Sigga Víðis
sunnudagur, apríl 30, 2006
Kvöld sem sífellt verða bjartari.
Veður sem breytist á fimm mínútna fresti.
Gráleit sina sem bráðum verður að grænu grasi.
Frambjóðendur sem keppast um að undirbjóða hvern annan.
Af hverju er ég enn á Íslandi en ekki komin eitthvert til útlanda?
Svarið er í Morgunblaðinu í dag.
Fyrsta grein í greinaflokki sem ég hef unnið að seinustu vikur er í sunnudagsblaðinu.
Allir út að kaupa blaðið.
Greinaflokkurinn Verkefni eða vandamál? er í boði kaffi frá Kaffitári og Pepsi Max.
Veður sem breytist á fimm mínútna fresti.
Gráleit sina sem bráðum verður að grænu grasi.
Frambjóðendur sem keppast um að undirbjóða hvern annan.
Af hverju er ég enn á Íslandi en ekki komin eitthvert til útlanda?
Svarið er í Morgunblaðinu í dag.
Fyrsta grein í greinaflokki sem ég hef unnið að seinustu vikur er í sunnudagsblaðinu.
Allir út að kaupa blaðið.
Greinaflokkurinn Verkefni eða vandamál? er í boði kaffi frá Kaffitári og Pepsi Max.
PENINGAR VANDAMÁL FORELDRA
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is
STÓR hópur barna með verulegar hegðunar- og geðraskanir er til staðar í skólakerfinu og hann er stórt verkefni að glíma við. Þetta segir Arthur Morthens, forstöðumaður menntasviðs Reykjavíkurborgar. Arthur segir foreldrum barnanna oft blandað inn í umræðu um sérstakan fjárstuðning sem skólar og sveitarfélög geta sótt um, til að mæta þörfum þeirra. "Foreldrarnir standa þá frammi fyrir því að vandamálið sé einhverjir peningar sem verið er að blanda þeim inn í," segir hann.
Tæpur helmingur þeirra sem leitar til Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir, gerir það vegna skólamála. Oftar er leitað aðstoðar vegna skólamála hjá börnum með ADHD, sem einnig er nefnt athyglisbrestur með eða án ofvirkni, en hjá öðrum börnum.
Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, segir börn vera mistruflandi fyrir umhverfið og umhverfið reynist börnum miserfitt. Þetta þurfi að vinna með og skólinn ráði hvort hann líti á það sem verkefni eða vandamál.
Hrefna Haraldsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Sjónarhóli, segir börn með flókna hegðun oft verða illa úti. Ekki sjáist utan á þeim að eitthvað sé að og hvaða stuðning þau fái sé mjög handahófskennt.
Skólarnir í þörf fyrir greiningar
Til að skólar og fræðsluskrifstofur geti fengið sérstakan fjárstuðning með börnum þurfa þau að hafa ákveðnar greiningar. Í Reykjavík verða greiningar vegna barna með hegðunarfrávik og geðraskanir að koma frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL). Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir hjá BUGL, segir að þótt barnið sé með greiningu frá skólasálfræðingi og fyrst og fremst í þörf fyrir úrræði, sé skólinn í þörf fyrir greiningu.
"Þar með eru barnið og foreldrarnir gerð út af örkinni og sagt að barnið þurfi greiningu frá okkur til að fá þjónustu. Þetta er hins vegar öfugsnúið vegna þess að skólanum er skylt að veita barni þann stuðning sem það þarf á að halda. Hvernig skólinn fjármagnar þann stuðning á ekki að vera vandamál foreldra en verður það með þessum hætti," segir Ólafur. Hann segir þetta eitt af mörgum atriðum sem skýri langa biðlista eftir þjónustu hjá BUGL. Listarnir hafa aldrei verið lengri og nálgast nú eitt ár.
"Barnið þitt kostar bara of mikið" bls 10-16
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is
STÓR hópur barna með verulegar hegðunar- og geðraskanir er til staðar í skólakerfinu og hann er stórt verkefni að glíma við. Þetta segir Arthur Morthens, forstöðumaður menntasviðs Reykjavíkurborgar. Arthur segir foreldrum barnanna oft blandað inn í umræðu um sérstakan fjárstuðning sem skólar og sveitarfélög geta sótt um, til að mæta þörfum þeirra. "Foreldrarnir standa þá frammi fyrir því að vandamálið sé einhverjir peningar sem verið er að blanda þeim inn í," segir hann.
