miðvikudagur, apríl 30, 2008

Í seinustu viku beið og ég beið eftir Godot en hann kom ekki.
Í gær var seinni leikur Barcelona við Manchester og allir að horfa.

Og þá birtist okkar maður. Þremur mínútum fyrir leikslok.
Íslenska sendinefndin fagnaði villt og galið.

Ég skil reyndar ekki alveg af hverju maður flýgur leikmanni á milli landa og setur hann svo inn á þegar minna en þrjár mínútur eru eftir af leik. En skítt með það.

Þegar leikmaðurinn Evra var borin út af og Godot, ókei Guðjohnsen kom inn á, tókum við því sem ótvíræðu merki um að Evran væri fallin. Og krónan vitanlega í styrkingu.

Þetta var gott kvöld. Í dag er ég afar bjartsýn á efnahagshorfurnar.

laugardagur, apríl 26, 2008

"Sigrídur Vídis Jónsdóttir horfdi á fótbolta med íslenskum skáldum í Barcelona á Althjódlega bókadeginum".

Ha ha ha, óóóóborganlegur uppsláttur á baksídunni.

Annars bendi ég ekki einungis á laugardagsblad Moggans, heldur líka sunnudagsbladid: Hvad á ad gera vid glaepamanninn?

Lesid greinina bara snoggvast bornin god, tha skal ég sleppa thví ad rofla um efni hennar á barnum í sumar. Eda á kósýkvoldum á Vídisstodum, sum sé í Barmahlídinni gódu. Hlakka til ad bjóda ykkur heim, vú hú.

föstudagur, apríl 25, 2008

Til hvers ad skrifa eina grein thegar madur getur skrifad fjórar í einu?

Og til hvers ad lesa eina bók thegar madur getur lesid fjórar í einu?

Baaaa, skipuleggja sig stúlka.

Hér eru annars rafmagnslínumyndir frá Mexíkó. Thar er rafmagn ekki bara rafmagn heldur beinlínis list. Rafmognud list.


fimmtudagur, apríl 24, 2008

I gaer voru seldar um 400.000 baekur og 4-5 milljonir rósa i Katalóníu.

Dagur heilags Georgs, Sant Jordi, er ma-hagnadur.

Baekur, folk og rósir fylla allar gotur í Barcelona.

Thetta er svona risastort rósabókapartý.
Sem er ekki leidinlegt ef madur elskar baekur og finnst rósir fjarskalega fallegar.

mánudagur, apríl 21, 2008

Hversu firrtur er madur ordinn thegar madur verdur alveg rugladur vid ad skokka uti undir berum himni en ekki a hlaupabretti.

Ju, sjaid til, eg hef ekki hugmynd um hversu hratt eg á ad hlaupa thegar eg hef ekki blessud maelitaekin. Ha ha ha, djofulsins rugl.

Ritari minn er ad vinna í thví ad komast ad thví hvernig ég geti hlaupid fyrst á 9km/klst, svo 11 og svo 12, alveg eins og í himnaríki Dísu og Bjossa.

föstudagur, apríl 18, 2008

Ja, ja, madur gengur bara ut i bokabud og kaupir ser International Herald Tribune og ser thetta a forsidunni:

ICELAND´S HOT ECONOMY CAN´T ESCAPE DOWNTURN.

Amm.

Thessi setning herna var upphaldid mitt i greininni:

"Life on this rugged, windswept island has always veered between famine and feast, reliant on the fish that swim in its icy waters and the luck of its fishermen in catching them..."

Mer lidur svona eins og ég sé álfur sem búi í skrýtnu, exótísku álfalandi thar sem fólk tali álfamál og krossi fingur yfir thví ad fiskimennirnir nái ad góma litlu saetu fiskana svo vid fáum nú eitthvad ad borda. Yfir og út.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Hlykkjóttar, þröngar götur.
Litlar sætar svalir.
Sum sé á öllum húsum.
Þvottur á snúrum sem strengdar eru á svalirnar.
Blómapottar.
Litlar, huggó búðir.
Baguette, ólívur, ávextir, pylsur og ostar.
Íburðarmiklir, eldgamlir ljósastaurar.
Fólk á bekk.
Gamlar konur í pilsum, gamlir karlar með staf.

