Sigga Víðis
mánudagur, október 31, 2005
Graskerjaútskurður í tilefni Halloween.
Litlar brosandi frænkur.
Starbucks kaffi.
Snjókoma og sólskin á víxl.
Búðarráp.
Spjall.
Ég má bara ekki vera að þessu.
Stóra kynfæramálið er enn í gangi.
Ú je.
Svo er það Ísland á þriðjudagsmorgun til að fara til Spánar á fimmtudag.
Uuuu.
Litlar brosandi frænkur.
Starbucks kaffi.
Snjókoma og sólskin á víxl.
Búðarráp.
Spjall.
Ég má bara ekki vera að þessu.
Stóra kynfæramálið er enn í gangi.
Ú je.
Svo er það Ísland á þriðjudagsmorgun til að fara til Spánar á fimmtudag.
Uuuu.
fimmtudagur, október 27, 2005
Að gefnu tilefni spyr vefsíðan:
a) Hvað kallar þú/þið kynfæri kvenna, þetta þarna niðri, þetta þarna sem mörgum finnst enn vandræðalegt og asnalegt að nefna og sumir tala bara alls ekki um því þeir vita alveg ekki hvernig ætti að nefna það, hvað þá hvernig ætti að kenna lítilli fimm ára stúlku eða átta ára dreng að tala um það?
b) Hvað ætti að kalla það?
Vefsíðan býst við mörgum svörum og athugasemdum.
Þetta er hávísindalegt mál og vefsíðan þarfnast þátttöku lesenda sinna.
a) Hvað kallar þú/þið kynfæri kvenna, þetta þarna niðri, þetta þarna sem mörgum finnst enn vandræðalegt og asnalegt að nefna og sumir tala bara alls ekki um því þeir vita alveg ekki hvernig ætti að nefna það, hvað þá hvernig ætti að kenna lítilli fimm ára stúlku eða átta ára dreng að tala um það?
b) Hvað ætti að kalla það?
Vefsíðan býst við mörgum svörum og athugasemdum.
Þetta er hávísindalegt mál og vefsíðan þarfnast þátttöku lesenda sinna.
miðvikudagur, október 26, 2005
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori get og vil.
Í Ohio lögðu konur niður vinnu klukkan 14.08 á mánudag og fóru í gönguferð.
Sætust í heimi með blöðruhund að dást að Siggu frænku. Nema hvað.
Við dressum okkur stundum upp fjölskyldan. Förum í hundabúning eða leikum töframenn og jafnvel þýskar bóndastúlkur.
Eða skellum okkur bara í Halloween partý.
Já ég þori get og vil.
Í Ohio lögðu konur niður vinnu klukkan 14.08 á mánudag og fóru í gönguferð.
Sætust í heimi með blöðruhund að dást að Siggu frænku. Nema hvað.
Við dressum okkur stundum upp fjölskyldan. Förum í hundabúning eða leikum töframenn og jafnvel þýskar bóndastúlkur.
Eða skellum okkur bara í Halloween partý.
mánudagur, október 24, 2005
Þökk sé netinu náðum við mamma og litla Kristín að fylgjast með kröfugöngunni og baráttufundinum. Við sungum Áfram stelpur heima í stofu í Ohio og Kristín Elísabet þrammaði um gólfið.
Ég held okkur hafi verið heitara en pabba skjálfandi í Austurstræti en ég held að lögin hafi ekki hljómað jafnvel og í hópi 50.000 kvenna og einhverra karla eins og pabba. Söngurinn var vel meintur - en hjáróma.
Næst syng ég mig hása í sjálfri göngunni og mæti með heimatilbúin kröfuspjöld.
Kannski 2015, kannski 2025 eða 2035.
Næst.
Kannski með litlu Kristínu Elísabetu í heimsókn á Íslandi sem stóra Kristínu eða unglingsKristínu.
Samt vona ég að það verði ekkert næst, því næst þýðir bara að enn sé eitthvað sem við höfum ekki náð fram.
Ég hlakka sum sé til næsta skiptis en vona um leið að það verði ekki.
Tvisted?
Uuuu..
Patrekur var langflottastur í Kastljósinu.
Ég held okkur hafi verið heitara en pabba skjálfandi í Austurstræti en ég held að lögin hafi ekki hljómað jafnvel og í hópi 50.000 kvenna og einhverra karla eins og pabba. Söngurinn var vel meintur - en hjáróma.
Næst syng ég mig hása í sjálfri göngunni og mæti með heimatilbúin kröfuspjöld.
Kannski 2015, kannski 2025 eða 2035.
Næst.
Kannski með litlu Kristínu Elísabetu í heimsókn á Íslandi sem stóra Kristínu eða unglingsKristínu.
Samt vona ég að það verði ekkert næst, því næst þýðir bara að enn sé eitthvað sem við höfum ekki náð fram.
Ég hlakka sum sé til næsta skiptis en vona um leið að það verði ekki.
