Sigga Víðis
miðvikudagur, september 27, 2006
Múltíkúltúral.
Annað hvort er skólinn minn sérlega múltíkúltúral eða þá að erlendu nemendurnir flykktust allir í þróunarfræðina. Eða bæði.
Á þriðjudegi var stúlkan í hópi með nemendum frá Kamerún, Ghana, Úganda, Japan, Indlandi og Hollandi.
Á miðvikudegi unnu saman Ísland, Pakistan, Asjerbædjan, Bandaríkin, Úganda, Nigeria og Vietnam.
Stúlkan lítur á hátt hlutfall nemenda frá þróunarlöndum sem óumræðanlegan kost í námi í þróunarfræðum.
Vú hú.
Annað hvort er skólinn minn sérlega múltíkúltúral eða þá að erlendu nemendurnir flykktust allir í þróunarfræðina. Eða bæði.
Á þriðjudegi var stúlkan í hópi með nemendum frá Kamerún, Ghana, Úganda, Japan, Indlandi og Hollandi.
Á miðvikudegi unnu saman Ísland, Pakistan, Asjerbædjan, Bandaríkin, Úganda, Nigeria og Vietnam.
Stúlkan lítur á hátt hlutfall nemenda frá þróunarlöndum sem óumræðanlegan kost í námi í þróunarfræðum.
Vú hú.
sunnudagur, september 24, 2006
Já, takk, Ipod hjálp óskast.
Hér er eitt stykki ferðatölva með helling af tónlist á Windows Media Player formi.
Hér er einnig eitt stykki splunkunýr Ipod.
Nemandinn ákvað að það væri grundvallaratriði í framhaldsnámi að eiga Ipod. Humm.
Spurt er: Hvernig setur umræddur nemandi tónlist inn á gripinn á einfaldan og fljótlegan hátt án þess að eyðileggja tónlistarsafnið í tölvunni með því að hafa óvart breytt lögunum á eitthvað hræðilegt og óhlustendavænt form...?
Svör óskast hið fyrsta.
Tækni smækni.
Hér er eitt stykki ferðatölva með helling af tónlist á Windows Media Player formi.
Hér er einnig eitt stykki splunkunýr Ipod.
Nemandinn ákvað að það væri grundvallaratriði í framhaldsnámi að eiga Ipod. Humm.
Spurt er: Hvernig setur umræddur nemandi tónlist inn á gripinn á einfaldan og fljótlegan hátt án þess að eyðileggja tónlistarsafnið í tölvunni með því að hafa óvart breytt lögunum á eitthvað hræðilegt og óhlustendavænt form...?
Svör óskast hið fyrsta.
Tækni smækni.
Í Norwich eru sagðir vera 365 pöbbar - einn fyrir hvern dag ársins.
Og ein kirkja fyrir hvern sunnudag ársins.




Og ein kirkja fyrir hvern sunnudag ársins.