Barcelona er eins og bíómyndin um sjálfa sig.
Þessi þarna með öllum klisjunum um rómantískt líf í Suður-Evrópu..

mánudagur, apríl 14, 2008

Í gaer rakst ég á Óttar Martin félaga minn úti gotu í Barcelona.
Thad var fyndid.

A sama tima var Rakel ad ganga um bord i flugvel a Islandi, ju, ju a leid til Barcelone. Vid vorum oll saman i heimspeki.

Thad verdur sum sé heimspekihittingur í Barce.

Annars erum vid mútter í gúddí bara.

Nágrannakonan líka, hún spiladi til daemis Sound of Music allan gaerdaginn, stanslaust, en var komin med einhvern annan geisladisk snemma í morgun. Og katalónsku RÚV inn á milli.

Eg heyri umraedda konu hósta yfir vegginn.
Sem aftur thýdir ad hún heyrir í mér hrjóta yfir thilid, ha ha ha.

Thad held ég ad thad sé heimilislegt á Riberagotu nr 16.

föstudagur, apríl 11, 2008


Spánn.


Sviss.Ítalía.


Mexíkó.

Fann ekki McDonalds myndina mína thadan. Pepsi í litlu thorpi úti á landi verdur ad duga...

Vid búum í svo stórkostlega fjolbreyttum heimi.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Ég stend í ástar-hatursambandi við Ryan Air.

Ástarsambandi því með þeim er hægt að fljúga fyrir einungis nokkra þúsund kalla um alla Evrópu.

Haturssambandi því auðvitað á maður ekki að vera fljúga stuttar vegalengdir eins og brjálæðingur þegar flugsamgöngur eru einhverjar þær allra mest mengandi. Og haturssambandi því eftir að félagið er búið að smyrja öllum aukagjöldunum á er miðinn alltaf orðinn miklu dýrari en upphaflega. Það kostar aukalega að tékka sig inn á flugvellinum, það þarf að borga fyrir töskuna og allt yfir 15 kíló er rándýr yfirvigt, jú neim it. Og auðvitað má ekki hafa nema eina og einungis eina tösku í handfarangri. Arg.

Í bræði minni ákvað ég ásamt fröken Mílanó að borga bara fyrir eina inntékkaða tösku og alls ekki láta þá hafa af mér neina yfirvigt. Ég hef of oft látið þá taka af mér hin og þessi gjöld. Hvað gerir kona þá sem er komin með alltof mikinn farangur eftir innkaup í Mexíkó og Mílanó?

- Ha ha, klæðir sig í helminginn af fötunum. Það eru engin takmörk fyrir því hvað má fara um borð í miklum fötum.
- Notar síðan elsta trikkið í bókinni sem er að fylla úlpuvasana af þungu dóti. Enda heldur engin skilyrði fyrir því hvað má vera með mikið í úlpunni.

Í biðröðinni í öryggishliðinu byrjaði ég vitanlega að svitna eins og svín og leið eins og konu sem hlyti að eiga við eitthvert stórkostlegt fatavandamál að stríða. “Æ em djöst rilí afreid off getting kóld, jú nó. Or sommþíng.”

Klikkaða konan var í íþróttaskóm, þykkum sokkum, hlírabol, stuttermabol, síðbuxum, gallapilsi yfir buxurnar, bómullarkjól yfir gallapilsið og bolina, renndri peysu, gallajakka yfir peysuna, úlpu yfir gallajakkann og með vasana fulla af drasli. Með bleika slæðu um hálsinn og marglita slæðu yfir þá bleiku. Heeeeeeiiittt!

Þegar ég var komin í gegnum öryggishliðið og búin að smella mér úr öllu saman og setja í plastpoka og bakpokinn sem hafði verið nákvæmlega 15 kíló var kominn inn í vélina, var þetta hins vegar allt í einu óborganleg hugmynd. Ha ha ha.