Tvisted?
Uuuu..
Patrekur var langflottastur í Kastljósinu.
sunnudagur, október 23, 2005
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er óhugnanleg mynd af lítilli særðri stúlku. Hún er við frétt um börn og stríð og er tilvísun á grein eftir mig í Tímariti Morgunblaðsins, sem fylgir blaði dagsins.
Þetta er 5 bls grein sem heitir "Ég hef séð of mikið".
Með henni eru magnaðar myndir frá Kela ljósmyndara á Mogganum.
Forsíðumyndin á Tímaritinu er sérstaklega flott, tekin úti á götu í Kabúl.
Kannski er ekkert efni sem stendur mér jafnnærri og einmitt þetta:
Börn og stríð.
Stríð eru mannanna verk og börn eru berskjölduðust af öllum.
Börn hafa ákveðin réttindi samkvæmt alþjóðalögum - einmitt vegna þess að þau eru börn - en þessi réttindi þeirra eru þverbrotin.
Í 50 löndum þjást börn vegna stríðsátaka.
90-95% fórnarlamba í stríðum eru óbreyttir borgarar.
Börn eru stærsti hópur þeirra sem láta lífið á stríðssvæðum í dag - ekki fullvaxta karlmenn í herbúningi.
"Auðvitað tekur tíma að jafna sig og auðvitað reynir maður að sætta sig við orðinn hlut. Að fyrirgefa er hins vegar ekki það sama og að gleyma. Hvernig get ég gleymt?" spyr vinur minn í Rúanda í greininni. Hann upplifði stríðsátök sem unglingur.
Þessi grein skiptir mig verulegu máli.
Mér þætti því vænt um að vinir og kunningjar læsu hana.
Þetta er 5 bls grein sem heitir "Ég hef séð of mikið".
Með henni eru magnaðar myndir frá Kela ljósmyndara á Mogganum.
Forsíðumyndin á Tímaritinu er sérstaklega flott, tekin úti á götu í Kabúl.
Kannski er ekkert efni sem stendur mér jafnnærri og einmitt þetta:
Börn og stríð.
Stríð eru mannanna verk og börn eru berskjölduðust af öllum.
Börn hafa ákveðin réttindi samkvæmt alþjóðalögum - einmitt vegna þess að þau eru börn - en þessi réttindi þeirra eru þverbrotin.
Í 50 löndum þjást börn vegna stríðsátaka.
90-95% fórnarlamba í stríðum eru óbreyttir borgarar.
Börn eru stærsti hópur þeirra sem láta lífið á stríðssvæðum í dag - ekki fullvaxta karlmenn í herbúningi.
"Auðvitað tekur tíma að jafna sig og auðvitað reynir maður að sætta sig við orðinn hlut. Að fyrirgefa er hins vegar ekki það sama og að gleyma. Hvernig get ég gleymt?" spyr vinur minn í Rúanda í greininni. Hann upplifði stríðsátök sem unglingur.
Þessi grein skiptir mig verulegu máli.
Mér þætti því vænt um að vinir og kunningjar læsu hana.
laugardagur, október 22, 2005
Eg nadi velinni.
Komst til Ohio i gaerkvoldi.
Nadi meira ad segja ad rumpa mer i gegnum immigration, tollinn, allt, a einungis 50 minutum. U la la.
Til Ohio var svo mikil okyrrd i loftinu ad eg hef aldrei upplifad annad eins.
Vid vorum eins og snjokorn i jolakulu sem einhver hristir og hlaer hatt.
Mjog hressandi. Enn meira hressandi var tho thegar skyndilega var skellt i hatalarakerfid roandi nyaldarlegri tonlist a full blast. Svona eins og til ad gera okkur daudastridid audveldara, ha ha.
I Ohio beid min hopur af brosandi folki.
Thar a medal leyndist litla elskulega Kristin Elisabet sem verdur tveggja ara i januar og hoppadi i fangid a mer.
O, thessi elska.
O, thetta lif.
Komst til Ohio i gaerkvoldi.
Nadi meira ad segja ad rumpa mer i gegnum immigration, tollinn, allt, a einungis 50 minutum. U la la.
Til Ohio var svo mikil okyrrd i loftinu ad eg hef aldrei upplifad annad eins.
Vid vorum eins og snjokorn i jolakulu sem einhver hristir og hlaer hatt.
Mjog hressandi. Enn meira hressandi var tho thegar skyndilega var skellt i hatalarakerfid roandi nyaldarlegri tonlist a full blast. Svona eins og til ad gera okkur daudastridid audveldara, ha ha.
I Ohio beid min hopur af brosandi folki.
Thar a medal leyndist litla elskulega Kristin Elisabet sem verdur tveggja ara i januar og hoppadi i fangid a mer.
O, thessi elska.
O, thetta lif.
fimmtudagur, október 20, 2005
Bandaríkin.
Thessar stúlkur.