fimmtudagur, september 21, 2006



Há tré, grænt gras, víðáttur, kirkjur, göngugötur, kaffihús, pöbbar, glampandi sól, markaður, kastali.
Norwich lofar góðu.
University of East Anglia sömuleiðis.
Skólinn stendur rétt utan við borgina og er umkringdur trjám og grænu grasi. Nemendur koma frá 120 löndum. Í skólanum er ferðaskrifstofa, bókabúðir, bankar, pöbbar, veitingastaðir, bíósýningar, matvöruverslun, jú neim it.
Skólinn splæsti í hvítvín og rauðvín áðan.
Vú hú.
Og það besta af öllu?
Reykjavíkurbílageðveikin er víðsfjarri en hjól, gangandi fólk og strætóar allsráðandi.
miðvikudagur, september 20, 2006
sunnudagur, september 17, 2006
Note to self: Ekki flytja aftur nokkrum dögum eftir botnlangaaðgerð.
Nei, já, æi, maður er víst bara með einn botnlanga.
Etta gerist ekki aftur.
Í höfuðstöðvum Patreks á Laugavegi eru komnir nýir leigjendur.
Í bili.
En Patrekur?
Hann er yfir og allt um kring.
Patrekur dreifir sér um heiminn svo boðskapur hans fari sem víðast.
Hann er á sama tíma í Íran og Eþíópíu.
Tælandi og Singapúr.
Fjarskanistan og Langtíburtistan.
Og bráðum í Ástralíu og Englandi.
Ú je.
Nei, já, æi, maður er víst bara með einn botnlanga.
Etta gerist ekki aftur.
Í höfuðstöðvum Patreks á Laugavegi eru komnir nýir leigjendur.
Í bili.
En Patrekur?
Hann er yfir og allt um kring.
Patrekur dreifir sér um heiminn svo boðskapur hans fari sem víðast.
Hann er á sama tíma í Íran og Eþíópíu.
Tælandi og Singapúr.
Fjarskanistan og Langtíburtistan.
Og bráðum í Ástralíu og Englandi.
Ú je.
miðvikudagur, september 13, 2006
Ég hef aldrei séð í mér þarmana.
Nýrun.
Mjógirnið.
Botnlangann.
Ég tel mig þekkja mig að utan sem innan - en geri það ekki.
En skurðlæknirinn minn?
Hann þekkir mig að innan.
Nýrun.
Mjógirnið.
Botnlangann.
Ég tel mig þekkja mig að utan sem innan - en geri það ekki.
En skurðlæknirinn minn?
Hann þekkir mig að innan.
þriðjudagur, september 12, 2006
Starfsfólkið á deildinni var yndislegt.
Herbergið mitt var þó minna yndislegt.
Ástæðan?
Þetta var baðherbergi.
Júbbs, þarna var sturta og þarna var vaskur, skápur með hinu og þessu fyrir sjúklinga. Þetta var herbergi til þess að baða sjúklinga - nema að núna var bara búið að skella einu rúmi þarna inn.
Stúlkan tekur fram að engir sjúllar voru baðaðir þarna inni meðan hún sjálf lá í fletinu. Í tvær nætur svaf hún inni á baðherbergi en mátti þó prísa sig sæla yfir því að þurfa ekki að sofa frammi á gangi.
Þegar kvöldaði og hún horfði í skerandi lýsinguna yfir hvítum vaskinum var ef til vill bara ágætt að vera high on drugs...
Herbergið mitt var þó minna yndislegt.
Ástæðan?
Þetta var baðherbergi.
Júbbs, þarna var sturta og þarna var vaskur, skápur með hinu og þessu fyrir sjúklinga. Þetta var herbergi til þess að baða sjúklinga - nema að núna var bara búið að skella einu rúmi þarna inn.
Stúlkan tekur fram að engir sjúllar voru baðaðir þarna inni meðan hún sjálf lá í fletinu. Í tvær nætur svaf hún inni á baðherbergi en mátti þó prísa sig sæla yfir því að þurfa ekki að sofa frammi á gangi.
Þegar kvöldaði og hún horfði í skerandi lýsinguna yfir hvítum vaskinum var ef til vill bara ágætt að vera high on drugs...
Læknirinn á Læknavaktinni reyndist fjölskylduvinur.
Deildarlæknirinn á Bráðamóttökunni sömuleiðis.
Einn af fjölmörgum hjúkrunarfræðingum var gömul skólasystir.
Amm, litla Ísland.
Deildarlæknirinn á Bráðamóttökunni sömuleiðis.
Einn af fjölmörgum hjúkrunarfræðingum var gömul skólasystir.
Amm, litla Ísland.
Konan sem fékk bara bólgur sem byrjuðu á B.
BRJÓSTHIMNUBÓLGA
BLÖÐRUBÓLGA
BOTNLANGABÓLGA
Til hvers að fara á barinn á laugardagskvöldi og fá bjór í æð, þegar hægt er að enda af Læknavaktinni á Bráðamóttökunni og fá næringu í æð?
Konan er miklu léttari á sér svona botnlangalaus.
O sei sei.
BRJÓSTHIMNUBÓLGA
BLÖÐRUBÓLGA
BOTNLANGABÓLGA
Til hvers að fara á barinn á laugardagskvöldi og fá bjór í æð, þegar hægt er að enda af Læknavaktinni á Bráðamóttökunni og fá næringu í æð?
Konan er miklu léttari á sér svona botnlangalaus.
O sei sei.
fimmtudagur, september 07, 2006
Maturinn í mötuneytinu náði nýjum hæðum í dag.
Þrátt fyrir að hafa náð áður óþekktum hæðum með innbökuðu pulsunum á þriðjudag.
Litarhaftið á laxinum í dag var slíkt að ekki nokkur maður hafði nokkurn tímann séð annað eins. Á bakkanum lá grábleikur lax með einhvern óhugnanlegan dauðalit á sér.
Enda var hann steindauður. En mörgum þótti engu að síður sem þeir væru að borða dautt hold í hádeginu. Í hverju hafði þessi matur eiginlega lent?
Grái laukurinn með nábleika laxafurðuverkinu var síðan kapituli út af fyrir sig. Hvernig getur steikur laukur verið steingrár?
Þetta var grár matur, svört matargerð.
Þrátt fyrir að hafa náð áður óþekktum hæðum með innbökuðu pulsunum á þriðjudag.
Litarhaftið á laxinum í dag var slíkt að ekki nokkur maður hafði nokkurn tímann séð annað eins. Á bakkanum lá grábleikur lax með einhvern óhugnanlegan dauðalit á sér.
Enda var hann steindauður. En mörgum þótti engu að síður sem þeir væru að borða dautt hold í hádeginu. Í hverju hafði þessi matur eiginlega lent?
Grái laukurinn með nábleika laxafurðuverkinu var síðan kapituli út af fyrir sig. Hvernig getur steikur laukur verið steingrár?
Þetta var grár matur, svört matargerð.
sunnudagur, september 03, 2006
KÁRAHNJÚKAR
Laugardalskvöld og stúlkan var að setja inn myndir frá vikugönguferð um Kárahnjúkasvæðið í júlí!
Laugardalskvöld og stúlkan var að setja inn myndir frá vikugönguferð um Kárahnjúkasvæðið í júlí!
GENGIÐ EFTIR JÖKLUGLJÚFRUM
Jökla rennur undan Brúarjökli 25 km í norðurátt. Þar sem hún rennur í gegnum Hafrahvammagljúfur er verið að byggja Kárahnjúkastíflu. Lónið sem mun myndast við það að áin verður stífluð er kallað Hálslón.
Þessi gljúfur í Jöklu eru sunnanmegin við stífluna og lenda þess vegna ofan í lóninu þegar hleypt verður á það í september:

