laugardagur, apríl 10, 2010

Þegar ég hélt að ég gæti ómögulega sjálfri mér lengur á óvart náði ég áður óþekktum hæðum í athyglisbrest. Such as...

...að eiga ekki bót fyrir boruna á mér en takast samt í ógáti að borga 70.000 krónum of mikið í lífeyrissjóð. Úps, leit bara ekki nógu vel á miðann.

...að hringja í flugfélag til að afpanta flug sem þegar er farið. - Fyrirgefðu fröken, en flugvélin þín fór í gær!

Ég er oft spurð að því hvort ég fái ekki í magann á ferðalögum.

Svarið er nei.

Sannleikur málsins er sá að ég fæ í magann á Íslandi. Er aldrei verri í maganum en einmitt hér á landi.

Ritari minn vinnur hörðum höndum að því að finna út úr því hvernig á þessu stendur. Okkur grunar sambland af íslensku kaffiþambi, of mikilli vatnsdrykkju og ruslfæði Reykjavíkur. Spennandi? Uuuu, nei.Balata flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum.

fimmtudagur, apríl 08, 2010Nablus.Jerúsalem.

mánudagur, apríl 05, 2010

Við fórum af stað með samtals 26 kíló...

... og komum heim með 47.

Ég skildi ekki alveg hvaðan öll aukavigtin kom fyrr en ég sá tehrúgurnar á sófanum hjá mér, alla kryddpokana, vínviðarlaufin, tebollana, öll kílóin af zahtar-blöndunni, teketilinn, allt lesefnið og hrúgurnar af keramikinu...

Það hljómar kannski undarlega en ég get hæglega mælt með Palestínu, Vesturbakkanum það er, sem áfangastað.

Ekki til að ana út í neitt, vitanlega, heldur bara til að fara - og fara varlega, mjög varlega - og sjá og upplifa ísraelska hernámið, skilja betur hvað í ósköpunum er í gangi, tengja fólk af holdi og blóði við heimsfréttirnar, sjá náttúrufegurðina, virða fyrir sér fallegu grænu hæðirnar, drekka besta kaffi í heimi, borða dásamlegan mat, horfa og hlusta.

Það er alltaf gaman að koma á sögulega staði, eins og Betlehem eða ganga um margra alda gamlar götur eins og í Jerúsalem. En skemmtilegast af öllu finnst mér samt alltaf að spjalla við fólk og heyra hvað það hefur að segja. Og það veit Guð að ekki skortir áhugavert fólk að tala við á Vesturbakkanum.

fimmtudagur, apríl 01, 2010

"Thetta var heimili okkar," sagdi fjolskyldan og bandadi hofdi ad husinu a moti okkur. Israelski faninn hekk nidur eftir husveggnum. Rammgirt hlid vid gotuna, ljoskastari beint i augun.

Fjolskyldan var borin ut med valdi seinnipart sumars i fyrra. Israelsk fjolskylda flutti inn sama dag. Sú palestínska hefur sídan thetta var haldid til a gotunni fyrir utan húsid.

"Vid áttum heima tharna. Hvad eru thau ad gera í húsinu okkar?"

Tveggja og hálfs árs gamla stúlkan sat á plaststól og lék sér med dúkku. Solin settist og skyndilega vard iskalt í Jerúsalem.

"Her erum vid atta manudum sidar og thau bua i husinu okkar og vid sitjum undir tré..."