Tveir elskulegir braedur mínir.
Fjolskyldur theirra.
Ein fjolskylda í Ohio.
Onnur í Boston.
Fostudagur.
Eftirmiddagur.
Keflavíkurflugvollur.
Ég.
Ég má ekki vera ad thessu.
Ég er farin til Bandaríkjanna.
Flogin út ad finna stúlkurnar á myndinni.
Hef ekki Gudmund um af hverju lyklabordid á tolvunni skrifar ekki alla íslensku stafina. Kannski eitthvad ad grína í mér bara. Finnur ad ég sé á leid til útlanda. Flippad madur.
Flippó thetta líf.
Annad hvort enda ég í Ohio í kvold hja Steina bródur eda í Boston hjá Eika bródur af thví ad eg missti af áframfluginu. Hef 1 klst og 40 mínútur til ad hlaupa á milli álma á vellinum, endurheimta toskuna mína, bruna í gegnum tollinn, standa í bidrod í vegabréfsskoduninni og tékka mig inn.
Run Forrest, run.
Hressandi.
Bandaríkin, hér kem ég.
Ameríski draumurinn.
Í loftid klukkan 16.40.
Ú je.
miðvikudagur, október 19, 2005
Það er 19. október árið 2035. Ég vippa mér í bleika kápu og arka niður Laugaveginn. Á mislægu gatnamótunum við Lækjartorg er umferðarteppa. Ég skunda hjá og sveifla mér inn á Alþingi, svara nokkrum spurningum blaðamanns hjá fjölmiðla- og tónlistarsamsteypunni 356 fiðlum og vind mér í ræðustól.
Haustþing 2035 hefur verið líflegt. Ég lít yfir ráðherrahópinn og velti fyrir mér af hverju í ósköpunum ég og hinar konurnar sex í ríkisstjórninni séum enn kallaðar ráðherrar? Kvenmenn í stjórninni eru jafnmargir og karlmenn, samt erum við öll herrar. Er ég frú ráðherra? Sem forsætisráðherra ákveð ég að setja þetta í nefnd. Ég gæti reyndar líka haldið alþjóðlega samkeppni um málið.
Í mötuneytinu í þinginu eru líflegar umræður, sem endranær. Í dag er í hádegismatinn steiktur koli með kúskús, sesamfræjum og sojasósu. „Hva, bara þjóðlegur matur á borðum?“ segir 12. þingmaður Frjálslynda Sjálfstæðisflokksins kampakátur. Það er búið að leggja kjördæmakerfið niður. Ísland er eitt kjördæmi.
„Ja, þetta hefði nú ekki kallast þjóðlegt hérna um aldamótin,“ segir þrettándi þingmaður flokksins. „Ætli þjóðlegur réttur þá hefði ekki verið soðin ýsa með kartöflum? Eða slátur. Ég skildi annars aldrei af hverju Manneldisráð gekk á milli bols og höfuðs á þeim rammíslenska mat sviðum, slátri, lundaböggum og bringukollum.“
– Ja, var það ekki vegna þess að það var svo mikil fita í þessu og þetta álitið svo óhollt?
– Jú, þjóðin var náttúrlega komin með alltof hátt kólesteról.
Fimmti þingmaður Grænu fylkingarinnar blandar sér í samræðurnar. „Var þetta ekki á svipuðum tíma og íslenska kvennalandsliðið vann Evrópumeistaratitilinn í fótbolta?“ Hinir jánka. „Já, og leikskólar urðu gjaldfrjálsir,“ segja þeir.
---
Meira í Morgunblaðinu í dag.
Viðhorf stúlkunnar. Næsta síða við miðjuopnuna.
Út að kaupa blaðið.
Halelúja.
Haustþing 2035 hefur verið líflegt. Ég lít yfir ráðherrahópinn og velti fyrir mér af hverju í ósköpunum ég og hinar konurnar sex í ríkisstjórninni séum enn kallaðar ráðherrar? Kvenmenn í stjórninni eru jafnmargir og karlmenn, samt erum við öll herrar. Er ég frú ráðherra? Sem forsætisráðherra ákveð ég að setja þetta í nefnd. Ég gæti reyndar líka haldið alþjóðlega samkeppni um málið.
Í mötuneytinu í þinginu eru líflegar umræður, sem endranær. Í dag er í hádegismatinn steiktur koli með kúskús, sesamfræjum og sojasósu. „Hva, bara þjóðlegur matur á borðum?“ segir 12. þingmaður Frjálslynda Sjálfstæðisflokksins kampakátur. Það er búið að leggja kjördæmakerfið niður. Ísland er eitt kjördæmi.