Þá var bara ad fá sér kaffi, senda froken Mílanó sms og lýsa yfir fullnadarsigri a Ryan Air.
Jeeeeeeeeeii.

Blaðri blaðri blaðri.

Í Skessuhorni þessarar viku er hægt að lesa blaður stúlkunnar við Sigrúnu Ósk, sem varð einmitt á dögunum ritstjóri blaðsins.

Thað er alltaf gaman ad blaðra, enda finnst mér sérlega gaman ad tala... ha ha.
Samt er skrítið ad lesa viðtol vid sjalfa sig - miklu skemmtilegra einhvern veginn ad skrásetja viðtol við aðra. Thad góða er að ég mun ekki sja blaðið fyrr en í vor.

Fyrir óupplýstan borgarlýðinn skal upplýst að Skessuhorn er vikulegt fréttablað á Vesturlandi. Sem varð tíu ára gamalt fyrir stuttu. Sko Vestlendinga.

Gvöði sé lof fyrir að konan sem ég bjó með í tvö ár ákvað að standa á sannfæringu sinni og hætta í lífefnafræði, þótt hún væri meira en hálfnuð með námið. Jú, sjáið, annars hefði heimurinn misst af upprennandi fatahönnuði, dúddídú.

Það var yndislegt að vera í Mílanó.

En einmitt um það leyti sem ég var hins vegar búin að venjast því að segja graddsí en ekki grasías og dúe en ekki dos og tsjaó en ekki ola, var ég komin aftur í spænskumælandi land..

Núna er ég fullkomlega rugluð í því hvort ég eigi að segja eitthvað á mexíkóskri spænsku, ítölsku eða Spánar spænsku, ha ha ha. Svo er verið að reyna að rugla enn meira fyrir mér með katalónsku, baaaaa.

Af þessum sökum er ég þögla týpan þessa dagana, þögla týpan með gáfulega lúkkið sko, ókei?

mánudagur, apríl 07, 2008

Fjandinn hafi thad, her er Ruanda greinin eftir mig i Mogganum i gaer.
Thad var hja Bosco og vini hans og systur sem mer var bodid ad bua thegar eg var i Ruanda vorid 2005.

Skiptir dauður tútsi máli?

Sjötti apríl 1994 var örlagaríkur dagur í Rúanda. Flugvél forsetans brotlenti á dularfullan hátt – og þjóðarmorð hútúa á tútsum hófust. Á 100 dögum voru að minnsta kosti 800.000 manneskjur myrtar.

Í hnotskurn:
» Í Rúanda búa hútúar og tútsar – hútúar eru í miklum meirihluta og tútsar í minnihluta.
» Árið 1994 myrtu öfgafullir hútúar að minnsta kosti 800.000 tútsa og hófsama hútúa, án afskipta ríkja heims.


Bosco var einungis unglingsstrákur þegar hann ákvað að fara frá Úganda, þaðan sem hann hafði alist upp, yfir til nágrannaríkisins Rúanda. Hann leit á Rúanda sem heimaland sitt, þótt hann hefði aldrei komið þangað. Foreldrar hans höfðu flúið frá Rúanda mörgum árum áður – þau voru tútsar.

Bosco leist ekki á blikuna í landinu og vildi eins og hann orðaði það „reyna að stöðva yfirgang hútúa“ sem þar voru við völd. Þetta var árið 1993 og Bosco gekk til liðs við Föðurlandsfylkingu Rúanda (RPF). Í henni var mikið af ungum tútsum eins og honum, sem alist höfðu upp í útlegð og vildu snúa „aftur heim“.