Tæpur helmingur þeirra sem leitar til Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir, gerir það vegna skólamála. Oftar er leitað aðstoðar vegna skólamála hjá börnum með ADHD, sem einnig er nefnt athyglisbrestur með eða án ofvirkni, en hjá öðrum börnum.
Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, segir börn vera mistruflandi fyrir umhverfið og umhverfið reynist börnum miserfitt. Þetta þurfi að vinna með og skólinn ráði hvort hann líti á það sem verkefni eða vandamál.
Hrefna Haraldsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Sjónarhóli, segir börn með flókna hegðun oft verða illa úti. Ekki sjáist utan á þeim að eitthvað sé að og hvaða stuðning þau fái sé mjög handahófskennt.
Skólarnir í þörf fyrir greiningar
Til að skólar og fræðsluskrifstofur geti fengið sérstakan fjárstuðning með börnum þurfa þau að hafa ákveðnar greiningar. Í Reykjavík verða greiningar vegna barna með hegðunarfrávik og geðraskanir að koma frá Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL). Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir hjá BUGL, segir að þótt barnið sé með greiningu frá skólasálfræðingi og fyrst og fremst í þörf fyrir úrræði, sé skólinn í þörf fyrir greiningu.
"Þar með eru barnið og foreldrarnir gerð út af örkinni og sagt að barnið þurfi greiningu frá okkur til að fá þjónustu. Þetta er hins vegar öfugsnúið vegna þess að skólanum er skylt að veita barni þann stuðning sem það þarf á að halda. Hvernig skólinn fjármagnar þann stuðning á ekki að vera vandamál foreldra en verður það með þessum hætti," segir Ólafur. Hann segir þetta eitt af mörgum atriðum sem skýri langa biðlista eftir þjónustu hjá BUGL. Listarnir hafa aldrei verið lengri og nálgast nú eitt ár.
"Barnið þitt kostar bara of mikið" bls 10-16
föstudagur, apríl 28, 2006
STR
Erlent AFP 28.4.2006 16:26
Matarskammtar SÞ í Súdan minnkaðir um helming
Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur neyðst til að minnka matarskammta sína til milljóna manna í Súdan vegna skorts á fjárframlögum. Um er að ræða daglega matvælaaðstoð stofnunarinnar við 6,1 milljón manna í Darfur-héraði og annars staðar í landinu og hefur dagskammtur fólksins verið minnkaður úr 2.100 kaloríum í 1.050 kaloríur.
- Jú, jú, þetta er sama fólkið og ég ræddi við á sögulega furðulegri aðventu í Súdan fyrra.
James Morris, framkvæmdastjóri WFP, segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hann hafi þurft að taka: „Hefur fólkið í Darfur ekki þjáðst nóg? Erum við ekki að bæta gráu ofan á svart?" sagði hann er hann gerði grein fyrir ákvörðuninni en talið er að fullorðinn einstaklingur þurfi að meðaltali að neyta a.m.k. 2.100 kaloría á dag til að halda heilsu.
- Kona sem situr fyrir framan tölvu í kapphlaupi við tímann lítur allt í einu upp frá skjánum og fer að hugsa um konur í litríkum kjólum og stór börn og svöng börn og alla vega börn og sterka sól og hita og svita og hjálparstarf og matarúthlutanir.
Það sem af er þessu ári hefur stofnunin fengið fjárframlög að andvirði 238 milljón Bandaríkjadollara til starfsins í Súdan en fjárþörf vegna matvælaaðstoðar í landinu er talin nema 746 milljón dollurum. Fór stofnunin farið fram á það við styrktaraðila á Vesturlöndum í upphafi árs að þeir eyrnamerktu þá upphæð starfi stofnunarinnar í Súdan.
- Fólkið í Súdan fær helmingi minni matarskammta en einstaklingar þurfa, vegna þess að ríkisstjórnir heims, þar með talið okkar, veita ekki nægu fé til uppbyggingarstarfsins. Verði þeim að góðu. Verði okkur að góðu.
Erlent AFP 28.4.2006 16:26
Matarskammtar SÞ í Súdan minnkaðir um helming
Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur neyðst til að minnka matarskammta sína til milljóna manna í Súdan vegna skorts á fjárframlögum. Um er að ræða daglega matvælaaðstoð stofnunarinnar við 6,1 milljón manna í Darfur-héraði og annars staðar í landinu og hefur dagskammtur fólksins verið minnkaður úr 2.100 kaloríum í 1.050 kaloríur.