„Ja, þetta hefði nú ekki kallast þjóðlegt hérna um aldamótin,“ segir þrettándi þingmaður flokksins. „Ætli þjóðlegur réttur þá hefði ekki verið soðin ýsa með kartöflum? Eða slátur. Ég skildi annars aldrei af hverju Manneldisráð gekk á milli bols og höfuðs á þeim rammíslenska mat sviðum, slátri, lundaböggum og bringukollum.“
– Ja, var það ekki vegna þess að það var svo mikil fita í þessu og þetta álitið svo óhollt?
– Jú, þjóðin var náttúrlega komin með alltof hátt kólesteról.
Fimmti þingmaður Grænu fylkingarinnar blandar sér í samræðurnar. „Var þetta ekki á svipuðum tíma og íslenska kvennalandsliðið vann Evrópumeistaratitilinn í fótbolta?“ Hinir jánka. „Já, og leikskólar urðu gjaldfrjálsir,“ segja þeir.
---
Meira í Morgunblaðinu í dag.
Viðhorf stúlkunnar. Næsta síða við miðjuopnuna.
Út að kaupa blaðið.
Halelúja.
mánudagur, október 17, 2005
Stúlknahópur hangir niðri í bæ á Skaganum, talar um stráka, blaðrar í kennslustundum, fer í skólaferðalög, eyðir klukkutíma eftir klukkutíma á rúntinum, þræðir partý, útskrifast og fer í Fjölbraut.
Hluti hópsins ákveður að stofna kvennahljómsveit. Bara til að geta staðið uppi á sviði, baðað sig í sviðsljósinu, mundað hljóðfærin, talað tónlistartæknimál og verið töff. Verið ein af þeim. Staðið þar sem strákarnir standa venjulega.
Hvaða máli skiptir það í þessu samhengi þótt maður kunni ekki á hljóðfæri?
Engu.
Hljómsveit skal það verða.
Þátttaka í Tónlistarkeppninni Frostrokk 1997 skal það verða.
Eftir neyðarfund þar sem í ljós kemur að bróðir gítarleikarans og kærasti bassaleikarans hafa kennt þeim laglínu við GCD lag í tveimur mismunandi tóntegundum og hljóðfæraleikararnir kunna ekki að breyta því, fer allt að ganga betur.
Stundum finnst mér þetta hafa verið í gær. Stundum í öðru lífi.
Í keppninni komu Pækurnar, sáu og sigruðu.
Hrepptu bæði verðlaun fyrir besta frumsamda lagið og 2. sætið (samsæriskenningar um að það sýni hversu léleg keppnin var eru ekki í umræðunni...)
Hlutu spilun á Rás 2 eftir keppnina.
Íhugað var að veita söngkonunni aukaverðlaun.
Úrslitin voru sæt. Sætari en Malt, sætari en Pepsi, sætari en stærsta Marssúkkulaði.
Kenndu Pækunum að allt er hægt.
Pækurnar héldu í sumarbústað um helgina og höfðu engu gleymt.
Sæt helgi.
Ósætur mánudagur.
Hluti hópsins ákveður að stofna kvennahljómsveit. Bara til að geta staðið uppi á sviði, baðað sig í sviðsljósinu, mundað hljóðfærin, talað tónlistartæknimál og verið töff. Verið ein af þeim. Staðið þar sem strákarnir standa venjulega.
Hvaða máli skiptir það í þessu samhengi þótt maður kunni ekki á hljóðfæri?
Engu.
Hljómsveit skal það verða.
Þátttaka í Tónlistarkeppninni Frostrokk 1997 skal það verða.
Eftir neyðarfund þar sem í ljós kemur að bróðir gítarleikarans og kærasti bassaleikarans hafa kennt þeim laglínu við GCD lag í tveimur mismunandi tóntegundum og hljóðfæraleikararnir kunna ekki að breyta því, fer allt að ganga betur.
Stundum finnst mér þetta hafa verið í gær. Stundum í öðru lífi.
Í keppninni komu Pækurnar, sáu og sigruðu.
Hrepptu bæði verðlaun fyrir besta frumsamda lagið og 2. sætið (samsæriskenningar um að það sýni hversu léleg keppnin var eru ekki í umræðunni...)
Hlutu spilun á Rás 2 eftir keppnina.
Íhugað var að veita söngkonunni aukaverðlaun.
Úrslitin voru sæt. Sætari en Malt, sætari en Pepsi, sætari en stærsta Marssúkkulaði.
Kenndu Pækunum að allt er hægt.
Pækurnar héldu í sumarbústað um helgina og höfðu engu gleymt.
Sæt helgi.
Ósætur mánudagur.
fimmtudagur, október 13, 2005
Klukk, klukk.
Ég var klukkuð nokkrum sinnum þarna um daginn þegar Netheimar töpuðu sér í því að senda boltann á milli manna og láta þá skrifa fimm gagnslausar staðreyndir um sjálfa sig.
Gleymdi því síðan.
Mundi það svo.
Gleymdi því aftur.
Ákvað að vera ekki með.
Sá sem fann upp á þessu liggur vafalaust glottandi í fleti sínu og hlær hrossahlátri yfir því hvað hægt er að fá almúgann til að gera.