Strákurinn sem hafði búið á venjulegu heimili í Úganda var skyndilega farinn að þvælast um skóga Rúanda með vopn í hendi. „Þetta var klikkun, hræðilegt alveg,“ sagði hann mér löngu síðar. „Við borðuðum stundum ekki í nokkra daga og hvíldumst oft ekki í marga sólarhringa.“

Löngu áður en Bosco hóf að þramma um þykka skóga með byssuna sína var Rúanda þýsk nýlenda. Eftir fyrri heimsstyrjöldina kom landið í hlut Belga. Hútúar eru í miklum meirihluta í Rúanda og tútsar í minnihluta en ekki endilega hægt að segja hver er hvað af útlitinu einu saman. Fólkið býr hlið við hlið og talar sama tungumál.
Það var undir stjórn Belga sem það hver var hútúi og hver var tútsi tók að skipta verulegu máli. Belgíska stjórnin gaf út nafnspjöld þar sem uppruni Rúandabúa var tilgreindur – nafnspjöld sem síðar gegndu mikilvægu hlutverki í þjóðarmorðinu: Var viðkomandi tútsi og þar með réttdræpur, eður ei?

Tútsar fóru með völdin fyrir nýlenduherrana en árið 1959 gerðu hútúar uppreisn gegn ofríki tútsa, sem þeir sáu svo – og kröfðust valda. Þegar landið fékk sjálfstæði fóru völdin til hútúa, þúsundir tútsa voru drepnar og enn fleiri enduðu í útlegð.

Félagar Boscos í Föðurlandsfylkingunni réðust inn í Rúanda árið 1990, frá fyrrum bresku nýlendunni Úganda, og freistuðu þess að fella hútúa-stjórnina. Stjórn Frakka var fljót að senda vopn og hermenn hútuum til varnar. Það skipti máli að viðhalda frönskum áhrifum í Afríku.

Ekki tókst að fella stjórnina en niðurstaðan varð sáttmáli um valdaskiptingu á milli hútúa og tútsa. Öfgafullir hútúar voru ekki par sáttir við samkomulagið og raddir þeirra urðu æ háværari: Best væri að afgreiða „tútsa-vandamálið“ í eitt skipti fyrir öll og tortíma öllum tútsum. Hugmyndinni heyrðist æ oftar fleygt og þegar hafði fjöldi tútsa raunar lent í gröfinni. Fyrrihluta árs 1994 var áróðri gegn tútsum útvarpað svo vikum skipti í gegnum útvarpsstöð sem fjölskylda forsetans átti hlut í.

Það var ekkert óvænt við þjóðarmorðið sem hófst í apríl sama ár.


Þegar flugvél forseta landsins, hútúans Juvenals Habyarimana, brotlenti á dularfullan hátt hinn 6. apríl gafst ástæðan sem margir höfðu beðið eftir: Að hefja útrýminguna. Það varð að refsa tútsum fyrir að skjóta niður forsetann, ekki satt? Margir bentu reyndar á að líklegast hefðu öfgafullir hútúar grandað honum sjálfir til að geta hafið ætlunarverk sitt.
Dauðasveitir hútúa héldu strax af stað í leit að fórnarlömbum og einungis nokkrum dögum síðar lágu þúsundir tútsa í valnum. Þjóðir heims lögðu áherslu á að bjarga erlendu starfsfólki í burtu og sendu sveit franskra, ítalskra og belgískra hermanna til verksins. Að aðstoða tútsa var ekki í hennar verkahring.

Á sama tíma og illa farin lík hrönnuðust upp á götum úti ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, fyrir tilstilli Bandaríkjanna, að draga saman í friðargæsluliði sínu. Hermönnum var fækkað um 90% og einungis 250 friðargsæsluliðar urðu eftir.

Skilaboðin voru skýr: Tútsar yrðu sjálfir að mæta eigin örlögum.