- Jú, jú, þetta er sama fólkið og ég ræddi við á sögulega furðulegri aðventu í Súdan fyrra.
James Morris, framkvæmdastjóri WFP, segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hann hafi þurft að taka: „Hefur fólkið í Darfur ekki þjáðst nóg? Erum við ekki að bæta gráu ofan á svart?" sagði hann er hann gerði grein fyrir ákvörðuninni en talið er að fullorðinn einstaklingur þurfi að meðaltali að neyta a.m.k. 2.100 kaloría á dag til að halda heilsu.
- Kona sem situr fyrir framan tölvu í kapphlaupi við tímann lítur allt í einu upp frá skjánum og fer að hugsa um konur í litríkum kjólum og stór börn og svöng börn og alla vega börn og sterka sól og hita og svita og hjálparstarf og matarúthlutanir.
Það sem af er þessu ári hefur stofnunin fengið fjárframlög að andvirði 238 milljón Bandaríkjadollara til starfsins í Súdan en fjárþörf vegna matvælaaðstoðar í landinu er talin nema 746 milljón dollurum. Fór stofnunin farið fram á það við styrktaraðila á Vesturlöndum í upphafi árs að þeir eyrnamerktu þá upphæð starfi stofnunarinnar í Súdan.
- Fólkið í Súdan fær helmingi minni matarskammta en einstaklingar þurfa, vegna þess að ríkisstjórnir heims, þar með talið okkar, veita ekki nægu fé til uppbyggingarstarfsins. Verði þeim að góðu. Verði okkur að góðu.
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Þegar maður þarf að hugsa sig um í 25 sekúndur hvort það sé árið 2005 eða árið 2006, er manni þá farið að förlast?
Hvenær varð "venjulegur" vinnudagur að 12 tímum fyrir framan tölvuna og allt annað "stuttur" vinnudagur?
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Bráðum koma alla vega blóm í haga.
Vei.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Bráðum koma alla vega blóm í haga.
Vei.
sunnudagur, apríl 23, 2006
Huggulegt að vakna í morgun, fá sér morgunmat og ganga saman upp á NFS.
- Í hverju ætlar þú að vera?
- Eigum við að vera eins?
Patrekur - báðum meginn við borðið, viðmælandi og þáttastjórnandi...
Klikka hér, smella á Vef TV, finna NFS og síðan þáttinn Þetta fólk, 23. apríl.
- Í hverju ætlar þú að vera?
- Eigum við að vera eins?
Patrekur - báðum meginn við borðið, viðmælandi og þáttastjórnandi...
Klikka hér, smella á Vef TV, finna NFS og síðan þáttinn Þetta fólk, 23. apríl.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Blúndupils og bleikar sokkabuxur.
Ég er flottasti hjólagarpur norðan Alpafjalla og sunnan Borgarness.
Ég er flottasti hjólagarpur norðan Alpafjalla og sunnan Borgarness.
Portið á milli Laugavegs, Rauðarárstígs og Skúlagötu er best geymda leyndarmál Reykjavíkur.
Nóg af bílastæðum, körfuboltavöllur, gras og fullt af plássi.
Í einum inngangi portsins birtist reglulega ísskápur.
Þetta er ekki sami ísskápur í hvert sinn.
Þrisvar sinnum.
Þrír ísskápar.
???
Maður veltir náttúrlega fyrir sér hvort maður eigi að húrra eiginn ísskáp út og stilla honum upp við steinvegginn. Vera með. Viðra gripinn. Vera töff.
Nóg af bílastæðum, körfuboltavöllur, gras og fullt af plássi.
Í einum inngangi portsins birtist reglulega ísskápur.
Þetta er ekki sami ísskápur í hvert sinn.
Þrisvar sinnum.
Þrír ísskápar.
???
Maður veltir náttúrlega fyrir sér hvort maður eigi að húrra eiginn ísskáp út og stilla honum upp við steinvegginn. Vera með. Viðra gripinn. Vera töff.
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Að fá sér vöfflur í morgunmat á annan í páskum er voða flippað og skemmtilegt – þangað til ekið er af stað heim.
Að fá sér heitt súkkulaði með rjóma klukkan tíu um morgun er ofsalega sniðugt, þangað til sjoppuhamborgari bætist ofan á gúmmelaðið.
Veðrið á leiðinni er fallegt og fjöllin stórbrotin.