Í samráði við lögfræðing minn hef ég hins vegar breytt ákvörðun minni og ákveðið að leggja spilin á borðið.
1. Ég borða slátur með jafningi. Annað eru landráð.
2. Þegar ég var 4 ára hélt ég að bekkurinn sem mamma kenndi, 7 ára krakkar, væru fullorðið fólk.
3. Ég bar út Tímann á árum áður. Öfundaði alltaf þá sem báru út Moggann því það var miklu styttra á milli húsa hjá þeim. Mitt hverfi náði í endurminningunni yfir hálfan bæinn.
4. Ég hef farið um borð í ameríska flugvél með stórt og mikið spjót frá Venesúela í handfarangrinum. Þetta var fyrir 11. september 2001..
5. Mér tekst oft hið ómögulega. Dæmi:
- Að gleyma buxunum mínum í norskum frysti í tvær vikur og eyðileggja þær. Doldið glatað því ég hafði einmitt sett þær inn í jevla frystinn til að reyna að ná tyggjói úr þeim (settist á það) og var að reyna að koma í veg fyrir að þær eyðilegðust. Úr frystinum komu þær angandi af frysti-kjöt-fiski-lykt sem aldrei fór úr.
- Að setja hárnæringu á mig sem body lotion af því að ég skildi ekki 12 ára gömul orðið "conditioner".
- Að líma fingurna á mér saman með tonnataki og enda uppi á spítala.
- Að setja næstum því tonnatak í augað á mér í staðinn fyrir linsuvökva. Daaa, hjálp.
- Að rekast af einskærri tilviljun á vinkonu mömmu á eins milljarðs manna fríking Indlandi. Hverjar eru líkurnar?
- Að húkka upp íslenska stelpu á blænd-deidi í Kambódíu og flytja síðan inn með henni nokkrum mánuðum síðar.
- Að geyma peningaseðla undir koddanum í útlöndum og uppgötva mörg hundruð kílómetrum í burtu að ég gleymdi að taka jevla peningabúntið með.
- Að taka vodkaflösku með í skólann í misgripum fyrir vatnsflösku (leifar frá helginni áður í hálfs líters plastflösku).
- Að detta tuttugu sentímetra niður úr kassabíl og viðbeinsbrjóta mig.
- Að enda á sjúkrahúsi eftir að hafa kreist bólu.
- Að segja sögu af hálfvita sem fattaði ekki að hann væri búinn að taka linsu úr auganu á sér, hamaðist við að ná henni úr en plokkaði þess í stað í hornhimnuna - á nákvæmlega sama augnabliki og ég var að gera það sama. Sat í heitum potti og byrjaði að plokka linsu úr auganu sem ekki var, meðan ég sagði frá bjánanum sem rústaði næstum því á sér hornhimnunni. Dööö.
- Að missa síma í gólfið í leikhúsi á sama augnabliki og ljósin falla. Úps, sýningin er byrjuð, hringingin er enn á og ég finn ekki símann. Endurheimti hann ekki fyrr en í hléi. Plís enginn hringja á meðan, takk.
- Að vera á fundi með stóra, hvíta tannkremsslettu framan í mér, tjá mig um hitta og þetta og uppgötva ekki tannkremsdjöfulinn fyrr en fyrir framan spegilinn löngu síðar. Ha ha, svo er maður hissa að ekkert mark sé tekið á manni?
- Að lenda í flugvél í New York án þess að vita ég myndi millilenda þar. Finnast tvíburaturnarnir bara svona asskoti kunnuglegir út um gluggann.
- Að missa heitt kaffi yfir allt lyklaborðið á tölvunni meðan ég skrifa þetta. Grínlaust. Humm, mun lyklaborðið eyðileggjast?
Sjáum til, sjáum til.
Ég var klukkuð nokkrum sinnum þarna um daginn þegar Netheimar töpuðu sér í því að senda boltann á milli manna og láta þá skrifa fimm gagnslausar staðreyndir um sjálfa sig.
Gleymdi því síðan.
Mundi það svo.
Gleymdi því aftur.
Ákvað að vera ekki með.
Sá sem fann upp á þessu liggur vafalaust glottandi í fleti sínu og hlær hrossahlátri yfir því hvað hægt er að fá almúgann til að gera.
Í samráði við lögfræðing minn hef ég hins vegar breytt ákvörðun minni og ákveðið að leggja spilin á borðið.
1. Ég borða slátur með jafningi. Annað eru landráð.
2. Þegar ég var 4 ára hélt ég að bekkurinn sem mamma kenndi, 7 ára krakkar, væru fullorðið fólk.
3. Ég bar út Tímann á árum áður. Öfundaði alltaf þá sem báru út Moggann því það var miklu styttra á milli húsa hjá þeim. Mitt hverfi náði í endurminningunni yfir hálfan bæinn.
