mánudagur, júlí 31, 2006

Til hvers að nota báða fætur þegar maður getur sparað aðra löppina og hoppað bara um á hinni?

Vöðvamassinn á hægra læri stúlkunnar hefur tvöfaldast á 21 klukkustund, enda hefur hún farið ferða sinna í dag hoppandi um á hægri fæti. Hækja hvað?

Ef hægt væri að fá six pack á lærið væri stúlkan komin með slíkt. Í staðinn er mjólkursýrustigið orðið óþarflega hátt en stúlkunni finnst það töff.

Það er töff að hoppa á hægri í launuðu sumarfríi.
Enda er launað frí mjög töff.

Enn meira töff að vera í lok dags búin að fá að láni virðulegan tréstaf með gullskafti. Á skaftinu er gyllt önd. Eða gylltur hundshaus.
Umdeilanlegt.

Maður ætti náttúrlega að skella sér upp í vinnu með virðulega gyllta stafinn og biðja um launahækkun.

Það myndi til dæmis hæfa gyllta stafnum vel ef eigandi hans væri millistjórnandi. Eða ritstjóri. Umm.

"Ef "dótið" okkar bilar eða eyðileggst þá kaupum við bara nýtt og hér um bil allt sem við þörfnumst kemur í einnota umbúðum. Fyrir vikið eykst úrgangsmagn í þjóðfélaginu á undraverðum hraða og fyrir hverja 100 innkaupapoka af "nauðsynjavörum" sem við kaupum fyrir heimilið röltum við út í tunnu með 85. Við leiðum sjaldnast hugann að því að í þessum 85 ruslapokum eru verðmæti því það snertir okkur ekki með beinum hætti. Eða hvað?

Ógrynnin öll af ónotuðum matvælum enda í ruslatunnunni. Þetta eru skyrdósin sem rann út, salathausinn sem myglaði og fleira því um líkt. Við höfum borgað fyrir þessar vörur, borið þær heim og losum okkur svo við margar þeirra því sem næst ónotaðar. Þetta er algengara en við gerum okkur grein fyrir og ætla má að meðalheimili geti sparað tugi þúsunda á ári með því að skipuleggja innkaup betur.
Að losna við úrganginn kostar okkur einnig fjármuni því samfélagið þarf jú að standa undir kostnaði við förgun úrgangs. Það þarf landsvæði undir allt ruslið og þangað þarf svo auðvitað að flytja það líka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum."

Vel mælt hjá Gyðu S. Björnsdóttur í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Neðar í greininni lýsir hún umhverfisfræðslu unglinga í vinnuskólanum:

"Unglingarnir fara einnig í skoðunarferð um urðunarstað Sorpu í Álfsnesi en það er hverjum manni hollt að sjá hvar ruslið hans endar og til þess fallið að vekja fólk til umhugsunar um hvernig megi draga úr því magni af úrgangi sem myndast hjá hverjum og einum. Á árinu 2005 var tekið á móti 196.000 tonnum af úrgangi hjá Sorpu en samanlagt myndi það magn fylla Hallgrímskirkjuturn yfir 200 sinnum."

Því meðan til er böl, sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna.

Tómas Guðmundsson kunni ´etta.

laugardagur, júlí 15, 2006

Tímarit Morgunblaðsins á sunnudag.
Lesa.
Já takk.

Masterplanið:

Sunnudagur: Aka suður fyrir land með mútter og gista einhvers staðar á leiðinni í bændagistingu.

Mánudagur: Skoða æskuslóðir mútter á Seyðisfirði.

Þriðjudagur: Koma sér upp í Snæfellsskála og hitta 15 manna hóp eða svo sem ætlar að ganga saman um Kárahnjúkasvæðið.

Miðvikudagur: Klífa Snæfell. Hæsta fjall á Íslandi utan jökla. Töff töff töff. Á góðum degi sést af toppnum yfir hálft landið.

Fimmtudagur, föstudagur, laugardagur, sunnudagur: Ganga um fyrirhugaðan lónsbotn Hálslóns, gista í tjaldi og fara yfir á Kringilsárrana.

Mánudagur: Finna sturtu á Egilsstöðum...

Þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur: Aka norður fyrir land og fara í elskulegu Skaptahlíð í Fnjóskadal. Koma aftur suður í sollinn eftir bjútífúl ferðalag.


Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið.

Umm... bara búið að leggja leið S5 niður?

Og Mogginn fluttur út í móa.

Hressandi.

Konan bara farin út og maðurinn fluttur inn.
Ja há.

Þegar útilegu um hásumar er frestað vegna veðurs, sama dag og maður fór í sumarfrí, spyr maður sig hvort maður hafi verið að fara í sumarfrí eða vetrarfrí.

föstudagur, júlí 14, 2006

Getur einhver lánað mér göngutjald???

Vegleg verðlaun í boði...

mánudagur, júlí 10, 2006

Íbúð til leigu.
Með hengirúmi.

Klassastaðsetning.

Sum sé íbúð Patreks, á Laugavegi 135.

Halla fer til Ástralíu á laugardag og kemur heim í desember.
Ég fer til Bretlands í september og kem heim næsta sumar.

Íbúðin er leigð út í september, október og nóvember.

Einn, tveir og hringja.
Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Næsta föstudag verð ég fullorðin.
Þá fer ég í sumarfrí.

Fyrsta sumarfríið á launum.

Ha, vill einhver borga mér fyrir að vera í fríi?

sunnudagur, júlí 09, 2006

Já, já, svo sköllótti maðurinn skallaði bara manninn.

Hressandi.

Þegar einn fer austur á land að taka viðtal fer annar upp á Skaga og eignast barn.

Ég á þær yndislegustu fjórar bræðradætur sem fyrirfinnast.
Og þær sjálfar eiga skrambi vel heppnaða foreldra.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Léttskýjað og fimmtán stiga hiti á Egilstöðum.

Stúlkan þangað.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Orri frá Þúfu var ekki á svæðinu, enda orðinn gamall, en á Landsmótinu var hins vegar sonur hans Þorri.

Þorri Orrason. Bræður Þorra og systur voru sömuleiðis fjölmenn.

Hryssan Ísafold var hyllt fyrir að hafa getið af sér einstaklega mikið af góðum skepnum.

Geisli frá Sælukoti var konungur mótsins.

Stúlkan féll fyrir hestinum Álfasteini.
Bæði því hesturinn var svo fallegur og af því að hann var með þann magnaða lit bleikálóttskjóttur.
???

Paparnir áttu sviðið og lýðurinn var farinn að dansa um allar brekkur.

Álftagerðisbræður og Karlakórinn Heimir, með sinn fjöldasöng, eiga stóran þátt í því að stúlkan má vart mæla eftir að hún kom að norðan.

Það á reyndar einnig fjöldasöngur í glampandi sól klukkan fimm um nótt, sem hópurinn hennar æsti fólk upp í. Raddaður söngur dró að fólksfjölda sem endaði með því að gaula bæði Nínu og Þjóðsönginn titrandi röddu, með sólina í andlitið.

Hása konan stefnir ótrauð á næsta Landsmót hestamanna.
Kannski hún komi meira að segja ríðandi til leiks.