Maginn skrýtinn.
Svo hefst fermingarveislan.
Maginn batnar ekki við fjórar ferðir á hlaðið veisluborð í Grímsnesinu.
Sælir eru hófsamir.
Að fá sér heitt súkkulaði með rjóma klukkan tíu um morgun er ofsalega sniðugt, þangað til sjoppuhamborgari bætist ofan á gúmmelaðið.
Veðrið á leiðinni er fallegt og fjöllin stórbrotin.
Maginn skrýtinn.
Svo hefst fermingarveislan.
Maginn batnar ekki við fjórar ferðir á hlaðið veisluborð í Grímsnesinu.
Sælir eru hófsamir.
Vatnajökull, Jökulsárlón, sólskin og lítið hús í grýttri brekku, gerðu páskana.
Húsið heitir Sléttaleiti. Fjallgarðurinn fyrir ofan er Steinafjall og allt í kringum húsið eru há björg. Brekkan er brött.
Nafnið Sléttaleiti verður í þessu samhengi sérlega athyglisvert.
Húsið heitir Sléttaleiti. Fjallgarðurinn fyrir ofan er Steinafjall og allt í kringum húsið eru há björg. Brekkan er brött.
Nafnið Sléttaleiti verður í þessu samhengi sérlega athyglisvert.
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Páskarnir eru snilld því maður er aldrei alveg viss hvenær þeir eru.
Þeir birtast svona allt í einu og eru óvænt frí.
Jólin eru stress, formuð í ákveðinn farveg þar sem allt verður að vera eins og það hefur alltaf verið. Jólin eru skemmtileg en hlaðin eftirvæntingu og skyldum.
Páskarnir eru afslappaðir og maður getur gert bara nákvæmlega það sem mann langar til. Engar eftirvæntingar, engar kröfur, ekkert stress.
Á páskunum ætla ég að vera ofurafslöppuð úti á landi.
Víííí.
Þeir birtast svona allt í einu og eru óvænt frí.
Jólin eru stress, formuð í ákveðinn farveg þar sem allt verður að vera eins og það hefur alltaf verið. Jólin eru skemmtileg en hlaðin eftirvæntingu og skyldum.
Páskarnir eru afslappaðir og maður getur gert bara nákvæmlega það sem mann langar til. Engar eftirvæntingar, engar kröfur, ekkert stress.
Á páskunum ætla ég að vera ofurafslöppuð úti á landi.
Víííí.
Á páskunum í fyrra var ég í Eþíópíu.
Á páskunum þar áður í Malasíu.
Í bæði skiptin gleymdi ég þeim næstum því.
Þetta skrifaði ég fyrir ári og var þá á leið til Lalibela, þar sem ég eyddi páskunum:
---
Það var erfitt að kveðja góða fólkið í Bahir Dar en það var gaman að fljúga yfir Eþíópíu. Ég skellti mér á flugmiða. Við vorum fjögur sem settumst inn í vélina í Bahir Dar.
„Please approach to the boarding gate,“ sagði maðurinn og ég sprakk úr hlátri.
Ég gekk vopnuð um borð. Var með stóran hníf í töskunni eftir mangóát á vellinum og uppgötvaði það of seint. Missti af stórkostlegu tækifæri til að yfirbuga flugmanninn.
Flugvélin sveif yfir vatn og síðan flata hásléttu með fáeinum trjám og síðan meiri gróður og loks tignarlega fjallgarða. Vá, þvílíkt og annað eins. Þetta var næstum því óraunverulegt. Þarna var vegur og þarna vegarslóði en annars voru þetta svæði eftir svæði með enga sjáanlega tengingu við umheiminn. Þarna kúrðu stráhús utan í stóru fjalli. Hversu langt var í næsta skóla fyrir þessa íbúa? Hvað gerðu þeir ef þeir urðu hræðilega veikir?
Eþíópía er áþekk Íslandi að því leyti að þar er einungis ein stór borg. Afgangurinn býr úti á landsbyggðinni í þorpum og bæjum sem komast ekki nálægt höfuðborginni varðandi íbúafjölda. Í Addis Ababa eru nokkrar milljónir. Næststærsti þéttbýlisstaðurinn hefur um 200.000 manns en virðist litlu stærri en Akureyri.