4. Ég hef farið um borð í ameríska flugvél með stórt og mikið spjót frá Venesúela í handfarangrinum. Þetta var fyrir 11. september 2001..
5. Mér tekst oft hið ómögulega. Dæmi:
- Að gleyma buxunum mínum í norskum frysti í tvær vikur og eyðileggja þær. Doldið glatað því ég hafði einmitt sett þær inn í jevla frystinn til að reyna að ná tyggjói úr þeim (settist á það) og var að reyna að koma í veg fyrir að þær eyðilegðust. Úr frystinum komu þær angandi af frysti-kjöt-fiski-lykt sem aldrei fór úr.
- Að setja hárnæringu á mig sem body lotion af því að ég skildi ekki 12 ára gömul orðið "conditioner".
- Að líma fingurna á mér saman með tonnataki og enda uppi á spítala.
- Að setja næstum því tonnatak í augað á mér í staðinn fyrir linsuvökva. Daaa, hjálp.
- Að rekast af einskærri tilviljun á vinkonu mömmu á eins milljarðs manna fríking Indlandi. Hverjar eru líkurnar?
- Að húkka upp íslenska stelpu á blænd-deidi í Kambódíu og flytja síðan inn með henni nokkrum mánuðum síðar.
- Að geyma peningaseðla undir koddanum í útlöndum og uppgötva mörg hundruð kílómetrum í burtu að ég gleymdi að taka jevla peningabúntið með.
- Að taka vodkaflösku með í skólann í misgripum fyrir vatnsflösku (leifar frá helginni áður í hálfs líters plastflösku).
- Að detta tuttugu sentímetra niður úr kassabíl og viðbeinsbrjóta mig.
- Að enda á sjúkrahúsi eftir að hafa kreist bólu.
- Að segja sögu af hálfvita sem fattaði ekki að hann væri búinn að taka linsu úr auganu á sér, hamaðist við að ná henni úr en plokkaði þess í stað í hornhimnuna - á nákvæmlega sama augnabliki og ég var að gera það sama. Sat í heitum potti og byrjaði að plokka linsu úr auganu sem ekki var, meðan ég sagði frá bjánanum sem rústaði næstum því á sér hornhimnunni. Dööö.
- Að missa síma í gólfið í leikhúsi á sama augnabliki og ljósin falla. Úps, sýningin er byrjuð, hringingin er enn á og ég finn ekki símann. Endurheimti hann ekki fyrr en í hléi. Plís enginn hringja á meðan, takk.
- Að vera á fundi með stóra, hvíta tannkremsslettu framan í mér, tjá mig um hitta og þetta og uppgötva ekki tannkremsdjöfulinn fyrr en fyrir framan spegilinn löngu síðar. Ha ha, svo er maður hissa að ekkert mark sé tekið á manni?
- Að lenda í flugvél í New York án þess að vita ég myndi millilenda þar. Finnast tvíburaturnarnir bara svona asskoti kunnuglegir út um gluggann.
- Að missa heitt kaffi yfir allt lyklaborðið á tölvunni meðan ég skrifa þetta. Grínlaust. Humm, mun lyklaborðið eyðileggjast?
Sjáum til, sjáum til.
þriðjudagur, október 11, 2005
Hádegi á þriðjudegi.
Stúlka í tannlæknastól.
Tannlæknir með bor.
"Nei, ´etta er fínt. Blessaður, ég þarf enga deyfingu."
Töff.
Stundum fær stúlkan svona góðar hugmyndir.
Tvær tannskemmdir eiga ekki roð í tannlæknaborinn.
Stúlkan hlustar á Útvarp Sögu í stólnum með borinn í munninum.
Töff.
Þetta verður vikan þar sem hún tekur allt á kúlinu.
Stúlka í tannlæknastól.
Tannlæknir með bor.
"Nei, ´etta er fínt. Blessaður, ég þarf enga deyfingu."
Töff.
Stundum fær stúlkan svona góðar hugmyndir.
Tvær tannskemmdir eiga ekki roð í tannlæknaborinn.
Stúlkan hlustar á Útvarp Sögu í stólnum með borinn í munninum.
Töff.
Þetta verður vikan þar sem hún tekur allt á kúlinu.
mánudagur, október 10, 2005
Sumt getur ekki klikkað.
Til dæmis æfingabúðir með Háskólakórnum.
Get ég beðið um eitthvað meira en að vera heila helgi úti í sveit með hópi af skemmtilegu fólki?
Ú je.
Til dæmis æfingabúðir með Háskólakórnum.
Get ég beðið um eitthvað meira en að vera heila helgi úti í sveit með hópi af skemmtilegu fólki?
Ú je.
Hvað þarf maður að hafa þegar maður heldur fyrirlestur?
a) Erindi
b) Rödd
Ég hef hvorugt.
Samt á ég bókaðan fyrirlestur í kvöld.
Töff.
Góður Sigga að syngja, spila á gítar og garga langt fram á sunnudag.
