föstudagur, júlí 25, 2008

Virðulegu maestro reynið að haga ykkur í kokkteilnum.
Hmm... gengur eitthvað brösuglega.
Nei, það er bannað að nota hattana sem undirskálar!
Hei, ég veit förum frekar úr grímubúningunum og á barinn!

Jeeeeeiiii!

Og svo öllu skolað niður með enn meiri bjór og barbeque daginn eftir.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Hogwarts


Ertekkaðgrínast í mér með búningana?


Jú, þetta er allt fáranlega fyndið.
Nokkrum andartökum áður en Æðstistrumpur gengur í salinn og lúðrarnir byrja að hljóma.


miðvikudagur, júlí 16, 2008

I husinu hans Alex fra Spani, sem samt er i Norwich, verdur kommúna naestu daga.

Thar er Island maett.
Og Mexiko.
Og Holland.

Finnland, Polland og Spann á leidinni.

Indland ad koma i kaffi.
Og Pakistan.

Singapur vaentanleg seinna i dag.
Og Afganistan.
Somuleidis Bretland.

Israel thegar komin.
Og Japan.

Sameinudu thjodirnar mega ekki vera ad thessu, farnar a barinn...

Til hvers að útskrifa fólk þegar það klárar skólann þegar hægt er að gera það ári seinna?

Skriffinnskuforkólarnir í UEA safna þessu öllu saman til að geta síðan fengið ærlega útrás fyrir óhugnanlega þörf sína til að kaffæra stúdentum í formsatriðabréfum um the very important once-a-year ceremony. Ég er með öðrum orðum að fara að útskrifast formlega á fimmtudaginn.

Jæja já, ekki halda börnin mín góð að á þann gjörning sé hægt að mæta si svona án þess að vera búinn að fylla út ítarlegt eyðublað og senda þeim í pósti með löngum löngum fyrirvara, vitanlega bannað að gera það rafrænt eins og allt í þessum blessaða skóla.

Og ekki halda að hægt sé að komast hjá því að fá í framhaldinu alls kyns bæklinga um hvernig eigi að haga sér á útskriftinni. Mín deild útskrifast klukkan hálf tólf. Það er bannað að mæta fyrir 10:50 í salinn en einnig bannað að mæta eftir 11:15, stundvíslega.

Á útskriftina er ókeypis, segir skólinn, en samt er bannað að mæta þangað án þess að vera í Harry Potter búning með flatan hatt á hausnum. Og gervið má einungis nálgast hjá ákveðnu fyrirtæki sem er sem sé með monopoly á alla Strumpabúninga ársins. Nokkra klukkustundarleiga á grímubúningnum kostar 50 pund. Þannig að það er með öðrum orðum alls ekkert ókeypis á útskriftina, bla.

Til að fá grímubúninginn verður að merkja nákvæmlega við hvaða gráðu er verið að klára svo fólk fái örugglega réttan búning. Hírarkíið verður nú að vera í lagi. Og þetta verður vitanlega að gerast með löngum fyrirvara.

Undir búningnum verður að vera snyrtilegur til fara, samkvæmt hegðunarleiðbeiningum skólans. Ég veit ekki hvernig snillingarnir ætla að fara að því að sjá það en skólastjórinn er kannski Voldemore og sér í gegnum holt og hæðir og Harry Potter búninga.

Ég manaði írskan vin minn í að vera fulli gaurinn á útskriftinni sem hent er út fyrir óspektir en hann bar því við að vera í hjálparstarfi á Indlandi á útskriftinni og sendi boltann aftur á mig.

Í fyrrasumar bjó ég í Bretlandi og kom heim til Íslands í nokkra daga í júlí.

Núna bý ég á Íslandi en fer til Bretlands í nokkra daga í júlí.

Ég er spegilmynd af mér, sagði skáldið.

mánudagur, júlí 14, 2008

Aðfaranótt mánudags hrökk hinn afganski Fahim Kashefi upp með andfælum í íbúð sinni í London. Hann hafði dreymt yngri bróður sinn sem býr í heimabæ þeirra bræðra í Afganistan. Draumurinn var martröð.

Fahim tók upp símann, hringdi í bróðurinn og bað hann að fara eins varlega og hann gæti.

Seinna sama dag frétti Fahim af hryllilegustu sjálfsmorðsárásinni sem gerð hefur verið í höfuðborginni síðan talibanastjórninni var steypt fyrir sjö árum. Yfir 40 manns létu lífið þegar sprengja sprakk við indverska sendiráðið.

Árásin var í Kabúl. Bróðirinn var í Herat annars staðar í landinu. Fahim andaði léttar. Síðan byrjaði hann að hugsa um afleiðingar árásarinnar og alla þá sem létu lífið. Ekki höfðu allir verið jafnheppnir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fahim hrekkur upp um miðjar nætur og hringir í ættingja sína. Atburðir síðastliðinnar viku urðu ekki til að auka með honum ró.


Afgangurinn er svo í sunnudagsblaðinu..

föstudagur, júlí 11, 2008

Á kóræfingu gærkvöldsins, fyrir kórbrúðkaup helgarinnar, var gríðarlega mikið talað eins og kórmeðlima er vant.