Eþíópíubúar eru um 70 milljónir. Eða svo er talið. Einungis 10 milljónir búa í borginni eða bæjunum. Allir hinir eru í litlum þorpum og húsaþyrpingum úti á landi. Það eru margar, margar milljónir. Eþíóípía er 11 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland. Til að tengja landið allt saman þarf vegi og vegum þarf að viðhalda. Til að landsmenn hafi aðgang að heilsugæslu og skólum þarf aragrúa af slíkum stofnunum.
„Við þyrftum um 40 nýja skóla hér í héraðið til að vel mætti vera,“ sagði starfsmaður skólaskrifstofu. Hann átti einungis við sitt umdæmi. Skólasókn í Eþíópíu er um 50% og unnið er hart að því að auka hana. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til að börn gangi tugi kílómetra að næsta skóla.
Ef fólkið býr úti á landi og samgöngur eru einungis á milli bæjanna, hvernig ætlarðu að ná til fjöldans? Við slíkar hugrenningar verður holótti malarslóðinn sem í fyrstu virkaði sem hálfgert grín, að þeirri mikilvægu samgönguæð sem hann í raun og veru er. Vestur og austur af honum eru hugsanlega tugir kílómetra í næstu tengingu við umheiminn.
„Aðgengi í Eþíópíu er erfitt en landið hefur þó flugsamgöngur til stærstu bæjanna og hér eru rútusamgöngur til staðar, jafnvel þótt vegirnir þyrftu að vera margfalt fleiri. Í Súdan, hérna við hliðina, er allt annað uppi á teningnum. Þar höfum við gríðarlegt landflæmi sem er óaðgengilegt nema í þyrlu. Það eru engir vegir. Landið er risavaxið, það stærsta í Afríku – miklu stærra en einungis Darfur. Þyrlan svífur yfir og það er í raun erfitt að vita nákvæmlega hvað er undir,“ sagði starfsmaður Alþjóða Rauða krossins. „Aðgengi og ekki aðgengi, þetta er allt spurning um við hvað maður miðar.“
Og það er rétt. Stundum er Addis Ababa eins og London en stundum virkar hún sem sveit. Stundum er Eþíópía nútímaleg en stundum finnst mér eins og ég sé komin margar aldir aftur í tímann.
---
Það var þarna sem stúlkan vissi að hún yrði að fara til Súdan.
Hún varð að sjá slíkan stað.
Á páskunum þar áður í Malasíu.
Í bæði skiptin gleymdi ég þeim næstum því.
Þetta skrifaði ég fyrir ári og var þá á leið til Lalibela, þar sem ég eyddi páskunum:
---
Það var erfitt að kveðja góða fólkið í Bahir Dar en það var gaman að fljúga yfir Eþíópíu. Ég skellti mér á flugmiða. Við vorum fjögur sem settumst inn í vélina í Bahir Dar.
„Please approach to the boarding gate,“ sagði maðurinn og ég sprakk úr hlátri.
Ég gekk vopnuð um borð. Var með stóran hníf í töskunni eftir mangóát á vellinum og uppgötvaði það of seint. Missti af stórkostlegu tækifæri til að yfirbuga flugmanninn.
Flugvélin sveif yfir vatn og síðan flata hásléttu með fáeinum trjám og síðan meiri gróður og loks tignarlega fjallgarða. Vá, þvílíkt og annað eins. Þetta var næstum því óraunverulegt. Þarna var vegur og þarna vegarslóði en annars voru þetta svæði eftir svæði með enga sjáanlega tengingu við umheiminn. Þarna kúrðu stráhús utan í stóru fjalli. Hversu langt var í næsta skóla fyrir þessa íbúa? Hvað gerðu þeir ef þeir urðu hræðilega veikir?
Eþíópía er áþekk Íslandi að því leyti að þar er einungis ein stór borg. Afgangurinn býr úti á landsbyggðinni í þorpum og bæjum sem komast ekki nálægt höfuðborginni varðandi íbúafjölda. Í Addis Ababa eru nokkrar milljónir. Næststærsti þéttbýlisstaðurinn hefur um 200.000 manns en virðist litlu stærri en Akureyri.
Eþíópíubúar eru um 70 milljónir. Eða svo er talið. Einungis 10 milljónir búa í borginni eða bæjunum. Allir hinir eru í litlum þorpum og húsaþyrpingum úti á landi. Það eru margar, margar milljónir. Eþíóípía er 11 sinnum stærra að flatarmáli en Ísland. Til að tengja landið allt saman þarf vegi og vegum þarf að viðhalda. Til að landsmenn hafi aðgang að heilsugæslu og skólum þarf aragrúa af slíkum stofnunum.