Þú klikkar ekki stúlka mín.
Ég íhuga að halda fyrirlesturinn á táknmáli.
a) Erindi
b) Rödd
Ég hef hvorugt.
Samt á ég bókaðan fyrirlestur í kvöld.
Töff.
Góður Sigga að syngja, spila á gítar og garga langt fram á sunnudag.
Þú klikkar ekki stúlka mín.
Ég íhuga að halda fyrirlesturinn á táknmáli.
föstudagur, október 07, 2005
Þegar ég geng í vinnuna og fer yfir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fer ég samtals yfir 19 akreinar.
Ekki sex eða sjö, heldur nítján.
Svo fallegt allt þetta malbik.
Ekki sex eða sjö, heldur nítján.
Svo fallegt allt þetta malbik.
fimmtudagur, október 06, 2005
Í ónefndri kirkju eftir ónefnda kóræfingu eru tvær ónefndar stúlkur seinastar út úr húsi.
"Verðum við ekki að slökkva ljósin?"
Þetta eru ekki Erna og Sigga.
Hálfri mínútu síðar liggur Sigríður hin ónefnda með magakrampa í gólfinum af hlátri.
????
Hin ónefnda Erna kveikti á kirkjuklukkunum þegar hún reyndi að slökkva ljósin.
DING DONG.
DING DONG.
DING DONG.
"Nei, hvern djöfulinn, hvernig stoppar maður þetta???!"
DING DONG.
DING DONG.
Klukkurnar virðst bara vera að verða háværari.
"Ha ha ha ha ha!!!"
"HJÁLP!!!!!"
DING DONG.
DING DONG.
Ónefndur prestur svífur til stúlknanna þegar kirkjuklukkurnar hafa hringt inn fagnaðarerindið til Vesturbæinga í nokkrar mínútur. Hann spyr hvað í ósköpunum gangi á.
"Ha, við ætluðum bara að slökkva ljósin. Uuuu.."
"Verðum við ekki að slökkva ljósin?"
Þetta eru ekki Erna og Sigga.
Hálfri mínútu síðar liggur Sigríður hin ónefnda með magakrampa í gólfinum af hlátri.
????
Hin ónefnda Erna kveikti á kirkjuklukkunum þegar hún reyndi að slökkva ljósin.
DING DONG.
DING DONG.
DING DONG.
"Nei, hvern djöfulinn, hvernig stoppar maður þetta???!"
DING DONG.
DING DONG.
Klukkurnar virðst bara vera að verða háværari.
"Ha ha ha ha ha!!!"
"HJÁLP!!!!!"
DING DONG.
DING DONG.
Ónefndur prestur svífur til stúlknanna þegar kirkjuklukkurnar hafa hringt inn fagnaðarerindið til Vesturbæinga í nokkrar mínútur. Hann spyr hvað í ósköpunum gangi á.
"Ha, við ætluðum bara að slökkva ljósin. Uuuu.."
miðvikudagur, október 05, 2005
Hvað gerir kona þegar hún hefur tekið viðtal í Kópavoginum og pantað leigubíl til að ferja hana upp í vinnu?
Hoppar auðvitað upp í leigubílinn sem kemur.
Finnst dálítið skrýtið að hann ekur inn í innkeyrsluna á húsinu við hliðina en hann er vafalaust bara að snúa við.
Smellir sér inn í bílinn, kastar hárinu til, horfir djúpt í augu leigubílsstjórans og biður hann um að ferja sig upp á Morgunblað.
Finnst eitthvað skrýtið hvað leigubílsstjóranum bregður þegar farþeginn hoppar inn en hugsar ekki meira um það.
Athyglisverðir ´essir leigubílsstjórar stundum..
Fimm mínútum síðar.
Fyrir utan Moggann.
Stúlkan skilur ekkert í því að á reikningum stendur Hreyfill en ekki BSR.
Bíddu, er þetta ekki BSR?
Nei, þetta er Hreyfill.
Varst þú ekki að fara að ná í farþega á Hlíðarveginum?
Nei, ég var nú bara að fara heim til mín!
Hoppar auðvitað upp í leigubílinn sem kemur.
Finnst dálítið skrýtið að hann ekur inn í innkeyrsluna á húsinu við hliðina en hann er vafalaust bara að snúa við.
Smellir sér inn í bílinn, kastar hárinu til, horfir djúpt í augu leigubílsstjórans og biður hann um að ferja sig upp á Morgunblað.
Finnst eitthvað skrýtið hvað leigubílsstjóranum bregður þegar farþeginn hoppar inn en hugsar ekki meira um það.
Athyglisverðir ´essir leigubílsstjórar stundum..
Fimm mínútum síðar.
Fyrir utan Moggann.
Stúlkan skilur ekkert í því að á reikningum stendur Hreyfill en ekki BSR.
Bíddu, er þetta ekki BSR?
Nei, þetta er Hreyfill.
