi i augun a barninu og dreg sidan upp annan sedil i vidbot. Legg hann i skitugan lofa. Thetta eru tiu rupiur, andvirdi sautjan islenskra krona. Flestir gefa betlurum eina til fimm rupiur. Finnst eg ofsalega god, hinn mikli mannkynsfrelsari.

Lit sidan vid og se diet pepsi flosku. Detti mer ekki allar daudar lys ur hofdi. Thetta hef eg ekki sed sidan eg for fra London! Hleyp ad solumanninum og kaupi hana a tuttugu rupiur. Rif fenginn upp og taemi helminginn i einum teyg. Stryk mer sael og glod um munninn. Lit sidan vid.

Litla stulkan situr i gotukantinum og horfir ut i fjarskann medan hun strykur baekladan fotinn.

Komin til Delhi aftur! Lif og limir i lagi og haegdirnar med besta moti...
Skrifa betur seinna, got to go.

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Thegar onnur kona mikils moguls sem var uppi fyrir 350 arum, do af barnsforum, akvad hann ad um hana skyldi reistur fegursti minnisvardi sem haegt vaeri ad reisa. Hann kalladi til sin alla faerustu listamenn, sem vol var a, suma alla leid fra Evropu. Litadir steinar voru fluttir fra jafn fjarlaegum stodum og Kina og Sudur-Afriku. Marmari var fluttur a ulfoldum fra Rajasthan og thusundir manna hofu bygginguna. Viti menn, thad tok 22.000 manns yfir tuttugu ar ad byggja minnisvardann.

Minnisvardinn er hid fraega, storkostlega og undurfagra Taj Mahal.

Til ad listmennirnir gaetu ekki endurtekid leikinn hjo mogullinn fingurna af theim faerustu. Theim skyldi ekki takast ad skapa slika fegurd annars stadar. Fallega gert...? Hvad sem thvi lidur er Taj Mahal otrulega fallegt og thangad for frokenin i morgun. Vaknadi klukkan korter i sex og sa solina koma upp yfir hvitum marmaranum.

Magnad.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Hvað getur maður sagt þegar maður situr í vagni aftan á beygluðu reiðhjóli og er umkringdur mótorhjólum, kúm, villisvínum, bílum, hestvögnum, hundum, gangandi vegfarendum og kameldýrum – allt í einum vettvangi?! Umferðin hérna er ótrúleg.

Jaipur er stórborg. Tvær milljónir íbúa og örugglega álíka mikið af kúm! Mengaðasti staður Rajasthan fylkis, segir guidebókin. Svei mér þá ef ég kaupi það ekki bara. Ekki sama kyrrðin og róin hér og í eyðimörkinni.

Indland er land andstæðna og það kristallast í Jaipur. Vel stæðir Indverjar hlaðnir gullni og silfri ganga um milli götubarna og betlara. Auglýsingskilti um litasjónvörp, gemsa, þvottavélar og tískuföt mynda umgjörð um heimilislaust fólk sem sefur í vegkantinum, mitt í menguninni.

Það er eitthvað alveg magnað við þessar andstæður. Er að melta bæði þær og hrísgrjónaréttinn sem ég var að borða... Dægurmálaútvarpið hringdi annars áðan og ég las upp pistil. Ætti að koma á eftir milli fjögur og sex.

laugardagur, nóvember 01, 2003

Allt sem vid gerum i lifinu hefur ahrif a okkur, medvitad eda omedvitad. Sumt hefur mikil ahrif, annad minna. Og sumt breytir hugsunarhaetti okkar fyrir lifstid. Eg held ad kamel safarid hafi verid af slikum toga.

Vid gistum med indverskri fjolskyldu, blafataekri. Elsti sonurinn i fjolskyldunni, hinn 26 ara Pabo ser um kameldyraferdirnar. Hans lukka i lifinu var ad laera ensku af kanadiskri kaerustu fraenda sins. Thegar Pabo hitti okkur hafdi hann ekki fengid neina ferd i taepan manud. Lif hans er stanslaust stred vid ad reyna ad redda ferdamonnum.

Arslaun storfjolskyldu Pabos (allir bua saman, systkini hans og hans fjolskylda) eru um 30.000-40.000 kronur. Thau eru baendur og eiga land en uti i eydimorkinni er erfitt ad stunda sjalfsthurftarbuskap, thau thurfa peninga en their eru af skornum skammti. Thad eina sem fjolskyldan getur raektad eru melonur, brunt hveiti og kameldyrafodur. I thrju ar rigndi ekki neitt, regntimabilid brast. Menn og skepnur hrundu nidur. Thurrkurinn bitnadi afar illa a fjolskyldunni.

Thad var skrytid ad vera tharna med mitt algjora frelsi og finu digital myndavelina, sitjandi vid eldinn hja jafn gamalli stulku og eg sjalf, stulku sem atti thrju born og var komin sex manudi a leid, stulku med vinnulunari hendur en eg hef adur sed, stulku sem aldrei hafdi farid i skola og aldrei komid ut fyrir heradid, stulku sem svaf utandyra mestan part arsins og hafdi ekki rafmagn, ekki sima, ekkert rennandi vatn og vitanlega ekkert klosett. Vatn faer fjolskyldan ur lind fjora kilometra i burtu og naer i thad a kameldyrum.

Thetta var magnad, hreint olysanlegt. Ad ganga svona inn i allt adra verold og finna thad jafn athreifanlega hversu otrulega erfitt lif thessa folks er. Eydimorkin er ekkert grin, her tharftu ad berjast fyrir lifi thinu. Thad tharf eg ekki ad gera heima. O nei, eg var 17 ar i skola og minar helstu ahyggjur eru ad missa af helgardjammi. Islendingar eru svoooo heppnir.

Og their skilja thad ekki einu sinni.


P.s. Er a leid med lest til Jaipur, hofudborgar Rajasthan. Ekkert mal fyrir mig, en viti menn Pabo hefur aldrei komid thangad og laetur sig ekki einu sinni dreyma um thad.