„Við þyrftum um 40 nýja skóla hér í héraðið til að vel mætti vera,“ sagði starfsmaður skólaskrifstofu. Hann átti einungis við sitt umdæmi. Skólasókn í Eþíópíu er um 50% og unnið er hart að því að auka hana. Það er hins vegar ekki hægt að ætlast til að börn gangi tugi kílómetra að næsta skóla.
Ef fólkið býr úti á landi og samgöngur eru einungis á milli bæjanna, hvernig ætlarðu að ná til fjöldans? Við slíkar hugrenningar verður holótti malarslóðinn sem í fyrstu virkaði sem hálfgert grín, að þeirri mikilvægu samgönguæð sem hann í raun og veru er. Vestur og austur af honum eru hugsanlega tugir kílómetra í næstu tengingu við umheiminn.
„Aðgengi í Eþíópíu er erfitt en landið hefur þó flugsamgöngur til stærstu bæjanna og hér eru rútusamgöngur til staðar, jafnvel þótt vegirnir þyrftu að vera margfalt fleiri. Í Súdan, hérna við hliðina, er allt annað uppi á teningnum. Þar höfum við gríðarlegt landflæmi sem er óaðgengilegt nema í þyrlu. Það eru engir vegir. Landið er risavaxið, það stærsta í Afríku – miklu stærra en einungis Darfur. Þyrlan svífur yfir og það er í raun erfitt að vita nákvæmlega hvað er undir,“ sagði starfsmaður Alþjóða Rauða krossins. „Aðgengi og ekki aðgengi, þetta er allt spurning um við hvað maður miðar.“
Og það er rétt. Stundum er Addis Ababa eins og London en stundum virkar hún sem sveit. Stundum er Eþíópía nútímaleg en stundum finnst mér eins og ég sé komin margar aldir aftur í tímann.
---
Það var þarna sem stúlkan vissi að hún yrði að fara til Súdan.
Hún varð að sjá slíkan stað.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Magaverkurinn dauðans átti sér eðlilega skýringu.
Jógúrtin sem ég drakk 9. apríl... hafði runnið út 14. mars.
Góður, Sigga.
Merkilegt hvernig það var ekkert að bragðinu.
Maginn rann hins vegar á bragðið, varð sármóðgaður, fúll og illa leikinnn.
Það er kaldhæðni örlaganna að umrædd jógúrt "sem á að vera svo obboslega góð í maga, svona spes drykkur sem er save fyrir mjólkuróþolsfólk að innbyrða" verði að magamorðingja.
Jógúrtin sem ég drakk 9. apríl... hafði runnið út 14. mars.
Góður, Sigga.
Merkilegt hvernig það var ekkert að bragðinu.
Maginn rann hins vegar á bragðið, varð sármóðgaður, fúll og illa leikinnn.
Það er kaldhæðni örlaganna að umrædd jógúrt "sem á að vera svo obboslega góð í maga, svona spes drykkur sem er save fyrir mjólkuróþolsfólk að innbyrða" verði að magamorðingja.
Dear Sigridur
Thank you for your application to the School of Development. We are delighted to offer you an unconditional place on the MA in Politics and Development. A formal offer letter will be sent to you after the Easter break.
Many congratulations and we look forward to seeing you.
Regards
Faculty of Social Sciences Admissions Office
University of East Anglia
Norwich NR4 7TJ
Tel 01603 592807
---
Ú je.
Prógrammið mun víst öðlast nýtt nafn í haust og verða Conflict, Governance and International Development.
Ú je.
Thank you for your application to the School of Development. We are delighted to offer you an unconditional place on the MA in Politics and Development. A formal offer letter will be sent to you after the Easter break.
Many congratulations and we look forward to seeing you.
Regards
Faculty of Social Sciences Admissions Office
University of East Anglia
Norwich NR4 7TJ
Tel 01603 592807
---
Ú je.
Prógrammið mun víst öðlast nýtt nafn í haust og verða Conflict, Governance and International Development.
Ú je.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Tyrkland eða Rússland?
Svona þegar ég kemst af landi brott vegna vinnu, sem verður að öllum líkindum ekki fyrr en í byrjun maí.
Ég þarf að senda þetta mál í umhverfis- og skipulagsmat.
Svona þegar ég kemst af landi brott vegna vinnu, sem verður að öllum líkindum ekki fyrr en í byrjun maí.