Um það leyti sem Bosco gekk í Föðurlandsfylkinguna enduðu inngrip í Sómalíu með drápi á 18 bandarískum hermönnum og skelfilegar fréttamyndir fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Aðgerðirnar voru illa skipulagðar og lítt úthugsaðar en bandaríska stjórnin undir forrystu Bills Clintons var brennd, vildi ekki skipta sér af í Rúanda og beitti sér markvisst gegn afskiptum annarra. Það að löndin væru ólík og aðstæðurnar sömuleiðis skipti litlu. Sómalía kallaði einnig fram gæsahúð hjá öðrum Vesturveldum.
Þrátt fyrir allt tal um „aldrei aftur“ – og þrátt fyrir sáttmála SÞ sem leggur skyldur á hendur aðildarríkjum sínum að koma í veg fyrir þjóðarmorð hvar sem slíkt vofir yfir – sat heimsbyggðin hjá meðan ríkisher Rúanda og öfgafullir hútúar slátruðu að minnsta kosti 800.000 tútsum og hófsömum hútuum sem samúð höfðu með tútsum. Rúandíska stjórnin segir töluna vera yfir eina milljón.

Með nánast alla utanaðkomandi horfna á brott – og án afskipta Sameinuðu þjóðanna eða nokkurra ríkja – voru hútúar frjálsir að því að myrða að vild. Hraðinn á morðunum var gríðarlegur – miklu meiri en í gasklefunum í Þýskalandi. Það tók ekki nema 100 daga að myrða allt þetta fólk. Ein milljón látinna er mikið á hvaða mælikvarða sem er – en það er einnig hlutfallslega mjög mikið í litlu landi þar sem einungis bjuggu um átta milljónir áður.


Að lokum var það Föðurlandsfylkingin sem tókst að steypa hútúa-stjórninni, ná höfuðborginni og stöðva morðin. Þótt þá hafi hútúar verið ansi nærri því að fullkomna ætlunarverk sitt. Bosco hafði óttast hið versta – enda áform um að losa sig við tútsa engin launungarmál – en aldrei nokkurn tímann hafði hann grunað að hútúar kæmust upp með að myrða meirihluta allra tútsa í Rúanda.

Þegar hútúa-stjórnin var fallin urðu hútúar fórnarlömb á einni nóttu. Eða slík voru að minnsta kosti hughrifin sem vöknuðu við að sjá fréttamyndir af hútúum streyma til Kongós, dauðhræddir við að tútsar myndu hefna sín. Kólerufaraldur braust út á meðal flóttafólksins og þúsundir létu lífið. Mikið af fólkinu var venjulegt fólk sem í skelfingu sinni hafði látið morðæðið viðgangast en á meðal þess voru einnig allir þeir fjölmörgu sem murkað höfðu lífið úr öðrum. Loksins þegar ríki heims rönkuðu við sér og sýndu viðbrögð við atburðunum í Rúanda – með því að hjálpa flóttafólkinu í Kongó – lentu þau í stórri siðferðilegi klemmu: Hverja voru þau eiginlega að fæða og klæða í flóttamannabúðunum?


Þegar ég hitti Bosco í Rúanda á nýrri öld er friður í landinu og mikil uppbygging hefur átt sér stað. Forsetinn er tútsi og bæði hútúar og tútsar í stjórninni.
En Bosco er reiður: Reiður út í morðingjana. Reiður út í alla hútúana sem ekki tóku beinan þátt í morðunum en létu þau viðgangast. Þriðjungur myrtra var börn. Reiður út í ríki heims fyrir afskiptaleysið meðan bræðrum þeirra og systrum var slátrað með skipulögðum hætti. Reiðastur er hann þó út í frönsku stjórnina.

„Hún hafði ekki einungis útvegað hútúum hergögn í mörg ár heldur líka þjálfað ríkisherinn – sama herinn og gegndi lykilhlutverki í morðunum. Og vopn héldu áfram að berast í gegnum Frakkland eftir að morðin hófust,“ segir hann og ranghvolfir í sér augunum. Ráðamenn í Rúanda hafa raunar lengi fullyrt það sama en franska stjórnin segir fjarri lagi að hún hafi stutt hútúa í gjörðum sínum þótt náið samband hafi verið við hútúa-stjórnina.