Flestir eru hættir í Háskólakórnum en partýfélagið Gleðikórinn stofnað í staðinn. Sem verður að teljast með betri hugmyndum seinustu ára.

Á morgun mun átján manna kór troða upp í Fríkirkjunni. Syngja lagið okkar allra Hjá lygnri móðu, strax eftir hjónavígsluna sjálfa. Ú la la.

Það athyglisverða er að þegar allir eru mættir, eins og í gærkvöldi, og við byrjuð að syngja gömlu lögin, þá er alltaf eins og tíminn hafi staðið í stað.

Þegar einhver byrjar að röfla yfir því hvar eigi að anda í laginu og einhver annar byrjar að flissa og enn aðrir að fíflast og allir úttala sig af miklum móð um hvar eigi að syngja sterkt og hvar veikt - en enginn er samt að hlusta á hina - og svo fara allir að hlæja og tala um hvað verði gaman í veislunni, því það sé nú svo gaman að tjútta með þessum hóp - ja, þá er bara eins og ekkert hafi breyst.

Að bera á sig andlitsmaska sem móðir manns treður skyndilega upp á mann, gleyma svo að þvo stöffið úr andlitinu og skella sér í Öskjuhlíðina að skokka?

Náttúrlega bara töff.

sunnudagur, júlí 06, 2008

HORNSTRANDIR


Rekaviður í Furufirði


Vaðið yfir eina af 700 ám í ferðinni. Gengum 25 og 26 kílómetra á dag, upp og niður fjöll. Og auðvitað yfir ár. Töff töff töff.


Hver á sér fegra, tjah.


Fullt af snjó þarna ennþá, þótt um hásumar væri. Enda er Bolungarvík á Hornströndum norðan heimskautsbaugs. Sérlega smart í miðnætursólinni, næg birta ú je.


Við sáum eitthvert torkennilegt dýr sem við ætluðum helst að væri ísbjörn.Systkin bíða eftir kvöldmat. Ókei þá, kakói með Stroh.


Toppurinn á tilverunni.


Úps, svo snérist hann í norðan og allt í einu dró ský fyrir sólu. Þá var bara að draga fram regngallann og skella honum yfir sóláburðinn. Viti menn, norðanátt fyrir opnu hafi á Hornströndum þýðir einungis eitt: Ekki er hægt að sigla. Ergo: Við urðum veðurteppt í víkinni, um hásumar, sólbrennd í tætlur. Ha ha ha.

Komumst við einhvern tímann heim?!
Ekkert að gera nema bíða eftir að hann lægi.
Það eru sum sé engir vegir þarna norður eftir.


Síðdegis á sunnudegi lægði skyndilega nógu mikið til að hægt væri að sigla gúmmíbát inn víkina og ferja okkur út í bátinn fyrir utan. Reminder: Halda sér fast.

Á leið suður til Norðurfjarðar þar sem við geymdum bílana var ekki annað að gera en að syngja hástöfum, í tilraun til að halda geðheilsunni - og síðdegiskaffinu ofan í maganum. Tveggja tíma sigling í hávaðaroki. "Margra poka ferð," eins og skipstjórinn lýsti því. Stolt siglir fleyið mitt ræ ræ ræ.

Allir komust þó í land.
Og kysstu hvern annan bless eftir stórkostlega ferð.

Pistlarnir aftan á 24 stundum eru 240 orð.

Opnugrein í sunnudagsblaði er 2500-3000 orð.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir því að 24stunda örpistlarnir-ein-stutt-lítil-pæling-lesin-yfir-seríósinu-á-hlaupum virðist vera það allra mest lesna sem ég hef ritað.

Ég veit heldur ekki hvort ég á að hlæja eða gráta yfir myndahörmungunum.

Ha ha ha, konan sem vissi ekki fyrr en þremur mánuðum síðar, þegar hún kom að utan, að ljósmyndin sem hafði verið tekin rétt áður en flugvélin fór í loftið átti helst heima í vondumyndakeppninni úps úps úps.

Og úúúúúúúps best að gleyma síðan krónískt að láta taka nýja.

Ókei fyndið í eitt eða tvö skipti en ekki viku eftir viku. Stundum er ég ekkert voðalega klár.

miðvikudagur, júlí 02, 2008

Lífid er dásamlegt.

Og mikið getur verið dásamlegt að vera net- og símasambandslaus í marga daga.

Nema náttúrlega þegar maður skýst inn á Akureyri að ná í vistir og laumast í tölvuna á Hótel KEA.

Heimkoma á föstudag eftir mergjaða ferð sem teygði sig norður fyrir Drangajökul og síðan austur í Fnjóskadal.

Örvæntið eigi, ég mun fara úr ullarsokkunum og ullarnærbolnum, taka plástrana af ökklunum, rífa af mér hárbandið og skella á mig varaglossi, í tæka tíð fyrir fyrsta brúðkaupið í brúðkaupshrinu sumarsins sem hefst nú á laugardag.