Ég þarf að senda þetta mál í umhverfis- og skipulagsmat.
Þótt líkaminn kalli á meira koffín og enn meira koffín, og enn einn kaffibollinn sé sigldur á skrifborðið, verður gulldrykkurinn ólystugur þegar appelsínugulur eyrnatappi flýtur skyndilega ofan í honum - ferskur beint úr eyranu á mér.
Hvur þremillinn.
Ég veiði tappann upp úr, legg hann til þerris og mæni á hann.
Hvað gerir maður við kaffiblautan eyrnatappa? Hann mun vafalaust ilma af kaffi í nánustu framtíð. Þótt mér finnist kaffi gott er ég ekki viss um að ég vilji troða því í eyrun á mér.
Og hvað gerist svo þremur klukkustundum og einu kortéri síðan?
Hinn eyrnatappinn fer sömu leið.
???
Þær hafa greinilega verið nánar þessar elskur.
Hvur þremillinn.
Ég veiði tappann upp úr, legg hann til þerris og mæni á hann.
Hvað gerir maður við kaffiblautan eyrnatappa? Hann mun vafalaust ilma af kaffi í nánustu framtíð. Þótt mér finnist kaffi gott er ég ekki viss um að ég vilji troða því í eyrun á mér.
Og hvað gerist svo þremur klukkustundum og einu kortéri síðan?
Hinn eyrnatappinn fer sömu leið.
???
Þær hafa greinilega verið nánar þessar elskur.
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Selma í kvikmyndinni Dancer in the Dark heyrði tónlist úr öllu. Það sem flestir heyrðu sem venjuleg hljóð hljómaði fyrir henni eins og tónlist.
Selma var leikin af Björku. Hún hefði örugglega getað heyrt heilu tónverkin á 2. hæð í Morgunblaðshúsinu.
Suma daga er frekar hljótt á hæðinni, aðra daga er allt á fullu og hávaðinn mikill. Stundum eru allir í símunum. Sumir tala lágt, flestir mjög hátt.
Stundum glymja útvarpsfréttir eða sjónvarpsútsendingar um salinn.
Suma daga heyrist fátt nema pikk á lyklaborð um allan sal.
Sumir lemja á borðin, aðrir slá hljóðlegar inn.
Flestir pikka eldsnöggt og sumir hljóma nánast eins og hríðskotabyssur.
Stundum heyrist þungur bassi: Lamið á backspace-takkann.
Hljóðið í prentaranum úti í horni gefur ákveðinn rythma.
Selma hefði örugglega getað heyrt alls kyns tónlist af skrifborðinu mínu.
Tölvutónlist?
Selma var leikin af Björku. Hún hefði örugglega getað heyrt heilu tónverkin á 2. hæð í Morgunblaðshúsinu.
Suma daga er frekar hljótt á hæðinni, aðra daga er allt á fullu og hávaðinn mikill. Stundum eru allir í símunum. Sumir tala lágt, flestir mjög hátt.
Stundum glymja útvarpsfréttir eða sjónvarpsútsendingar um salinn.
Suma daga heyrist fátt nema pikk á lyklaborð um allan sal.
Sumir lemja á borðin, aðrir slá hljóðlegar inn.
Flestir pikka eldsnöggt og sumir hljóma nánast eins og hríðskotabyssur.
Stundum heyrist þungur bassi: Lamið á backspace-takkann.
Hljóðið í prentaranum úti í horni gefur ákveðinn rythma.
Selma hefði örugglega getað heyrt alls kyns tónlist af skrifborðinu mínu.
Tölvutónlist?
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Ónefnd sambýliskona í ónefndu húsi við Laugaveg heldur því fram að hún sé svo veik þessa dagana, af höfuðverk og slappleika, að hún sé um það bil að deeeeyja.
Hún vill láta spila lagið "If you don´t know me by now, you will never, never, never know me" í jarðarförinni.
Ég hef tekið það til athugunar.
Hún vill láta spila lagið "If you don´t know me by now, you will never, never, never know me" í jarðarförinni.
Ég hef tekið það til athugunar.
sunnudagur, apríl 02, 2006
Um daginn reyndi ég í allnokkra stund að troða húslyklunum í skrána í stigaganginum við hliðina. Nr. 137 en ekki 135.
Ekki í fyrsta skipti.
Ble.
Ekki í fyrsta skipti.
Ble.