„Það er hagur allra þeirra sem ekki gerðu neitt til að stoppa þjóðarmorðið að mála þá mynd að það hafi verið óvænt og óskipulagt – og þar með ekki hægt að afstýra því,“ segir Bosco annan dag. Síðan heldur hann áfram: „Ég er löngu hættur að hlusta á eitthvert „aldrei aftur“-tal. Sjáðu bara Darfur. Menn ganga á milli þegar þeim hentar en þegar þeir hafa engra hagsmuna að gæta er þeim sama. Síðan þegar allt er um garð gengið leyfa allir sér að harma það sem gerðist.“

föstudagur, apríl 04, 2008

"1,2 til 1,3 manns eru í hverjum bíl að meðaltali, þegar umferðarálagið er sem mest í Reykjavík."

Ég bíð spennt eftir því að heyra hvað Joy bekkjarsystur minni frá Úganda og henni Shani frá Indlandi, þykir um þessa staðreynd minnar kúguðu þjóðar...

fimmtudagur, apríl 03, 2008

Flottust

Fjölskyldan hefur ekki undan við að mæta í kokkteila.
Jú, sjáið, á tæpum fjórum mánuðum eru þetta orðin...

... Tilnefning til Norrænu bókmenntaverðlaunanna fyrir fullorðinsbókina Á eigin vegum.

... Tilkynning um þriggja ára listamannalaun.

... Ítrekuð tilboð um þýðingar verka yfir á erlendar tungur.

... Rithöfundaverðlaun RÚV sem veitt eru einum íslenskum rithöfundi á ári hverju.

... "Sögusteinninn", verðlaun veitt fyrir höfundaverk barnabókahöfunds - sum sé framlag til íslenskra barnabókmennta í gegnum tíðina.

Mæææææææ maaaaaaaama.

Útrás, smútrás.

Ef það er einhver sem er í útrás er það móðir mín, sem ekki ákvað að verða rithöfundur fyrr en rúmlega fertug og minnir mig reglulega á að maður þarf sko ekkert að drífa sig í að verða eitthvað eitt og vera það síðan alla tíð.

Annars á ég deit með verðlaunaskáldinu í Barcelona á mánudaginn.

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Maður er það sem maður borðar.
Og maður er hreyfingin sem maður stundar.

Það er ekkert flóknara en það - þó að maður gleymi því oft og allt það.

Allavega, Þetta verða eitthvað svo óhugnanleg sannindi þegar þau kristllast í heilum þjóðum, sílspikuðum sökum óhollra lifnaðarhátta og hreyfingarleysis.

Bretar eru feitasta þjóð í Evrópu. Meðalmaðurinn í Norwich er of þungur og með bumbuna lafandi. Á matseðlinum er líka endalaust af djúpsteiktum fisk og frönskum, beikoni, steikum, feitum pulsum, meiri frönskum, enn meira af bjór og gígantísku magni af kartöfluflögum. Nákvæmlega enginn skyldi vera hissa á aukakílóunum.

Bandaríkjamenn eru feitastir í heimi. Á matseðlinum er enda nóg af skyndibita, bíllinn besti vinur mannsins og svo eru matarskammtarnir einkar stórir. Ekki sérlega hollt fyrir þann sem er vanur að klára alltaf af diskinum sínum.

Mexíkóar eru á hraðleið með að ná Bandaríkjamönnum. Enda hreyfir þjóðin sig margfalt minna en áður, borðar miklu meiri skyndibita og gúffar í sig kóki og snakki. Svo eru tortillur væntanlega ekki sérlega kolvetnalitlar.

Hví fjasa ég um þetta?

Tjah, því það er merkjanlegur munur á fólkinu sem maður sér á götunum í Mílanó og í Mexíkóborg. Auðvitað er fullt af feitu fólki í Mílanó en þó ekki næstum því jafnmikið og hinum megin hafs.

Sem leiðir okkur að niðurstöðu dagsins:

Það er eitthvað svo innilega klikkað við að mataræði heillar þjóðar geti teymt hana skipulega ofan í sykursýkisgröf.

Og það er eitthvað svo fáranlega klikkað að viðtekin viðmið heillar þjóðar um hversu feitur megi vera til að vera engu að síður félagslega viðurkenndur, geti fleygt henni út í kransæðastíflu.

Jæja...