Horft í átt að Kárahnjúkastíflunni, Fremri-Kárahnjúkur og vinnubúðirnar eru fyrir aftan hæðina vinstra meginn á myndinni.

Horft í átt að Brúarjökli, sum sé í hina áttina..


Rautt, grænt, svart - og Jökla.

Humm, plís ekki detta ofan í, hjálp. Jökla er kröftugt fljót og aurugasta jökulsá landsins.

Allt fullt af stuðlabergi meðfram gljúfrunum.

Engjarós og Jökla og stuðlaberg og svona.
Jökla rennur undan Brúarjökli 25 km í norðurátt. Þar sem hún rennur í gegnum Hafrahvammagljúfur er verið að byggja Kárahnjúkastíflu. Lónið sem mun myndast við það að áin verður stífluð er kallað Hálslón.
Þessi gljúfur í Jöklu eru sunnanmegin við stífluna og lenda þess vegna ofan í lóninu þegar hleypt verður á það í september:

Horft í átt að Kárahnjúkastíflunni, Fremri-Kárahnjúkur og vinnubúðirnar eru fyrir aftan hæðina vinstra meginn á myndinni.

Horft í átt að Brúarjökli, sum sé í hina áttina..


Rautt, grænt, svart - og Jökla.

Humm, plís ekki detta ofan í, hjálp. Jökla er kröftugt fljót og aurugasta jökulsá landsins.

Allt fullt af stuðlabergi meðfram gljúfrunum.


Engjarós og Jökla og stuðlaberg og svona.
KRINGILSÁRRANI
Kringilsárrani er friðland hreindýra. Við gistum þar í þrjár nætur. Mörkum friðlandsins var breytt árið 2003 og það minnkað. Fjórðungur Kringilsárrana fer undir Hálslón. Tjaldstæðið okkar var hinum meginn á Kringilsárrananum þannig að það fer ekki undir vatn.