Varst þú ekki að fara að ná í farþega á Hlíðarveginum?
Nei, ég var nú bara að fara heim til mín!
mánudagur, október 03, 2005
Vefsíðan bendir á stófróðlega umfjöllun í sunnudagsblaði Moggans um háskóla sem einræðisherrann í Hvíta-Rússlandi lokaði og er nú í útlegð í nágrannaríkinu Litháen. Skólinn þótti ógna hugmyndum hvítrússneska forsetans og vera of vestrænn í hugsunarhætti.
Í Tímariti Morgunblaðsins, sem fylgir sunnudagsblaðinu, er síðan stórskemmtilegt viðtal við tónlistarsystkinin Ragnheiði og Hauk Gröndal.
Það er engin tilviljun að þau eru bæði eftir sjálfa mig.
Ó nei.
Í Tímariti Morgunblaðsins, sem fylgir sunnudagsblaðinu, er síðan stórskemmtilegt viðtal við tónlistarsystkinin Ragnheiði og Hauk Gröndal.
Það er engin tilviljun að þau eru bæði eftir sjálfa mig.
Ó nei.
- Já, góðan daginn. Sigríður?
- Ha, jú, það er hún.
- Já, sæl, þetta er á Morgunvaktinni hérna á RÚV. Okkur langaði að fjalla aðeins um stríðið í Norður-Úganda.
- Frábært. Það fær einmitt aldrei neina athygli í fjölmiðlum. Gott mál.
- Jú, jú. Við vorum að hugsa um hvort þú gætir ekki komið til okkar í viðtal um þetta í fyrramálið.
- Ha, jú, jú. Mér finnst alltaf gaman að tala. Alltaf til í að röfla eitthvað. Umm... bíddu hvenær þarf ég þá annars að vakna? Er þetta voðalega snemma?
---
Frökenin á Morgunvaktinni í fyrramálið, rétt eftir klukkan átta. Hún er að hugsa um að nýta tækifærið og lýsa því yfir svona í leiðinni að hún ætli að afturkalla framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hún viti ekkert um Geirfinn og að hún tengist Baugsmálinu sjálf ekki neitt. Hún hafi engan tölvupóst sent fyrir þremur árum og þekki ekki þennan ónefnda mann.
Þeir sem missa af þættinum geta hlustað á hann á vefsíðu RÚV, undir Rás 1.
Stúlkan bendir síðan á myndina Lost Children sem er til sýninga á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni og fjallar einmitt um börnin í Norður-Úganda. Sýnd í kvöld klukkan sex og á morgun klukkan sex.
Yfir og út.
- Ha, jú, það er hún.
- Já, sæl, þetta er á Morgunvaktinni hérna á RÚV. Okkur langaði að fjalla aðeins um stríðið í Norður-Úganda.
- Frábært. Það fær einmitt aldrei neina athygli í fjölmiðlum. Gott mál.
- Jú, jú. Við vorum að hugsa um hvort þú gætir ekki komið til okkar í viðtal um þetta í fyrramálið.
- Ha, jú, jú. Mér finnst alltaf gaman að tala. Alltaf til í að röfla eitthvað. Umm... bíddu hvenær þarf ég þá annars að vakna? Er þetta voðalega snemma?
---
Frökenin á Morgunvaktinni í fyrramálið, rétt eftir klukkan átta. Hún er að hugsa um að nýta tækifærið og lýsa því yfir svona í leiðinni að hún ætli að afturkalla framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, hún viti ekkert um Geirfinn og að hún tengist Baugsmálinu sjálf ekki neitt. Hún hafi engan tölvupóst sent fyrir þremur árum og þekki ekki þennan ónefnda mann.
Þeir sem missa af þættinum geta hlustað á hann á vefsíðu RÚV, undir Rás 1.
Stúlkan bendir síðan á myndina Lost Children sem er til sýninga á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni og fjallar einmitt um börnin í Norður-Úganda. Sýnd í kvöld klukkan sex og á morgun klukkan sex.
Yfir og út.
sunnudagur, október 02, 2005
Ég eeeelska að ferðast en gvöðmenngóður hvað ég er komin með leið á biðröðum, öryggiseftirliti, vegabréfsskoðunum, svimandi háu verði fyrir mat og kaffi bara-af-því-að-þetta-eru-flugvellir-og-þá-má-allt-vera-ógeðslega-dýrt-og-hei-best-að-hækka-verðið-því-fólk-neyðist-til-að-kaupa-það-verandi-fast-á-vellinum - já, og jevla flugvallaröddinni sem segir manni að skilja farangurinn aldrei við sig.
Unnattended bags will be removed by the authorities.
Meeeen, þú ert búinn að segja þetta fjórum sinnum seinasta klukkutímann.
Unnattended bags will be removed by the authorities.
Meeeen, þú ert búinn að segja þetta fjórum sinnum seinasta klukkutímann.