Hvar er Valli, hvar er Rúdolf?

Grónir jökulruðningar - kallaði Hraukar

Hreindýrahjörð með yfir hundrað dýrum pósar með Snæfell í baksýn. Kann að velja Kódakmómentið...

Gæsaskítur. Á Kringilsárrana er krökkt af heiðagæsaskít. Huggulegt í nestispásum, amm.

Fimm stjörnu tjaldstæðið okkar. Spegilslétt vatn og Kverkfjöll í baksýn. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Eitt eilífðar smáblóm. Eða bara mörg.

Allt fullt af furðulega skærgrænum mosa í kringum læki þarna á rananum.

Konungur fjallanna - Snæfellið.
Ef hægt væri að snúa sér í heilan hring út frá þessari mynd sæjust Kverkfjöll, Brúarjökull, Dyngjufjöll (þar sem Askja er) og Herðubreið...

Hvar klikkaði fyrirsætuferillinn???

Kvöldverkin unnin á tjaldstæðinu.
Kringilsárrani er friðland hreindýra. Við gistum þar í þrjár nætur. Mörkum friðlandsins var breytt árið 2003 og það minnkað. Fjórðungur Kringilsárrana fer undir Hálslón. Tjaldstæðið okkar var hinum meginn á Kringilsárrananum þannig að það fer ekki undir vatn.

Hvar er Valli, hvar er Rúdolf?

Grónir jökulruðningar - kallaði Hraukar

Hreindýrahjörð með yfir hundrað dýrum pósar með Snæfell í baksýn. Kann að velja Kódakmómentið...

Gæsaskítur. Á Kringilsárrana er krökkt af heiðagæsaskít. Huggulegt í nestispásum, amm.

Fimm stjörnu tjaldstæðið okkar. Spegilslétt vatn og Kverkfjöll í baksýn. Er hægt að biðja um eitthvað meira?

Eitt eilífðar smáblóm. Eða bara mörg.

Allt fullt af furðulega skærgrænum mosa í kringum læki þarna á rananum.

Konungur fjallanna - Snæfellið.
Ef hægt væri að snúa sér í heilan hring út frá þessari mynd sæjust Kverkfjöll, Brúarjökull, Dyngjufjöll (þar sem Askja er) og Herðubreið...

Hvar klikkaði fyrirsætuferillinn???

Kvöldverkin unnin á tjaldstæðinu.
KRINGILSÁRRANI OG KRINGILSÁ
Þessi hluti Kringilsárrana og Kringilsáar fer undir vatn í Hálslóni.

Gljúfur austanmeginn á rananum

Töfrafoss. Held hann sé að reyna að koppía Dettifoss, ussu suss.

Kringilsá

Kláfurinn yfir Kringilsána verður á 100 m. dýpi

Stuðlagátt
Þessi hluti Kringilsárrana og Kringilsáar fer undir vatn í Hálslóni.

Gljúfur austanmeginn á rananum

Töfrafoss. Held hann sé að reyna að koppía Dettifoss, ussu suss.

Kringilsá

Kláfurinn yfir Kringilsána verður á 100 m. dýpi

Stuðlagátt
laugardagur, september 02, 2006
SAUÐÁRFOSSAR
Fossaröð nærri Kárahnjúkastíflu, ekki langt frá brúnni yfir Jöklu. Fer undir fyrirhugað Hálslón.

Neðst í Sauðárfossaröðinni.

Efst í Sauðárfossaröðinni.

Póstkortamynd, kannski bara jólakortamyndin, já já.

Tjörn við fossaröðina.

Engjarós við ána.

Græni mosinn poppar aftur upp...

Fullt af furðulegum klettamyndum í kringum ána.
----
Ókei búið.
Fossaröð nærri Kárahnjúkastíflu, ekki langt frá brúnni yfir Jöklu. Fer undir fyrirhugað Hálslón.

Neðst í Sauðárfossaröðinni.

Efst í Sauðárfossaröðinni.

Póstkortamynd, kannski bara jólakortamyndin, já já.

Tjörn við fossaröðina.

Engjarós við ána.

Græni mosinn poppar aftur upp...

Fullt af furðulegum klettamyndum í kringum ána.
----
Ókei búið.